Lögberg - 12.08.1954, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 12. ÁGÚST, 1954
3
Fréttir fré ríkisútvarpi íslands
25. JÚLÍ
í byrjun síðustu viku var
íiustanátt um allt land, en á
þriðjudag gerði norðanátt um
allt land og á fimmtudag brá aft-
ur til austanáttar, en í gær var
bjart veður og hægviðri af norð-
austan og norðan. Sunnanlands
hafa verið þurrkar mestan hluta
vikunnar, en votviðrasamt og
þokur norðanlands, þó ekki hafi
verið neinar stórrigningar þar.
☆
Dr. D. U. Stikkef, hinn nýi
sendiherra Hollands á íslandi, af-
henti forseta Islands trúnaðar-
bréf sitt síðastliðinn miðvikudag
við hátíðlega athöfn á Bessa-
stöðum. — Chester A. Rönning,
sendiherra Canada á íslandi, af-
henti forseta íslands trúnaðar-
hréf sitt síðastliðinn fimmtudag
við hátíðlega athöfn á Bessa-
stöðum.
Síldveiði hefir verlð dágóð á
köflum undanfarna viku og
fengu allmörg skip sæmilegan
afla, en á nokkrum hluta veiði-
svæðisins hefir síldin, sem veiðzt
hefir, reynzt mjög misjöfn að
gæðum og horuð.
☆
Vöruskiptajöfnuðurinn í júní-
mánuði varð óhagstæður um
55,8 milljónir króna. Inn voru
fluttar vörur fyrir 117,9 milljónir
króna og út fyrir 62,1 milljón.
Fyrra helming þessa árs hefir
vöruskiptajöfnuðurinn í heild
orðið óhagstæður um 119 mill-
jónir króna. Nam verðmæti inn-
fluttrar vöru 516 milljónum
króna, en út voru fluttar vörur
fyrir 397 mjlljónir. Fyrra helm-
ing ársins 1953 varð vöruskipta-
jöfnuðurinn óhagstæður um
svipaða upphæð og nú, eða um
201 milljón króna.
☆
Utanríkisráðuneytið hefir til-
kynnt, að samkvæmt varnar-
samningnum hafi varnarliðinu
nú verið afhent landssvæði í
landi Voga á Reykjanesi til skot-
æfinga. Hefjast æfingarnar þessa
dagana og standa í sex vikur.
☆
Um hádegi á þriðjudag varð
það slys, að brezkur togari sigldi
á trillubát frá Norðfirði með
þeim afleiðingum, að Hörður
Kristinsson, tvítugur maður frá
Norðfirði, fórst með bátnum. —
Slysið varð norður af Norðfjarð-
arhorni, en þar voru Hörður og
faðir hans, Kristinn Ivarsson, að
handfæraveiðum.
☆
íbúðarhús Páls Jónssonar að
Skeggjastöðum í Fellum á Fljóts
dalshéraði brann um hádegi á
mánudag. — Mestöllum innan-
stokksmunum varð bjargað.
☆
Skeiðarárhlaupið náði há-
marki á mánudag og lagði þá
megna brennisteinsfýlu yfir
Suðurland. Dr. Sigurður Þórar-
insson flaug yfir Grímsvatna-
svæðið s.l. miðvikudag og skýrði
hann svo frá, að mikið rask hefði
orðið þar. Ekki sáust þó nein
merki eldsumbrota.
☆
Sl. sunnudag var hleypt af
stokkunum nýjum vélbáti í skipa
smíðastöðinni Dröfn í Hafnar-
firði. Heitir báturinn Víðir II.
Hann er 53 lestir að stærð og
búinn 180 hestafla Lister-diesel-
vél. Ganghraði hans er 9 sjó-
mílur.
☆
Níu blaðamenn frá átta ríkj-
um innan Atlantshafsbandalags-
ins komu til Reykjavíkur frá
París s.l. þriðjudag. Er tilgang-
urinn með förinni að auka kynni
á Islandi og Islendingum meðal
Atlantshafsríkjanna.
☆
1 fyrradag var settur í Reykja-
vík fundur stjórnar norræna
byggingamálasambandsins og er
það í fyrsta skipti, sem hann er
haldinn hér á landi.
☆
Á þriðjudag verður opnuð í
Reykjavík fyrsta bílasýningin,
sem haldin er hér á landi. Eru
það þýzku bílaverksmiðjurnar
Daimler-Benz í Stuttgart, sem
sýna bifreiðar sínar, en umboðs-
menn verksmiðjanna hér á landi
er Ræsir h.f.
' ☆
Tvö prestaköll hafa verið aug-
lýst laus til umsóknar. Þau eru
Staður í Gunnarsvík og Ögur-
þing. Er umsóknarfrestur til 15.
ágúst.
☆
Drengjakór KFUM í K^up-
mannahöfn hefir dvalist hér-
lendis undanfarna viku og sung-
ið nokkrum sinnum opinberlega
á ýmsum stöðum. Hefir kórnum
hvarvetna verið tekið ágætlega
og hlotið mikið lof fyrir söng
sinn. Kórdrengirnir fóru heim-
leiðis með Gullfossi í gær.
☆
Danska knattspyrnuliðið B-
1903, sem keppti hér í fyrra,
hefir nú boðið meistaraflokki
Knattspyrnufélagsins Víkings til
Danmerkur og keppir Víkingur
fimm sinnum þar, tvisvar í Kaup
mannahöfn og er fyrri leikurinn
í dag.
☆
Landsmóti í golfi lýkur í
dag, en það hefir staðið síðan í
fyrradag. Golfþing íslands var
haldið í fyrradag og sóttu þingið
átta fulltrúar. Forseti Golfsam-
bands Islands var kjörinn Þor-
valdur Ásgeirsson.
☆
Samnorræna sundkeppnin hef-
ir nú staðið í níu vikur og lætur
nærri, að nú hafi synt 60% af
þeim fjölda, sem tók þátt í
keppninni 1951. Margir bæir og
hreppar hafa efnt til sérstakrar
keppni sín á milli um þátttöku
í sundkeppninni og hafa ýmsir
gefið verðlaunagripi.
Business and Professional Cards
Phone 74-7855 ESTIMATES
FREIT Dr. P. H. T. Thorlakson
J. M. Ingimundson
Re-Roofing — Asphalt Shingles WINNIPEG CUNIC
Insul-Bric Siding
Vents Installed to Help Eliminate Condensation St. Mary’s and Vaughan, Wínnipeg PHONE 92-6441
532 Simcoe St. Winnipeg, Man.
Flugfreyjurnar fimm
Flugfreyjurnar eru sómi ís-
lenzka loftflotans og njóta
almennra vinsælda erlendra
og íslenzkra farþega, sem
ferðast með flugvélum okk-
ar. Grein þessi, sem birtist í
síðasta tölublaði FLUGS, er
samtal er Sigurður Magnús-
son átti við Hólmfríði Mekk-
inósdóttur yfirflugfreyju hjá
Loftleiðum. Greinin lýsir á
skemmtilegan hátt störfum
og viðhorfum íslenzku flug-
freyjanna.
TLUGFREYJUSTÖRF munu
freista mjög margra ungra
stúlkna, svo sem eðlilegt er, og
liggja til þess augljós rök, en
ýmsum mun oft gleymast, að
þau eru önnur og meiri en að
brosa við farþegum, þar sem þeir
ganga inn í flugvél, og kveðja
svo í flugstöð, þar sem þakkað
er fyrir góða samfylgd. Það er
að vísu ákaflega mikils vert að
geta brosað unaðslega, en það
eitt er alls ekki nóg. Það er einn-
ig ágætt að geta bjargað sér í
nokkrum erlendum tungumál-
um, en mikil málakunnátta ein
er engin örugg leiðbeining um,
hvort ung stúlka muni vandan-
um vaxin. Hún verður að vera
búin ótal öðrum kostum til þess
að ná þeim vinsældum, sem
nauðsynlegar eru.
Góð flugfreyja er sú ein, sem
er dugleg, stjórnsöm, kjarkmikil
og örugg í framgöngu, en á þó
til ljúfleik og hjartahlýju þess,
sem allir áræða að tjá vandræði
sín, lítið barn, gömul kona —
einhver, sem þarf hjálpar eða
hughreystingar við.
Vinsæl flugfreyja verður sú
ein, sem er góð og mikilhæf
kona.
Hólmfríður, yfirflugfreyja
Loftleiða, er dóttir þeirra Mekk-
inós Björnssonar, kaupmanns í
Reykjavík, og konu hans, Dag-
mar Þorláksdóttur.
Að loknu gagnfræðaprófi í
Reykjavík fór Hólmfríður vest-
ur til Bandaríkjanna og var þar
tvö ár við nám í skóla, sem
Centenary Junior College heitir.
Nokkru síðar, eða 3. maí 1948,
réðst hún til starfa hjá Loft-
leiðum.
— Vér hittum Hólmfríði að
máli og spyrjum hana, hverjar
verið hafi fyrstu flugfreyjur
Loftleiða.
— Fríða Blöndal og Elínborg
Ólafsdóttir. Þær unnu við mjög
erfið skilyrði. Ekkert eldhús var
þá í flugvélinni og má nærri
geta, hve óþægilegt það hefir
verið.
— Hverjar eru nú starfandi í
þessari grein hjá félaginu?
— Sigríður Gestsdóttir, Guð-
rún Steingrímsdótir, Erna Hjalta
lín og Andrea Þorleifsdóttir,
auk mín. Sigríður er í rauninni
elzt okkar í þessu starfi, en hún
hætti um tíma, en er nú aftur
farin að fljúga. Ákveðið hefir
nú verið að ráða nokkrar nýjar
stúlkur, og munu þær hefja störf
með vorinu.
Ýmsar stúlkur hafa verið hjá
okkur á undanförnum árum, og
er t. d. rétt að minna á það, að
Margrét Guðmundsdóttir, sem
fékk nafnbótina „Bezta flug-
freyja ársins 1950“ í London var
þá hjá Loftleiðum. Sá sigur var
mjög skemmtilegur og ómetan-
leg auglýsing fyrir félagið.
— Þér hafið farið allvíða, eða
er ekki svo?
— Nokkuð. Ég hef komizt
lengst austur á bóginn til
Karachi í Pakistan og syðst til
Caracas í Venezuela.
— Hvar kunnið þér bezt við
yður?
— Heima.
— Hvers vegna leggið þér
þessi störf þá fyrir yður?
— Því veldur tilbreytingin,
sem fylgir þeim. Það er gaman
að skreppa út „í heiminn, en
bezt er þó alltaf að koma aftur
heim“.
— Hvaða skilyrðum þurfa þær
að fullnægja sem vilja verða
flugfreyjur?
. — Þær þurfa, að geta bjargað
sér í nokkrum erlendum málum.
Ég tel, að þær megi helzt ekki
vera yngri en 25 ára.
— Hvers vegna ekki yngri en
25 ára?
— Það er vitanlega örðugt að
draga einhverja ákveðna marka-
línu, þar sem miðað er við eitt
■ar fremur en annað, en ég held,
að farþegar eigi erfitt með að
treysta stúlkum, sem eru korn-
ungar, — einkum ef þeir eru
hræddir.
— Hafið þér verið í mörgum
ferðum, þar sem hræðslu hefir
sett að farþegunum, svo að eftir-
minnilegt sé?
— Ég man eftir einni slíkri
ferð. Við vorum þá á leiðinni
til Suður-Ameríku og lentum í
vitlausu veðri. Þá var grátur og
gnístran tanna og talnabönd á
fleygiferð.
— En þér?
— Ég hafði engan tíma til að
vera hrædd. — Annars eru ferð-
irnar oftast mjög þægilegar, far-
þegar vingjarnlegir og þakklátir
að leiðarlokttm.
— Vinnuskilyrði?
— Eldhúsið okkar er þröngt,
en þó er öll aðbúð okkar langt
um betri nú en hún var fyrst.
Við höfum mikið að gera, meðan
á ferðunum stendur, en svo hvíl-
um við okkpr líka vel á milli.
— Hvað viljið þér segja vegna
afmælis félagsins?
— Ég vil biðja yður að skilja
þakklæti frá okkur flugfreyjun-
unum til allra þeirra, sem hafa
orðið okkur samferða á undan-
förnum árum, og vitanlega með
óskum um, að sem allra flestir
vilji eiga samleið með okkur á
ókomnum árum. — Samstarfs-
mönnum mínum hjá félaginu
þakka ég liðnu árin, og Loftleið-
um óska ég allra heilla.
----0----
Það verður eflaust ekki erfitt
að finna nógu margar ungar
stúlkur, sem fúsar eru nú til að
bætast í hóp flugfreyjanna hjá
Loftleiðum. Hitt verður áreiðan-
lega örðugra að velja strax svo
vel, að allar flugfreyjurnar verði
jafndugandi og sú, sem nú er
ryrirliðinn.
—Alþýðublaðið
WEDDING INVITATIONS,
ANNOUNCEMENTS, etc.,
GREETING CARDS *
FOR ALL OCCASIONS
PERSONALIZED
XMAS CARDS
Subscriptions taken
for all occasions
Courteous and Prompt Service.
Call in — Telephone, or write:
Subscription Centre
204 Affleck Building
317 Portage Ave.
Phone 93-2830 - Winnipeg 2, Man.
SEWING^MACHINES
Darn socks in a jiffy. Mend,
weave in holes and sew
beautifully.
474 Portage Ave.
Winnipeg, Man. 74-3570
Dr. ROBERT BLACK
SérfræBlngur í augna, eyrna, nef
og hálssjúkdómum.
401 MEDICAL ARTS BLDG.
Graham and Kennedy St.
Skrifstofusímt 92-3851
Heimaslmi 40-3794
Dunwoody Saul Smith
& Company
Charlered Accountants
Phone 92-2468
100 Princess St. Winnipeg, Man.
And offices at:
FORT WILLIAM - KENORA
FORT FRANCES - ATIKOKAN
HofiS
Höfn
í huga
Heimili sólaetursbarnanna.
Icelandic Old Folks’ Home Soc ,
3498 Osler St., Vancouver, B.C.
ARLINGTON PHARMACY
Prescription Specialist
Cor. Arlinglon and Sargent
Phone 3-55S0
Films, Picnic Suppiies and
Beach Novelties.
We collect light, water and
phone bills.
Post Office
Muir's Drug Slore Ltd.
J. CLUBB
FAMILY DRUGGIST
SERVING THE WEST END FOR
27 YEARS
Phone 74-4422 Ellice St Home
Minnist
BETEL
í erfðaskrám yðar.
J. J. Swanson & Co.
LIMITED
308 AVENUE BLDG. WINNIPEG
Fasteignasalar. Leigja hús. Ct-
vega peningal&n og eldsá.byrg6,
bifreiðaábyrgB o. s. frv.
Phone 92-7538
SARGENT TAXI
PHONE 20-4845
For yuick, Reliable Service
DR. E. JOHNSON
304 Eveline Street
SELKIRK, MANITOBA
Phones: Office 26 — Residence 230
Office Hours: 2.30 - 6.0i p.m.
Thorvaldson, Eggertson,
Bastin & Stringer
Barristers and. Solicitors
209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg.
Portage og Garry St.
PHONE 92-8291
CANADIAN FISH
PRODUCERS LTD.
J. H. PAGE. Managing Dlrector
Wbolesale Distributors of Fresh and
Frozen Fish
311 CHAMBERS STREET
Office: 74-7451 Res.: 72-3917
Offlce Phone Res. Phone
92-4762 v72-6115
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAL ARTS BUILDING
Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appointment.
A. S. BARDAL LTD.
FUNERAL HOME
843 Sherbrook Street
Selur ltkkistur og annast um út-
farlr. Allur fltbúnaCur sá bezti.
StofnaB 1894 SÍMI 74-7474
Phone 74-5257 7M Notre Dame Ave.
Opposite Matemity Pavilion
General Hospital
Nell's Flower Shop
Weddlng Bouquets, Cut Flowers,
Funeral Deslgns, Corsages,
Beddlng Plants
NeU Johnson Res. Phone 74-8753
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smlth St. Winnipeg
PHONE 92-4824
Gilbari Funeral Home
Selklrk, Manltoba.
J. Roy Gilbart
Licensed Embalmer
Phone 3271 Selkirk
SELKIRK METAL PRODUCTS
Reykháfar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hreinir. Httaeiningar-
rör, ný uppfyndlng. Sparar eldi-
vi(5, heldur hita frá aB rjúka öt
meB reyknum.—SkrifiB, símlB til
KF.LLY SVEINSSON
825 WaU St. Wtnnlpeg
Just North of Portage Ave.
Slmar 3-3744 — 3-4431
J. Wilfrid Swanson & Co.
Insurance ln all tts branches
Real Estate - Mortgages - Rentals
210 POWER BUILDING
Telephone 93-7181 Res. 48-3480
LET US SERVE YOU