Lögberg - 15.07.1954, Blaðsíða 2

Lögberg - 15.07.1954, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 15. JÚLI 1954 Merkilegt miðilsafrek TUTTUGU ÁRA MINNING UM þessar mundir eru liðin rétt 20 ár síðan bein þeirra Agnesar og Friðriks voru grafin upp í Vatnsdalshólum, flutt að Tjörn á Vatnsnesi og grafin þar í vígðri mold. Töldu ýmsir þetta þá „einkennilegt uppátæki“, að vera að hrófla við beinunum, sem legið höfðu þarna í mold í 104 ár, fjarri alfaravegi og höfðu notið fullkomins friðar síðan hinar ógæfusömu persónur voru teknar af lífi. Er ekki svo sem alveg sama hvar beinin fúna að mönnum látnum? Skiptir það svo nokkru máli hvort þau hvíla í vígðum reit, eða ekki? Og var ekki hitt verra að raska ró fram- liðinna? Það hefur þó jafnan þótt óheillamerki. Þannig töluðu menn um þennan atburð fram og aftur. Saga Agnesar og Friðriks var rifjuð upp að nýju. En þá kom í ljós, að greftrunarstaður þeirra hafði verið löngu gleymdur, jafnvel í Húnavatnssýslu og á þeim bæjum, sem næstir eru. Að vísu vissu allir hvar aftakan hafði farið fram, því að enn'sást móta fyrir balk nokkrum eða palli, sem hafði verið hlaðinn undir höggstokkinn á Þrístapa, einstökum, þrítypptum hóli, sem er norðan við sjálfa hólaþyrp- inguna. í sögu Nathans Ketilssonar og Skáld-Rósu, eftir Brynjólf á Minna-Núpi, segir að líkin hafi verið lögð 1 kistur og grafin skammt frá aftökustaðnum, en höfuðin sett á stengur. Esphólín segir einnig í Árbókum sínum að höfuð þeirra hafi verið sett á stengur, en horfið þaðan skömmu síðar. Var almælt að húsfreyjan á Þingeyrum hefði sent vinnumann sinn um nótt- ina eftir aftökuna, að taka höf- uðin niður og grafa þau á laun í kirkjugarðinum á Þingeyrum. Var það því allra manna trú, að bein þeirra væri á tveimur stöð- um, höfuðin einhvers staðar í kirkjugarðinum á Þingeyrum, og beinagrindurnar einhvers staðar í nánd við Þrístapa. En þar var hvergi að sjá merki til dysjar eða leiðis. Og þótt gengið væri fram og aftur um Þrístapa sást enginn staður öðrum lík- legri til þess að þar hefði gröfin verið tekin. Jarðvegur virtist alls staðar örgrunnur á sjálfum hólnum, en umhverfis hann er deiglend slétta og þar hefði víða THIS SPACI CONTRIIUTID ■ Y WINNIPEG BREWERY l I M I T I D mátt taka nógu djúpa gröf. En hér er um svo stórt flæmi að ræða, að óvinnandi verk væri að leita þar að týndri gröf. En hvernig stóð þá á því að hafin var leit að þessari gröf og gengið var svo að segja rakleitt að henni, jafnvel á ólíklegasta stað? Um það er merkileg saga, sem ekki hefur verið nema hálf- sögð fram að þessu. Það var eng- inn einstakur maður, sem tók sig fram um það af sjálfsdáðum að grafa upp bein þeirra Agnesar og Friðriks og flytja þau í vígð- an reit til yfirsöngs. Um það kom beiðni „að handan“ og kon- an, sem þar var miðill og meðal- göngumaður, vildi alls ekki að nafn sitt væri nefnt í sambandi við þetta mál, meðan hún væri á lífi. Hún hét Sesselja Guð- mundsdóttir og átti heima á Grettisgötu 75. Hún er nú ný- látin og um leið má rjúfa þá þögn, sem verið hefur um upp- haf þessa mál^ Það er venjulegt að rita ævisögur fólks, er það fellur frá, en ævisaga Sesselju væri ekki nema hálfsögð, ef þessum þætti væri sleppt. Þykir því vel hlýða að hann sé birtur nú og því fremur þar sem kvik- sögur eru farnar að ganga um, að önnur kona hafi verið miðill og meðalgöngumaður í þessu máli. SAGAN hefst á árinu 1932. Sesselja var þá á bezta aldri. Hún var dul í skapi og gerði sér fáa að einkavinum, barst ekki á en hugsaði mest um heimili sitt. Hún var trúuð kona og skapföst, og aldrei hafði hún kynnt sér, né viljað kynna sér „andatrú“ og kenningarnar um að hægt sé að ná sambandi við þá, sem framliðnir eru. Svo er það eitt kvöld að hún fær ankannalega tilfinningu í hægri höndina og er sem hún hafi ekkert vald á höndinni og hún hreyfist ósjálfrátt á ýmsa vegu. Til þessa voru engar hugs- anléga orsakir. Höndin hafði verið alheilbrigð rétt áður og ekki orðið fyrir neinu hnjaski eða áfalli. Og þessar undarlegu hreyfingar áttu ekkert skylt við handardofa né sinadrátt. Það var engin ókennileg tilfinning í höndinni, en það var eins og hún vildi fara sinna eigin ferða og skeytti engum skipunum frá heilastöðvum þeim, er handatil- tekt ráða. Þegar þessu hafði farið fram um hríð, gerðist Sesselja á- hyggjufull út af þessu, en þá sagði einhver, annaðhvort í gamni eða alvöru, að líklega væri hér einhver framliðinn, sem vildi fá að nota hönd henn- ar til þess að koma á framfæri skriflegum skilaboðum. Ekki var Sesselja trúuð á það, en lét þó til leiðast að setjast við borð með blað og blýant, og skipti það engum togum að þá var sem höndin vildi fara að draga til stafs. En engin skrift varð úr því að sinni, heldur aðeins riss og ólæsilegt krot. Þetta endur- tók sig nú hvað eftir annað með stuttu millibili og var þýðing- arlaust fyrir Sesselju að stritast á móti, því að hún hafði engan frið fyrr en hún var setzt við borð með ritföng. Fór þá smátt og smátt svo, að stafagerð fór að sjást og jafnvel heil orð, er síðar urðu að setningum. Er svo ekki að orðlengja það, að sá, sem stýrði höndinni lét hana skrifa skilaboð frá Agnesi, inni- lega beiðni um að hún sæi til þess að bein þeii*ra Friðriks yrði grafin upp, flutt að Tjörn á Vatnsnesi og grafin þar með yfirsöng, og beðið fyrir sálum þeirra. Sesselja mun ekki hafa tekið neitt mark á þessu í fyrstu, talið það aðeins einkennilega tilvilj- un, að hún skyldi vera gædd þeim hæfileika að geta skrifað ósjálfrátt, og eins tilviljun hvað á pappírinn kom. A hinn bóginn mun henni þó hafa þótt það undarlegt, að Agnes Magnús- dóttir skyldi koma við þessa sögu, því að um hana hafði hún ekki verið að hugsa og enginn hafði minnzt á hana né sorgar- sögu hennar í hennar áheyrn um langt skeið, svo að hún gæti munað. Það hlaut því aðeins að vera tilviljun ein að nafn hennar skyldi koma þarna fram. Það kom þó fljótt í ljós, að þetta var ekki tilviljun, því að er stundir Hðu varð það bert að fullkomin alvara var að baki. Hin skrifuðu skilaboð urðu greinilegri og síendurtekin með æ meiri alvöruþunga. Og til þess að sanna það, að ‘hér væri ekki um nein falsmál að ræða, var komið með ýmsar sannanir, sagt frá atburðum, er gerzt höfðu, og atburðum, sem áttu að gerast og gerðust. Þannig gekk þetta í heilt ár. Alltaf var haldið fast á hinu sama, og alltaf voru að koma hinar og aðrar sannanir. Og nú voru ekki lengur nein vandkvæði á með skriftina. Hún var hin læsilegasta og skrifaði Sesselja ósjálfrátt jafn hratt og hún var vön að skrifa fyrir sjálfa sig.Hún þverskallaðist þó við að trúa, enda sá hún engin ráð til þess að hægt væri að verða við beiðninni að handan. Hvað átti hún að gera? Hún þóttist vita, að allir mundu henda gys að sér ef hún kæmi fram með svo ótrúlega sögu, að þau Agnes og Friðrik bæðu um að koma beinum sínum til kirkju og biðja fyrir sér. Hver mundi leggja trúnað á slíkt? Þeir, sem stóðu að skilaboð- unum, fylgdust vel með hugar- angri hennar og reyndu að stappa í hana stálinu. Og ein- hverntíma var henni ráðlagt að tala við Pál Einarsson hæsta- réttardómara. Var það að sjálf- sögðu heilræði, því að Páll hafði þá fyrir löngu sannfærzt um, að hægt er að hafa samband við framleiðna. Mun hann hafa gefið Sesselju mörg heilræði, en þó fyrst og fremst að óttast ekki þetta „samband“ og véfengja ekki sannleiksgildi þess. Seinna gerði hún Guðmund Hofdal að trúnaðarmanni sínum. Hann hughreysti hana með því, að hún hefði sennilega verið valin til þess að gera miskunnar- verk, og mætti hún vera glöð af því hlutskipti. Og svo varð það úr, að hann gaf kost á sér til að fara norðgur og leita að greftr- unarstaðnum. Söguna um fram- kvæmd verksins þarf ekki að segja hér, hún er prentuð í Les- bókinni 2. desember 1934. Hefur Grétar Fejls rithöfundur skráð þá sögu, en hann fylgdist vel með þessu máli og aðdraganda þess.. Einnig hélt hann fyrir- lestur í útvarpið hinn 17. júní 1934 um þetta efni. MERKILEGASTA atriðið í þessu máli er frásögn Agnesar af greftrunarstaðnum. — Hún benti eigi aðeins á leiðið, sem var löngu týnt, heldur sagði hún margt annað, sem enginn vissi og fór í þveröfuga átt við munn- mæli og sagnir. Guðmundur Hofdal vildi grafa beinin í kirkjugarðinum á Þingeyrum, þar sem höfuðkúpurnar áttu að vera. Þá „sagði“ Agnes að höfuð kúpurnar væri ekki þar, þær væri hjá gröfinni í Vatnsdals- hólum. Vinnumaðurinn á Þing- eyrum hefði tekið niður steng- urnar með höfðum þeirra nótt- ina eftir. Sitt höfuð hefði hann ekki tekið af stönginni, heldur brotið hana, og síðan grafið höfuðin bæði rétt hjá gröfinni, „þar sem malbornara er“. Þetta reyndist allt saman rétt. Gröfin var þar sem hún vísaði á og höfuðkúpurnar voru báðar þar rétt hjá og var þar malarborinn jarðvegur. Og spýtubrot fylgdi annarri höfuðkúpunni. Enginn maður hefur nokkuru sinni haft hugmynd um þetta, og samt kemur þessi frásögn svona glögg og skilmerkileg! Agnes taldi flutning beina þeirra í vígða mold ekkert höfuð atriði í sjálfu sér, heldur hitt, að hugsanir hinna lifandi í þeirra garð kynni að breytast og almenningsálitið fyrirgæfi þeim að lokum. Hún lagði og mikla áherzlu á, að beðið væri fyrir sálum þeirra á brunarúst- unum á Illugastöðum, þar sem þeir Nathan og Pétur luku ævi sinni. Það var einn þátturinn í friðþægingunni. Þegar Skáld-Rósa atyrti Agn- esi rétt fyrir dauða hennar, kvað Agnes þessa fallegu vísu: Sorg ei minnar sálar herð, seka Drottinn náðar af því Jesú eitt fyrir verð okkur keypti báðar. Hér kemur fram traust henn- ar á því að hinn eilífi kærleikur muni bjarga sér í öðru lífi. En eftir þessari sögu er svo að sjá, sem hatur og fyrirlitning mann- anna hafi megnað að þjá sál hennar í heila öld handan við gröf og dauða. ----0---- Eftir því sem leið breyttist miðilsgáfa Sesselju og varð full- komnari þannig, að hún „heyrði“ og gat skrifað niður jafnharðan, eins og þegar ritað er eftir fyrir- sögn. Með þessu móti var í raun- inni hægt að „tala“ við þá fyrir handan. Hafði hún samband við Agnesi lengi eftir þetta, og var svo að sjá sem breyting til hins betra hefði orðið á kjörum þeirra. Um það eru þó engar sannanir aðrar. Sesselja mun þó að lokum hafa verið ánægð með það hlutverk, sem hún leysti af hendi í þessu máli, en vildi ekki að neinir aðrir en nánustu sam- verkamenn sínir vissu um það. Mun hún ekki hafa viljað að það kæmist í hámæli að hún væri miðill. Og þó hafði vegna hæfi- leika hennar gerzt einhver hinn allra merkilegasti fyrirburður hér á landi um „hið mikla sam- band“. (G. -f Á.) —Lesb. Mbl. Svíarnir tóku hér landkynningar- mynd í litum Þar verða þættir úr þjóðlífi Is- lendinga og sögu, m. a. sést þar Gunnar á Hlíðarenda Sænsku kvikmyndatökumenn- irnir, sem nú eru á förum héðan, hafa gert fleira en að taka myndina um Sölku Völku. Þeir hafa jafnframt unnið að töku mjófilmu um land og þjóð, eins konar landkynningarmynd í lit- um, sem sýnd verður í Svíþjóð (og að sjálfsögðu hér) og víðar um heim. Það er Nordisk Tone- film og Edda Film, sem að kvik- myndatöku þessari standa. Myndin sýnir fyrst of framst land og þjóð, atvinnuhætti, en bregður jafnframt upp svip- myndum úr sögu þjóðarinnar. Vegna hins síðastnefnda verða íslenzkir leikarar í myndinni, þeir Róbert Arnfinnsson og Jón Aðils, svo og 13 ára drengur, Gunnar Rósinkranz, en hann á, sem skólabarn, að hugleiða for- tíð landsins, og sér þá bregða fyrir Gunnari á Hlíðarenda og fleiri atriðum úr sögu þjóðar- innar. Þeir Rune Lindström og dr. Sigurður Þórarinsson hafa „sam- ið“ myndina, en einkum hefur dr. Sigurður gefið bendingar um jarðfræði- og landfræðileg efni. Lindström stjórnar kvikmynda- tökunni. Tekin hafa verið atriði í mynd- ina hér í bænum, við Geysi, Heklu, Þingvöllum, Fljótshlíð, við Mývatn og á Vestfjörðum. Mynd þessi verður fullgerð um líkt leyti og Salka Valka í haust, og verður sýnd jafnframt henni víða um heim, eins og fyrr greinir. - —VÍSIR, 15. júní — Að þér, svona stór og sterk- ur maður, skulið leggja yður niður við að biðja um peninga. — Já; en síðast, þegar ég tók þá án þess að biðja um þá, fékk ég 6 mánaða fangelsi. Kveðja frá Veslur-íslendingum: „Það tekur tryggöinni í skóvarp, sem tröllum er ekki vætt" Ávarp dr. Richards Beck á lýð- veldishátíðinni í fyrradag Mælt er, að sagan endurtaki sig. Það sannast eftirminnilega á mér að þessu sinni. Eins og kunn ugt er, var það hið kærkomna hlutskipti mitt að vera viðstadd- ur stofnun hins íslenzka lýðveldi sem fulltrúi íslendinga í Vestur- heimi og flytja kveðjur þeirra á þeirri ógleymanlegu frelsis- og fagnaðarhátíð þjóðar vorrar. Enginn Islendingur, sem ekki var úr steini gerður, gat verið hér heima á Islandi dagana þá, svo að honum hitnaði ekki um hjartaræturnar, fyndi það ekki glögt, að þakklæti, sigurgleði og vonagleði, fyllti hugi manna og setti svip sinn á þá vorbjörtu daga, daga djúpstæðra minninga og stórra framtíðardrauma. Það var vor í lofti og vor í hugum fólksins. Anda þeirrar fagnaðar- kenndar og þess framsóknar- huga, sem gagntók gjörvalla hina íslenzku þjóð á þeim sögu- ríku og örlagaríku tímamótum í sögu hennar túlkaði Guðmundur skáld Böðvarsson fagurlega í há- tíðarkvæði sínu „I tilefni dag- sins“, er hann segir: Ei dagur fyrr af djúpi steig með dýrra hlað um brá: Nú rætist eftir aldabið vor cik um líf, vor bæn um fríð: Við leggjum frjálsir frelsissveig um fjöll vor, hvít og blá. I dag, á 10 ára afmæli hins ís- lenzka lýzveldis, er það aftur hið góða hlutskipti mitt að sækja hátíðahöldin sem fulltrúi Þjóðræknisfélags íslendinga 1 Vesturheimi og flytja landi og lýð hjartanlegar kveðjur þess félagsskapar, er um 35 ára skeið lj,efir, með mörgum þætti, unnið að varðveizlu v o r r a r tignu tungu og annarra dýrmætra menningarverðmæta vorra vest- an hafsins og að framhaldandi sambandi og samvinnu milli Is- lendinga yfir hið breiða haf. Sé ég hendur manna mynda meginþráð yfir höfin bráðu, þann er lönd og lýði bindur lifandi orði suður og norður. Þannig fórust séra Matthíasi Jochumssyni orð í hinu ódauð- lega kvæði sínu til okkar Vestur Islendinga. Jafn spaklega segir hann annars staðar í kvæðum sínum: „og frændsemin skal brúa saman lðndin.“ Það er þessi brú frændsem- innar, og framhaldandi menn- ingarlegra samskipta, sem þjóð- ræknir íslendingar, beggja meg- in hafsins vilja byggja og gera sem varanlegasta, báðum aðil- um til gagns og sæmdar. Sérstaklega vil ég á þessum minningaríka d e g i, stofndegi hins íslenzka lýðveldis, þakka innilega, í nafni þjóðræknisfél- agsins, og í nafni Vestur-lslend- inga almennt margvíslegan virð- ingar- og vináttuvott, og allan stuðning, sem félagið og við ís- lendingar í Vesturheimi höfum notið héðan heiman um haf, og verið hefir okkur til ómetanlegs gagns í þjóðræknisbaráttu okk- ar, sem fer á milli heimaþjóðar- innar og íslenzka þjóðarbrotsins vestan hafs og glæðir gagn- kvæman skilning og s a m ú ð þeirra, styrkir brúna yfir hafið. En plægður akur góðviljans, skilnings og samúðar, er sá jarð- vegur, sem frjósamt samstarf sprettur upp úr í þjóðræknisleg- um s&mskiptum milli íslendinga yfir hafið, eigi síður en á öðrum sviðum. Þann sannleika er hollt að hugleiða og bera í minni, og ekki aðeins á lýðveldishátíð sem þessari, hvoru megin hafsins sem er. Um margt eigum við Islend- ingar vestan hafs að vísu á brattann að sækja í þjóðræknis- baráttu okkar, og óðum hnígur hin fríða og hrausta sveit ís- lenzkra frumherja í landi þar til moldar. Enn mæla þar samt þús- undir manna á íslenzka tungu, og láta sér annt um heil og heið- ur ættjarðarinnar. Enn slær því rödd Islands á næma strengi í brjóstum fjölmargra barna þess og barnabarna vestan megin haf- sins. Þess er einnig árægjulegt að minnast, að margir í hópi hinnar yngri kynslóðar, þó stirt sé orðið um íslenzkt tungutak, bera í barmi ræktarhug til ls- lands og vilja fræðast um land feðra sinna og mæðra. Mun og lengi í þeim glæðum lífa, sé að þeim skarað, enda eiga þjóðernis mál vor enn, góðu heilli, marga trausta málsvara vestan hafsins, þó að við rammann reip sé að draga í þeim efnum. Fléttast nú einnig nýir þræðir í ættar- og menningartengslin milli Islend- inga yfir hafið með auðveldari og tíðari gagnkvæmum heim- sóknum af beggja hálfu. En fátt treystir fremur og betur ættern- is böndin en einmitt slíkar heim- sóknir, því að upp af slíkum kynnum sprettur aukinn skiln- ingur og samhugur. Einkum er það mikilvægt, að ungir íslendingar vestra um haf komist í snertmgu við Island hið vaxandi, nýja, samhliða því og þeir kynnast af eigin sjón og reynd fögru og svipmiklu landi feðra sinna og mæðra, þar sem næmt eyra getur hvarvetna heyrt þyt sögunnar strjúka, heyrandanum um vanga, þekki sá hinn sami eitthvað til þeirrar einstæðu og merkilegu sögu. Á þeim hálfsmánaðar tíma, sem liðinn er síðan við hjónin komum hingað 1 þessa pílagríms för okkar til ættjarðarstranda, höfum við þegar séð nýjar menn ingarstofnanir og mannvirki, sem vera því órækan vott, að hér er allt á hröðu framfaraskeiði og framsóknar á mörgum sviðum. Það hefir fyllt hug okkar fögn- uði og ættarstolti. 1 nafni Vestur íslendinga óska ég þjóðinni hjartanlega til hamingju með þau mörgu framfararspor til auðugra andlegs lífs og fjöl- breyttara atvinnulífs, sem hér hafa stigin verið síðan lýðveldið var stofnað, og spáir það góða um bjarta framtíð hinnar ís- lenzku þjóðar. Ég komst svo að orði í ræðu minni á Þingvöllum fyrir 10 ár- um síðan, að Islendingsnafnið væri orðið heiðursnafn í Vestur- heimi. Skemmtilegt er það til frásagnar, að íslendingar þeim megin hafsins, bæði úr hópi eldri og yngri kynslóðarinnar, halda áfram að vinna sér frama á ýms um sviðum, og varpa með þeim hætti ljóma á þjóðstofn sinn og sýna, að hann er ekki fúinn í rót. Tröllkonan í þjóðsögunni sagði að Islandsálar væru djúpir, en þó myndu þeir væðir vera. Það var þessi gamla þjóðsaga, sem Örn skáld Árnason hafði í huga> er hann komst svo að orði í stór- brotnu kvæði sínu til GuttormS skálds Guttormssonar á Víði- völlum í Nýja Islandi og okkar landa hans vestan hafs samtím- is: Þótt djúpir séu Atlantzálar, mun átthagaþránni stætt. Það tekur tryggðinni í skúvarp sem tröllum er ekki vætt. Heilhuga tökum við íslenzkir þjóðræknismenn og konur vest- an hafs undir þau orð skáldsins og viljum láta þau reynast sann- mæli í verki. 1 þeim anda einlægrar og hjartaheitrar ræktarsemi fty* ég forseta íslands, ríkisstjórn og þjóð, afmæliskveðjur og bless- unaróskir íslendinga vestan hafs á þessum heiðurs- og heilladegi hins íslenzka lýðveldis og segi heilum huga: Brúum áfram bróðurhöndum breiðan, djúpan sjá! — TÍMINN 19. júní- /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.