Lögberg - 28.10.1954, Blaðsíða 2

Lögberg - 28.10.1954, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 28. OKTÓBER 1954 Síuíi heimsókn til Þórðar á Tannastöðum Grjótvinnan var honum tímo' frekari en fræðslustörfin Þegar menn fara um akveginn suðaustan undir Ingólfsfjalli verður þeim tíðlitið til hinnar bröttu fjallshlíðar í Ingólfsfjalli, þar sem grjóthrunið hefir spillt gróðri í hlíðarfætinum og valdið skemmdum á túnum. Einkum verður mörgum starsýnt á túnið og bæinn að Tannastöðum. Þar hafa mikil björg oltið og skopp- að inn yfir hið hallfleytta tún ofanvert, en mörg þeirra eru svo stór, að mannshöndin hefir ekki getað hróflað þeim. Vegfarendur hafa ekki getað komizt hjá því, að hugsa til þess fólks, er hefir valið sér bústað undir þessari bröttu fjallshlíð, er liggur undir sífelldum skemmdum af grjóthruni úr fjallinu. En þegar kunningi minn, Pétur Guðmundsson, nú- verandi bóndi að Þórustöðum í Ölfusi, sagði mér frá því nýlega, að hinn merki bóndi, Þórður Sigurðsson á Tannastöðum, væri um það bil að verða níræður, gat ég ekki stillt mig um að skreppa þangað til að heimsækja þennan merkismann. Allir nær- sveitamenn kannast við hann. Fyrir löngu er hann orðinn nafntogaður fyrir rannsóknir sínar á ættfræði og ýmsum gömlum fróðleik. Ég kom þangað með Pétri á sunnudaginn var, og sátum við hjá Þórði um stund og spjölluð- um sitthvað um hans hagi og ævi. Pétur á Þórustöðum sagði mér m. a. um fræðimennsku Þórðar, að hann hafði heyrt, að ættfræð- ingarnir Hannes Þorsteinsson heitinn þjóðskjalvörður og Pétur Zophoníasson, hefðu átt það til, að leita til Þórðar á Tannastöð- um, er þá rak í vörðurnar við að rekja ættir manna. Ég spurði Þórð um bókakost hans, og lét hann lítið yfir honum. — Ekki er hægt að sinna bók- um sem skyldi eða ég vildi, þeg- ar maður verður að vinna baki Kaupið Lögberg VIÐLESNESTA ISLENZKA BLAÐIÐ brotnu myrkranna á milli, sagði hann. Enda hefi ég aldrei haft greiðan aðgang að bókum, segir gamli maðurinn, þó vissulega hafi ég alltaf haft gaman af að líta í þær, eða hlýða á mál fróðra mann og hlusta á þá spjalla saman. Ég hef vanið mig á eftir föngum, að geyma þann fróðleik er aðrir segja frá, meðan ég hlusta á þá. Snemma kynntist ég Hannesi Þorsteinssyni þjóð- skjalverði. Meðan hann var á lífi heimsótti ég hann alltaf, þeg- ar ég hafði tækifæri til að koma til Reykjavíkur. Þó gat honum einstöku sinnum skeikað, bætti Þórður við. — Og hvert var að jafnaði ykkar aðal umræðuefni? — Við ræddum um ættartöl- ur, „um plássið“ og ýmsa karla, sem þar höfðu lifað fyrrum. En hann var, sem kunnugt er, ætt- aður úr Biskupstungum. — Ert þú fæddur hér á Tanna- stöðum? — Já, hér hef ég alið allan aldur minn. — Og hvenær byrjaðir þú búskap? — Árið 1898 var það. — Tveim árum eftir jarð- skjálftana miklu? — Það held ég. Þá ruggaði nú rösklega undir á þessum slóðum. — Féllu hús hér þá? — Hér féll allt í rúst nema einn skánarhraukur. Það var sauðaskán, sem stóð af sér allt ruggið. í votviðrunum hér sunnanlands hélzt sá siður lengi, meðan sauðatað var hirt til eldi- viðar, að bændur gerðu skánar- hrauka úr linþurrkaðri skáninni. Voru hríslög sett á hraukana svo vindur gat blásið í gegn um þá. En þegar þessir hraukar höfðu staðið sumarlangt brann skánin eins og beztu kol. Svo kom tún- ræktin og bændur fóru að spara skánina og báru hana á túnin. Þetta var ágætt. í mínu ungdæmi voru í tún- inu hérna á Tannastöðum mörg stór björg innan garðs, fyrir utan allt smágrjót. Mörg af þeim sprengdi ég, og var alltaf að höggva í þau, þegar nokkur stund var afgangs frá öðrum verkum. Alls telzt mér til, að ég hafi klofið 60 björg í túninu og dregið flest þeirra með handafli mínu í burt. Býst ég við að nú- tímamenn þyrftu að fá fyrir það aura, ef þeir legðu slíka vinnu af mörkum, eins og ég hef gert, á undanförnum árum eða, ára- tugum. Óhætt að segja það. — Hefir þú ritað einhverjar endurminningar frá þinni löngu ævi? — Mér hefir flogið það í hug, en eftir nánari íhugun, hef ég talið að æviminning mín, eins og svo margra annarra er komið hafa út, myndi verða lítils virði. Ef ég hefði byrjað snemma á ævinni, á þeirri iðju, geri ég ráð fyrir, að ég hefði haldið dagbók minni áfram. Ýmislegt hefði þar varðveitzt, sem fólk hefði haft gaman af að kynnast eins og nú er háttað með þjóðinni. En óneitanlega kemur margt fram í endurminningum manna, sem er lítils virði. Samt er þar þó sitt- hvað af nýtilegum fróðleik. — Ert þú að ætt og uppruna Ölvesingur? — Faðir minn„ Sigurður, var fæddur að Núpum hér í sveit árið 1823, en móðir mín var fædd í Engey við Reykjavík og var því að réttu lagi Reykvíkingur. Flest systkini hennar ílentust þar og er ætt hennar þar marg- menn. — Hverjar finnst þér breyt- ingarnar hafa verið eftirtektar- verðastar frá því þú fyrst mannst eftir þér? — Það er tæknin öll og flug- gangurinn, sem kominn er hér á alla hluti. í mínu ungdæmi t. d. vorum við 14 klukkustundir ríð- andi eða með lest héðan frá Tannastöðum til Reykjavíkur, og þurftum þá að halda áfram viðstöðulaust' allan tímann. En nú erum við ekki nema rúmlega klukkustund að fara þessa leið. Nú komumst við ferða okkar fyrirhafnarlaust að kalla með allan flutning báðar leiðir. Og svona er allt. Eftirtektarvert er t. d. hve mörg búverk og heimilisstörf voru fyrirhafnar- söm í fyrri daga. Oft dáist ég t. d. að því enn í dag hve fljótlegt og handhægt það er fyrir kven- fólkið að sauma í saumavél í einum vettfangi, í stað þess að konan þurfti í gamla daga að. sauma alla sína sauma í hönd- unum, nálspor fyrir nálspor. Þannig er mörgu umsnúið til hins betra frá því, sem áður var. T. d. verzlunin og viðskipti öll gerbreytt og yfirleitt líður þjóðinni mun betur nú en í ung- dæmi mínu. En aldrei auðnaðist mér að hafa verulega aflögu til að kaupa bækur fyrir mig, til gagns og ánægju. Svo margt var það, sem kallaði á peningana, er mér auðnaðist að hafa milli handa. Byggja þurfti ég t. d. upp öll bæjar- og peningshús eftir hrunið mikla 1896, því allir bæir lágu þá á höminni, en engin voru úrræðin fyrst í stað, nema láta allt hanga uppi, sem hangið gat, allt fram á næsta vor. En þá var byrjað að byggja bæina upp með hálfum huga. — Þú hefir alltaf getað aflað þér algengra bóka hér í sveit- inni, svo sem Bókmenntafélags- bókanna a. fl.? — Að vísu var það hægt, en allar fágætar bækur voru hér ófáanlegar. Við sveitamennirnir getum ekki talið okkur það til gildis að hafa varðveitt hinar fágætu bækur. Túngarðurinn var að mestu kominn hér upp fyrir jarð- skjálftana 1896. En þá urðu á honum miklar skemmdir, er þau ósköp riðu yfir. Síðan höfum við jafnt og þétt verið að endurbæta hann, því grjóthrunið og aurinn úr fjallinu hefir fyllt að, utanvið garðinn. Svo ef ekkert hefði þar gerzt til umbóta er hætt við að lítið væri nú orðið eftir af túninu. Vakandi auga höfum ■ við orðið að hafa á vaxandi ágengni á túnið frá ári til árs. En þegar maður er orðinn mannlaus við útistörfin feins og verið hefir á síðustu árum, er ekki hægt um vik. Hefðum við ekki haldið túngarðinum við, hefði túnið nú verið orðið lítilfjörlegt. Nú höf- um við hjónin alið upp þrjú börn okkar, sem eru uppkomin. Hinn 7. júlí áttum við 50 ára h j úskpar af mæli. — Þó þú hafir ekki haft tæki- færi til að afla þér bóka, eins og æskilegt hefði verið, hefir þú væntanlega getað gripið í dag- blöðin, þér til dægrastyttingar? — Ég kaupi ekkert blað, segir Þórður. Finnst þér ekki vera allt of mikið af þessum blöðum síð- ustu árin? Að sjálfsögðu hef ég gaman af að líta í þau stund og stund. En nú er sjónin farin að bila, því miður, og get ég sjálf- um mér um kennt. Fyrr á tím- um ríndi ég oft í bækur við lé- lega birtu og ofreyndi þá augun. Nú er öldin önnur í húsakynnum manna. Nú eru þau bjartari, svo nú geta menn lesið án þess að skemma í sér augun. Ekki sízt þegar menn verða svo hamingju samir að geta fengið rafmagnið. Því miður má búast við að enn verði nokkur bið á því að þessi nýtízku lífsþægindi komi í bæ- inn okkar, hvað sem veldur, segir Þórður. — En hann hefir vissulega fengið tækifæri til að reyna á þolinmæðina á sinni löngu ævi. V. Si. —Mbl. 10. sept. Bankinn er nytsamur á svo margan hátt . . . Bankinn greiðir fyrir viðskiptum yðar við fjarlœga staði, *clur 8kiptimynt, annast um yfirfœrslu peninga og innheimtu Ferðamannadvísanir og lánstraustsskirteini tryggja örugga og auðvelda meðferð pcninga á ferðalogum Banki er annað og meira en staður, þar sem þér getið skipt ávísunum og lagt inn peninga. Hin marghliða bankaþjónusta gerir viðskiptavinum margfalt auðveldara fyrir en ella myndi verið hafa um meðferð peninga. Þér munuð sannfærast um hve bankafólkið er háttprútt og hve því er umhugað um, að greiða götu yðar varðandi fjármál, og þá ekki sízt ef vanda ber að höndum. Hikið ekki við, „að ráðfæra yður við bankann“. Bankarnir, sem þjóna bygðarlagi yðar Meö þvi aö fd öryggishólf i banka verða verðmœt skjöl ávalt í' tryggri vörslu Stutt yiðtal við séra Pétur í Vallanesi Ritstjórar íslenzku vikublað- anna í Winnipeg náðu tali af séra Pétri Magnússyni frá Valla- nesi, sem var staddur hér í borginni og fara viðræðurnar hér á eftir: — Velkominn séra Pétur á fund vor Vestur-lslendinga. Hvað er langt síðan þú lagðir af stað að heiman? — Það eru rúmar sex vikur. — Hvað hafði gerzt merkra atburða á Fróni rétt áður en þú lagðir af stað í vesturför þína? — Ég vil þar fyrst nefna biskupskjörið. Það varð í þetta sinn mjög ánægjulegt, meðal annars fyrir þá sök að hinn ný- kjörni biskup, herra Ásmundur Guðmundsson, náði nægum fjölda atkvæða til að hljóta lög- lega kosningu. Ráðherra þurfti því að þessu sinni lítið að koma þar við sögu. — Og hvernig hugsa íslenzkir prestar yfirleitt til forystu hins nýja biskups? — Hið bezta. Ásmundur bisk- up var þegar þrautreyndur að forystustörfum fyrir íslenzka kirkju og prestastétt. Hann hafði verið um áratugi formaður Prestafélags Islands og unnið úr því sæti mikið og merkilegt starf fyrir kristindómsmálin heima og prestastéttina. Ég held að flestir heima ljúki upp einum munni um það, að þar hafi hinn rétti maður náð kjöri“. — Hvernig gengur annars með kristindómsmálin heima á Fróni? Er líf og fjör í safnaðar- lífinu — messur vel sóttar? — Því miður er ekki hægt að segja að svo sé yfirleitt. Hins vegar geri ég ráð fyrir, að ástandið í þeim efnum sé ekki lakara heima en í löndunum fyrir austan okkur, ef marka má fregnir þaðan. — Ég hefi undrast hve messur eru vel sóttar hér vestra, og hve fólkið fórnar miklu starfi og peningum fyrir andlegu málin. Hin stuttu kynni mín af enska heiminum hafa staðfest það álit mitt, að engil- saxnesku þjóðirnar muni eins og sakir standa vera bezt kristna fólkið á jörðinni“. — Má vera að svo sé. — Já, þú varst boðinn til Bandaríkj- anna til þess að kynnast menn- ingu bandarísku þjóðarinnar. Hvers hefir þér nú þótt mest til koma þar? — Þetta, sem ég var að geta um — að yfirgnæfandi meiri- hluti þjóðarinnar virðist vera kristið fólk. Ég leyfi mér hik- laust að setja kristindómsrækt engilsaxnesku þjóðanna í sam- band við þá staðreynd, að þær hafa borið gæfu til að stíga þau spor í milliríkjaviðskiptum, sem gefa að mínum dómi ríka ástæðu til að vona, að betur kunni úr að rætast, en margur spáir um framtíðarhorfur mannkynsins. — Hvaða spor hefir þú þar í huga? — Ég hefi það í huga, er engil- saxnesku stórveldin létu það vera svo að segja sitt fyrsta verk eftir að þau höfðu unnið sigur í stórstyrjöld, að veita sjálfstæði þjóðum, sem höfðu verið háðar þeim. Með því var blaði flett í menningarsögunni. Til þess tíma hafði sigrandi þjóð ævinlega þóttzt þurfa á auknu landrými og nýjum þegnum að halda. — Þú talaðir um spor í fleir- tölu. — Já. Hitt mikilvæga sporið var það, er Bandaríkin tóku að unnum sigri, að hjálpa bág- stöddum þjóðum — þar á meðal nýsigruðum óvinum — til að rísa á legg efnahagslega og menn- ingarlega eftir eyðileggingu ó- friðarins. — Með því var öðru blaði flett. — Ég held, að menn hafi yfirleitt ekki gert sér nægi- lega ljósa þýðingu slíkra at- burða. Það er mikilvægt að loka ekki augunum fyrir því, sem er fallið til að gefa mann- kyninu von um bjartari og ör- uggari framtíð. Vér þurfum að hafa í huga að óttinn og von- leysið er sá jarðvegur, sem niðurrifsöflin eiga auðveldast með að vinna í. — Heldur þú, að þjóðirnar, sem Bandaríkin hafa verið að styrkja, þar á meðal Islendingar, kunni að meta hjálpina, sem þeim hefir verið veitt? — Fjöldi íslendinga kann á- reiðanlega að meta hana. Sumir heima virðast að vísu eiga da- lítið erfitt mað að losa sig við þá hugmynd, að Bandaríkin séu svo gott land, að steiktar gæsir fljúgi svo að segja látlaust ofan í fólkið, sem þar býr. Það þurfi því ekki að taka nærri sér, Þ° að það rétti hjálparhönd. Þetta er röng hugmynd. Velmegun Bandaríkjanna stafar fyrst og fremst frá hinum framúrskar- andi dugnaði þjóðarinnar. Ef borgarar þeirra þjóða, sem hafa undanfarin ár þegið aðstoð Bandaríkjanna, vissu almennt, hve almenningur í Bandaríkjun- um leggur mikið að sér við vinnu, myndi brátt hverfa sa öfundarhugur, sem nú hamlar svo mörgum manni frá því að sjá hina fágætu aðstoð þessarar öndvegisþjóðar í réttu ljósi. — Þú hefir vafalaust rétt fyrir því í því. — Jæja, séra Pétur. Gaman hefði verið að ræða lengur við þig um heims- málin, ef dálkar blaðanna hefðu leyft. — Hvernig hefir þú kunnað við þig þessa daga her á meðal Vestur-íslendinga? — Prýðilega. Hinn mikilsvirti og ágæti forseti Þjóðræknis- félagsins, dr. Valdimar J. Ey* lands, hinir sérstaklega við- feldnu íslenzku nágrannaprestar og margir aðrir menn og konur hafa dyggilega séð um það, að mér hefir ekki leiðst. — hefir vakið athygli mína, hve öflugan og mikilsverðan þátt konurnar íslenzku eiga hér í fe' lagslegu og kirkjulegu lífi- " Förin til elliheimilisins „Betel , í boði Kvenfélags íslenzka lút' erska safnaðarins hér, var mer óblandin ánægja. Umhyggj3 kvennanna fyrir hinu háaldraða fólki, sem á þar ból, er til mikiU' ar fyrirmyndar. — Ég mun einn- ig lengi minnast með gleði hinna tveggja guðsþjónusta, sem foru fram í kirkju séra Valdimars J- Eylands, og hve vel þær voru sóttar. — Við erum vissir um, margir kunna þér þakkir fyrú- prédikunina, sem þú fluttir við síðari guðsþjónustuna. — Það gleður mig, ef svo er. Ég vil nota þetta tækifæri til að biðja íslenzku blöðin að skila frá mér kærri kveðju til allra þeirra, sem hafa leitað hér a minn fund og sérstaklega ástar- þökkum til þeirra, sem hafa veitt mér ógleymanlegar ánægju' stundir á heimilum sínum eða a mannfagnaði annars staðar. Megi hamingjan strá blómum sínum á veg allra íslendinga> sem eiga heima hér vestan hafs. "A Realistic Approach lo ihe Hereafier" by Winnipeg auihor Edith Hansson Bjornsson's Book Siore 702 Sargeni Ave. Winnipeg COPENHAGEN Bezta munntóbak heimsins

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.