Lögberg - 03.02.1955, Qupperneq 1
ANYTIME — ANYWHERE
CALL
TRANSIT - SARGENT
SILVERLINE TAXI
5 Telephone Lines
20-4845
ANYTIME — ANYWHERE
CALL
TRANSIT - SARGENT
SILVERLINE TAXI
5 Telephone Lines
20-4845
68. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 3. FEBRÚAR 1955
NÚMER 5
Davíð Stefánsson ákaft hylltur
í Þjóðleikhúsinu
I ræöu lýsti hann vaxandi
samúð og batnandi kjörum
íslenzkra skálda
SÝNINGIN á Gullna hliðinu í
gærkvöldi var hin glæsileg-
asta að öllu leyti fyrir leikhús-
gesti, en þar var hvert saeti
skipað. Þjóðskáldið Davíð Stef-
ánsson flutti prólóginn í upphafi
leiks með sömu snilld og áður og
jók það fögnuð leikhúsgesta að
heyra hann og sjá.
Davíð hylltur
Að loknum leiknum steig þjóð
leikhússtjóri upp á sviðið, en
leikendur og hljómsveitarstjóri
höfðu safnazt þar saman. Flutti
þjóðleikhússtjóri ræðu þar sem
hann ávarpaði Davíð Stefánsson
og þakkaði honum fyrir Gullna
hliðið og önnur skáldverk hans.
Er hann hafði lokið máli sínu,
flutti formaður Þjóðleikhúss-
ráðs, Vilhjálmur Þ. Gíslason,
snjalla ræðu þar sem hann lýsti
skáldskap Davíðs Stefánssonar
og gildi hans fyrir íslenzka þjóð
í nútíð og framtíð. Bað hann
leikhúsgesti að hylla Davíð
Stefánsson með ferföldu húrra-
hrópi og var svo gert, en á
meðan á þessu stóð, voru leik-
ararnir og Davíð á leiksviðinu.
Ávarp Davíðs
Skáldið tók nú til máls og
flutti snjallt erindi, þar sem
hann í mörgum hjartnæmum
orðum lýsti því hve afmælis-
dagur hans hefði orðið honum
ánægjulegur. Vék hann síðan að
því hve kjör íslenzkra lista-
manna væru nú með öðru móti
en fyrrum. Nú léti íslenzka
þjóðin sér annt um skáld og rit-
höfunda á margan hátt, en fyrir-
rennarar hans höfðu margir
lifað við bág kjör.
Tveir brezkir
togarar taldir af
D a g b 1 ö ð Winnipegborgar
fluttu þá frétt síðastliðinn
fimtudag, að nóttina áður muni
tveir brezkir togarar hafa farist
í afspyrnu fárviðri við strendur
íslands, sennilega undan Horni;
annar togaranna, Roderigo, var
810 smálestir að stærð, en hinn,
Larella, 559 smálestir; höfðu
þeir, hvor um sig, útvarpað
skeytum um að þeir væri í háska
staddir, en veðurfar þannig, að
ekki mun hafa verið unt að
koma þeim til hjálpar; tuttugu
manna áhöfn var á hvorum
togaranna um sig.
Ráðherrafundur
Síðastliðinn mánudag hófst í
London ráðherrafundur brezku
sambandsþjóðanna, sem stendur
yfir í tíu daga; sýnt þykir, að
viðhorf Asíumálanna komi þar
mjög við sögu vegna þess
ástands, sem skapast hefir út af
Formosa-deilunni og þeirri af-
stöðu, sem Eisenhower forseti,
með samþykki beggja þingdeilda
þegar hefir tekið, sem að því
lýtur, að verja Formosa með
oddi og egg. Þá koma og við-
skiptamálin vafalaust til alvar-
legrar yfirvegunar.
Auk forsætisráðherra situr
utanríkisráðherrann, Mr. Pear-
son áminstan fund fyrir Canada
hönd.
Einn þeirra hafði t. d. dáið
fótbrotinn í fjarlægu landi, ann-
ar svangur í beitar húsi, þriðji
sálast vinum sviptur á pakkhús-
lofti o. s. frv. Nú var öldin önn-
ur, eins og hann sjálfur gæti
bezt dæmt um.
Blómakveðjur
Að lokum voru skáldinu færð-
ar fagrar blómakörfur og hann
ákaft hylltur að nýju af hinum
fjölmörgu leikhúsgestum.
—Mbl., 22. janúar
----0----
1 tilefni af sextugsafmæli
skáldsins hafa nokkrir íslend-
ingar í Winnipeg ákveðið að
setja á svið þætti úr hinu vin-
sæla leikriti, Gullna hliðinu. Því
miður reyndist ókleyft að hafa
leiksýningu þessa á afmælisdegi
skáldsins, en hún mun verða í
byrjun marz n.k.
Forsætisráðherra
láfrinn
Síðastliðinn laugardag varð
bráðkvaddur á Grand Hotel í
Stokkhólmi Hans Hedtoft for-
sætisráðherra Danmerkur, vin-
sæll þegnskaparmaður og góður
stjórnmálaleiðtogi; hann kom til
Stokkhólms að þessu sinni til að
sitja þar fund Norræna ráðsins;
banamein hans var hjarta-
bilun.
Hans Hedtoft var formaður
Sósíal-Demokrata um langt
skeið og gegndi forsætisráðherra
embætti oftar en einu sinni;
myndaði síðasta ráðuneyti sitt
að afstöðnum þingkosningum,
sem haldnar voru í september
1953, er flokkur hans gekk sigr-
andi af hólmi.
Hinn nýlátni forsætisráðherra
var einn þeirra norrænu forustu-
manna, er þátt tóku í Scandi-
navian Airlines pólarfluginu
fræga frá Kaupmannahöfn til
San Francisco með viðkomu í
Winnipeg.
Samriingar
afgreiddir
London-Parísar samningarnir
um endurhervæðingu Þýzka-
lands og aðild þjóðarinnar að
Norður Atlantshafsbandalaginu,
voru afgreiddir í sambandsþing-
inu í Ottawa á miðvikudaginn í
fyrri viku með 213 atkvæðum
gegn 12. Allir viðstaddir þing-
menn Liberala, Konservatíva og
Social Credit-sinna og fimm úr
C. C. F.-flokknum með Mr.
Coldwell í forarbroddi greiddu
atkvæði með samningunum, sjö
C. C. F. þingmenn og þar á
meðal Stanley Knowles, greiddu
mótatkvæði, en fimm sátu hjá.
Verkfalli lokið
Síðastliðinn laugardag lauk
verkfalli því hinu mikla, sem
staðið hafði yfir í hundrað og
níu daga hjá þremur verksmiðj-
um Ford-bílafélagsins í Ontario
og tóku verksmiðjurnar til starfa
með fullum krafti á mánudag-
inn; með hinum nýju samning-
um unnu verkfallsmenn allmikið
á varðandi tryggingar og frí-
daga, auk nokkurrar launahækk-
unar og tjást þeir nú ánægðir
með sinn hlut.
Þess er vænst að fyrstu 1955
Fordbílarnir verði fullgerðir í
verksmiðjum þessum í viku-
lokin.
Fylkisþing kvafrfr
fril funda
D. L. Campbell jorsætisráðherra
Á þriðjudaginn var fylkisþing-
dð í Manitoba sett af fylkisstjór-
anum Hon. J. S. McDiarmid, er
las boðskap stjórnarinnar til
þingsins; mannfjöldi mikill var
viðstaddur þingsetninguna;
helztu mál, sem koma fyrir þing,
verða fjárlögin og málið um
endurskipun kjördæma, sem
víst má telja, að langar umræður
snúist um, en í þeim lagabálki
er ráðgert að afnema hlutfalls-
kosningar, en í þess stað komi
til framkvæmda gamla fyrir-
komulagið þar sem einfaldur
meirihluti atkvæða ráði kosn-
ingu og aðeins fari fram ein
talning.
Virkjun Efra-Sogsins boðin úfr
Viðtal við
STEINGRÍM JÓNSSON
rafmagnsstjóra
Verkið gæti hafizi næsia
sumar eða hausi
Sfrórkosfrlegur
eldsvoði
Á föstudaginn í fyrri viku
brann hin mikla kornsýningar-
höll í höfuðborg Saskatchewan-
fylkis, Regina; í byggingunni
voru geymd kynstrin öll af
landbúnaðarverkfærum og nýj-
um bílum; eignatjón er metið á
tvær miljónir dollara; brunabóta
félög verða að borga brúsann,
því alt, sem brann, var að fullu
vátrygt. Manntjón varð ekkert.
Hraðskreiðari
járnbraufrarlesfrir
Aðaljárnbrautarfélögin í þessu
landi, Canadian Pacific og
Canadian National Railways,
hafa ákveðið að hafa til taks í
aprílmánuði næstkomandi hrað-
skreiðari farþegalestir milli
Montreal og Vancouver, en áður
hefir gengist við; áætlað er, að
með þessum nýju farartækjum
verði farartímiiua. milli áminstra
borga styttur um hálfa þrett-
ándu klukkustund; á ferðalaginu
sparast farþegunum heil nótt.
Hinar nýjú farþegalestir ganga
fyrir dieselafli.
PAMKVÆMT því, sem Stein-
^ grímur Jónsson rafmagns-
stjóri skýrði Mbl. frá í gær, var á
fundi Sogsvirkjunarstjórnarinn-
ar, sem haldinn var s.l. þriðju-
dag, tekin ákvörðun um að hafa
útboð á framkvæmd byggingar-
vinnu, vélum og Tafbúnaði til
stöðvarinnar við Efra-Sog. — Út-
boðinu verður hagað á sama hátt
og gert var haustið 1949, þegar
útboð var gert um virkjun Ira-
fossvirkjunarinnar, þannig að
auglýst er almennt hér á landi,
en gert er ráð fyrir að hafa tak-
mörkuð útboð á byggingarvinnu
innan Norðurlandanna, þannig
að bjóða þeim firmum, sem við
höfum verið í sambandi við og
þekkjum, að taka þátt í sam-
keppninni um byggingafram-
kvæmdirnar. Út af vélunum er
aðeins auglýst hérlendis en um-
boðsmenn ýmsra erlendra fyrir-
tækja munu vafalaust gera til-
boð fyrir hönd aðila í ýmsum
löndum í Evrópu og Ameríku.
Lánsheimild jengin
S t j ó r n Sogsvirkjunarinnar
hefur fengið þingheimild til lán-
töku með ríkisábyrgð, sem nem-
ur allt að 100 millj. kr. Er búizt
við að fjáröflun til virkjunar
Efra-Sogsins verði reynd að út-
’oooi loknu og ef til vill í sam-
bandi við bjóðendur sjálfa.
Orka, sem nemur 27 þús. kw.
Það sem virkja á er fallhæðin
milli Þingvallavatns og Úlfljóts-
vatns. Sjálft stöðvarhúsið mun
standa á vatnsbakkanum við
norðurenda Úlfljótsvatns en
vatnið verður tekið úr Þingvalla-
vatni um aðrennslisgöng til
stöðvarinnar.
Gert er ráð fyrir tveimur véla-
samstæðum, hverri um sig 13,500
kw eða alls 27 þús. kw og er þá
virkjunin fullkomin. Lág stífla
verði í Þingvallavatni til vatns-
miðlunar, þannig að fyrst um
sinn haldist vatnsborðið milli
102—103 metra yfir sjó en það er
það, sem mælingar hafa sýnt að
vatnsborðið breytist, af náttúr-
unnarvöldum, frá lægsta sumar-
vatnsborði til hæsta vetrarvatns-
borðs. Ekki er gert ráð fyrir, að
hægt sé að hækka hæsta vatns-
borð frá þessu vegna Þingvalla.
Virkjun Efra-Sogs er töluvert
minna mannvirki en írafoss-
virkjunin og á því að verða all-
miklu ódýrari. Nú eru virkjuð
31 þús. kw í írafossi og 15 þús.
Til Gyðríðar Anderson
við andlátsjregn sonar hennar, Valdimars
Þinn harmur er mikill, þinn harmur er sár,
þinn harmur er stærri en venjuleg tár
þvo burt á þúsundum ára.
En hetjurnar reiknuðu ei tárin í tug,
og tugir áranna ei rændu þær dug,
né sorgirnar ólífis-sára.
kw í Ljósafossi eða 46 þús. kw
en með Efra-Soginu, sem verður
27 þús. kw er virkjunin alls
orðin 73 þús. kw. Síðan er gert
ráð fyrir að bætt verði þriðju
samstæðunni í Ljósafossstöðina
en þá verður orka Sogsins alls
orðin 96 þús. kw. Er þá vatns-
rennsli Sogsins fullnotað.
Stöðin fullbúin veturinn
1958—’59
Ef útboðið heppnast og fjár-
öflun tekst á næsta vori, má
búast við að verkið geti hafizt á
næsta sumri eða hausti og fari
svo getur stöðin tekið til starfa
veturinn 1958—1959.
—Mbl., 4. jan.
Ráðinn
úfrbreiðslusfrjóri
Magnús Elíasson
Sú frétt barst Lögbergi í
byrjun yfirstandandi viku, að
Magnús Elíasson frá Vancouver
hefði verið ráðinn útbreiðslu-
stjóri C. C. F.-samtakanna í
Albertafylkinu, en í British
Columbia hafði hann árum
saman tekið veigamikinn þátt í
málefnum flokks síns. Magnús
er fæddur í Árnesbygðinni í
Nýja-íslandi, sonur Guðmundar
heitins Elíassonar, er þar bjó
um langt skeið. Magnús var um
eitt skeið formaður Blindravina-
félagsins í þessu landi; hann er
mælskumaður mikill og svo að
segja jafnvígur á íslenzka sem
enska tungu.
Óhugnanlegur
afrburður
í fyrri viku, er flugvélamóður-
skipið canadiska, The Magnifi-
cent, kom til heimahafnar í
Halifax, gerðist sá óhugnanlegi
atburður, að margir hásetanna
gerðust svo ölvaðir, að þeir vissu
ekki sitt rjúkandi ráð; höfðu
þeir, að sögn, eftir að algengar
vínbirgðir þraut, þambað í sig
ólyfjan, er gerði þá viti sínu
fjær; voru fjörutíu og átta fluttir
á sjúkrahús og ellefu af þeim
liggja þar enn; sumir mistu
sjónina um stundarsakir, en
aðrir ef til vill ævilangt.
Flotamálaráðuneytið h e f i r
rannsókn málsins með höndum.
Sexfríu miljón
dollara fjárlög
Gert er ráð fyrir, að fylkis-
féhirðir Manitobastjórnarinnar,
Mr. Turner, leggi fram á þessu
þingi fjárlög, er nemi sextíu
miljónum dollara, og verða þetta
hæztu fjárlögin, sem fram að
þessu getur um í sögu fylkisins;
tekjuafgangur yfir fjárhagsárið
er áætlaður 218,728.29.
Auk fjárframlaga til menta-
málanna verða hæztu útgjalda-
liðirnir í sambandi við útfærslu
raforku og símakerfis Jylkisins.
Læfrur engan bilbug
á sér finna
Landbúnaðarráðherra sam-
bandsstjórnar, Mr. James
Gardiner, var staddur hér í borg-
inni í fyrri viku og flutti ræðu í
Empire klúbbnum; var hann enn
sem fyr bjarttrúaður á framtíð
landbúnaðarins í Sléttufylkjim-
um og ókvíðinn með öllu um
markaðshorfur fyrir framleiðslu
bænda vestanlands. — Mr.
Gardiner er sjötíu og eins árs að
aldri, stálhraustur og fullur af
áhuga og starfsþreki; hann sagði
að sér kæmi ekki til hugar að
láta af embætti, enda hefðu árin
ekki þreytt sig svo um munaði.
Mr. Gardiner er einn þeirra
áhrifamestu stjórnmálamanna,
sem Vesturlandið hefir alið.
Tíu miljón dollara
fjárveifring
Samkvæmt fjárhagsáætlun
sambandsstjórnar, sem nýlega
hefir verið lögð fram í þinginu,
er tíu miljón dollara fjárveiting
ráðgerð Manitobafylki til handa
á yfirstandandi fjárhagsári;
helmingur upphæðarinnar fellur
Winnipegborg í skaut; fé þessu
verður varið til ýmis konar
mannvirkja, svo sem til stór-
kostlegra umbóta við Stevenson-
flugvöllinn og til stækkunar
Osborne herbúðunum, sem nú
eru að verða ófullnægjandi
vegna þrengsla.
Heimsækir
Vesfrur-lndíur
Margaret Bretaprinsessa lagði
af stað loftleiðis frá London á
mánudaginn var á leið til Vest-
ur-Indía í fjögra mánaða heim-
sókn. Ekkjudrottning móðir
hennar, Elizabeth drottning og
maður hennar, hertoginn af
Edinburgh, fylgdu prinsessunni
til flugvallar og kvöddu hana
þar.
Á þriðjudagsmorguninn lenti
flugvélin á Goose Bay flugvelli
og fylti geyma sína benzíni.
Viðbúnaður mikill var þegar
hafinn í Trinidad til að taka á
móti prinsessunni.
Hófra sfrríðssókn
Þær snerust á móti þeim slagviðra-fans,
sem steðja að fótum hvers einasta manns,
er stórviðrin storkandi hóta.
Og stormkastið þetta ei fellir þinn fót,
sem fornaldar hetja þú stendur á mót,
og missir ei margþreyttra fóta.
Þú sigrar, því minningar sólgeislum slá
á sál þína, strjúka þér vinhlýtt um brá,
svo gleymist þér gleðistund engin.
Því „Sonur þinn lifir“. Hann sagði oss það fyr,
Hann sjálfur, er opnar þér himinsins dyr,
þá gata þíns jarðlífs er gengin.
5. janúar, 1955. —PóII S. Pálsson
Nýjusfru fréfrfrir
frá íslandi
Fréttir frá Reykjavík 22. janú-
ar síðastliðinn láta þess getið, að
hafís sé fyrir norður- og vestur-
landi og frosthörkur miklar, 15
stiga frost í Reykjavík, en 20 stig
norðan- og austanlands.
Útvarpsfréttir, sem heyrðust
dauflega í Winnipeg, hermdu að
togarinn Egill rauði hefði í af-
spyrnuroki strandað og 8 menn
farist af áhöfn skipsins.
Útvarpsstöðin í Peiping flutti
þá fregn á laugardaginn, að í því
falli að Bandaríkin reyndu að
koma í veg fyrir sameiningu
Formosa við hið kínverska
alríki, myndi Kínastjórn sýna
þeim í tvo heimana með stríðs--'
sókn. Um sama leyti og frétt
þessi barst út, var öryggisráð
sameinuðu þjóðanna að undir-
búa tilraunir um vopnahlé milli
kínversku stjórnarinnar og
Nationalistanna á Formosu hver
svo sem árangurinn kann að
verða.