Lögberg - 11.11.1954, Síða 5

Lögberg - 11.11.1954, Síða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. NÓVEMBER 1954 5 X ÍIK AMVI KVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON ELIZABETH EKKJUDROTTNING Þegar George V. var krýndur árið 1911 réðu 17 konungar n'kjum í Evrópu, en þeir féllu smám saman úr sögunni, og nú eru ekki eftir nema 7 konung- dæmi í álfunni, og eitt af þeim er Bretland. Vafalaust er það vegna þess trausts og þeirrar virðingar, er brezka konungs- fjölskyldan nýtur hjá almenn- ingi hvarvetna, að Bretar fylgdu ekki dæmi annara þjóða í því að afnema konungdóminn. Jafnframt því, að lýðræðinu óx fiskur um hrygg, hefir brezka konungsfjölskyldan lært að samlaga sig breyttum aðstæð- um, færast nær fólkinu bæði í anda og athöfnum; þetta hefir ekki sízt orðið til að auka vin- sældir hennar og traust. Hins vegar virtust konungs- fjölskyldurnar margar hverjar á meginlandinu, ekki skilja að tímarnir voru að breytast og sjónarmið þeirra yrðu að breyt- ast jafnframt. Þetta varð til þess að þær urðu einangraðar frá rás þjóðíelagsþróunarinnar og kollvörpuðust að lokum. Á síðari stjórnarárum Viktoríu drottningar varð þess vart, að djúp var að myndast milli brezku konungsfjölskyldunnar og konungafólksins á megin- landinu. Fram að þeim tíma voru það óskrifuð lög, að synir og dætur konungshjóna skyldu eingöngu tengjast fólki af kon- ungaættum og það höfðu eldri börn Viktoríu drottningar gert. En svo kom að því, að Viktoríu þótti fullmikið um stærilæti þeirra og mikilmensku. Til dæmis ávítaði hún elztu dóttur sína, sem varð hnóðir Vilhjálms keisara, fyrir að hún væri að verða af mikill „Prússi“ og of mikillát í framkomu. Og árið 1878 komst hún að þeirri niður- stöðu, að það væri betra að yngri dætur hennar giftust brezkum aðalsmönnum fremur en prins- um af meginlandinu, sem ekki væru við þeirra hæfi. Og hefir sú regla í hjúskaparmálum brezku konungsfjölskyldunnar haldist að miklu leyti síðan. George V. kvæntist Maríu prinsessu af Teck, og það vakti fögnuð í ríkinu þegar næst elzti sonur þeirra, sem seinna varð George VI., kvæntist stúlku af skozkum aðalsættum, Lady Elizabeth Bowes-Lyon. Þegar þau voru krýnd 1938 ,er sögð saga, sem sýnir gjörla þann miðaldahugsunarhátt, er enn ríkti hjá sumu konungafólki á meginlandinu. Brezkur maður heimsótti Maríu drottningu í Rúmaníu, og hafði hann þetta eftir henni: „Hin unga drottning ykkar virðist mjög vinsæl, en það er slæmt að hún er ekki af konungaættum. Mér er sagt, að þegar hún sat í hásætinu í Westminster Abbey, hafi hún ýtt fótaskemmlinum til með fætinum; þetta hefði hún ekki gert hefði hún verið konung- borin“. Sem hertogainnan af York, aflaði Elizabeth ekkjudrottning sér brátt mikilla vinsælda á Bretlandi. Hún var blátt áfram en þó tíguleg í framkomu og hin skozka sjálfstæðistilfinning hennar varnaði því að hún léti steypa sig í sérstakt mót hvað athafnir og hugsunarhátt snerti. Hið vingjarnlega og ljómandi bros hennar, sem allir kannast við, sem séð hana hafa, eða myndir af henni, laðaði alla að henni. Brosið er ekki tilgerð; það lýsir hennar innra manni. Enda segir dóttir hennar, Eliza- beth II., þegar hún minnist mskuáranna: „Sólin virtist skína alla daga“. — Hún er framúr- skarandi taktvís, skjót í svör- um og virðist vita ósjálfrátt hvað bezt á við í það og það skiptið. Þegar þau hertoga hjónin ferðuðust til Suður- Afríku, var sagt frá skemmti- legu atviki: Hún mætti þar Búa nokkrum, heldur súrum á svipinn, er sagði henni, að þótt hann hefði mikla ánægju af að vera kyntur henni, þá yrði hann að kannast við, að sér félli illa að lúta yfirráðunum frá Whitehall. Sagt er að hún hafi brosað og svarað: „O, ég skil þetta; við finnum til þess líka á Skotlandi“. öllum er kunnugt um hinar vaxandi vinsældir þeirra hjóna eftir að þau komu til ríkis á Bretlandi. Öllum hér mun enn í fersku minni heimsókn þeirra 1939 til Canada og Bandaríkj- anna; fólkið dáði þau. Síðan hefir margt á dagana drifið. Eftir að George VI. lézt varð ekkja hans að laga sig eftir breyttum aðstæðum. Nú varð hún að draga sig í hlé, þannig að hinn bjarti persónuleiki hennar skyggði ekki á hina ungu drottningu , dóttur hennar. En hins vegar mátti hún ekki af- rækja neinar skyldur er féllu í hennar hlut. Þetta hefir henni tekizt á virðulegan hátt. Hún kom aftur um stund fram á hið konunglega svið meðan Eliza- beth drottning II. og Hertoginn af Edinburgh ferðuðust í kring um hnöttinn, og dró sig aftur í hlé þegar þau komu heim. Elizabeth ekkjudrottning hef- ir keypt sér fornan kastala við nyrzstu strönd Skotlands við Pentland-fjörð. Er þar mikil- fenglegt og fagurt útsýni, en staðurinn er afskekktur; hann er nær Islandi heldur en London. Þaðan flýgur hún suður þegar skyldustörfin kalla að, því enn verður hún að taka þátt í að heimsækja ýmissar stofnanir, spítala, ný fyrirtæki o. s. frv. Um þessar mundir er Eliza- beth ekkjudrottning í heimsókn í Bandaríkjunum; en kemur til Ottawa 12. nóvember og siglir síðan heimleiðis frá New York 17. nóvember. Er þetta lengsta ferð hennar, síðan maður henn- ar dó. 1 þetta skipti er hún ein á ferð. Henni hefir verið tekið með kostum og kynjum þar syðra. Manni verður á að hugsa, að Bandaríkjamönnum myndi ekk- ert þykja að því, að eiga kon- ungsfjölskyldu sjálfum, svo mikið láta þeir með alla með- limi brezku konungsfjölskyld- unnar, er heimsækja þá. Er sagt frá heimsókn hennar í tímaritinu Time þessa viku. Hvar sem hún kemur eða fer, er viðkvæði fólksins þetta: „Er hún ekki yndisleg?“ Undrast er yfir þolgæði hennar. Tími hennar er skiplagður þannig að hún er altaf á ferðinni; á sýningum; í verzlunum eða í veizlum, en ekkert af þessu virðist vera henni um megn; í lok vikunnar var bros hennar eins óþvingað og ljómandi, eins og þegar hún steig á land. Síðastliðna viku fóru fram hátíðahöld við Columbia háskólann í tilefni 200 ára afmælis hans. Var hennar hátign sæmd heiðursdoktors- nafnbót í lögum við það tæki- færi. 1 greinargerðinni fyrir veitingu nafnbótarinnar, var þess getið, að Elizabeth væri meir en drottning, hún væri gædd miklum tónlistarhæfi- leikum, ágæt tungumálakona og hefði næman skilning á listum. Þessi ferð hennar mun rifja upp margar minningar frá heim- sókn þeirra hjóna til þessarar álfu 1939, er að sjálfsögðu munu verða henni saknaðar- kenndar, en kjarkur hefir jafn- an einkennt þessa tignu konu; hún mun leyna þeim tilfinning- um og þær munu ekki skyggja á þá ánægju, er fólk hefir af | heimsókn hennar, bæði þar syðra og þá ekki síður í hennar eigin ríki, Canada. Kaupið Lögberg VIÐLESNESTA ISLENZKA BLAÐIÐ Bezto munntóbak heimsins HVAÐ ER í FRÉTTUM HJÁ INCO? VELSKDFLAN. SEM Ein sprenging af annari opnar göng um hina rammbyggi- legu og þykku klöpp niður í Levacknámu Inco-félagsins. Eftir sprenginguna kemur hin hagkvæma hleðsluvél til sögunnar og safnar til sín klapparmolum og öðru rusli eftir sprenginguna. Vél þessi nýtur lítillar hvíldar — og jafnvel staðnæmist ekki meðan bílar, sem málmæðarnar flytja, annast um hleðsluna. Þessi voldugi vélakostur ber því fagurt vitni hve Inco gerir sér mikið far um að auðvelda námustörfin. peir, sem vilja fá ókcypis 75 blaOsíðna bœklinginn “The Romance of Nickel," áriti pantanir sínar þannig: M P A N Y OF CANADA, LIMITED 25 KING STREET WEST# TORONTO

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.