Lögberg - 17.06.1954, Side 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 17. JÚNl 1954
3
Rísandi sunnlenzk menningarstoínun
Byggðasafnið í Skógaskóla
Það hefðu líklega þótt öfgar,
ef því hefði verið spáð fyrir
nokkrum árum, að hægt yrði að
koma upp safni gamalla muna í
Rangárvalla- og V.-Skaftavells-
■sýslu, sem nokkurt gildi hefði
fyrir íslenzka þjóðarsögu. Sú
hefir þó orðið raunin. 1 Skóga-
skóla er nú varðveitt byggða-
safn þessara sýslna, í tveimur
deildum, sem á sumum sviðum
er svo ríkt í sinni fátækt, að
varla væri hægt að ganga með
öllu framhjá því, ef skráð yrðu
ný rit um iðnir og þjóðhætti á
Islandi frá fornu fari og fram á
þessa öld. Ekki er því að leyna,
að einhverjir munu finnast, sem
telja suma muni þessa safns
tæplega samboðna því, sökum
áverka, sem tönn tímans hefir
veitt þeim. En varlega skyldu
fflenn fara í slíkum dómum.
Rótarsax frá bónda í Landsveit
var orðið svo illa leikið, að hon-
um fannst varla sómasamlegt að
láta það frá sér fara. Sem betur
fer, var fulltrúi byggðasafnsins,
Isak Eiríksson í Ási, á öðru
máli, og í dag tel ég saxið til
kjörgripa safnsins. List í út-
skurði, málmsmíði og hannyrð-
um hrífur jafnan hugann, en
frumstætt og fábrotið áhald
getur haft jafnmikið eða meira
gildi.
Óvæniar gjafir
Á vissan hátt urðu þáttaskil í
sögu safnsins sumarið 1953. Að
frumkvæði Magnúsar Gíslason-
ar skólastjóra í Skógum, voru
munir þess þá fluttir upp í
kennslustofu skólans, þar sem
mönnum gafst gott tækifæri til
að skoða þá gegn mjög vægu
gjaldi. Nokkur »hundruð manns
sáu byggðasafnið við þær að-
stæður með ágætri leiðsögn
Magnúsar skólastjóra. Hefir á-
hugi hans fyrir safninu reynzt
því slík stoð, að seint verður
fullþakkað eða metið. Kynning
safnsins við þessar aðstæður
hefir á ýmsan hátt orðið því til
heilla, sem meðal annars birtist
í óvæntum gripagjöfum. Ég get
nefnt þar til dæmis flúraða
peningapyngju frá einum fræg-
asta rithöfundi þjóðarinnar,
hornístöð frá kirkjuverði Laug-
arnessóknar og bíld Jóns á
Lambafelli, sem kominn er utan
úr Vestmannaeyjum. Skrásettir
munir safnsins eru nú um 700
°g gefa furðu góða hugmynd
um ýmsa þætti íslenzks þjóðlífs
á liðnum tímum. Miklar eyður
eru þó enn í gripaeign safnsins.
Þannig er það svo að segja ör-
snautt af munum, sem tjá trúar-
bf og kristnihald og má það
varla vanzalaust kallast. Margt
kirkjumuna úr þessum héruðum
hefir hafnað á þjóðminjasafni,
°g' er ekki nema gott um það
að segja. Hitt er þó miklu meira,
sem lent hefir í eign einstakra
manna í Reykjavík og víðar, eða
týnzt með öllu, síðustu 100 árin,
°g er illt til þess að vita. Gæti
eg nefnt mörg dæmi þessu til
sönnunar.
Merkustu minjar
Merkustu minjar fortíðarinn-
ar> sem fluttar voru að Skógum
árið 1953, eru áraskipið „Péturs-
e.y gefið af Jóni Halldórssyni
haupmanni í Suður-Vík, og bað-
stofa frá Arnarhóli í Vestur-
Landeyjum, gefin af Þorgeiri
Tómassyni bónda þar og konu
a"s, frú Þóru Þorsteinsdóttur.
f"rá komum mínum á heimili
Peirra á ég góðar minningar um
velvild í garð safnarans og
skilning á , starfi mínu. Sú er
raunar reynsla mín a f öllum
angæingum og Skaffellingum,
sem ég hef heimsótt á undan-
°rnum árum.
^Ýrmætt bókasafn
Merðmætasta gjöf, sem safn-
a*ðU <s e^r klotnazt til þessa, barst
Skógum fyrir fáum dögum.
3 er hluti af bókasafni Ey-
ln s Albertssonar frá Teigi í
Fljótshlíð, dýrmæt og torgæt
eintök ýmissa bóka frá 18. og 19.
öld. Gefendur eru móðir Ey-
vinds, frú Salvör Tómasdóttir í
Teigi og fjölskylda hennar. Ber
bókagjöfin þeim fagurt vitni og
mun til frambúðar halda á lofti
minningu Eyvinds hjá öllum,
sem kynna sér byggðasafnið og
kost þess í gömlum bókum. Ey-
vindur var fæddur 1908, en
drukknaði í Þverá 1936. Væntan-
lega mun ég síðar geta hans og
hinnar velþegnu bókagjafar í
sérstakri grein, á þessum vett-
vangi eða öðrum, áður en lang-
ar stundir líða.
Þörfin er brýn
Mikilsverð mál bíða úrlausn-
ar hjá byggðasafninu á þessu
ári, þar sem er bygging nausts
fyrir „Pétursey" og endurreisn
baðstofu. Nefndir þær, sem
annast um málefni hinna tveggja
deilda byggðasafnsins, komu
saman til fundar í Skógaskóla,
ásamt Magnúsi Gíslasyni skóla-
stjóra sunnudaginn 11.. maí og
ræddu þau mál. Munu þær gera
allt, sem í valdi þeirra stendur
til að þoka þeim til sigurs. En
þar þarf fleira til að koma. Al-
drei hefir verið brýnni þörf á
því en einmitt nú, að almenn-
ingur í báðum sýslunum og öll
félög og allar stofnanir þeirra
komi til liðs við þessa rísandi
menningarstofnun. Koma þar
að jöfnum notum fjárframlög og
sjálboðavinna við byggingar.
Veitt fulltingi
Með ánægju og þökk vil ég
geta þess, að ýmsir aðilar hafa
þegar sýnt í verki vilja sinn til
þess, að hinn víðfrægi gripur
„Pétursey“ mætti eignast ör-
uggan samastað. Alþingi Islands
hefir veitt til þess 19.000 krónur.
Eyjólfur Guðmundsson rithöf-
undur á Hvoli hefir lagt fram
rausnarlega gjöf í sama skyni og
Verzlunarfélag Vestur-Skafta-'
fellinga flutt „Pétursey“ að
Skógum safninu að kostnaðar-
lausu. Líklegt má telja, að bygg-
ing nausts muni kosta allt að
40.000,00 krónum og er þá jafn-
framt miðað við það, að þar
verði hægt að hýsa ýmsa aðra
safnmuni.
Minjar forlíðarinnar
Um þessar mundir er mjög
rætt um handrit íslendinga í
Danmörku — og sízt um of. En
á sama tíma og við ræðum bygg-
ingu handritahúss í Reykjavík,
til að kalla handritin heim, erum
við með dýrmætar minjar for-
tíðarinnar á hrakhólum víðs
vegar um landið. Þjóðin á há-
skóla með góðu starfsliði og
marga menn vel bókmenntaða í
íslenzkum fræðum, en hún hefir
ekki efni á að vinna skiþulega
að því að bjarga frá glötun
mikilsverðum fróðleik varðandi
hyggju og hætti liðinna kyn-
slóða; fróðleik, sem er daglega
að hverfa úr vitund þjóðarinn-
ar. Islenzkir þjóðhættir eftir
séra Jónas Jónasson er ágætt
rit, svo langt sem það nær, en
varðveitir í raun og veru aðeins
brot af því efni, sem það á að
fjalla um. 1 akri íslenzkrar
tungu er eins um að litast. Gnótt
gamalla orða og orðtaka er að
ganga fyrir ætternisstapa í máli
þjóðarinnar, vegna breyttra at-
vinnuhátta og annarra orsaka,
og ýms þeirra munu aldrei kom-
ast í orðabækur. Mörg atriði
þessara efna má segja, að hafi
bjargast á land fyrir tilviljun
eina. — Starf þeirra, sem eru að
forða þessum áhöldum og öðr-
um sýnilegum leifum liðinnar
þjóðmenningar frá tortímingu
á samstöðu með söfnun fróð-
leiks um þjóðhætti, þjóðtrú og
þjóðmál, eða önnur efni þeim
skyld. Ég get því með góðri sam-
vizku og glöðu geði greint frá
málum byggðasafnsins og heit-
ið á menn til liðs við þau.
Gull í lófa
Byggðasafnefndir skipa eftir-
taldir menn: Af hálfu Skaftfell-
inga: Jón Þorsteinsson sýslu-
mannsfulltrúi í Norður-Vík og
Óskar Jónsson bókari í Vík. Af
hálfu Rangæinga: Guðmundur
Erlendsson hreppstjóri á Núpi,
Isak Eiríksson bóndi í Ási og
höfundur þessarar greinar.
Öllum er okkur jafn ljúft og
„Þegar nú Jesús sá móður
sína og lærisveininn, sem
hann elskaði, standa þar,
segir hann við móður sína.
Kona, sjá þar er sonur þinn.
Síðan segir hann við læri-
sveininn: Sjá, þar er móðir
þín. Og frá þeirri stundu
tók lærisveinninn hana heim
til sín“. —Jóh. 19:26.—27.
Á þeim dögum, er Kristur
gekk um kring hér á jörðu, voru
fulltíða karlar þeir einu, sem
töldust menn með mönnum, í
þeirra hlut kom að bregða brand
inum á vígvelli, þegar ófriður
geisaði. Með komu Krists, kenn-
ingu hans og starfi, gerbreyttist
manngildishugsjónin og sú
kristna hugsjón hefir á umliðn-
um öldum breiðzt eins og eldur
í sinu út um víða veröld. Með
kristninni er lögð ný mælistika
á gildi hvers manns. Veikur er
ekki framar fyrirlitinn, börn
ekki lítilsvirt, konur ekki auð-
virðilegar ambáttir, hlutverk
móðurinnar veglegt talið. —
Kærleikurinn fer ekki í mann-
greinarálit.
Og við vitum af frásögn guð-
spjallanna, hversu þessi ein-
kenni kristindóms eins og krist-
allast í kærleiksþjónustu Jesú.
----0----
FRAM til þrítugs helgaði Krist-
ur krafta sína heimili sínu og
ástvinum, enda þótt málefnið
heilaga, boðun fagnaðarerindis-
ins með þjóðinni, brynni honum
í hjarta. Og eitt seinasta verk
hans í þessu lífi var að sjá grát-
inni móður farborða. Fögur eru
orð hans, sem hann mælir til
hennar mitt í þjáningu kross-
dauðans: Kona, sjá þar er sonur
þinn. Og við lærisveininn, sem
hann elskaði, segir hann: Sjá,
þar er móðir þín. — Hann gefur
sorgbitinni móður nýjan son,
lærisveininn elskaða, þann bezta
sem hann átti.
Á mæðradaginn hlýðir að
rifja þetta upp. Ekki svo að
skilja, að við megum ekki öllum
stundum vera minnug þess
göfga hlutverks, sem móðirin
rækir, en góðum málstað og
björtum hugsunum er greidd
gata með því að helga mæðrum
sérstakan dag.
----0----
LANGT er nú síðan sum okkar
hjúfruðu sig að móðurbarmi eða
námu fyrstu orð móðurmálsins
við móðurkné, en lengi býr að
fyrstu gerð, og aldrei verður
neinn svo ofurseldur hrumleika
ellinnar, að ekki búi honum
lengst í huga minning um móður
sína. Hún hefir gróðursett í huga
okkar þær kenndir, sem við eig-
um beztar. Hún þekkti enga
gjöf of dýra, ekkert starf of
erfitt, enga vöku of langa, enga
fórn of mikla, ef við áttum í
hlut.
Hlýtt tillit hennar, mild á-
minning, skilningur, fyrirgefn-
ing, huggunarorð, hvatning,
bros hennar og tár — aldrei
verða fulltaldir þeir örlagaþræð-
ir, sem hún spann að hjarta
okkar, og þeir haldast hvort sem
hún er horfin sjónum eða dvelst
okkur nær.
Þessu athvarfi í ágjöf lífsins
er oft vel lýst í ljóði:
„En bæri ég heim mín brot og
minn harm
þú brostir af djúpum sefa. -—
Þú vóst upp björg á þinn
veika arm;
þú vissir ei hik eða efa.
skylt að veita málum byggða-
safnsins brautargengi og tökum
fegins hendi hverri aðstoð, sem
þar býðst. Það er trú okkar, að
með því sé lagt „gull í lófa fram-
tíðarinnar" í hinum fögru og
sögufrægu héruðum milli Skeið-
arár og Þjórsár.
1 alheim ég þekkti einn einasta
barm,
sem allt kunni að fyrirgefa".
----0---
ÞAÐ er móðurkærleikurinn,
sem leggur hornstein að auðnu
okkar og gengi. Sá, sem ekki
hlúir að ávexti hans í brjósti
sér, er auðnulaus.
Engin mannleg hvöt er svo
tær frá náttúrunnar hendi og
ást móður. Hún er í eðli sínu
hrein og óeigingjörn. Hvorki
fágun siðmenningar né nokkurt
annað aðhald er henni nauð-
synlegt, til að hún njóti sín;
hvort sem móðirin er frumstæð
eða frömuð ratar hún að hjarta
barnsins, svo að hún verður al-
drei afmáð þaðan síðan.
----0---
ÞAÐ er ekki að undra, þó að
skáld okkar laðist að þessu
yrkisefni og kveði móður sinni
fegurstu ljóð sín. Þeim er gefið
að sja framar öðrum eins og í
sjónhending ábyrgð móðurinn-
ar og veglegt hlutskipti.
En þó er engin þvílíkt skáld
sem móðirin sjálf. Fyrst er hún
finnur hreyfingar undir belti
sínu, sér hún skáldlegar sýnir,
jafnvel í fæðingarhríðunum yrk-
ir sál hennar fagnaðaróð til hins
nýja lífs. Og hún heldur áfram
að yrkja, og með kærleika sín-
um kveður hún þann óð inn í
hjarta barns síns, þar sem ymur
af honum þaðan í frá.
Og þó að enginn annar sjái
mark lífsins í fari barnsins, þá
sér móðir þar yrkisefni í nýjan
fagnaðarsöng um framtíð þess
sama barns. Jafnvel þegar öðr-
um sýnist sem það hverfi fyrir
ætternisstapa, kveður sál henn-
ar um barn sitt ódáinsbrag.
Engin mannssál er svo lukt,
að til hennar berist ekki að
minnsta kosti ómur af þessum
söng, enginn sonur svo daufur,
að hann heyri ekki viðlag hans.
Ást hennar er í ætt við skáld-
skapinn; í sífellu orkar hún á
okkur ýmist í orði eða athöfn,
þegin beint úr hendi skaparans.
----0---
KRISTUR er hér með okkur, og
hann segir: Sjá, þar er móðir
þín. Hann minnir okkur á að
rækja skyldur okkar við hana,
láta ekki óð hennar verða sér til
minnkunar, heldur taka undir
við hana og yrkja hann áfram
— í lífi okkar og breytni.
Þú getur, ef þú vilt, gert
drauminn um þig að veruleika
með einhverjum hætti, því að
móðir hefir með trú sinni gyrt
þig megingjörðum.
Sjá, þar er móðir þín.
—Mbl., 11. maí
Það er
bragðbetra!
C riii h
Þórður Tómasson
— SUÐURLAND, 8. maí
BJARNI SIGURÐSSON, kand. theol.:
Sjó, þar er móðir þín
Business and Professional Cards
Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary's and Vaughan, Wtnnipeg PHONE 92-6441 Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shingles Insul-Bric Siding \ Vents Installed to Help Eliminate Condensation 832 Simcoe St. Winnipeg, Man.
J. J. Swanson & Co. LIHITGD 108 AVENUE BLDG. WINXIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega penlngal&n og elds&byrgB, bifrei8a&byrg6 o. s. frv. Phone 92-7538 SEWING^MACHINES Darn socks in a jiffy. Mend, weave in holes and sew beautifully. 474 Portage Ave. Winnipeg, Man. 74-3570
SARGENT TAXI PHONE 20-4845 For Quick, Reliable Service
Dr. ROBERT BLACK Sérfræ81ngur 1 augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrlfstofuslml 92-3851 Heimastmi 40-3794
DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK, MANITOBA _ Phones: Office 26 — Residence 230 Office Hours: 2.30 - 6.0t p.m. Creators of Distinctive Printing ColumBia Press Ltd. 695 Sargenl Ave. Winnipeg PHONE 74-3411
• Thorvaldson, Eggerlson, Bastin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage og Garry St. PHONE »2-8291
Hafið Höfn í huga Heimili sólsetursbarnanna, Icelandic Old Folks’ Home Soc., 3498 Osler St., Vancouver. B.C.
CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Dlrector Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: 74-7451 Res.: 72-3917
ARLINGTON PHARMACY Prescriplion Specialist Cor. Arlington and Sargent Phone 3-5550 Films, Picnic Supplies and Beach Novelties. We collect light, water and phone bills. Post Office
Offlce Phone Res. Phone 92-4762 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment.
Lesið Lögberg
A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur llkkistur og annast um flt- farir. Allur fltbúnaCur sá bezti. StofnaC 1894 SÍMI 74-7474 Minnist BETEL í erfðaskróm yðar.
Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opposite Maternity Pavilion General Hospital Nell's Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowers, Funeral Designs. Corsages, Bedding Plants Nell Johnson Res. Phone 74-6753 Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered Accountant 505 Confederation Life Bulldlng WINNIPEG MANTTOBA
Gilbari Funeral Home Selkirk, Manitoba. J. Roy Gilbart Licensed Embalmer Phone 3271 Selkirk Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicitors Ben C. Parker. Q.C. B. Stuart Parker, A. F. Krlstjanaaon 500 Canadlan Bank of Commeree Chambers Wlnnipeg, Man. Phone 92-3561
SELKIRK METAL PRODUCTS Reykh&far, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hltaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- vlB. heldur hlta fr& a8 rjúka flt me8 reyknum.—SkrifiS, slmI8 tll KELLT SVEINSSON 125 WaU St. Wlnnlpeg Just North of Portage Ave. Slmar 3-3744 — 3-4431 G. F. Jonasson. Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributora of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Slml 92-5227
J. Wilfrid Swanson & Co. Insurance ln aU lts branches Real Estate • Mortgages - Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 93-7181 Res. 46-3480 LET US SERVE YOU EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphin, Manitoba Eigandi ARNl EGGERTSON Jr.
S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOm BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg PHONB 92-4624 Van's Electric Ltd. 636 Sargent Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT Phone 3-481-0