Lögberg - 23.09.1954, Blaðsíða 1

Lögberg - 23.09.1954, Blaðsíða 1
ANYTIME ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 67. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 23. SEPTEMBER 1954 NÚMER 38 Fögur ummæli um píanótónleika Snjólaugar Sigurðsson í Reykjavík Vill fó Indíóna í Senatið Ungfrú Snjólaug Sigurðsson, píanóleikari, hélt tónleika í Gamla-Bíói síðastliðinn föstudag. Ungfrú Snjólaug er Vestur- íslendingur, búsett í New York. Hefir mikið orð farið- af píanó- leik hennar og hefir hún víða haldið tónleika í Canada og Ameríku. Síðastliðinn vetur lék hún í Carnegie Hall í New York. Á efnisskránni voru verk eftir Bach-d’Albert, Schubert, Liszt, Magnús B. Jóhannsson, Barbara Pentland, Ravel og Chopin. Það sem auðkennir leik ung- frú Snjólaugar einkum, er vand- virkni hennar og alvara. Skapið ^ætti stundum hafa lausari tauminn, því auðsætt virðist mér að innra fyrir brenni eldur í sál þessarar listakonu. Kom það meira í ljós í yndisþokka þeim, sem hvílir yfir öllum leik Snjó- faugar og í þeim varma, sem fónarnir túlkuðu undan snilldar- höndum hennar. Meðal verkanna, sem Snjólaug fék, var Prelúdía í nýtízku stíl, rueð ívafi íslenzks þjóðlags, eftir ungan íslending, sem stundað hefur nám í New York um uokkurra ára skeið, Magnús B. Jóhannsson. Var vel til fallið af hstakonunni að taka eitt íslenzkt verk á efnisskrá sína hér heima, en Magnúsi mun Snjólaug hafa hynnzt vestan hafs, þar sem hann hefur stundað tónlistarnám 1 mörg ár. — Vestur-íslenzkir hstamenn beggja vegna hafsins eru beztu fulltrúarnir til að efla Hændsemina og auka kynnin fthlli þjóðabrotanna. í þessum efnum erum við hér heima hvergi nærri nógu vel á verði. Listakonu, eins og Snjólaugu Sigurðsson ber að fagna vel, er hún kemur hingað til lands Garnet Coulter Ungfrú Snjólaug Sigurðsson feðra sinna flytjandi góða list. Áheyrendur tóku leik Snjó- laugar með miklum fögnuði og lék hún aukalög og fékk blóm og mikið þakklæti og hafi hún þökk fyrir komuna hingað. Páll ísólfsson —Mbl., 12. september Demokratar vinna á Mr. John Diefenbaker sam- bandsþingmaður fyrir Prince Albert-kjördæmið í Saskat- chevvan, kveðst munu, er þing kemur saman á ný, beina þeirri áskorun til stjórnarinnar, og þá einkum forsætisráðherrans, að einhver úr hópi hinna áhrifa- mestu Indíána verði skipaður í Senatorsembætti, því þjóðflokk- ur þeirra hafi fyrir löngu verð- skuldað slíka viðurkenningu. Hermenn kvaddir heim Samkvæmt yfirlýsingu frá hermálaráðuneytinu í Ottawa, verða 4,000 canadiskir hermenn kvaddir heim frá Kóreu fyrir næstu áramót, og er undirbún- ingur að heimflutningi þeirra þegar hafinn; það liggur í aug- um uppi, að engan smáræðis flugvéla- og skipakost þurfi til slíkra mannflutninga, en nú hafa allar hugsanlegar ráðstaf- anir verið gerðar til að flýta fyrir framkvæmdum. Við nýafstaðnar prófkosning- ar í Maineríkinu unnu Demo- kratar ákveðinn sigur og hlaut ríkisstjóraefni þeirra mikinn meirhluta atkvæða umfram keppinaut sinn, núverandi ríkis- stjóra; í framboði sínu til annara opinberra embætta innan vé- banda ríkisins, sigruðu Demo- kratar einnig og fara því alveg vafalaust þar með völd að af- stöðnum nóvemberkosningun- um; úrslit þessi hafa vakið mik- inn óhug í herbúðum Republi- cana. í Wisconsin, hinu pólitíska hreiðri Senators McCarthy, hlaut útnefningu af hálfu Republicana andstæðingur McCarthy’s, þó báðir séu af sama flokki, og slíkt hið sama gerðist í 1. kjördæmi New York-ríkis; það sýnist því svo eins og sakir standa, að í pólitískum skilningi séu Re- publicanar með lík í lestinni þar, sem Senator McCarthy er. Úr borg og bygð Arni G. Eggertson, Q.C., kom heim á laugardagsmorguninn austan frá Ottawa, en þar dvaldi hann nokkra daga lögfræðilegra erinda. ☆ Mr. K. W. Johannson forstjóri og frú komu heim síðastliðinn mánudag eftir nokkurra daga dvöl suður í Minneapolis, Minn. ☆ Hinn kunni atorkumaður Randver Sigurðsson bygginga- meistari hefir tekið að sér fyrir sambandsstjórn aðgerð og endur- nýjun stórhýsis hér í borg- inni fyrir hundrað sextíu og fimm þúsundir dollara. ☆ Mr. og Mrs. H. R. Nichols frá Edmonton komu til borgarinriar í fyrri viku í þriggja vikna heimsókn til vina og vanda- manna. Mrs. Nichols er dóttir Mrs. G. P. Thordarson. Til Richards Beck í tilefni af heimsókn hans 1954 Nú faldar íslands sínum sumarskrúða og sólin gyllir brattan fjallahring. Blómin vagga vot í daggar úða, vorsins raddir hljóma allt um kring. Það er að fagna sínum kæra syni, og sýna virðing fósturlandsins vini. Við bæjarstjórnarkosningarn- ar. sem fram fara hér í borg Seinni part næsta mánaðar, leit- ar kosningar til 7. kjörtímabils núverandi borgárstjóri Garnet Coulter, sem gegnt hefir þessu vjrðulega embætti samfleytt í tólf ár, eða lengur en nokkur annar maður; næstur honum að einbættislengd var Ralph H. Webb. Mr. Coulter hefir reynzt em- L>aetti sínu vel vaxinn, enda er hann háttvís drengskaparmaður; Sennilega verða fjórir keppi- nautar um borgarstjóraembætt- um frambjóðendur, auk Mr. Coulters er þegar vitað, þá George Sharpe bæjarfulltrúa og ^’Hiam Kardash, kommúnista- Prngmann í fylkisþinginu fyrir '^innipeg North. Þá þykir og ®ýnt, að C. C. F.-sinnar velji sér °rgarstjóraefni innan skamms. Hann lagði ungur upp í víking vestur, með vonir djarfar, sem að fylltu hug, vann þar lönd og lýði, frama gestur er lýsti fornum Egils-kappa dug. Þó vó hann ei með vígabrandi neinum, en vizku og kostum mannkærleikans hreinum. Heill þér vinur hrópa Islands vættir frá hlíðum smala upp að jökulstól, strengir Braga, meir en þúsund þættir, þreyta lag úr álfaborg og hól. Bóndinn gamli þrumar Vikivaka, vorsins gróðurdísir undir taka. Þú ert og verður þjóðar þinnar sómi, og því svo kært, að sjá þig kominn heim. Um þig stendur vörð sá vorsins ljómi sem vitni bera þér í álfum tveim. Það ber svo hátt þitt frónska frama merki, sem fylgir þér í hverju þínu verki. Heill í sigri, unga Islands arfi, öflin máttarvalda fylgi þér, og styrki þig í stóru og smáu starfi — er stuðlabundin hjartans ósk frá mér. — Svo bregst þér ei, með bróðurhug og snilli, að brúa djúpið heimsálfanna milli. Hjálmar Þorsteinsson frá Hofi TÍMINN, 5. sept. 1954 Dregur sig í hlé af vettyangi stjórnmóla Thomas E. Dewey, rikisstjóri Þrátt fyrir þrábeiðni flokks- bræðra sinna- um að bjóða sig fram til ríkisstjóra í New York á ný við kosningarnar, sem fram fara í Bandaríkjunum þann 2. nóvember næstkomandi, hefir Mr. Dewey ákveðið að draga sig með öllu í hlé af vettvangi stjórnmálanna og taka upp lög- mannsstörf að nýju; hann hefir gegnt ríkisstjóraembætti í þrjú kjörtimabil við hinn ágætasta orðstír, en telur nú embætti þetta orðið slíkt bákn, að það gangi manndrápsverki næst að gegna því svo vel sé; laun ríkis- stjórans eru $50,000 á ári, auk risnufjár og eftirlauna; lög- Dregur sig í hlé um stundarsakir Peter D. Curry 1 síðastliðin fjögur ár hefir Peter D. Curry veitt forustu skólaráði Winnipegborgar, en hefir nú lýst yfir því, að hann gefi ekki kost á sér við næstu bæjarstjórnarkosningar; hefir hann notið almenningsorðs sakir óhlutdrægni og hagsýni. Mr. Curry veitir forustu umsvifa- miklu fésýslufyrirtæki hér í borg inni; hann er íslenzkur í móður- ætt, sonur hinnar kunnu áhuga- og þrekkonu frú Berthu Curry, dóttur Daníel Sigurðssonar pósts, sem búsett er í San Diego, California. Mr. Curry er mikill áhugamaður um opinber mál, og mun, ef að líkum lætur, leita kosningar til sambandsþings áður en langt um líður. mannafélag í New York hefir boðið Mr. DeYey $150,000 árs- laun, en hann kveðst heldur vilja sigla sinn eigin sjó. Mr. Dewey bauð sig fram af hálfu Republicana við forseta- kosningarnar 1944 og 1948, en beið lægra hlut í bæði skiptin. Bjargaði dreng frá drukknun Frá fréttaritara Tímans á Þórshöfn, 2. ágúst Ungur maður stakk sér. til sunds fram af hafnarbryggj- unni hér í gær eftir dreng, sem fallið hafði í sjóinn og bjargaði honum frá drukkn- un. Var þessi björgun fram- kvæmd bæði af snarræði og áræði. Laust fyrir klukkan 16 í gær hjólaði átta ára gamall drengur, Hilmar Arason, fram af stein- bryggjunni í Þórshöfn. Gat hann ekki stöðvað sig og hjólaði fram af bryggjukantinum. Um leið og drengurinn hljólaði fram af bryggjunni festist hjólið á bryggj ukantinum. Drengur kallar á hjálp Annar drengur var þar nær- staddur og sá, er Hilmar féll í sjóinn. Gerði hann þegar aðvart um það. Ungur maður, Bjarni Þórarinsson, kennari, hljóp þá til og varpaði sér til sunds. Tókst honum að bjarga Hilmari. Var björgun þessi unnin af snarræði og áræði. —TÍMINN, 2. ágúst Tap vegna ofdrykkju Mr. Ralph M. Henderson iðn- fræðilegur ráðunautur við Yale Centre of Alcoholic Studies lét svo ummælt í ræðu, er hann flutti í Edmonton, að árlegt at- vinnu- og iðnaðartap í Banda- ríkjunum af völdum ofdrykkju, næmi hvorki meira né minna en fullri biljón dollara, og væri það þar af leiðandi öllum heilskygn- um mönnum ljóst hvert stefndi ef eigi yrðu skjótar og róttækar ráðstafanir gerðar til að ráða bót á bölinu. Verður undir í kosningum Við nýlega afstaðnar fylkis- kosningar í Schesvig,Holstein beið hinn kristilegi lýðræðis- flokkur Konrad Adenauers ríkis- kanzlara tilfinnanlegan ósigur og hafa úrslitin veikt aðstöðu hans til muna; í áminstu fylkis- þingi eru 60 þingsæti og fengu jafnaðarmenn hreina meirihluta; báru forustumenn þeirra Aden- auer það á brýn í kosningarimm- unni, að hann hefði Bandaríkin fyrir átrúnaðargoð. Norðmenn heiðra dr. Richard Beck Á ársfundi allsherjarfélags Norðmanna, — Nordmanns- Forbundet, sem haldinn var í Osló seinni partinn í júní, var dr. Richard Beck prófessor sæmdur heiðursmerki félagsins, samkvæmt tilkynningu frá rit- ara þess. Er dr. Beck veitt viðurkenning þessi í þakkarskyni fyrir störf hans í þágu félagsins, en hann hefir um langt skeið verið full- trúi þess 1 Grand Forks, en fé- lagið, sem vinnur að viðhaldi sambandsins milli Norðmanna erlendis og heima fyrir, er mjög fjölmennt og hefir deildir í mörgum löndum og álfum heims. Morgunblaðið, 31. júlí 1954 Sjötugur Halldór Sigurðsson Hinn 15. þ. m., átti Halldór Sigurðsson byggingameistari sjö tugs afmæli; hann er fæddur að Svignaskarði í Mýrasýslu, sonur hinna kunnu merkishjóna Sig- urðar Sigurðssonar og konu hans Ragnheiðar Þórðardóttur frá Leirá. Halldór kom ungur til þessa lands og hefir um langt skeið gefið sig við byggingáriðnaði hér í borginni; er hann drengur góður og hinn ábyggilegasti um alt; hann er tvíkvæntur, fyrri kona hans Þorgerður Hördal, látin fyrir allmörgum árum, en hin seinni Rannveig, ættuð úr Nýja-íslandi, báðar hinir beztu kvenkostir. Halldór á eina dótt- ur af fyrra hjónabandi, Mrs. Forest, og uppeldisson, er hann ættleiddi, Melvin, sem er með- eigandi í byggingariðnaði hans. Að kvöldi afmælisdagsins höfðu þau Halldór og frú fjöl- ment og virðulegt boð inni á. hinu vingjarnlega heimili þeirra 525 Arlington Street, þar sem hvorki skorti risnu, gleði né góðan fagnað. Halldór Sigurðsson er manna félagslyndastur, er jafnan hefir lagt fram ríflegan skerf til ís- lenzkra mannfélagsmála.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.