Lögberg - 11.11.1954, Síða 1

Lögberg - 11.11.1954, Síða 1
ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 ANYTIME _ ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 67. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 11. NÓVEMBER 1954 NÚMER 45 Hvarvetna vekja sögustaðir upp minningar Erindi Jörgens Bukdahls á ísafirði Danski rithöfundurin Jörgen Bukdahl heimsótti Isafjörð eftir för sína til Norður- lands. Hann hélt þar erindi fyrir fullu húsi, varðandi hina norrænu samvinnu og var gerður góður rómur að máli hans. Kristján Jónsson bauð hann velkominn til ísafjarðar og síðan hóf rit- höfundurinn erindi sitt. ViS Arnardal Hann minntist á það, þegar hann las fóstbræðrasögu fyrst í *sku, að þá staldraði hann oft við þann stað frásagnarinnar, þar sem sagt er frá dvöl Þormóðs Kolbrúnarskálds í Arnardal, en þar liðu hamingjufyllstu dagar hans, sem hann aldrei gleymdi. Ekki óraði mig þá fyrir því, sagði Bukdahl, að ég myndi sjálfur fá að standa á túninu þar sem Þormóður bjó, heyra nið árinnar í dalnum, hinn sama nið og hann hafði heyrt fyrir 7—800 árum, eða að ég fengi að sjá sömu fjöllin og hann sá. Á slóðum galdra og písla En hérna stóð ég líka á slóð- um Píslarsögu, frásögn Jóns Friðarsamningar undirritaðir Síðastliðinn fostudag voru Undirritaðir í Rangoon, höfuð- borginni í Burma, friðarsamn- ingar milli Japan og Burma og samkvæmt þeim féllust Japanir á að greiða burmísku þjóðinni á næstu tíu árum $250,000,000 í stríðsskaðabætur í vélum, lánum, margskonar varningi og tmknilegri aðstoð. Canada, Bretland, Bandaríkin °g 46 aðrar þjóðir undirrituðu friðarsamninga við Japan í San Francisco 8. septmeber 1951. Rússnesku ráðstjórnarríkin, Pói- land og Tékkóslóvakía vildu okkert með samningsgerðina hafa að gera, en Indland gerði sérstakan friðarsamning við Japan hinn 9. júní 1952. Vinnur meirihluta í báðum bingdeiBdum Að því, er nú virðist ljóst, hafa Demokratar meirihluta í báðum deildum þjóðþingsins í Wash- ington; meirihluti þeirra í neðri Oaálstofunni nemur tutfugu og fjórum þingsætum, en aðeins einu 1 hinni efri, þó vera megi að Þar geti sætatala orðið jöfn, því frambjóðandi Demokrata í ^regon, hafði einungis fáein at- kvæði umfram gagnsækjanda sinn af hálfu Republicana, og þar afleiðandi nokkurn veginn víst að endurtalningar verði krafist. Eisenhower forseti hefir kvatt til fundar við sig í Washington helztu leiðtoga beggja flokk- anna til að ráðgast við þá um horfurnar á vettvangi stjórn- ^álanna bæði heima og erlendis. Foringjar Demokrata hafa lýst yfir því, að þeir muni veita for- seta fulltingi varðandi fram- kvæmd þeirra mála, er til sannra þjóðþrifa miði. Magnússonar um galdra og Jón Jónsson, föður og son á Kirkju- bóli, sem voru brenddir meðan Þuríður slapp. Yfir Breiðafirði Það var ævintýralega fagurt veður. þegar ég flaug hingað vestur, sagði Jörgen Bukdahl. Flugvélin fór yfir Borgarfjörð, Breiðafjörð og Flatey, þar sem ég minntist Flateyjarbókar, gim- steins hinna íslenzku handrita. Þar minntist ég einnig séra Kúlds prests í Stykkishólmi og Þuríðar konu hans, sem var systir Benedikts Gröndals. — Þarna var Helgafell og Snæ- fellsnes, og þegar flogið var yfir Vestfirði, þá birtist Vatnsfjörður og við komum til ísafjarðar. Yfir Borg og Saurbæ I erindi sínu minntist Jörgen Bukdahl þess þó sérstaklega hvílíkir helgistaðir íslenzkra bókmennta Borg á Mýrum og Saurbær í Hvalfirði væru. Því að við þessa staði eru tengd nöfn þeirra Egils Skallagrímssonar og Hallgríms Péturssonar. Þannig er þessu hagað, þegar maður ferðast um Island, að hvarvetna blasa við staðir, sem minna á forn og ný afrek Islendinga í bókmenntum, sem minna einnig á það, hvaðan íslenzku handritin eru upprunnin. Þá rakti Bukdahl afrek íslend- inga í skáldskap á miðöldum; hann sagði frá Jóni Hallssyni, Guðmundi biskupi Þorlákssyni og rakti hvernig þjóðararfur Is- lendinga heldur áfram að lifa og þroskast gegnum aldirnar. Hið nýja ísland Hann lauk fyrirlestrinum með Væntanlegur í heimsókn Árni G. Eylands Um miðja næstu viku er væntalegur hingað til borgar Árni G. Eylands stjórnarráðs- fulltrúi frá Reykjavík ásamt frú sinni, en hann hefir, svo sem áður hefir verið skýrt frá, ferðast vítt um Canada og Bandaríkin sem boðsgestur ríkisstjórna þessara tveggja þjóða; er heimsókn hans til Norður-Ameríku einkum gerð með það fyrir augum að kynnast búnaðarháttum og notkun land- búnaðarvéla, er koma mættu að sem mestu gagni á íslandi, en í þeim efnum stendur Árni í fremstu brautryðjendaröð með þjóð sinni. Árni er vinmargur hér um slóðir frá fyrri heimsókn til Winnipeg og verða þeir því margir, er fagna munu komu hans og hans ágætu frúar. Árni er fjölhæfur menningar- frömuður og gott ljóðskáld og rhun von á ljóðabók eftir hann áður en langt um líður. því að hylla hið nýja Island, sem fullkomnast í stöðugri fram- þróun og þroska þjóðarinnar í jarðrækt, notkun dráttarvéla og með smíði raforkustöðva. íslend- ingar hafa komizt yfir Sturlunga öldina og með nýju frelsi hafa þeir öðlazt þann rétt, sem stend- ur að baki hinni gífurlegu út- þennslu og framsókn. Að lokum stóð Birgir Finnsson upp, þakkaði Bukdahl rithöf- undi fyrir komuna og óskaði honum góðrar ferðar. —Mbl., 6. okt. Kirkjuafmæli 1914—1954 Lúterski söfnuðurinn í Blaine, Wash., hefir ákveðið að minnast 40 ára afmælis kirkju sinnar með hátíðahöldum sunnudaginn 28. nóvember. Fyrst verður hádegisguðs- þjónusta, sem byrjar kl. 11 með altarisgöngu. Verður þar sér- stakur hátíðasöngur. Að kveldinu, kl. 7.30, verður svo samkoma í. kirkjunni, þar sem bæði barnakór og kirkju- kór safnaðarins syngja hátíða- söngva. Sögu safnaðarins verð- ur þar minst í erindi af einum hinna eldri meðlima safnaðar- ins. Einsöngvar verða einnig sungnir, og fleiri atriði til skemtunar og fróðleiks. Aðgang- ur að samkomunni verður ekki seldur, en samskota verður leitað og renna þau í viðgjörð- arsjóð kirkjunnar. Gjafir í þann sjóð verða og þakksamlega þegnar þá og síðar. Eftir samkomuna safnast allir viðstaddir í samkomuhús safn- aðarins og verður þar kaffi og afmæliskaka á boðstólum fyrir alla. Verður þar einnig tækifæri til að ræða gömul og ný áhuga- mál. Allir eru boðnir og velkomnir til þessara hátíðarhalda. Fyrirlesfur og myndasýning Svo sem áður er á minnzt, er von á Árna Eylands stjórnar- ráðsfulltrúa og frú hingað til Winnipeg nú um miðjan mánuð- inn, og munu þau dveljast hér um hríð í boði Þjóðræknis- félagsins. En Arni er kunnur Vestur-lslendingum frá fyrri ferðum sínum vestan hafs og að sérstökum áhuga á málefnum þeirra. Þessu sinni eru áætlaðar a. m. k. þrjár samkomur, þar sem Árni mun segja tíðindi af íslandi og sýna nýjar kvik- myndir þaðan. Verður fyrsta samkoman fimmtudagskvöldið 18. nóvember kl. 8.15 í Sam- bandskirkjunni við Banning. Önnur samkoman þriðjudags- kvöldið 23. nóvember að Lund- um í samkomuhúsi bæjarins kl. 8.30, og hin þriðja í Lúlersku kirkjunni í Árborg fimmtudags- kvöldið 25. nóvember kl. 8.30. Aðgangur að hverri sam- komu kostar 50 cent og verður seldur við innganginn. Kvikmyndir þær, er Árni mun sýna, eru allar litmyndir og hver annarri betri. Skal Aust- firðingum sérstaklega bent á, að ein myndanna er frá Seyðis- firði, Borgarfirði eystra og Vopnafirði, stöðum, sem sjald- an eða aldrei hafa verið sýndir hér á kvikmynd, en marga, sem þaðan eru upp runnir, mun fýsa að sjá. Kosinn á sambandsþing Mr. William Bryce Svo sem frá er skýrt,á öðrum stað hér í blaðinu var Mr. Bryce kosinn á sambandsþing í aukakosningunni, sem fram fór í Selkirk-kjördæmi á mánu- daginn var. Minsta uppskera síðan 1943 Samkvæmt nýjustu upplýsing- um frá hagstofunni í Ottawa, nemur hveitiuppskeran í Canada í ár, aðeins 298,913,000 mælum; er þetta minsta uppskerumagn landsins síðan 1943. Veður var óhagstætt meiripart síðastliðins sumars og svipað mátti um þreskingartímann segja, þar sem votviðri stórskemdu korn og töfðu fyrir uppskerustörfum. Upplýsingaskrif- stofa fyrirhuguð í London Hon R. D. Turner, iðnaðar- og fjármálaráðherra fylkisstjórnar- innar í Manitoba hefir kunngert að um næstu áramót hlutist Manitoba til um, að koma á fót'í L o n d o n upplýsingaskrifstofu með það fyrir augum, að kynna fylkið brezkum iðjuhöldum, er síðar kynnu að stofna til iðnað- arfyrirtækja innan vébanda fylkisins. Mr. Turner dvaldi á Bretlandi nokkurn hluta síðastliðins sum- ars og kvað sig hafa furðað á því, hve brezkir iðjuhöldar og fésýslumenn hefðu verið ófróðir um náttúrufríðindi og tækifæri til iðnaðarlegrar þróunar, sem fylkið hefði upp á að bjóða; úr þessu er meðal annars hinni væntanlegu upplýsingaskrifstofu ætlað að bæta. Ýms hinna fylkjanna hafa fyrir all-löngu komið sér upp hliðstæðum skrifstofum í Lon- don við góðum árangri, svo sem British Columbia. Alþjóðaþing jarðeðlisfræðinga: Nú er talið, að aldur jarðar sé 4500 milljónir óra Dr. Sigurði Þórarinssyni falið að rita bindi í miklu rilsafni. — Rætt við hann um þingið. Alþjóðaþing jarðeðlisfræð- inga var haldið í Rómaborg dagana 14.—25. sept. s.l., og var það hið fimmta slíks þing, sem haldið er. Eru þing þessi haldin þriðja hvert ár. Þingið sátu fyrir íslands hönd dr. Sigurður Þórarinsson jarð- fræðingur og Eysteinn Tryggva- son veðurfræðingur, sem annast jarðskjálftamælingar fyrir Veð- urstofu Islands. Var þetta i ann- að sinn, sem S. Þ. situr alþjóða- þing jarðeðlisfræðinga, því að hann sat þingið, sem haldið var í Osló 1948, og sýndi þar Heklu- kvikmyndina. {1951 var þingið haldið í Brussel). Sigurður Þórarinsson er fyrir skömmu heim kominn úr Róma- borgarför sinni og hefir tíðinda- maður Vísis haft tal af honum og leitað fregna hjá honum um þetta alþjóðasamstarf og einkum um störf þingsins’. Varð hann fúslega við þessar^ beiðni og sagðist frá á þessa leið: Störf bingsins — Þingið starfaði í sjö deild- um, en þeir, sem í deildunum starfa, hafa samstarf sín á milli, milli þinga. Ein deildin fjallar um jarðskjálftarannsóknir, önn- ur um eldfjallarannsóknir og sú þriðja um jökla og snjórann- sóknir. Átti ég sæti í tveim hin- um síðastnefndu. Þingið sóttu á annað þúsund fulltrúar frá flestum löndum heims, þeirra á meðal frá lönd- um Austur-Evrópu. Rússar áttu áheyrnarfulltrúa á þinginu, en þeir eru ekki enn beinir þátt- takendur í þessu alþjóða-sam- starfi. Þingið var haldið í bygg- ingum þeim skammt utan Róma- borgar, sem reistar voru vegna væntanlegrar heimssýningar í Rómaborg, sem fórst fyrir vegna heimsstyrjaldarinnar síðari. Eru þetta miklar, nýtízku byggingar, sem ekki hafa enn verið teknar í varanlega notkun. Eldf jallarannsóknir 1 eldfjalladeildinni voru flutt- ir fyrirlestrar og sýndar kvik- myndir af eldgosum síðari ára. Flutti ég þar erindi um öskulaga rannsóknir. í þeirri deild var einnig rædd útgáfa mikils rit- safns, sem þegar er hafin, og á að vera lýsing á öllum eldfjöll- um jarðar, sem virk hafa verið síðan sögur hófust. Verður rit- safn þetta í mörgum bindum. Eitt bindið á að fjalla um ís- land og Jan Mayen og tók ég að mér ritstjórn þess, í von um að Stórkostleg rafvæðing fyrirhuguð Mr. D. M. Stephens, formaður Manitoba Hydro Electric nefnd- arinnar, lýsti yfir því í ræðu, sem hann flutti í Dauphin á fimtudagskvöldið í vikunni, sem leið, að Manitobastjórn hefði í undirbúningi 10 ára áætlun varðandi virkjun Nelsonárinnar, er út af fyrir sig myndi kosta 90 miljónir dollara; gaf Mr. Stephen einnig í skyn, að raf- væðing í Norður-Manitoba, gæti auðveldlega hlaupið upp á 252 miljónir dollara áður en yfir lyki. Mr. Stpehens lét þess jafn- framt getið í ræðu sinni, að lcomið gæti til mála að beizla kjarnorku og hagnýta í sam- bandi við hin fyrirhuguðu orku- ver við Nelsonána. Á fundi þessum í Dauphin, er Manitoba Chamber of Com- merce stóð að, tók einnig til máls Mark Smerchanski náma- fræðingur og einn af meðlimum háskólaráðsins í Manitoba og spáði meðal annars því, að innan fimm til tíu ára yrði úraníum- framleiðslan í fylkinu komin á það stig, að hún skaraði langt fram úr öllum öðrum námu- iðnaði. Af fréttum þessum má ráða, að hér séu stórhuga athafna- menn að verki, sem mikils góðs megi vænta af varðandi athafna- líf fylkisins. einhver smá fjárveiting fengist hér til þess að það geti staðist samanburð við önnur bindi safnsins. Þess ber að geta, að Unesco — menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna — greiðir prentunarkostnað alls safnsins. Tvö bindi eru komin út af safn- inu og fjalla þau um Indonesíu og Filipsseyjar. Jöklar annsóknirnar Þar voru fluttar skýrslur um jöklaleiðangra seinustu ára og var stórfróðlegt að kynnast þeim. Hér er um að ræða skýrsl- ur franska leiðangursins, sem var tvö ár á Grænlandsjökli undir stjórn Paul Emil Victors <1950 og 1951). Þær rannsóknir leiddu í ljós, að Grænlandsjökull er allt að 3000 metrar á þykkt og nær um miðbik landsins niður fyrir sjávarmál. Hins veg- ar er í skýrslunum algerlega borið til baka, sem sagt var í blöðum, að rannsóknirnar hefðu leitt í ljós, að Grænland skiptist í þrjú svæði. Einnig voru merki- legar niðurstöður rannsóknanna á suðurskautssvæðinu, en þær gerði brezk-norsk-sænski leið- angurinn, sem var tvö ár þar syðra. Komust vísindamennirnir að raun um, að jökulinn þar syðra væri miklu þykkri en áður var talið. Aldur jarðar Nokkra fyrirlestra sótti ég i öðrum deildum. M. a. hlýddi ég á fyrirlestra um aldur jarðar. Brezkir og bandarískir jarðeðlis- fræðingar, sem ekkert samstarf höfðu sín á milli, og beittu ólík- um aðferðum, komust að sömu niðurstöðu: Að aldur jarðar sé um 4500 milljónir ára, en það er mun hærri aldur en áður var talinn líklegur meðal vísinda- manna. Mikil velvild og gestrisni ítalir, sem sáu um ráðstefn- una, skipulögðu ferðir á hana og ráðstefnuna sjálfa, komu fram af mestu velvild og höfðingsskap og verður gestrisni þeirra eigi um of rómuð“. i Var ferðin því öll hin ánægju- legasta og fróðlegasta og er ég mjög þakklátur menntamála- ráðuneytinu og fjárveitinga- nefnd Alþingis, er veittu mér farareyri. Tíðindamaðurinn spurði S. Þ. nokkru nánar um þátttöku Is- lands í þessu alþjóðasamstarfi. Hún er enn óbein, þ. e. byggist á persónulegum kynnum og samstarfi. Eindregnar óskir komu enn fram um, að ísland gerðist beinn þátttakandi í sam- starfinu, og væntanlega líður ekki langur tími, þar til svo verður komið. Orsök þess, að er- lendir vísindamenn hafa ítrekað óskir í þessu efni er mikilvægi Islands fyrir eldfjalla- jökla- og veðurrannsóknir. Kostnaður við beina þátttöku nemur aðeins 100 stpd. árlega. Vísir vill benda á, er um þetta er rætt, að það er vegna þátttöku í hinu nýafstaðna þingi, að Is- lendingum er falið að annast út- gáfu hins merka ritsafns, er að ofan getur um, en ella mundi það hafa verið falið annarra þjóða mönnum, þ. e. Dönum. Væri eigi vansalaust, ef öðrum væri falið slíkt hlutverk og önnur, sem íslenzkir vísinda- menn hafa bezt skilyrði til að annast. Þátttaka íslands í þessu alþjóðasamstarfi ætti að vera oss öllum metnaðaratriði. —VÍSIR, 14. okt.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.