Lögberg - 23.09.1954, Blaðsíða 7

Lögberg - 23.09.1954, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 23. SEPTEMBER 1954 7 Við eigum að leita vina og viðskipta alls staðar íslendingar hafa sýnt baráttu undirokaðra þjóða gegn nýlenduskipulaginu samúð og skilning. — Vilja að sem fleslar þjóðir fái inngöngu í Sameinuðu þjóðirnar. Samtal við THOR THORS, sendiherra, aðalfulltrúa íslands hjá S. Þ. Thor Thors sendiherra, aðalfulltrúi íslands hjá S. Þ. THOR THORS, sendiherra ís- lands í Washington, frú Ágústa Thors kona hans og Thor sonur þeirra, hafa dvalið hér heima undanfarið. Hitti Mbl. sendiherrann að máli í fyrradag og leitaði tíðinda hjá honum af störfum hans og ýmsu er að þeim lýtur. — Ég hefi verið hér heima í rúman mánuð ásamt konu minni og syni, segir.sendiherrann. Höf- um við lengstum verið uppi í sveit, en ferðuðumst síðan nokk- uð um landið. Á mánudaginn kemur gerum við svo ráð fyrir, uð fara með flugvél frá Loft- leiðum vestur um haf til New York og Washington. — Hvaða verkefni verða næst hendi þegar vestur kemur? — Þegar maður hefir verið þetta lengi í burtu, fer ekki hjá því að ýms málefni bíði, enda þótt sendiráðið hafi verið í ágæt- um höndum, þar sem Pétur Eggertz sendiráðunautur og annað starfsfólk sendiráðsins, sem raunar eru aðeins stúlkur, ungfrú Svava Vernharðs, er verið hefir í þjónustu sendi- ráðsins í mörg ár, og auk henn- ar enskumælandi stúlka frá Canada. Skipti Islendinga við ulþjóðabankann Búast má við, að í haust verði H1 athugunar ýmis málefni varð- andi samskipti íslendinga við Alþjóðabankann og við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn. En báðar þess- ar stofnanir hafa bækistöðvar sínar í Washington. ísland hefir a undanförnum árum leitað til Alþjóðabankans um lántökur til ýmsra helztu þjóðþrifafyrir- taskja, svo sem til Sogs og Laxár- virkjananna, Áburðarverksmiðj- Unnar og til framkvæmda á sviði iandbúnaðarins, og jafnan mætt skilningi og velvild hjá stjórn- ondum bankans. Það má búast við að í framtíðinni munum við enn leita þangað, þegar brýn þörf er fyrir hendi. »Til viðreisnar og framfara“ Bankinn hefir auðvitað sínar akveðnu reglur um lánveitingar, sem fyrst og fremst miðast við það, hversu arðvænleg fyrir- taekin eru að áliti hans, og hversu líklegt er að þau séu til þjóðþrifa. Sjálft nafn bankans skýrir þessa aðstöðu og tilgang stofnunarinnar bezt. En bankinn ^efnist fullu nafni „Alþjóða- oankinn til viðreisnar og fram- fara“ (International bank for re- construction and development). Allar þjóðir, sem eru meðlimir bankans, eiga fulltrúa í yfir- stjórn hans. Kemur hún saman ®inu sinni á ári til aðalfundar. Fulltrúi Islands þar hefir und- anfarih ár verið Jón Árnason ankastjóri. En í framkvæmda- stjórn bankans eiga sæti 18 full- trúar frá hinum ýmsu ríkjasam- oöndum. Hefir ísland undan- farið kosið í þá stöðu með hinum Horðurlöndunum. Nú er þar full- trúi Norðurlanda maður af ís- lenzkum ættum, hr. Erling Sveinbjörnsson, sonur Jóns heit- ms Sveinbjörnssonar konungs- f^tara. Hann var kosinn sam- kvæmt tilnefningu Dana. En rlingur er mikill íslandsvinur °S kann íslenzka tungu. Líklegt að íslendingur verði ^osinn næst í þessa stöðu er kosið á 2ja ára resti og framkvæmdastjórarn- lr eru fastir starfsmenn og laun- aðir af stofnuninni sjálfri. Líklegt má telja að hin Norð- Orlöndin veiti íslandi nú í haust ^tuðning til þess að fá íslending °sinn í þessa stöðu til næstu ^ja ára. Sjálfir framkvæmdastjórar bankans, sem berá hita og þunga dagsins, eru Bandaríkjamenn, enda hafa Bandaríkin lagt fram langmest fé af mörkum til lána- starfsemi bankans. En starfslið hans er fólk alls staðar að úr heiminum. Áður var þar dr. Benjamín Eiríksson, en nú starf- ar Jónas Haralz þar og hefir hann verið sendur með rann- sóknarnefndum bankans marg- sinnis, einkum til landa í S.- Ameríku. Þá mun aðalfundur Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins einnig koma saman seinni hluta þessa mán- aðar. Fulltrúi okkar í aðalstjórn sjóðsins er Björn Ólafsson fyrr- verandi ráðherra. Gjaldeyris- sjóðurinn hefir meðal annars það hlutverk að leiðbeina og fylgjast með í alþjóðlegum gjaldeyris- málum. Aðalframkvæmdastjóri sjóðs- ins er nú Svíinn Ivar Rooth. Sendiherra í mörgum ríkjum — Þú ert líka sendiherra okkar í öðrum ríkjum en Banda- ríkjunum? — Já, en sendiherrastarf mitt í Washington er auðvitað aðal- starf mitt. En þar að auki er ég sendiherra íslands í Canada, Brazilíu og Argentínu. Jafn- framt hefir sendiráðið í Wash- ington eftirlit með ræðismanns- skrifstofum Islands á Kúbu og í Mexikó. Sendiherrastarfið í Canada er mjög auðvelt vegna þess, hversu lítil viðskipti við eigum við Canada. En ég leitast þó við að koma til Ottawa, þegar eitthvað sérstakt er á ferðinni. En annars eru viðskiptin rekin með aðstoð sendiráðs Canada í Washington og í sambandi við sendinefnd Canada á þingum Sameinuðu þjóðanna. Okkar aðaltengsl við Canadamenn eru vináttu-, menningar- og frændsemis- tengslin við íslendingana í landi þeirra, sem ég leitast við að hafa samband við. Baráttu, aðstöðu og afrekum landa okkar í Vesturheimi hefir svo oft verið lýst hér að alkunn- ugt er. Ég hefi því engu við að bæta, öðru en því, að þessir landar okkar hafa yfirleitt gert íslendingsnafnið að heiðursheiti. Barátta þeirra í þjóðræknismál- unum verður erfiðari með ári hverju og erum við hér heima oft of afskiptalitlir af henni. Færi betur að við vöknuðum til aukinna átaka og veittum aðstoð í þessari göfugu viðleitni landa okkar. Við getum aldrei nóg- samlega metið og þakkað tryggð þeirra, ást og aðdáun á gamla landinu og þjóðinni. Viðskiptin við’Brazilíu aukast — Hvernig ganga viðskiptin við Brazilíu? — Þau hafa aukizt mjög á undanförnum árum. Höfum við selt þangað saltfisk s.l. tvö ár fyrir um 20 millj. kr. árlega. Er sá markaður okkur mjög þarfur og nauðsynlegur vegna þess, að þangað selzt fiskur, sem ekki þykir nógu fallegur til að fara á aðra markaði. Fiskurinn er harð- þurrkaður hér heima og breytist útlit hans við verkunina. En þurrkunin skapar auðvitað mikla vinnu innanlands. í skiptum fyrir fiskinn fáum við aðallega kaffi, og seint vildu íslendingar vilja neita sér um kaffisopann. Þessi markaður gæti enn auk- izt ef við vildum kaupa aðrar vörur frá Brazilíu, og í þeim til- gangi væri mjög æskilegt að ís- lenzkir kaupsýslumenn færu til landsins, athuguðu hvaða vörur væru samkeppnisfærar og festu kaup á þeim til aukinna gagn- kvæmra viðskipta. Við höfum ágæta ræðismenn fyrir okkur bæði í Ríó de Janeiro og Sao Paulo, sem standa í stöð- ugum bréfaviðskiptum við sendi ráðið í Washington. Reyni ég einnig að fara þangað árlega. 0 Unnið að viðskiptatengslum við Argentínu Ennþá hafa lítil viðskipti verið á milli íslands og Argentínu. En það er unnið að því ötullega fyrir milligöngu ræðismanns okkar í Buenos Aires að opna að nýju markað þar fyrir íslenzkan saltfisk. Við höfum nú í ár ekk- ert fiskmagn þangað að selja en vonandi geta viðskipti hafizt á næsta ári. Starfið hjá Sameinuðu þjóðunum — Hvað viltu segja um starf þitt hjá Sameinuðu þjóðunum? — Það á að heita að ég sé hinn fasti fulltrúi íslands hjá S. Þ. og verð ég að reka það starf frá Washington, nema þann tíma, sem Allsherjarþingið situr að störfum. En það stendur vana- lega yfir þrjá síðustu mánuði árs hvers. Nær allar aðrar þjóðir hafa sendinefndir, sem sitja allan árs- ins hring í New York. Vinnur þar fjöldi manns, einkum hjá stórþjóðunum. En jafnvel hin Norðurlöndin hafa þar fast og gott starfslið. Eins og kunnugt er koma alltaf sérstakar sendinefndir að heim- an á hvert Allsherjarþing. Þar sem næsta þing á nú að hefjast 21. þ. m. mun ríkisstjórnin næstu daga ákveða, hvaða menn verða sendir að heiman til þessara starfa. Um 60 mál á dagskrá — Hvaða mál verða efst á baugi á næsta Allsherjarþingi? — Það eru nú þegar komin um 60 mál á dagskrána og eru mörg þeirra gamlir kunningjar frá fyrri þingum. Gildir það t. d. um Kóreumálin, þvP að enn hefir ekki náðzt samkomulag um endanlega skipan þeirra. Mikið starf er framundan til viðreisnar landinu. Reyna allar þjóðir að leggja eitthvað af mörkum til hennar. En hin pólitísku örlög Kóreu eru í höndum stórveld- anna. Þetta sama gildir um mörg helztu deilumál alheimsins, því eins og kunnugt er hafa stór- veldin hvert um sig neitunar- vald í Öryggisráðinu. Og vitan- lega gætir áhrifa þeirra stórkost- lega í meðferð allra mála í Alls- herjarþinginu. Afstaða íslands byggist á utanríkisstefnu þess — Hvað um afstöðu íslands? — Afstaða íslands hlýtur í stærstu málunum að mótast af utanríkisstefnu landsins, sem byggist á þátttöku í Atlantshafs- bandalaginu og samstöðu með hinum vestrænu lýðræðisþjóð- um. Það er eittig svo, að í flest- um málum eigum við samleið með hinum Norðurlöndunum. Islenzka sendinefndin hefir þó oft gengið lengra í hinum svo- kölluðu nýlendumálum en aðrar vestrænar þjóðir. Verður það að teljast eðlilegt vegna sögu okkar og sjálfstæðisbaráttu, sem hlýtur að skapa okkur skilning á bar- áttu annarra þjóða til að ná sjálf- stjórn og sjálfsforræði. íslenzka sendinefndin hefir stöðugt verið þeirrar skoðunar að æskilegt væri, að sem flest lönd veraldarinnar ættu sæti hjá Sameinuðu þjóðunum. En nú bíða 20 ríki inntöku þar, vegna þess að stórveldin hafa ekki get- að komið sér saman um upptöku þeirra. Vonandi getur einhver breyting orðið á því á þessu þingi. íslendingum hefir verið sér- staklega umhugað um það að Evrópulönd eins og Finnland, ítalía, írland og Portugal yrðu tekin upp í samtökin. Við viljum yfirleitt stuðla að því að sem flest lönd taki þátt í samstarfinu þar. Alþjóðleg ráðstefna um verndun fiskimiða — Verða friðunar- eða land- helgismál nokkuð til umræðu á þessu þingi? — Nú nýlega hefir verið lögð fram tillaga frá nokkrum ríkjum um það, að alþjóðleg ráðstefna verði kölluð saman til að ræða um fjárhagslega þróun fiskveiða og verndun fiskimiða. Sú ráð- stefna yrði væntanlega aðallega skipuð fiskifræðingum og öðrum sérfræðingum, eða matvæla- stofnun S. Þ. í Róm yrði látin hafa forgöngu um málið. Að öðru leyti verður þetta mál ekki rætt sérstaklega á Allsherjar- þinginu. Ennfremur hefir komið fram tillaga um að hin alþjóðlega lög- fræðinganefnd leggi fyrir þing S. Þ. árið 1955 álit sitt um auð- æfi sjálfs landgrunnsins. Þetta mál var til umræðu á síðasta Allsherjarþingi. Én íslenzka sendinefndin fékk því þá til vegar komið að tillögur nefndarinnar um landgrunnið yrðu ekki ræddar sérstaklega, heldur yrði þess beðið að álit lægí einnig fyrir um auðæfi hafsins yfir landgrunninu og allt málið í heild. Okkar afstaða er óbreytt, að æskilegast og eðlilegast sé að allt málið verði rætt í heild. En vera má að álit lögfræðinganefndar- innar geti legið fyrir í öllum atriðum árið 1955. I greinargerð tillögunnar um að hraða álitinu um landgrunnið er það greinilega tekið fram að slíkt álit feli ekki í sér neina á- kvörðun um auðæfi hafsins ,og að það atriði sé því óútkljáð, unz tillögur lögfræðinganefndarinn- ar um það liggja fyrir, og þjóð- irnar hafi náð sameiginlegri á- kvörðun í þeim efnum, ef hugs- anlegt væri að svo gæti farið. Gagnrýnin á S. Þ. — Hvað viltu að öðru leyti segja um starfsemi S. Þ.? — Því verður ekki neitað að þær eru oft mjög gagnrýndar. Má það teljast auðvelt verk, þótt ekki fylgi ávalt næg ábyrgðar- tilfinning né þekking hjá þeim, sem slíka dóma kveða upp. Það er að vísu svo, að S. Þ. settu sér hátt mark í öndverðu, þær voru skapaðar í ölduróti og hörmung- um síðustu heimsstyrjaldar. Hugsjónirnar, sem lágu til grund vallar samtökunum voru háleit- ar og draumarnir innilegir. Kyn- slóð eftir kynslóð hefir mann- kynið dreymt um að skapa frið á jörðu. En aldrei höfum við til lengdar getað látið þá hugsjón rætast. Friður, framfarir og velmegun eru aðalhugsjónir S. Þ. Þær hug- sjónir munu lifa á meðan nokkur mannssál má vera frjáls og finna til. Til að vernda friðinn Við megum aldrei gleyma því, að S. Þ. voru skapaðar til að vernda friðinn, þegar talið var að stórveldin myndu sjá um að skapa hann í ófriðarlok. Svo dapurlega og uggvænlega hefir farið, að stórveldin eiga enn í köldu stríði. Þess vegna hefir svo farið að S. Þ. hefir ekki tekizt að leysa ýmis stór deilumál heimsins. Hin öfuga þróun hefir orðið sú, að deilumálin hafa leystzt á lokuðum fundum hinna fáu og voldugu. — Samt sem áður eru S. Þ. vettvangur heims- átakanna í orðum — ræðustóll alheimsins. — Þar eru rökin framborin til sóknar og varnar og fólkinu síðan falið að dæma, að svo miklu leyti, sem það er frjálst hugsana sinna og skoðana. Því verður þó eigi neitað að S. Þ. hafa hjálpað mannkyninu á mörgum sviðum. Þær munu halda því áfram á meðan friður helzt að nafninu til, hversu kaldur sem sá friður kann að vera. Barnahjálpin heldur áfram að seðja svöng börn og hylja nekt þeirra í ótal löndum þar sem skortur og neyð ráða ríkjum. Tæknihjálpin leysir vandamál í fjölmörgum löndum og lýsir þjóðunum fram til aukinnar vel- megunar, aukinnar nýtingar náttúruafla og auðlinda og gefur aukna ávexti af lífsins trjám. Þær veita fjármagni og þekk- ingu þangað, sem skortir afl þeirra hluta, sem gera skal, og vit til verka. Ófriðarblika á lofti Því er ekki að neita, að ófrið- arblika er á lofti í heiminum. Þó má telja að líklegt sé, að eigi komi til ófriðar. Ef til vill má segja að óttinn við þau nær yfir- náttúrlegu drápstæki, sem menn irnir nú ráða yfir, muni hindra að til ófriðar komi. En það er ekki fögur veröld né glæsileg, | sem á óttann að aðalvopni. j — Hvernig kanntu við þig vestra eftir hina löngu fjar- vistir frá Islandi? — Ég hef nú verið í Banda- ríkjunum í rúmlega 14 ár. Vil ég segja það, að ég hefi alls staðar og ætíð orðið var við mik- inn velvilja í garð íslands og Is- lendinga. Stjórnarvöldin hafa á öllum tímum sýnt framfaramál- um okkar mikla velvild og skilning. Almenningur þar í landi er einnig mjög vinveittur íslandi. Bandaríkin eru þjóðfélag, sem er samsett af fólki frá öllum löndum og álfum heims. Þau eru því í rauninni bandalag þjóð- anna í framkvæmd. Því miður þekkja of fáir Islendingar banda- rísku þjóðina og allt of fáir Bandaríkjamenn hafa raunveru- lega þekkingu á íslendingum. Þó er nú svo komið, að Banda- ríkin eru eitt okkar aðalvið- skiptaland eins og sést á því, að undanfarin ár höfum við selt þangað hraðfrystan fisk fyrir um og yfir 100 milljónir kr. Fáum við það greitt í frjálsum gjald- eyri. Eisenhower forseti sýndi ný- verið mikla velvild í okkar garð, er hann vísaði á bug tilraun út- vegsmanna í Bandaríkjunum til að hækka tolla á innfluttum fiski og takmarka innflutning- inn. Lét hann þess sérstaklega getið, að hann hefði ísland í huga í þeim efnum. Leitum vina og viðskiptavina alls staðar — Mér þykir það annars leitt, segir Thor Thors sendiherra, að þess gætir nokkuð hjá okkur hér heima, að við eigum að vingast við eina þjóð eingöngu, en for- dæma aðrar. Mín skoðun er, að við eigum auðvitað að leita vina og við- skipta alls staðar og vera minnug þess að fólkið í heiminum vill hvort öðru vel, og þráir friðsam- leg viðskipti og sambúð. — Þið hjónin eruð á leið vestur aftur? — Já, við fljúgum væntanlega á mánudaginn til heimkynna okkar og starfa fyrir handan hafið. Ég vil að lokum, segir sendiherrann, biðja Mbl., að færa öllum vinum okkar kveðju og þakklæti fyrir auðsýnda gest- risni og mikinn velvildarhug. Okkur þykir leitt, að hafa ekki getað heimsótt fleiri og farið víðar. Það er alltaf dásamlegt, að koma hingað heim og dvelja heima. Landið er alltaf jafn fagurt og frítt og fólkið gott og elskulegt. Framfarirnar blasa við alls staðar, bætt húsakynni og almenn velmegun. Það er mjög vafasamt að nokk- ur þjóð í heiminum búi við al- mennari velsæld en íslenzka þjóðin. Vonandi mun það verða þannig framvegis og alltaf bíða ný og stór verkefni. Við munum fara heim endur- nærð af hinu tæra íslenzka lofti og styrkt af vináttu og velvild, til starfa okkar erlendis að ís- lenzkum hagsmunum. Hinir fjölmörgu vinir Thor Thors og fjölskyldu hans þakka honum fyrir komuna hingað heim í sumar. Islenzka þjóðin árnar þessum glæsilegu fulltrú- um sínum gæfu og gengið í á- byrgðarmiklum störfum þeirra fyrir land og lýð. S. Bj. —Mbl., 5. sept. KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDl Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. SINDRI SIGURJÓNSSON LANGHOLTSVEGI 206 — HEYKJAVIK

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.