Lögberg - 24.06.1954, Page 8
8
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 24. JÚNl 1954
Tyrkland og nýi tíminn
Aukinn iðnaður og úiílutningur.
Miklar raforkuíramkvæmdir.
Borgin Izmir, sem stofnuð
var af Grikkjum þúsund
árum fyrir Krists burð, er
nú orðin mesta útflutnings-
höfn Tyrklands, en mestur
innflutningur fer fram um
Istanbul.
Um Izmir fer hraðvaxandi
magn allskonar afurða til 60
landa heims, sem færa Tyrkjum
mikinn erlendan gjaldeyri. Gera
Tyrkir sér vonir um, að Litla-
Asía eigi eftir að verða miðstöð
Miðjarðarhafsviðskipta austan
til.
Út um heim er Izmir kunnust
undir sínu gamla nafni, Smyrna,
sem hún hét þar til tyrkneska
lýðveldið var stofnað 1923.
Hafnarborg þessi hefir lengi
verið mikil útflutningshöfn og
hefir verið fluttur út þaðan
mestur hluti tóbaksframleiðslu
Tyrkja, baðmullar og fíkju-
framleiðslunnar, en nú er einn-
ig flutt út um Izmir baðmull,
króm, mangan, málmgrýti, hveiti
og búfénaður.
Hinn nýi tími —
aukin velmegun
Athafnalífið í borginni sýnir
betur en flest annað að nýr tími,
hefir haldið innreið sína í Tyrk-
land, og að þar er vaxandi fram-
leiðsla, vaxandi verzlun og vel-
megun. Izmir er auk þess, sem
að ofan hefir verið getið, önnur
mesta verksmiðjuborg Tyrk-
lands og kemur næst á eftir
Istanbul. Þarna eru tvö höfuð-
skilyrði fyrir hendi til mikillar
framleiðslu, nægt vinnuafl og
mikil hráefni. Og það má gjarn-
an nefna það um leið, að lofts-
lag er þarna hið heilnæmasta,
svo að hvergi getur heilnæmara
á jörðu, að því er Herodetes
sagði forðum.
Miðstöð vatnsvirkjana
Izmir er einnig mikil miðstöð
vatnsvirkjana og raforkukerfis.
Raforkuver eru við árnar Gediz
og Buyuk Menderes. Nýja fyrir-
hleðslu og orkuver er verið að
reisa við Demirkopru og er á-
ætlaður kostnaður um 96 millj.
dollara. Orkuverið á að geta
framleitt 70.000 kílóvött. Einnig
hafa skapast skilyrði til þess að
gera stórfelldar vatnsveitur í
ræktunarskyni og koma upp
görðum til þess að afstýra flóða-
hættu, en ræktarlönd eru mikil
í Tyrklandi í grennd við Eyja-
haf. Það er franskt fyrirtæki,
sem tók að sér framkvæmdir við
hið nýja Gediz-orkuver, og á að
ljúka því á 3V2 ári. Fjögur orku-
ver önnur er verið að reisa, sem
framleiða yfir 140.000 kílóvött,
en orkuverin við Gediz og
Mendares verða í tengslum við
hið mikla orkuver við Sakarya-
fljót, sem stofnað var til þess að
sjá iðnaðarhéruðum í Vestur-
Anatoliu fyrir rafmagni.
Drógu fisk fyrir
1000 krónur
Báiar frá Akrenesi fóru síðasia
róðurinn í gær, afli var 3—7 ionn
Ágætur afli er á handfæri
hjá Akranesbátum. 1 gær-
morgun fóru tveir menn á
báti út til veiða og öfluðu
2,5 tonn eða töluvert meira
en tonn hver. Þeir voru
ekki nema nokkrar klukku-
stundir að veiðum, en hlutur
hvors þeirra eftir róðurinn
er um 1000 krónur.
BLOOD
toeWtP olio
t ft • « t X $ i I .
TM I S
SPACE
CONTRIBUTED
B Y
DREWRYS
MANITOBA
D I V I S I 0 N
WESTERN
CANADA
BREWERIES
LIMITIO
Hanafærafiskurinn er vænn
fiskur,’ en það veiðist ekki á
beitu, af því hann er,. eins og
kallað er, fullur af síli. Er hann
einvörðungu veiddur á pilk.
18 þúsund íonn af fiski
Aflinn á Akranesi eftir vertíð-
ina er 18 þúsund tonn, um 10
þúsund af bátafiski og 7500 af
togarafiski. Aflahæsti báturinn
er Keilir, og er hann með 710
tonn af fiski, slægðum og haus-
uðum, en hásetahlutur mun vera
um 35 þúsund krónur. Akranes-
bátar fóru síðasta róðurinn á
vertíðinni í gær. Var afli þá
3—7 tonn.
—Alþbl., 16. maí
Úr borg og bygð
Á ársfundi Manitoba Camera
Club, sem haldinn var nýlega,
hlaut Mrs. Kristín Johnson,
Garfield Street, Taylor-silfur-
bikarinn fyrir að hafa gert beztu
“colored slide”, sem sýnd var á
myndasamkeppni félagsins.
☆
Látinn er nýlega á Gimli
Thordur ísfjord 77 ára að aldri;
útför hans var gerð frá kirkju
lúterska safnaðarins þar í bæn-
um. Séra H. S. Sigmar jarðsöng.
☆
Nýlátinn er af völdum járn-
brautarslyss Stanley Sigurðsson
búsettur í Selkirk, 43 ára að
aldri; hann lætur eftir sig konu
sína og sjö börn og einnig aldr-
aða móður.
☆
Þeir Ari Johnson og Franklin
Johnson frá Geysir voru staddir
í borginni síðastliðinn fimtu-
dag ;í för með þeim var Davíð
Einarsson frá Árborg.
☆
Þeir á meðal væntanlegra
erindreka og gesta, sem ætla að
sækja 70. ársþing lúterska
kirkjufélagsins, og óska þess að
þeim sé útvegað fæði og hús
næði á meðan á þingi stendur,
eru beðnir að gera undirrituðum
aðvart tafarlaust:
FRED BJARNASON
187 Aubrey Sí„ Winnipeg
Sími 72-2364.
☆
Mr. Jón Jóhannsson frá Elfros,
Sask., var staddur í borginni
seinnipart viku.
☆
Mr. Ásgeir Gíslason frá Leslie,
Sask., kom til borgarinnar síðast
liðinn fimtudagsmorgun til að
vera viðstaddur Lýðveldissam-
komu deildarinnar „Frón“, sem
haldin var í Sambandskirkjunni
þá um kvöldið. Mr. Gíslason brá
sér einnig norður til Gimli í
heimsókn til samferðamanna og
vina, sem nú eru þar margir bú-
settir.
MESSUBOÐ
Fyrsta lúterska kirkja
Ágæt grein Norsk-Ámeríkana um
ísland og Loftleiðir h.f.
Höfundur undrast afrek þjóðar-
innar, — Loftleiðir brauiryðj-
endur á fornri leið.
Fyrir nokkrum dögum birt-
ist í blaðinu „Nordisk Tid-
ende“, sem Vestur-Norð-
menn gefa út í Brooklyn í
New York, fróðleg grein og
vinsamleg um Island og
Loftleiðir h.f.
Grein þessi, sem er eftir Erik
J. Friis, aðalritstjóra hins kunna
tímarits „The American-Scand-
inavian Review“, birtist undir
fyrirsögninni „Með flugvél í slóð
Leifs Eiríkssonar“, en í undir-
fyrirsögninni segir, að hið ís- ar
lenzka flugfélag, Loftleiðir, sé
brautryðjendur í lofti á hinni
gömlu norrænu leið milli Noregs
og Ameríku um Reykjavík.
Greinin ber það með sér, að
höfundur hefir skygnzt um á
ferðalagi sínu, því að hann kem-
ur víða við, segir frá Reykjavík
og því, sem þar sé helzt að sjá,
svo sem hið nýtízkulega Þjóð-
leikhús, kvikmyndahúsin, þar
sem sýndar séu amerískar, ensk-
ar eða þýzkar myndir, styttur
Leifs og Ingólfs, hinn glæsilegi
Háskóli og þar fram eftir göt-
unum. Hann skoðar hitaveitu-
geymana og skreppur til Þing-
valla, í gróðurhús og víðar, en
öll er greinin vinsamleg mjög.
Segir hann, að menn hljóti að
undrast, hve miklu svo fámenn
þjóð hafi getað áorkað, enda sé
kjörorð hennar: „framfarir og
samvinna" (fremskritt og sam-
arbeid).
Síðan segir greinarhöfundur
frá viðkynningu sinni af Loft-
leiðum, rekur sögu íélagsins
stuttlega, og greinir frá því, að
þótt undarlegt megi virðast sé
félagið rekið án ríkisstyrks.
Bendir höfundur á, að á marga
vegu séu Loftleiðir nýmæli í
flutningum yfir Atlantshaf. Fé-
lagið annist bæði fólks- og
vöruflutninga, og sé það ein á-
stæðan fyrir því, að fargjöld séu
svo lág sem raun ber vitni. Þá
getur hann þess, að náin sam-
vinna sé milli Loftleiða og
Braathen-félagsins norska, t. d.
annist viðgerðaverkstæði Braa-
thens á Sola-flugvelji viðgerðir
og eftirlit flugvélanna. Þá er
þess minnzt, að flugmenn Loft-
leiða, siglingafræðingar og loft-
skeytamenn hafi stundað nám í
Bandaríkjunum við hin ströng-
ustu skilyrði.
Loks minnist höfundur á hin-
glæsilegu skrifstofur Loft-
leiða í New York, en þar vinnur
fólk af ýmsu þjóðerni, Islend-
ingar, Norðmenn og Bandaríkja-
menn. Minnist hann á Bolla
Gunnarsson, urgboðsmann Loft-
leiða í New York og birtir mynd
af honum, svo og mynd af
„Heklu“ Idlewild-flugvelli.
Klykkir höfundur út með því, J
að æ fleiri Vestur-Norðmenn
ferðist með Loftleiðum til
„gamal landsins“. Grein Erik J.
Friis er hin vinsamlegasta, eins
og fyrr greinir, góð landkynning |jón Johnson
fyrir Island, en jafnframt mak-
legt lof um Loftleiðir, sem held-
ur uppi áætlunarferðum á þess-
um slóðum við vaxandi vinsæld-
ir og hinn bezta orðstír.
—VÍSIR, 18. maí
Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol.
Heimili 686 Banning Street.
Sími 30 744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
☆
Mr. Bogi Johnson frá Wyn-
yard, Sask., kom til borgarinnar
í ivkunni, sem leið.
☆
Mr. Ólafur Hallsson kaupmað-
ur frá Eriksdale, var staddur í
borginni í fyrri viku ásamt frú
sinni.
☆
Mr. Grettir Eggertson rafur-
magnsverkfræðingur kom úr Is-
landsför sinni á fimtudaginn
var; hafði dvölin, þótt stutt
væri, verið um alt hin ánægju-
legasta og veðurblíða á hverjum
degi.
/ ☆
VANTAR
Gjörðabók sextugasta og sjö-
unda þings lúterska kirkjufé-
lagsins 1951 — Proceedings of
ihe Sivty-Seventh Annual Con-
venlion of the Icelandic Luth-
eran Synod of America 1951. —
Hafi einhver þetta hefti aflögu,
er hann vinsamlega beðinn að
láta undirritaðri það í té. Sam-
einingin fyrir sumarmánuði
þess árs og Gjörðabókin er inn-
bundin í eitt hefti.
Mrs. F. Benson, Golumbia Press,
695 Sargent Ave., Winnipeg
☆
Mr. Árni Sigurðsson listmál-
ari frá Seven Sisters Fall var
meðal þeirra mörgu, er sóttu
Lýðveldissamkomu Þjóðræknis-
deildarinnar „Frón“ hinn 17.
þessa mánaðar.
☆
Mr. B. J. Lifman frá Árborg
var staddur í borginni seinni-
part vikunnar, sem leið.
☆
Mr. Halldór M. Swan fyrrum
verksmiðjueigandi, 912 Jessey
Ave., fór á þriðjudaginn til
Miniota, Man., í heimsókn til
vina sinna þeirra Sveins E.
Björnssonar læknis og frú
Marju Björnsson og mun dvelj-
ast þar um óákveðinn tíma.
☆
Þeir Gunnar Tómasson og H.
Magnússon frá Hecla komu til
borgarinnar fyrripart vikunnar
á leið norður að Manitobavatni
til að koma þar upp bryggjum
vegna ferjusambandsins, sem
þar er nú í aðsigi.
☆
Gifts to Belel
Mr. and Mrs. G. F. Jónasson
In memory of our father Guð-
$100.00
Bergmál
I fyrradag komu hingað til
lands dr. Richard Beck prófessor
við háskólann í Norður Dakota
og kona hans, Berta, og eru þau
öæði hinir mestu aufúsugestir.
Það er í rauninni óþarfi að fara
mörgum orðum um Richard
Beck, því að alþjóð er kunnugt
hið mikla og ágæta starf hans í
þágu íslands og íslendinga. En
kannske hefir ekki verið lögð á
það nægileg áherzla, að auk
þess sem hann hefir um langt
skeið gegnt mikilli virðingar-
stöðu í einni kunnustu menn-
ingarstofnun Bandaríkjanna, í
Grand Forks, Norður Dakota (i
því fylki eru yfir 40% íbúanna
af norskum ættum og þar eru
íslenzkar landnemabyggðir), og
staðið fremstur í fylkingu 1 þjóð-
ernisbaráttu landa vorra vestra
og verið forseti Þjóðræknisfé-
lagsins, hefir hann alla sína tíð
vestra lagt hina mestu stund á
það, sem menntamaður og upp-
fræðari í menntastofnun, sem
ræðismaður Islands, en fyrst og
fremst sem sannur og góður Is-
lendingur, er vill veg lands síns
sem mestan, að kynna land sitt
og þjóð, bæði í Bandaríkjunum
og Canada.
Mikilvæg landkynning
Þessi landkynning dr. Becks
er svo mikil og verið stunduð af
svo mikilli hógværð, prúð-
mennsku og þekkingu, að hún
verður seint eða aldrei metin
sem vert er. Þjóðin á honum því
miklar þakkir að gjalda sem sín-
um mesta landkynni nú á tím-
um, og sannast að segja held ég
að það sé vafasamt, að nokkur
maður hafi í landkynningar-
starfi náð til fleiri manna vestra
en dr. Richard Beck.
í íslandsferðum
sínum, en Beck mætti vissu-
lega koma oftar, hefir hann lagt
mikla stund á að kynna íslenzku
þjóðinni sögu, baráttu og starf
landa vorra vestra, og fyrir það
á hann einnig þakkir skildar,
bæði okkar og þeirra. Við gæt-
um áreiðanlega haft gagn af að
fylgjast með öllu, sem varðar
landa okkar vestra, og nánara
samstarf við þá er æskilegt. —
Þegar Beck kemur nú heim, til
þess m. a. að vera fulltrúi Vest-
ur-íslendinga á 10 ára lýðveldis-
hátíðinni, þar sem halnn einnig
kemur fram sem fulltrúi ríkis-
stjórans í Norður Dakota, hefir
hann með sér hinn ágætasta
fulltrúa þeirra vestan hafs, sem
eru af íslenzku bergi brotnir.
Sá fulltrúi er kona hans, Berta,
sem hefir verið hans stoð og
stytta í miklu starfi. Frú Berta
er ættuð úr Rangárvallasýslu,
en fædd vestra, í landnema-
byggð í Dakota, þar sem íslenzk-
ur hugsunarháttur ríkti og ís-
lenzk tunga var töluð á hverju
heimili á upþvaxtarárum henn-
ar. Frú Berta er vel menntuð
kona, ættfróð og lesin og áhuga-
söm um þau mál.
Aufúsugeslir
Nú fær hún í fyrsta skipti
tækifæri til þess að ferðast um
sveitirnar, þar sem foreldrar
hennar áttu heima, áður en þau
fluttust vestur, og víðar um
land. Eru þau hjón bæði þjóð-
inni aufúsugestir. Býður Vísir
þau velkomin heim og óskar
þess að all-löng sumardvöl megi
verða þeim til sem mestrar
ánægju.
—VISIR, 4. júní
Hljómplötur
frá íslandi
Mikið úrval af íslenzkum
hljómplötum hefir G. F. Jónas-
son forstjóri Keystone Fisheries
Limited nýlega fengið, og eru
þær nú þegar fáanlegar til
kaups; einsöngvarar og kórar,
er sungið hafa inn á þessar
plötur, eru sem hér segir: María
Markan Östlund, Stefán Islandi,
Elsa Sigfúss, Gunnar óskarsson,
12 ára drengur, Einar Kristjáns-
son, Þuríður Pálsdóttir, Sigurð-
ur Skagfield, Þorsteinn Hannes-
son, Guðrún Á. Símonar, Tón-
listarfélagskórinn, Karlakór
Reykjavíkur, Dómkirkjukórinn
og blandaður kór K. F. U. M.
Ennfremur Karlakórinn Geysir
á Akureyri.
Verð frá $2.50 til $3.50.
Pantanir ásamt andvirði send-
ist Keystone Fisheries Limited,
60 Louise Street, Winnipeg,
sími 92-5227, eða til Columbia
Press Ltd, 695 Sargent Avenue.
Lesið Lögberg
"A Realislic Approach to the
Hereafter"
by
Winnipeg author Edith Hansson
Bjornsson's Book Siore
702 Sargent Ave.
Winnipeg
Bíllinn nam staðar við landa-
mærin og tollþjónninn hóf rann-
sókn sína.
— Það lítur út fyrir, sagði
hann að lokum, að allir pappírar
yðar séu í góðu lagi; — en
hvernig getið þér sannað fyrir
mér, að þessi kona, sem situr
við hliðina á yður, sé konan
yðar?
— Ég skal láta yður fá 500
dollara, ef þér getið sannað
fyrir mér, að hún sé það ekkij
Víðir Ladies Aid,
Víðir, Man............... 25.00
Mr. and Mrs. Halldór
Austman, Víðir Man., In loving
Memory of our brother Jacob
Sigvaldason 8.00
Mrs. S. Thorlakson, Árnes,
3 gallons skyr and W2 gallons
cream.
Pálmi Lárusson, Pipes and
tobacco.
Mr. J. Clubb, Muirs Drug
Store, Winnipeg, 25 lbs. tea
cubes.
Mr. and Mrs. G. F. Jónasson, 3
Gramophone records as a gift
to Matron and staff.
S. M. Bachman, Treasurer,
Ste. 40, 380 Assiniboine Ave.
Winnipeg, Man.
THE SEVENTIETH ANNUAL CONVENTION
of the
Icelandic Evangelical Lutheran Synod
WINNIPEG, MANITOBA
June 27-30, 1954
Sunday Evening, June 27th, 7 p.m.
Icelandic Services with Rev. Bragi Fridriksson.
Liturgist—Rev. E. S. Brynjolfsson preaching the sermon
Special Music by the Choir—Report of the President of
Synod—Appointment of Committees.
Monday Morning, June 28th, 9 a.m.
Opening Devotion—Rev. S. Olafsson.
Reports of Committees.
Reports of the Officers of Synod.
Monday Afternoon, 2 p.m.
Opening Devotion—Rev. Virgil Anderson.
Addresses by: Rev. G. Jacobi, Representative United
Lutheran Church in America. Part I.
Rev. Clifford Monk, on: Lutheran World Action.
Monday Evening, 7.30 p.m.
Special music.
Addresses by: Rev. H. S. Sigmar.
Thorir Kr. Thordarson.
Rev. A. G. Jacobi, Part II.
ULCA Representation.
Tuesday Morning, June 29th:
9 a.m. Opening Devotion, Rev. Robert Jack.
Sessions.
2 p.m. Opening Devotion, Dr. R. Marteinsson.
Sessions.
Closing Devotion, Rev. S. S. Christopherson.
Tuesday Evening, 7.30 p.m.
Opening Devotion, Rev. S. T. Guttormsson.
Speakers: Rev. B. Theodor Sigurdsson,
Rev. S. O. Thorlaksson.
Special Music by the Choirs.
Wednesday Morning. June 30íh
Opening Devotion, Rev. Johann Fridriksson.
Sessions.
Wednesday, Close of Afternoon 2 p.m.
Opening Devotion, Rev. G. Guttormsson.
Sessions.
Closing of Synod.