Lögberg - 28.10.1954, Blaðsíða 1

Lögberg - 28.10.1954, Blaðsíða 1
ANYTIME ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 67. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 28. OKTÓBER 1954 NÚMER 43 Miðaldra hjón stukku út af efri hæð brennandi húss Nýtt tímabil rennur upp í sögu Norðurólfunnar Samkomuhúsið á Þórshöfn brann a svipsiundu og lá við að lífijón YrSi. — Konan handleggsbroin- aði og maðurinn risiarbrolnaði. 12 ára drengur hjálpaði yngri dreng úi með áræði og dugnaði Frá fréttaritara Tímans á Þórshöfn. S. 1. sunnudagskvöld á ní- unda tímanum brann sam- komuhúsið Sólbakki á Þórs- höfn til kaldra kola, og komst fólk, er í húsinu var, með naumindum hjá líf- tjóni, en miðaldra hjón, er urðu að stökkva út um glugga af annarri hæð til að „ bjarga lífinu, meiddust mikið við fallið. Samkomuhúsið Sólbakki var allstórt tveggja hæða járnklætt hmburhús og stóð nokkuð af- síðis. Hafði það verið flutt í flek- um fyrir nokkru norðan frá Skálum á Langanesi og sett upp þarna og búið sem samkomuhús. Kviknaði í sýningarvélinni Kvikmyndasýning átti að.hefj- ast 1 samkomuhúsinu kl. 9 og var eigandi hússins og sýningar- riiaðurinn, Aðalbjörn Arngríms- son, að reyna sýningarvél og búa hana undir sýningu. Kviknaði þá í sýningarvélinni og breidd- Ist eldurinn út með ofsahraða, °g var neðri hæðin í þeim enda hússins þegar alelda. Eldurinn gaus upp um gólfið Á efri hæð hússins var íbúð °g bjuggu þar hjón á fimmtugs aldri Steinfríður Tryggvadóttir °g Hólmgeir Halldórsson. Voru þau ein heima, því sonur þeirra var sem betur fór að heiman. Herbergi það, er þau voru í á þessari stundu var beint yfir sýningarklefanum, þar sem eld- urinn gaus upp. Munu þau vart hafa vitað, fyrr en eldurinn gaus UPP um gólfið á milli þeirra. Stukku út um glugga Útganga um dyr af efri hæð- inni var útilokuð, og eldurinn geystist svo brátt yfir, að ekki varð beðið. Fólk var ekki enn farið að koma að, og hátt var til jarðar af efri hæðinni. Höfðu hjónin engin önnur ráð til að bjarga lífinu en stökkva út um glugga á efri hæðinni. Stein- ífíður handleggsbrotnaði við fallið og mun einnig hafa brák- azt talsvert í baki. Hólmgeir ristarbrotnaði, brenndist á hendi °g skarst á fæti. Hrengurinn braut upp hurðina Auk Aðalbjörns voru tveir hrengir í húsinu, staddir á svöl- Um yfir enda salarins. Hét annar Arnar Jóhannsson, 12 ára, en hinn Vilhjálmur Argrímsson, 6 ara. Munu þeir hafa verið að bíða eftir sýningunni. Arnar sýndi nú óvenjulegt snarræði og _ ^ugnað. Lét hann yngri dreng- mn síga fram af svölunum og sleppti honum síðan og stökk svo Uiður á eftir. Þá var útganga um aðaldyr bönnuð, en drengirnir sueru til bakdyra í hinum enda hússins, þar sem eldurinn náði ehki enn til. Hurðin þar var þá negld aftur. Tókst Arnari að brjóta hana upp, en Aðalbjörn mun þó hafa hjálpað honum eitt- bvað við það, og komst hann einnig þar út. Brenndist hann lítilsháttar. Þriðji drengurinn var staddur í salnum, þegar kviknaði í og komst hann út um aðaldyr. Kom nú fólk brátt að, en engin slökkvitæki voru tiltæk á Þórs- höfn, svo að ekkert varð að gert. Húsið var fallið innan klukku- stundar. Innbú hjónanna var mjög lágt vátryggt. A. V. —'TIMINN, 5. október Heimsækir Washington Ríkiskanzlari Vestur-Þýzka- lands, Conrad Adenauer, er nú kominn til Washington í heim- sókn til Eisenhowers forseta og annara valdamanna amerísku þjóðarinnar; er hér um góðvild- arheimsókn að ræða, er styrkja mun pólitískt og efnahagsiegt samband milli þjóðanna. 1 fyrra var Conrad Adenauer kallaður „maður ársins“, og er hann sama hetjan þótt hann svo að segja standi á áttræðu. Líklegt þykir að Adenauer dvelji einn eða tvo daga í Ottawa á þessari pílagrímsför sinni um Nórður-Ameríku. Hér á landi er nú staddur dr. Kenneth Post, prófessor við Cornell-háskólann í New York fylki í Banda- ríkjunum. Er hann fremsti maður á sviði blómaræktar þar í landi, og hefir gert til- raunir, sem valdið hafa miklum breytingum, og jafnvel tvöfaldað uppskeru í sumum tilfellum. Aðalstarf hans hefir verið að rann- saka áhrif birtunnar á vöxt og blómgun jurta. Blaða- maður frá Tímanum ræddi í gær við prófessor Post, en hann var þá með þremur íslendingum, sem stundað hafa nám í Cornell, þeim Jóni H. Björnssyni, skrúð- garða-arktitekt, Óla Val Jónssyni, kennara við Garð- yrkjuskólann, og Haraldi Árnasyni, vélaverkfræðingi. Jón og Óli voru nemendur prófessor Post í Cornell. Prófessor Post kom hingað til lands 30. ágúst, en hann hefir í sumar verið á ferðalagi um Evrópu og heimsótt þar margar tilraunastöðvar. Á sjö ára fresti fá prófessorarnir við Cornell sex mánaða frí til þess að auka þekkingu sína og er prófessor- inn í slíku leyfi. Kom hann til Islands í og með til þess að hitta gamla nemendur sína frá Cornell, svo og til þess að kynna sér blómarækt hér á landi. — Rósirnar hér eru ekki góðar og það hlýtur eitthvað að vera rangt í sambandi við ræktun þeirra. Á íslandi ætti að vera hægt að rækta fegurstu rósir í heimi vegna þess að áhrifa birtu á ræktunina í heild gætir svo lengi, vegna hins langa dags hér yfir sumarmánuðina, sagði pró- fessor Post. Miklir möguleikar eru hér fyrir hendi með blóma- ræktun, en garðyrkjumenn verða að gera sér Ijóst, að annað gildir hér í sambandi við birt- una, en í Bandaríkjunum og Danmörku, sem eru á öðrum breiddargráðum en Island, en flestir garðyrkjumenn hér hafa Frá Lundar, Man. — Níræðisafmæli — S.l. sunnudag var haldið há- tíðlegt níutíu ára afmæli Guð- laugs Sigurðssonar á Lundar að lokinni Guðsþjónustu í Lundar- kirkju. Guðlaugur fæddist á Bryggjum í Austur-Landeyjum í Rangárvallasýslu. Foreldrar hans voru Sigríður Guðlaugs- dóttir og Sigurður Ögmundsson. Móðir hans dó heima, en faðir hans kom vestur árið 1908. Guð- laugur dvaldist lengi í Vest- mannaeyjum og fékkst við ýmsa vinnu og þótti einkum góður sig- maður. Kona Gauðlaugs hét Margrét Árnadóttir og varð þeim þriggja barna auðið. Auk þess tóku þau hjónin tvo drengi í fóstur. Guðlaugur hefur lengi dvalið á Lundar og þar á hann marga góða vini. Hann er um margt vel ern, les mikið og fylgist vel með. Um 70 manns komu saman til að samfagna Guðlaugi og bárust honum gjafir frá vinum sínum. Forseti lút- erska safnaðarins á Lundar færði honum þakkir fyrir ein- staka tryggð við kirkju sína. Ánægjulegt var það og, að báðar dætur hans gátu verið við- staddar. Guðlaugur flytur nú til annarar dóttur sinnar, Mrs. A. Magnússon á 1856 William Ave. í Winnipeg. tekið sér til fyrirmyndar rækt- un í þessum löndum. Það þarf að gera tilraunir í sambandi við ljósið, og þegar hin rétta lausn er fundin, ætti uppskeran og gæði hennar að margfaldast. — Þá er annað í þessu sam- bandi, sem þarf lagfæringar, en það er hve lítið samband er á milli Garðyrkjuskóla ríkisins í Hveragerði og garðyrkjumanna. Þegar einhver garðyrkjumaður gerir uppgötvun, segir hann ekki frá henni, en reynir í þess stað að sitja að henni einn. Þessu þarf að breyta og skólinn og garðyrkjumenn þurfa að miðla hvorir öðrum þeim ár- angri, er þeir ná í starfi sínu. Prófessor Post hefir ferðast: nokkuð um síðan hann kom til landsins. 31. ágúst fór hann upp í Mosfellssveit og skoðaði þar gróðurhúsin. Um kvöldið var haldinn fjölmennur fundur með garðyrkjumönnum að Hlégarði., Prófessorinn rakst á ýmsa vírus- sjúkdóma í gróðurhúsunum, sem menn höfðu ekki gert sér grein fyrir, og einnig var hann hissa á því, hve garðyrkju- mennirnir virtust hræddir við sólarljósið, því á sumum stöðum átti það erfitt með að brjóta sér leið inn í gróðurhúsin. Skýrði hann frá þessu á fundinum að Hlégarði, og sagði, að menri yrðu að notfæra sér birtuna betur, en það kostaði aftur, að meira þyrfti að vökva. Daginn eftir hélt hann í Hvera gerði, og skoðaði gróðurhús. Um kvöldið var fundur að hótelinu þar og sýnir það bezt áhuga garðyrkjumanna, að 10 þeirra, sem voru á fundinum að Hlé- garði mættu einnig í Hvera- gerði. Er því að vænta, að garðyrkju menn hér á landi færi sér í nyt þær upplýsingar og ráðlegging- ar, sem prófessor Post hefir gefið þeim, og vinni að því að margfalda gæði og vöxt upp- skeru sinnar á komandi árum. —TÍMINN, 4. sept. Jorðarför Sigurjóns Jónas- sonar frá Mary Hill fór fram frá Lundarkirkju laugard. 23. okt. s.l. Séra Bragi Friðriksson jarð- söng. Sigurjón var fæddur 15. apríl 1871 á Miðhálsstöðum í Hörgárdal. Foreldrar hans voru Ólöf Sigurðardóttir og Jónas Jónsson. Hann missti ungur föður sinn og giftist móðir hans öðru sinni Bjarna Guðmunds- syni frá Þrastarhæli. Þau hjón eignuðust fjögur börn, Guð- mund, Sigurð, Maríu og Guð- rúnu, sem ein er eftirlifandi. Sigurjón hélt vestur um haf árið 1899 og settist að hjá móður sinni og stjúpa, er þá bjuggu á Bræðraborg í Nýja-lslandi. Þau fluttust síðar til Poplar Park og loks kom Sigurjón í Mary Hill byggðina og dvaldi þar æ síðan. Fyrst vann hann hjá bændum þar og við fiskveiðar á vatninu, en giftist 27. sept. 1909 eftirlif- andi konu sinni Jóhönnu Einars- dóttur og hófu þau búskap þar á jörð foreldra hennar. Jóhanna er ættuð frá Snotrunesi í Borg- arfirði eystra. Barna varð þeim hjónum eigi auðið, en tóku einn dreng í fóstur um skeið. Sigur- jón sál. þótti vænn maður og hraustur til allra verka og drengskaparmaður í hvívetna. Fjölmenni fyldi honum til grafar. ☆ Kveðja til Vestur-íslendings Þegar frú Kristín Pálsson frá Lundar var á íslandi í sumar fór hún til Selfoss sem fulltrúi Lundarbúa til vinabæjarins á Selfossi. Fékk hún bæði innileg- ar og rausnarlegar móttökur og sýndu Selfossbúar með því vilja sinn að styrkja þessi nýstofnuðu vináttubönd sem bezt. I samsæti, er frú Kristínu var haldið, var henni flutt þetta kvæði af skáld- konu, sem nefnir sig Erlu: Svíf þú heiman og heim móti himninum bjarta, auðug að minningum innst þér í hjarta. Árnaðaróskir ótal landa, fylgi þér vestur til fjarlægra stranda. Brúaðu kveðjum bjarta veginn til landanna á hnettinum hinumegin. Þau mikilsverðu tíðindi gerð- ust síðastliðinn laugardag, að níu þjóðir undirskrifuðu samn- ing í París, er veitir Vestur- Þýzkalandi fullveldi og rétt til hervæðingar innan vébanda Norður Atlantshafsbandalagsiris; flest stórblöð Norðurálfunnar telja þetta merkasta viðburð samtíðarinnar síðan seinni heimsstyrjöldinni lauk og reið London Times á vaðið. Nokkurt stímabrak áttl sér stað milli Conrads Andenauer ríkiskanzlara Vestur-Þýzkalands annars vegar og Mendes-France forsætis- og utanríkisráðherra Frakklands hins vegar út af Saarhéruðunum, sem báðir að- iljar þykjast eiga jafnt tilkall Nýr borgarstjóri í St. Boniface Síðastliðinn laugardag fótu fram bæjarstjórnarkosningar í St. Boniface og var fyrrum fylkisþingmaður van Belleghen kjörinn til borgarstjóra með miklu afli atkvæða; hann er af belgískum ættum og veitir for- stöðu hóteli í St. Boniface; hann er maður skyldurækinn um störf og nýtur frábærra vin- sælda í heimabæ sinum. \______________ Veitt móla- færsluréttindi Hinn 5. þ. m. voru ungum, ís- lenzkum lögfræðingi veitt mála- færsluréttindi hér í fylkinu og er sá Mr. Holman K. Olson, sonur Mr. og Mrs. Holman Olson að Taylor Avenue í Selkirk. Hinn nýi lögfræðingur er fæddur í Selkirk 15. ágúst 1928 og þar naut hann alþýðuskóla- og miðskólamentunar; hann lauk B. A.-prófi við United College 1950, en útskrifaðist í lögum nú í ár af Manitobaháskólanum með hárri fyrstu einkunn, enda er hann ágætur námsmaður og skyldurækinn um störf. Mr. Olson hefir nú gengið í þjónustu McLenaghen & New- man í Selkirk; hann er meðlimur íslenzka lúterska safnaðarins í Selkirk og telst einnig til Leifs Eiríkssonar félagsins í Winnipeg. til, en að lokum jöfnuðust svo sakir, að báðir mega vel við una; varð það að ráði, að þessi auð- ugu námuhéruð yrði fyrst um sinn undir eftirliti Evrópu- nefndar. Eftir að áminstir samningar höfðu verið undirskrifaðir á- varpaði Mendes-France frönsku þjóðina og lagði meðal annars áherzlu á það, að upp frá þessu yrði Þjóðverajr og Frakkar að læra að búa saman í sátt og samlyndi. Úr borg og bygð Hinn 9. þ. m., voru gefin saman í hjónaband í lútersku kirkjunni að Ashern, Man., þau Miss Helga Austman og Mr. Alan Evans starfsmaður hjá The Columbia Press Limited; brúð- urin er dóttir þeirra Mr. og Mrs. Jóhannes Aaustman að Silver Bay. Séra Bragi Friðriksson framkvæmdi hjónavígsluna. — Heimili ungu hjónanna verður í Winnipeg. — Lögberg flytur þeim innilegar hamingjuóskir. ☆ Laugard. 16. okt. s.l. voru gefin saman í hjónaband í Lút- ersku kirkjunni á Ashern af séra Bfaga Friðrikssyni Miss Anna Helga Victoria Johnson, dóttir Margrétar og John Johnson á Oak View, og James Barrie Clee frá Ashern. Á eftir fór fram vegleg veizla í Darwin Hall. ☆ — Allsherjarsamkoma — Allsherjarsamkoma sú á veg- um Leifs Eiríkssonar félagsins, Icelandic Canadian Club og Þjóðræknisfélagsins, er sagt hefur verið frá áður hér í blað- inu, verður haldin mánudags- kvöldið 1. nóvember kl. 8 í Clifton-skólanum við Sargent og Telfer. Skemmtiatriði verða þessi: 1. Samkoman sett: Arthur Sveinsson, formaður Leifs Ei- Eiríkssonar félagsins. 2. National Film Board sýnir Islandskvikmynd, tekna á Is- landi fyrir stríð. 3. Kveðja frá Þjóðræknis- félaginu: Valdimar Eylands flytur. 4. Finnbogi Guðmundsson sýnir og skýrir íslenzkar lit- myndir, teknar ' á Islandi s.l. sumar. 5. Kveðja frá Icelandic Cana- dian Club: Walter Líndal flytur. 6. National Film Board sýnir stutta kanadiska kvikmynd. Á eftir verður öllum við- stöddum boðið til kaffidrykkju, og gefst mönnum þar kostur á að kynnast hinu unga náms- fólki af íslenzkum ættum, er nám stundar nú við hina ýmsu framhaldsskóla borgarinnar og boðið hefur verið til samkom- unnar. V Er þess að vænta, að bæjar- búar fjölmenni á samkomuna og fagni þannig hinu unga fólki. ☆ Hinn 22. þ. m., lézt á Almenna sjúkrahúsinu hér í borginni Einar Thompson 87 ára að aldri, hinn mesti skýrleiksmaður og bókhneigður vel; auk ekkju sinnar og barna lætur Einar eftir sig einn bróður, Thord, búsettan í Swan River og bróð- urson í Reykjavík, Andrés Thorðarson. Útför Einars var gerð frá Bardals á mánudaginn. Rev. Graham jarðsöng. Bragi Reynir MINNINGARORÐ frá vinum og vandafólki SVEINN PÁLMASON Fæddur 1877 — Dáinn 1954 A mannfundum hógvær og hljóður hann hlustaði — glöggur á rök. Ef tillaga heyrðist frá honum, var hún altaf sanngjörn og spök. Hann skifti sér ekki af öllu, en átti sín hugðarmál: Hvort þau voru sterk eða stafgeng, þau studdi hann af lífi og sál. Ef ranglæti fanst honum framið og fóttroðin sannleikans hlið, þá reis hann upp stór og sterkur og stóð þar sem skorti lið. Nú fylgja honum fagrar kveðjur, er flytur hann veröld úr, frá vinum og vandafólki — þau vita hvað hann var trúr. Og hvað sem er hinum megin í heimi ’ins nýja lands, þar heilsa með kærleiks kossi þau konan og drengurinn hans. Sig. Júl. Jóhannesson Á íslandi er hægt að rækta fegurstu rósir í heimi

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.