Lögberg - 03.06.1954, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 3. JÚNÍ 1954
„Vötn í klaka kropin . . ."
FRÁ RITVELLINUM
Hetjur hversdagslífsins
Hannes J. Magnússon: HETJUR HVERSDAGSLÍFSINS.
Nokkrar þjóðlíísmyndir frá upphafi 20. aldarinnar.
Bókaútgáfan NORÐRI 1953.
Heimsókn íil Niagarafossa,
áður en þeir hafa kastað
veirarhamnum
DETROIT, 1. APRÍL
Hann var að gera tilraun til
að hreyta úr sér einhverjum snjó
í New York, þegar ég lagði af
stað þaðan í gærkvöldi.
Fórinni var heitið til borgar-
innar Niagara Falls, sem stend-
ur á bökkum Niagarafljóts, sem
rennur úr Eire-vatni í Ontario-
vatn, og alveg við fossana frægu,
sem bera sama nafn og fljótið
og borgin. Verðurfregnirnar
hafa skýrt frá því, að það hafi
verið hríðarveður undanfarinn
sólarhring ofantil í New York-
fylki, en íslendingur getur að
sjálfsögðu ekki látið slíkt á sig
fá, því að hann á að vera miklu
verra vanur að heiman. Og það
getur líka verið gaman að sjá,
hvort hann snjóar eins hér suð-
ur frá og hann gerir norður við
Dumbshaf.
Ég teyni að sofa, því að ekk-
ert er að sjá í nlðdimmri nótt-
jnni, en það gengur illa, því að
lestin nemur oft staðar og þá
vaknar maður við kyrrðina, ef
hjólaskröltið hefir getað svæft
mann. Og í hvert skipti, sem ég
opna augun, gægist út, til að
aðgæta, hvort þetta sé nú al-
mennileg hríð, sem ég sé kominn
í, en það er nú öðru nær. Þetta
er hálfvelgjukafald, sem ekkert
er varið í. Og þar að auki er
næstum logn, svo að þetta er
bezta veður.
Fossarnir láta til sín heyra
Það er kominn bjartur dagur,
þegar lestin rennur loks inn á
stöðina í Buffalo. Þar verð ég
að fara úr og koma farangri
mínum í geymslu, meðan ég fer
með smálest til Niagara, sem er
tæprar stundar ferðar fjarlægð.
Meðan ég bíð eftir þeim far-
kosti, geng ég út fyrir stöðina,
og þar er næðingur og kuldi,
miklu kaldara en þegar ég lagði
upp frá Reykjavík fyrir hálfum
mánuði. Skyldu þeir vera margir
á þessum stað, sem mundu trúa
því, ef ég segði einhverjum frá
því? Líklega ekki. Og þarna er
líka talsverður snjór, meiri en
oftast sást í Reykjavík í vetur.
Rétt eftir klukkan níu er ég
svo kominn til Niagara Falls.
Þegar ég kem út fyrir járnbraut-
arstöðina þar, er ég að hugsa um,
í hvora áttina ég eigi nú að
ganga, til þess að komast niður
að fossunum. Þegar heldur
sljákkaði í umferðinni dálitla
stund, var ekki um að villast,
hvert halda skyldi, því að norð-
annæðingurinn bar með sér foss-
niðinn. Það er aðeins tveggja
mínútna gangur frá járnbraut-
arstöðinni niður að ánni, og fyrir
neðan Aðaístræti — Main
Street — tekur við skrúðgarður,
sem heitir Prospect Park. Hann
er meðfram ánni £ löngum
kafla.
Gengið út í Geiley
Ég geng út í garðinn og stefni
á brú, sem liggur yfir á eyju í
ánni. Þegar komið er yfir brúna,
kvíslast akvegurinn í þrjár áttir
og meðfram þeim eru gangstíg-
ar. Ég kýs að fara meðalveginn,
sem liggur beint af augum upp
á eyjuna. Tré hafa verið gróður-
sett um hana á skipulegan hátt,
en á milli eru að öllum líkind-
um grasbalar, þótt snjórinn komi
í veg'fyrir, að hægt sé að ganga
úr skugga um það, og hingað og
þangað hefir bekkjum verið
komið fyrir, svo að þreyttir
göngumenn geti látið líða úr sér.
En þar situr enginn nú, svo er
snjónum og kuldanum fyrir að
þakka, og ég er einn þarna á
götunni, að undanskilinni einni
akurhænu, sem hefir setzt þar
og hleypur á undan mér, þangað
til henni fer að leiðast eftirför
mín og flýgur leiðar sinnar.
Af skilti, sem staðið hafði við
brúna, veit ég að þetta er Geit-
ey, og af leiðarvísi, sem ég hafði
náð mér í, veit ég af hverju
eyjan heitir þessu nafni. For-
sjáll Breti, sem hafði átt eyjuna
um það bil sem frelsisstríð
Bandaríkjamanna stóð yfir,
hafði flutt þangað allar geitur
sínar, er vetraði haustið 1779.
Hann vildi ekki að þær yrðu úlf-
unum að bráð á „meginlandinu".
En forsjálni hans bar ekki til-
ætlaðan árangur, því að geit-
urnar féllu allar, utan einn,
gamall hafur, er hjarði og bar sig
borginmannlega, þegar húsbóndi
hans kom í heimsókn vorið 1780.
Eftir þetta var eyjan aldrei
nefnd annað en Geitey, en hafði
áður heitið Iris vegna ljósbrot-
anna í úðanum frá fossunum.
Fimm dögum of seinl
Þegar ég er kominn hæst á
eyjuna eykst fossgnýrinn til
mikilla muna og ég kem auga á
þá kvísl fljótsins, sem rennur
Kanadarpegin. Hún er miklu
breiðari og vatnsminni en hin
kvíslin ,og er hún þó líka úfin
og illileg. Þær renna báðar milli
skara ,eru að narta í þær og
brjóta við og við smáa ísmola
eða stóra af ísnum, til að þeyta
honum fram af fossbrúninni.
I Hefði ég komið þarna fimm dög-
um fyrr — á laugadaginn —
hefði ég kannske orðið vottur
að því, að fljótið bryti af sér
klakaböndin, hristi af sér fjötr-
ana og næði á ný völdum á far-
vegi sínum.
Það .hafði verið að hlýna í
veðri síðustu viku, og allt í einu,
skömmu eftir hádegi á Iaugar-
daginn höfðu heyrzt brak og
brestir. Allir Niagarabúar vissu,
hvað um var að vera, að fljótið
þeirra var að komast í vorham-
inn, en þótt þeir hefðu allir
verið vitni að því oftar en einu
sinni, höfðu allir, sem vettlingi
gátu valdið, hlaupið niður á
bakkann, til að sjá það enn einu
sinni, þegar vatnið tæki völdin
af ísnum, bryti hann af sér, færi
með hann fram á hamrabrúnina
og molaði hann svo á klettun-
um eða í bylgjunum fyrir neðan.
„Skeifufossinn"
Meðalvegurinn, sem ég hafði
valið, færði mig að fljótinu rétt
fyrir ofan fossinn, sem er Kan-
adamengin, en hann er jafnan
nefndur „Skeifufossinn", því að
vatnselgurinn hefir sorfið svo
fossbrúnina í miðju, að þar er
djúp vik inn í fossinn og af því
dregur hann nafnið. Þarna
stendur sífelldur úðastrókur upp
úr gljúgrinu, og trén á Geitey
bera þess merki, að hann er þeim
erfiður í norðannæðingnum á
vetrum. Þau eru miklu smá-
vaxnari en önnur tré á eyjunni,
og þégar ég kem þarna eru þau
líkust grýlukertum með marg-
víslegri lögun, því að ísstrokkur
er utan um bolina og greinarn-
ara, og víða hafa allgildar grein-
ar brotnað af, þegar þær hafa
ekki lengur þolað þunga klak-
ans. Þetta er tilsýndar eins og
skógur í álögum, og það er ekki
alveg hættulaust að ganga þarna,
því að malbikuð gatan er með
þykku hrímlagi, svo að enginn
fer þarna hratt nema hann sé á
gaddaskóm.
Þegar komið er á móts við
fossbrúnina við landið, liggur
brattur stígur niður að bakkan-
um og þar er pallur, sem er
fjölsóttur að sumarlagi, en nú
er öllum bannaður aðgangur
niður stíginn, enda mundi hverj-
um vera bráður bani búinn, er
álpaðist út á hálkuna þar.
/
„Brúðarslaeðan"
En stígurinn endar ekki þar.
Hann heldur áfram niður með
fljótinu, unz komið er að fossin-
um í bandaríksku kvíslinni, sem
oftast er kallaður „Brúðarslæð-
an“. Þar hefir fossbrúnin ekki
orðið fyrir eins miklum núningi,
enda vatnsflaumurinn miklu
minni, svo að brúnin er að heita
má bein og vatnsmagnið, sem
fellur fram af henni mjög jafnt
eftir henni allri.
Þegar þangað er komið, er
maður eins og milli tveggja
elda. Vindurinn ber gnýinn frá
Skeifufossinum að eyrunum og
hann reynir að yfirgnæfa þrum-
urnar af Brúðarslæðunni. Þarna
heyrist ekki mannsins mál, og
ef menn vilja tala saman, verða
þeir að kalla hver upp í eyrað
á öðrum. Fossdrunurnar berja
sífellt á eyrum manna, svo að
þeim heldur við sturlun. Þetta
er hin algera andstæða við hina
fullkomnu kyrrð, sem ríkir á ör-
æfum Islands um miðnætur-
skeið að sumarlagi, þegar mað-
urinn er einn með Skapara sín-
um og allt er svo hljótt, að mað-
ur virðist jafnvel geta heyrt
grasið gróa.
Færri fá en vilja
Ég vildi gjarnan vera þarna
lengur, en ég helzt ekki við,
því að ég er að verða alhrímað-
ur af úðanum frá fossinum, svo
að ég held göngunni áfram og
brátt er ég kominn að brúnni,
sem liggur yfir að „meginland-
inu“. Rétt hjá henni hefir verið
reist spjald til minningar um
góðan gest, sem kom út á Geitey
fyrir öld og 29 árum betur. A
spjaldinu stendur að Lafayette
hinn franski, er kom til liðs við
nýlendumenn í frelsisstríði
þeirra, hafi verið tvær stundir á
eyjunni árið 1825. Við höfum þá
verið þar álíka lengi!
En spjaldið getur þess ekki, að
Lafayette hafi falað eyjuna af
eigandanum, en ekki fengið. Og
hann er ekki sá eini, sem reyndi
að kaupa hana af ætt þeirri, sem.
átti hana lengstum. Ýmsir járn-
brautarkóngar vildu einnig
komast yfir hana, til dæmis
Cornelius Vanderbilt, er kom
fótunum undir auð Vanderbilta
vorra daga. Hann ætlaði að
leggja járnbraut út á hana og
græða á ferðamönnum. Nokkrir
auðkýfingar í New York vildu
einnig kaupa hana og ætluðu að
koma þar upp skeiðvelli. Fjöl-
margir veitingamenn vildu
koma þar upp gististöðum. En
eyjan var ekki föl, fyrr en stjórn
New York-fylkis eignaðist hana
seint á öldinni sem leið og gerði
hana að þjóðgarði.
Komnir á efri ár
Fossarnir hafa að sjálfsögðu
verið kærkomið rannsóknarefni
fjölmargra jarðfræðinga, og
þeir hafa komizt að þeirri niður-
stöðu, að þessi náttúru-undur
muni vera um það bil 50.000 ára
gömul. Og þeir hafa sífellt verið
að þokast upp eftir ánni, frá
Ontario-vatni til Erie-vatns.
Efstu jarðlögin á fossbrúninni
eru tiltölulega hörð, en fyrir
neðan taka við mýkri jarðlög og
þess vegna er fall þeirra svo hátt
og farvegurinn fyrir neðan foss-
ana sums staðar furðu djúpur.
Hefir dýpið mælst 400 fet á
nokkrum kafla, en fossarnir eru
sjálfir 160 fet, svo að það er
myndarlegasta rispa, sem þarna
hefir myndazt, enda er vatns-
magnið, sem steypist fram af
brúnunum um 28.000 teningsfet
á sekúndu að jafnaði. Um Nia-
gara rennur vatn, sem kemur
af sex sinnum stærra svæði en
ísland er.
Hvar eru ....
Hér hefir fátt eitt verið talið
af því, sem segja má til fróð-
leiks um Niagarafossa og héruð-
in umhverfis þá. A bökkum
fljótsins gerðust til dæmis fyrir
um hálfri fjórðu öld þeir at-
burðir, sem munu hafa ráðið
því, að Frökkum tókst ekki að
skapa sér heimsveldi í Norður-
Ameríku. — Landkönnuðurinn
Champlain skaut á Indíána úr
Iroquois-bandalaginu, svo að
þeir urðu svarnir fjandmenn
Frakka eftir það og bandamenn
Breta.
Þarna norður frá á drykkur-
inn „cocktail“ líka að hafa orðið
til á dögum frelsisstríðsins. Þar
— í Buffalo — var líka McKin-
ley forseti myrtur árið 1901, en
þá varð Theodore Roosevtlt for-
seti. Hér er heldur ekki rúm til
að segja frá ofurhugum þeim,
sem farið hafa gangandi yfir
fossana á línu eða látið sig ber-
ast fram af brúninni í tunnu eða
slíkum farkostum. Fossarnir
hafa áratugum saman haft
magnað aðdráttarafl að þessu
leyti og margir hafa orðið að
gjalda fífldirfsku sinnar með
lífi sínu.
Á Erie-vatni voru líka háðar
reglulegar sjóorustur, þegar
Bretar og Bandaríkjamenn börð-
ust í annað og síðasta sinn á
árunum 1812—15, og lauk þeirri
viðureign með sigri Bandaríkja-
manna.
En nú er lestin að fara og þeg-
ar ég er búinn að hagræða mér í
henni, tek ég fram bækling, sem
bæjarstjórn Niagara gefur út til
leiðbeiningar aðkomumönnum.
Hann byrjar á nolckrum varnar-
orðum, þar sem menn eru
beðnir, um fram alla muni, að
leggja til dæmis ekki þessa
spurningu fyrir heimamenn:
„Hvar eru tjöld Indíánanna?“
Minnir það ekki dálítið á þá til-
hneigingu útlendinga, sem til Is-
lands koma, að spyrja um Eski-
móa og snjókofa þeirra? —H. P.
—VÍSIR, 20. apríl
Veturliði Gunnarsson segir frá
viðburðarríkri utanför — Heldur
sýningu í haust
Sólbrúnn og suðrænn stóð
Veturliði Gunnarsson list-
málari í hópi farþeganna,
þegar Gullfoss lagðist að
bryggju í Reykjavík fyrir
helgina. Hann var að koma
úr langri listamannsreisu til
Suðurlanda, þangað, sem
listamennirnir sækja sól-
skinið og andann, sem þeir
blanda saman við liti sína,
þegar þeir taka sér stöðu
við léreftið með litabretti í
hendi hér norður í ríki
annarrar fegurðar.
Blaðamaður frá Tímanum
náði í Veturliða í gær og fékk
hann til að segja lesendum blaðs-
ins lítilsháttar frá fimmtán
mánaða ferðalagi, sem hinn ungi
og ört vaxandi listamaður segir,
að sér verði um langan aldur
ógleymanlegt ævintýri.
Sýnir í haust
Veturliði fór utan rétt eftir að
sýningu hans, hinni viðburðar-
ríku, lauk fyrir 15 mánuðum.
Fyrst fór hann til Hafnar, en
síðan fljótt til Osló. Þar var
honum boðið að halda sýningu í
„Listahúsinu“, sem er einn við-
urkenndasti sýningarsalur á
Norðurlöndum. Efnir Veturliði
þar til sýningar í haust.
Áður ætlar hann þó að sýna
hér heima. Verða þar meðal
annars margar myndir, sem
hann vann að í Suðurlöndum,
einkanlega á ítalíu og Spáni.
Með straumnum til Parísar
Frá Norðurlöndum lá leið
listamannsins til hinnar raun-
verulegu Mekka myndlistar-
manna, Parísar. En þar telur
Veturliði, eins og flestir aðrir,
að flest það gerist sem eftir-
tektarverðast sé í listum sam-
tíðarinnar.
í Farís ber nú mest á þeirri
tegund málaralistar, sem al-
mennt er kölluð „abstrakt", en
það segir þó lítið, því að sú
grein skiptist svo aftur niður í
kvíslar, sem eru mjög svo ólíkar.
Hins vegar er líka mikið mál-
að í París í líkingu við eldri
stefnur og svo vitanlega allt sem
þar er á milli á hinni löngu leið
til hinnar „abströktustu“ nú-
tímalistar, ef svo mætti að orði
komast.
Eftir all-langa dvöl í París lá
leiðin enn suður til hinnar sól-
gylltu ítalíu. Þar dvaldist Vetur-
liði langan tíma og undi sér vel.
Þar er margt, sem tefur för lista-
manns og hvert safnið öðru
merkilegra. Lengi var Veturliði
í Flórenz, hinni fornu miðstöð
listanna frá miðöldunum. Einn-
ig í Róm, þar sem sagan og listin
tala til ferðalangsins, hrópa og
kalla, svo að hann verður að
stanza, hlusta og sjá, en kveðja
áður en saðning er fengin,
hversu svo sem viðdvölin er
annars löng.
í heimsókn hjá Picasso
Frá Italíu fór Veturliði með
Hannes J. Magnússon, skóla-
stjóri barnaskólans á Akureyri,
hefur frumritað og þýtt margar
bækur, aðallega eða jafnvel ein-
göngu fyrir börn og unglinga,
en auk þess birt fjöldann allan
af ritgerðum og greinum um
uppeldis- og fræðslumál, meðal
annars í tímaritinu Heimili og
skóli.
Allt sem ég hef til þessa lesið
eftir Hannes er gáfulegt og
vitnar um göfuga sál, en heldur
hefur mér virzt á skorta um líf
og litauðgi í stíl hans.
Miðjarðarhafsströnd Frakklands
og heimsótti þar meistarann
Picasso, sem er 73 ára og málar
enn af fullum krafti. Hefir hann
meðal annars nýlega lokið við
tvær einar mestu myndir, sem
gerðar hafa verið, og taldar eru
til mestu afreka málaralistar-
innar. Nefnast þær Stríð og
friður og eru hvor um sig 5x10
metrar, málaðar á 16 masonit-
plötur, sem listamaðurinn lét
skrúfa saman á stálgrindur.
Frá Frakklandi fór Veturliði
til Spánar, þar sem hann segir,
að bæði sé gott og ódýrt að
dvelja. Telur hann það skaða,
hvað fáir íslenzkir listamenn,
sem utan fara, leggja leið sína
þangað.
*
Lærði sleinprenlun í Höfn
Heim kom Veturliði um Kaup-
mannahöfn, þar sem hann lærði
steinprentun, sem er í því fólgin,
að hægt er að framleiða myndir
í mörgum eintökum. Tíðkast
slíkt mikið meðal listamanna er-
lendis og þykir vandasamt og
heillandi viðfangsefni. — Geng-
ur listamaðurinn sérstaklega frá
hverjum lit fyrir sig í myndinni
og prentar hann og verður
myndin þannig til með jafn
mörgum yfirprentunum og lit-
irnir eru margir.
Fær Veturliði hingað á eftir
sér tæki til að gera þetta með,
sem ekki hafa verið til hér áður.
Ætlar hann að nota þau sjálfur
og lána félögum sínum meðal
listmálara, sem áhuga hafa fyrir
þessari tækni.
Lítið vill Veturliði segja um
sjálfan sig og listina; hvernig
hann málar núna, eða hvort hann
sé orðinn annar og óþekkjan-
legur maður eftir þessa löngu
útivist meðal áhrifamikilla hluta
í framandi löndum.
— Það getur vel verið, að ég
sé mikið breyttur ,en ég vildi
samt ekki hafa týnt sjálfum mér,
segir Veturliði að lokum.
—TIMINN, 15. apríl
"A Realistic Approach to the
Hereafter"
by
Winnipeg author Edith Hansson
Bjornsson's Book Store
702 Sargent Ave.
Winnipeg
TIL
ÍSLANDS
Aðeins $310
fram og til baka
til Reykjavíkur
En hér kemur bók, sem er
ekki fyrst og fremst skrifuð fyr-
ir unglingana, heldur fullþrosk-
að fólk, og er hún í alla staði
merkisrit og langskemmtilegust
af öllu því, sem ég hef lesið eftir
þennan höfund.
Hetjur hversdagslífsins fjallar
um æsku og uppvaxtarár höf-
undarins norður í Skagafirði
upp úr síðustu aldamótum (nán-
ar tiltekið hefst frásögnin um
íardagaleytið vorið 1897), er for-
eldrar hans flytja búferlum að
Torfmýri í Flugumýrarsókn
með tvö börn sín ung og búslóð
á tveim áburðarhestum). Sú lýs-
ing er skáldleg, fögur og inni-
leg og dálítið átakanleg fyrir
okkur nútímafólkið, sem vön
erum góðum húsakynnum og
óllum þægindum.
Svið bókarinnar er lítið, að-
eins nokkrir bæir þarna við ræt-
ur Glóðafeykis, sögupersónurn-
ar fáeinir nágrannar höfundar-
ms og fjölskylda hans, en þetta
rýrir á engan hátt hið almenna
sögugildi bókarinnar, því hlið-
stæð lífskjör og sams konar fólk
hefði mátt finna í hverju byggð-
arlagi á Islandi á þeim tíma.
„Ég veit ekki, til hvaða bók-
menntagreinar ég ætti að telja
þessa bók“, segir höfundurinn í
inngangskaflanum, sem hann
nefnir Gengið á Glóðafeyki.
„Það eru ekki æviminningar. Ég
mun reyna, svo sem auðið er,
að standa sjálfur utan við sögu-
svið þessara þátta. Hvorki er
bókin sagnfræði né skáldskapur.
Þótt þar sé alls staðar sagt frá
eftir beztu vitund, er lítið um
ártöl, ættfræðslur og aðrar sagn-
fræðilegar máttarstoðir. Því
mun þessi bók ekki hafa mikið
sagnfræðilegt gildi. Mig hefur
jafnan skort þolinmæði til að
tína saman fróðleik um menn
og málefni. Það er maðurinn
sjálfur, sem er mér hugstæðast-
ur, ekki hvað hann gerði, heldur
fyrst og fremst, hvað hann var,
þótt á milli þess sé óneitanlega
alltaf náið samband. Ein svip-
mynd af góðum, göfugum
manni, er mér meira virði en ætt
hans og uppruni. Því er þessi
bók í molum, eins konar mynda-
safn frá heimi, sem nú er að
hálfu leyti lokaður og horfinn
öllum þorra æskumanna þessa
lands. Bók þessi er ekki skrifuð
fyrir þá, sem þekkja þessa tíma,
heldur hina, sem aldrei hafa
kynnzt þeim erfiðleikum — og
unaði — sem þeir bjuggu yfir“-
Hetjur hversdagslífsins er
geðþekk bók og skilur eftir hjá
lesandanum djúpa samúð og
þakklætiskennd til feðra okkar
og mæðra, sem unnu hið erfiðu
morgunverk þessarar aldar, en
fengu lítt að njóta þeirra og
skiluðu öllum arðinum í hendur
okkar, sem nú li'fum.
Grípið tækifærið og færið
yður í nyt fljótar, ódýrar og
ábyggilegar flugferðir til
íslands í sumar! Reglu-
bundið áætlunarflug frá
New York ... Máltíðir inni-
faldar og annað til hress-
ingar.
SAMBÖND VIÐ FLESTAR STÓRBORGIR
Finnið umboðsmann ferðaskrifstofumiar
ICELANDÍC AIRLINES
15 West 47th Street, New York
PLaza 7-8585
I1!!!!IIIIIIII1II!!I!IIIIIII!I!II!!I!I!IIIIIIIIII!I!IIIIII!!IIIIIIII!IIIIIIIIIIII!IIIIIIIÍII!IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII!I!I!!III1II
Ungur málari ætlar að stein
prenta á íslandi
Guðm. Daníelsson
—SUÐURLAND
^lllHIMIIIIIBBHBIMBIBBMBBMIIIHIIIIllllBlllllllllllMBIBIIIBBBBMIIIIIHinillBIHBMMWWWIIIBWIIIBBHlBBnildBBBWWIIIlllWlllllllllBMWWWBMWWBWi
LÆGSTA FLUGFAR