Lögberg - 28.10.1954, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 28. OKTÓBER 1954
Lögberg
Ritstjóri; EINAR P. JÓNSSON
Gefið fit hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MaNITOBA
J. T. BECK, Manager
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 743-411
Verð $5.0u um árið — Borgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd-
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada
Authorized as Second Ciass Mail, Post Office Department, Ottawa
Vissulega skipta kosningaúrslitin
miklu máli
Lögberg hefir orðið þess áskynja, að ýmissir kjósendur
Selkirkkjördæmis láti sér í léttu rúmi liggja hvernig til
tekst um aukakosninguna til sambandsþings, sem verður
haldin hinn 8. nóvember næstkomandi; að það geri í raun-
inni hvorki til né frá hver hinna þriggja frambjóðenda gangi
sigrandi af hólmi; að stjórnin njóti sterkara þingfylgis en
æskilegt sé og það sé henni holt, að reka sig stöku sinnum á;
að vísu er það svo, að hún hefir yfirgnæfandi þingmeiri-
hluta á að skipa og frá höfðatölusjónarmiði séð, mundi
missir eins þingsætis lítt koma að sök; en það er annað og
meira, er til greina kemur sé alhliða litið á málið. Liberal-
stefnan, sem í raun og veru er eina jafnvægisstefnan í
stjórnmálum þjóðarinnar, hefir áratugum saman veitt þjóð-
inni slíka forustu, að engir aðrir flokkar hafa komist þar
til jafns við; nægir í því efni, að vitna í stjórnartíð þeirra
Wilfrid Lauriers, Mackenzie Kings og St. Laurents, sem
allir sköpuðu gullaldartímabil í þróunarsögu landsins. Dr.
Sigurður Júlíus Jóhannesson, hinn snjalli blaðamaður,
komst einhverju sinni svo að orði í ritstjórnargrein um
Wilfrid Laurier, að í stjórnartíð hans hefði himininn grátið
gróðartárum yfir þetta fagra og fjölbreytta land þegnum
'þess til ævarandi blessunar; að þetta væri ekki sagt út í
hött hafa verkin og áhrif þeirra svo afdráttarlaust leitt í
ljós, að ekki verður um vilst.
Hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa
á guð sinn og land sitt skal trúa.
Samræmt þjóðfélag er takmarkið, sem stefna ber að,
og það hefir orðið hið göfuga hlutskipti Liberalstefnunnar,
að vernda þjóðeininguna og gera þjóðfélagsþegnunum
skiljanlega lífsnauðsyn hennar.
Frá frambjóðendum við áminsta aukakosningu hefir
þegar verið skýrt; þeir eru vafalaust allir mætir menn hver
á sínu sviði; langkunnastur kjósendum er vitaskuld merkis-
beri C. C. F.-sinna, Mr. Bryce; hann stendur hinum fram-
bjóðendunum drjúgum betur að vígi að því leyti til sem
hann hefir tvisvar setið á þingi fyrir kjördæmið og ger-
þekkir það af kosningaferðum sínum frá einum enda til
annars. En hverju hefir hann svo áorkað? í því efni eru
kjósendur dómbærastir af eigin reynd og þess minnast þeir
að sjálfsögðu er að kjörborðinu kerfiur.
C. C. F.-flokkurinn studdist í upphafi vega við álitlega
stefnuskrá, er stofnandi hans, Mr. Woodsworth, fylgdi
fram eftir mætti meðan hans naut við, en nú virðist komið
annað hljóð í strokkinn. Síðan að Woodsworth leið, hafa
C. C. F.-sinnar fálmað villuráfandi um eyðimörkina og
burðast með stefnuskrá, eða öllu heldur stefnuleysisskrá,
sem hvorki hefir verið fugl né fiskur.
Svona til málamynda hafa íhaldsmenn, eða öllu heldur
yfirmenn þeirra, sent út af örkinni David Veitch fyrrum
kaupmann að Petersfield til að leita fyrir sér um kosningu
í Selkirk; hann er sagður að njóta góðra vinsælda í héraði
og er þetta í fyrsta skiptið sem hann býður sig fram til
þings; fylkingar flokksins í kjördæminu hafa venjulegast
verið þunnskipaðar og mun svo einnig verða að þessu sinni;
framboð af hálfu íhaldsmanna í Selkirk, er í raun réttri hið
sama og að senda merkisbera þeirra í pólitískum skilningi
út í opinn dauðann.
Frambjóðandi Liberala, John Shanski, er borinn og
barnfæddur í kjördæminu og er kunnur atorkumaður, hag-
sýnn og fylginn sér; hann stjórnaði um hríð timburverzlun í
Selkirk og rekur nú fyrir eigin reikning hliðstætt fyrirtæki
við góðum árangri; að dómi þeirra, er þekkja hann persónu-
lega bezt, er hann maður auðugur að þeim hyggindunj, sem
í hag koma og sé slíkra manna ekki þörf á þingi, hvar er
hún þá? Á ferðum sínum um kjördæmið hefir Mr. Shanski
lagt áherzlu á þann fjárhagslega hagnað, sem Manitoba-
fylki hafi borið úr býtum vegna skattamálasamningsins við
sambandsstjórnina, er núverandi dómsmálaráðherra, Mr.
Garson, barðist fyrir að kæmist í framkvæmd meðan hann
var forsætisráðherra fylkisins; telur Mr. Shanski það mikils
um vert, að við þeim samningi verði eigi hróflað nema því
aðeins að víst sé, að breytt verði um til batnaðar; árið,
sem leið, nam skattgreiðsla sambandsstjórnar til fylkisins
hálfri sjöundu miljón dollara.
Tveir ráðherrar sambandsstjórnar, þeir Mr. Garson og
Mr. Gardiner, hafa flutt ræður í kjördæminu til stuðnings
við Mr. Shanski og þriðji ráðherrann er væntanlegur þangað
sömu erinda einhvern hinna næstu daga og er sá Mr.
Pickersgill, þegnréttinda- og innflutningsmálaráðherra; af
'þessu má það ljóslega ráða, að kosningin sé sótt af nokkuru
kappi á hlið stjórnarinnar, svo sem sjálfsagt var.
Vitaskuld hafa hinir flokkarnir líka sent inn í kjör-
dæmið hreint ekki svo lítið af stórskotaliði sínu frambjóð-
endum sínum til fulltingis; úr herbúðum íhaldsins hafa
þegar gert vart við sig Mr. Diefenbaker, Mr. Hees og Mrs.
Ellen Fairclough, er sæti á í sambandsþingi fyrir Hamilton
kjördæmið og las í gær yfir hausamótum kvenna í Selkirk-
bæ til fylgisöflunar Mr. Veitch.
Af hálfu C. C. F.-sinna í virðingarskyni við Mr. Bryce,
hafa húsvitjað innan vébanda kjördæmisins þeir Mr. Argue
sambandsþingmaður og Mr. Douglas forsætisráðherra í
Saskatchewan; allir hafa þessir tignu gestir unnið að því
nótt sem nýtan dag, að túlka fyrir háttvirtum kjósendum
sannleikann og ekkert nema sannleikann; að öllum mála-
vöxtum svo gaumgæfilega rannsökuðum, ætti úrskurður
kjósenda þann 8. nóvember að reynast þeim tiltölulega
auðveldur.
Fylkið liði um John Shanski og þjóðeiningarstefnuna
hvað, sem öllu öðru líður!
Rildómur dansks alþýðuskólasljóra um bók Bjarna Gíslasonar:
íslenzk raust kveður upp um
handritamólið
Poul Engberg, alþýðuskóla-
stjóri frá Köbmandshvile á
Jótlandi, varð fyrstur til að
skrifa ritdóm um bók Bjarna
Gíslasonar, De Islandske
Haandskrifter er Stadig
Akíuelle. Ritdómur hans
birtist í Jyllands-Posten 6.
sept. síðastl. Engberg, sem
er einn af merkustu leiðtog-
um alþýðuskólanna á Norð-
urlöndum, bendir í ritdómi
sínum á þann mikla skerf,
sem Bjarni hafi með bók
sinni lagt til deilunnar um
íslenzku handritin. Styður
Engberg ótvírætt rökfærsl-
ur Bjarna um handritamálin
og farast honum þannig orð:
fkEILAN um framsal íslenzku
” handritanna í hendur Islend-
ingum hljóp illilega í baklás,
þegar bæði danskir og íslenzkir
menntamenn höfnuðu hinni fljót
ræðislegu tillögu Hans Hedtoft,
forsætisráðherra Dana, um
nokkurs konar sameign hand-
ritanna. Sú leið til lausnar á
deilunni er bersýnilega ófær.
En það er langt frá því, að
málið hafi þar með verið tekið
af dagskrá, a. m. k. ekki á Is-
landi. Og þar sem sameignar-
tillagan féll um sjálfa sig, varð
augljóst, hvernig málin stóðu og
hversu rækilega sjónarmiðin
rákust á. Samt skyldi athygli
vakin á því, að margir Danir
styðja málstað íslendinga, m. a.
alþýðuskólamenn, sem alltaf
hafa haft skilning á því þjóðar
jafnrétti, er ríkja ætti milli nor-
rænna þjóða. Höfundurinn að
þessari bók, Bjarni Gíslason,
lætur það ekki heldur undir
höfuð leggjast að skírskota til
þessa skilnings, sem til allrar
hamingju er mjög útbreiddur
með dönsku þjóðinni.
Svar við álitsgerð frá 1951
Bókin er að miklu leyti ís-
lenzkt svar við þeirri álitsgerð,
sem í október 1951 var gefin út
af einni af þeim nefndum, er
danska utanríkisráðuneytið skip
aði til að gera grein fyrir hvað
mikið tillit bæri að taka til af-
stöðu danskra stjórnarvalda ef
til kæmi afsal íslenzku hand-
ritanna.
Sá atburður, er einkum mark-
aði tímamót í sögu handritanna,
var erfðaskrá Árna Magnússon-
ar. Þegar hann dó 1730 arfleiddi
hann dansk-íslenzka háskólann
í Kaupmannahöfn að rúmlega
21/2 þús. íslenzkra handrita og
um 15,000 handritabrot, sem
Árni hafði sjálfur safnað — í
því þrefalda umboði, er hann
hafði sem erindreki konungs,
skjalasafnvörður og prófessor í
Kaupmannahöfn — í byrjun
18. aldarinnar.
Óréttmætt sjónarmið
því aðeins fúsir til að saína
handritunum og senda þau á-
fram til Kaupmannahafnar, þar
sem það var eini möguleikinn
til að fá handritin prentuð.
Ástæðan fyrir að íslenzkir bænd-
ur létu svo fúslega af hendi
mikið af handritum átti ekki rót
sína að rekja til kæruleysis
heldur til skipana frá einvoldum
konungi og þeirrar staðreyndar,
að Árni Magnússon, sem erind-
reki konungs, gat krafizt allra
skjala, sem jörðunum tilheyrðu.
Þar að auki er það vafamál,
hvort handritin hefðu ekki varð-
veitzt betur á íslenzkum bænda-
heimilum. Heill skipsfarmur
týndist í Atlantshafi á leið til
Danmerkur, og í eldsvoðanum
mikla í Kaupmannahöfn árið
1728 eyðilagðist margt handrita.
Hins vegar voru það Islending-
ar, þá búsettir í Kaupmanna-
höfn, sem björguðu nokkrum
hluta handritanna frá að verða
logunum að bráð. A. m. k. hefðu
handrit þau, sem voru tekin úr
skjalasöfnum íslenzkra biskupa
og embættismanna, verið betur
geymd á íslandi.
Metingur við Svía
Kapp það er Danir lögðu á
handritasöfnunina var ekki af
rótum vísindamennsku runnið,
heldur réði þar mestu metingur
við Svíana, sem fyrstir höfðu
hafið handritasöfnun á íslandi.
Eftir dauða sinn gaf Árni
Magnússon allar sínar eigur til
vísindalegra iðkana við handrit-
in, en ákvað að aðeins innfæddir
íslenzkir fræðimenn mættu
vinna sem styrkþegar og skrifar-
ar við handritin vegna yfirburða
þeirra í kunnáttu á sögu og máli
þjóðarinnar.
Neyðarásland á Islandi
Ennfremur má sú staðreynd
ekki gleymast í sambandi við
handritasöfnunina, að hið mesta
neyðarástand ríkti þá á Islandi,
bæði vegna landfarsótta, og þar
sem danska verzlunarfyrirkomu
lagið og styrjöldin við Svíþjóð
leiddi af sér vistaskort þar í
landi.
Bjarni Gíslason heldur því
ennfremur fram, að gengið hafi
í miklum brösum að fá háskól-
ann til að prenta og gefa út
handritin. Einnig bendir Bjarni
á, að danska álitsgerðin frá 1951
eigni dönskum vísindamönnum
mikil útgefendastörf, sem hefðu
ekki tekizt, ef Islendingar hefðu
ekki lagt sinn skerf til þeirra.
----0----
I deilunni um handritin halda
Danir því oft fram, að árið
1927 (þegar Danir létu af hendi
um 700 fornskjöl ásmt fjórum
handritum, er álitin voru léð
embættisskjöl), hafi Islendingar
lofað að gera ekki fleiri kröfur
til afsls handritanna. Það má þó
ætla, að nægilegt sé að benda á
í þessu sambndi, að sendiherra
Danmerkur á íslandi á þessum
tíma, C. A. C. Bruun, utanríkis-
ráðherra, lýsir yfir því, að ís-
lenzku ríkisstjórninni eða öðr-
um íslenzkum yfirvöldum hafi
ekki verið gert kunnugt um
skjal háskólaráðsins frá 26. marz
’926, er setur fram þetta skilyrði
fyrir afhendingu handritanna.
Og það er ekki heldur á annan
hátt gert frá hendi dönsku ríkis-
stjórnarinnar að skilyrði fyrir
afsalssamningnum, að Island
gerði ekki frekari kröfur.
Alþjóðareglur um skilvísi
íslendingar halda'því aftur á
móti fram, að lögum samkvæmt
hafi fullur aðskilnaður ríkja,
sem áður hafi verið í ríkjasam-
bandi, í för með sér, að sá sem
völdin hafði í ríkjasambandinu
skili aftur þeim gögnum, sem
valdhafinn hefir tekið í sína
vörzlu frá hinu fyrrum undir-
okaða ríki. Danir halda því hins
vegar fram, að slík alþjóðaregla
fyrirfinnist ekki, t. d. hafi verið
lánsskilríki til fyrir þeim gögn-
um, sem Danmörk fékk árið
1920 frá Kílarsöfnunum, eða ef
svo var ekki, hafi verið' um að
ræða skjöl, er mikilvæg voru
fyrir samtímia umboðsstjórn eða
skjalasöfn, er fjölluðu um sögu
N or ður-Slésvíkur.
Bjarni bendir á í þessu sam-
bandi, að Árna Magnússonar-
safnið geymi eftir sem áður em-
bættisskjöl og handrit frá ýms-
um íslenzkum þjóðarstofnunum,
og að Árni Magnússon hafi lagt
minnisseðla innan í þau, sem
skýri hvaðan þau eru fengin.
Bjarni segir einnig, að mörg
lánsskilríki kunni að hafa tapazt
í landfarsóttum á íslandi og
minnisblöðin týnzt í eldsvoðan-
um mikla í Kaupmannahöfn.
Sameiginiegur háskóli
ó þeim tíma
Að mínu áliti er það mjög
þungt á metunum, er Bjarni
heldur því fram, að Árni Magn-
ússon hafi ánafnað handritin
sameiginlegum háskóla Islands
og Danmerkur, er staðsettur var
í höfuðstað íslands og Dan-
merkur, en hefði aldrei gert það
ef háskóli hefði verið til á Is-
landi árið 1730.
Bjarni Gíslason bendir enn-
fremur á það í sambandi við
deilur um þjóðréttarstöðu Is-
lendinga innan danska einveldis-
ins, að danskir vísindamenn
virðist hafa það lagalegt sjónar-
mið í þessari deilu sem bezt
hæfir því tilfelli, er um er að
ræða í hvert skipti. Árið 1855
skýrir þekktur danskur lög-
fræðingur og prófessor, J. E.
Larsen, yfirgang Dana á Islandi.
rneðan þeir voru að reyna að
koma landinu undir dönsku
stjórnarskrána með þeirri yfif"
lýsingu, að Danmörk og Island i
öllu tilliti séu „eitt ríki“. Hins
vegar segir í álitsgerðinni fra
1951, að Island hafi aldrei verið
hluti af danska ríkinu og því se
ekki um að ræða nein reiknings-
skil í sambandi við handritin.
Framhald á bls. 5
SONGS OF THE NORTH
By s. K. HALL, Bac. Mus.
JUST PUBLISHED—
Volume III—Ten Icelandic Songs
with English Translation and
Piano Accompaniment.
Price per copy—$2.00
On Sale by—
S. K. HALL, Wynyard, SasU.
Færið yður í nyt hina ódýrustu flugferð til
íslands til heimsókna um jólaleytið!
gankti Kláus hefir rétt fyrir sér. Fullkomnasta
jólagjöfin, sem þér getið fært ástvlnum yðar
4 Islandi er heimsókn yðar sjálfra um jólin. Og
hinn mikli fjársparnaður, sem yður fellur
I ijkaut á þessu "The Great Circle” ferðalagi, vekur
margfaldan fögnuð, er heim kemur!
Tíðar og reglubundnar flugferðir með 4 hreyfla
Douglas Skymaster frá New York.
Milli Reykjavíkur og New York báðar leiðir —
AÐEINS $265
LeitiS frekari upplýsinga hjá umboSsmanni ferSa-
skrifstofu yðar varöandi fargjöld.
n /-] n
ICELANDICl AIRLINES
U/AAUu
15 West 47th St„ N. Y. 36, PL 7-8585
1 álitsgerð nefndarinnar er því
haldið fram, að hapdritunum
hafi verið bjargað frá tortím-
ingu með því að safna þeim
saman á einn stað, senda þau til
Danmerkur og fá þau í hendur
danska háskólanum, einkum þar
sem Islendingar sjálfir hafi eng-
an áhuga sýnt þessari andlegu
arfleifð sinni. Bjarni sýndi fram
á íið fyrir lið — og að því er
mér virðist á mjög sannfærandi
hátt — að þetta sjónarmið er
mjög óréttmætt. Áhugi á sögu
liðinna alda var talsverður á Is-
landi á 17. öld (jafnvel þó að'
þagað sé um ýmis merki um
þann áhuga í álitsgerð nefndar-
innar), og íslenzkir menn voru
Sendið peninga á öruggan hótt
Hvenær, sem þér hafið í hyggju að senda peninga til ættlands yðar,
eða hvar, sem vera vill í Canada, skuluð þér syrjast fyrir í The
Royal Bank of Canada. Engu máli skiptir um upphæðir, vér
sendum þær á öruggan hátt, vafningalaust og með litlum tilkostnaði.
Viðskipti yðar eru kærkomin
THE ROYAL BANK OF CANADA
Hverl útibú nýtur trygginga allra eigna bankans,
sem nema yíir $2,675,000,000.