Lögberg - 03.06.1954, Blaðsíða 5

Lögberg - 03.06.1954, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 3. JÚNÍ 1954 5 rfffyfyttftttfrrr x áhuga/ví/Íl rVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON SLYS í HEIMAHÚSUM Þriðjungur af öllum slysum, sem eiga sér stað, verða á heim- ilunum. Þrátt fyrir viðvaranir og upplýsingar, kemur það enn- þá fyrir, að fólk hellir hreins- unarlegi, saltsýru, ammoníak- vatni og sulfasápu á öl- og sóda- vatnsflöskur og setur flöskurnar frá sér, innan um aðrar flöskur, þar sem börn geta náð í þær. Þessa vökva á að geyma á sér- stökum flöskum, sem auðkennd- ar eru með eiturmerkjum. Al- drei má hella þeim á venjulegar flöskur, svo hætta verði á, að þær verði teknar í misgripum. Sjálfsagt er líka að hafa merki- miða á öllum flöskum á heimil- unum, þar sem greinilega stend- ur, hvað sé í henni. Eigið þér flösku, sem miðinn er dottinn af, þá hellið inni- haldi hennar niður, þó að þér þykist viss um, hvað í henni sé, því sú vitneskja getur gleymst. Hægt væri að komast hjá mörgum slysum, ef þessum ein- földu ráðum er fylgt. Ekki fyrir alllöngu gaf móðir barni sínu inn saltsýru, vegna þess að hún hélt að í flöskunni væri hósta- saft. Húsmæður fá oft flísar í fing- urna, vegna þess að gólf og eld- húsbekkir eru orðnir lélegir. — Margir skera sig illileg^ í fing- urna, sérstaklega á brauðskurð- arvélum. Aðallega er það þó karlmaðurinn, sem sker sig á brauðhnífnum og þá sér í lagi eldri menn. Konurnar hafa lært að fara með brauðhníf og ungir eiginmenn fá auðsjáanlega meiri æfingu í húsverkum en þeir fengu áður fyrr. Ef til vill er það ekki úr vegi að gera brauðskurðarvélarnar hættuminni í umgengni. Þá eru það leikföngin. Margt af því sem selt er og gefið börn- um orsakar slys. Börn stinga sig á oddum og skera sig á skörpum köntum á leikföngum úr járni eða ein- hverju slíku. ☆ ☆ Plastikfélögin brotna við lítið hnjask. í verzlunum hafa feng- ist hringlur, sem fylltar hafa verið með smásteinum og nögl- um. Dýr- og brúður eru með gleraugu, sem auðvelt er að ná af, gleypa eða stinga í nef og eyru. Mörg börn leika sér á al- mannafæri með boga og örvar og stofna sjálfum sér og öðrum í hættu. Þegar málið er hugsað út í æsar, hryllir menn við, hve mörg slys eiga sér stað í heima- húsum og menn hugsa með sér, að auðvelt hefði verið að komast hjá mörgum þessara slysa með ofurlítið meiri gætni, þó auð- vitað séu sum slysin ekki að- gæzluleysi að kenna. Það er nú svo að lífinu fylgja margs konar hættur. Ekki er hægt að kenna hús- móðurinni, sem oft er þreytt og störfum hlaðin, um slysin á heimilunum. Ef til vill þarf hún líka að gegna skyldustörfum utan heimilisins, auk hinna venjulegu heimilisstarfa. En hægt væri að gera gang- skör að því að fyrirbyggja þessi slys. Húsameistarar og fag- menn gætu séð fyrir því, að hlúð væri betur að börnunum, svo að þau væru ekki tilneydd að leika sér þar sem kjallarastigar gína við þeim og við bílskúra, þar sem óteljandi möguleikar eru fyrir því að börnin verði fyrir slysi. Húsameistarar og húseigend- ur ættu að sjá fyrir því að geng- ið væri þannig frá svölum, gluggum og stigahúsum að eng- in hætta væri á að börn færu sér þar að voða. Við gætum sjálf séð fyrir því að stofurnar væru ekki ofhlaðn- ar húsgögnum, sem hægt er að reka sig í og detta um, að gólfin séu ekki allt of vel bónuð og að gólfteppin rynnu ekki til þegar stigið væri á þau. —Mbl. ☆ ☆ Ó, RAUÐA VÖR, SEM MINNIR Á SVO MARGT Ekkert fegurðarmeðal hefir fengið aðra eins útbreiðslu og varaliturinn. Þeim konum, sem á annað borð nota varalit (og eru það ekki flestar?) finnst þær blátt áfram ekki geta látið sjá sig án litaðra vara. Á stríðs- árunum var varalitur ofarlega a listanum yfir „mest-saknað‘‘ hjá þeim konum víða um heim- inn, sem aðeins gátu veitt sér knöppustu lífsnauðsynjar. Sagt er að Það hafi sjaldan brugðizt, þegar flytja þurfti hjúkrunar- konur eða annað kvenfólk í skyndi af hættusvæði, að þær hafi munað eftir að þrífa með sér varalitinn. Hvers vegna höfum við kon- urnar orðið svona háðar vara- htnum? Honum fylgja þó ýmis °þægindi. Hann blettar vasa- klúta, munnþurrkur, bolla og horðbúnað og allt þetta annað, sem varnirnar snerta. Það þarf Mltaf að vera að endurnýja hann. Til þess að vega upp á móti þessum óþægindum, hlýtur vara iturinn að gegna einhverju mJ°g þýðingarmiklu hlutverki. Hann gerir það. Hann getur ýaldið stórkostlegri breytingu á uUiti okkar. Ef hann er rétt not- a Ur> gefur hann andlitinu sér- s akt líf 0g blóma. Þetta á ekki sizt við, ef andlitið vantar hinn e tirsótta ljósa roða, eða hann e *r fölnað með aldrinum. vernig á þá að nota varalit- mn- Um það eru til ýmsar leið- einingar. Margir sérfræðingar e Ja þessa aðferð heppilega. araliturinn er borinn á vel þurrar varirnar og látinn jafna sig nokkrar mínútur. Síðan eru varirnar dyftar rækilega. Þurrk að létt yfir þær og síðan er vara- liturinn borinn á aftur eins og í fyrra sinnið og látinn jafnast ör- litla stund, síðan er vörunum þrýst létt á hreinan pappír, helzt pappírsþurrku. Hvaða litblæ á helzt að nota? Sú var tíðin að nóg var að eiga einn ljósan lit, en nú hefir verið búið til ótrúlega fjölbreytt lita- val. Nú á að taka tillit til hör- undslitar, klæðnaðar, skart- gripa, ljóssins og fleira. En við með þunnu buddurnar verðum að leita að þeim litblæ, sem fell- ur vel að öðrum litum, sem við notum, og er þá óþarfi að eiga nema einn eða tvo. Og svo er það alveg dagsönn saga um piltinn, sem hafði of- næmi fyrir varalitnum unnust- unnar. Spegla —A.B. ☆ ÚR BRÉFI FRÁ 14. MAÍ Kæra Mrs. Jónsson: Mig langar til að senda fáein- ar línur héðan, vona að fá svo- lítið pláss í þinni vinsælu kvennasíðu. Vetur var með afbrigðum góður, að undanteknum janúar, sem var frekar grimmur. Vorið kalt eins og, vill verða á ári hverju. Samt eru nú bændur langt komnir með akuryrkju, og er þá næst, þegar því er lokið, að fara að spekúlera um hvað mikið af korninu komist í hlöð- urnar, og stundum vill það verða eins og enskan segir: (“To count your chickens before they are hatched”). Útlit um tíma í vor var heldur bágborið, þegar nokkrir sandstormadagar komu, minnti það heldur en ekki á þurrkaárið 1930 og um það bil. Vonandi að forsjónin forði manni frá öðru eins, en ekki er nú gott að ætlast til of mikils af forsjóninni, því víst verðskuldum við alltaf það gagnstæða, þó að eðlið sé að kjósa allt það bezta. Jæja, ekki vil ég lengja þetta meir. Óska öllum farsæls og heilsuríks sumars. Með vinsemd, M. frá Dakota-dalnum íslenzku hestarnir vöktu mikla eftirtekt og hrifningu í Englandi Skuggi fleygði tamningamann- ínum af sér í Kings Park. — Jarlinn af Dalkeilh hrifinn. Þeir Þorkell Bjarnason á Laugarvatni og Páll Sig- urðsson Fornahvammi komu heim úr Skotlandsferðinni með flugvél í gær. Þeir fóru sem kunnugt er ásamt Gunnari Bjarnasyni með ís- lenzku hestana, sem sendir voru með Gullfossi fyrir nokkru. Blaðið átti tal við Guðrún Brunborg gefur út ferðabók eftir Per Höst Fyrir nokkru barst mér í hendur bók nokkur, óvenjulega vönduð og glæsileg að ytra út- liti. Ég hef nú lesið bókina og komizt að raun um, að efni henn- ar og meðferð þess er hinum glæsilega búningi fyllilega sam- boðið. Þetta er bókin „Frum- skógur og íshaf', eftir norska vísindamanninn, ferðalanginn, kvikmyndahöfundinn, rithöfund inn og ævíntýramanninn Per Höst. Hjörtur Halldórsson menntaskólakennari hefir þýtt bókina, og er nafn hans trygg- ing fyrir því, að ekki sé um neina handahófsvinnu að ræða, enda er hún á góðu máli. Frú Guðrún Brunborg gefur bókina út af þeim myndarbrag og stór- hug, sem einkennir þá góðu og miklu hugsjónakónu. Prent- smiðjan Oddi h.f. hefir annazt prentun ,en Nationaltrykkeriet í Osló mun hafa annazt prentun litmynda þeirra, sem prýða bók- ina, og eru hinar fegurstu. Þá er og fjöldi annarra mynda í bókinni, og eru myndirnar alls á annað hundrað. Svipur bókar- innar einkennist allur af meiri menningu og list heldur en tíð- ast er um íslenzkar bækur, og hefir þó mörg vönduð bók komið hér út að undanförnu. Og efni það, sem bókin fjallar um, er og óvenjulega fræðandi og skemmtilegt. Segir höfundur þar frá ferðum sínum norður í heimskautsísinn og um frum- skóga Mið- og Suður-Ameríku, og dvöl sinni þar meðal af- skekktra Indíánakynflokka, sem þar búa, enn að mestu ósnortnir af hinni svonefndu heimsmenn- ingu. Öllum þeim, sem ánægju og yndi hafa af ferðasögum og ævintýrum djarfra manna, er kanna ókunna stigu, er þetta á- kjósanleg bók. Höfundurinn kann ekki síður að segja frá með penna sínum en kvikmyndatöku vélinni, frásögn hans er öll lát- laus en fjörleg, og margir kaflar bókarinnar einkar skemmti- legir. Per Höst er hámenntaður vísindamaður, sem hefir lagt gjörfa hönd á margt og víða farið. Hann er fæddur í Osló 1907. Nam náttúrufræði við há- skólann í Osló og valdi sér dýra- fræði að sérgrein. Gerðist hann snemma mikilvirkur í fræði- grein sinni, gaf út fjölda vísinda- legra ritgerða og vann að fiski- rannsóknum og athugunum á lífi sjávardýra. Lagði síðan eink- um stund á fugla- og spendýra- rannsóknir og er veigamesta starf hans í sambandi við rann- sókn á lífsháttum íshafssela. Auk þess hefir hann haft með höndum miklar rannsóknir á dýralífi norska hálendisins. Per Höst hefir ferðast víða um Norður-íshafið í sambandi við rannsóknir sínar. Um skeið var hann starfsmaður við American Museum of Natural History í New York og um nokkurt tíma- bil veitti hann forstöðu líffræði- rannsóknarstöð í Florida. Þegar styrjöldin brauzt út, gekk hann í norska flugherinn, og starfaði fyrst og fremst að kvikmynda- töku, og að stríði loknu gafst honum tækifæri til að notfæra sér þá reynslu og kunnáttu, er hann hafði öðlazt í kvikmynda- gerð. Fór hann leiðangursferð í því skyni um Mið- og Suður- Ameríku, og- tók þar kvikmynd- ir úr frumskógunum og af lifn- aðarháttum Indíána, er gert hafa hann frægan víða um heim. í fyrra gerðu þeir út leiðangur til Galapagoseyja, hann og Thor Heyerdal, sem heimsfrægð hlaut fyrir Kontiki-leiðangur sinn og bók sína um hann. Tók Per Höst þar kvikmyndir af landslagi og dýralífi, og bíða þeir, sem séð hafa fyrri slíkar myndir Hösts, hennar með óþreyju. Snilld Per Höst í þeirri grein er íslending- um ekki með öllu ókunn, þar eð hann gerði kvikmyndina, — „Noregur í litum“, — sem frú Brunborg sýndi víðs vegar hér á landi árið 1948. Meðal almennings hefir Per Höst þó hlotið mesta frægð fyrir bók þessa, en hún hefir þegar verið gefin út í þrettán þjóð- löndum og þýdd á tólf tungu- mál. Þarf ekki að efa að hún verði mikið keypt og lesin hér, og víst er um það, að fallegri og heppileg’ri tækifærisgjöf mun vandfundin í bókaverzlunum okkar, bæði fullorðnum og ung- um. Þess þarf varla að geta, að allur ágóði, sem af útgáfunni kann að verða, rennur í styrktar- sjóði þá, sem útgefandinn, frú Guðrún Brunborg, hefir stofnað til handa íslenzkum stúdentum er nám stunda í Noregi, — en á því sviði hefir hún lyft því Grettistaki, sem fáir munu eftir leika. Bókin er höfundinum til frægðar og hverjum bókavini til fróðleiks og augnayndis og út- gáfa hennar öllum, sem þar hafa að unnið, til sóma, — en þó fyrst og fremst útgefandanum, sem ekkert hefir til sparað, að hún mætti verða sem bezt úr garði gerð. L. Guðmundsson —Alþbl., 7. maí Tvær nýjar aðferðir fyrir byggingarlistina eru fundnar upp af garðyrkjumönnum. Hin stórkostlega kristalshöll, sem byggðvar í tilefni af sýningunni miklu í London 1851, var teikn- uð af garðyrkjumanni, sem hét Pazton. Hann var hrifinn af gerð vatnaliljunnar. Bygging þessi fæddi af sér algjörlega nýjan byggingastíl. Steinsteyp- an, sem nú er almenn um allan heim, var fundin upp af Monnier garðyrkjumanni, er hann byggði brunna. ☆ Garður sá, sem William Lole Swepstone, Leicestershire, gróð- ursetti fyrir um það bil hundrað árum, var einstakur í sinni röð.> William Lole, þekktur undir nafninu einbúinn frá Newton Burgoland, gekk með trúarof- stæki og skipulagði garð sinn með hliðsjón af trúarhugmynd- urri sínum. 1 einu horni garðsins var lítill gálgi, annars staðar var örkin hans Nóa, og einnig var hægt að finna „hið heilaga fjall“, „sæti tryggðarinnar“, „horn rógberans“ o. s. frv. William Lole lifði á því að sýna ferðamönnum garð sinn gegn lítils háttar borgun. —Heimilisritið þá félaga í gær og létu þeir hið bezta yfir ferðinni og töldu hana hafa tekizt fylli- lega eins og efni stóðu til. Það er skemmt af að segja að hinir skozku hestamenn voru mjög hrifnir af hestunum og tölti þeirra, og hvar vetna vöktu þeir mestu athygli. Hafa ýmsir hug á íslenzkum hestum, svo sem skozki herinn og fleiri. íslenzku hestarnir þoldu sjó- ferðina með ágætum, enda var mjög gott í sjó alla leiðina. Átu þeir hvern dag, en líkaði drykkj- arvatnið illa. Voru þeir því eftir atvikum vel á sig komnir, þegar til Edinborgar kom. Vel var tekið á móti hestum og hestamönnum í Edinborg, og voru þar fyrir forráðamenn samtaka skozkra smáhestaeig- enda. Var haldið með hestana til Kings Park, sem er í miðri Edinborg þegar fyrsta daginn þar og var þar meðal annarra kominn jarlinn af Dalkeith, sem er forseti þessara samtaka. Skoð- aði hann hestana vandlega og lauk á þá miklu lofsorði, einnig dáðist hann mjög að gangi þeirra. Þarna í Kings Park var haldin sýning á hestunum, enda var þar mikill mannfjöldi. Sýndu íslendingarnir gang þeirra, og þótt hestarnir væru dálítið stirðir eftir stöðuna í lestinni, náðu þeir sér fljótt á strik. — Vakti sýningin mikla athygli. Þarna kom ungur brezkur maður til Islendinganna, ný- kominn af tamninganámskeiði frá reiðskólanum í Newton More, þangað sem för íslenzku hestanna var heitið. Vildi hann fá að koma á bak, og þá helzt vel viljugum hesti. Fékk hann það og varð Skuggi frá Skugga- björgum fyrir valinu. En skammt hafði tamningamaður- inn farið, þegar hann missti Skugga á sprett og gat ekki stöðvað hann. Tók hann að lok- um það ráð að fleygja sér af baki. Vakti þetta að sjálfsögðu mikla athygli. Koma íslenzku hestanna og sýningin í Edinborg virtist hinn bezti blaðamatur, því að margir blaðamenn voru viðstaddir og birtust margar greinar um þetta ásamt myndum í skozku blöð- unum. Voru þar hin mestu lofs- yrði um íslenzku hestana höfð eftir jarlinum af Dalkeith, sem virtist stórhrifinn. Síðan var haldið með hestana á bíl til Newton More, en þangað er löng leið frá Edinborg upp í Hálöndin. Svo illa vildi til, að tamninganámskeiðið í reiðskól- anum þar voru því nær á enda, svo að ekki varð þar af þeirri kynningu á íslenzku hestunum og kennslu í íslenzkri hesta- mennsku, sem til var ætlazt. En næstu daga voru hestarnir sýnd- ir og reyndir. Gekk vönum skozkum hestamönnum allvel að ná töltinu úr hinum meðfæri- legri hestum og fannst mikið til koma. Það var helzt til baga, að vorið er um mánuði síðar á ferðinni í Skotlandi en í góðæri, og var því enginn gróður koimnn. Varð því að gefa hestunum hafra og annað kornfóður nær eingöngu, því að hálminn vildu þeir 'ekki. En síðustu dagana voru þeir þó farnir að líta við hálminum. Islendingarnir fóru ásamt ferðafóiki á skozkum smáhest- um, sem þó eru nokkru stærri en hinir íslenzku, í erfiða fjalla- ferð, og bjuggust Skotar við, að íslenzku hestarnir mundu ekki standast þá raun á við hina skozku hesta. En raunin varð önnur. íslenzku hestarnir skutu hinum skozku vel aftur fyrir sig og sýndu meira þol, og voru þó a. m. k. tveir íslenzku reiðmann- anna enginn léttavarningur. Ofurlítið mun hafa borið á því, að skozkir hestaeigendur, sem lifa mjög á því að leigja ferða- mönnum hesta, óttuðust sam- keppnina, og því getur verið að þeir verði tregir til að taka þá í hóp leiguhesta sinna, þótt það væri ef til vill bezta auglýsingin. En ýmsir aðrir hafa hug á að kynnast íslenzku hestunum. Yfirvöld hersins í Edinborg hafa hug á áð skoða þá og telja lík- legt, að þeir séu góðir polo-hest- ar. Mun Gunnar Bjarnason, sem cnn dvelst í Skotlandi, fara með hestana til Edinborgar og sýna hernum þá. Þá hefir mjög augugur land- eigandi í Norður-Skotlandi hug á því að athuga, hvort íslenzkir hestar muni ekki sérlega vel fallnir handa ráðsmönnum hans til að ríða á í eftirlitsferðum um lönd hans. Skotar höfðu hug á að fá þá Þorkel og Pál til að kenna sín- -um hestum tölt, og gerðu þeir smávegis tilraun, en ógerningur reyndist þeim að ná úr þeim töltspori, jafnvel lítt tömdum hestum. Ráðgert hafði verið að Þorkell, dveldi lengur ytra til að kenna íslenzka hestamennsku, en vegna þess að tamninganám- skeiðið stóð skemur en ætlað var og eins vegna þess, að hinir skozku hestamenn virtust hafa náð sæmilegum tökum á hest- unum, þótti honum ekki ástæða til þess. Hestarnir verða viður- loða í Newton More fram undir maíiok, en verða þá seldir. Búast má við, að verðið verði ekki eins hátt og búizt var við. Þó má hik- laust telja, að i'ör þessi hafi tek- izt með ágætum og náð fullkom- lega tilgangi sínum. Er þess að vænta, að áfram verði haldið og er þá ekki ólíklegt, að með þolin mæði megi vinna íslenzka hest- inum hylli í Skotlandi og víðar. —TÍMINN, 12. maí ALMANAK 1954 O. S. Thorgeirsson INNIHALD AlmanaksmánuSIrnlr, um tfmataliíS, veðurathuganir o. fl......1 AlamanakiS sextugt, eftir Richard Beck .....21 Aldarminning Stephans G. Stephanssonar, eftir Richard Beck ......29 Sjötíu og fimm ára afmæli landnáms Islendinga í NorSur-Dakota, eftir Richard Beck ......49 íslenzk bæjarnöfn í Argyle-byggíS, eftir G. J. Oleson ......65 Landnámsþættir' Islendinga I Spy Hill, Gerald og TantallQnbyggöum, eftir Richard Beck ......69 Landnemar úr N. Dak., er fluttust til Gerald og VatnabyggSa, eftir Gunnar Jóhannsson 88 Dr. Sigurgeir SigurSsson biskup, minningar og kveSjuorC, eftir Richard Beck ......96 í Ólafsdal, eftir Árna G. Rylands ....109 Árni S. Josephson, eftir G. J. Oleson .....112 í Arnarstapagili viö VíCimýrasel, eftir Ríkarð Jðnsson myndhöggvara ....114 Helztu viSburðir meSal Vestur-íslendinga ......115 Þakkarorö ................127 Mannalát .................128 Verð 75c THORGEIRSSON CO. 532 Agnes Sí. Winnipeg TILKYNNING Þeir lögfræðingarnir LAMONT og BURIAK 510 Childs Building hér í borg, hafa ákveðið að setja á fót lögmanns- skrifstofu í Árborg, Man., snemma í júnímánuði næstk. Mr. Arthur Kristján Swainson, L.L.B., sem er meðlimur áminsts lögfræðingafélags, mun veita þessari nýju skrif- stofu forstöðu, eða ef svo ber undir, annar starfsmaður félagsins. Lögfræðinginn verður að hitta vikulega í Arborg á föstudögum og laugardögum og ef þörf gerist aðra daga vikunnar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.