Lögberg - 25.11.1954, Page 2

Lögberg - 25.11.1954, Page 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 25. NÓVEMBER 1954 Furðuskipin, eru ekki þjoðsögn SAGNINRNAR um „furðu- skipin", er sæfarendur sáu eða þóítusí sjá á sveimi um úthöfin, eiga sér Iraustari rætur i veruleikanum held- ur en margur mundi ætla. í grein þessari segir frá nokkrum „furðuskipum", sem telja verður til stað- reynda, en ekki þjóðsagna. Gátan, varðandi briggskipið „Marie Celeste“, er enn óleyst, þótt liðnir séu þrír aldarfjórð- ungar síðan sá dularfulli at- burður gerðist, og hefir ekki verið um aðra atburði meira rætt meðal farmanna á öllum höfum. Það var árið 1872, að brigg- skipið „Annie Celeste“, sem lagt hafði úr höfn í New York, fannst á reki við Azoreyjar. Öll segl voru uppi, — og morgunverður stóð framreiddur á borði í há- setaklefanum; skipskötturinn lá og svaf í bóli sínu og eldur brann á arni. En hvergi var maður sjáanlegur um borð, hvernig sem leitað var.Þessi at- burður hefir ekki aðeins verið mönnum ráðgáta, heldur hefir hann orðið ein af þjóðsögum hafsins. Slíkir atburðir gerast enn Síðan hafa nokkrir atburðir þessum líkir, gerzt á Indlands- hafi. Það er ekki lengra síðan en í febrúarmánuði síðastliðn- um, að brezka vöruflutninga- skipið „Ranee“ fann skútuna „Holuhu“ á reki á hafinu milli Singapore og Colombo, mann- lausa með öllu. — „Ranee“ dró skútuna til hafnar í Colombo; aftursiglan var brotin, en að öðru leyti var ekkert við skút- una að athuga, og gnægð vista, vatns og eldsneytis um borð. Matur stóð framreiddur á borð- um, en skipshöfnina, fimm Asíu búa, var hvergi að finna. „Holohu“ fannst 200 sjómílur fyrir sunnan Nicobareyjar, á fjölfarinni skipaleið. Farmurinn var 105,000 sekkir af hrísgrjón- um. Hvað hafði orðið um áhöfn- ina? Hafði hún yfirgefið skipið í skyndilegri hræðslu? Eða höfð.u sjóræningar verið þarna að verki? Var þarna um morð eða aðra glæpi að ræða? Gátan um „Resolven" Árið 1884 fannst briggskipið „Resolven“, sem var eins konar móðurskip fyrir skúturnar, sem veiddu þorsk í salt á „Stóra- banka“, mannlaust á reki. Það var eftirlitsskipið „Mallard“, sem fann skipið, og þegar sjó- liðnarnir gengu um borð, logaði enn eldur á arni í hásetaklefan- um. 1 skrifborðinu í skipstjóra- klefanum lá poki með gullpen- ingum, því að skútuáhafnirnar fengu fiskinn greiddan út í hönd. Skipshöfnin var hvergi sjáan- leg, ekki heldur nein merki þess, hvers vegna hún hefði yfir- gefið skipið í skyndi. Eldurinn á arninum bar því vitni, að ekki gat verið liðinn nema skömm stund frá því, er hún hafði hald- ið á brott. Og hvað hafði orðið af skipsbátnum? Eftirlitsskipið leitaði þeirra á hafinu í grennd klukkustundum saman, en ár- angurslaust, og við rannsókn, sem síðar var framkvæmd, kom ekki neitt það í Ijós, er gefið gæti minnstu bendingu um, hvers vegna áhöfnin hafði yfir- gefið skip sitt. Þremur árum síðar gerðist svipaður atburður, sem ekki varð heldur neinum rökum skýrður. Þá var mikið meira um slík skiprek heldur en síðar. enda hirtu skipshafnir þá yfir- leitt ekki um að tilkynna, þó að þær yrðu þeirra varar. Það var ekki fyrr en brezka þingið hafði sett lög um það, að sekta mætti hverja þá skipshöfn um fimm sterlingspund, sem slík vanræksla sannaðist á, að breyt- ing varð, hvað það snerti. Skip, sem ekki varð bjargað Árið 1881 fann bandaríska seglskipið „Ellen Austin“, skútu eina á reki, mannlausa, án þess nokkur merki sæust um það, hvers vegna áhöfnin hefði yfir- gefið hana. Skipstjórinn á „Ellen Austin“ taldi sér vís björgunar- laun, ef hann kæmi skútunni til hafnar, setti hann því nokkra menn um borð í skútuna, og höfðu skipin samflot um hríð, unz óveður skall á eina nóttina, og áhöfnin á bandaríska skip- inu missti sjónar á skútunni. Þegar Bandaríkjamenn fundu skútuna aftur, varð undrun þeirra ekki með orðum lýst, því að áhöfnin, sem sett hafði verið um borð, var horfin, — og varð þó ekkert fundið athugunarvert við skútuna, fremur en áður. En áhöfn bandaríska segl- skipsins var ekki af baki dottin, enda þótt hún ætti þarna félaga úr sínum hópi að sakna. Enn voru nokkrir menn settir imi borð í skútuna, enn höfðu skipin samflot um hríð, og enn skall á óveður. Þegar því slotaði var skútan hvergi sjáanleg, og hefir hvorki frétzt af henni né hinum þrautseigu sjómönnum frá Nýja Englandi síðan. Eflaust hefir áhöfnin ekki getað haft stjórn á skipinu, er óveðrið skall yfír, sökum þess hve fáliðuð hún var, og skipið þess vegna farizt. En hvað varð af hinum skipshöfn- unum tveim, er yfirgáfu skút- una að ástæðulausu, að því er séð varð. Það er enn óráðín gáta. Sagan af „Baychimo" Frægasta „mannlausa skipið“, sem rekið hefir um höfin á síð- ari áratugum, var stálskip nokkurt, 1300 lestir að stærð, „Baychimo" að nafni og eign Hudsonsflóa-félagsins. Sem bet- ur fór hélt það sig fjarri fjöl- förnum skipaleiðum; að öðrum kosti er hætt við, að það hefði getað orðið öðrum skipum að grandi. „Baychimo“ hélt árlega úr Vancouverhöfn, norður með vesturströnd Kanada, um Bér- ingssund og síðan áfram hina hættulegu norðvesturleið. Heita má, að hvorki hafið né strend- urnar á þessum slóðum sé enn skráð á kort, sem farandi er eftir, en þarna hafði skipið átta fasta viðkomustaði, þar sem það færði veiðimönnum á vegum „félagsins“ vistir, og tók skinn- feldi um borð í staðinn. Færið yður í nyt hina ódýrustu flugferð til íslands til heimsókna um jólaleytið! Sankti Kláus hefir rétt fyrir sér. Fullkomnasta jólag'jöfin, sem þér getlB fært ástvinum yBar á Islandi er heimsökn yðar sjálfra um jóUn. Og hinn mikli fjársparnaöur, sem yBur fellur í skaut á þessu “The Great Circle” ferðalagi, vekur margfaldan fögnuð, er heim kemur! Tíðar og reglubundnar flugferðir með 4 hreyfla Douglaa. Skymaster frá New York. Milli Reykjavíkur og New York báðar leiðir — AÐEINS $265 Leitið frekari upplýsififia hjd umboOsmanni ferOa- skrifstofu yðar varðandi fargjöld. n n n ICELANDICl AIRLINES ulAalu 15 West 47th Sf., N. Y. 36, Pt 7-8585 Heimsskautssumarið norður þar varir ekki nema í tvo mán- uði, og á þeim skamma tíma varð „Baychimo“ að fara hina 2,000 mílna löngu leið, fram og aftur, og vera komið út á „auðan sjó“, áður en hafísinn lokaði norðvesturleiðinni. Árið 1931 varð hafísinn venju fremur fljótt á ferð á þessum slóðum. Skipið festist í ísnum, og Conwall skipstjóri, sem ótt- aðist að ísinn gæti þá og þegar lagt það saman eða sökkt því, afréð að áhöfnin, sem taldi sex- tán manns, skyldi gera sér skýli á ísnum, hjá skipinu, og hafast þar við. Skömmu síðar tókst flugvél frá Nome að lenda þar í grennd og flutti hún nokkra af áhöfninni á brott. í nóvembermánuði stóð iðu- laus stórhríð og stormur í nokkra daga. Þegar lygndi og birti til, sáu skipverjar að skip þeirra var horfið. Leituðu þeir þess lengi, en árangurslaust, og þótti súrt í brotið, því að enda þótt þeir hefðu flutt allar vistir úr því, og komið þeim fyrir hjá skýlinu á ísnum, voru allir feldirnir um borð, en þeir voru að minnsta kosti 800,000 dala virði. Nokkrum vikum síðar fréttu þeir þó af skipinu. Eskimóa- veiðimenn höfðu séð það á reki í ísnum; með aðstoð þeirra tókst skipstjóra og áhöfn að bjarga grávörunni úr því, en síðan skall enn á ofviðri, og þegar því slotaði, var skipið horfið sjónum. Næstu ár sáu veiðimenn, og aðrir, sem leið áttu um þessar slóðir, alltaf öðru hverju til ferða ,‘,Baychimo“. Það kom meira að segja fyrir, að áhafnir annarra skipa reyndu að bjarga þessu skipi, sem var orðin eins konar þjóðsögn norður þar, en það mistókst alltaf einhverra or- saka vegna. Þegar björgunar- leiðangrar Voru sendir á vett- vang, var „Baychimo“ hins vegar hvergi sjáanlegt. Og árum saman flæktist þetta furðuskip mannlaust í rekísnum, — á ein- hverri hættulegustu siglingaleið, sem um getur. Rekamet Bandaríska skútan „Fannie E. Wallsten“, mun þó eiga heims- metið, hvað snertir þá vega- lengd, sem vitað er, að áhafnar- laust skip hafi rekið. Skipshöfn- in yfirgaf skútuna við jaðar golfstraumsins í Mexikó-flóa árið 1891, og næstu fjögur árin á eftir sást alltaf öðru hverju til ferða hennar, og síðast, að því er vitað verður með vissu, hafði hana rekið tíu þúsund sjó- mílna leið frá því er hún var yfirgefin. Fyrst í stað rak hana í stefnu á Saragoshafið, og var búizt við, að þaragróðurinn þar í straum- leysunni myndi stöðva för henn- ar, eins og svo margra annarra skipa, sem þar hafa lent. Um tveggja ára skeið fréttist síðan ekkert af ferðum hennar, en þá birtist hún skyndilega við strönd New Jersey, og þar hvarf hún fyrir fullt og allt nokkru síðar. Skip, sem ekki geia sokkið Timburflutningaskipin, sem sigldu meðfram ströndum Banda ríkjanna, voru hin hættulegustu, ef þau voru yfirgefin, þar eð þau flutu á hverju sem gékk. „Alma Currpnings“ er gott dæmi þess. Báðár siglurnar brotnuðu í of- viðri, og áhöfninni var bjargað um borð í gufuskip. Þá var og kominn svo mikill leki að timb- urflutningaskipinu, að fyllsta ástæða var til að ætla, að það myndi sökkva á hverri stundu. Átján mánuðum síðar var það samt enn ofansjávar! Sást hvað eftir annað til ferða þess og fimm sinnum freistuðu áhafnir skipa að kveikja í því, svo að það yrði ekki öðrum skipum að tjóni. Það bar þann einn árang- ur, að skipið og farmurinn brann niður að flotlínu, svo að eftir það varð enn örðugra að sjá til ferða þess en áður. Herskipum var gefin fyrir- skipun um að sökkva flakinu, en svo virðist, sem áhafnir Svanhildur Guðrún Sigurgeirsson F. 24 .ágúst 1872 — D. 12. júlí 1954 þeirra hafi verið einar um, að koma hvergi auga á það. Að síðustu strandaði það á Panama- ströndinni, eftir að hafa verið á reki 587 daga samfleytt. Að endingu er sagan af skút- unni „W. L. White“, sem var yfirgefin af áhöfn sinni í ofviðri á Delaware-flóa 1888. Sam- kvæmt fregnum, er síðan bárust af ferðum hennar, skráði sjó- mælingadeild bandaríska flot- ans leið þá, er hana rak fyrir stormum og straumum. Þegar síðasta fregnin barst hafði hana rekið 5000 sjómílna leið, og hafði hún þá sézt frá 45 skipum. Að síðustu strandaði hún við Hebrideseyjar. —Alþbl., 21. sept. Betl lótið viðgangast af hinu opinbera í Moskvu Fé fæst ekki til að stofna dagheimili fyrir betlibörn Það ber ekki á öðru en að fyrirlitlegt auðvaldsfyrir- bæri hafi gert vart við sig í Rússlandi. NEW YORK TIMES hefir ný- lega birt um það frétt frá fregn- ritara sínum í Moskvu — senda þaðan og því um ritskoðun stjórnarinnar — að blaðið Komsomoletz, sem er málgagn Æskulýðsfylgingarinnar rúss- nesku, hafi ráðizt á þetta fyrir- bæri, betla — og gagnrýnt það. Sagði blaðið, að það væri ekki óalgeng sjón að sjá börn ganga til fullorðinna í hinum ýmsu hverfum borgarinnar og biðja um nokkra kopeka. Venjulega væru vegfareldur svo góðhjart- aðir, að þeir vikju einhverju lítilræði að börnunum, enda þótt það væri greinilegt af klæða- burði barnanna, að þau þyrftu ekki á ölmusu að halda. Blaðið segir frá því, að kona ein hafi lagt það í vana sinn að fara með börn sín til Moskvu á degi hverjum, og þar hafi hún „skipt liði“, sent börnin til ým- issa staða, þar sem þau voru látin betla af vegfarendum. Gáfu vegfarendur börnunum óspart, og sagði blaðið, að tekj- ur þeirra hefðu jafnan verið svo miklar, að þegar dagur hefði verið að kvöldi kominn, hefði móðir þeirra getað tekið bíl á leigu til þess að halda heim- leiðis, þar sem foreldrarnir not- uðu afganginn af peningunum til að drekka fyrir. Komsomoletz taldi þá ekki síður ámælisverða, sem gæfu betlibörnunum, en hinir, sem teldu ekkert á móti því að börn sníktu fé á götum borgarinnar. Hét blaðið á samtök ungkomm- únista, Æskulýðsfylkinguna, að skipuleggja baráttu gegn betli barna og bæta um leið siðferði æskulýðsins. Loks sagði blaðið, að samtök ein í Babushkin-hverfinu hefðu lengi reynt að koma upp tóm- stundaheimilum fyrir börn, en ekki tekizt, því að ekki hefði verið hægt að afla fjár til þess. Virðist því ekki mikill áhugi fyrir æskulýðnum austur þar, þar sem hið opinbera, sem hefir valdið og peningana, vill ekkert aðhafast. Börn, sem væru tekin „úr umferð“, væru jafnan geymd innan um drykkjuræfla og glæpamenn. —VISIR, 28. ágúst Með frá falli Svanhildar Guð- rúnar . Sigurbjörnsdóttur við Siglunes, 12. júlí í sumar, er íallin frá enn önnur landnáms- kona, ein þeirra, sem settist að í landnámsnýlendu í þessu víð- áttumikla vesturlandi, og moð mikilli fórnfýsi og sjálfsaf- neitun vann fyrstu árin við- stöðulaust til að sjá fyrir sér og sínum. Hún stundaði búskap með manni sínum á meðan að heilsa og kraftar leyfðu. Og nú í hárri elli hefir hún lagzt til hvíldar meðal vina og í um- hverfi, sem var orðið henni svo kunnugt og svo kært. í Siglunes bygð við Manitobavatn bjó hún í næstum því hálfa öld, eða frá því að hún settist þar að með manni sínum og börnum á fyrstu landnámstíð þeirrar bygðar. — Hún kaus sér að lifa þar og deyja þar. Og nú hvílir hún í friði eftir margra ára starf, unnið samvizkusamlega og vel. Hún var dóttir Sigurbjörns Sigurðssonar frá Einarsstöðum í Kræklingahlíð í Eyjafirði Krist- jánssonar frá Illugastöðum og Guðbjargar Jónsdóttur konu hans, og var fa§dd 24. ágúst 1872. Árið 1891, 13. október, giftist hún Eggerti Sigurgeirssyni, Stefánssonar frá Álftagerði í Skagafjarðarsýslu, og eftir nokk urra ára búskap á Islandi fluttu þau vestur um haf og komu til Canada árið 1906. Þau fluttu sama árið norður í Siglunes- bygð og stofnuðu þar heimili, sem varð heimili þeirra það sem eftir var af ævinni. Þar ólu þau upp börnin sín. Þar kyntust þau af eigin reynslu öllu erfiði, gleði og ánægju landnámstímabilsins, og þar sáu þau sveitina breytast seint og hægt, vegna framtakssemi þeirra sjálfra og annarra land- nema, úr óbygð, þar sem einu vegnirnir voru lengi aðeins veiðimannaslóðir, í sællega bygð, þar sem bændur undu sér vel og flestum þótti gott að búa. Landnámsárin gleymast ekki, né heldur þeir menn og konur, sem urðu öðrum hjálpsöm og leiddu birtu, von og gleði inn í lífið þrátt fyrir erfiðar og oft óhagstæðar kringumstæður. — Svanhildar verður lengi minst meðal þeirra, sem þektu hana, þessa hjartagóðu konu, sem einangraðist með manni sínum og börnum úti í nýlendubygð, þar sem þekktist ekkert nema viltur skógur og óræktaðar slétt- ur fyrst til að byrja með, en sem breyttist, er árin liðu, í blómlega sveit. Börn Svanhildar sál. og Eggerts heitins voru sjö alls og eru þau öll á lífi nema eitt, fyrsta barn þeirra, Sigríður, sem dó hvítvoðungur heima á ætt- jörðinni. Hin börnin, sem lifa móður sína, eru: Björn (heitir réttu nafni Sigurbjörn), kaup- maður á Vogar. Hann kom í bygðina með foreldrum sínum og hefir búið þar síðan og rekið verzlun þar mörg síðustu árin; Sigríður (Mrs. Pétursson), býr í Pine River; Guðbjörg, skóla- kennari, hefir búið í Vancouver undanfarin ár; og þrír bræður: Jóhann, Davíð og Jörundur Björn, búa allir á heimalandinu og reka þar búskap undir leið- sögn Davíðs. Þar bjó Svanhildur 1 Svanhildur G. Sigurgeirsson sál. líka til dauðadags. Tvo bræður átti hún, sem nú eru báðir dánir, Jörundur Sigur- björnsson Eyford, dó fyrir nokkrum árum í Athabasca, og Björn, sem var umsjónarmaður við Landsspítalann í Reykjavík, er líka látinn fyrir nokkrum ar- um. Barnabörnin eru sjö alls. Kveðjuathöfnin fór fram fr® sveitakirkjunni við Vogar að miklu fjölmenni viðstöddu. Séra Philip M. Pétursson flutti kveðjuorðin og jarðsett var i grafreit bygðarinnar. P. M. P- Minnist BETEL í erfðaskróm yðar. BLOOD BANK TH I S SPACE CONTRIBUTED B Y DREWRYS MAN ITOBA D I V I S I O N WESTERN CANADA BREWERIES L I M i T E D 1 “Dn VegnQ Gilda - hæfni - Fullnægingar

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.