Lögberg - 03.06.1954, Blaðsíða 8

Lögberg - 03.06.1954, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 3. JÚNI 1954 Úr borg og bygð Frá Vancouver 1 tilefni af tíu ára afmæli hins íslenzka lýðveldis stofnar Þjóð- ræknisdeildin STRÖNDIN til hátíðahalds í hinum fagra veizlusal, Spanish Ballroom', Georgia Hotel, 801 West Georgia St., 17. júní 1954, kl. 8 e. h. stund- víslega. Söngflokkur, undir stjórn Hr. S. Sölvasonar, syngur íslenzk þjóðlög og eins gerir valdur ein- söngvari. Stuttar viðeigandi ræður flytja færir menn á báð- um málunum og svo verður stiginn dans, sem fyrsta flokks hljómsveit spilar fyrir. Borgarstjóranum og frú hans og ef til vill öðrum stórmennum verður boðið að sitja þetta há- tíðahald. BIOOB «4^pou© »’*'« * H * ' » I > t * « < t CONTRIBUTEO WINNIPEG BREWERY M I T E O Öll íslenzk félög í Vancouver, ásamt konsúl íslands hr. L. H. Thorlakson, taka virkan þátt í þessu hátíðahaldi með Strönd- inni, og selja aðgöngumiða, sem kosta, ásamt veitingum, $2.00 hver. Glæsileg umsögn um þetta mót mun verða birt í dagblöðun- um Vancouver Sun og Van- couver Daily Province, skrifuð af konsúl íslands. C. H. í. ☆ — BRÚÐKAUP — Josephine, dóttir Mr. og Mrs, J. B. Johnson, Gimli, og Gordon Murray, sonur Dr. og Mrs. I. M. Cleghorn, Winnipeg, voru gefin saman í hjónaband af séra Haraldi S. Sigmar í lútersku kirkjunni á Gimli 22. maí s.l. Miss Dorothy Chambers söng brúðkaupssöngvana en Mrs. Clifford Stevens lék á hljóð- færið. Svaramenn voru systir brúðarinnar Miss Jónína John- son og Thomas Jobin. Að lok- inni hjónavígslunni fór fram veizla í neðri sal kirkjunnar. — Ungu hjónin fóru brúðkaups- ferð til Minneapolis. Heimili þeirra verð'ur í Winnipeg, en þar er Mr. Cleghorn að ljúka námi í læknisfræði. Hinn 25. maí s.l. lézt á Royal Jubilee sjúkrahúsinu í Victoria, B.C., Björn Gunnlaugsson 74 ára að aldri; auk konu sinnar Maríu, 2809 Nanaimo Street, lætur hann eftir sig eina dóttur, Mrs. May V. Poulson. Bróðir hins látna, Kristján, er búsettur í Vancouver; tvö barnabörn, María og Raymond, eiga heima í Victoria; nokkur systkinabörn Björns eru á lífi. Hinn látni átti lengi heima í Winnipeg, en dvaldi fjögur síð- ustu æviárin í Victoria og Van- couver. Útförin var gerð frá Tomson Funeral Home 28. maí. Séra P. Hoch jarðsöng. ☆ Á sunnudaginn var komu hingað frá íslandi ung hjón, hr. Kári Guðmundsson, ættaður frá Flekkuvík á Vatnsleysuströnd, og frú Júlía Einarsdóttir, er rekur ætt sína til Steingríms- fjarðar, ásamt 2ja ára dóttur, Stefaníu að nafni; fjölskylda þessi hefir í hyggju að setjast hér að. EATON’S Ha33onHall Stoppuð húsgögn í EATON búðúm um alt Canada Hin vingjarnlega nýtízku gerð og samstilling hinna ýmsu parta, einkennir þessi húsgögn, sem sniðin eru eftir þörfum yðar. Jafnt grind sem stoppun, púðar og yfirver, bera á sér hinn sérstæða Eaton-blæ. Gerð þess- ara húsgagna er látlaus en aðlaðandi og veitir hin ákjósan- legustu þægindi. “HADDON HALL” sannar með verði sínu "Your Best Buy Is an EATON Brand!" EATON’S of CANADA Báðir n</ pi'mtunamkrifstofur frá strönd til strandar! fítærstu smásölusamtök i Canada — GIFTING Bergman—Cairns Séra Robert Jack gaf saman í hjónaband í Lútersku kirkjunni 1 Riverton, Man., þau Helen Margaret Cairns, eldri dóttur Mr. og Mrs. W. J. Cairns, River- ton, og Mr. Wallace Martin Bergman, yngri son Mr. og Mrs. G. F. Bergman, Gili, Man. — Hjónavígslan var framkvæmd 1. maí s.l. kl. 7.30 s.d. og kertaljós lýstu blómum skreytta kirkjuna, sem var þéttskipuð fólki víðs vegar að. Brúðarmeyjar voru Miss Helen Bergman, systir brúðgumans, Miss Ola Cairns, systir brúðarinnar, og Miss Kristín Jóhannesson. Blóma- meyjar voru litlar stúlkur, — Loraine Kay og Carol Sigurdson, frænkur brúðarinnar. Mr. Fred Bergman aðstoðaði bróður sinn, og til sætis leiddu þeir Mr. Marino Coghill og Mr. Claude Bérgman. Við hljóðfærið var Mrs. Lilja Martin og einsöngva söng Miss Shirley McLeod. Nálega þrjú hundruð manns sátu veizlu í Riverton Com- munity Hall að afstaðinni hjóna- vígslunni. Fyrir minni brúðar- innar mælti Miss Kristín L. Skúlason, en séra H. S. Sigmar mælti fyrir minni brúðgumans. Einnig tók séra Robert Jack til máls, og skemt var með söng á milli ræðna. Mr. S. V. Sigurdson var veizlustjóri. Skemtu veizlu- gestir sér við dans í nokkra stund. Eftir stutt ferðalag suður um Bandaríki munu ungu hjónin setjast að í Winnipeg. Langafi og amma brúðarinnar í móðurætt, voru hin velkunnu látnu hjón Jóhann og Guðrún Briem. Brúðguminn er nemandi urn í Manitobaháskólanum. Vinir og vandamenn senda hamingjuóskir. ☆ Dr. Valdimar J. Eylands heim- sótti í embættiserindum ís- lenzku söfnuðina í Argyle um síðustu helgi. ú - Dr. Thorbergur Thorvaldson og frú frá Saskatoon, komu til borgarinnar á sunnudagskvöld- ið. Dr. Thorbergur, sem er heimsfrægur efnafræðingur, kom hingað til að sitja þing vís- indamanna víðsvegar að, sem háð er hér þessa dagana. ☆ Séra Sveinbjörn S. Ólafsson meþódistaprestur frá South St. Paul, Minn., kom til borgarinn- ar á mánudaginn ásamt dóttur sinni, Nancy, sem stundar hjúkrunarnám þar syðra; séra Sveinbjörn á fjögur systkini í þessu fylki, bróður í Winnipeg og þrjár systur á Oak Point, er þau feðgin ætluðu að heim- sækja. > ☆ Mr. Magnús Andrésson íé- sýslumaður frá Three Rivers, Que., er nýlega kominn til borg- arinnar og dvelst hér í nokkra daga. tr „Báran“ að Mountain, N.D., heldur upp á 17. júní 1954 í sam- komuhúsinu að Mountain. Sam- koman byrjar kl. 2 e. h. — Þar verða tveir ræðumenn þeir séra Theodore Sigurðsson og séra Stefán Guttormsson. Söngflokk- ur frá Eyford syngur og enn- fremur verður einsöngur o. fl. — Dansað að kveldinu. Aðgangur 50c og 25c. Nefndin ir A meeting .of the Jon Sigurd- son Chapter I. O. D. E. will be held at the home of Mrs. J. F. Kristjanson, 246 Montgomery Ave., on Fríday eve. June 4th, at 8 O’clock. ☆ Nýkjörna framkvæmdarnefnd Icelandic Canadian Club skipa eftirgreindir: Forseti W. J. Líndal dómari Varaforseti, J. Th. Beck Skrifari, Sandra Samson Féhirðir, H. J. Stefánsson Formaður útgáfunefndar, Axel Vopnfjord Forstjóri Icelandic Canadian, H. F. Daníelsson. Athygli skal hér með leidd að auglýsingunni frá VAN’S Electric félaginu, sem nú er birt hér í blaðinu. Félag þetta nýtur almennra vinsælda og að því standa traustar stoðir; það hefir bækistöð að 636 Sargent Ave., sími 3-4890. Öll hugsanleg rafáhöld eru ávalt á takteinum hjá VAN’S Electric, er seljast með óvenju lágum afborgunum. Mrs. Th. Sveinsson frá Wyn- yard, Sask., er nýlega lögð af stað vestur til Vancouver, B.C., þar sem hún mun dveljast í næstu tvo mánuði. Frá Los Angeles 28. MAÍ, 1954 Kæri Einar Páll! Hér með sendi ég þér bréf og blað frá Englandi, en sá, sem hefir skrifað hvorutveggja er hinn ágæti íslendingur, Björn Björnsson, sem hefir verið bú- settur í London árum samanr Mér fanst sem að nokkuð af efrii bréfsins ætti erindi til ís- lendinga í Vesturheimi, og ef að þér fyndist hið sama, að það mætti þá koma út í „Lögbergi“. 1 síðasta Lögbergi sá ég nafna- lista á íslendingum í California á heimleið, en sá að þar vantaði nafn listakonunnar Nínu Sæ- mundsson, en síðari hluta á þessu sumri er hún ráðin til Is- landsfarar, og ýmsra annara landa. Sunnudaginn 2. maí höfðu hin góðkunnu hjón, Olive og Sumi Swanson, sýningu á myndum og málverkum Nínu á sínu veglega heimili á Long Beach; var mynd- um og málverkum komið vel fyrir inn á milli blómanna og trjánna í garðinum, en Nína og Polly James vinkona hennar, tóku á móti hinum mörgu gest- um ásamt frú Swanson, og vel var veitt á þessu prýðilega heimili, þar sem að íslendingar í Suður-Californíu hafa svo oft átt skemtilegar stundir. Meðal gestanna var Guð- mundur Sívertsen flugmaður frá Réykjavík, nú búsettur í Holly- wood, móðir hans frú Hildur Zöega Sívertsen mun nú vera á leið lil Ameríku. — í júlímánuði er von á frú Ellen Sighvatsson og Ingibjörgu Bjarnadóttur frá Reykjavík; fyrst fara þær til Cincinnati, Ohio, verða þar sem fulltrúar frá íslandi á Santa- Club allsherjarmóti, en þessi Santa-félagsskapur er alheims kveníélag hliðstætt við Rotary- félagsskapinn; — eftir að hafa verið á móti þessu í Ohio koma þær til Califoria til skyldfólks síns til dvalar og hressingar. Með beztu kveðjum, þinn gamli vinur Skúli MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja FÓLK í FRÉTTUNUM: GEORGE MARSHALL Nefnd norska stórþingsins, sem úthlutar friðarverðlaunum Nóbels, hefur sætt harðri gagn- rýni fyrir að telja George Mar- shall verðan þeirra. Þessar radd- ir heyrast enn í Noregi og víða úti um heim. Slíkt er ekkert undrunarefni. Friðarverðlaun- unum er ætlaður allt annar til- gangur en að vera viðurkenning til manna, sem hafa atvinnu af hernaði. En þó fögnuðu margir því, að Marshall varð fyrir val- inu. Ástæðan er sú, að um hann gegnir öðru máli en flesta eða alla hershöfðingja, og því má ekki gleyma, að Marshall er líka stjórnmálamaður. Það hefur sjálfsagt ráðið úrslitum um ákvörðun nefndarinnar. Óvenju mannlegur George Marshall hefur mjög komið við sögu samtíðarinnar. Hann var formaður herforingja- ráðs Bandaríkjanna í síðari heimsstyrjöldinni og hægri hönd Roosevelts heitins forseta um styrjaldarreksturinn. Mar- shall er óvenjulega mannlegur af hershöfðingja að vera eins og gleggst sést á því, að þrátt fyrir ægilegt annríki gaf hann sér tíma til að skrifa persónulega ekkjum og ástvinum allra amer- ískra hermanna, sem féllu í styrjöldinni. Mikilvæg verkefni Að styrjöldinni lokinni fól Truman forseti Marshall mikil- væg stjórnmálaleg verkefni. Marshall var sendur til Kína að reyna að miðla málum með þjóðernissinnum og kommúnist- um. Síðar varð hann utanríkis- málaráðherra og hermálaráð- herra. Starf hans sem utanríkis- málaráðherra mun jafnan þykja með ágætum. Hann á heiðurinn af Marshallhjálpinni eins og al- kunna er. Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúíerska kirkjan í Selkirk Hvítasunnudag, kl. 11 árd. ensk messa, og ferming ung- barna. Kl. 7 síðd. Altarisganga safn- aðarins, engin ræða. íslenzka og enska notuð við altarisgönguna. Offur til erlends trúboðs. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson Marshallhjálpin Marshallhjálpin hefur verið og er mikið deiluefni á vett- vangi heimsstjórnmálanna, en þess ber að gæta, að boð Mar- shalls um efnahagsaðstoð var til allra Evrópuríkja án tillits til þess, hvort þau lutu lýðræðis- stjórn eða stjórnskipun komm- únismans, — og einnig Þýzka- lands og Italíu, sem Bandaríkin börðust gegn í styrjöldinni. Marshall sagði í ræðu sinni 5. júní 1947: „Stefna vor beinist ekki gegn nokkru ríki eða nokk- urri stjórnmálakenningu held- ur gegn hungri, örbirgð, eymd og hörmungum“. Nokkrum dög- um síðar lýsti Marshall að gefnu tilefni yfir því, að efna- hagsaðstoðin stæði Rússum og fylgiríkjum þeirra til boða á sama hátt og löndunum í Vestur Evrópu. Tilraunin í Kína Friðarvilji Marshalls verður naumast dreginn í efa. — Hann lagði sig allan fram um að miðla málum milli þjóðernissinna og kommúnista í Kína 1945—1947. Fyrir honum vakti, að Kína risi úr rústum styrjaldar og hörm- unga með sameiginlegu átaki þjóðernissinna og kommúnista. Margir telja, að þetta hafi verið barnaskapur, og afturhaldsöflin í Bandaríkjunum hafa fordæmt þessa stefnu Marshalls harðlega. En dómur sögunnar mun verða á þá lund, að Marshall hafi reynt að leysa verkefni sitt af óhlutdrægni og réttsýni og gagn rýnt það, sem hann taldi miður fara hjá báðum aðilum. Hindraði stríð Marshall tókst ekki að binda enda á borgarastyrjöldina og koma í veg fyrir valdatöku. kommúnista í Kína. En síðar lagði hann sig allan fram um að hindra stríð við Kína kommún- ismans. Marshall bar sem her- málaráðherra ábyrgð á því, að MacArthur var látinn víkja frá yfirherstjórninni í Kóreu og kallaður heim. Þá var um það deilt, hvort Kóreustyrjöldin ætti að vera frelsisstyrjöld Asíu eins og MacArthur vildi eða staðbundnar hernaðaraðgerðir til að hrinda árás eins og vakti fyrir Marshall og Truman. — Marshall mótaði þá stefnu að einangra styrjöldina við Kóreu. Árangur hennar varð vopna- hléið í fyrrasumar. —SUÐURLAND IMMEDIATE DELIVERY WRITE — WIRE — PHONE WE WILL SHIP C.O.D. LOWER JUNE PRICES ON TURKEYS HAMBLEY TURKEY POULTS Special value in big Bronze Canadian Approved, and Imported, Texas and California stock. Many customers re- pcrt higher grades, excellent results with Hambley’s Big Bronze Turkeys. 100 50 25 10 B.B. Bronze 75.00 38.50 19.75 8.50 Wh. Holland 70.00 36.00 18.50 8.00 Bcltsville 70.00 36.00 18.50 8.00 Ducklings 39.75 20.75 10.75 4.40 Note Hambley’s low prices — Goslings plenty for immediate delivery. Toul Goslins 150. 77.50 39.50 16.00 Day old, also some nicely started chicks, available. We specialize in R.O.P. Bred and R.O.P. Sired. Highest Government Grades produced in Commercial Hatcheries. R.O.P. Sired (Canadian) R.O.P. Sired 100 50 25 100 50 25 20.00 10.50 5.50 Sussex 21.50 11.25 5.75 33.00 17.00 8.75 S. Pull. 36.00 18.50 9.50 18.50 9.75 5.00 W. Leg’n 20.00 10.50 5.50 36.00 18.50 9.50 WL Pull. 39.00 20.00 10.25 20.00 10.50 5.50 B. Rocks 21.50 11.25 5.90 33.00 17.00 8.75 BR Pull. 36.00 18.50 9.50 20.00 10.50 5.50 N. H’mp. 21.50 11.25 5.90 33.00 17.00 8.75 NH Pull. 36.00 18.50 9.50 Approved R.O.P. Sired 19.00 10.00 5.25 Sussex 20.00 10.50 5.50 31.00 16.00 8.25 S. Pull. 33.00 17.00 8.75 19.00 10.00 5.25 W. Rocks 20.00 10.50 5.50 31.00 16.00 8.00 WR Pull. 33.00 17.00 8.75 20.00 10.50 5.50 Black Australorps Ask re 33.00 17.00 8.75 B. Austra Pullets Other 19.00 10.00 5.25 Hvy. Cross Breds Breeds 31 00 16.00 8.25 Heavy Cross B. Pullets 20.00 10.50 5.50 Columbia Ply. Rocks 33.00 17.00 8.75 Col. Ply. R. Pullets HAMBLEY’S COCKEREL CHICKS Fried Chicken dinners, mighty nice for specials, qr the 20-man thresher gangs. Warm weather, Droody hens, raise your own with Hambley’s White Leg- horn R.O.P. Bred Cockerels. 100 — $6.00 50 — $3.50 25 — $2.00 Heavy Breed Cockerels (state first and second choice): 100 — $20.00 50 — $10.50 25 — $5.50 STARTED CHICKS Most Breeds in Brooders One, Two, Three Weeks Old at 3c per Chick per Week Above Day-Old Prices — State Second Choice Where Possible. Gr.arantee 100Live Arr. Pullets 96% Acc. Elec. Brooders, Feeders, Drinkers, Supplies. New Free Catalogue now ready. J. J. HAMBLEY HATCHERIES Líd. Winnipeg, Brandon, Regina, Saskatoon, Edmonton, Portage, Dauphin, Swan Lake SKEMTISAMKOMA að Lundar, Manitoba Undir umsjón Þjóðræknisdeildarinnar ,GIMLI“ fösiudaginn, 11. júní 1954 — kl. 8.30 e.h. (Standard Time) SKEMMTISKRÁ: 1. ÁVARP FORSETA Séra Bragi Friðriksson 2. Gamanleikur „HAPPIГ .......Eftir Pál J. Árdal LEIKENDUR: Hallur hreppstjóri INGÓLFUR N. BJARNASON Valgerður dóttir hans GRACE THORKELSON Helgi ráðsmaður BALDUR PETERSON Gríma móðir hans SIGRIÐUR SIGURÐSSON Kristín ráðskona LILJA KÁRDAL Gunnar kennari RAGNAR NÝGAARD Sigga vetrarstúlka JÚLLA HALLDÓRSSON 3. VOCAL SOLO Lorna Stefánsson Draumalandið og Sólskríkjan 4. DANS Hljómsveit frá Lundar leikur Veiiingar seldar á siaðnum Inngangur 75c

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.