Lögberg - 15.07.1954, Blaðsíða 4

Lögberg - 15.07.1954, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 15. JÚLÍ 1954 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Gefið 4t hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENXTE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utan&skrift ritstjörana: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 743-411 Verð $5.0U um árið — Borgist fyrirfram The ''Lögberg” ia printed and published by The Oolumbia Presa Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Offlce Department, Ottawa Skemtilegfr og fræðondi lesmól L Ekki alls fyrir löngu barst Lögbergi til umsagnar sumarhefti The American Scandinavian Review, vandað hið bezta að ytri frágangi og harla fróðlegt að efnisvali. Efni ritsins að þessu sinni hefst með ágætri tvídálka mynd af forseta íslands, herra Asgeiri Asgeirssyni, en um fjölþætt ævistörf þessa mikilhæfa forustumanns skrifar Benedikt Gröndal ritstjóri skilmerkilega grein á vönduðu máli, þar sem lýst er í megindráttum sérkennum og sér- kostum forsetans, en frásögn öll er drengileg og hlut- drægnislaus; það er engin smáræðis landkynning, sem í því felst fyrir Island og íslenzku þjóðina, að skipa öndvegi í slíku tímariti sem hér um ræðir og á þann hátt, sem það er gert; hefir Benedikt Gröndal unnið með ritgerð sinni hið þarfasta verk, er vonandi verður að makleikum metið. Eins og vitað er, stjórnaði herra Ásgeir Ásgeirsson hinni víðfrægu þúsund' ára hátíð Alþingis á Þingvöllum við öxará árið 1930, en þá var hann forseti Sameinaðs þings; í enskri þýðingu Benedikts ritstjóra, hljóðuðu inngangsorð hans á þessa leið: “Here is the heart of our country, the shrine of the people to remind us of great events and a long history. The waves of the centuries rush upon us and a thousand years flow together into one day.” Auk myndar forsetans prýðir áminsta ritgerð mynd forsetafrúarinnar, Dóru Þórhallsdóttur, þessarar prúðu og tígulegu konu, þar sem hún brosir við áhorfendum í hinum glæsilega, íslenzka skautbúningi; þá gefur og að líta mynd af Thor Thors sendiherra, Asgeiri núverandi forseta og Hermanni Jónassyni fyrrum forsætisráðherra ,er þeir fyrir Islands hönd sátu þing sameinuðu þjóðanna í New York 1947. Þá er og á bls. 113 mynd af Ásgeiri forseta, þar sem hann leggur blómsveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar hinn 17. júní s.l. Svo sem vitað er, fóru forsetahjónin í opinbera heim- sókn til Norðurlandaþjóðanna, er hófst í öndverðum apríl- mánuði síðastliðnum; var þar um að ræða óslitna sigurför, er mjög jók á samúð og samstarf meðal fólks af norrænum stofni, og varð íslenzku þjóðinni til ómetanlegs gagns og sæmdar. Er Gullfoss kom til Kaupmannahafnar 'með for- setahjónin innanborðs, var skipið í herskipafylgd og voru viðtökurnar í höfuðborg Danaveldis um alt hinar virðu- legustu. Forsetinn kom, sá og sigraði. Á bls. 114 er óvenjulega falleg og vel tekin mynd af dönsku konungshjónunum og forseta íslands og frú í Krist- jánsborgarhöll í Kaupmannahöfn í apríl 1954. Áminst Sumarhefti prýðir að mun hvaða bókaskáp sem er, og ætti að ná til sem allra flestra lesenda af ís- lenzkum uppruna. II. Ritstjóra þessa blaðs var alveg nýverið send frábær- lega vönduð bók, sem hefir merkilegt sögulegt gildi til brunns að bera; á ensku heitir bókin The History of Pharmacy in Manitoba — Saga lyfjafræðinnar í Manitoba; ræðir hún um þróun lyfjafræðinnar í þessu fylki á tíma- bilinu 1878—1953. Sérstök nefnd, The Historial Committee úr lyfjafræðingafélagi Manitobafylkis, hefir safnað efnivið bókarinnar, en formaður nefndarinnar er prófessor D. Mc- Dongoll. Þróunarsaga lyfjafræðinnar í fylkinu er nú ekki eldri en það, að enn eru hér á lífi margir menn og margar konur, sem fædd voru nokkrum árum áður, en samtök lyfjafræð- inga voru sett á fót; menn eru og enn á lífi, sem eldri eru en Winnipegborg. Vesturfylkin eiga sér ekki langa sögu að baki þótt lærdómsrík og litbrigðarík sé hún eigi að síður. Núverandi formaður lyfjafræðingafélagsins hér í fylk- inu, er maður, sem Islendingum hér í borg er að góðu kunnur og átt hefir með þeim langa samleið og er sá Mr. Harman, forstjóri Harmans Drug Store, að Sherbrook og Portage; birtir ritið mynd af honum ásamt nokkrum ávarps- orðum; þá eru og í ritinu vel valin hlýyrði í garð áminsts félagsskapar frá heilbrigðis- og velferðarmálaráðherra fylkisstjórnarinnar, Mr. F. C. Bell, ásamt mynd. Þó ekki verði sagt að íslendingar komi miírið við lyfja- fræðisögu fylkisins, er þeirra þó að nokkru minst í bók- inni, ber þá fyrst að telja Dr. S. E. Björnsson, er stofnsetti og starfrækti um langt skeið lyfjabúð í Árborg, og nú síðar í Miniota; svo og Dr. S. O. Thompson þingmann Gimli kjör- dæmis, er kom á fót og rekur enn Riverton Drug Store og H. B. Tergesen eiganda og forstjóra lyfjabúðarinnar á Gimli. Fróðleikur mikill felst í því, að skýrt er frá hvernig nöfn bæja og þorpa innan vébanda fylkisins eru til komin, og eykur slíkt að sjálfsögðu allmjög á sögulegt gildi bókarinnar. Fyrst er vísirinn en svo er berið. Lyfjafræðingafélag Manitobafylkis var fáment og umkomulítið til að byrja með, en á tiltölulega skömmum ,tíma hefir því svo vaxið fiskur um hrygg, að það er orðið að stórveldi í sögu heilbrigðis- málanna hér um slóðir, er nýtur hvarvetna virðingar og trausts. Bókina prýðir fjöldi mynda, auk þess sem hún flytur skrá yfir nöfn þeirra allra, er frá upphafi vega hafa lokið fullnaðarprófi í lyfjafræði í þessu fylki. Fréttir fró ríkisútvarpi ísiands Framháld af bls. 1 kaupum á 16 til 19 þúsund lesta olíuskipi, en það leyfi hefði ekki fengizt enn. Sambandið mim halda áfram þessum tilraunum. Fundurinn heimilaði stjórn sam- bandsins að láta smíða tvö vöru- flutningaskip í viðbót. — Þá var frá því skýrt á fundinum, að sambandið hefði í hyggju að gera tilraunir með nýjungar í húsbyggingum í því skyni að stuðla þannig að betri og ódýr- ari húsakosti í landinu. Verk- efni þetta hefur verið falið fé- lagi, sem heitir Reginn, og verð- ur á þess vegum komið upp verksmiðju til framleiðslu högg- steypu hér á landi. Hollenzka fyrirtækið Schockbeton hefur lofað tæknilegri aðstoð við að koma höggsteypuverksmiðjunni upp, og tveir íslendingar eru nú ií Hollandi að kynna sér fram- leiðsluna. — Sigurður Kristins- son var endurkjörinn formaður sambandsstjómar, og þeir Skúli Guðmundsson fjármálaráðherra og Þórður Pálmason kaupfélags- stjóri voru báðir endurkosnir í stjórnina. Aðalfundur Samvinnutrygg- inga var haldinn að loknum sambandsfundi. Sjóðir félagsins námu í árslok 21 miljón króna, iðgjöld á árinu voru 17,2 miljón- dr og tæplega 10.000 trygginga- skírteini voru gefin út. Á þessu ári endurgreiðir félagið til þeirra, sem hjá því tryggja, rösklega hálfa þriðju miljón króna. ,☆ Búnaðarmót Islandsdeildar norræna búfræðifélagsins hófst í Reykjavík á fimmtudaginn. Erlendu gestirnir, sem mótið sækja,, eru 35 að tölu og frá Norðurlöndum öllum, Norð- menn eru flestir eða 20 samtals. Islenzkir þátttakendur í mótinu eru um 50. Setningin fór fram í hátíðasal háskólans. Páll Zop- honíasson búnaðarmálastjóri bauð gesti velkomna og setti mótið, en því næst flutti Stein- grímur Steinþórsson landbún- aðarráðherra ávarp. Fundar- menn fóru í gær austur í Árnes- og Rangárvallasýslu, þeir fara að Gullfossi og Geysi í dag og leggja af stað á morgun norður í land, en ætlunin er að gefa þeim kost á að sjá sem mest af land- inu og íslenzkum búnaðarhátt- um á meðan þeir dveljast hér. ☆ Á s.l leikári voru sýningar á vegum Þjóðleikhússins samtals 221, og sýningargestir voru rúm- lega 101.000. Sýnd voru ellefu leikrit, en auk þess var óper- etta, ballettsýningar og hljóm- leikar, og samtals komu um 140 manns fram á svið Þjóðleikhúss- ins á leikárinu. Flestar sýningar urðu á sjónleiknum Pilti og stúiku, en hann var sýndur 50 sinnum. ☆ í s.l mánuði fluttu flugvélar Loftleiða h. f. fleiri farþega og meiri varning og póst en nokkru sinni áður á einum mánuði milli landa. Fluttir voru 1344 farþegar, 11 lestir af vörum og nær því hálf þriðja lest af pósti. Loftleiðir halda uppi þremur ferðum yfir Atlantshaf á viku fram til 1. október. Fullskipað hefur verið í öllum ferðum fé- lagsins austur um haf að undan- förnu. ☆ íslandsmót í skák hófst í Reykjavík í fyrrakvöld og keppa þar um 20 skákmenn í fjórum flokkum. ☆ Kvikmyndafélag í Dusseldorf í Þýzkalandi hefur ákveðið að kvikmynda skáldsöguna — Morgunn lífsins — eftir Krist- mann Guðmundsson. Myndin verður gerð í Norður-Þýzka- landi, byrjað verður á henni í ágúst og gert er ráð fyrir að hún verði fullbúin til sýninga fyrir jól. Þýzkir leikarar fara með öll hlutverkin. Stjórn Slysavarnafélags ís- lands ákvað nýlega á aðalfundi sínum að gefa slysavarnadeild- unum á Akureyri hina gömlu sjúkraflugvél félagsins. — Var henni flogið til Akureyrar í fyrra kvöld og afhent þar fulltrúum slysavarnadeildanna. ☆ Það slys varð á Breiðafirði fyrra föstudag, að vélbáturimv Oddur fórst þar og með honum fimm manns. Báturinn var á leið írá Flatey til Svínaness og Kolla- fjarðar, fór að morgni föstudags- ins og spurðist ekki til hans síð- an, þar til brak fannst úr bátn- um við Skáleyjar daginn efíir. Norðan stinnings kaldi var og gekk á með hryðjum. — Þessir menn voru á Oddi: Gestur Gísla son formaður og Lárus Jakobs- son háseti, báðir úr Flatey, — Guðrún Einarsdóttir húsfreyja á Selskerjum og dóttir hennar Hrefna Guðmundsdóttir, og Óskar Arinbjörnsson frá Eyri í Kollafirði. it Á Patreksfirði varð það slys í fyrradag, að þrjú böm urðu fyrir bifreið og biðu tvö þeirra bana, Gunnsteinn Guðmunds- son, 6 ára, og Guðjón Magnússon, 8 ára. ☆ Svifflugfélag Islands hefur á- kveðið að starfrækja alþjóðleg- an flugskóla í sumar. Það hefur Nýlokið er athyglisverði tilraun með nýja gerð kassa í veiðiferð Ingólfs Arnarsonar Nýlokið er hér mjög athyglis verðri tilraun með að geyma fisk í ís í alumínkössum í togurum, sem eru á ísfisk- veiðum. Leiddi tilraunin í ljós, að fiskurinn er miklu betri vara en þegar hann er geymdur í stíum í lest skips- ins, eins og tíðkazt hefir. Er ekki ólíklegt, að hér sé um að ræða nýjung, sem bætt geti mjög meðferð fisksins og tryggt betri markaðsvöru. I fyrra mun Bersveinn Á. Bergsveinsson, fiskimatsstjóri, hafa skrifað Pétri Eggerz, ræðis- manni íslands í Bremenhaven í Þýzkalandi og beðið hann að reyna að útvega aluminkassa, sem hæfir væru til fiskgeymslu i togurum. Blaðið átti tal við Pétur í gær, og sagði hann, að ekki hefði verið um margar gerðir slíkra kassa að ræða, og þeir kassar, sem framleiddir voru, reyndust bæði of þungir og eins með þeim ágalla, að vatn rann niður um botn þeirra í næsta kassa. Fékk hann þá verk- smiðju til að smíða nýja gerð kassa, er bæði væru léttari í með förum og með klömpum á horn- um, sem þeir sætu á á næstu kössum fyrir neðan. Einnig var svo um búið, að vatn rann út um göt á hornum kassanna og niður í botn skipsins. Góðfiski skemmist Blaðið átti einnig tal við Berg- svein Á. Bergsveinsson, fiski- matsstjóra í gær, kvað hann það einkum hafa verið mikið vanda- mál undanfarið hve góðfiski, svo sem ýsa og flatfiskur skemmdist í ísstíunum, svo að þessi verðmæta vara væri oft hálfónýt, er á land kæmi úr tog- urunum. — Þegar hann hefði verið í Bremerhaven í fyrra hefði hann farið að athuga um heppilega aluminkassa, sem þar væru á boðstólum en ekki líkað gerð þeirra. Hefði hann því hlutazt til um, að smíðuð væri ný gerð með götum og hornum til að veita blóðvatni úr fiskinum niður, án þess að það rynni niður í næsta kassa fyrir neðan, og einnig með aukið vélakost sinn allverulega, keypt tvær svifflugur frá Þýzka- landi og smíðað sjálft tvær renniflugur, og samtals á svif- flugfélagið nú 10 svifflugur og tvær vélflugur, sem notaðar eru til að draga svifflugurnar á loft. Námskeið verða þrjú í sumar, og stendur hvert hálfan mánuð. Rösklega 20.000 íslendingar hafa nú synt 200 metrana í sam- norrænu sundkeppninni. Ýmsir kaupstaðir og hreppar keppa sín á milli um mesta þátttöku í þessari sundkeppni. ☆ I kvöld heyja íslendingar 10. landsleik sinn í knattspymu og að þessu sinni við Norðmenn. Leikurinn fer fram í Reykjavík. íslenzkir knattspyrnumenn hafa þrisvar áður keppt við Norð- menn í landsleik og tapað í öll skiptin. Islendingar hafa sigrað aðeins tvisvar í landsleik í knatt- spyrnu. Þeir unnu Finna 1949, og Svía 1951. I íslenzka landslið- inu eru sjö knattspyrnumenn frá Akranési, og fjórir úr tveimur félögum í Reykjavík. Norð- mennirnir leika hér tvo leiki auk landsleiksins, — á miðvikudag- inn við Akurnesinga og á föstu- daginn við úrval Reykjavíkur- félaganna. íslendingar unnu landsleikinn með 1 — 0. ☆ Sextánda iðnþing Islendinga var haldið á Akureyri í vikunni, sem leið, og var Björgvin Frede- riksen endurkjörinn forseti Landssambands iðnaðarmanna. stýringum á hornum, svo að þeir stöðvuðust á næstu kössum iyrir neðan og mynduðu lok yfir þá. Nú eru kassar þessir, sem voru 30 að tölu, komnir, og greiddi fiskimatssjóður þá. Bæj- arútgerð Reykjavíkur létti undir með því að flytja kassana ó- keypis til landsins. Tilraun gerð Fékk nú Bergsveinn í samráði við forstjóra Bæjarútgerðar Reykjavíkur skipstjórann á tog- aranum Ingólfi Arnarsyni til þess að taka tíu kassa í tilrauna- skyni á þorskveiðar. Var nú tek- inn þorskur úr sama togi og nokkuð af honum látið í kass- ana en nokkuð ísað með venju- legum hætti í stíu. Þegar togar- inn kom til lands var fiskur þessi 10 daga gamall. Reyndist miklu betri I fyrradag var fiskurinn at- hugaður að viðstöddum, meðal annarra auk fiskimatsstjóra, yfirmatsmönnum, forstjórum bæjarútgerðarinnar o. fl. Voru menn yfirleitt samdóma um það, að fiskurinn úr kössunum væri miklu betri en úr stíunum. Leit kassafiskurinn út sem nýr en hinn var marinn og slæptur. Það virðist því engum vafa undirorpið, að geymsla ísfisks í slíkum kössum tryggir miklu meiri gæði fisksins. Hann er lát- inn í kassana um leið og hann deyr og verður ekki fyrir neinu hnjaski, því að hann er ekki hreyfður fyrr en hann er settur í þvottavélina í frystihúsinu. Þetta gerir uppskipun fisksins líka miklu auðveldari og ver hann fyrir öllu því hnjaski, sem annars verður á honum við það, en það fer oft verst með fiskinn. Allt blóðvatn rennur og burt um götin á hornum kassanna. Það er brýn nauðsyn að bæta meðferð togarafisksins og auka gæði vörunnar, ef við eigum að halda þeim mörkuðum, sem við höfum nú og auka þá. Það er einnig ekki svo lítið atriði fyrir togara að geta komið heim með allan afla sinn af ísfiskveiðum fyrsta flokks en ekki mjög skemmdan eins og nú er oft. — Tilraunum með þessa kassa verður haldið áfram. —TÍMINN, 17. júní Biskupsvígslan Biskupinn kjörinn heiðursdoktor Ásmundur Guðmundsson var vígður biskup Islands í Dómkirkjunni á sunnudag- inn var. Framkvæmdi séra Bjarni Jónsson vígsluna, en viðstaddir voru auk þess fjórir prófastar, einn úr hverjum landsfjórðungi. Var vígsluathöfnin hin virðu- legasta og hátíðlegasta í alla staði. Athöfnin hófst með því, að séra Friðrik Friðriksson las upp úr heilagri ritningu. Dr. Magnús Jónsson lýsti vígslu. Vígsluvott- ar voru prófastarnir séra Frið- rik J. Rafnar, Akureyri, séra Jakob Einarsson, Hofi í Vopna- firði, séra Jón Auðuns dóm- prófastur og Þorsteinn Jóhannes son, Vatnsfirði. Mikið fjölmenni var viðstatt biskupsvígsluna. Meðal við- staddra voru forsetahjónin, ráð- herrar, sendimenn erlendra ríkja og fulltrúar erlendra trúfélaga. Um kvöldið hafði Steingrímur Steinþórsson, kirkjumálaráð- herra boð inni fyrir biskups- hjónin og fleiri gesti. Áður en Ásmundur Guðmunds son var vígður biskup, hafði guð- fræðideild Háskóla íslands kjör- ið hann heiðursdoktor. I gær hófst prestastefnan með guðsþjónustu. Vígði Ásmundur Guðmundsson biskup 6 nýja presta á guðsþjónustunni. Að guðsþjónustunni lokinni hófust þingstörf. Minntist biskupinn hins látna biskups dr. Sigurgeirs Sigurðssonar með hlýjum orð- um, en prestar risu úr sætum til að heiðra minningu hans og þakka störf hans fyrir kirkju og þjóð. — Þá gerði biskup grein fyrir störfum og hag kirkjunnar á liðnu sýnodusári. —Alþbl., 22. júní Söngskemmfrun Thoru Mafrfrhíasson í Gamla Bío Frú Thora Matthíasson hélt söngskemmtun föstudaginn annan eð var í Gamla Bíó og að- stoðaði frú Jórunn Viðar hana. Á söngskránni voru aríur eftir Handel og gamla ítalska meist- ara, Torelle og Durante, söng- ljóð eftir Frakkana Debussy, Gounod og Bachelet og Ameríku mennina Vittoria Giannini, Powell Weaver, Ernest Charles og Amy Worth og laks Drauma- landið eftir Sigfús, Vögguljóð eftir Sigurð Þórðarson og Norsk fjellsang eftir W. Thrane. Var söngskráin mjög skemmtilega valin. Frú Thora hefur undurfagra sópranrödd, þýða, litríka og vel þjálfaða. Hún flytur lögin af mikilli smekkvísi og fullkominni stílvitund. — Textaframburður hennar er einnig ágætur. Fram- koma hennar á söngpallinum er ákaflega falleg og aðlaðandi. Verður vart öðru trúað en að hún standi mjög framarlega í hópi amerískra tónlistarmanna. Fyrir oss Islendingum verður söngur hennar enn unaðslegri fyrir þá sök, að hún er alís- lenzk að ætterni og auk þess sonardóttir hins mikla skálds Matthíasar Jochumssonar. En meðal afkomenda hans ber mikið á tónlistargáfum. Það var þvi ekki að undra, þótt þessari hug- Ijúfu söngkonu væri hlýtt og ínnilega fagnað og söngskemmt- un hennar væri vel sótt, þrátt/ fyrir mikið framboð á tónlist um þessar mundir. Undirleikur frú Jórunnar var svo vandaður og samstilltur söng konunni sem frekast varð á kos- ið og vakti aðdáun í nútímalÖg- unum, sem leggja talsverðar þrautir fyrir píanóleikarann- Atti hún sinn góða þátt í ljúfri og eftirminnilegri skemmtun. B. G- —VÍSIR, 22. júní Nýjung, sem bæfrir meðferð fisksins og frryggir befrri markaðsvöru i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.