Lögberg - 03.06.1954, Blaðsíða 7

Lögberg - 03.06.1954, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 3. JÚNI 1954 7 í landi Titos eru fögur og svipmikil tindafjöll Grein þessi er efíir einn af þeim mörgu Englendingum, sem leggja stund á fjallgöngur, ekki til þess að afla sér frægðar, heldur vegna ánægjunnar af því að komast á hina hæstu tinda. Hér segir frá fjallgöngu í Júgóslavíu. MENN ráku upp stór augu þegar það fréttist, að ég ætlaði að fara til Júgóslavíu og ganga þar á fjöll. Fyrst var nú þetta, að fáir hafa hugmynd um, að í landi Titós eru hin fegurstu tindafjöll og að um þrír fjórðu hlutar landsins eru fjalllendi. Og svo fannst mönnum það glópska að hætta sér inn í þetta land, ég mundi verða kyrrsettur. En sannleikurinn er sá, að í fáum löndum Evrópu er auðveldara fyrir Breta að ferðast. Serbar hafa nú sem stendur hinar mestu mætur á Englendingum, og jafn- vel í fjallahéruðunum, þar sem matarílátin eru úr tini, er tekið fram leirtau, þegar brezka gesti ber að garði. Landslagið breytist skjótt eft- ir að maður fer frá Trieste. I staðinn fyrir grýtta jörð koma nú miklir barrviðarskógar og teyjast langt upp í hlíðar fjall- anna. Nokkru eftir að við kom- um inn í Júgóslavíu, skall úr- hellis rigning með þrumum og eldingum á lestinni. En svo stytti upp jafnskyndilega og lygndi, en regnmóða sveipaði hin háu fjöll og sólargeislarnir brotnuðu í henni. Upp í háloftið teygðust blá fjöllin, tindur við tind, eins og ógurlegir kastalar hyggðir í lausu lofti. Þarna voru júlíönsku Alparnir, fjöllin, sem vér höfum þráð að klífa. Vér vissum þó lítið um þessi fjöll, og bækur um þau komu oss ekki að haldi, því að þær voru allar á slavnesku máli — engin einasta ferðamannabók á þýzku, enda þótt nokkuð af fjöllunum sé í Austurríki. Það var þó margt, sem vér þurftum að fá að vita — hvar fjallakofar væri, hvort hægt væri að fá þar mat og aðhlynningu, og hvernig samgöngum væri háttað. En þegar vér komum til háskóla- borgarinnar Ljubljana, vorum vér svo heppnir að rekast á mann, sem hafði komið með Tító til Englands. Hann veitti oss allar nauðsynlegar upplýs- ingar og greiddi götu vora á allan hátt. En bezt af öllu var, að hann kom mér í kynni við dr. Francé Arvéin, kennara við vél- fræðideild háskólans. Hann var einmitt að leggja af stað í fjall- göngu og bauð mér með sér. Það voru mikil viðbrigði að koma frá hinum blómskreyttu aldingörðum í Ljubljana og upp í hin hrikalegu fjöll, með hvöss- um eggjum og tindum. Vér gistum um nóttina í fjallkofa sem heitir Tamar og er í 3600 feta hæð. Þegar vér komum á kreik árla næsta morgun, blasti við oss fjallið Jalovec, 8674 feta hátt með hamratindum milli hjarnfanna. Morgunsólin roðaði hæsta tindinn. Þetta fjall ætluðum vér að klífa. Enginn tími er betri til fjall- göngu en morgunstundin, svo vér lögðum af stað fjórir saman. Tveir háskólakennarar voru saman um klifurtaug, en við Arvéin um aðra. í miðju fjallinu er hjalli og þverhnýpt klettabelti allt um kring og þegar maður er kominn upp að rótum þess, sést ekki tindurinn, og ekki annað en þessi klettaveggur, sem ber kol- svartan við bláan himin. Og mér var óskiljanlegt hvernig vér ættum að komast yfir hann. Ég hafði aldrei vanizt því á fjall- göngum að reka fleina í berg og komast upp á þeim. Varð ég því undrandi, er þeir drógu upp marga stóra fleina og þungan hamar, í staðinn fyrir fjalla- haka. Þetta er nauðsynlegt þarna, því að grjótið er svikult. Vér komum nú að klettabelti, þar sem hvergi var handfestu né táfestu að fá og nú kom það upp úr kafinu, að vér höfðum iarið villir vegar. En það var ekki viðlit að snúa aftur. Þarna urðum vér að fara upp. Annar háskólakennarinn, Dolan heitir hann, fór nú að reka fleina í bergið og gekk upp á þeim þang- að til hann var kominn upp á brún. Þaðan renndi hann festi til okkar hinna og það gekk eins og í sögu að komast upp, en þó er ekki heiglum hent að fara upp þverhnýptan klettavegg og ganga á fleinum, sem reknir eru inn í laust bergið. Vér vorum nú á stalli og yfir oss gnæfði annað berg, sem slútti fram og virtist alveg ófært. Vér fórum meðfram bjarginu þang- að til vér komum að sprungu og upp eftir henni urðum vér að reyna að klífa, Það hefði þó al- drei tekizt ef vér hefðum ekki haft fleinana. Komum vér nú að kletti, sem slútti fram og lokaði sprungunni. Þeir sögðu mér að ganga fyrir hornið og voru dálítið kímnileitir. Þar var þá glufa, sem náði upp í gegn- um klettabeltið. Þetta voru sannkölluð leynigöng til þess að komast upp á hjallann. Flest slys, sem verða í fjall- göngum, ske þegar menn eru komnir yfir hættulegustu stað- ina. Þá er eins og varygð þeirra dvíni. En fjallgöngumenn verða alltaf að fara jafn varlega, og það sáum vér bezt nú. Þegar vér vorum komnir upp á snar- brattan hjallann, hvíldum vér oss og fengum oss brauðsneiðar og vatn úr ferðapelanum. Vér tókum bakpokana af oss og lögðum þá í skriðuna. Einn leysti sig þá og gekk fram á brúnina til þess að horfa fram af hengifluginu og svo sneri hann við aftur. Varð honum það þá á að reka fótinn óvart 1 bak- poka sinn, og pokinn á stað nið- ur skriðuna. Hann brá skjótt við og ætlaði að grípa pokann, en var nærri kominn fram af. Pok- inn hentist fram af hengifluginu, cn maðurinn fleygði sér niður og með því að spyrna við fótum og krafsa með höndunum tókst honum að stöðva sig á blábrún- inni. Sex klukkustundum seinna komum vér þar sem pokinn hafði komið niður eftir 1800 feta fall. Hann hafði sprungið líkt og pappírspoki og það, sem í honum var, hafði þeytzt út um allt. Niðursuðudós hafði flatzt út og var eins og klessa, glöggt dæmi um þann reginkraft, sem nefnist aðdráttarafl. Varúð, var- úð og enn meiri varúð ætti að vera kjörorð allra fjallgöngu- manna. PJALLGÖNGUR eru þjóðar- * íþrótt í Júgóslavíu. Þjóðin er um tvær milljónir, en 65.000 manna eru í fjallgöngufélögun- um. Triglav er það fjallið, sem menn hafa mestan áhuga fyrir að klífa. Um það eru margar þjóðsagnir og það kemur einhver draumkenndur löngunarsvipur á alla þegar það er nefnt, eða þegar þeir syngja söngvana um það. Hvarvetna í fjöllunum má sjá rauðar málningarslettur hingað og þangað á grjótinu. Þessi merki eru til leiðbeiningar fyrir fjallgöngumenn. Sumum kann að virðast það nokkuð barnalegt, en það er mjög villugjarnt þarna í fjöllunum og auðvelt að komast í sjálfheldu fyrir þann, sem ekki nýtur neinnar leiðbeiningar. Gaman var að ganga á fjallið. Leiðin lá fyrst um Trenta-dalinn og á aðra hönd var niðurinn í ánni, en á hina bjölluhljómur frá kúm. Við heiðskírt loftið bar bláa og hvassa fjallatinda, og vér klöngruðumst yfir stórgrýti. Um fleiri leiðir var að ræða en þessa. Vér hefðum getað farið beint, en þá orðið að klífa 3000 feta þverhnýpi. Vér völdum krókinn. Þar er farið eftir hlykkjóttum smástígum, sem höggnir eru í bergið. Þarna voru og gamlar og ryðgaðar íestar að handstyrkja sig á, þar sem verst var. En þarna hátt uppi í fjallinu voru merki eftir fallbyssukúlur og sprengjur. Vér vorum nú á vígstöðvum Serba og ítala. Þarna hafði verið varð- flokkur og þarna höfðu verið háðar hinar snörpustu orustur. Það er einkennilegt að hugsa sér vígstöðvar í 8000 feta hæð. Trenta-dalurinn hafði verið í Austurríki um þúsund ár, en eftir fyrra stríðið fengu ítalir hann í sinn hlut. En nú er Trenta og Triglav, hið helga fjall, slavneskt land. íbúarnir á þessum slóðum voru stoltir af því að þeir hefði alltaf varðveitt móðurmál sitt og þjóðsiðu með- an landið laut erlendu veldi. Um nóttina gístum vér í fjalla- kofa, sem var í 7000 feta hæð. Þaðan var dýrðlegt útsýni yfir fjöllin. Þar mátti líta tind við tind langt suður á Balkanskaga. En langt undir fótum vorum blöstu við dökkir skógar og grænir dalir. Upp úr skýjakafi ofar öllum hinum teygðust tveir tindar og voru eins og í lausu lofti. Annar var Jalovec, hinn Manhart, sem er að hálfu leyti í Italu. Vér vorum óheppnir með Triglav, því að þoka var á fjall- inu, er upp kom. En vér geng- um á marga aðra tinda og alltaf sáum vér eitthvað nýtt. Lands- lagið er svo ótrúlega fjölbreytt, að það er alltaf að skipta um svip. En þó held ég að mér hafi þótt merkilegast er ég kom fyrir eina fjallshyrnu og stóð allt í einu á 2000 feta háum kletta- vegg, en þar niðri í hyldýpinu brauzt áin Savica beint út úr fjallinu. Mér varð nú ljóst, hvers vegna allt er svo eyðilegt og þurrt umhverfis Triglav. Allt úr- komuvatn hripar niður í gegn um kalksteinslögin, safnast sam- an djúpt í jörð og myndar þar neðanjarðar fljót, sem síðan brýzt fram á þessum stað, alveg eins og það komi fram úr raf- stöðvarstokk. Þarna niður klett- ana hefur verið höggvinn tröppu gangur, og kemur maður þá niður að hinu dásamlega fagra Bohinjso vatni. MERKILEGAST af öllu í Júgó- slavíu eru máske hinir „lögðu vegir“ upp á marga há- tindana, gerðir fyrir þá, sem gjarnan vilja komast upp, án þess að lenda í of miklum hætt- um. Slíkir „vegir“ eru hvergi annars staðar í Alpafjöllum. Þessir „vegir“ hafa verið gerð- ir að tilhlutan fjallgöngufélag- anna og þeir eru víða afar merkilegir. Það eru þó ekki ein- stigi, heldur fleinar reknir í þverhnýpta kletta og taug fram af til að halda sér í. Þarna er ekki hættulaust að fara fyrir þá, sem er svimagjarnt, en sums staðar slútir bergið, og það er betra að menn séu taugastyrkir, þegar þeir fara þar. Maður hlýt- ur að dást að því, hve snildar- lega þessir „vegir“ eru lagðir, enda þótt þeir falli ekki inn í það ævintýr að klífa fjöll. —Lesb. Mbl. COPENHAGEN Bezta munntóbak heimsins SPACEMAKER AUTOMATIC Pushbutton RANGE HUGE MASTER OVEN — FULL COOKING CAPACITY Loaded with De Luxe G.E. Features t • Push Button Controls • New Huge Capacity With Opening Master Oven • New "Focused Heat## Broiler • Removable, Washable Calrod Oven Units — No Open Coils — Calrod Units Are Fully Enclosed. $289 .00 Does a11 working jobs a big standard model can do . . . yet is only 24 inches wide! As Little As $2*50 Per Week After Low Down Payment Generous Trade-in Allowance On Your Old Range GET IT NOW AT: Before you buy anywhere SEE VAN’S ELECTRIC LIMITED 636 Sargent Ave. Phone 3-4890 WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.