Lögberg - 03.02.1955, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 3. FEBRÚAR 1955
Úr borg og bygð
— DÁNARFREGN —
Marsibil Stefanía Helgason
landnámskona frá Árnes, Man.,
lézt að Gimli laugardaginn 8.
janúar, 77 ára að aldri. Hún var
dóttir Jónatans Jónssonar frá
Marðardjúpi í Vatnsdal og konu
hans Marsibil Jónsdóttur frá
Syðsta-Hvammi í V.-Húnavatns-
sýslu. Fluttist Marsibil Stefanía
með foreldrum sínum og bróður
vestur um haf og til Nýja-
íslands 1887. Hún giftist Þorfinni
Helgasyni, bónda að Blómstur-
völlum í Árnesbyggð og misti
hann árið 1916. Þeim Jrjónum
hjónum varð tólf barna auðið.
Þau mistu eitt barn á unga aldri,
en tvö dóu á bezta aldri, Helgi
og Marsibil, Mrs. Barney Hjör-
leifsson. Hin látna lætur eftir sig
fjóra sonu: Jónatan í Prince
Rupert; Þorfinn í Winnipeg;
Jóhann og Guðmund Ágúst,
báðir búsettir í Árnes; fimm
dætur: Agnesi, Mrs. Gobbins,
Ontario; Herdísi, Mrs. Stanley
Einarsson, Gimli; Kristínu Helga
son í Bandaríkjunum; Elísabet,
Mrs. Jack Young, Selkirk og
Guðnýju, Mrs. Geirhólm, Gimli.
29 barnabörn og 14 barnabarna-
börn; ennfremur bróður sinn,
Jóhann V. Jónatansson, Árnes,
Man.
Útförin fór fram á laugardag-
inn 15. janúar. Séra Haraldur S.
Sigmar flutti kveðjumál. Hin
mæta landnámskona var lögð til
hinztu hvíldar í Árnes-grafreit.
☆
Mr. Jónatan Helgason frá
Prince Rupert kom að vestan
til að vera viðstaddur útför
móður sinnar, frú Marsibil
í nokkrar vikur í heimsókn hjá
syni sínum Sigurði í Winnipeg
og dætrum, Heiðu og Láru að
Gimli og Riverton, og öðru
frændfólki. Hann mun og heim-
sækja kunningja sína á fornum
stöðvum, að Árnesi og 1 Mikley.
☆
Hinn 19. janúar síðastliðinn,
lézt í Chicagoborg Mrs. William
Riches, 63 ára að aldri, merk
kona og vinsæl; heimili hennar
var að 912 North La Salle St.,
Chicago 10.
Hin látna hét fullu nafni Þor-
björg Sesselja, og var hún dóttir
hinna kunnu landnámshjóna
Páls og Guðnýjar Kernested, er
lengi bjuggu við Narrows, Man.
Auk manns síns lætur Mrs.
Riches eftir sig eina dóttur,
Margréti, en fyrir ári síðan
mistu þau hjón 17 ára gamlan
son; við útförina voru tvö syst-
kini hinnar látnu, þau Thordís
Thorvardson, Winnipeg, og Mr.
Joe Kernested að Narrows; önn-
ur systkini á lífi eru Miss Katrín
Kernested að Narrows og Mr.
Karl Kernested póstmeistari að
Oak View.
☆
The Annual meeting of the
Jón Sigurdson Chapter I.O.D.E.
will be held at the home of Mrs.
E. A. ísfeld, 575 Montrose St.
River Heights, on Friday even-
ing February 4th at 7.30 p.m.
☆
Arni G. Eggertson, Q.C. og
frú komu heim um síðustu helgi
úr hálfsmánaðarferðalagi suður
um Bandaríki.
☆
Fréttir herma, að lítill sem
enginn fiskur hafi aflast á Win-
nipegvatni í vetur og eru margir
Eldur kom upp á þriðjudag-
inn, 25. janúar, í hinum nýja
íþróttaskála Gimlibæjar. Var
lokið við þessa $25,000 byggingu
í fyrra — mest af vinnunni gef-
ins. Áætlað er að skemmdir
nemi $10,000 en vátrygging var
$9,000. Hófust viðgerðir strax og
mun íþróttum haldið áfram í
skálanum eftir sem áður.
☆
Mr. Peter Anderson, fyrrum
kornkaupmaður, lagði af stað
suður til Miami, Florida, ásamt
frú sinni á þriðjudaginn og
munu þaU hjón dveljast þar
syðra um tveggja mánaða skeið.
☆
Þjóðræknisdeildin „FRÓN“
þakkar hér með fyrrverandi
deild að Wynyard, Sask., fyrir
bækur sendar til bókasafns
Fróns að tilhlutan Gunnars Jó-
hannssonar.
Það er gömul sögn, að lengi
taki sjórinn við. Sama má segja
um bókasafn deildarinnar Frón.
Ef um fleiri bókasöfn deilda er
að ræða, sem ekki eru notuð, þá
er þess vænst, að þau hafi sam-
band við deildina Frón, því að
þar verða bækurnar einhverjum
til gagns og gamans. — Innilegt
þakklæti til Wynyard.
Fyrir hönd deildarinnar Frón,
J. Johnson, bókavörður
735 Home St.
Winnipeg 3, Man.
☆
— DÁNARFREGN —
Laugardaginn 15. janúar s.l.
andaðist á sjúkrahúsi í grend
við Seattle, Wash., Guðrún Gott-
sveinsdóttir, Kárason, 83 ára og
6 mánaða gömul.
Hún var ekkja eftir Jóhann
Kárason, sem hér dó fyrir tveim-
ur árum síðan. Mrs. Kárason
hafði verið biluð á heilsunni hin
síðustu fjögur ár, en hafði verið
ein af duglegustu starfskonum í
íslenzkum félagsskap í mörg ár
hér í Seattle, mjög vel látin á
meðal Islendinga.
Hún var tvígift og á einn son
á lífi frá fyrra hjónabandi, hann
heitir Þorsteinn Gíslason, starfs-
maður hjá Hudson Bay Co. í
Winnipeg, Man.
Mrs. Kárason var jarðsungin
laugardaginn 22. janúar frá út-
fararstofu Wiggen and Sons,
Seattle, Washington, og lögð til
hinztu hvíldar í hinum fagra
grafreit, Acacia Memorial Park.
Séra Eric Sigmar og séra Guðm.
P. Johnson jarðsungu.
☆
— LEIÐRÉTTING —
Hr. Einar P. Jónsson,
ritstjóri Lögbergs,
Winnipeg, Man., Canada.
Góði vinur!
Þökk fyrir að birta þýðinguna
á sálminum „Enn í trausti elsku
þinnar“, í blaði þínu dagsettu 6.
janúar 1955. En mig langar til
að biðja þig að gjöra svo vel og
leiðrétta tvær villur, sem slæðst
hafa inn í prentun sálmsins:
1. Fyrsta línan í öðru versinu
á að vera: “Thee I worship,
Thee my haven."
2. Og í fimta versinu á fyrsta
línan að vera: “All the fulness of
Thy blessing.”
Þakka þér fyrir að birta þessa
leiðréttingu.
Með kærri kveðju og beztu
óskum.
Þinn einlægur,
Kolbeinn Sæmundsson
☆
The Women’s Association of
the First Lutheran Church will
hold their birthday meeting
Tuesday Feb. 8th at 2 p.m.
A film on Cancer research
will be shown.
■íV
Mr. Chris Halldórsson þing-
maður St. George kjördæmis og
frú, eru nýkomin heim sunnan
úr Californíu, en þar höfðu þau
dvalið frá því í nóvembermánuði
síðastliðnum; hefir Mr. Hall-
dórsson tekið sæti sitt í fylkis-
þinginu og dvelja þau hjón hér í
borginni fram yfir þingtímann.
☆
Mr. Páll S. Pálsson skáld frá
Gimli var staddur hér í borg í
fyrri viku.
Helgason. Mun hann dvelja hér fiskimenn að hætta veiðum.
KAUPENDUR LÖGBERGS
Á ÍSLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið
ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
SINDRI SIGURJÓNSSON
LANGHOLTSVEGI 206 — REYKJAVIK
EATON'S
Stærsta smásöluverzlunin í brezka
þjóðarsambandinu
Smásöluverzlanir EATON’S ná
yfir Canada frá strönd til strandar,
auk þess sem hið risavaxna póst-
pöntunarfyrirtæki, svo sem ráða
má af verðskránni, nær til svo að
segja allra vorra viðskiptavina í
landinu. Hin óbrigðula reynsla vor
í verzlunarsökum og hin ófrávíkj-
anlega regla, að peningum sé skilað
aftur sé fólk ekki ánægt með
vöruna, hefir reynzt canadískum
kynslóðum mikil hjálparhella.
EATON'S of CANADA
The Dorcas Society, First
Lutheran Church, will sponsor
the Dugald Women’s Institute
Fashion Review on Thursday,
February lOth, at 8.15 p.m., in
the lower auditorium of the
Church. This review features
styles from 1825 to 1954 and is
being presented for the 32nd
time in Winnipeg and surround-
ing districts. We would advise
you not to miss seeing this very
splendid collection of afternoon
and evening gowns, sportswear,
etc. Admission is fifty cents and
tickets may be obtained from
Dorcas members or at the door.
■ír
Hinn 15. janúar síðastliðinn
lézt í Huntington Park, Cal.,
Mrs. Ingibjörg Margrét Jame-
son, en þar hafði hún átt heima
síðustu sextán árin; hún var 97
ára að aldri. Kveðjumál voru
flutt í Klinker Mortuary í Hunt-
inton Park hinn 19. þ. m., en
þaðan var líkið sent til greftr-
unar í Spanish Fork, Utah, en
þar hafði Mrs. Jameson verið
búsett í sextíu ár, og í grafreitn-
um þar hvíla þrír synir hennar.
Bróðir Mrs. Jameson, Þorsteinn
Davíðsson lézt í Canada í fyrra.
Ofangreinda fregn sendi Mr.
Skúli G. Bjarnason Lögbergi til
birtingar.
☆
G. L. Johannson ræðismaður
er nýkominn heim ásamt frú
sinni úr hálfsmánaðar dvöl
suður í Bandaríkjum.
☆
Mrs. Andrea Johnson frá Ár-
borg dvaldi í borginni um
helgina.
— GIFTING —
Guðbjörg, dóttir Friðriks heit-
ins Kristjánssonar og eftirlifandi
konu hans, Mrs. Kristjánsson, og
Douglas F. Parkhill frá Ottawa,
voru gefin saman í hjónaband í
Fyrstu lútersku kirkjunni á
laugardaginn 29. janúar. Dr.
Valdimar J. Eylands gifti. Brúð-
armeyjar voru Miss Shirley
Stinson og Unnur Ann, systir
brúðarinnar. James Parkhill frá
Toronto aðstoðaði brúðgumann.
Aðalsteinn F. Kristjánsson lög-
maður leiddi systur sína til
altarisins, og að lokinni vígsl-
unni fór fram veizla á heimili
hans. Brúðhjónin fóru í brúð-
kaupsferð til Bermuda, en heim-
ili þeirra verður í Ottawa. Brúð-
urin er útskrifuð í Medical
Technology frá General Hospi-
tal, Winnipeg, en brúðguminn í
Electrical Engineering frá To-
ronto-háskólanum.
Hafði verið nær blind, á því auga
frá barnæsku
Harla óvenjulegur atburður
gerðist í Súðavík um jólin.
Öldruð kona, er verið hafði að
heita mátti blind á öðru auga
frá barnæsku, fékk sjónina undir
messu á annan í jólum hér í
kirkjunni.
Sjónin kom skyncLilega
Konan, sem heitir Jóhanna
Hallvarðsdóttir og er nú sextug
að aldri, var í kirkju á annan dag
jóla við guðsþjónustu hjá séra
Sigurði Kristjánssyni frá ísa-
firði, er nú gegnir prestsstörfum
hér. Fann konan skyndilega, að
sjónin á vinstra auganu, sem
áður hafði verið nálega engin,
skýrðist allt í einu, og leið ekki
á löngu áður en hún sá betur
með því auga en hinu.
Sjón konunnar á hægra auga
hafði verið farin að sljóvgast
svo, að hún gat ekki lesið gler-
augnalaust, en nú sér hún svo
vel með vinstra auganu, er verið
hafði nærri blint, að hún getur
lesið gleraugnalaust. Telur hún,
að sjónin á því auga sé jafnt og
þétt að skýrast frá því að hin
skyndilega breyting varð undir
guðsþjónustunni á annan í
jólum.
Mr. Ólafur Hallsson kaupmað-
ur frá Eriksdale var staddur í
borginni í vikunni, sem leið.
■ír
Mrs. Anna M. Jónasson,
Gimli, Man., ekkja Einars heit-
ins fylkisþingmanns, er á förum
til Chicago. Hefir hún í hyggju
að dvelja þar hjá dóttur sinni á
vetrin, en á Gimli á sumrin.
Gimli Women’s Intitute kvaddi
hana með árnaðaróskum og gjöf-
um við miðdegisverð á Falcon
Cafe 20. janúar. Mrs. Jónasson
er ein af stofnendum þessarar
deildar H. I. á Gimli og hefir
jafnan átt sæti í stjórnarnefnd-
inni.
☆
Jóhanna Bjarnason, lézt að
heimili Mrs. Elísabetar Ander-
son, 259 Spence St., á þriðjudag-
inn 25. jan. Hún var 94 ára,
fædd að Dröngum á Skógar-
strönd, 29. apríl 1859, dóttir
Bjarna Ingvarssonar og Kristín-
ar Helgadóttur. Hún fluttist
vestur um haf snemma á árum,
og dvaldi fyrst um hríð í Norður
Dakota. Til Winnipeg kom hún
1904, átti heima um mörg ár á
heimili séra Friðriks Bergman,
og síðasta aldarfjórðunginn hefir
hún dvalið í skjóli dóttur hans,
Elísabetar, sem fyrr greinir. •—
Jarðarförin fór fram frá útfarar-
stofu Bardals á fimmtudaginn
27. janúar; séra Valdimar J.
Eylands flutti kveðjumál.
☆ ^
Síðastliðið þriðjudagskvöld
lézt að Reynistað í Mikley, Guð-
jón Kristjánsson hálfníræður að
aldri, austfirzkur að ætt; hann
var skýrleiksmaður og dyggur
við öll sín störf; hann var með
beztu skákmönnum og um eitt
skeið taflkappi Canada í bréfa-
taflkepni; útför enn eigi ráð-
stafað.
☆
Síðastliðinn fimtudag lézt á
Betel að Gimli Thorbjörn
Magnússon níræður að aldri,
hinn mesti sæmdarmaður; hann
stundaði jöfnum höndum tré-
smíði og húsamálningu; hann
var alllengi búsettur í Spanish
Fork, Utah, einnig í Kewatin,
Ont., og Selkirk. Útförin var
gerð frá Elliheimilinu og flutti
séra Sigurður Ólafsson þar
kveðjumál.
☆
Aðfaranótt síðastliðins mið-
vikudags lézt hér í borginni Mrs.
Salome Backman, mesta dugn-
aðar- og þrekkona, er tók mikinn
þátt í kvenfélagsstarfsemi
Fyrsta lúterska safnaðar og mál-
efnum Goodtemplara.
Missti sjónina fimm ára
Jóhanna er fædd í Skjald-
bjarnarvík á Ströndum. Hún
giftist Guðmundi Kristjánssyni
og bjuggu þau lengi að Horni.
Síðasta áratug hefir hún átt
heima hér í Súðavík, og er
ekkja. Hún var aðeins fimm ára
gömul, er hún missti sjónina á
vinstra auganu. — Atburður
þessi vekur að vonum stór-
athygli hér. Hafa menn á honum
engar skýringar.
Sr. V. J. Eylands, Dr. TheoL
Heimili 686 Banning Street.
Sími 30 744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
☆
Lúterska kirkjan i Selkirk
Sunnud. 6. febr.:
Ensk messa kl. 11 árd.
Sunnudagaskóli kl. 12
íslenzk messa kl. 7 síðd.
Fólk boðið velkomið.
S. Ólafsson
☆
Messa í Árborg
Sunnud. 6. febr., kl. 2 e. h.
Prédikað á ensku.
Robert Jack
íslenzkur skipstjóri
kennir Tyrkjum
síldveiðar
Þrír íslendingar kenna nýjustu
fiskveiðiaðferðir úti um heim
Landbúnaðar- og matvæla-
stofnun Sameinuðu þjóð-
anna hefir ráðið íslenzkan
skipstjóra til að kenna
Tyrkjum síldveiðar.
Svo sem kunnugt er veitir
stofnun þessi, sem venjulega er
nefnd FAO í daglegu máli, þeim
þjóðum ýmis konar aðstoð, sem
skammt eru á veg komnar í
tæknilegum efnum. Er þá leitað
til þeirra þjóða, sem lengra eru
komnar, og reynt að ráða þar
menn, sem geta kenna öðrum
nýtízku aðferðir á ýmsum svið-
um atvinnulífsins. Þannig hafa
til dæmis tveir íslenzkir skip-
stjórar, báðir úr Hafnarfirði,
Guðmundur Illugason og Jón
Sæmundsson, báðir verið ráðnir
til Indlands á vegum FAO til að
kenna fiskimönnum þar nýjar
aðferðir á sínu sviði. — Fiski-
veiðiaðferðir Indverja eru hins
vegar óralangt á eftir tímanum,
en nægur fiskur í sjónum við
strendur landsins til að marg-
falda aflann. Hefir Guðmundur
Illugason verið meira en ár á
Indlandi, en Jón Sæmundsson
fór utan seint á síðasta ári.
Laust eftir áramótin fór þriðji
skipstjórinn utan til þess að
kenna útlendum fiskimönnum
þær aðferðir, sem gefizt hafa
bezt hér við land, og er það Jón
Einarsson. Hefir hann lengi ver-
íið skipstjóri á Fanneyju, skipi
Fiskimálanefndar og Síldarverk
smiðju ríkisins. Hefir hann verið
ráðinn til að dveljast í Tyrk-
landi, og mun þar kenna mönn-
um síldveiðar með nýjustu að-
ferðum.
—Alþbl., 5. jan.
—VÍSIR, 12. jan.
Fullkomnasta . . . Úrvals aðbúð farþega
Lægsta flugfargjald til íslands
Fljúgið skemstu hringferBina til Reykjavíkur viÖ
því lægsta flugfargjaldl, sem fáanlegt er.
Hinar óviðjafnanlegu fjögra hreyfla Douglas
Skymaster vélar, er skandinaviskir flugmenn, sem
notið hafa U. S. æfingar stjórna, veita hina
fullkomnustu flugferöatækni, þæglndi og ávalt
lent á áætlunartima. Þér njótið ágætis máltíBa,
hallandi sæta og fyrsta flokks afgréiðslu ferðina
á enda.
Roin sanilKÍnd við nlla Kvrópu og Sflð-Austurlönd.
Frekari uppl.vsingar og verð fargjalda
hjá ferðaskri i'stofu yðar
n /7| n
ICELAMDICl AIRLINES
ulAal±j
15 Weit 47th St., N. Y. 36. PL 7-8585
Kona í Súðavík fékk sjón á öðru auganu
undir messu á 2. jóladag