Lögberg - 23.09.1954, Blaðsíða 2

Lögberg - 23.09.1954, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 23. SEPTEMBER 1954 Jón Jónsson: Heimsókn til Haiti ORT AU PRINCE er höfuð- borgin í negralýðveldinu Haiti. Stendur hún við botn Gonaives-fiarðarins á glæsilegu bæjarstæði. Fjöllin há allt í kring. Við fyrstu sýn úr lofti sýnist borgin líka falleg, enda ber þá mest á veglegum turnum Notre Dame Basilica og stíl- hreinni forsefahöllinni. En við nánari kynni kemur í ljós, að glæsileiki er ekki aðaleinkenni Port au Prince. Farangurs og vegabréfaskoð- un gekk greiðlega. Allir em- bættismenn kolsvartir, miklir á lofti og talandi golfrönsku í þokkabót. Port au Prince Ferðamannahótelin eru öll uppi í hlíðum í útjaðri borg- arinnar. Leiðin þangað, frá flug- vellinum, liggur í gegnum aðal- bæinn á láglendinu, við fjarðar botninn. Það var um tuttugu mínútna akstur að Hotel Sans Souci, þar sem ég hafði pantað gistingu. Þykist ég vita að ég muni hafa haft augun á stilkum og gapandi munn af forundrun alla þá leið. Fyrst og fremst vakti kvenfólkið athygli mína, þó ekki fyrir fegurðarsakir held- ur vegna búnaðar og þeirra byrða, sem það bar. Kerlingar á öllum aldri þrömmuðu um göt- urnar með heila hestburði af alls kyns varningi á höfðinu. Þær voru hnakkakertar og höfðu al- veg sérstakt göngulag til þess að farmurinn héldi jafnvægi. Sum- ar voru í strigaserkjum og leyndi sér ekki að þeir voru sniðnir úr pokum. Mátti lesa framan á þeim ýmsar áletranir, svo sem Pills- bury’s Best og Ful-O-Pep Lay- ing Mash. Svo voru heilar hers- ingar af kvenmönnum ríðandi klofvega á klyfjuðum ösnum. Skildi ég ekki í fyrstu hverskyns vöruflutninga var hér um að ræða en komst að því síðar, að þetta var daglegt brauð. Kven- fólkið nota þeir hér til áburðar. Ekki gekk þetta þegjandi fyrir sig og ringulreiðin á umferðinni var óskapleg. En karlarnir löbb- uðu um letilegir eða hímdu við húshorn. Þeim var það ekki láandi í þessum hita. Veðursæld er mikil í Port au Prince. En þótt hitinn sé mikill er hann ekki óþægilegur vegrta þess hversu raki er lítill í loft- inu. Hér er lygnara en víðast á ströndum Vestur-India og veld- ur því lengd fjarðarins og hæð fjallanna. Úthafsgolan nær hér sjaldan inn. Þetta fyrsta kvöld í Port au Prince neytti ég miðdegisverðar á Hotel Sans Souci. Þar er mat- ast á útipalli. — í byrjun mál- tíðar var ennþá bjart en innan stundar var komið myrkur. í hitabeltinu skellur nóttin á í hendingskasti, þegar hennar tími er kominn. Það er tæplega hægt að tala um rökkur, cins og við þekkjum það norður frá. Pall- urinn var vel upplýstur, ég sat úti við brún og sneri baki að nóttunni. Fyrir aftan mig er hvíslað: „Sir, Boss“. Ég held áfram að borða og læt sem ekkert sé. En það verður ekki um það villst að þessi myrkrarödd vill hafa samband við mig, því hvíslingunum held- ur áfram. Mér fer að veitast erfitt að tyggja kjötbitana 56 sinnum og mér verður það Ijóst, að eitthvað verður að gera. Ég sný mér við og sé glitta í tvö augu og skínandi djásn, alsett gimsteinum. Rödd úr myrkrinu býður mér demantsdjásnin fyrir sama sem ekki neitt. Með' því að sýna talsverðan myndugleik tekst mér að losna við þennan ágengna sölumann. En litlu síðar kemur annar, sem réttir að mér fagurlega ofnar körfur. Svo koma tveir náungar, sem bjóð- ast til að veita mér leiðsögu til voodoo-dansa hinna innfæddu. Það myndi verða ógleymanlegt æfintýri. Öll þessi þingun fer fram án þess að ég sjái nema rétt útlínur og augu kaupa- héðnanna. Loks koma svo þrír músikalsk- ir villimenn. Setjast þeir við fót- skör mína, á pallbrúnina, og taka að spila og syngja angur- vær negralög. Þolinmæði mín var nú þrotin, enda vissi ég að allt voru þetta atrennur að pyngju minni. Ég kallaði því á þjón og heimtaði að hann sæi til þess að ég hefði matfrið. Upp frá því var ég að mestu látinn í friði, en ég sá það síðar, að ferða- langar fengu allir þessa meðferð við sína fyrstu máltíð. Var oft gaman að sjá hvernig þeir brugð- ust við. Gagnaði þeim það jafn- an lítið að leita á náðir þjón- anna. Þeir þóttust hvorki heyra né sjá. Hafa vafalaust verið í vitorði með samsærismönnum. Þó tóku þeir venjulega á sig rögg, þegar aðkomupiltar settu hljómsveit á laggirnar í sam- keppni við „hljómsveit“ hótels- ins. . . Það, sem mig furðaði mest á, var þolinmæðin og hin þráláta viðleitni negranna, því að aldrei varð ég var við að neitt yrði úr kaupskap. Get mér þess til, að þeir hafi þó töku sinnum náð í íórnarlömb, sem gerðu þessa at- vinnu lífvænlega. Haitimenn líta á ferðamann- inn sem alveg sérstakt afbrigði mannkynsins. Hann er í þeirra augum „homo money“. Allir ferðamenn eru milljónerar, bornir til að sáldra út peningum meðal hérlendra manna. Þeir vilja allt sjá, skoða og kaupa. A því er enjginn efi — þar til annað reynist. Hunda konsert Um ellefu leytið tók ég á mig náðir. Skreið in,n í moskító-net, sem hékk úr lofti herbergisins og umlukti rúmið. Net þessi eru þéttriðin og valda.mörgum köfn- unarkennd, sem ekki eru þeim vanir. En ekki tjóaði um það að hugsa. Blóðþyrstar moskító- flugurnar suðuðu allt um kring. Þetta eru útspekúleruð kvikindi. Sá ég ekki betur en þau væru að rannsaka hvort hvergi væri veila á netinu. Alls konar hita- beltishljóð bárust inn um glugg- ann. Gat íslendingur sofið við þessi skilyrði? Svo spangólaði hundur og síðan annar á næsta leiti. En hvað var það hjá því, sem koma skyldi. Uppi í hlíðunum hófust nú voodoo-dansar blökkumannanna. Hið taktfasta hljóðfall afrík- anskra trumbara yfirgnæfði öll önnur hljóð næturinnar. Nei, ónei. Þetta var aðeins signalið. Skyndilega hófu hundrað þús- und hundar upp raddir sínar og spangóluðu þann furðulegasta samsöng, sem nokkurt mannlegt eyra hefir orðið að heyra á þess- ari jörð. Þarna voru litlir hund- ar með mjóa, skerandi tóna og stórir hundar með þungar bassaraddir; glaðir hundar, hundar í sorg, ástfangnir hund- ar. Trumbuslátturinn úr hlíð- unum og allar þessar raddir sameinuðust í synfóníu, sem var í senn kveinstafir og lofsöngur til lífsins. Ég hef aldrei verið sérlega mikið fyrir konserta, og þegar þessu hafði farið fram í nokkrar stundir var ég með öllu hættur að sjá björtu hliðina á málinu. Þó sættist ég við tilveruna, þeg- ar konsertinum skyndilega lauk klukkan um hálf-fjögur. Nú ríkti algjör kyrrð og nú bjóst ég við að sofna. Kirkjuklukkan sló fjögur og eftir nokkrar mínútur sló önnur kirkjuklukka fjögur. Svo leið díykklöng stund og þá sló þriðja kirkjuklukkan fjögur. I sömu Andrá skall konsertinn yfir á ný, hálfu magnaðri en fyrr. Þegar loks færðist yfir mig mók, var samúð mín með hundum við frostmark. — Svartir kóngar — Haiti heitir vesturhlutinn á eynni Hispaniola en á austur- hlutanum er Dominikanska lýð- veldið, sem einnig er nefnt Santo Domingo. Þetta eru nú sjálfstæð ríki, sem eiga að nokkru sameiginlega sögu. — Kolumbus fann eyna árið 1492 og er gizkað á að Indíánar, sem fyrir voru hafi numið einni milljón. Tókst Spánverjum að drepa þorra þeirra á nokkrum árum. Frakkar tóku að nema land á eynni, sérstaklega vestur- hlutanum og fluttu þangað mik- inn fjölda þræla frá Afríku. Urðu þrælarnir brátt í miklum meirihluta. Eyjan var samt öll á valdi Spánar þar til 1697 en þá eignaðist Frakkland þann hlut- ann, sem nú heitir Haiti. Frakkar hugsuðu um það eitt, að hagnast á nýlendu sinni og fóru með svertingjana eins og þeim bauð við að horfa. Undu svertingjarnir illa yfirráðum þeirra sem von var. Áhrifa frönsku stjórnarbylt- ingarinnar 1789 gætti mjög vestur á Haiti og kom hún af stað frelsisbaráttu, sem lauk með fullum sigri Haitimanna. En sú barátta varð löng og» blóði drifin. Uppreisn negranna hófst á því að þeir drápu 2000 hvíta menn og brenndu 200 stóra búgarða til ösku. Þeir hvítu hefndu þess- ara aðfara með því að drepa fimm svarta fyrir hvern einn hvítan. Líkin hengdu þeir upp í tré meðfram þjóðvegunum. Barátta negranna var skipu- lagslaus. Hryðjuverk — morð og brennur — voru daglegt brauð, en markvissa forystu skorti. Kom þá til sögunnar Toussaint, sem hlaut viðurnefnið L’Over- ture. Hann kom skipulagi á hinar dreirðu sveitir Haitimanna, batt enda á hryðjuverkin og leiddi þjóðina í frelsisstríð. Toussaint er af mörgum talinn merkasti höfðingi, sem Haiti hefir átt. Hann var harðskeytt- ur atorkumaður, en var þó jafn- an mildur og sáttfús við yfir- unna fjandmenn. Toussaint átti í höggi við hvert stórveldið á fætur öðru, Spán, England og Frakkland og hafði jafnan sigur. Napóleon sendi mág sinn le Clerk hers- höfðingja til Haiti með mikið lið og fengu hersveitir hans háðu- lega útreið. Sextíu þúsund Frakkar lágu í valnum og höfðu hersveitir Nopóleons ekki beðið annan eins hnekki áður. Le Clerk var hinn færasti maður en ófyrirleitinn og sveifst einskis. Hann sendi boð til Toussaint og bað hann að koma til fundar við sig, til friðarsamninga. — Orð- sendingunni fylgdu hátíðleg lof- orð og fullvissanir um að Tous- saint skyldi óáreittur. Þegar Toussaint kom til ráðstefnunnar, gripu hinir frönsku hermenn hann og vörpuðu honum í fang- elsi. Var Toussaint síðan fluttur til Frakklands og geymdur í dyflissu suður við landamæri Svjsslands. Hlaut hann þar svo illa meðferð, að hann lézt innan árs. Sýnir það nokkuð skapgerð hans er hann í fangelsinu mælti við son sinn: „Drengur minn. Það á fyrir þér að liggja að fara aftur til Saint-Dominque. Gleymdu því, að Frakkar myrtu föður þinn“. Eftirmaður Toussaint í valda- stól var Jean Jacques Dessalines. Negrarnir höfðu haft mikla ást á Toussaint og voru Frökkum æfareiðir fyrir svikin. Veittist Dessalines auðvelt að eggja þá til dáða. Dessalines var villi- maður í samanburði við Tous- saint, en var þó miklum hæfi- leikum gæddur. Árið 1804 lýsti Dessalines yfir sjálfstæði Haiti. Hann kallaði sig Jacques I. og þótti ekki minna duga en keis- aranafnbót. En dýrð hans stóð ekki lengi. Hann var myrtur eftir að hafa verið við völd í tvö ár. Við völdum tók Henry Christophe, sem síðar varð Henry konungur fyrsti. Sagan hefir fellt ærið misjafna dóma um Christophe. Er af ýmsum talið að hann hafi verið frekar ómerkilegur hávaðamaður, kjark mikill en grimmur. Aðrir skipa honum í flokk merkustu þjóð- höfðingja. John W. Vandercook segir t. d. í bók sinni Black Majesty: „Það voru tveir menn, sem báru höfuð og herðar yfir samtíðina, Napóleon og Henry Christophe konungur Haiti“. Hvað sem um Christophe má segja, þá verður það ekki af honum skafið, að hann var að- sópsmikill persónuleiki og hann lét eftir sig mannvirki, sem ein- stæð eru. Menntun hlaut Christophe enga. Þegar hann var orðinn ein- valdur, þá rétt gat hann klórað „Henry“ á konungleg bréf og til- skipanir. Á únglingsárunum var hann á tímabili til sjós, varð síð- an hestastrákur hjá hóteleig- anda. Eftir það varð hann um- sjónarmaður á billiardstofu. Toussaint kom auga á hinn unga mann í her sínum og gerði hann að undirforingja. Christ- ophe var þá orðinn risi að vexti. Næstu árin segir sagan lítið af honum. Hann kemur aftur fram á sjónarsviðið, sem liðsforingi og hefir honum verið falið að verja Cap Francois á norður- ströndinni. Le Clerk var að freista þar innrásar en Napóleon hafði falið honum að brjóta alla mótspyrnu á Haiti á bak aftur. Með snarræði og brögðum tókst Christophe a ðveita innrásar- hernum við nám þannig að tími vannst til að brenna borgina, og Le Clerk greip í tómt. Hitasótt hafði leikið her Frakka grátt og nú tók Clerk sjálfur veikina. Eftirmaður hans Rochambeau beið lægra hlut í orustunum við hina svörtu hershöfðingja, Dessalines, Christophe að veita innrásar- öðrum. Þessir viðburðir vöktú mikla undrun um allan heim. Þar kom að Rochambeau gafst alveg upp fyrir Dessalines, sem þá varð forseti Haiti og síðar keisari. Þegar Dessalines hafði verið myrtur, varð Christophe forseti. Brátt urðu væringjar með hon- um og Petion, sem lauk með því að Haiti skiptist í tvennt. Stjórn- aði Christophe norðurhlutanum frá Cap Francois, sem hann nú nefndi Cap Haitien, en Petion varð forseti suðurhlqtans og hafði aðsetur í Port au Prince. Hið litskrúðuga veldi Christ- ophe hefst 2. júní 1911 ,er hann lætur krýna sig Henry konung I. Athöfnin fór fram með þeirri pomp og prakt, sem hæfði aldar- farinu og negrakónginum. Þar skein á gullsett klæði, gullkór- ónu og veldissprota. í kringum konunginn snerist tíguleg hirð, háaðall með bláu blóði. Þar voru fjórir prinsar, átta hertogar — þar á meðal hertogarnir af Lim- onade og Marmelade — fjöldi greifa og minniháttar aðls- manna, allt dubbað til virðinga sinna af Henry kóngi. Henry hafði kvænst dóttur hóteleig- andans, fyrrverandi vinnuveit- anda síns. Sú kona varð nú Marie-Louise drottning. Henry tók nú að byggja nýja höfuðborg, þar sem var þorpið Milot. Byggði hann þar margar íburðarmiklar hallir þar á meðal konungshöllina Sans Souci, sem tók langt fram öllu, sem þekktist í nýja heiminum. Bygging þessi var fjórar hæðir. íbúð konungs, veizlu- og móttökusalir voru klæddir kjörviðum, skreyttir dýrustu veggtjöldum og olíumál- verkum. Annar búnaður var eft- ir þessu. Gólfin voru lögð mosaic. í höllinni var kæliveita. Fjallalæk var veitt undir gólfin og kom hann fram í gosgrunni í hallargarðinum. Skammt frá höllinni lét Henry gera vandaða kapellu, þótt ekki væri hann trúmaður. Henry Christophe hafði barizt fyrir frelsi þjóðar sinnar, en þegar hann var sjálfur kominn til valda, beitti hann slíkri harð- stjórn að slíks þekktust ekki dæmi. Svipan var á lofti og fólkið þrælaði. Laun letinnar var dauði. En sykurekrurnar gáfu ríkulega uppskeru og atvinnu- vegirnir blómstruðu. Ræktun jókst og þorp og bæir stækkuðu. Utanríkisverzlunin óx hröðum skrefum og umheimurinn tók að veita Haiti eftirtekt. Henry kon- ungur var í senn hataður og dáður. Virkið á fjallinu Dessalines hafði lagt drögin að miklu vígi uppi á fjallabrúnum. Það varð hlutskipti Henry að byggja þetta mannvirki, sem stendur eins og þögult vitni um þá sálarlegu umhverfing, sem völd og metorð geta valdið. La Ferriére, eins og Henry kallaði virki sitt, minnir að sumu leyti á arnarhreiður Hitleps, og senni- lega hafa sömu öflin gert þessi tvö furðuverk. Það varð lífstakmark og ástríða Henry að ljúka við La Ferriére. Hann varði síðustu æviárum sínum í þessa bygg- ingu, sem svo varð grafhvelfing hans. Virkið stendur á brún fjallsins Biskupshatturinn, nálega 3000 fet yfir sjávarmáli, Veggirnir, úr grjóti eru tíu feta þykkir og yfir 100 fet á hæð. Það var byggt fyrir 10.000 manna setulið, en gat rúmað 15.000 manns, ef á þurfti að halda. Konungsfjöl- skyldunni voru ætluð rúmgóð salarkynni. Geymslur rúmuðu mörg hundruð tonn af vistum, og þær voru allar fullar á meðan Henry lifði. Þrær og brunnar sáu fyrir vatni. Þrem hundruð fallbyssum var komið fyrir í virkinu. Margar þeirra eru þar enn og kynstrin öli af kúlum. Fjörutíu þúsund rifflar voru geymdir í vopna- búri’, þúsundir sverða og hnífa. Það má nærri geta hvílíkt þrældómsverk það hefir verið að koma byggingarefninu, vopnum og vistum upp fjallahlíðarnar. Fyndist Henry slælega unnið, þa drap hann sjálfur verkamennina, í bræði sinni. Þúsundir létust af ofreynslu. Hatrið á harðstjóran- um magnaðist og ráð voru a lögð um að taka hann af lífi. Frakkar voru nú orðnir afhuga frekari afskiptum af málum Haiti, og þörfin fyrir virkið var raunverulega úr sögunni. En Henry hélt áfram virkisgerðinni hvað sem tautaði. Eftir níu ára konungdóm fékk Henry slag og lamaðist svo að hann gat aðeins hreyft hand- leggi og höfuð. Hann færðist þó í fang að kanna lið sitt utan Sans Souci höll. Með mikilli áreynslu tókst honum að staulast fáein skref, en steyptist þá á höfuðið i aurinn. Þar lá hann í augsýn hersveitanna og aðalsins. Slíka vansæmd gat Henry ekki þolað og litlu seinna skaut hann sig með gullkúlu. Ólgan gegn konungdóminum sauð nú upp úr um allt ríkið. Hallirnar voru brenndar, þar á meðal Sans Souci höll. En La Ferriére mun lengi standa sem minnisvarði um Henry konung fyrsta. Að öðru leyti var vígi þetta vitagagnslaust. Hitt er annað mál, að rústir Sans Souci hallar og virkið á fjallsbrúninni hafa dregið slíkan fjölda ferðamanna til Haiti að gera má ráð fyrir að ferðamannatekjurnar hafi fyrir löngu farið fram úr byggingar- kostnaðinum. Petion, sá sem réði í suðrinu, var mildari maður en Henry Christophe og efldi lýðræðið í sínum landshluta. Hann lagði sjálfstæðisbaráttu Suður-Ame- ríku þjóða lið og veitti Simon Bolivar ómetanlega aðstoð, er frelsishetjan leitaði á náðir hans. Eftir daga þeirri Petion og Henry Christophe tókst Boyer hershöfðingja að ná völdum a Haiti og halda þeim í tuttugu ár. Hann lagði einnig undir sig spanska hluta eyjunnar, en sa hluti gerði byltingu og varð sjálfstætt lýðveldi 1844. Það varð Dominikanska lýðveldið. Sá, sem síðastur var við völd hinna svörtu keisara og kónga var Faustin keisari fyrsti. Komst hann nálægt Henry Christophe í glysgirni og hégómagirnd, en stóð honum langt að baki hvað .hæfileika snerti. Hann var rek- inn í útlegð 1858 og síðan hefir Haiti verið lýðveldi. — Lýðveldið — Þótt Haiti væri nú orðið lýðveldi og löngu laust við af- skipti Frakka, fór því fjarri að ástæður væru góðar í landinu. Fátækt og sjúkdómar þjáðu landsbúa. Skólamennt var engin- Eignaréttur var einskis virtur og ræningjaflokkar óðu uppi. Enn einn þáttur í hinni drama- tísku sögu Haiti hefst 1915, er Vilbrum Guillaume Sam verður forseti. Sam þoldi enga mót- stöðu og lét taka fasta tvö hundruð unga borgarasyni, sem honum þótti ekki nógu liðtækir. Lét hann drepa þá alla í dyflisS' unni til þess að hafa ekki af þeim frekari vanda. Borgarbúar 1 Port au Prince urðu æfir og réðust inn í ’ forsetahöllina. En Sam hafði þá leitað hælis hjá frönsku sendisveitinni. Múgur- inn kærði sig kollóttan um „diplomatiska vernd“ og dro Sam út úr sendisveitinni. Var hann tættur í sundur og höggV' inn níður í spað. Síðan var bit- unum dreift út og suður svo að ekki væri hægt að jarða Sam forseta. Tveimur stundum eftir þenn- an atburð vörpuðu bandarísk her skip akkerum í Port au Prince og Bandaríkin hernámu landið- Stjórnin fékk að sitja til mála- mynda, en Bandaríkin réðu Þvh sem þau vildu. Það má um þa deila, hvað stóð að baki þessu MofómT-iessMom The GTIson "Weather-Maker" Is the most modern development ln the heating indostry. Inside the beautifully styled Steel Cabinet is a leak-proof, welded steel heating unit — a silent automatlc fan—(ong-lasting cleanable fllters — and an automatic humidifler. It sends heated, cleaned and humidified air all through the house — completely changes the air four times every hour. VISIT OR WRITE US TODAY 18" Compleie Forced Air Unii Only $299.50 and up. IMMEDIATE DELIVERY AND INSTALLATION al prices ihal will please you. For DETAILS, FREE ESTIMATES, Write, Phone or See Us or a “Gilson,, dealer today. QÉS 1 1 í—1 Arc-welded Rad- iator is sealed "tight as an egg." No dust, smoke, or gas can escape into the house. Here is a big, sturdy, and lower-priced furnace — made to deliver more heaf from less fuel — more efficient, radiates faster. One piece radiator cannot possibly leak dust, fumes or gas. 18" All-Sieel Furhace wiih Casiing. Only $119.50 and up. Factory Distríbutors: C. A. OeFehr & Sons Ltd. 78 Princess Street, Winnipeg Phone 93-8654 Edmonton, Alta.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.