Lögberg - 16.09.1954, Side 8
8
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 16. SEPTEMBER 1954
Úr borg og bygð
The Jon Sigurdson Chapter,
I. O. D. E., will hold its annual
Fall Tea and sale at The EATON
Assembly Hall (7th floor) Satur-
day, Sept. 25, from 2.15-5 p.m.
In addition to the home cook-
ing and novelty sales, a special
feature of this year’s Tea will
be a really oustanding handi-
craft booth where patrons may
buy at most reasonable prices, a
variety of handworked articles.
Among them will be such
novel articles as doll’s clothes,
baby’s wear, fancy mitts and
socks for children; as well as
aprons, pot holders and innu-
merable other items suitable for
gifts on occasions such as birth-
days, showers or Christmas.
General convener for the Tea
is Mrs. G. Gottfred and in charge
of the tea tables will be Mrs.
Rúna Jónasson, Mrs. Anna Finn-
son and Mrs. H. A. Bergman.
Other conveners are: home
cooking, Mrs. S. Gillis and Mrs.
C. Heidman; White elephant
sale, Miss Vala Jónasson and
Mrs. E. W. Perry; Handicrafts,
Mrs. H. F. Danielson and Mrs.
E. J. Helgason; Invitations, Mrs.
B. S. Benson and Mrs. H. G.
Henrickson; Publicity, Mrs. H. F.
Danielson.
The chapter cordially invites
its many friends and supporters
to come to this early fall tea and
enjoy the good fellowship of
greeting friends and acquaint-
ances after the summer lull in
our activities. This annual tea
also serves as a fine opportunity
for visitors from out of town to
meet friends and mingle with
members of our Icelandic com-
munity.
☆
Frú Visdís Guðmundsdóttir
Hansson ættuð úr Framnesbygð
í Nýja-íslandi, var stödd í borg-
inni á mánudaginn var á leið til
heimilis síns í Chicago, en þar
er hún gift manni af sænskum
ættum; í för með henni var son-
ur hennar um tvítugsaldur, er
les íslenzku og kaupir bækur frá
íslandi; þau.mæðginin, sem bæði
hafa mikið yndi af hljómlist
voru að svipast um eftir íslenzk-
um hljómplötum og varð nokkuð
ágengt í því efni.
SONGS OF THE NORTH
By S. K. HALL, Bac. Mus.
JUST PUBLISHED—
Volume III—Ten Icelandic Songs
wlth English Translation and
Piano Accompaniment.
Price per copy—S2.00
On Sale by—
S. K. HALL, Wynyard, Sask.
— DÁN ARFREGN —
Clarence Valdimar Thor
Josephson var fæddur að Mozart,
Sask., þ. 24. febrúar 1933. Hann
dó af slysi þ. 2. september s.l., 21
árs gamall. Foreldrar hans eru
hjónin Thorfinnur og Margrét
Josephson að Mozart, Sask.
Systkini hans eru Mrs. Harold
Skafel að Mozart, Gylan
Frederick og David, í foreldra-
húsum. Clarance h. var sérílagi
efnilegur piltur, námfús og
ástundunarsamur og hvers
manns hugljúfi. Hann var búinn
að kenna við skóla í þrjú ár og
var að búa sig undir að fara í
háskólann (University) í Saska-
toon í haust til að fullnuma sig
í kennslustarfi. — Jarðarförin
fór fram frá Sambandskirkjunni
í Wynyard þann 5. sept. s.l., og
var hún ein sú fjölmennasta
jarðarför, sem sést hefir í byggð-
inni. Táknar það að nokkru ítök
þáu, sem hinn látni og fjöl-
skyldan á í hjörtum fólks. Séra
Jóhann Fredriksson jarðsöng. —
Við vottum fjölskyldunni samúð
okkarí hennar þungu sorg.
' ☆
— DÁNARFREGN —
Elísabet Eyjólfsdóttir Sigurd-
son var fædd á Islandi þann 13.
apríl 1853; hún dó þann 7. sept.
s.l., þá 101 ára og 4 mánaða
gömul. Elísabet var systir Kon-
ráðs Eyjólfssonar frá Church-
bridge, nýlega látinn. Seinustu
fjórtán árin var Elísabet til
heimilis hjá bróðursyni sínum,
Brandi og konu hans Margréti í
Churchbridge. — Jarðarförin var
gerð frá Concordia kirkjunni
norður af Churchbridge þann 9.
sept. Séra Jóhann Fredriksson
jarðsöng.
Þessarar gömlu konu verður
getið síðar af kunnugum.
☆
Miss Marilyn Hurst • fór
þessa viku í heimsókn til móður-
bróður síns og konu hans Dr. og
Mrs. Helgi Johnson, Ruthgar
University, New Jersey. Miss
Hurst er ritfær vel; hefir hún
verið í þjónustu Winnipeg Daily
Free Press í sumar og skrifað
greinar fyrir kvennasíður blaðs-
ins, er vakið hafa athygli. Þegar
hún kemur heim mun hún halda
áfram námi við Manitoba há-
skóla. Hún er dóttir W. D. Hurst,
bæjarverkfræðings og konu hans
Gyðu, dóttur Gísla Jónssonar
ritstjóra.
☆
Mrs. Anna Jónasson frá Gimli
fór skemmtiferð til Chicago ný-
lega.
Veitið athygli!
Glenboro, 9. sept. 1954
Undirritaður verður heima hjá
sér eftir 15. september og tekur
á móti áskriftargjöldum fyrir
Lögberg og óskar eftir því, að
þeir, sem skulda blaðinu, sendi
honum borgun fyrir blaðið við
fyrstu hentugleika. — Eru kaup-
endur Lögbergs beðnir að minn-
ast þess.
Með vinsemd,
G. J. Oleson
☆
Frú Hólmfríður Daníelsdóttir
frá Stórabóli á Mýrum í Austur-
Skaftafellssýslu, sem dvalið
hefir hér vestra síðan í byrjun
júnímánaðar, lagði af stað flug-
leiðis til íslands síðastliðið
mánudagskvöld; á dvöl sinni
hér um slóðir heimsótti frú
Hólmfríður systur sína, Mrs. J.
M. Lynch, sem búsett er í
Regina, Sask., og móðursystur
sína frú Oddnýju Sigurðsson og
börn hennar að Oak View, Man.
Frú Hólmfríður kvaðst hafa haft
ógleymanlega ánægju af heim-
sókninni og bað Lögberg að skila
kveðju til vandamanna hennar
og vina með hjartans þakklæti
fyrir alúðlegar viðtökur.
☆
Mr. J. J. Thorvardson, fyrrum
kaupmaður, kom heim á mánu-
daginn úr vikudvöl hjá ættingj-
um sínum í Cavalier og Moun-
tain, North Dakota; að sunnan
var hann í för með prestshjónun-
um að Mountain og syni þeirra,
en þau brugðu sér norður til
fundar við móður sr. Theodores,
er þar hafði dvalið um hríð, en
ætlaði með þeim suður til
Mountain.
☆
Ungfrú Koibrún Thorhalls, 17
ára, kom frá íslandi til borgar-
innar í fyrra mánuði. Hún er
dóttir Þórhalls Friðfinnssonar,
skraddara í Reykjavík, en hann
og Mrs. G. F. Jónasson eru syst-
kinabörn og býr Kolbrún hjá
Mr. og Mrs. G. F. Jónasson að
132 Oak Street. Hún hefir lokið
prófi við verzlunarskólann í
Reykjavík og kann ensku allvel,
en gengur nú í Kelvin kveldskól-
ann. — Hún gerir ráð fyrir að
dvelja hér að minsta kosti
árlangt.
☆
Nýkomin til Winnipeg er
Solveig Pálsdóttir frá Akureyri í
kynnisför til ættingja hér. —
Foreldrar hennar eru Páll Ein-
arsson og Þóra Steingrímsdóttir
(Jónsson. — Á leiðinni heimsótti
hún föðurbróður sinn á Long
Island, N. Y. Heimilisfang henn-
ar hér verður hjá Mr. og Mrs.
S. O. Bjerring, 550 Banning St.
☆
Framsíðugreinin í fræðslu- og
skemmtideild laugardagsblaðs
Winnipeg Free Press s.l. viku
fjallaði um Mikley, fyrr og síðar.
Fylgja greininni margar ágætar
mýndir bæði af frumherjum og
yngri kynslóð eyjarinnar. Hafa
dagblöð borgarinnar oftar en
einu sinni birt myndir og grein-
ar um þessa gömlu íslenzku
byggð síðan ferjusambandið var
stofnað í fyrrasumar.
☆
Frú Dagmar Thorláksdóttir,
systir Carls Thorlákssonar
skrautmunakaupsmanns, sem
dvalið hefir hjá bróður sínum og
frú í sjö vikna tíma, lagði af
stað heimleiðis til íslands á
mánudagskvöldið var.
☆
Mr. J. Walter Johannson leik-
hússtjóri frá Pine Falls hefir
dvalið í borginni undanfarna
daga.
☆
Mr. Jochum Ásgeirsson for-
stjóri fór suður til Duluth, Minn.,
ásamt frú sinni til að sitja þar
Shriners-þing, er haldið skyldi
þar í borginni, en á slíkum
mannamótum er jafnaðarlegast
mikið um dýrðir.
FJAÐRAFOK
Jón Pétursson læknir
var fyrst djákni á Munka-
þverá, en fór svo að Nesi til
Bjarna landlæknis og lærði hjá
honum læknisfræði 2 vetur,
sigldi til Kaupmannahafnar 1765
og stundaði þar læknisfræði, en
tók eigi próf. Hann var um tíma
læknir á herskipi og fór víða.
Kom út 1772 og var skipaður
fjórðungslæknir á Norðurlandi
1775 og bjó í Viðvík. Espholin
segir að hann hafi verið bækl-
aður á höndum, og Bjarni land-
læknir sagði um hann: „Jón
hefir bæði skarpleik og vilja, en
guð betri hans bágu hendur“. —
Haustið 1801 var hann sóttur til
Magnúsar Stephensens konfer-
entsráðs að Leirá í Borgarfirði.
Á heimleiðinni gisti hann í
Reykholti, kom þangað heill
heilsu að kvöldi 8. október, en
var látinn að morgni. Sagt er að
hann hafi beðið ferðamenn, er
hann mætti á fjöllum á suður-
leið, að bera kveðju sína ekkj-
unni í Viðvík. — Magnús kon-
ferentsráð lét flytja lík hans að
Leirá og kostaði útförina.
Á íslandi fyrir landnámstíð
Galfried af Monmouth (d.
1154) getur þess í sögum sínum,
sem Bretasögur eru ritaðar eftir,
að Arthur konungur færi til ís-
lands. I brezkum annálum er
víðar getið um för Arthurs kon-
ungs til íslands. John de Wavrin
(lifði enn 1469) segir þannig, að
Arthur konungur hafi farið með
lið sitt til íslands (Yzland); hafi
hann barizt þar, sigrað Islend-
inga (Yzlandois) og bælt þá
undir sig. Þess er getið í inn-
ganginum til laga Játvarðs kon-
ungs góða (1042—’46) að Arthur
hafi lagt undir sig íslamd, Græn-
land, Vínland og fleiri lönd. —
De Costa trúir Galfried af Mon-
mouth eins og nýju neti. Hann er
sannfærður um að Arthur kon-
ungur hafi siglt til íslands um
505 með miklu liði, og að þar
hafi þá verið talsverð byggð Ira,
en seinna meir hafi norrænir
víkingar hrakið þá af landi
burt. —(Ólafur Davíðsson).
Fyrir 300 árum
Þá var harður vetur og veðra-
samur (1653). 2. janúar kom
undarlega mikið flóð hér sunnan
lands, sérdeilis austan með, á
Eyrarbakka og víða annars stað-
ar; þar gekk það upp fyrir bæi
og upp á Breiðamýri, braut hús
víða ,skemmdi hey og líka drap
það nautpening og innihesta, þar
sem ekki komst undan; sérdeilis
á Hrauni á Eyrarbakka; þar varð
skaði á húsum og peningum,
fiski, smjöri og mjöli, því
skemmuna tók svo nær alla burt
og allt það í henni var. Svo og í
Einarshöfn drukknaði einn mað-
ur, veikur, í sama flóði, því hann
komst ekki undan. (Fitjaannáll).
Gísli Þorgilsson /
síðast bóndi að Syðra-Seli í
Stokkseyrarhreppi (f. 1800, d.
1858), var heppinn formaður, en
af sumum álitinn of djarfur að
sækja sjó. Hann fékk aldrei, sem
kallað er, austurmál. Hann
keypti hálft skip (áttæring) á
móti Guðmundi bróður sínum á
Litla-Hrauni. Eitt sinn þótti
kveða svo mikið að sjósókn hans,
að formaður einn, Jóhann Bergs-
son á Stokkseyri, vildi gera sam-
tök og banna honum lendingu.
Það væri óhæfa þessir róðrar
hans, sem gætu valdið tjóni, ef
aðrir færu út í ófært að dæmi
hans. Þetta var látið berast hon-
um. Hann brá við og gekk á
fund þeirra þriggja formanna,
sem samtökin voru búnir að
niynda, og sagði þeim: „Ef mér
yrði bannað að setja upp skipið í
lendinguna, stjóra ég það niður
úti á lóninu eða lendi fram und-
an bæ minum, Kalastöðum, en
ekki mun ég sækja minna sjó.
Ég mun fara þegar mér sýnist
fært, en hvað öðrum sýnist,
skeyti ég engu“. Og var svo því
máli lokið. Það var af öfund og
drottnunargirni Jóhanns, að
þessu var hreyft, Hann áleit sig
sem heimabónda hafa myndug-
leika að fyrirbjóða land og lóð
og afstýra máske tjóni. (Guðni
Jónsson: Bólstaðir og búendur).
Draumvísa
Kristín Vilhjálmsdóttir heitir
íslenzk kona, sem um alllangt
skeið hefir átt heima í Noregi.
Meðan hún var heima í æsku,
dreymdi hana eitthvert sinn að
hún heyrði dásamlega fagran
kórsöng og hlustaði lengi á hann
með hrifningu. Hún heyrði
einnig þau ljóð, sem sungin voru.
Var þar á meðal þessi vísa, er
hún mundi þegar hún vaknaði:
Mannsins hái hrokaskafl
hverfur út í geiminn.
Kærleikurinn er það afl,
sem á að sigra heiminn.
—Lesbók Mbl.
„YORKSHIRE POST“ og „THE
Tvær grímur virðast nú
teknar að renna á Breta út
af löndunarbanninu á ís-
lenzkum fiski þar í landi.
Má sjá þess ýmis merki, að
þeir óttist, að Rússar komi í
þeirra stað sem ein þýðing-
armesta viðskiptaþjóð Is-
lendinga, og geti þeim og
samherjum þeirra stafað af
því veruleg pólitísk hætta.
Má t. d. marka þetta af því,
að tvö áhrifamikil blöð þar
í landi hafa nýskeð og með
stuttu millibili rætt þessi
mál frá nýju sjónarmiði.
Hefir einkum annar þeirra,
The Fishing News — sem
ekki hefir alltaf túlkað mál-
stað okkar sem vinsamleg-
ast fram að þessu, svo að
ekki sé meira sagt — dregið
verulega inn seglin í þessu
máli nú upp á síðkastið.
Greinin í Yorkshire Post
Stórblaðið Yorkshire Post
segir í grein þeirri, er það birtir
eftir Harold Champion, sem ný-
lega ferðaðist til íslands, að
löndunarbannið kunni að valda
nýjum erfiðleikum í sambúð-
inni milli austurs og vesturs, en
þó einkum milli Rússa og At-
lantshafsbandalagsins. Segir þar,
að skömmu eftir að löndunar-
bannið skall á í Bretlandi, hafi
Rússar boðizt til að kaupa þriðj-
unginn af allri fiskframleiðslu
íslendinga, og síðar hafa þeir
tjáð sig fúsa til þess að taka þrjá
fjórðu hluta framleiðslunnar.
Hafi Rússar boðið heim við-
skiptanefnd héðan og tekið
henni með kostum og kynjum,
þegar þangað kom. Hafi Islend-
ingum verið tjáð, að enda þótt
hinn forni vinur þeirra, Bret-
land, hafi yfirgefið þá, og Banda
ríkin séu farin að ræða um
hækkaða tolla og álögur g ís-
Jenzkan innflutning þar í landi,
ættu þeir þó hauk í horni, þar
sem Rússar eru, og sá vinur
muni aldrei, aldrei bregðast þeim
í raun!
„Því fer fjarri, að Islendingum
þyki þetta alls kostar slæmar
fréttir“, segir í greininni, — en
þó mun þeim vel ljóst, að Rússar
vilja hafa nokkuð fyrir sinn
snúð, einnig pólitískt hagræði.
En frá beinu viðskiptasjónarmiði
var upphaflega sá hængur á
þessu ráði, að Rússar vildu
gjalda varninginn í fríðu, þ. e.
hafa vöruskipti við Islendinga,
„og það eru takmörk fyrir því,
hvað 150 þúsund manna þjóð
getur notfært sér af því tagi“,
segir þar. — Nú á dögum eru
allir olíutankar á íslandi —
hvaða vörumerki sem á þeim
kann annars að standa, — fullir
af rússneskri olíu. Shell er
„slegið út“, en Rússar hafa tekið
við. Sama máli gegnir og um
ýmsan annan varning, sem Is-
lendingar þarfnast vegna hinnar
MESSUBOÐ
Fvrsta lúterska kirkja
Sr. V. J. Eylands, Dr. TheoL
Heimili 686 Banning Street.
Sími 30 744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
☆
Messur í Norður-Nýja-íslandi
Á sunnudaginn kemur 19. þ. m.
ætla ég að messa á:
Geysir, kl. 2, á íslenzku.
Víðir, kl. 8, á ensku.
Robert Jack
☆
Lúterska kirkjan í Selkirk
Sunnud. 19. sept.:
Ensk messa kl. 11 árd.
Sunnudagaskóli kl. 12
Ensk messa kl. 7 síðd.
S. ólafsson
FISHING NEWS“ ræða málið
öru atvinnuþróunar þar í landi.
Endurnýjun og aukning bifreiða-
kosts íslendinga — en bíllinn er
þeirra þýðingarmesta farartæki
á landi — kemur brátt frá Rúss-
landi. Zims-bíllinn mun koma í
stað Chevrolets. — „Og nú“ —
bætir blaðið við — „hafa rúss-
nesk stjórnarvöld fallizt á, að
ekki sé við því að búast, að ís-
lendingar geti tekið við öllu
meiri varningi í vöruskiptum en
þegar er orðið, og senda þau þvi
afganginn í gulli og amerískum
dollurum“.
— En Rússar hafa líka látið
það ótvírætt uppi, að þeir óski
að ræða aðra hluti í þessu sam-
bandi — ósköp litla smámuni á
borð við herstöðvar Ameríku-
manna á íslandi og þátttöku ís-
lands í Atlantshafsbandalaginu,
segir hið brezka blað. — Og þar
sem Rússar séu nú orðnir hinir
einu sönnu vinir íslendinga, að
þeir sjálfir telja, ætlast þeir auð-
vitað til þess í sambandi við öll
þessi viðskipti og vináttu, að ís-
lendingar láti sig ekki muna um
það, að sparka í endann á Banda-
ríkjamönnum og reki sem snar-
legast slíkan lýð af höndum sér.
Enda hefir það farið svo, segir
blaðið, — að undirróðurinn gegn
verndarliðinu í Keflavík hefir
magnazt mjög síðasta misserið.
Setur greinarhöfundur komu
Ismay lávarðar hingað til lands
fyrir skemmstu í beint samband
við allt þetta ástand og bolla-
leggur um það á ýmsa lund. Loks
klykkir hann út grein sína •—
sem hér hefir aðeins verið end-
ursögð lauslega, og í stórum
dráttum — á þessa leið:
„Allir, sem ég átti orðastað við
á íslandi, fullvissuðu mig um
það, að ríkisstjórnin mundi
halda fast við samninga þá, sem
gerðir voru við Atlantshafs-
bandalagið fyrir fimm árum. Ma
vera, að svo reynist og, en ef til
vill hafa Hull og Grimsby gert
henni fremur erfitt fyrir að
þessu leyti“.
Greinin í „Fishing News“
verður ekki rakin hér nákvæm-
lega í þetta sinn. En þar er vitn-
að mjög rækilega til forustu-
greinar, er „Tíminn“ birti fyrir
skömmu, þar sem málstaður
okkar Islendinga í landhelgis-
málinu og löndunardeilunni er
túlkaður mjög skelegglega. Birt-
ir hið brezka blað margar orð-
réttar tilvitnanir — þýdda kafla
— úr þeirri grein, án þess að
hreyfa nokkrum andmælum af
sinni hálfu, eða draga úr áhrif-
um greinarinnar á nokkra lund-
Allt þetta bendir sterklega í þá
átt, að Bretar séu nú teknir mjög
að ugga um sinn hag í sambandi
við deilu þessa, þyki nú orðið að
henni lítil fremd, enda geti hun
jafnvel haft miður þægileg stor-
pólitísk eftirköst fyrir þá sjálfa
og bandamenn þeirra.
—DAGUR, 11- ágúst
Islenzk málefni blaðamatur á heimsvísu:
Tvær grímur renna á Breta út
af löndunarbanninu