Lögberg - 15.07.1954, Blaðsíða 7

Lögberg - 15.07.1954, Blaðsíða 7
I LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 15. JÚLÍ 1954 7 ARFUR FORNALDAR Nokkur orð um kommúnismann Eftir séra BENJAMÍN KRISTJÁNSSON ..Ekki verður hjá því komizt að minnast á kommúnism- ann af sóltvarnarástæðum. Illkynjaðir menningarsjúk- dómar hafa ekki minni hæfi leika til að breiðast út en aðrar pestir, vegna þess að andinn er ekki síður veikur en holdið nú á dögum, og ekki vantar áróðurinn og frumbusláttinn fyrir þessari villutrú, sem einna menn- ingarsnauðust hefur farið á flot í veröldinni í síðast- liðin tvö þúsund ár". Úr fornöldinni fljúga neistar, sagði Grímur Thomsen. Honum var það Ijóst, að þeir neistar gátu kveikt bál, tendrað hreysti °g hetjudug í hugum og hjört- urn eftirlifendanna. Söm var hugsun Jónasar Hallgrímssonar, er hann brýndi þá kynslóð, sem tueð honum lifði á feðranna frægð, og Einars Benedikt’ssonar, er hann segir, að hin forna há- uienning Islands, er æskuna dreymir, sé stjarna vors fólks gegnum skugga og ský, og þar skuli yngjast vor saga við eld- forna brunna. Nú kveður nokkuð við annan tón í seinni bókmenntum ís- tenzkum um þessa „hámenning“ vora. Þar ríða ekki framar tíetjur um héruð né skrautbúin skip fyrir landi fljóta með fríð- usta lið. Það er tötralegt fólk rueð skyrbjúg, sem dragnast á- fram á grindhoruðum húðar- úikkjum eða siglir á slorugum grútarkláfum. Hetjurnar eru °rðnar að huglausum umrenn- ingum og brunnmígum, skáldin að fíflum og konungarnir að níð- ingum. Ástsælasti dýrlingur Norðurlanda: Ólafur konungur helgi er gerður að hálfbrjáluð- nni tudda og ómenni, sem geng- Ur með píslartæki í pússi sínu °g hefir ekki meira yndi af öðru en kvelja menn og toga tungu Ur höfði þeim, en hirðskáld hans, ^ormóður, talinn hinn mesti veraldarálfur og tötrabassi. Hvað er sannleikur? Er þetta sannari mynd og raunsærri af menningarástandi feðra vorra en mynd fornsagn- anna og rómantísku skáldanna? Fjarri fer því. Hafi rómantísku skáldin málað myndina of glæsi- ^ega, þá er nú öllu stórum hallað fú hins verri vegar. Naumast þarf að benda á, hversu sterkir sögulegir vitnis- burðir andæfa þeirri ófélegu mynd, sem Gerpla dregur upp af Ólafi konungi helga. Hirð- skáld hans öll elska hann inni- fega. Þormóður Kolbrúnarskáld vffl ekki lifa eftir hann fallinn °g deyr með lof um hann á vör- Um- Bersi Skáld-Torfuson, sem barðist gegn honum í liði Sveins Jarls Hákonarsonar fyrir Nesj- Um> lýsir honum sem vöskum bermanni í flokki þeim, er hann °rfi um bardaga þennan, og verður hvergi séð af kvæðinu, hann hræsni ifyrir Ólafi, þar Sem hann ber meira lof á and- stæðing hans. Eftir að hann ynntist honum og gerðist hirð- maður hans, lagði hann á hann oV° mikla ást, að hann „sprakk af helstríði því, er hann hafði eftir fall hins heilaga Ólafs kon- Ungs“, þegar hann frétti lát ans til Rómaborgar. Sighvatur órðarson, hinn hreinskilni og rettsýni maður, elskar hann svo 1Unilega, að hann lítur naumast § aðan dag eftir fall hans. •*-> . eira að segja ýmsir andstæð- . ^ar hans, þeir sem báru vopn a hann fremstir í flokki að t ^lastöðum, voru farnir að rua á hann sem dýrling og árn- armann hjá guði skömmu eirma. Slíkt væri með engu móti ^ugsanlegt, ef hann hefði verið ^lns ógeðslegur fantur og skáld- ga^a Þessi vill vera láta, enda ru lýsingar Snorra af honum mjög á aðra lund, og vitað er, að Snorri sneið lýsingar sínar mjög eftir kvæðum samtímamanna, sem nú eru sum glötuð. Til hvers er þá níðið? Enginn skyldi halda, að höf- undur þessa furðulega samsetn- ings gerði sér nokkra hugmynd um, hvort hann segði sannara eða lygi meir af Ólafi konugi heldur en Snorri Sturluson. Hér er einungis um að ræða áróðurs- tækni, sem fyrir löngu hefir lagt á hilluna alla virðingu fyrir sannleikanum og telur hann með úreltum dygðum. Segja má auð- vitað, að þetta sé skáldsaga og sé því ekki um neinn sögulegan sannleika að sakast. En auðsær er samt sem áður tilgangur níðs- ins. Hér er vegið að tveimur meginstoðum íslenzkrar menn- ingar. Frá þeim skulu ekki fram- ar fljúga neistar, ekki skal sú menning, sem á þeim er byggð, framar vera stjarna vors fólks gegn um skugga og ský. Það þarf að ryðja öðrum átrúnaði braut og þá er jafnan gripið til ráðs Hjalta Skeggjasonar að lasta hin fornu goð: Sparik eigi goð geyja, grey þykkir mér Freyja, æ anan annat tveggja Óðinn grey eða Freyja. Slíkt trúboð verður sjaldan að mikilli siðbót, enda tókst stórum betur með goðakirkjuna fornu en að slíkir ofstækismenn yrðu þar nokkru sinni æðstu prestar. Hefir mér ávallt þótt óviturlegur skáldskapur Hjalta Skeggja- sonar.. Menning tveggja siða Tvennt var það, sem einkum studdi að því að íslendingar héldu höfuðburði sínum á kol- myrkum öldum þjáninga og niðurlægingar. Annað var sú hetjuhugsjón, er þeir erfðu frá hinum forna sið, að láta sér hvorki bregða við sár eða bana. Hitt var hin kristna trú, sem gaf þjóðinni von út yfir þetta líf. Þannig var líftaugin, sem bjarg- aði þjóðinni gegn um brim og boða, undin úr tveim þáttum, öðrum heiðnum en hinum kristnum. Sú manndómshugsun, að aldrei skyldi hvötum drengj- um bila hugur í brjósti, kemur hvergi skýrar í ljós en í frá- sögninni af Þormóði Kolbrúnar- skáldi í Ólafs sögu helga. Hann deyr standandi með gamanyrði á vörum, þó að allt, sem honum var kært, lægi í valnum. Bókmenntir vorar fornar voru ávöxtur tveggja menninga. Ein- mitt þess vegna voru þær ágætar og merkilegar. Oddaverjar og aðrir rithöfundar, sem þar lögðu hönd að verki, voru án efa ágæt- ir klerkar og höfðu drjúgum teygað af lindum kaþólskrar menningar suður í álfu. En engu að síður kunnu þeir vel að meta hinn forna menningararf, og björguðu honum frá glötun. Og sögurnar um hina fornu guði segja þeir ekki lygasögur og ævintýri, heldur skrá þær með listrænum skilningi á menning- ar- og siðagildi þeirra. Hér er ekki gleypt við hinu nýja af þrælslund lítilsigldra manna, heldur var spurt: Hver rök fylgja engli þeim? Og ekki var erkibiskups boð og bann ætíð þeirra æðstu lög. Vitið bar af múgsefjuninni. Það var ekki fyrr en seinna, er kaþólska kirkjan færðist meir í aukana með refs- ingar og viðurlög og klerkar gerðust menntunarsnauðari og gagnrýnislausari á erlendan áróður, að Óðinn var gerður að djöfli. Einkenni ojsatrúar Og þetta er einkenni ofsatrú- arinnar, hvar sem hún er á ferð- inni, að hún hefir tilburði til að rægja hinn eldra sið. Þannig er nú reynt að varpa rýrð á kristin- dóminn og ekki eingöngu hann, heldur einnig hetjulund, hreysti, dáð og drengskap og yfirleitt allar þær trúar- og siðahug- myndir, sem vestræn menning hefir metið dýrast hingað til, í því skyni að plægja jarðveginn fyrir aðra trú, sem þessir Hjaltar Skeggjasynir vilja að erfi landið, en það er kommúnisminn. Hvað hafa menn líka að gera með hetjulund, þegar tilgangur- inn er að gera alla að dáðlausum ríkisþrælum, föstum á fótum? Til hvers ættu þeir að tilbiðja guði og dýrlinga, þegar fantar og illræðismenn þeir, sem dug- legastir 'eru að beita morðvopn- um, skulu hafa alræðisvald yfir þeim? Hvað hafa þeir að gera með eilífar sálir, sem ekki eru frjálsir hugsana sinna, orða og gerða, heldur er samvizku og lífsskoðunum útbýtt til þeirra eins og gjafakorni eftir stundar- duttlungum hinnar óskeikulu ríkishugsjónar? Það er um að gera að nema burtu allar raun- verulegar menningarhugmyndir, alla trú á mannlegan þroska og sæmd, allar hugmyndir um sannleik og drengskap, þar sem ríkisskipulag mauraþúfunnar er æðsta hugsjónin og ræfildómur- inn markmiðið. Franka máltæk- ið: Noblesse oblige er þá úrelt orðið, en nauðsyn meiri að núa því sem fastast inn, að ekki sé úr háum söðli að detta fyrir mannkindina, þó að hún verði bundin á bás með ferfætlingum. Öfuga myndin Væri eitthvað nýtilegt í þjóð- félagsháttum kommúnista, sem reynslan sýnist nú óðum vera að afsanna, þá ættu kenningar kristindómsins um bróðerni manna, fórnfýsi, mannhelgi og frelsi kristins manns sízt að þurfa að vera þeim þrándur í götu, heldur ætti slíkur grund- völlur að vera hinn ákjósanleg- asti til að byggja á réttlátt og gott þjóðskipulag. En sú stað- reynd, að höfundar kommún- ismans hafa frá upphafi talið kristindóminn einn af aðalóvin- um sínum, sannar beinlínis, að hvergi á hann samleið með kristnum hugsjónum, enda sýnir reynslan, að hvarvetna þar sem kommúnisminn sigrar, hrapar menningarástandið niður á svip- að stig og tíðkaðist löngu fyrir kristindóminn: verður takmarka laus harðstjórn, þar sem aftökur fara fram eftir þörfum, og líf mannsins er ekki meira virt en líf flugunnar. Þetta er eðlilegt, þar sem efnis hyggjan situr í öndvegi. Eigi spretta vínber á þistlum. Þar sem guði kærleikans er afneitað, getur aldrei orðið neitt bróðerni, heldur verður hver maður óvin- ur annars. Allir eru fullir tor- tryggni, enda er óspart alið á hvers konar öfund manna á meðal, ágirnd og fjandskap, til að róa undir „byltinguna“, sem mönnum er talin trú um að eigi að verða allra meina bót, en reynslan sýnir að hefir aldrei orðið annan en viðbjóðslegt kapphlaup í morðum, þjóðunum til minnkunar og niðurdreps. Enda verður afleiðingin jafnan hin hörmulegasta fyrir alla, nema þá helzt böðlana, sem verkinu stjórna meðan á þeim tollir höfuðið og þeir fá ekki hnífstungu í bakið af félögum sínum. Því að samlyndið og trúnaðurinn er löngum á líku 6tigi og hjá Goðmundi á Glæsi- völlum. Þar sem ómenntaðir ruddar brjótast til valda með hryðju- verkum er aldrei við góðu að búast. Þar er menningin alltaf á niðurleið: böls og^iels í blökkugáttum birtist öfug drottins mynd. í kommúnismanum er allt öf- ugt við kristindóminn, enda er guðsríkið þar hvergi í nánd. Og enginn, sem afneitar skapar- anum er dýrkar skepnuna, mun nokkru sinni líta dagsbrún þess. Hvernig menningin þróast Allt, sem heitið getur menn- ing, hefir vaxið á þann hátt, að ein kynslóðin hefir byggt ofan á og fullkomnað það, sem önnur lagði grunninn að. Það eru skyn- lausar skepnur einar, sem byrja alltaf tilveru sína að nýju, án þess að ein kynslóð læri af ann- ari. Afleiðingin er sú, að dýrin halda sömu lífernisháttum, þó að milljónir ára líði. Það liggur í augum uppi, hvaða afleiðing það mundi hafa í almennum vísindum, eins og t. d. stærðfræði, stjörnufræði, eðlisfræði eða efnafræði, ef eng- inn vildi gefa því gaum, sem rannsakað hefir verið og fundið í þessum efnum í aldanna rás, og hver kynslóð þættist geta lagt miklu betri grundvöll að þessum vísindum að nýju. Afleiðingin myndi verða gersamlegt hrun þessara vísindagreina. Stafar þetta ekki af því, að allt sé endi- lega rétt, sem fundið er í þessum efnum, heldur hinu, að svo mik- illar roynslu og margvíslegrar þekkingar þarf að afla, áður en lengra verður haldið, að ein mannsævi hrekkur þar skammt. Ekki koma heldur fram með hverri kynslóð afburða vitmenn eins og Newton, Edison eða Ein- stein, enda óvíst hversu langt jafnvel slíkir menn hefðu kom- izt, ef ekki hefðu þeir haft reynslu fjölda margra annara að styðjast við. Framför allra vís- inda byggist þess vegna á því, að ein kynslóðin færir sér reynslu og þekkingu hinnan undanfar- andi í nyt. Hæfni mannanna til að varðveita þennan þekkingar- arf og tileinka sér hann á til- tölulega skömmum tíma er því undirstaðan að allri framför í efnisvísindum. En á sama hátt hlýtur þessu að vera háttað um hvers konar menningarverðmæti önnur. Svo margir ágætir hugsuðir hafa uppi verið í heiminum frá því að sögur hófust, að stórmikill á- vinningur hlýtur að vera að því að kynna sér hugsanir þeirra, trú og lífsskoðanir. „Því jafnvel í fornöld sveif hugur eins hátt“. Spámenn og spekingar hafa gef- ið mannkyninu heilagar ritning- ar, magnaðar kyngi innsærrar hugarorku, ritaðar af innblæstri sjaldgæfra vitsmuna og siða- skyggni. Það er jafnmikil fyrir- munun í menningarefnum að halda, að hægt sé að ganga með öllu fram hjá andlegri reynslu þessara manna, án þess að bíða tjón á sálu sinni, eins og það væri heimskulegt af þeim er al- menn vísindi vildu stunda, að gefa engan gaum að snillingum í þeim efnum. Afleiðingin verður ómenning, hrun niður á stig villimennskunnar. Og reynslan sannar þetta hvarvetna, ekki sízt hin hroðalegu dæmi, sem saga nútímans leggur oss upp í hendur. Kristur og Óðinn Þar sem andar manna kveljast í ormsgini þröngsýnnar ofsa- trúar visnar menningin eins og blóm af grasi. Gagnvegir liggja milli allra snillinga mannsand- ans fyrr og síðar. Einn skýrir annan, og furðuleg samkvæmni er oft í meginatriðum. Kaþólska kirkjan óx af því en minnkaði eigi að drekka í sig og samhæfa kenningum ýmislegt það, er hún fann mezt og merkilegast í ritum Platós og Aristotelesar, einnig voru mörg hin sígildu skáld og rithöfundar Grikkja og Róm- verja langa stund eftirlætisrit- höfundar kristinna manna. Þetta jók kristninni vit og víðsýni. Á sama hátt frjóvgaði það og auðgaði íslenzka menningu öld- um saman, að eiga Eddurnar fyrir aðra ritning þjóðar vorrar. Því fór betur, að Óðinn hélt á- fram að vera vor skáldaguð, sá er mælti alt í hendingum, þó að menn játuðu Hvíta-Kristi holl- ustu sína. Óðinn minnkar á eng- an hátt hróður Krists, þó að hann leggi orðhögum mönnum ljóð á tungu. Islenzk menning væri þvert á móti snauðari, ef Snorri hefði verið jafnheimskur venju- legum ofsatrúarmönnum, forn- um og nýjum, sem brennt hefðu Eddurnar, ef þeir hefðu mátt því við koma. Málóðir lýðskrumarar, sem dreymir um að kúga menn til ^íreddu sinnar og þykjast ætla að stofna sæluríki með ofbeldi cg hryðjuverkum, hafa litla á- stæðu til að átelja það, þó að Ólafur konungur notaði töng til að útbreiða trú sína, þar sem trúflokkur sá, sem þeir vinna fyrir, notar fallbyssur. En öllum ætti að vera það ljóst nú, að með slíkum vinnubrögðum verð- ur engin Paradís sett á stofn af þeirri einföldu ástæðu, að menn- irnir, sem kæmu til að ráða því ríki, eru of fjarskyldir englum. Hefðu þeir eitthvað viljað læra af Laotse, Konfucíusi, Buddha, Sókratesi og Kristi, snillingum, sem öðrum betur hafa gaumgæft frumrök slíkrar ríkisstofnunar, þá hefði verið von til að tilraun þeirra yrði ekki alveg unnin fyrir gýg. En þegar forvígis- menn ríkisstofnana skortir allar menningarlegar forsendur til hamingjusamlegs lífs og haga sér eins og ræningjaforingjar, þá er við að búast, að árangurinn verði í samræmi við það. Merkileg bók Tilefni þessara hugleiðinga er bókarkorn, sem ég hefi verið að skemmta mér við að lesa undan- farna daga. Bókin heitir: Arfur fornaldar, eftir William George de Burgh, ágætan sagnfræðing brezkan (The Legacy of the Ancient World I—II, Penguin Books A 284—285 s.). — Kom bókin fyrst út 1923 og síðan í endurskoðaðri útgáfu 1947, en í hinni ódýru útgáfu kom hún fyrst á síðastliðnu ári. Rit þetta vakti mikla athygli er það kom fyrst út, og hefir síðan verið talið með öndvegisritum í sögulegri gagnrýni og þótt leggja góðan skerf til trúmála. Höfundurinn sýnir með einkar glöggum hætti fram á það, hvaða þátt hinar fornu menningar ísraels, Grikkja og Rómverja, áttu í kristindóminum og hvern- ig allur lífsmeiður hinnar vest- rænu menningar á rætur sínar djúpt í mold fortíðarinnar. — Grikkir skildu það fyrstir allra þjóða, að frelsi er hverjum manni nauðsynlegt til þess að vitsmunir hans og ímyndunarafl fái notið sín og borið ávexti. Rómverjar voru löggjafar mikl- ingar að halda reglu og aga í hinu víðlenda ríki. En frelsið verður að stjórnleysi og aginn að þrældómi, ef eigi er stefnt að háu marki. „Þar sem hugsjónir aeyja, ferst þjóðin“. Gyðingar lögðu til hugsjónina: guðsríkis- vonina. í eyðimerkurgöngu þjóð- anna fór hann á undan, hinn heilagi Drottinn hersveitanna, sem eldstólpi um nætur með sitt ósveigjanlega sannleiks- og kær- leiksboðorð. Engum, sem vildi guðsríki erfa, þýddi að svíkjast um, því að guðsríkið var á himni en ekki jörð. * Hvað gerist, þegar guð er sett- ur frá völdum í sál mannanna og farið er að trúa á einhvern durg í staðinn? Sá gamli hræfugl TIL ÍSLANDS ASeins fram og til baka til Reykjavíkur Satan kemur inn um bakdyrnar og segir: Ljúgið og svíkið, börn- in mín, eins mikið og ykkur langar til! Öfundið hver annan, þjáið hver annan, drepið hver annan! Ég, sem einu sinni var kallaður Flugnahöfðinginn, veit að líf mannsins er ekki meira virði en líf flugunnar og munar engu, þó nokkrum milljónum sé útrýmt, ef þær trúa ekki á mig. — Hið himneska ríki var aldrei til. En öll ríki veraldarinnar skal ég gefa þeim, sem fellur fram og tilbiður mig. Og þá skulu ekki framar angra yður hugtök eins og frelsi, sannleikur eða kær- ieikur, ekki heilagleikur eða eilíft líf. —Mbl., 4. júní Grafhýsi frá 2750 f. Kr. fundið í Egypfalandi Egypzkur fornleifafræðingur, Zakaría Gonheim að nafni, sem unnið hefur við útgröft í eg- ypzkum pýramidum, hefur fund ið konungsfjöldskyldugrafhýsi, sem notað hefur verið 2570 árum fyrir Krists burð. Var tilkýnn- ing um þetta gefin út í Kairó í dag. Þýðingarmikill fundur Grafhýsið er óskaddað með öllu. Hefur þar inni m. a. fund- izt smurður líkami óþekkts kon- ugs. — Sagði dr. Gonheim við fréttamann Reuters að þessi fundur væru hinn þýðingar- mesti frá sögulegu og fornfræði- legu sjónarmiði, því þetta eru elztu leifar er fundizt hefðu á þessum slóðum. Af 3. konungsætt Gonheim fagnaði því mjög að grafhýsi þetta skyldi finnast heilt og óskaddað, því oft væri það svo að grafræningjar hefðu farið eyðileggjandi hendi um slíka staði í leit að gulli og ger- semum. Enn er ekki fullrannsakað, hvert er nafn konungsins er ligg ur í grafhýsinu, en dr. Gonheim telur að hann sé af þriðju kon- ungsættinni. — MBL. 4. júní JUST RECEIVED! a shipment of His Master's Voice ICELANDIC RECORDS Please write or phone at once for a free catalogue. Quantities of each record in this initial order are limited. Avoid disappointment — order at once. We are very pleased to be able to offer this selection of new records to all our faithful Icelandie customers who have been so patient with us. And we will strive continually to be of service and wherever pos- sible to obtain supplies of the latest Icelandic record releases. If it’s records—33 % -78-45— it’s SNIDERMAN'S Music Hall 714 College Street TORONTO. ONT. CANADA Melrose 6200 Grípið tækifærið og færið yður í nyt fljótar, ódýrar og ábyggilegar flugferðir til tslands í sumar! Reglu- bundið áætlunarflug frá New York ... Máltíðir inni- faldar og annað til hress- ingar. SAMBÖND VIÐ FLESTAR STÓRBORGIR Finnið umboðsmann ferðaskrifstofunnar n n n ICELANDICl fA I R L I N E S LUAm±j 15 West 47th Street, New Yorlc PLaza 7-8585 :<l;iail!ll IIIUHIIIIHIIIHIIIIHIIIIBIIIIHIIIIHIIIIHIIIIHIIIIBIinBliliailllBllliailllBIIIIBIIIiailllBlBIIIIBlBIIHBUBIIIBIIIHUIII LÆGSTA FLUGFAR

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.