Lögberg - 23.09.1954, Blaðsíða 4

Lögberg - 23.09.1954, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 23. SEPTEMBER 1954 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Gefið at hvern fimtudag af . THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENITE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utan&skrift rltstjðrans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 743-411 Verð $5.0U um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg" is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Réttlætismál, sem ekki þoldi lengri bið Er hæztiréttur Bandaríkjanna í maímánuði síðast- liðnum kvað upp þann dóm, að litflokkun nemenda í skólum landsins væri skýlaust brot á stjórnarskránni, mun það hafa verið á flestra vitund, að hvað svo sem ströngustu bók- stafsfyrirmælum leið, myndi þjóðarsamvizkan ekki sætta sig við það, að slíku réttlætismáli, sem hér var um að ræða yrði miklu lengur stungin svefnþorn. Nýr dómsforseti hæztaréttar hafði þá verið skipaður og var sá Earl Warren, fyrrum ríkisstjóri í Californíu, vitur maður og mikill fyrir sér af norrænum stofni kominn í báðar ættir. Sennilega væri það ofmælt, að eigna Mr. Warren allan heiðurinn af lausn þessa langdræga vandamáls, þó lítt muni skiptar skoðanir um, að áhrifa hans hafi allverulega gætt, enda í fylzta samræmi við meðfædda og þroskaða réttarmeðvitund norrænna manna. Mr. Warren fer ekki dult með ætterni sitt; hann heim- sótti land feðra sinna, Noreg, í sumar .skoðaði merka sögu- staði og fanst mikið til um fegurð landsins. — Svo langdregin og rótföst var kynþáttaskiptingin orðin í Bandaríkjunum, þó einkum í Suðurríkjunum, að þess var naumast að vænta, að hún yrði afmáð svo að segja að næturlagi, enda hefir annað orðið uppi á teningnum; ýmis ríki, svo sem Louisiana, hafa í hótunum og jafnvel fengið þing sín til að afgreiða mótmælalöggjöf, en þrátt fyrir slíkan andróður, þarf ekki að efa, að alríkisvaldið hafi áður en langt um líður sitt fram svo að innan vébanda þessarar miklu þjóðar verði frá mannréttinda sjónarmiði séð, ein hjörð og einn hirðir. 1 Columbia-héraðinu, District of Columbia, þar, sem stjórn alríkisins situr og fer með völd, eru Negrabörn í nokkrum meirihluta; nú verður þar eitt látið yfir alla ganga, en með því skapast fordæmi, sem óhjákvæmilegt er, að áhrif hafi á hvert einasta og eitt ríki innan takmarka ríkja- sambandsins og opni augu þeirra fyrir þeirri þjóðarnauðsyn að allir verði jafnir fyrir lögunum. Gunnar Myrdal, er flestum fremur hafði lagt sig í líma um að grandskoða ofan í kjölinn vandamál Negranna í Bandaríkjunum og hina óhollu og ranglátu kynþátta- skiptingu, komst eitt sinn þannig að orði um þetta vandamál: ,,Frá amerísku, þjóðfélagslegu sjónarmiði séð, er kyn- þáttaskiptingin með þjóðinni hvorki meira né minna en vöntun á almennu velsæmi, eða sjálfsagðri réttlætiskend“. Nú hefir velsæmisvitundin vaknað, og verða þá áhrif- um hennar engin takmörk sett. — Eigi hafði hæztiréttur fyr gefið úrskurð sinn, en for- sætisráðherra Suður-Afríku sambandsins, Dr. Malan, fór lítilsvirðandi orðum um Bandaríkin og æðsta dómstól þeirra fyrir afstöðu þeirra til þessa sjálfsagða jafnréttinda- máls, en hann hefir manna mest barist fyrir því, að halda Negrunum í ánauð. Ætli svo geti ekki farið, að hann vakni einhverju sinni við vondan draum, eða þá jábræður hans, sem taka kunna við af honum? Eins og nú hagar til ráða fimm miljónir hvítra manna í Afríku yfir tvö hundruð miljónum Negra; slík hlutföll end- ast ekki fram í aldir. Hver verða þá örlög hinna hvítu yfir- drottnara? Verða þeir sviptir mannréttindum og gerðir að vanmáttkum undirtyllum í þjóðfélaginu? Vonandi ekki. En þeir verða ekki lengur yfirstétt, heldur mega þeir þá telja hlut sínum vel borgið, verði þeir jafningjar hinna bládökku þjóðbræðra sinna. Áminstur úrskurður æðsta dómstóls Bandaríkjanna hefði vel mátt vera feldur löngu fyr, þó betra sé seint en aldrei. ☆ ☆ ☆ Erilsamt ævistarf Utanríkisráðherra Breta, Mr. Eden, á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir; svo má segja að hann sé ávalt á ferðy og flugi dag út og dag inn; hann flýgur af einni ráð- stefnunni á aðra og er í rauninni orðinn gestur heima hjá sér; eftir að Frakkar sálguðu sáttmálanum um varnarbanda- lag Vestur-Evrópu af ótta við fyrirhugaða endurhervæðingu Þjóðverja, tók Mr. Eden sig þegar upp í heimsókn til Belgíu, Hollands, Luxemborgar, Italíu og Frakklands, til að kanna fyrir sér um nýjar leiðir til lausnar þeim vanda, sem skapast hafði vegna afstöðu franska þingsins; 'í öllum þessum lönd- um var Mr. Eden vel fagnað og málaleitanir hans teknar til alvarlegrar yfirvegunar; valdamönnum allra þeirra þjóða, er Mr. Eden heimsótti, nema ef vera skyldi þeim frönsku, sýndist það alveg ljóst, að án þátttöku Vestur-Þýzkalands, yrði varnarbandalag gegn vaxandi áróðri og ásælni af völd- um kommúnista óvirkt í framkvæmd ,og hvort sem Frökk- um líkaði betur eða ver, gæti það ekki dregist mikið lengur að viðurkenna fult sjálfstæði Vestur-Þýzkalands,. er jafn- framt hefði í för með sér rétt til hervæðingar. Valdamenn þeir, er Mr. Eden átti viðræður við, hölluð- ust á þá sveif, að úr því, sem komið væri, myndi ráðlegast að fylgja því fram, að Vestur-Þýzkaland yrði aðili að Norður-Atlantshafsbandalaginu, því slíkri ráðstöfun ættu Frakkar örðugt með að hafna. Mr. Eden er gætinn stjórnmálamaður og spar á loforð; hann rasar sjaldan um ráð fram, og hvort sem hann nokkru sinni verður forsætisráðherra eða ekki, mun hitt víst, að hann verði jafnan talinn í fremstu röð þeirra manna, er með utanríkismál Breta hafa farið. Blómleg byggð a fögrum stað Á Egilsstaðaásunum rís yngsta kauptún Þar er nóg að starfa og myndarleg byggð Fyrstu húsin voru reist fyrir 10 árum Á fögrum stað við Lagarfljót, þar sem vegaskil verða ofan frá dölum og utan af Héraði niður á Firði, er stórbýlið Egilsstaðir. Það stendur á bakka fljótsins, umvafið skógargróðri og liggja að því víðir vellir, en hlíðin, sem upp af rís er öll skógi vaxin og heitir þar Egilsstaðaskógur. Egilsstaðir hafa verið stórbýli um langan aldur og er flestum landsmönnum kunnugt. Hitt vita færri, að á síðustu tíu árum hefir vaxið upp myndarlegt sveitaþorp á ásunum fyrir ofan Egilsstaðabæ, þar sem áður var engin byggð. Hefir það stækkað ár frá ári og er nú orðin mikil miðstöð fyrir Fljótsdalshérað allt, bæði í samgöngu-, verzlun- ar- og atvinnumálum. Þetta yngsta kauptún á ís- landi er byggt ungu fólki að meginhluta dugmiklu og athafna sömu, er búið hefir vel í haginn fyrir sig og sína, byggt sér reisu- leg hús og skapað hið snotrasta byggðahverfi á Egilsstöðum. Blaðamaður Mbl. dvaldist fyrir skömmu nokkra daga í Egilsstaðakauptúni og hitti þar m. a. að máli oddvitann, Svein Jónsson, bónda á Egilsstöðum. Gaf hann ýmsar upplýsingar um fyrstu byggðina þarna, þróunar- sögu kauptúnsins og starf þess og fyrirkomulag í dag. Fyrstu byggingarnar í kaup- túninu voru reistar árið 1944 og er því réttur áratugur síðan fyrsta skóflustungan var tekin þar. Var það læknabústaðurinn og dýralæknisbústaðurinn. Áður hafði Fljótsdalshéraði verið skipt í tvö læknishéruð, úthérað og upphérað ,en þá voru þessi tvö héruð sameinuð og læknin- um fengið aðsetur á Egilsstöðum og jafnframt var honum skipað- ur aðstoðarlæknir. Læknir er nú Ari Jónsson og aðstoðarlæknir Einar Pálsson. I kjallara læknisbústaðarins er einnig sjúkraskýli og eru þar 12 rúm. Starfar þar ein hjúkrunar- kona. Dýralæknirinn á Egils- stöðum, Bragi Steingrímsson, þjónar báðum Múlasýslum og að auki Austur-Skaftafellssýslu. Árið eftir, 1945, var byggt verzlunarhús og sláturhús á veg- um kaupfélagsins á Reyðarfirði, en á Egilsstöðum er nú útibú þess. Jukust síðan byggingar ár frá ári og æ fleiri tóku sér ból- festu í hinu unga kauptúni. Voru byggð þrjú, fjögur hús ár hvert, mestmegnis íbúðarhús. Eru þau nú alls 24 talsins og er eitt í byggingu í sumar. Landið, sem Egilsstaðakaup- tún stendur á, var allt áður fyrr í landi ábýlisjarðarinnar Egils- staðir. Er byggðin hófst voru húsalóðirnar teknar eignarnámi, og er það allmikið svæði, 220 hektarar alls. Var mikið um það rætt á fyrstu árum byggðarinnar, hvaða nafn hinu nýja kauptúni skyldi gefið. Voru uppi um það fjölmargar tillögur manna á meðal og var ein þeirra m. a. að nefna kauptúnið Gálgaás, eftir hinum forna aftökustað, en hóll- inn, sem læknisbústaðirnir standa á, ber það nafn. Nafna- umræðurnar voru þó til lykta leiddar með lögum, sem staðfest voru um kauptúnið, og stofnuðu það jafnframt, 22. maí 1947, en þau heita lög um Egilsstaða- kauptún.Varð það heiti strax al- gengast manna á meðal og erfitt hefði orðið að láta hið forna nafn víkja fyrir nýju. Þá var kauptúnið gert að sér- stökum hreppi með býlinu Egilsstöðum, Kollstaðagerði í Vallahreppi og Miðhúsum og landsins Eyvindará úr Eiðahreppi. — Hreppstjóri er nú Stefán Einars- son, útibússtjóri Kaupfélagsins á Reyðarfirði, en oddviti Sveinn Jónsson eins og áður er sagt. Egilsstaðakauptún er sérstætt allra íslenzkra kauptúna að því, að það mun vera hið eina þeirra, sem hefir verið skipulagt frá upphafi, og jafnframt fyrir þá sök, að því skipulagi hefir al- drei verið breytt. Enn bera göt- urnar engin sérstök heiti, enda ekki orðnar margar, heldur hefir hvert hús sitt nafn, t. d. Hjarðarholt, Hlíðafell, Lágafell, Laufás og Lyngás, rammíslenzk og forn staðaheiti. í kauptúninu hefir þegar verið gerð vatnsveita, rafmagn leitt um það frá 100 hestafla diesel- rafstöð og skólpveita lögð, þótt hún sé ennþá ófullgerð. Helztu hagsmunamál kauptúnsins nú eru m. a. bygging skólahúss og félagsheimilis. Barnakennslan hefir hingað til farið fram á einkaheimilum úti um kauptún- ið og er það mjög bagalegt, sem gefur að skilja. Þá skortir einnig sundlaug, þar sem hvergi í ná- grenninu eru hverir eða heitar laugar. Ibúar Egilsstaðakauptúns eru nú orðnir 160 talsins og fer þeim árlega fjölgandi. Þeir eru flestir komnir úr sveitunum í kring, af Fljótsdalshéraði, en fólk er þar frá öllum Austfjörðum. Mikill hluti landnemanna í kauptúninu er ungt fólk, sem þar hefir sezt að og reist bú. Er það eftirtektarvert, og ber vott um hagsýni og dugnað, að svo til allir búa í eigin húsum, snotrum ein- og tvíbýlishúsum, er þeir hafa sjálfir reist. Efna- hagur fólksins er allgóður og líklega munu hvergi vera fleiri bifreiðar að hlutfallstölu en í kauptúninu, en þar stendur bif- reið við hvert hús. Ekki hefir borið á atvinnu- leysi, en nokkuð hafa menn sótt suður til Vestmannaeyja á ver- tíðina. 1 kauptúninu eru þegar orðnar fjórar verzlanir, þrjár einstaklingsverzlanir og útibú kaupfélagsins á Reyðarfirði. Þar er rjómabú, frystihús, sláturhús, búvélaverkstæði og trésmíða- verkstæði, svo nokkuð sé nefnt, og veita þessi fyrirtæki og önnur næga atvinnu árið um kring. Er einnig leitað til þorpsbúa um ýmsa fagvinnu úr hinum fjölbýlu sveitum umhverfis. Enginn búskapur er rekinn í kauptúninu, en íbúarnir hafa með sér sameiginlegt mjólkur- bú, er telur 20 kýr í fjósi og fullnægir það mjólkurþörfinni. Félagslíf er fremur lítið svo sem gefur að skilja, þar sem ekkert samkomuhús hefir enn verið reist í kauptúninu. Þar eru þó mörg þau félög þegar stofnuð, sem starfa í íslenzkum þorpum og bæjum. Þar er auðvitað kven- félag, ungmennafélag, verka- lýðsfélag, bílstjórafélag, en einn bifreiðarstjóri er í kauptúninu og svo kaupfélagsdeild. Dansleikir eru haldnir öðru hverju í skála er kaupfélagið á. Eitt aðaláhugamál kvenfélags- ins í Egilsstaðakauptúni, er eins og svo margra annarra kvenfé- laga, að byggja kirkju. Eins og sakir standa verða íbúarnir að sækja kirkju fram til Vallaness, en þjónandi prestur þeirra er sr. Pétur Magnússon. Mikill áhugi er fyrir kirkjubyggingu þessari, en framkvæmdir hafa engar verið í málinu gerðar, enn sem komið er. Ekki er nema 51 gjaldandi á útsvarsskrá kauptúnsins og var jafnað niður á síðasta ári um 100 þús. kr. Gefur að skilja, að sú fjárupphæð hrekkur ekki ýkja langt til margvíslegra fram- kvæmda, þrátt fyrir góðan vilja. Hreppsnefndin er nú þannig skipuð, að í henni eiga sæti tveir fulltrúar Sjálfstæðismanna, tveir fulltrúar Framsóknar og komm- únista sameinaðra og einn óháður. Egilsstaðakauptún liggur í þjóðbraut, sem kvíslast í allar áttir. En það er ekki aðeins, að akvegasamband sé greiðfært til þess og frá, heldur er þar ágætur flugvöllur, og eru ferðir um hann fjórum sinnum í viku frá Reykjavík. Byrjað var á bygg- ingu hans fyrir 12—14 árum og hefir hann kostað yfir 1 millj. kr. í byggingu. Er flugbrautin, sem er ein og liggur frá norðri til suðvesturs, 1750 metra löng. Brúin á Lagarfljóti liggur skammt frá vellinum og þarfnast hún bráðrar endurnýjunar. Hún er lengsta brú á landinu, 303 m., og er orðin hálfrar aldar gömul og miklu eldri en henni var ætlað að standa. Ber brýna nauð- syn til þess að byggja nýja brú yfir fljótið hið bráðasta. Landið undir flugvöllinn var einnig tekið eignarnámi úr jörð Egilsstaða um 120 hektarar af hinu bezta ræktunarlandi. Var það tilfinnanlegur hnekkir fyrir Svein bónda, en hann býr hinu mesta myndarbúi á jörðinni með aðstoð sona sinna tveggja, Jóns og Ingimars, en bróðir hans, Pétur Jónsson, býr einnig á Egilsstöðum. Gefur túnið 3—4000 hesta af heyi og eru 30 nautgripir í fjósi. Jafnframt rekur Sveinn bóndi gistihús á Egilsstöðum og rúmast þar um 30 manns. í Egilsstaðakauptúni og hvar- vetna Austanlands heyrir maður um þessar mundir mjög rætt um lausn á rafmagnsmálum fjórð- ungsins, sem nú er á döfinni. Kemur þar tvennt til greina, annaðhvort að virkja Lagarfoss eða fá rafmagnið leitt austur frá hinni nýju Laxárvirkjun. nú brýnasta hagsmunamál fjórð- Er ljóst, að rafmagnsmálið er ungsins og farsæl lausn þess, á hvorn veginn sem verður, undir- staðan undir framförum og at- vinnuþróun á komandi árum. Óvíða mun rafmagn vera dýr- ara á landinu en það, sem' leitt er um Egilsstaðakauptún frá dieselrafstöðinni og er það mikið áhugamál allra íbúanna, að raf- magnsmálinu verði hraðað sem unnt er og viðunandi lausn fáist, er geti veitt ódýrt rafmagn til íbúða og atvinnunota. —■☆•— Egilsstaðakauptún er eitt hinna örfáu kauptúna í sveit hér á landi og það á tilveru sína að þakka hinum fögru og búsældar- legu sveitum, er að því liggja. Það er gott til þess að vita, að við slfk skilyrði skuli vaxa upp Sveitaþorp í stað þess, að fólks- straumurinn liggi hingað suður á nes og til höfuðborgarinnar. Þangað geta bændur leitað um marga þá þjónustu og liðsinni, sem torfengnara væri ella, og þéttbýlið styður með því strjál- býlið. Hin snotru býli og góða af- koma í Egilsstaðakauptúni ber ljósan vott þess, að þar hefir tek- ið sér bólfestu dugmikið og at- orkusamt fólk, og það er ekki að efa, að í framtíðinni á eftir að rísa þar á ásunum veglegur og blómlegur kaupstaður. —Mbl., 8. ágúst The Children's Theatre of Greater Winnipeg For the first time the children of Winnipeg are to have a planned programme of enter- tainment for the winter season. This programme, sponsored by the Children’s Theatre, Winni- peg, includes a marionette show in October, a children’s opera in December, and a stage play in February. An advance ticket sale is proceeding in suburban elementary schools until Mon- day, September 27. This will give suburban children and their parents an opportunity to get their tickets prior to the “Season Ticket Blitz” to take place in city schools, October 1. The Tatterman Marionettes are the first entertainment, at the Playhouse October 23. They will perform The Glowing Bird, the enchanting story of a beauti- ful, bewitched firebird, rescued by a young boy, Ivan and his friends, the Brown Bear and the fairy princess. A special feature of the Tatterman Marionettes is their practice of removing the masking curtains after the per- formance to thow the audience what goes on behind the scenes. The Golden Touch, an opera based on the classical fairy tale of King Midas, has been especi- ally written for Winnipeg children by Walter Kaufman and J. M. Sinclair. It will be presented December 29 and 30. A circus setting, complete with jugglers, clowns, and trapeze artists provides the background for the adventures of young Rupert in John Hirsch’s new play, Rupert the Great, which is scheduled for February 12 and 19. The Children’s Theatre, Win- nipeg was started in 1951 to stimulate local interest in child dramatic training and to sponsor balaced entertainment for chil- dren. It represents the School Board, Parks Board, Home and School Association, Junior League of Winnipeg, churches, drama groups, community clubs and social agencies. í Sparnaður, þægindi, skjólgóð, þessi nær- föt eru frábærlega endingargóð, auð- þvegin til vetrar- notkunar, gerð úr merinoefni. Veita fullkomna ánægju og seljast við sann- gjörnu verði — alveg sérstök nærfatagæði. Skyrtur og brækur eða samstæður handa mönnum og drengj- um. Fræg Síðan 1868

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.