Lögberg


Lögberg - 25.11.1954, Qupperneq 3

Lögberg - 25.11.1954, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 25. NÓVEMBER 1954 3 Fréttir fró ríkisútvarpi íslands 7. NÓVEMBER í vikunni, sem leið, var fyrst sunnanátt og rigning, en á þriðjudaginn gerði norðanátt um allt land með slyddu eða snjókomu um norðanvert landið. Þá um nóttina var svo suðaustan átt, en á miðvikudaginn gekk í hvassa norðanátt með snjókomu um allt norður- og austurland og hélst svo fram á föstudag, en frost var lítið, þrjú til fimm stig mest í lágsveitum. 1 gær var svo komin sunnanátt að nýju um allt land og í dag er suð- vestanátt og þíðviðri. — f hríð- inni um miðja vikuna tepptust vegir sums staðar. Áætlunar- bifreiðin úr Dölum tafðist einn sólarhring og áætlunarbifreið úr Reykjavík á leið til Akureyrar var margar klukkustundir á leið frá Holtavörðuheiði til Blöndu- óss og komst ekki þangað fyrr en klukkan að ganga fjögur um nóttina. Hafði víða skeflt á vegi, svo að torfært var, en auk þess veðurhæð mikil. Á föstudag- inn gengu ekki áætlunarbifreið- ir milli Reykjavíkur og Akur- eyrar, en þær ferðir hófust aftur í gær. Talsverðan snjó setti niður norðanlands, einkum þó á annnesjum. Sunnanlands er auð jörð á láglendi. ☆ Fyrir nokkru var undirritaður í Berlín samningur um sölu á ísvörðum togarafiski frá fslandi til Austur-Þýzkalands og er í ráði að landanir hefjist um miðjan þennan mánuð. Seldar verða um 2000 lestir, og á að> leggja það magn á land í Ham- borg í þessum mánuði og desem- bermánuði. Verðið er fastákveð- ið og hagstætt og greiðslan fer fram samkvæmt heildarsamn- ingi um vöruskipti að öðru leyti en því, að greidd eru 26.000 vestur-þýzk mörk fyrir hvern togarafSw:m strax og honum hefir verið landað. Kaupandi greiðir vexti, sjö af hundraði, af þeim hluta fiskandvirðisins, sem ekki er greiddur strax, og eru þessir vextir greiddir, þegar greiðsla hefir farið fram í vörum samkvæmt heildarsamningnum. Nokkrir togarar seldu í Þýzka- landi í vikunni, sem leið. ☆ Viðskiptasamkomulag íslands og ítalíu frá 27. júní 1953 hefir verið framlengt óbreytt um eitt ár frá 27. júní 1954 að telja. Framlengingin fór fram með erindaskiptum hinn 15. fyrra mánaðar milli Péturs Benediks- sonar sendiherra og Corrias for- stjóra í ítalska utanríkisráðu- peytinu. ☆ Nýlega er lokið kjöri fulltrúa til Alþýðusambandsþings. Kjörn ir voru 307 fulltrúar frá um það bil 160 félögum. Alþýðusam- bandsþingið verður sett í Reykja vík dagana 18. þessa mánaðar. ☆ Hinn 22. október s.l. báru þingmenn Þjóðvarnarflokksins fram tillögu til þingsályktunar um vantraust á menntamála- ráðherra. Ákveðin var ein um- ræða og var henni útvarpað á fimmtudagskvöldið. Tillagan var felld með 37 atkvæðum gegn 15 eða með öllum atkvæðum þing- manna stjórnarflokkanna gegn öllum atkvæðum þingmanna hinna flokkanna. Breytingar- tillaga frá formanni Alþýðu- flokksins um vantraust á stjórn- ina alla var felld með 37 atkvæð- um gegn 14. ☆ Samkvæmt upplýsingum frá Grænmetisverzlun ríkisins varð kartöflu-uppskeran ekki meiri en í meðallagi í haust, eða helmingi minni en í fyrra, en þá var hún áætluð- 150 þúsund tunnur. Vegna frosta í septem- ber á norður- og austurlandi eyðilagðist töluvert af kartöfl- um, sennilega nokkur þúsund tunnur. Kartöfluræktin er mest i Árnes- og Rangárvallasýslum °g í Reykjavík og nágrenni bæjarins. Nýtt ráð, Áfengiðvarnaráð, hóf starfsemi sína í vor, og er Bryn- leifur Tobíasson áfengisvarna- ráðunautur formaður þess. Ráð- ið er stofnað til þess að efla bindindisstarfið í landinu, vinna gegn neyzlu áfengra drykkja og stuðla að samvinnu allra bind- indissamtaka í landinu. Það á að hafa umsjón með öllum á- fengisvarnanefndum landsins, leiðbeina um störf þeirra og samræma þau, og er í ráði að fá einn eða fleiri menn til þess að ferðast um landið á vegum ráðsins í þessu skyni. Einnig er í athugun að hefja útgáfu fræðslurita og bæklinga um bindindismál. ☆ Nýlega fór fram prestskosning í Bjarnarnesprestakalli og var þar einn umsækjandi, séra Rögnvaldur Finnboagson. Hann var kjörinn lögmætri kosningu. ’ ☆ Fyrsti fundur hins nýkjörna stúdentaráðs Háskóla Islands var haldinn á þriðjudaginn. For- maður ráðsins var kjörinn Skúli Benediktsson stud. theol. úr Félagi frjálslyndra stúdenta. ☆ Ráðningarskrifstofa Reykja- víkurbæjar átti nýlega 20 ára starfsafmæli, en á þeim tíma hafa þar verið ráðnir rösklega 14.000 menn til vinnu, margir þeirra oft, svo að ráðningar hafa alls orðið rúmlega 54.000 að tölu. Gunnar E. Benediktsson hæstaréttarlögmaður hefir veitt ráðningaskrifstofunni forstöðu frá upphafi. ☆ Um þessar mundir er unnið að hlutafjársöfnun á Akureyri til byggingar á hraðfrystihúsi fyrir bæinn. Félög stjórnmála- flokkanna hafa skipað sameigin- lega 30 manna sveit til þess að fara um bæinn með ávarp til útgerðarfélagsstjórnarinnar, þar sem menn eru hvattir til þess að kaupa hlutabréf í frysti- húsinu. * Eiríkur Pálsson stjórnarráðs- fulltrúi hefir verið skipaður skattstjóri í Hafnarfirði. ☆ Baldvin Jónsson, Vegamót- um á Seltjarnarnesi, hefir fund- ið upp dúnhreinsunarvél, sem gefist hefir mjög vel. Vél þessi er lítil fyrirferðar, gengur fyrir rafmagni og skilar tveimur kíló- grömmum af hreinsuðum dún á klukkustund. ☆ í gærkvöldi var opnað nýtt veitingahús í Reykjavík, veit- ingahúsið NAUST á Vestur- götu 8. Framkvæmdastjóri -þess er Halldór S. Gröndal, sem stundað hefir háskólanám í hótelrekstri í Bandaríkjunum í fjögur ár. Veitingasalir eru smekklegir og þannig hagað sniði og skreytingu að minni á skip, og ætlunin er líka að fram- reiða þar miklu fjölbreyttari fiskrétti en tíðkast hefir hér áður. I aðalveitingasalnum eru sæti fyrir 80 til 90 gesti. ☆ Úrslit í samnorrænu sund- kepnninni, sem háð var í sumar, urðu kunn á mánudaginn var, og kom þá í ljós að Svíar höfðu unnið. Keppt var um það, hver mestu gæti bætt við að hundraðs tölu frá því 1951, og stóðu Is- lendingar þá verst að vígi, því að þeirra hluttaka var lagsam- lega mest árið 1951. Svíar bættu nú við sig nær því 14%, Islend- ingar um 6%, en hjá hinum þjóðunum þremur varð hlut- deildin minni en 1951. Til dæmis um þátttökuna má geta þess, að í Svíþjóð syntu nú 2,1 af hundr- aði landsmanna, í Danmörku að- eins 0,6, en á Islandi 25,2 af hundraði. ☆ Nýtt blað hóf göngu sína í Reykjavík í gær. Það nefnist Ný viðhorf, kemur út tvisvar í mánuði, og á að fjalla um þjóð- félags- og menningarmál. Rit- stjóri þess og ábyrgðarmaður er Erlingur Halldórsson. ☆ Ársþing Frjálsíþróttasambands Islands var nýlega haldið í Reykjavík og var þar m. a. rætt um landskeppni í frjálsum íþróttum á næsta ári við Hol- lendinga eða einhverja aðra þjóð. Samþykkt var að skora á Laugardalsnefnd að vinna að því að framkvæmdum verði hraðað við leikvanginn í Laug- ardal í Reykjavík, svo að unnt verði að taka hann í notkun ekki síðar en Ólympíuárið 1956. Formaður sambandsins var kjörinn Brynjólfur Ingólfsson. ☆ Á aðalfundi Glímufélagsins Ármanns, sem nýlega var hald- inn, var mikið rætt um hús- byggingamál félagsins, en á- kveðið hefir verið að byggja tvö íþróttahús ásamt búningsher- bergjum og félagsheimili. Húsin verða byggð í áföngum. í félag- inu starfa nú 10 íþróttadeildir, og á s.l. ári æfðu samtals 778 manns íþróttir hjá félaginu, þar af stunduðu 239 fimleika. For- maður félagsins er Jens Guð- björnsson. ☆ . Sinfóníuhljómsveit Ríkisút- varpsins heldur hljómleika á þriðjudaginn kemur í Þjóðleik- húsinu og eru það síðustu tón- leikarnir í haust, sem Olav Kielland stjórnar. Meðal við- fangsefna á þessum tónleikum er píanókonsert nr. þrjú eftir Beethoven, einleikari er Jórunn Viðar. ☆ Félag íslenzkrar tónlistaræsku er nú að hefja annað starfsár sitt og fá félagsmenn auk 10 hljómleika, sem ársgjaldið veitir tilkall til, aðgöngumiða að fleiri hljómleikum með lækkuðu verði. ☆ Eyjólfur Guðmundsson bóndi og rithöfundur á Hvoli í Mýrdal lézt hinn 16. f. m. og var jarð- Business and Professional Cards Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shingles Insul-Bric Siding Vents Installed to Help Eliminat.e Condensation S32 Simcoe St. WLnnipeg, Man. Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan. Winnlpeg PHONE 92-6441 '^=UNfí=r SEWING MACHINES Darn socks in a jiffy. Mend, weave in holes and sew beautifully. 474 Portage Ave. Winnipeg, Man. 74-3570 Dr. ROBERT BLACK SérfræCingur I augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusfmi 92-3851 Heimasími 40-3794 J. J. Swanson & Co. LIMITED J08 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fastelgnasalar. Leigja hús. Ot- vega peníngalán og eldsábyrgS, bifreifiaábyrgS o. s. frv. Phone 92-7538 SARGENT TAXI PHONE 20-4845 For- Quick, Reliable Service Minning merkra hjóna Dunwoody Saul Smith & Company Mr. Runólfur S. Benson F. 12. okt. 1879 — D. 7. nóv. 1954 Um lát þessara merku hjóna hefir þegar verið getið. Þau önduðust með 19 daga millibili, eftir 48 ára farsæla sambúð. Full 39 ár höfðu þau búið að hinu stóra og glæsilega heimili sínu 213 Dorchester Ave. í Sel- kirk. í 50 ár hafði Mr. Benson starfrækt kjötsölubúð hér í bæ; hin síðari ár í samfélagi við sonu sína, en elzti sonur hans hafði um 30 ára skeið verið þar samverkamaður hans. Stórt skarð er orðið í íslenzka mannfélaginu í Selkirk við burt- för þeirra. Þau settu svip á fé- lagslíf þessa umhverfis. Sérí- lagi má geta þess, að þau voru trúfastir stuðningsmenn og unn- endur íslenzka lúterska safnað- arins fyrr og síðar. Áratugum saman átti Mr. Benson sæti í stjórn safnaðarins og innti af hendi margþætta þjónustu í þágu hans. Mrs. Benson var dyggur með- limur hins eldra kvenfélags safnaðarins, en var einnig í Trú- boðsfélagi safnaðarins um langa hríð. — Ævilangt unnu þau kirkju sinni. Þau Runólfur og Björgdís giftust 12. sept. 1906. Þeim varð 7 mannvænlegra barna auðið: Harold, Selkirk; Sigrún, Mrs. Ralþh Jardine, Beren’s River, Man.; Lorne, Saskatoon, Sask.; Sylvia, Mrs. Ralph Bale, Selkirk, Man.; Elinore, Selkirk, Man.; Vernon, Selkirk, Man.; Leslie, Rivercrest, Man. — 14 barnabörn eru á lífi. Mrs. Björgdís Benson var fædd í Skagafirði 26. okt. 1884. Foreldrar hennar voru Jón Skardal og Ingibjörg Frímanns- dóttir Skardal. Þau fluttu frá íslandi til Syreville, New Jersey. Síðar námu þau land við Árnes, Man., og starfræktu þar um hríð greiðasölu fyrir ferðamenn. Um hríð bjuggu þau á Gimli; ólst Björgdís dóttir þeirra upp með þeim, en giftist ung Mr. Benson, sem að ofan er getið. Mrs. H. G. Hart systir hennar er á lífi, og er búsett í Winnipeg- borg. Björgdís var kona þrótt- mikil að líkamsatgjörvi og Mrs. Björgdís Benson F. 20. okt. 1884 — D. 19. okt. 1954 skapgerð, góð og sönn eiginkona og móðir, er stjórnaði heimili sínu af dáð og prýði, hrein í lund og hispurslaus. Heilsubilun, er hún átti oft við að stríða fyrr og síðar, bar hún með sannri hetjulaund — og rósemi trúar- innar til enda ævidags síns. Runólfur S. Benson var fædd- ur í Vopnafjarðarhéraði í Norð- ur-Múlasýslu 12. okt. 1879. For- eldrar hans voru Sigurbjörn Benson og Stefanía Magnús- dóttir kona hans. Þau fluttu vestur um haf 1893 og settust að í Selkirk. Runólfur var þá um 14 ára gamall. Hann varð snemma þróttmikill og fram- gjarn til starfa. Um hríð keyrði hann almenningsvagn, er var hið eina flutningstæki land- leiðis um gjörvalt Nýja-lsland til Selkirk og Winnipeg um og eftir aldamótin. Ungur að aldri hóf hann kjötsölu, er varð ævi- starf hans, og hann starfrækti af miklum dugnaði. Hann naut álits og virðingar samborgara sinna; vinum og viðskiptamönn- um var hann hjálpsamur og tryggur. Hann var frábærlega umhyggjusamur eiginmaður og heimilisfaðir. Börnum sínum var hann hvorttveggja í senn góður faðir og félagi. Auk sona hans, dætra og barnabarna syrgja hann tvær systur: Mrs. Margrét Brydges og Dóra Ben- son, og einn bróðir, Jóhann, búsettur í Winnipeg. Hann öðlaðist þá gæfu að mega starfa til enda ævidagsins. Ellin virtist ekki ná undirtökum á honum. Hann var ungur í anda og fjör- ugur að segja mátti til enda ævidagsins. Hina síðustu mánuði kom Sigrún dóttir þeirra hjóna, sem er hjúkrunarkona að menntun, heim til að hjúkra deyjandi foreldrum sínum og aðstoða yngstu systur sína við umhyggju fyrir þeim. — Útfarir þeirra beggja voru fagrar og fjölmenn- ar. Söknuður og þakklæti ást- vina og samferðafólks ’gerði þær hugljúfar og helgar stundir. S. Ólafsson Charlered Accountanls Phone 92-2468 100 Princess St. Winnipeg, Man. And offices at: FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK, MANITOBA Phones: Offiee 26 — Residence 230 Oífice Hours: 2.30 - 6.0t p.m. I Thorvaldson, Eqgertson, Bastin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOITA Bldg. Portage og Garry St. PHONE 92-8291 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Dlrector Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: 74-7451 Res.: T2-S917 Office Phone Res. Fhon^ 92-4762 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaBur sá beztl. StofnaB 1894 SlMI 74-7474 Ptaone 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opposite Maternlty Pavilion General Hospital NelLs Flower Shop Weddlng Bouquets, Cut Flowers, Funeral Deslgns, Corsages, Bedding Plants Nell Johnson Ret. Ptaoae 74-0753 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER Sc METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Wlnnlpeg PHONE 02-C024 Gilbéurt Funeral Home Selklrk, Manitoba. J. Roy Gilbart Licensed Embalmer Phone 3271 Selklrk SELKIRK METAL PRODUCTS Reykhftfar. öruggaata eldsvörn, og fLvalt hreinir. Hltaeiningar- rör, ný uppfyndlng. Sparar eldi- viB, heldur hita frú aB rjúka flt meB reyknum.—SkrlfiB, stmlB tll KELLY 8VEIN8SON CU WaU St. Wtnnipeg Just North of Portage Ave. Slmar S-3744 — S-4431 J. Wilfrid Swanson & Co. Insurance in aU lts branches Real Estate - Mortgages - Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 93-7181 Res. 46-3480 LET US SERVE YOU

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.