Lögberg - 15.07.1954, Blaðsíða 8

Lögberg - 15.07.1954, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGÍNN 15. JÚLÍ 1954 Úr borg og bygð — íslenzk skemmtun — Þjóðræknisfélagið tilkynnir að séra Eric H. Sigmar og frú Svava muni halda samkomur og segja frá ferð sinni til Islands, sýna litmyndir af fslandi og syngja íslenzka söngva, á eftir- töldum stöðum og tíma: Víðir Hall, föstudagskveldið 23. júlí. Argyle, Grundarkirkju, mánu- dagskveldið 26. júlí. Geysir Hall, miðvikudags- kveldið 28. júlí. Winnipeg, Fyrstu lútersku kirkju, fimmtudagskveldið 29. júlí. Selkirk, Icelandic Luth. Hall, föstudagskveldið 30. júlí. Lundar, miðvikudagskveldið 4. ágúst. Gimli, Lútersku kirkjunni, fimmtudagskveldið, 5. ágúst. ☆ Mr. L. Guðbjartsson frá Akra, N. Dak., var staddur í borginni í fyrri viku. ' ☆ Mr. og Mrs. Thorkelsson frá River Grove, 111., komu hingað til borgar í vikunni, sem leið; þau eru bæði ættuð frá Lundar og brugðu sér þangað norður í heimsókn til ættingja og annara .vina. ☆ Hvergi hagkvæmara A bökkum Winnipeg-vatns, þar er staðurinn að dvelja yfir sumarfríið. Hægt að fá Cabin hjá honum Jóni Árnasyni á Gimli. Bæði nálægt Gimli Park við vatnið og við suðurlínu bæjarins, alveg á blávatns- bakkanum. Það er yndislegt pláss, sem mikið er sótt eftir. Inngirtur leikvöllur. Góð bað- stöð. Gosbrunnur og nýtízku Plumbing. Leiga $15.00, $18.00 og $22.50 á viku. — Skrifið eftir “Photo folder.” ☆ — BRÚÐKAUP — í Fyrstu lútersku kirkju, síðast liðinn laugardag, voru þau Thor Gunnar Thorlakson, í Winnipeg, og Ellen Smith, frá West Kil- donan, gefin saman í hjóna- band. í fjarveru sóknarprestsins, Dr. V. J. Eylands, gifti Dr. R. Marteinsson. Árni Árnason í Winnipeg aðstoðaði brúðgum- ann og Velva May Hurley, fóst- ursystir brúðarinnar, einnig í Winnipeg, aðstoðaði brúðurina. Brúðhjónin lögðu samdægurs upp í ferðalag. Fyrst fóru þau til Mr. og Mrs. Th. Gíslason 1 Morden, en Mrs. Gíslason er systir brúðgumans og var hér viðstödd giftinguna. — Svo var ferðinni heitið suður 'í Banda- ríki. Heimili brúðhjónanna verður í Winnipeg. ☆ Islendingadagsnefndin er nú að ljúka við undirbúning íslendingadagsins á Gimli 2. ágúst. Ræðumenn og skáld eru fengnir; söngflokkur er stöðugt að æfa, og íþróttaskráin verður stærri og fjölbreyttari en nokkru sinni fyr. Prófessor Finnbogi Guðmunds- son hefir fengið til láns hjá ríkisstjórn Islands kvikmyndir af fyrstu lýðveldishátíð íslands, 17. júní 1944. Allt hefir verið gert til að gera þennan dag eins ánægju- legan og frekast er unnt. Nánari íréttir birtast í íslenzku blöðun- um í næstu viku. ☆ Nýlega voru gefin saman í hjónaband í St. Stephen’s Broad- \yay United Church hér í borg, Miss Mary, yngsta dóttir Mr. og Mrs. Malcoln B. Brodie, og Jó- hannes E. Pétursson. Dr. W. E. Donnelly gifti. Brúðkaupsveizla var setin í St Charles hótelinu; heimili ungu hjónanna verður að River Oaks Apts., St. James. ☆ Hinn 3. þ. m., voru gefin sam- an í hjónaband í Fyrstu lútersku kirkju, þau Miss Marjorie Magnússon, dóttir Mr. og Mrs. H. Magnússon, og Hutton Adam Alexander; brúðurin er ættuð frá Gimli, en brúðguminn er elzti sonur þeirra Mr. og Mrs. Adam Alexander. Dr. Valdimar J. Eylands gifti; að lokinni vígsluathöfn var setin vegleg veizla í Marlborough hótelinu; ungu hjónin fóru í skemtiferð til Detroit Lakes, Minn., en fram tíðarheimili þeirra verður í Edmonton. ☆ Mr. Jón Freystei.nsson frá Churchbridge, Sask., var stadd- ur í borginni um helgina og fór heim aftur á mánudaginn, og í för með honum vestur var Einar Sigurðsson fyrrum bóndi þar vestra, en sem nú á heima hér í borg; bjóst hann við að verða fjarverandi í vikutíma. ☆ Hr. Sigurjón Sigurðsson verzl- unarstjóri frá Reykjavík og frú hans Rannveig Guðmundsdóttir, sem dvalið hafa hér um slóðir nálægt mánaðartíma, lögðu af stað heimleiðis á þriðjudaginn; þau dvöldu um hríð í gistivin- áttu þeirra Skúla Sigfússonar fyrrum þingmanns og frú Guð- rúnar Sigfússon að Lundar, og heimsóttu auk þess ýmsar aðrar íslendingabyggðir; þau höfðu ósegjanlega ánægju af heim- sókninni og báðu Lögberg að flytja vinum sínum hjartans þakkir fyrir alúð þeirra og risnu. ☆ Blaðið Winnipeg Free Press lét þess getið í fréttum frá Reykjavík á laugardaginn, að jarðhræringa hefði orðið vart við Grímsvötn á íslandi og að óttast væri um gos; frekari fregnir hafa eigi borizt hingað og þess því að vænta, að til frekari um- brota hafi eigi komið. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum Litið um öxl síðan friðunarlögin gengu í gildi íslenzk síldveiðiaðferð notuð í Banda- ríkjunum en ekki reynd hér Er í því fólgin að eitt móðurskip dæli upp í marga báta, sem flytja til lands Síldveiðarnar eru í þann veginn að hefjast og munu nokkrir bátar fara til veið- anna fyrir Norðurlandi í þessari viku. —- Talsverður hugur er í síldamönnum og sjá þeir ýms teikn á lofti um það að síldarsumar geti orðið gott að þessu sinni. Veiðarnar hefjast miklu fyrr en venjulega. Er það trú ýmsra síldarmanna, að undanfarin sumur hafi verið byrjað of seint og góður veiðitími tapast af þeim sökum. Eitt af því, sem nú er á dag- skrá í sambandi við síldveiðarn- 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. ISLENDINGADAGURINN haldinn í PEACE ARCH PARK y sunnudaginn 25. júlí 1954 Farseti dagsins STEFÁN EYMUNDSSON Söngstjórar: S. SÖLVASON og H. S. HELGASON Undirspil MRS. HILDA FRASER SKEMMTISKRÁ: Ó, GUÐ VORS LANDS ÁVARP FORSETA Stefán Eymundsson ÍSLENZKUR SÖNGFLOKKUR SYNGUR EINSÖNGUR Mrs. Ninna Stevens MINNI ÍSLANDS Séra Bragi Friðriksson KVÆÐI, lesið af Mrs. Guðrún Hallsson ÁVARP OG KVEÐJUR — Konsúll Islands, Hr. L. H. Thorlaksson EINSÖNGUR Walter Vopnfjörð RÆÐA, á ensku R. S. M. Hannesson QUARTETTE: Mrs. O. Black - Mrs. V. Breiðfjörð E. Breiðfjörð - J. A. Breiðfjörð ÍSLENZKUR SÖNGFLOKKUR SYNGUR ALMENNUR SÖNGUR ELDGAMLA ÍSAFOLD — GOD SAVE THE QUEEN MY COUNTRY Skemmtiskráin byrjar kl. 1.30 e. h. Standard Time Gjallarhorn flytur skemmtiskrána til áheyrenda Veitingar verða seldar á staðnum frá kl. 10 f. h. FRAMKVÆMDARNEFN I>: S. Eymundsson, forseti - A. Danielson, v.-forseti - B. E. Kolbeins, féhirðir - Mrs. V. Westman, skrifari ar, eru tilraunir með nýjar veiði- aðferðir og tæki. Þannig hafa í vetur verið gerðar tilraunir með síldarvörpu á togara. Önnur nýjung, sem menn veita nokkra athygli og ekki er farið að reyna er veiðiaðferð, sem Lúðvík Ásgrímsson vél- stjóri hefir fundið upp. En svo einkennilega vill til, að banda- rískt fyrirtæki hefir komið þeirri hugmynd á framfæri vestra og er nú notuð þar með góðum árangri. Segir Lúðvík svo frá, að hug- mynd sín sé í því fólgin, að láta eitt móðurskip veiða síldina fyrir marga báta, 10—12, sem síðan yrðu í förum með síldina til hafnar. Síldinni dælt úr nótinni Hugsar hann sér, að síldin sé króuð inni í nót, en henni síðan dælt með aflmiklum dælum upp úr nótinni í skipin, sem flytja síldina til lands. Telur hann þessi dælutæki svo öflug, að hægt sé að fylla 1000 mála skip á fáeinum klukkutímum, ef síld- in et- til staðar. Kostir þessarar aðferðar eru þeir, að minni tími fer til spillis hjá bátunum, sem leita um síld- veiðisvæðið og minni styggð kemur þar af leiðandi að síld- inni. Mun færri menn geta mánnað þá báta, sem notaðir eru til flutningana og með því sparað- ist mikið wnnuafl, sem snúið gæti sér að öðrum verkefnum atvinnulífsins. Mikil síld við landið Lúðvík telur að yfirleitt sé alltaf hægt að fá mikla síld und- an ströndum landsins. Segist hann hafa tekið eftir því, að óhemju síld sé á hverjum vetri undan suðurströndinni, þótt menn séu ekki komnir upp á lagið með að veiða hana, enda því lítið verið sinnt að vetrinum. Hins vegar má búast við því, að erfitt verði í fyrstu að fá menn til að binda báta sína um of við slíkar veiðar fyrr en yfir- burðir þeirra hafa sannast. Hins vegar verður aldrei úr því skorið fyrr en veiðiaðferðin hefir verið reynd. Hr. Gísli Jónsson alþm. hefir sent Vísi nokkrar upplýsingar um þjóðgarðinn á Þingvöllum, í því skyni, að þeirra verði getið í íréttum, svo að þjóðin fái nokkra hugmynd um hvað gerzt hefir í þeim málum undangengin ár og hvað fyrirhugað er. Fer hér á ef.tir útdráttur úr nokkrum hluta greinargerðar þessarar, en annara kann að verða getið síðar. Friðun Þingvellir, hinn forni þing- staður landsins, hefir verið íriðaður með lögum og jafnframt gerður að þjóðgarði íslendinga. Höfuðtilgangur laganna er að varðveita fornar, sögulegar minjar, og varðveita hina sér- stæðu náttúrufegurð staðarins, vernda gróður og koma upp nýj- um, og prýða staðinn eftir föngum. Þingkjörin nefnd fer með málefni þjóðgarðsins. Er þetta þriggja manna nefnd ó- launuð og kjörtímabil hennar sama og Alþingis. I fyrstu Þing- vallanefnd var Jónas Jónsson formaður og með honum störf- uðu í nefndinni Magnús Guð- mundsson og Jón Baldvinsson fyrstu 10 árin. 1 núverandi Þing- vallanefnd er Gísli Jónsson for- maður og meðnefndarmenn Har aldur Guðmundsson og Hermann Jónasson. Ráðunautur var frá upphafi og til dauðadags Guðjón Samúelsson húsameistari ríkis- ins, en frá 1944 Hörður Bjarna' son núverandi húsameistari rík isins. Umsjónarmenn hafa verið Guðmundur Davíðsson, Thor Brand og nú síðast síra Jóhann Hannesson. Verkefni Þingvallanefndar er margvíslegt. Mörg undap gengin ár hefir 100 þúsund krón- um verið árlega varið til ýmissa umbóta og herkkur skammt, því að verklegar framkvæmdir eru miklu minni en æskilegt væri. Ábúð á tveimur jör'ðum þjóð- garðsins, Hrauntúni og Skógar- túni hefir verið lögð niður, og fjárbúskapur bannaður í Vatns- koti. Samtímis var allt hið frið- aða svæði girt 20 km. langri girðingu. Þegar friðunarlögin gengu í gildi voru öll hús nema jarðhúsin flutt vestur fyrir öxará og eftir það engar bygg- ingar leyfðar milli Hrafnagjár og Öxarúr, að undanteknum Þingvallabæ og kirkjunni. Bær- inn var um þetta leyti endur- reistur í fornum bæjarstíl úr varanlegu efni. Sumarbústaðir Nefndin hefir ekki viljað leyfa byggingar innan garðsins, en ábúendum nærliggjandi jarða leyft að leigja lóðir undir sumar- bústaði í samráði við nefndina. Hefir á þennan hátt verið út- hlutað 40—50 lóðum utan garðs- ins. Síðar var farið að falast eftir lóðum í landi Gjábakka austan þjóðgarðsins, en sú jörð var í einkaeign. Þar mátti þó ekki gera jarðrask samkvæmt frið- unarlögunum nema með sam- þykki nefndarinnar og var þá beitt eignarnámsheimild lag- anna og taka jörðina gegn fullri greiðslu samkvæmt mati. Komið var upp mikilli sauðfjárgirð- ingu til varnar ágangi fjár að austan og fjárbúskapur á jörð- inni lagður niður. Sívaxandi ferðamannastraumur hefir verið til Þingvalla síð- an friðunin komst á. Jafnframt hefir vaxið þörfin fyrir margs konar þjónustu og þyrfti að sinna þeim málum betur, en fjárskortur hefir hamlað. Eftir húsaflutninginn varð að byggja tvær brýr á Öxará og leggja ak- veg milli þeirra, gangstíg milli Valhallar og Þingvallabæjar og á aðalveginn við Flosagjá og frá Valhöll alla leið í Kárastaðanes vegna sumarbústaða. Tjaldborgarstœði Afmörkuð hafa verið sérstök svæði fyrir tjaldborgarstæði milli Kaldadalsvegar og Hrauns- ins inni í Hvannagjá, en bönnuð annars staðar vegna eldhættu, sem reynzt hefir mikil vegna óvarkámi gesta og hirðuleysis. Var umgengni slík að banna varð skemmtanir að fullu, og eru nú ekki leyfðar þar aðrar fjöldasamkomur en þær, sem ríkisstjórnin kynni að vilja halda. ÍSÍ hefir fengið leyfi til að gera leikvang á Neðrivöllum fyrir íþróttamót og golfvöll á Efrivöllum og verða þessir staðir opnir fyrir almenning. Skemmdir Miklu fé er varið árlega til að bæta fyrir skemmdir, sem um- ferð um þjóðgarðinn veldur, vegna skorts á nærgætni rnanna í umgengni. Mestum skaða valda þó jafnan þeir, sem hafa þar drykkjulæti í frammi. Er sárt til þess að vita, að menn skuli ekki geta lært að meta helgi þjóð- garðsins, og að drykkjusiður lúti þar í lægra haldi. —VISIR, 22. júní Ungi listmálarinn tók ungu, fallegu stúlkuna, sem sat fyrir hjá honum, í fangið og lét eld- heitum kossum sínum rigna yfir hana. — Elskan mín, hvíslaði hann. — Þú ert fyrsta fyrirmyndin mín, sem ég kyssi .... — Ó; — láttu ekki svona; þú segir þetta bara. — Nei; þetta er alveg dagsatt, og ég get meira að segja sannað þér þetta. — Það þætti mér gaman að sjá. — Líttu bara á allar myndirn- ar, sem ég hef málað hingað til! — Það eru einungis landlags- myndir! Kaupið Lögberg V ÍÐLESNEST A ÍSLENZKA BLAÐIÐ M ESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. TheoL Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjuna sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Prestakall Norður-Nýja-Islands Messur sunnud. 18. júlí: Geysir kl. 2 á ensku. Riverton, kl. 8. Fermingar- börn. Robert Jack Lesið Lögberg 'A Realislic Approach io the Hereafler" by Winnipeg author Edith'Hansson Bjornsson's Book Store 702 Sargent Ave. Winnipeg COPENHAGEN Bezta munntóbak heimsins EATON’S VIÐ TÖLUM ÍSLENZKU! Hinir íslenzku túlkar okkar eru ávalt viðbúnir til að gera viðskipti yðar greið og ánægjuleg. Með það fyrir augum, að nýir innflytjendur til Canada geti átt erfitt með að, verzla vegna ófullnægjandi enskukunnáttu, hefir Eaton’s gert sér það að reglu að hafa við hendi túlka, er skilja og tala mál þeirra og greiða fyrir þeim á allan hugsanlegan hátt varðandi við- skipti þeirra við verzlunina. Hvenær, sem þess er æskt, er túlkur til taks. EATON’S of CANADA —TÍMINN, 20. júní

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.