Lögberg - 28.10.1954, Blaðsíða 5

Lögberg - 28.10.1954, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 28. OKTÓBER 1954 5 V+WWVWV' wwwww AHL6AHAL IWENNA Ritstj&ri: INGIBJÖRG JÓNSSON ÁRDÍS Ársrit Bandalags lúterskra kvenna, XXII. heíti, 1954 Mér þótti vænt um þegar mér barst nýlega í hendur tuttug- asta og annað hefti þessa vin- sæla kvennarits. Hefi ég haldið saman öllum heftunum frá byrj- un og tel þau dýrmæta eign. I þeim hefir verið safnað saman niiklum fróðleik um vestur- íslenzkar konur um hugsjónir þeirra, trúarlíf og störf. I ritinu, eiga fjöldi vestur-íslenzkra kvenna ágætar ritgerðir, smá- sögur og ljóð. Myndirnar, sem jafnan prýða ritið hafa aukið gildi þess að mun. Karlmenn hafa líka ritað talsvert í ritið, einkum prestar lúterska kirkju- félagsins, en konur hafa alger lega séð um útgáfu þess og meginhluta efnisins, og er ritið þeim til sóma. Oft fletti ég upp eldri árgöng- unum og hefi jafnan ánægju og gagn af því. Samkvæmt skýrslu skrifara Bandalagsins ber Árdís sig vel fjárhagslega og er það vel, enda er Bandalagið öflug- ustu samtök íslenzkra ' kvenna vestan hafs og munu meðlimir þess ekki liggja á liði sínu að útbreiða það í byggðum sínum. Vei fer á því, að um helmingur ritsins er á íslenzku máli, og naun þjið mælast bezt fyrir enn um hríð, enda ekki ástæða til annars þar sem margar kon- urnar eru vel ritfærar á ís- lenzku eins og ritið ber með sér, °g flest-allar félagskonur munu hafa fult gagn af lestri íslenzks niáls. Þó verður jafnan að gæta þess að afskipta ekki minni hlutann, og hafa ritstjórarnir greitt vel úr því vandamáli með því að birta allar skýrslur em- bættismanna á ensku og nokkrar greinanna. Ritstjórar Árdísar eru Ingi- björg J. ólafsson, Selkirk, Man.; Ingibjörg S. Bjarnason, Winni- Peg, og Hrund Skúlason, Geysir, Man. — Verð ritsins er 75 cents °g fæst það hjá forstjórum út- gáfunnar, Mrs. J. S. Gillies, 680 Banning Street og Mrs. B. S. Benson, 695 Sargent Ave. Win- nipeg. Hér fer á eftir efnisskrá þessa heftis, er gefur til kynna hve fjölbreytt og fróðlegt efni það hefir að bjóða. EFNISSKRÁ: Christ, the Hope of the World, S. Olafson 3 Martin Luther, Lilia Eylands ............. 6 Vandamál æskunnar, Sella Johnson ........... 12 Helen Swinburne ........... 17 Blöð úr gamalli bók, Guðlaug Jóhannesson 24 Iceland, Kristín S. Ólafsson ... 29 Islenzkt lýðveldi tíu ára, Hrund Skúlason ........... 34 Pioneer Days in Camping, Ingibjörg J. Ólafsson 37 Sólskin, Ingibjörg S. Bjarnason ...* 44 What Camp Means to Me, Joan Erickson 46 Hvítir göngustafir, Ingibjörg J. Ólafsson 51 How Much Do I Give My Church, Elizabeth H. Bjarnason 53 Thoughts on Prayer, Laufey Olson 58 ^fadame President, Ingibjörg S. Bjarnason 61 Jóhanna Thordarson, 64 The Fiftieth Milestone, Mrs. S. Olafson ....... Handritamálið Oddný Ásgeirsdóttir Johnson 73 Valgerður Johnston ........ 76 Solveig Nielsen ........... 77 Anna Paulson .............. 78 Sigríður Hall ............. 80 Kristbjörg Jóna Sigurgeirsson 82 Guðrún Sveinson 83 Elin Thompson ............. 85 REPORTS— President’s ............... 86 Temperance Alliance ....... 88 Secretary’s ............... 90 Starfi lokið í Sumarbúðum Bandalags lút. kvenna .... 96 Sundurlausir þankar ....... 98 ☆ Framhald af bls. 4 Óneitanlega virðist þetta dá- lítið mótsagnakennt! Vísindalega séð stendur Reykjavík miklum mun framar, þegar um er að ræða rannsókn handritanna, og útgáfa þeirra er svo að segja orðin íslenzk sérgrein. Síðan Island fékk sjálf- stæði sitt árið 1918, hefir aðeins einn íslenzkur stúdent tekið próf í norrænum fræðum við Kaup- mannahafnarháskóla, þar sem aftur á móti 19 manns hafa lært til meistaraprófs og 46 til kandi- datsprófs í þessum fræðum í Reykjavík. Níu af þeim hafa tek- ið doktorspróf og prófessors- embættin í þessari fræðigrein hafa aukizt frá tveimur og upp í sjö. 1 Kaupmannahöfn er aðeins einn prófessor í þessum fræðum, íslendingurinn Jón Helgason, sem hefir alla umsjón með Árna Magnússonarsafninu. Enginn nú lifandi maður þekkir handritin betur en hann, og hann heldur því fram, að flestar útgáfurnar séu orðnar úreltar og þurfi ☆ ☆ MlNNINGAR: — Steinunn Elizabet Bainter Áðalbjörg Brandson ..... Helga Margrét Helgason Áúrora Fredrickson Johnson 65 67 69 71 72 HEIMSÓKNIR Þegar sjúklingar eru farnir að hressast hafa þeir ánægju af heimsóknum vina sinna, en þeir geta líka haft ilt af þeim, ef gesturinn talar og hagar sér ó- gætilega. Læknar og hjúkrunar- konur segja, að það komi alt of oft fyrir, að sjúklingurinn verði máttfarinn og þreyttur eftir að gestir hans hafi lokið heimsókn sinni; hann skilji ekki orsökina sjálfur og haldi að það sé annaðhvort meðulunum eða hjúkruninni að kenna; honum þyki gaman að komu vina sinna og detti 'því ekki í hug að það sé þeim að kenna, að hann hafi ekki þolað vel heimsókn þeirra. En læknarnir og hjúkr- unarkonurnar vita orsökina og þess vegna hafa sumir spítalar gefið út bæklinga með leiðbein- ingum um hvernig gestir sjúkl- inganna eigi og eigi ekki að haga sér. Reyndu ekki að bera saman sjúkdómseinkenni þín, þegar þú varst veik, við sjúkdómsein- kenni sjúklingsins eða láta í ljósi undrun yfir því hvers vegna læknir hans noti ekki sömu meðul og lækningaaðferð- ir og þinn læknir; ekki bætir það fyrir sjúklingnum að veikja traust hans á lækninum. Sumir gestir koma inn til sjúklingsins dansandi af lífsfjöri og reyna að vera svo uppörf- andi og skemmtilegir, að áber- andi verður hve heilsufar þeirra stingur í stúf við ástand sjúkl- ingsins, og þetta verður til þess að hann finnur enn meir til þess hve hann er máttvana og illa á sig kominn. Hins vegar ætti þó enginn að setja upp sorgar- og meðaumkunarsvip; hægt er að sýna sjúklingnum samúð án þess. Reglan, sem flestir brjóta, er sú að stanza of lengi hjá sjúkl- ingnum. Tíu til fimmtán mínút- ur í senn er nægur tími, en koma þá því oftar. — Flestir senda vinum sínum blóm, þegar þeir verða veikir, en oft fyllast her- bergi þeirra blómum fyrstu vik- una, en síðan ekki söguna meir. Betra er að senda lítinn blómvönd í hvert skipti, en senda þau vikulega. Gesturinn á að sitja við fóta- gaflinn á rúminu svo að sjúkl ingurinn eigi hægt með að sjá hann, án þess að snúa höfðinu, og ef tveir gestir koma, ættu þeir að sitja sömu megin við rúmið svo sjúklingurinn þurfi ekki að snúa höfðinu sitt á hvað til að tala við þá. Enginn ætti að setjast á rúmið né koma við það óþyrmilega. Allan óþarfa hávaða skyldi varazt og börn, sem eiga það til að ólrítast, eiga ekkert erindi sjúkrastofuna. Engin þörf er því að tala við sjúklinginn háum róm; hann hefir ekki tapað heyrn þótt hann sé veikur; TIL SJÚKRA því síður ætti að tala í svo lág- um róm að hann verði að leggja sig allan fram til að heyra. Margir gestir í einu ofþyngja sjúklingnum. Einn eða tveir 1 senn er nægilegt og ættu því vinir sjúklingsins að reyna að skipta með sér heimsóknum, þannig að þær beri ekki upp á sama dag, og svo komi enginn í marga daga. Tal við sjúklinginn ætti að vera létt og glaðlegt, og forðast skyldi alt umtalsefni er eykur honum áhyggjur. Annars er hægt að gera ýmis- legt fyrir sjúklinga sem kemur þeim oft betur en heimsóknir til þess að þeir finni til að þeir njóti samúðar og umhyggju vina sinna. Senda þeim bréf og smá- gjafir og hjálpa til við ýmis- legt á heimili þeirra. Góðum vini verður sjaldan skotaskuld úr því að finna eitthvað sem léttir undir með vini hans, þegar hann á við sjúkdóm að stríða, ef hann notar ímyndunarafl sitt. endurskoðunar við, þar sem „útgáfustörfin hafi verið of skipulagslaus og tilviljanakennd, og ekki notið nógu góðrar hand- leiðslu né verið nógu kerfis- bundin. En ísland og aðeins ís- land getur lagt til þá fræðimenn. sem þarf til slíks". Norræna ekki kennd lil stúdentsprófs Einnig má benda á, að á síð- ustu áratugum hefir „norræna“ (sem raunverulega ætti að heita ,'forníslenzka“) verið afnumin sem námsgrein til stúdentsprófs í Danmörku, og því sýnir það sig, að nákvæm þekking á þeim bókmenntum, er handritin hafa að geyma, er ekki álitin nauð- synlegur þáttur í svokallaðri „æðri“ menntun hérlendis. Danir hafa oft haldið því fram, að afsal handritanna geti haft í för með sér ófyrirsjáan- legar afleiðingar, t. d. í sambanai við indversk og írönsk handrit, sem Rasmus Kr. Rask og N. L. Westergaard söfnuðu. Hins veg- ar virðist mér, að Bjarni Gísla- son bendi réttilega á, að þessi lönd hafi ekki á neinn hátt lotið stjórn danska ríkisins, og danski einvaldskonungurinn hafi því ekki getað skipað afsal handrita þarlendis. ----0----- Mér virðist það vera einkum tvö aðalatriði, sem verða niður- staða Bjarna Gíslasonar eftir heildaryfirvegun hans um hand- ritamálið: 1) Handritasafnið samanstend ur ekki aðeins af einkaskjölum Árna Magnússonar heldur eru það gersemar heillar þjóðar. Það hefir á liðnum öldum oft aukizt af arfleifð íslenzkra manna, er gefið hafa bæði hand- rit og eignir til þess, þar sem þeir litu á það sem nokkurs konar íslenzkt landsbókasafn í Kaupmannahöfn. Þetta sjónarmið á sér greini- lega stoð í tveim staðreyndum: a) í Bartholin og Grams afrit- unum af erfðaskrá Árna Magn- ússonar (frumritið finnst ekki) var svo mælt fyrir, að gefa ætti út skipulagsskrá Árna Magnús- sonarsafnsins í þrem samhljóð- andi frumritum, eitt átti að senda til Islands, gera það kunn- ugt Alþingi og geyma það síðan í „kistu biskupsdæmisins að Skálholti" (en þessi fyrirmæli voru ekki tekin upp í skipulags- skrána). b) Hins vegar stendur í skipu- lagsskránni, að veraldleg og klerkleg yfirvöld á Islandi geti kært til háskólans, ef fyrirmæl- um skipulagskrárinnar væri ekki fylgt. Þetta ber þess vitni, að há- skólinn í Kaupmannahöfn var þá álitinn íslenzk menningar stofnun, er væri ábyrg gagnvart íslenzkum yfirvöldum. 2) Að mínum dómi er mikils- verðasta atriði málsins það sam- norræna sjónarmið, sem Bjarni Gíslason leggur sem grundvöll að bók sinni. Hann ritar með réttu, að handritadeilan hafi ekki eingöngu spillt sambúð Is- lendinga og Dana, nokkru hefir það einnig valdið um að tengja Dani og íslendinga einlægari böndum en tekizt hefir nokkru sinni áður. Handriiin eiga heima á íslandi Þetta er að þakka þjóðlegri mönnum í Danmörku, sem hefir skilizt, að handritadeilan.verður að hverfa úr sögunni sem síðasta merki danskrar undirokunar á íslandi. Það hefir verið aðals- merki norrænna þjóða, að skiln- aður hefir átt sér stað með þess- um þjóðum árin 1905, 1918 og 1944 án nokkurrar beiskju að ráði og — mjög almennt — með skilningi á rétti hinna minni norrænu þjóða til sjálfstæðs þjóðarlífs. Það er þessi skilning- ur, sem áreiðanlega á sér mjög djúpar rætur meðal mikils hluta dönsku þjóðarinnar, er nú þarf að skírskota' til. Þetta gerir Bjarni Gíslason vel og rækilega í bók sinni. En fyrst og fremst sæmir það okkur sjálfum að vekja samvizku dönsku þjóðar- innar, svo að lyfzt geti raust frá félagssamtökum og alþýðu- skólum: Við skulum koma hand- ritunum þangað, sem þau eiga heima! Við skulum rétta ís- lenzku þjóðinni bróðurhönd! —Mbl., 23. sept. Tip Top klæðskerar veita persðnulega þjðnuetu. pér veljið efnið. Pér veljið snið. pér veljið lit. Föt sniðin persðnulega við yðar hæfi eftir máli. Beztu föt í Canada sem fáanleg eru. Avalt Tip Top búö 1 grendinni. r 3<» Tip Top tailors THE Calvert ## Ég sakna ýmislegs af því gamla ## Samtal við FRÚ SIGRÍÐI MADSLUND eftir 40 ára dvöl í Danmörku Frú Sigríður Sigurðardóttir Mandslund hefir verið í heimsókn hér í sumar um nokkurra vikna skeið og kom hún hingað ásamt syni sínum skáldinu Sigurði Madslund og Helgu konu hans, með ,,Gullfossi“' frá Danmörku 22. júlí. Sigríður Mandslund er dóttir hjónanna Sigurðar Eiríkssonar regluboða og Svanhildar Sig- urðardóttur. Hún er fædd á Eyrarbakka, en fluttist með for- eldrum sínum til Reykjavíkur 1905. Systkini Sigríðar voru þau: Sigurgeir biskup, Sigrún, Sig- urður og Elizabeth, sem öll eru dáin, og Ólöf, sem nú er for- stöðukona barnaheimilisins á Hlíðarenda hér í Reykjavík. 5. maí 1917 giftist Sigríður ágætum dönskum manni að nafni Hans Adolf Madslund, verkfræðingi. Var hann um 10 ára skeið forstjóri fyrir postu- línsverksmiðjunum Bing og Gröndal og Norden. Seinna varð hann yfirverkfræðingur við konunglegu postulínsverksmiðj- una í Kaupmannahöfn og hélt því starfi til dauðadags. Hans Madslund var viðurkenndur sem mikilhæfasti verkfræðingur í sinni grein í Evrópu og fann hann upp ýmsar merkilegar að- ferðir á sviði postulínsgerðar. — Hvenær fluttist þú frá Eyrarbakka? — Ég var um tvítugt þegar ég fluttist með foreldrum mínum, sem þá fóru alfarin frá Eyrar- bakka til Reykjavíkur og fór ég þá í Kvennaskólann. — Við Katrín sál. Pálsdóttir, bæjar- fulltrúi, áttum þá heima í sama húsi, gengum við saman í skól- ann og bundumst þá strax vin- áttuböndum, sem héldust óslitin æ síðan. Nokkru eftir að við fluttum til Reykjavíkur byggði faðir minn húsið nr. 59 B. við Grettis- götu og bjuggu foreldrar mínir þar alla tíð eftir það. Efrir nám mitt í Kvennaskól- anum for ég til hjúkrunarnáms að Vífilsstöðum og var þar frá því hælið tók til starfa 1910 til ársins 1913. Frá Vífilsstöðum á ég margar minningar og vil ég sérstaklega geta Sigríðar J. Magnússon, sem þá var ung stúlka með mér við hjúkrunarnámið, hún giftist seinna yfirlækninum á Vífils- stöðum.Við höfum alltaf síðan haldið kunningsskap og hefir hún reynzt mér góður vinur á Framhald á bls. 8 ÞeUa cr ein þeirra greina, innílytjendum til Caniida. Canadíska vasabókin Nr. 14 upplýsingaflokki M sem sérstaklega em ætlaðar nýjum ; Haíið þér hús í hyggju? ÞaS rekur venjulega aS þvl fyr en síðar, að menn fari a8 hugsa alvarlega um aS eignast heimili. ÞaS þarf ekki endilega að vera stórt eSa íburéarmikiS hús, heldur þægilegt til afnota fjölskyldunni og meiS það stórri lóð, að börnin geti leikiS sér þaV; heimili sem menn eiga sjálfir. Væri þetta ekki Canada gæti þetta aeins orði8 hugboð, sem aldrei kæmist I framkvæmd. Bn þetta er Canada, og hér eru slík skilyrSi fyrir hendi, aS góðar lfkur eru 4, a8 4 stnum tíma geti venjuleg innflytjenda fjölskylda eignast sitt eigifi heimili. Undir venjulegum kringumstæ8um getur þa8 lánast a8 spara svo sem nemur þriggja mánaSa kaupi til fyrstu ni8urgrei8slu I heimili. En eins og gefur a8 skilja fara ni8urgrei8slurnar eftir ver8i heimilanna og gerð þeirra, aldri og sta8setningu. En þaS er fleira en verBið, sem kemur til greina, svo sem nálæg8 skóla, kirkna og sölubúða. Þá veltur a8 sjálfsög8u miki8 á hvernig til hagar um rafleiðslu, síma og neyzluvatn og þar fram eftir götunum; viShald og skattar koma einnig alvarlega til greina; en vi8hald, skattar og greiðslur veðláns, ætti ekki a8 fara fram úr þeirri húsaleigu, er þér áSur greiddu8. Er innflytjendur fara a8 skygna st um eftir nýju heimili, gæti komið a8 haldi, aS ráðgast vi8 umboðsmann Federal Government’s Central Mortage and Housing Sorporation I bygSarlagi yðar; meS slíkum hætti fái8 þér hagkvæmustu lánssóilmálana. ÞaS kemur sér oft vel a8 skipta vIS vi8urkent fasteignafélag og varast hylliboS þeirra, sem fyrst og fremst hugsa um umbo8slaunin; getur oft veriS holt, a8 leita upplýsinga hjá Better Business Bureau I umhverfi y8ar. Fasteignasalar eru venjulega sérfræ8ingar, sem leiBbeina yBur af fremsta megni; þá getur komi8 sér vel, a8 leita álits bygginga- meistara um eitt og anna8 varBandi kosti eSa vankosti hússins, sem þér hafið auga,sta8 á. ÞaS er líka til þess gild ástæ8a aS kynna sér umhverfiS þar, sem húsi8 stendur því þar kemur margt til greina, sem væntanlegir lcaupendur mega ekki láta fram hjá sér fara. Er þér kaupi8 hús búi8 þér sennilega I þvl árum saman og þar alast börn yðar upp. Þess vegna er þaS mikils um vert, aS velja hið rétta um hverfi, hinn rétta sta8. Me8 stofnun nýs heimilis hefir hin nýcanadiska innflytjenda fjölskylda stigiS mikilvægt spor I þróunarsögu þessa glæsilega lands. Calvett DISTILLERS AMHEKSTBURG, ONTARIO LIMITED imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiK ............................................ Vegna Gilda - Hæfni - Fullnægingar ** C-C-M- C.C.M. JOYCYCLES C C.M BIKE-WAGONS 26J C.C.M. MATCHEO SKATING SETS C.C.M. BICYCLES

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.