Lögberg - 15.07.1954, Blaðsíða 3

Lögberg - 15.07.1954, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 15. JÚLÍ 1954 3 Heimsókn á nautabú, þar sem kúrekarnir fara fótgangandi Bóndinn þar seldi í fyrra veiur gamlan iarf fyrir 26,000 dollara Nokkur ruglingur hefir orðið a röð greinanna og eru lesendur beðnir velvirðingar á því. AUSTIN TEXAS, 19. apríl. — f síðustu grein minni gat ég þess, að ég mundi skoða nautabú sem væri hér skammt frá borg- inni, og þeirri heimsókn er nú lokið. Ég hef víst líka getið þess, að Austin sé ekki í hinu raunveru- lega „beljulandi“ fylkisins, en þó er það svo, að einmitt hér fyrir utan er það nautabú, sem flestir bændur heimsækja, og þeir, sem koma frá öðrum lönd- um til að kynna sér nautgripa- rækt hér í landi, eru sendir hing- að að skoða þenna „ranch“, sem ber nafn eiganda síns, er heitir Frank Scofield. Þegar Islenzkir bændur koma saman, til að ræða landsins gagn og nauðsynjar — og fyrst og framst bændastéttarinnar — er mikið um það talað, að það er þurfi að koma upp íslenzku holdakyni, það þurfi að fá meira kjöt af nautpeningi, og það er hverju orði sannara. Með fjölg- andi munnum þarf meira kjöt og fisk, og þar sem Islendingar eru sem þjóð einhverjir mestu barna karlar heimsins, þá fer ekki hjá því að þeir verði að geta eitt- hvað til að fá meira kjöt af þeim gripum, sem þeir rækta. Meðal annars af þessari ástæðu fannst mér fróðlegt að fá að líta inn hjá Scofield bónda og fræðast um búskap hans. A leiðinni til býlis hans var mér sagt, að ég skyldi ekki gera ráð fyrir að hitta hjá honum kú- reka, eins og kvikmyndirnar sýna þá, því að þeir séa óviða til — nema í kvikmyndum. Scofield bóndi hefði ekki hesta til að stugga við gripum sínum, hann og menn hans færu fótgangandi meðal gripanna eða til að reka þá, þegar þess þætti þörf. Og á- 'stæðan væri sú, að Scofield vildi að gripir sínir yrðu ekki fyi'ir ueinum æsandi áhrifum, því að það hefði áhrif á hold þeirra og afrakstur búsins um leið. Mikið á ferð En þótt Scofield vildi ekki hafa hesta á búi sínu, fer hann samt víða, og hann hefur einu sinni komið til Islands — óvart. Hann fylgist nefnilega vel með öllu, som nautgriparækt snertir, og ef hann fréttir einhvers staðar af ' tarfi, sem hann telur, að muni vera betri en þeir, sem hann á, þá fer hann til eigandans—hvort sem hann á heima austan hafs eða vestan, í Norður- eða Suður Ameríku — og kynnir sér málið. Ff gripurinn er falur, þá kaupir Scofield, en annars lætur hann sér nægja að kynnast því, hvern- eigandinn hagar nautgripa- raskt sinni, og reynir að læra á þann hátt. Þegar hann kom til Islands, var hann í rauninni á ferð til Skotlands, þar sem hann ætlaði að fara á nautgripauppboð. Flug- vélin varð að leita til Islands, af því að veður var svo slæmt á Eretlandseyjum, en þetta var í fyrra vetur, þegar flóðin geig- vænlegu urðu í Hollandi. Hafði Scofield níu tíma viðstöðu í Keflavík, og sá þar lítið annað en snjó. En þegar hann kom til Skot- ^ands, keypti hann tarf, sem var eftirsóknarverðasti gripurinn á nPpboðinu, og greiddi fyrir hann 12,000 dollara. Síðan lét hann lytja tudda flugleiðis vestur um af> og nú er hann kominn í Sagnið og er vátryggður fyrir 30>000 dollara. 70 kálfar fyrir 210,000 dollara Scofield ferðast um Bandarík- !n þver og endilöng á gripasýn- lngar með fallegustu gripi sína, °S hefur fengið svo mikið af Verðlaunum fyrir þá, að heimili hans nægir vart lengur til að geyma þau öll. Bikara geymir hann að vísu í stofunum hjá sér, en alls konar skrautborðar, sem honum hafa hlotnazt líka, eru festir upp í opnu fjósi, sem stendur skammt frá íbúðarhús- inu. Þar er einn veggur alþak- inn slíkum viðurkenningum. Á hverju hausti selur Scofield þá gripa sinna, sem hann ætlar að losa sig við, á uppboði, og hann sagði við mig, að yfirleitt héldi hann því bezta eftir — eða þeim gripum, sem hann gerði ráð fyrir, að mundu reynast bezt. 1 fyrrahaust seldi hann til dæmis 70 veturgamla tarfa og kvígur, og fyrir þetta fékk hann samtals 210,000 dollara. Bolakálf urinn, sem mest fékkst fyrir, var sleginn kaupanda fyrir 26,000 dollara eða um 420,000 ísl. kr. með bankagengi. Kvígurnar fara fyrir lægra verð, en sú, sem mest var boðið í, var seld fyrir 14,000 dollara eða um 230,000 krónur. Af því má sjá, að kyn- bótastarfsemi Scofields gefur nokkuð í aðra hönd, enda vega tarfar hans flestir uppundir eina smálest — sá skozki vegur yfir smálest — og kýrnar um 750 kg. Afþakkaði milljón Ég spurði Scofield, hversu margar gripi hann ætti um þess- ar mundir, og hann sagði, að þeir væru alls 450. Og þegar ég spurði hann, sve mikils virði hann teldi þá vera, svaraði hann, að sér hefðu á síðasta ári verið boðin meira en milljón dollara fyrir stofninn, en hann hefði af- þakkað það boð. „Ég á þrjá syni, og tveir þeirra ætla að halda þessu áfram, þegar ég fell frá (Scofield- er bráðum 70 ára, og hefur verið kúasmali, eins og hann kemst að orði, í 50 ár), svo að það kemur ekki til mála að selja þetta. Það hefur kostað of mikið erfiði að komast svona langt.“ En vilji menn kaupa nokkra gripi af Scofield, þá er hann jafn an til viðtals um slíka hluti, og kynbótanaut frá honum eru nú á fjölmörgum búgörðum í flest- um löndum Suður-Ameríku. Hann ætlar til dæmis í næstu viku til fjögurra landa þar syðra til að sjá hvernig mönnum ganga kynbæturnar með grip- um, sem hann hefur selt þeim. Honum finnst ekki nóg að selja gripina, hann vill líka sjá árang- urinn af starfi sínu í fjarlægum löndum, því að hann telur sig geta lært sitt af hverju af því að sjá „afkomendur sína“ í nýju umhverfi. Hann kann ættartölurnar Hér í landi þykir fátt finna en að geta rakið ættir sínar til „píla grímafeðranna“ svonefndu er námu land hjá Plymouth í Mas- sachusettsfylki á 17. öld. Er mér þó sagt, að í rauninni hafi það fólk verið mesti trantaralýður sem hafði verið gerður landræk- ur í Englandi og síðan í Hollandi. En hvað um það, fjarlægðin ger- ir fjöllin blá og mennina mikla, hér sem annars staðar. Og ætt- arskrár eru mikils verði, ekki að eins að því er snertir mannfólk- ið, heldur og aðrar skepnur. Hundaverzlun er til dæmis arð- vænleg atvinnugrein hér, en betra er að hafa ættarskrá „vör- unnar“ í lagi, því að þá hækkar verðið. Um veðhlaupahesta er þetta vitanlega nauðsynlegt, og sama er um nautgripi að segja. Og Scofield kann ættartölur gripa sinna utan að, og fannst mér það í senn bæði skrítið og skemmtilegt, þegar hann benti amerískum förunaut mínum á kú eina, sem var að bíta rétt hjá okkur og þuldi svo ættartölu hennar—um aldir að mér fannst Kýrnar eiga peninga á sparisjóði Scofield heldur nákvæmar bækur um allan sinn búskap, eins og vera ber, því að hann vinnur að þessu hugðarefni sínu og atvinnuvegi á vísindalegan hátt. En ég átti bágt með að trúa því, þegar mér var sagt á leið- inni til býlis hans, að kýrnar hans ættu hver sína sparisjóðs- bókina. Ég spurði hann samt um það með hálfum huga, og það stóð heima. Þegar hann selur kálf undan einhverri kúnni, leg- gur hann andvirðið inn á bókina hennar, og svo notar hann af því síðar, þegar hann þarf að borga reksturskostnað, reiknar hlut hverrar kýr og tekur svo út úr bókum þeirra í samræmi við það Kyrrð og næði mikils virði Það er sagt í fyrirsögn þessar- ar greinar, að Scofield noti ekki hesta við rekstur gripa sinna. Ég spurði hann, hvort það væri ekki tafsamt að standa í rekstri, þeg- ar farið væri fótgangandi, en hann svaraði, að það væri ekki aðalatriði. Við mennirnir þurf- um kyrrð og næði til að afkasta sem mestu, sagði hann, og sama máli gegnir um skepnurnar. Þær nái ekki réttum holdum, ef það er verið að þeysa í kringum þær. Tilgangurinn er að koma upp enn betra holdakyni en fyr- ir er, og ef það fæst m. a. með því að fara vel að skepnunum, þá er tilganginum náð að nokkru leyti. Þegar Scofield og menn hans ganga um hagana, hreyfir engin skepnan sig .Nautin eru meira að segja svo róleg, að þau færa sig ekki úr stað, nema ýtt sé við þeim. Þau verða ekki mannýg með slíkri meðferð, og það er ekki hætta á því, að þau hlaupi af sér holdin. Nú verður ekki farið lengra út í þessa sálma, en mér datt í hug, að menn á Islandi kynnu að þykja nokkur fróðleikur í því að frétta um það, hvernig unnið er að þessum „holdlegu“ ræktar- málum hér, úr því að áhugi er fyrir að koma upp holdakyni heima. Þó mundi það sennilega þykja ganga vitfirring næst að kaupa naut fyrir 200,000 krónur — eins og Scofield gerði í Scot- landi — þar sem markaður er af allt öðru tagi á íslandi en annars staðar. En á hinn bóginn er það alveg víst, að meiri áherzla verð- ur lögð á þetta framvegis meðal íslenzkra bænda, og þess vegna er gaman að vita, hversu langt er hægt að komast í þessu efni annars staðar. H. P. — VISIR, 2. júní Púli ísólfssyni gef- inn sumarbústaður Stokkseyringamót á sunnu- daginn var Stokkseyringar í Reykjavík og heima á Stokkseyri hafa gefið Páli ísólfsyni, sem er eins og kunnugt er Stokks- eyringur, vandaðan sumar- bústað á Stokkseyri. Var sumarbústaðurinn afhentur tónskáldinu á sunnudaginn var, en þá var haldið Stokks- eyringmaót á Stokkseyri. Sumarbústaðurinn stendur að- eins utan við þorpið rétt ofan við veginn, sem farinn er austur úr þorpinu. Hann er sérkenni- legur að útliti, með mjög hvassri burst en lágum veggjum. Á neðri hæð er stofa og eldhús, en tvö herbergi á lofti. Stokkseyringamótið hófst með guðsþjónustu í kirkjunni, en síð- an var farin skrúðganga þaðan austur að sumarbústað Páls Páls og hann afhentur. Var svo farið á bifreiðum austur að Knarraós- vita og þar voru ræðuhöld og söngur. Um kvöldið var svo dansað heima á Stokkseyri. J. K. —Alþbl., 22. júní — Og nú, eftir að ég er búinn að bjóða þér á dýrar leiksýn- ingar, kaffihús og skemmtistaði á hverju kvöldi í heila viku, hef ég komizt að þeirri sárgrætilegu niðurstöðu, að við eigum ekki skap saman! ☆ Faðirinn: — Rektor skrifar mér og segir, að það sé ómögu- legt að kenna þér nokkurn skapaðan hlut. Sonurinn: — Já. Það er eins og ég hef alltaf sagt. Þetta er ó- mögulegur skóli! ☆ — Hvers vegna getur þú ekki komið með mér á knattspyrnu- kappleikinn? — Segðu þeim, sem þú vinnur hjá, að það eigi að jarða ömmu þína. — Ekki gengur það. Ég vinn hjá afa. ☆ Læknirinn: — Ef þér viljið grennast, þá verðið þér að borða gulrætur, þurrt kex, salat og marmelaði. Frúin: — Þakka yður innilega fyrir. En á ég að borða þetta á undan eða eftir máltíðinni? Business and Professionai Cards Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan. Winnipeg PHONE 92-6441 Thorvaldson, Eggertson, Bastin & Stringer Barristers and. Solicitors »9 BANK or NOVA SCOTIA Bldg. Portage og Garry St. PRONB 92-SZ91 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, ManagiQg Dlrector Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Offlce: 74-7451 Bea.: 72-3917 Office Phone Res. Phone 92-4762 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shingles Insul-Bric Siding Vents Installed to Help Eliminate Condensation 132 Simcoe St. Winnipeg, Man. SEWING^MACHINES Darn socks in a jiffy. Mend, weave in holes and sew beautifully. 474 Portage Ave. Winnipeg. Man. 74-3570 Dr. ROBERT BLACK SérfrœCingur I augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 92-3851 Heimaslmi 40-3794 Creators of Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 Sargenl Ave. Winnipeg PHONE 74-3411 Hofið Höfn í hugo Heimili sólsetursbarnanna, Icelandic Old Folks’ Home Soc., 3498 Osler St.. Vancouver, B.C. ARLINGTON PHARMACY Prescriplion Specialist Cor. Arlington and Sargent Phone 3-5550 Films, Picnic Supplies and Beach Novelties. We collect light, water and phone bills. Post Office Muir's Drug Store Ltd. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOR 27 YEARS Phone 74-4422 Ellice & Home A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur ltkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaCur sá bezti. StofnaC 1894 SlMI 74-7474 Minnisf BETEL í erfðaskróm yðar. Oftast fjölmennara í íslands-deildinni en þeim næstu Iðnsýningin í Brussel stóð í 2 vikur Fyrir forgöngu Félags ísl. iðn- rekenda tóku íslenzk iðnaðar- fyrirtæki í fyrsta sinn þátt í al- þjóða iðnsýningu nú í vor, en það var Brusselsýningin, sem var opnuð 24. apríl og stóð til 9. maí. Sýningardeild Islands var á 36 m2 gólffleti og 12 iðnaðarfyr- irtæki sýndu framleiðslu sína á sýningunni. Auk þessara iðnað- arfyrirtækja tóku þátt í sýning- unni Ferðaskrifstofa ríkisins Or- lof, Flugfélag Islands og kynntu Island sem ferðamannaland og möguleika á því að komast til landsins. — Félag ísl. iðnrek- enda lét gera bækling með yfir- litsgrein um íslenzkan iðnað á frönsku og ensku með nokkrum myndum úr íslenzku atvinnulífi. Einnig lágu frammi ýmsar tegundir af bæklingum, sem Ferðaskrifstofa ríkisins h e f u r gefið út með upplýsingum um landið og þjóðina og öðrum upp- lýsingum fyrir ferðamenn. Auk þess hafði starfsfólk sýningar- innar meðferðis íslenzkar myndabækur sem fólk gat feng- ið að skoða. Óhætt er að fullyrða að íslenzka sýningardeildin var íslandi til sóma, og vakti mikla og verðskuldaða athygli sýning- argesta, sem var um 1 millj. manna. Var oftast fjölmennara í íslandsdeildinni en í deildum þeim er næst voru, en mesta at- hygli vöktu vikurplöturnar og holsteinar úr vikri. Islenzka sýn- ingardeildin fékk mjög vinsam- leg blaðaummæli. Auk þess hafa nokkur hollenzk blöð birt grein- ar um sýninguna eftir hollenzk- an íslandsvin, F. van Hoorn, sem gerði sér ferð til Brussel til þess að skoða hana. í sýningarnefnd Félags ísl. i ð n r e k e n d a voru Gunnar Friðriksson form., Axel Kristjánsson og Sveinn Valfells. Fékk nefndin Skarphéðinn Jó- hannsson arkitekt til þess að koma sýningunni upp hér heima en honum til áðstoðar var Hörð- ur Agústsson listmálari. Ræðis- mannsskrifstofa íslands í Brus- sel veittii góðfúslega ýmsa fyrir- greiðslu á meðan sýningin stóð yfir. Flest fyrirtækjanna, sem þátt tóku í sýningunni, hafa fengið fyrirspumir erlendis frá vegna þátttöku sinnar. Hér er um að ræða athyglivert brautryðjenda- starf, sem margt má af læra. Iðn rekendum og stjórnarvöldum ber sameiginlega að vinna að því að gera sem flestar íslenzkar iðn aðarvörur útflutningshæfar og skapa þjóðinni með því aukna afkomumöguleika. — VISIR, 5. júní Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON ■ Chartered Accountant 505 Conlederatlon Llfe Bulldtng WINNIPEG MANITOBA Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicitors Ben C. Parker, Q.C. B. Stuart Parker, A. F. Krlatjanaaon 500 Canadlan Bank of Commerce Chambera Wlnnlpeg, Man. Phone 92-3501 G. F. Jonasson. Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Dlstributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Slml 92-6227 EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphin. Maniloba Eigandi ARNI EGGERTSON Jr. Van's Electric Ltd. 636 Sargent Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT Phone 3-4890

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.