Lögberg - 25.11.1954, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 25. NÓVEMBER 1954
5
yfffytfy?yfyyffyy?tyffyfyyi
AliteAHAL
IWLNNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
GÓÐUR GESTUR
Frú Margit Eylands
MA R G I R Vestur-íslendingar
hugsa hlýlega til þessarar
ágætu konu. Hún kom hingað í
heimsókn með manni sínum,
Árna G. Eylands, stjórnarráðs-
fulltrúa, árið 1939 og ferðuðust
þau þá nokkuð um íslenzku
byggðirnar og eignuðust marga
vini. Þegar þau komu heim, rit-
aði frú Margit einkar fallega
grein um elliheimilið „Betel“,
sem endurbirt var í Lögbergi, og
mörgum þótti vænt um. Og
jafnan síðan hafa þau hjón sýnt
Vestur-lslendingum mikla góð-
vild bæði í orði og í verki. Við
fögnum því komu þeirra, þegar
þau nú bæði heimsækja okkur
í annað sinn. Margit er af norsk-
um ættum, fædd á Rogalandi,
suðvestasta fylki Noregs, nálægt
borginni Stafangur. Ættarnafn
hennar er Fosstveit og telja
ættmenn hennar sig komna af
Erlingi Skjálgssyni á Sóla, er
uppi var á tíð Haralds Tryggva-
sonar og Ólafs Haraldssonar
helga, og þótti „göfugastur allra
lendra manna í Noregi“. Margir
sögustaðir eru í þessu fylki;
norður af Sóla er Hafursfjörður,
þar sem Haraldur hárfagri vann
úrslitaorustuna um yfirráðin í
Noregi. Stafangur er gamall
bær og er hans víða getið í forn-
um sögum; dómkirkja bæjarins
var byggð á miðöldum og er
talin mjög merk. Eiríkur rauði
og fleiri íslenzkir landnáms-
menn voru frá Rogalandi.
Frú Margit er næm fyrir öllu,
sem er sögulegs eðlis og er auð-
fundið að hið söguríka um-
hverfi, sem hún ólst upp í, hefir
mótað hana á ýmsan hátt. Hún
hefir mikla ánægju af að kynna
sér allt það sem fornt er, listir
engu síður en bókmenntir. Hún
er hannyrðakona góð, og hefir
nú með höndum dúk, sem hún
er að sauma eftir gömlu munstri
frá miðöldum.
Frú Margit kynntist manni
sínum, þegar hann var við fram-
haldsnám í búvísindum í Noregi,
og fluttist með honum til ís-
lands 1921. Þegar ég spurði
hana hvernig henni hefði geng-
ið að læra íslenzkuna, sagði
hún að sér hefði gengið það
fremur vel vegna þess að hún
hefði lært ný-norsku í miðskól-
anum og háskólanum — en ný-
uorskan er lík íslenzkunni; hins
vegar er ríkismálið líkt dönsk-
unni. — Svo sem fyrr var vikið
að, er frú Margit vel ritfær á
íslenzka tungu og væntum við
þess að birta grein eftir hana í
Kvennasíðunni áður en langt
um líður, Frú Margit er og ljóð-
elsk mjög og kann mikið af ís-
lenzkum ljóðum; að henni verð-
ur heldur ekki komið óvart í
fornsögunum, að minnsta kosti
ekki í Heimskringlu Snorra;
sennilega mun hún hafa lesið
þá bók í skóla, svo sem títt er
um skólafólk í Noregi. Eiga þau
hjónin mikið og vandað bóka-
safn, enda bæði mjög bókelsk.
Frú Margit kann vel við sig á
íslandi; hún dáir hinn andlega
þrótt þjóðarinnar og henni
finnst mikið til um hinar miklu
framfarir þar í landi, sem hún
hefir verið sjónarvottur að þessi
síðustu 30 ár; henni finnst
þróunin á sviði lista ganga
undri næst. En það sem henni
þykir vænst um er, að mat
þjóðarinnar á hinni fornu menn-
ingu fer einnig vaxandi. Auð-
heyrt er á öllu, að frú Margit
elskar landið og þjóðina, sem nú
er hennar land og hennar þjóð.
Farfuglarnir til Islands 1946,
ritstjórar vestur-íslenzku blað-
anna, ræðismaður Islands í
sléttufylkjum Canada og konur
þeirra munu seint gleyma bíl-
ferðinni um Suðurlandsundir-
lendið alla leið austur í Vík í
Mýrdal með Eylandshjónunum.
Skemmtilegri ferðafélaga
ekki hægt að kjósa sér, en þó
man ég bezt eftir frú Margit í
kveldverðarboði á hinu yndis-
lega heimili þeirra hjóna, þar
sem hún sat í húsmóðursætinu
við borðið; þar sómdi hún sér
svo vel, enda hefir það fallið í
hennar hlut að taka á móti
mörgum gestum, og kann hún
vel þá list að fagna gestum sín-
um og láta þeim líða vel.
Þau hjónin fara héðan á
laugardagskveldið, fljúga suður
til Bismark, N. Dak. Árnaðar-
óskir vina þeirra hér fylgja
þeim úr garði.
Fréttir frá Glenboro, Maniroba
☆ ☆ ☆
HANNYRÐASÝNING
um
Það er jafnan margt
manninn í neðri sal Fyrstu lút-
ersku kirkju, þegar Kvenfélag
safnaðarins heldur sitt árlega
haustboð, og svo var það á mið-
vikudaginn í fyrri viku, enda
er þessi félagsskapur vinsæll; í
honum eru eldri konur safnað-
arins og hafa þær flestar starf-
að í félaginu síðan þær voru
ungar stúlkur eða nýgiftar. Auk
kaffihressingar hafa þær venju-
lega til sölu ýmislegt matar-
kyns, hannyrðir og ýmsa muni,
er þær hafa gert sjálfar. Eru
sumar konurnar mjög listrænar
og hafa á undanförnum árum
notað óspart sínar högu hendur
í þágu félags síns og safnaðar.
1 þetta sinn höfðu þær sýningu
á hannyrðum sínum og list-
munum, og var þar margt að
sjá, sem var fagurlega gert, þó
var þarna aðeins lítið sýnishorn
af þeirri listavinnú, sem þær
hafa gert um dagana.
Fyrst tók maður eftir litlum
dúk, sem fyrsti forseti félags-
ins frú Lára Bjarnason hafði
gert þegar hún var ung; var
hann frá árinu 1850 og í hann
voru útsaumaðir stafir og nafn
hennar, Laura Michaeline Gud-
jonsen. Til beggja handa héngu
allskonar myndir: olíumyndir
málaðar af Mrs. G. M. Bjarna-
son; petite point myndir gerðar
af Mrs. T. Hannesson; útsaumuð
madonnu mynd eftir Mrs. Thoru
Olson; blómamynd gerð úr
skeljum eftir Mrs. E. W. Perry
og mynd af hreindýri gerð með’
krosssaum af Mrs. J. S. Gillis.
Allar voru þessar myndir falleg-
ar og vel gerðar. Á einu borðinu
voru sýnishorn af vefnaði Mrs.
Albert Wathne; er hún löngu
kunn fyrir frábæran listvefnað
sinn; þar voru handklæði, bað-
þurrkur og borðdúkar ofnir úr
mismunandi tegundum af linen,
barnaábreiða ofin úr ull í mjúk-
um litum; áklæði fyrir stóla og
legubekk ofin úr cotton, og
margt fleira fallegt. Á fremsta
Það er bezt að gera grein
fyrir því strax, að G. J.
1 Oleson, sem í mörg ár hefir
skrifað fréttir héðan, og er
til þess allra manna færast-
ur, hefir í lengri tíma verið
veikur og treystir sér ekki
til að skrifa að sinni. Hann
mæltist til þess, að undir-
ritaður skrifaði fréttir í
þetta skipti. Þeim mun
þykja minna til koma, sem
þekkja stíl og frásögn G. J.
Olesons. En það getur verið
nokkur bót í máli, að G. J.
Oleson hefir lánað mér
gömlu ritvélina sína. Treysti
ég nú, að henni fylgi anda-
gift eigandans og að vel
fari. Eitt er áreiðanlegt, að
okkur verður í huga vinur
okkar, sem við virðum og
metum svo mikils, og við
óskum af alhug að hann
nái sem allra fyrst góðri
heilsu og að í mörg ár enn
fáum við að njóta góðs frá
penna hans.
borðinu voru rúmábreiður,
prjónaðar og heklaðar, gerðar af
Jónínu Ingjaldson, Halldóru
Bjarnason, Ingibjörgu Thorvard-
son og Margréti Stephensen,
allar fallegar og vandaðar. Er
það mikið verk að búa til eina
slíka ábreiðu; Mrs. Stephensen
hefir þó heklað fjórar; eina fyrir
hverja dóttur; geymast slíkir
hlutir að sjálfsögðu mann fram
af manni sem ættargripir. Þarna
voru og útsaumaðir dúkar og
sessuborð eftir þessar konur, er
taldar hafa verið hér að framan.
Mrs. Alex Johnson átti þarna
fallega, heklaða og „tatted“
borðdúka; fjölbreytt og vönduð
er handavinna Mrs. Salome
Backman, harðangurs saumur,
flos saumur, samkvæmistaska
saumuð perlum o. fl. Mrs. C.
Ólafsson átti þarna fínlega út-
saumaða muni, dúka, barnaskó,
kraga; ennfremur útsaumaðir
dúkar eftir Mrs. Unu Líndal;
barnaábreiða með “applique”
saumi eftir Mrs. Fíu Jónsson;
karlmannasokkar úr fínu bandi
prjónaðir af Mrs. S. Oddson;
Mrs. Thorsteinn Johnson, sem
látin er fyrir nokkrum árum
málaði myndir fagurlega á
postulín og var þarna einn lítill
blómavasi, er minnti á listræni
hehnar og starf í kvenfélaginu
Sérstaka athygli vakti „íslenzka“
sýnishornið, þar voru dúkar og
sessuborð, útsaumaðir af frú
Margréti Guðmundsson úr ís-
lenzkri ull, ennfremur glitsaum
ur og afar fínlega prjónuð
slæða eftir .Katrínu Brynjólfs-
son. Voru munirnir á þessu
borði sérlega litauðugir og
fallegir.
Gestir kvenfélagsins þyrptust
að sýningarborðunum til að
skoða og dáðst að þessari fallegu
handavinnu, og var auðheyrt og
auðséð að þeir höfðu mikla
ánægju af því.
Vorið byrjaði með kuldahreti
hér sem annars staðar á háslétt-
unum. Nokkrir bændur byrjuðu
vorvinnu seinustu dagana í
apríl og sáðu nokkuð. Svo fór
að rigna og það rigndi meiri-
var hlutan af maí og lítið sem ekkert
var hægt að vinna á ökrum.
Sumir bændur kláruðu ekki
sáningu fyrr en 20. júní. Það
var þurrviðri í júlí og hnekti
ökrum afar mikið. Þegar að
sláttutíma leið fór að rigna aftur
og meira að jafnaði og í lengri
tíma en elztu menn muna eftir;
korn og hey hrakti og sumt náð-
ist ekki vegna vætu. Uppskera
var að jafnaði rýr, og öll vinna
kostnaðarsöm og erfið. Nokkrir
bændur norðvestur af Glenboro-
bænum urðu fyrir miklum skaða
af völdum hagls og storma. Við
munum minnast þessa sumars
sem þess vætusamasta í manna
minnum.
The International Pipe Line
hefir byggt hér heilmikið sein-
ustu fáu árin. Olíustöðin var
reist á Birt Meredith landinu
fyrir sunnan bæinn. Það mun
láta nærri, að byggingar allar
og vélar í olíustöðinni kosti um
tvær miljónir dollara; 22 menn
vinna við stöðina og helmingur
jeirra er úr bænum eða bygð-
inni. Það hefir heyrzt að mikið
eigi að bæta við þessa stöð enn
Dá. Næsta ár á að auka pípulagn-
ingar, pumpur og vélar. Árið
1952 byggði Interprovincial
Pipe Line 4 hús í bænum; árið
1953 3 hús og í sumar 8 sjö
herbergja hús.
Fyrir utan þetta hafa verið
bygg 11 prívat-hús seinustu tvö
árin. Flest af þessum húsum eru
í norðaustur bænum. Mr. E.
Berry rafmagnsfræðingur reisti
stórt vöru- og íbúðarhús, þar
sem gamla Leland hótelið var
áður; einum “Elivator“ og tveim
“Annex“ var bætt við korn-
hlöðurnar í sumar, og pósthús
er í smíðum rétt fyrir vestan
sveitaráðsskrifstofuna. Þann 22.
október s.l. var gengið til at-
kvæðagreiðslu um nýjan spítala.
Atkvæði greiddu 370 manns með
en 172 á móti. Byrjað verður á
smíðinni næsta vor og spítalinn
reistur á lóðinni fyrir norðan
sjúkrahúsið, sem fyrir er. Þess
má einnig geta, að flest verzlun-
arhúsin voru máluð í vor, Beaver
Lumber verzlunin, Glenboro
Hardware og rakarastofan voru
færð í nýmóðins stíl. Þetta
prýðir bæinn mikið. ,
Margir gestir hafa komið
hingað í sumar, vil ég nefna þá,
sem. komið hafa fram á manna-
mótum: Séra Einar Sturlaugsson
prófastur frá Patreksfirði mess-
aði hér á íslenzku. Við munum
lengi minnast þessa prúða
manns og þökkum honum inni-
lega fyrir komuna. Séra Eric
Sigmar og kona hans frú Svava,
Dr. Haraldur Sigmar og frú,
komu hér við á heimleið frá
íslandi og Evrópu. Þeir feðgarnir
höfðu hér skemmtisamkomu; —
fjölmennt var á þessu gleðimóti
og hafði fólk mikla skemmtun
af því. Dr. Valdimar J. Eylands
og frú og tvær dætur þeirra
komu hingað í vor. Dr. Eylands
messaði hér í fjarveru sóknar-
Framhald á bls. 8
Síðan 1910
Canadamenn bera traust
t)il Tip Top Tailors, elztu og
stærstu fatagerSarinnar I
Canada. Tip Top föt, sniCin
eftir niAli, njóta meiri hylli
í Canada vegna-sniðs, gæða
og endingar. Spyrjist fyrir
hjá nágranna yðar, hann
veit svarið.
Beztu
föt
í Canada
sem
fáanieg’
eru.
Ávalt
Tip Top búð
i grendinni.
Tip
Top
tailors
Uppáhald fjölskyldu vorrar!
Vér erum upp með oss, eins og >ér munuð
vera líka, yfir slíku hressilyfi sem Halpole’s
Extract of Ood Liver Oil! pað veitir oss þá
heilsuvernd, sem Sunshine Vitamin “!>'• býr
yfir og mörg önnur heilsubætandi efni; það er
ljúffengt og veitir nýjan þrött. — Reynið
Lalpole’s nú þegar!
HKW-b
EXTRACT
0F COD LIVER
EXTRflCT
COOLIVtfl
©
-.r KSií
~
«>»!»
Hér fæst nýr bæklingur, sem
greiðir götu yðar í Canada
Með það fyrir augum, að fræða nýja innflytjendur um canadiska
lifnaðarháttu og skyldur, hefir deild þegnréttinda og innflytjendamála
látið gefa út „Handbók til afnota nýjum innflytjendum“. Bókin útskýrir
nákvæmlega þegnréttindakröfur, bankareglur, hvernig kaupa skuli hús,
viðskiptafyrirtæki eða bújarðir; póstþjónustu, menntamálakerfi Canada,
öflun leyfa, atvinnuhætti, læknaþjónustu og heilbrigðismál og reglugerðir
um samfélagslegt öryggi; hún inniheldur margar aðrar nytsamar upp-
lýsingar varðandi Canada og canadiskar venjur.
Bókin er gefin út á fimm tungumálum, ensku, frönsku, þýzkú, hollensku
og ítölsku og fæst ókeypið með því að fylla inn eyðublaðið hér að neðan og
senda The Citizenship Branch, Dept. of Citizenship and Immigration,
Ottawa. Látið ekki undir höfuð leggjast, að tilgreina tungumál þeirrar
bókar, er þér æskið að fá.
Gefið út til afnota nýjum innflytjendum til Canada af
DEPARTMENT OF CITIZENSHIP & IMMIGRATION
HON. J. W. PICKERSGILL, P.C., M.P.,
Minister of Citizenship and
Immigration
LAVAL FORTIER, O.B.E., Q.C.,
Deputy Minister of Citizenship
and Immigration
CITIZEXSHIP BRANCH,
DEPARTMENT OF CITIZENSHIP AND IMMIGRATION,
OTTAWA.
Gcrið svo vel að senda mér eintak af (tiltakið tnngnmál) “Handbook for
Newconiers.”
Nnfn .........................................................
Heiniilisftmg ................................................
Bygðarlag ....................................................