Lögberg - 12.08.1954, Qupperneq 2
2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 12. ÁGÚST, 1954
Fyrsti þýzki sendikennarinn hefir um langt árabil lagt stund
á forn-íslenzk fræði
HÁR HALLGERÐAR
Sluil samial við
EDZARD KOCH
Ákveðið hefir verið að þýzk-
ur sendikennari taki til
starfa hér við Hádkólann á
næsta vetri. Er fyrsti sendi-
kennarinn þegar kominn
hingað. Heitir hann Edzard
Koch. Hefir hann lengi starf-
að í hinum þýzka háskólabæ
Göttingen, sem er einskonar
þýzk Oxford og mun hann í
kvöld halda fyrirlestur í Há-
skólanum og sýna skugga-
myndir frá Göttingen, tala
um stúdentalíf og hinar
fornu erfðavenjur háskól-
ans þar.
Ætlar að læra málið
Mbl. kom að máli við Edzard
Koch og skýrði hann svo frá, að
þótt kennsla hans hefjist ekki
fyrr en að hausti hafi hann á-
kveðið að koma svo snemma, eða
svo fljótt sem honu mvar auðið
til íslands til þess að hafa tíma
til að læra málið og kynnast
landi og þjóð, en það telur hann
mjög mikilsvert fyrir kennara
jafnvel þó í erlendum málum sé,
að hann geti nokkuð skilið tungu
mál innfæddra, geti fylgzt með
því sem gerist í þjóðlífinu
o. s. frv.
Annarlegur framburður
kenndur erlendis
— Ég hef lagt stund á forn-
íslenzku í fjölda ára, en þar með
cr ekki sagt að maður geti talað
nútímamálið. örðugleikar í því
sambandi stafa m. a. af því að
annar framburður er kenndur
erlendis við forn-íslenzku en sá,
sem talaður er í hinu lifandi
máli.
\
Sneri úr guðfræði
í málanám
Er ég spurði sendikennarann
,um feril hans að undanförnu,
skýrði hann svo frá:
— Ég er Norður-Þjóðverji,
enda má sjá það af nafni mínu
Edzard, sem er lágþýzk mynd
fyrir enska nafnið Edward og
íslenzkuna Játvarður. Ég er
fæddur 1909 í Holstein í ná-
grenni Kiel. Faðir minn var pró-
fastur þar og forustumaður
heimatrúboðsins.
brátt að snúast um tungumála-
kennslu og málfræði. Varð í
fyrstu mjög áhugasamur um
grísku. Skrifaði ég m. a. langa
og ýtarlega ritgerð um Lúkasar-
guðspjall, orðskýringar og mál-
fræðisamanburði.
— Þér ákváðuð svo að brjóta í
blað og snúa yður að málfræð-
inni?
— Já, þá mun ég hafa verið 24
ára. Þá sneri ég mér að mál-
fræðinámi og brátt tók hugur-
inn að hneigjast að rannsókn
forn-germanskra bókmennta.
Rannsakar Víga-Glúms sögu
Ég starfaði um sinn við
kennaraháskólann í Brúnsvík og
fór í því sambandi að rannsaka
uppeldi hjá Germönnum til
forna og í þeim rannsóknum
hófust fyrst veruleg kynni mín
af íslendingasögunum og öðrum
fornritum Islendinga.
Fór ég þá til Göttingen-há-
skóla og nam í nokkur ár þýzka
málfræði og íslenzku undir
stjórn hins kunná prófessors
GustaYs Necke. Hóf sérstaklega
rannsóknir á Víga-Glúms sögu
og Hrafnkels sögu. Einnig dvald
ist ég um tíma í Kaupmanna-
höfn með prófessorunum Jóni
Helgasyni, Hammerich og Carl
Roos. Lærði dönsku en hef al-
drei fyrr getað komizt til Is-
lands, þótt það hafi verið draum-
ur minn.
— Það er að sjálfsögðu aðal-
starf mitt, heldur Edzard Koch
áfram, að kenna þýzku í Há-
skólanum. En það átti sinn
sterka þátt í að ég ákvað að
taka boði um að koma til ís-
lands, að ég vildi kynnast landi
og þjóð af eigin raun.
Fornbókmenntir íslendinga
þekktar
— Hvað segið þér um þekk-
ingu manna á íslenzkum bók-
menntum í Þýzkalandi?
— Kynni mín af ýmsum ís-
lenzkum fornritum og þá sér-
staklega fornaldarsögunum, sem
gerast einmitt í Þýzkalandi, eru
nokkuð almenn. Á tímum nazista
var unnið mjög að útbreiðslu
þeirra í ákveðnum tilgangi. Nú
er ekki hægt að neita því að á-
huginn hefir nokkuð minnkað.
Aðventa Gunnars
Gunnarssonar
— En nútíma bókmenntir Is-
lendinga?
— Af nútíma rithöfundum ís-
lendinga er Gunnar Gunnarsson
mest þekktur í Þýzkalandi. T. d.
má nefna það að bók hans
Aðventa (Advent im Hochge-
birge) selst alltaf mjög vel fyrir
hver jól. Kristmann Guð-
mundsson og Guðmund Kamban
þekkja Þjóðverjar og vel.
Goethe lifir á ný
— En hvað er annars helzt að
segja um þýzkar bókmenntir al-
mennt eftir stríð?
— Það er erfitt að skýra frá
þeim í stuttu máli. Eftirtektar-
verðast er samt sú alda, sem
kom upp, er áhuginn vaknaði að
nýju á ýmsum eldri skáldum.
Hefir kynning á verkum Goethes
víst aldrei verið svo mikil sem
síðustu ár. Vinsældir ljóð-
skáldsins Rainer Maria Rilke
og skáldsagnahöfundarins Her-
mann Hesse hafa stöðugt farið
vaxandi
Tvær andstæður
Á síðustu árum hefir exi-
tentialismans gætt nokkuð en af
nýrri skáldum og rithöfundum
skaga einna hæst, þeir Gottfried
Benn og Hans Karossa. Báðir
eru þeir læknar að menntun og
starfi. Gottfried Benn er ljóð-
skáld. Hann er lýriskur en lýsir
þó hinum átakanlegustu atvik-
um frá styrjaldar- og hörmung-
arárum þeim, sem yfir Þýzka-
land hafa gengið. í allri sinni
lýrik eru lýsingar hans hræði-
legar og átakanlegar og slá
mann óþægilega og óþyrmilega.
Hans Karossa er eiginlega al-
ger andstæða hans. Hann er
skáldsagnahöfundur og byggir
sögur sínar á því sem hann hefir.
sjálfur upplifað. Meðan Gott-
fried Benn er svartsýnn og van-
laus birtist í verkum Karossa
heilbrigður sálarstyrkur og von
um, að einhverntíma muni
rætast úr. —MBL.
Alltaf er það viðburður þegar
kemur nýtt hefti af Tímarili
Þjóðræknisfélagsins og engum
mundi koma til hugar að neita
því, að nú um hríð hafi það
borið af öðrum íslenzkum tíma-
ritum. Hann er annars orðinn
drjúgur skerfurinn, sem landar
vestra hafa lagt til íslenzkra
bókmennta. Að vöxtum er hann
ótrúlega stór, en þó er exm meira
um hitt vert, að í síðastliðin sex-
tíu ár hefir sífelldlega sumt af
því bezta í íslenzkum bók-
menntum komið vestan um haf
og svo er þetta enn í dag. Er
skemmst að minnast hinnar
merkilegu kvæðabókar Páls
Bjarnasonar, er út kom á síðast-
liðnum vetri. Eitthvað hefir
kvisast um það, að í haust muni
von á nýju kveri frá hendi Gutt-
orms J. Guttormssons, og ekki
mundi slíkt öndvegisskáld senda
svo frá sér bók að ekki yrði bita-
stætt í henni.
Þetta nýja hefti Tfmariisins
hefst á ritgerð eftir Richard
Beck um ljóðaþýðingar Steph-
ans G. Stephanssons. Það eru
hrein undur sem búið er að ræða
og rita um Stephan núna síð-
ustu tólf mánuðina og bæði
skáldin og þeir, sem ekki eru
skáld, hafa tekið sér fyrir hend-
ur að yrkja um hann. Máske
hefðu sumir ljóðasmiðanna gert
vel í því, sjálfra sín vegna, að
minnast orða Stefáns frá Hvíta-
dal við fráfall Matthíasar:
Buðlungi látnum
oss bar að hneigja
en óðfýst landsins
hún átti að þegja.
Nú jæja, ef ekki voru mörg
kvæðanna beinlínis samboðin
yrkisefninu, þá gátu þau ekki
smækkað Stephan, fremur en
vaðallinn um Einar Benedikts-
son hefir smækkað hann.
Stephan hefir verið flestum
nútíðarskáldum íslenzkum lán-
samari í því, sem um hann hefir
verið ritað í óbundnu máli, því
að fjarska mikið af því hefir
verið verulega gott og sumt
með ágætum. Svo var það frá
öndverðu. Og enn bætist þessi
ritgerð Becks við það, sem reglu-
lega vel hefir verið gert fyrir
minningu hans og fyrir okkar
órituðu bókmenntasögu. Hann
fjallar þarna um efni, sem segja
má að aðrir hafi sneitt hjá, og
hann gerir það prýðilega vel.
Þetta er önnur bezta greinin í
þessu ágæta hefti.
Hin greinin, og sú sem af þeim
öllum ber fyrir listar sakir, er
ferðasaga ritstjórans, Gísla
skálds Jónssonar, héðan að
heiman. Svo kunna ekki margir
að rita um ferðir sínar. Hann
átti erindi hingað heim og lán
var það okkur að hann gat ferð-
ast allmikið um landið. Þegar
Matthías Jochumsson orti um
héruð eða staði, óf hann saman
söguna og náttúruna, svo að
sumir þeir glitvefir verða til
jafnlengi tungunni. Gísli hefir
hér svipaða aðferð. Og honum
eru tiltæk þau ljóð, sem bundin
eru við þá staði, er hann heim-
sótti, man t. d. hin innilegu
ferðakvæði Steingríms, sem fyr-
ir óholla tilstuðlun misviturra
manna eru nú að týnast þjóð-
inni — unz forsjónin sendir ein-
hvern þjón sinn til þess að end-
urvekja þekkingu á þeim. En
Gísli þarf ekki alltaf að leita í
smiðju til hinná eldri skálda, og
það er fagurt sem þarna er af
hans eigin kvæðum — erindið,
sem ferðasagan hefst á og kvæð-
ið, sem hann yrkir á fæðingar-
bæ sínum, eyðibýlinu Háreks-
stöðum á Jökuldal. Það er aðeins
eitt að þessari hugðnæmu ferða-
sögu — að hún er ekki a. m. k.
helmingi lengri. Af kunnugum
manni er mértjáð, að hann muni
hafa stytt hana til að koma inn
öðrum greinum. Engin grein er
þarna, sem ég vildi sjá burtu
fellda, en þó get ég ekki varist
þeirri tilfinningu, að þetta hafi
verið tjón.
Nú er Gísli Jónsson orðinn
aldraður maður, kominn hátt á
áttræðisaldur. þó að engin sjálit
ellimerki á því, er hann yÆdr
og ritar. Illa er það farið ef ekki
er safnað saman til útgáfu ritum
hans í bundnu máli og óbundnu
meðan þess er enn kostur að
hann gangi frá þeim sjálfur. Að
gefa út kvæði hans og ritgerðir
væri að vinna íslenzkri þjóð
gott verk og þarflegt. Sér ekki
stjórn Menningarsjóðs ástæðu
Er menntaskólanámi lauk inn-
ritaði ég mig fyrir áeggjan föður
míns í guðfræðideild háskólans,
en þar tók allur hugur minn
3LOOD
$ wm m m
TMIf
SPACE
CONTRIBUTID
DREWRYS
MANITOBA
D I V I S I ON
WESTERN
CANADA
BREWERIES
L I M I T K D
The Cjlima Toys
By ART REYKDAL
Some glíma belts were hanging on a peg upon the wall
And many years had passed since last their owner took
a fall.
Old age had come upon him and his step had grown
erratic
And the belts had lain neglected in a corner of the
attic.
I gave them to the youngsters, and I sent them out to
play—
To put them on and wrestle in the classic Viking way.
I brought along an expert in the art to show them how
—Though, at first, they were as clumsy as a hobbled,
pregnant cow.
He got himself a text book that explained the ancient
science,
Supposed to teach good sportsmanship, and skill, and
self-reliance.
With the grace of wrestling motions he endeavoured to
imbue them.
But the names in that old text book were the things
that really threw them.
There was mjaðmarhnykkur, hæl-
krókur and half a dozen more
That dislocated jawbones and made
vocal muscles sore.
He could demonstrate the klofbragð
and show pictures to portray it
And the kids could do it expertly, but
none of them could say it.
But teaching them the glíma was a
most atrocious error,
For, once its tricks were mastered,
they became a holy terror.
Now they disobey my orders and they
wildly drive my hack,
And whenever I forbid them, they
just put me on my back.
I used to be as happy as a song-bird
in a tree
Till the kids called Reykdal’s Rough-
necks made a nervous wreck of me.
My hair fell out in patches and what’s
left is turning gray
And the kids called Reykdal’s Rough-
necks made me what I am today.
They dragged me on excursions to
amusement parks and shows.
They squandered all my money and
they kept me on my toes.
My heart was nearly frozen when, by turns, they drove
my Ford.
But when they were in the driver’s seat, at least I
wasn’t bored.
They chattered blissfully away, a loud, incessant roar.
But, being off my rocker, still I hung around for more.
Their wild and woolly antics made me all confused and
dizzy,
So I desperately hunted for a dodge to keep them busy.
Then Islendingadagurinn was held at Gimli town,
And they sent me word to tell me I should bring my
Ro.ughnecks down.
But the kids began to grumble; there was no one to
compete with,
And they wanted someone different to entangle hands
and feet with.
Besides, by now the novelty had started to wear oul—
The same old kids to tussle with—the same eternal bout
At the thought of being on display, they nearly went
berserk,
For it meant they had to practice and, doggone it, that
was work.
The glíina belts are hanging on a peg upon the wall
And the kids are at a sand lot on the corner, playing
ball.
Thumbing noses at traditions of the past from which
they stem
They defy their screwball elders to make Goolies out of
them.
til þess, að láta þetta mál til sín
taka?
Hér er ekki rúm til þess að
segja frá öllu efni heftisins eða
telja það upp, og verður að
stikla á því stærsta. Þorsteinn
Þ. Þorsteinsson lýkur þar sinni
fróðlegu ritgerð um upphaf ís-
lenzks landnáms í North Dakota;
Jóhann læknir Pálsson á þar
langa smásögu og læsilega; síra
Einar prófastur Sturlaugsson
einkar viðfelldið erindi, er hann
nefnir „Litið yfir land og sögu“;
og Stefán prófessor Einarsson
skörulega ritgerð um „Sir Wil-
liam Craigie og rímurnar". Því
miður eru ýmsar skekkjur í
þeirri ritgerð, sprottnar af ó-
nógum kunnugleik. Athyglis-
vert er það, að íslenzku pró-
fessorarnir vestra virðast hafa
stórum gleggri skilníng á því
geysimikla og og merkilega
starfi, sem Sir William hefir
unnið íslenzkum bókmenntum
heldur en almennt hefir komið í
ljós hjá menntamönnum hér
heima. Þetta er eðlilegt; sjón-
deildarhringur þeirra er stærri,
og þjóðrækniskenndin líklega
betur vakandi í fjarlægðinni.
1 heftinu er kvæði, áður ó-
prentað, eftir Stephan G. Steph-
ansson, ort nokkru fyrir alda-
mót. Af öðrum kvæðum þarna
er eitt sem gnæfir yfir hin. Það
er eftir Jakobínu Johnson og er
ort á sTðastliðnu ári. Engin sjást
þar hnignunarmerki hjá hinni
sjötugu skáldkonu, og kunnugt
er mér um, að konur hafi tárast
er þær lásu þetta fagra kvæði —-
svo bjart sem þó er yfir því —
og ég er ekki alveg viss um að
allir karlmenn séu þær hetjur að
þeir lesi það þurreygðir.
Afgreiðslumaður Tímaritsins
hér á landi er Sigurður banka-
ritari Sigurgeirsson.
Ekki hefir það verið trú mín
að Islendingar almennt væru
einarðir menn, en ég er líka orð-
inn á flest gott vantrúaður.
Máske er vantrú mín í þessu
efni* ekki annað en staðleysa.
Einurð höfum við á að segja
margt fallegt um samúð okkar
með löndum vestra í baráttu
þeirra fyrir viðhaldi íslenzkrar
tungu og íslenzkra bókmennta í
Vesturheimi. Þó virðist mér
blasa þarna við ljóslifandi sag-
an um Gunnar og Hallgerði. Við
höfum leikið hlutverk hinnar
málreifu konu og við höfum í
rauninni synjað um hárlokkinn,
sem allt valt á. Hefðum við með
alvöru og dálítilli fórnfýsi
hlaupið undir baggann fyrir
segjum 35 eða 40 árum, stutt
landana vestra í bóka- og blaða-
útgáfu þeirra og jafnframt séð
þeim fyrir gnægð þeirra bóka
og rita, sem hér komu út, þa
mundi nú horfa gersamlega
öðru vísi við um hag íslenzk-
unnar vestan hafs og íslenzka
bókmenntastarfsemi þar. Þetta
létum við ógert, og það gerði
gæfumuninn. Nú er það óum-
flýjanlegt að íslenzkt tunga deyi
þar út mjög bráðlega. Það er
seint að iðrast eftir dauðann, og
mikið gæfuleysi var þetta. Sn. J*
VÍSIR, 4. júní
FOR SALE
Oil Painting “Hekla” by
Emil Walters 2x2% gi^
frame. Halldor Halldorson
Estate, 353 Broadway Ave.
Phone 923-055 or 924-758.
Mornings only.
COPENHAGíN
Bezta munntóbak
heimsins