Lögberg - 03.02.1955, Page 2

Lögberg - 03.02.1955, Page 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 3. FEBRÚAR 1955 VIKULOK Eftir PALMA. Niðurlag Frank ók nú talsvert langa leið er lokum nam hann staðar við afgirt svæði sem auðsýnilega var geymslustaður fyrir bíla. Þar skildum við bílinn eftir og gengum svo spölkorn, að húsi sem stóð þar á opnu svæði. Þetta hús var afgirt og myndarlegt hlið sýndi leið að framdyrum þess. Þegar við fórum gegnum hlið þetta mættum við þar manni sem virtist hafa sprottið þar upp úr jörðinni. „Hallo,“ sagði hann. „Gestir?“ Frank svaraði honum engu, en rétti honum aðgönguseðlana sem ég hafði keypt á veitinga- salnum, sem við höfðum komið frá. Maðurinn beygði sig, og gekk með okkur upp að fram- dyrum húsgins, opnaði hurðina, og benti okkur inn í húsið, og bráðlega stóðum við nú aftur í snyrtilegum veitingasal. Veit- ingaborðið var vel vandað og áfengisflöskurnar spegluðu sig í speglum, sem voru listsamlega lagðir fyrir aftan þær svo að í fljótu bragði virtist h,ver flaska vera margar flöskur. Auðséð var að gömlu fyrirmyndar heimili hafði hér verið breytt í þennan veitingasal. í öðrum enda sals- ins, beint á móti veitingaborð- inu, var dálítið leiksvið og fyrir framan leiksviðið, var dálítil hljómleikasveit. Á leiksviðinu dönsuðu sex léttklæddar, fagrar stúlkur fegurðardansa. Seinna kom skripaleikari fram á sviðið sem sagði og lék spaug-sögur og glettist við stúlkurnar á fremur óslípaðann hátt. Flest sæti í saln um voru uptekin og við urðum að bíða dálitla stund, þangað til við náðum í sæti við sérstakt borð. Við enda veitingaborðsins, fyrir framan vinskápana, voru alskonar hættuspila-tæki o. fl. Á meðan ég var að bíða eftir veitinga stúlkunni, sem ég vissi að mundi bráðlega nálgast okkur og afgreiða pöntun okkar, spurði ég Frank spaugsamlega: „Hvað mikið heldur þú að þessi knæpa borgi lögreglunni fyrir verndun? Mér þykir það tæplega hugsanlegt, að þetta geti verið dulið lögregluþjónunum.“ Auðvitað er lögreglunni borg- að,“ sagði Frank hlæjandi og hreykti sér í sætinu, með sýni- legri tilfinningu um það, að hann var maður, sem þekti og vissi um þessi efni. Svo bætti hann við, um leið og hann blés reyk frá vindlingnum sínum út úr nefinu á sér: “Hvað mikið sem þeir borga er áreiðanlega ekki of mikið, því knæpur af þessu tagi, hafa enga bókfærslu og borga enga tekjuskatta og eins og þú hefir séð, er ágóðinn gífurlegur. Þessar knæpur hafa ekkert á hættu, því ef bindindisfélög og kirkjur gera stöðu þeirra óþægi- lega og með samtökum bera fram klaganir til lögreglunnar, þá aðvarar lögreglan þá í tíma, svo þegar hreinsunar áhlaup á knæpurnar verður skipað, er þar ekkert af neinu verulegu fjár- mæti. Jafnvel þó borð og stólar og önnur tæki sem heyra þess- um knæpum til séu brotin og skemd við þessi áhlaup, er það aðeins fyrir blöðin, til þess að sýna almenningi röskleik og dugnað lögreglunnar." Frank þagnaði því veitingastúlka nam staðar við borðið okkar og af- greiddi okkur. Við sátum nú þarna um stund og skemtum okkur við það að horfa á skemtanir þær, sem fram fóru á leiksviðinu. Við höfðum því ekki tekið eftir því, að þrjár persónur höfðu nálgast okkur. En þegar nafn mitt var nefnt, litum við báðir við og þarna fyr- ir framan okkur stóð Miss Pitit, Mr. Miller og stúlkan hans, sem við höfðum mætt á hinum veit- ingastaðnum fyr um kvöldið. „Ég sé að þú ert þarna við stórt borð, en sæti eru fá hér í salnum. Megum við nú taka okkur sæti við borðið þitt?“ „Það er velkomið," sagði ég, en svo spurði ég hvar Bradley væri. „Hann kemur'bráðlega,“ sagði Mr. Miller. „Hann er að ganga frá bílnum á bílasvæðinu.“ Frank hafði hagað því svo til, að Miss Petit sat við hliðina á honum ,og fljótlega fóru nú sam- ræður fram á milli þeirra í hálf- um hljóðum. Ég hafði áður haft hugmynd um það, að Miss Pitit, með kvenlegri þekkingu, á eðlis- fari karlmanna, hafði aðeins haft það í huga, að vekja afbrýðis- semi í huga Franks, með því að velja Bradley sem förunaut sinn til Detroit. En nú sá ég að Mr. Bradley kom inn. Hann leit í kringum sig en kom fljótlega auga á mig og hópinn, sem sat við borðið mitt. Hann hikaði, en þar sem ég snéri mér beint á móti dyrunum, þar sem hann stóð, hafði ég fyrst af öllum tekið eftir honum og benti honum því að koma til mín, sem hann féllst á hæglætis- lega. Bradley tók sér sæti við hlið- ina á mér. Hann var því hér um bil beint á móti Frank og Miss Pitit hinumegin við borðið. Frank var nú aftur orðinn þög- ull og sat niðurlútur við borðið en Miss Pitit starði út í bláinn. Miller og Agnes virtust vera í heimi út af fyrir sig og héldu upp samræðum sín á milli. Ég hafði séð um það, að glösin voru fylt aftur og bráðlega virt- ist andrúmsloftið verða betra við borðið. Bradley fór að tala um daginn og veginn við mig, og svo kom Mr. Miller inn í samræðurn ar með skemtilegar fyndnissögur Bráðlega var svo talað um stjórnarfarslegt skipulag og þá efst á síðu um áfengislögin. Mr. Miller hélt því fram, að lög af því tagi, hefðu aðeins spillandi áhrif á alt félagslíf, þar sem lög- reglan virtist vera máttlaus til þess að þvínga löghlýðni í þessu efni lögunum sjálfum til stuðn- ings. Þegar hér var komið, var það sýnilegt að athygli Franks hafði verið vakin og fljótara en ég hafði gert mér grein fyrir, kastaði hann eldknetti í sam- ræðurnar: xx „Lögreglan sjálf stendur í flestum tilfellum í flokki með þeim mönnum, sem bera mesta óvirðingu fyrir lögunum," sagði hann. „Þeir eru flestir siðferðis- lega óhæfir fyrir stöðu sína sem lögreglumenn." Það varð dauða- þögn við borðið um stund. Ég sá útundan mér rauða andlitið á Bradley, sem hangdi niðurlútur yfir Whisky glasinu sínu. Ég sá Miss Pitit stara á Frank sem einn bar höfuð hátt, og Mr. Miler og Agnes virtust vera að bíða eftir einhverri úrlausn, sem gæti bjargað viðræðunum frá per- sónulegum illyrðum. Bradley var þó fljótur til svars. Hann rétti sig upp í sæti sínu og spurði með nístandi kulda: „Hefir þú verið barinn í seinni tíð, eða hýddur af smyglakeppi- nautum þínum, Frank?“ Frank fölnaði, og án efa mundi hann hafa kastað glasinu, sem hann hafði í hendi sinni, beint í andlitið á Bradley, ef Miss Pitit hefði ekki verið fljót til bragð og gripið hendi hans um leið og hún hvíslaði að honum: „Komdu — komdu með mér, Frank. Við skulUm dansa dá- lítið.“ Agnes og Miller fylgdu dæmi þeirra og yfirgáfu borðið og gengu áleiðis til leiksviðsins, sem nú var notað fyrir þá sem dansa vildu því sýningaleikur stúlknanna, sem þar höfðu leik- ið, hafði hætt um tíma. Svo nú sátum við Bradley einir við borðið. Ég stakk því upp á því við hann, að við reyndum heppni okkar við hringspilið fyrir fá- eina dollara.------- Það var komið fram undir morgun, þegar við loksins lögð- um leið okkar til hótelsins. Ég hafði skemt mér vel. Ég var þó farinn að finna til þess, áð ég hafði drukkið of mikið, og hið sama virtist mér eiga sér stað um alla, sem í mínUm félagsskap voru. Frank og Bradley höfðu altaf öðru hverju verið að urra að hver öðrum, án þess þó að nokkuð alvarlegt tæki sér stað. Þetta virtist mér alt vera Miss Pitit að þakka, því að hún virtist altaf vera við öllu búin, og með kvenlegum skilningi og fljótum úrræðum stöðvaði öll alvarleg þrætumál. Það var þó auðséð, að Miss Pitit var Franks stúlka, og að það í sjálfu sér blés að hatursglóðum þeim, sem Brad- ley bar til Franks. Þegar ég nálgaðist bílinn minn, kom maður sá, sem hafði umsjón yfir bílasvæðinu til okkar, og spurði okkur, ef það gæti ekki komið sér vel fyrir okkur, að kaupa fáeinar flöskur fyrir heimanotkun, af góðu whisky. Þessi tillaga féll í frjóan akur, því whisky er í raun og veru góð hressing við hæfilega notkun. En þegar við vorum að opna bílinn og ganga frá whis- ky kassanum á baksætinu í bíln- um, sáu mvið að Bradley með Miller og Agnes nálgaðist okkur. 1 mesta flýti kastaði Frank nú einhverjum slæðum yfir whisky kassann um leið og hann hvísl- aði: „Ef Bradley fellir grun á okk- ur verður heimferð okkar ónæð- issöm.“ Við sváfum la'ngt fram á dag í hótelinu, og eftir að hafa borð- að, bjuggumst við til heimferðar. Frank virtist vera ákaflega ókyr og óstyrkur. Hann var þögull og kaldur í viðmóti. Hann ók bíln- um með mestur varkárni og lög- legum hraða. Þegar við nálguð- umst Jackson, snéri Frank út'af aðalveginum inn að bóndabýli nokkru, sem var þar skamt frá. Án þess að segja eitt einasta orð við mig um áætlanir sínar, tók hann whisky kassann með sér og hvarf inn í bóndahús þetta. Auð vitað gekk ég útfrá því sem vissu að hann hefði í hyggju, að fela kassann þar undir umsjón bónd- ans, þangað til betra tækifæri gæfist til að flytja hann til borg- arinnar. Ég varð því næstum því orðlaus af undrun, þegar Frank kom út úr húsinu með kassann og kastaði honum á baksætið 1 bílnum. „Bóndinn vildi ekki eiga það á hættu að geyma þennan kassa,“ sagði hann, „við verðum að láta kylfu ráða kasti, og eiga það á hættu að komast inn í borgina." Við þetta varð ég auðvitað að sætta mig. Við höfðum ekki ekið meira en fjórar mílur þegar bíll kom út úr hliðargötu og elti okkur með miklum hraða. Fljótlega vorum við nú stöðvaðir og út úr þessum bíl kom nú Bradley með öðrum undirsýslumanni. „Buts og Bradley,“ hvíslaði Frank. „Látu mig nú ráða svör- um, hvað sem ágengur.“ Nú stöðvuðust sýslumennirnir við bíldyrnar og litu inn í bílinn, og þarna beint fyrir framan þá, á bílsætinu, blasti whisky kass- inn við þeim. „Þetta virðist vera gott whisky sem þú hefir þarna meðferðis, Mr. Hanson,“ sagði Mr. Buts. „Bezta tegund sem hægt er að kaupa fyrir peninga," sagði Frank. „Er það nú ekki skammarlegt að það eru litlar líkur til þess, að þið getið notið þess,“ sagði Bradley hlæjandi. „Ég borgaði fyrir kassann og ber einn ábyrgðina,“ sagði Frank „Það er atriði, sem þið getið útskýrt f y r i r dómaranum," sagði Buts. „Það eru líka mörg önnur at- riði sem gætu komið til greina,“ sagði Frank og leit ögrandi aug- um á Bradley. ábyrgðina á sjálfan sig. Það „Við höfum ekkert að óttast,“ sagði Buts. „Og engann ávinning,“ sagði ég fljótlega. Mér hafði komið til hugar að besti vegurinn út úr þessari klípu, væri sá, að reyna að komast að samningum. Ég hafði hugboð um það, að Frank væri að reyna til þess, að skjóta mér undan með því að taka alla fanst mér augljóst, að honum mundi ekki takast. Á hinn bóg- inn fanst mér það líklegt, að eftir að við höfðum verið teknir fastir mundum við báðir verða lokaðir inni í fangahúsinu, og þar mundum við verða að bíða dóms og sektar. Þar að auki mundi þetta atvik verða birt í blöðunum, með skaðlegum áhrif- um fyrir viðskifti mín. Ég hélt því áfram: „Það er enginn ávinningur fyr- ir ykkur að taka okkur fasta fyr- ir að hafa undir höndum aðeins einn kassa af whisky. Þið þekkið líklega eins vel og ég, ástandið á afgreiðslustofu sýslumannsdeild- arinnar. Hvað um þessa 300 kassa af whisky sem var tekið úr vagni smýglarans gegnum fram- dyr á fangahúsinu, þar sem smyglarinn borgaði lausnarfé sem nam aðeins $500 til sýslu- mannsins sem svo lét hann þjóna sína hjálpa smyglaranum til að bera kassana gegnum bygging- una til bakdyranna og þar var þessum whisky byrgðum hlaðið í sama vagninn og svo hélt smyglarinn áfram leiðar sinnar til Battle Creek. Þetta er aðeins eitt dæmi, en ég get nefnt fleiri. þið hafið líklega stundum lesið smágreinar í blöðunum undir nafninu „Chewing the rag,“ rit- aðar af Mr. X. Ég er Mr. X. Hing að til hefi ég aldrei gert sýslu- mennina í Jackson að umtals- efni, en það er þó gott og mikið efni til umhugsunn. — Jæja — Hér er tillaga frá Mr. X. Takið þið whisky kassann minn með ykkur og ég skal þegja, eða þá ^akið þið okkur fasta og Mr. X mun chew the rag.“ Báðir sýslumennirnir virtust vera ráðalausir. Þeir litu hver á annann og svo gengu þeir til hliðar og hvísluðust eitthvað á. Svo kom Mr. Buts til baka og sagði vingjaruega: „Við getum auðvitað ekki lát- ið ykkur fara með þetta whisky inn í borgina. Ég ætla þ'ví að losa ykkur við þennan kassa og þið getið farið leiðar ykkar, en — mundu það, að Mr. X er oss skuldbundinn.“ „Hann mun halda kjafti,“ sagði ég gremjulega. Svo tók Mr. Buts kassann út úr bílnum mínum og bar hann yfir til sýslumanns bílsins. — Ég var í versta skapi, en Frank virtist vera brosandi og glaður yfir þessum leikslokum. Mig langaði til að ausa yfir hann skömmum, en ég sagði aðeins eins hógværlega og mér var auðið: „Varstu ekki að segja mér, að þú værir knútunum kunnur? Þú leystur endaknútinn illa.“ ,Þú lést mig ekki ráða,‘ sagði Frank hlæjandi. „Ég hafði enga löngun til þess, að liggja lokaður inni með þér á fangahúsinu þangað til á morg- un, eða þangað til að fangarnir, sem teknir eru fastir í dag, eru yfirheyrðir." „Það var engin hætta á því,“ sagði Frank og hló enn meira. Svo bætti hann við eftir stund- ar þögn: „Þú varst ákaflega áhrifamikill á þinn hátt, en þess var engin þörf. Það var aðeins vatn í flöskunum. Þarna úti á bóndabýlinu helti ég öllu góð- gætinu í venjulegar mjólkur- flöskur fullar af ágætu whisky. Ég mundi vilja gefa mikið til þess, að sjá Mr. Bradley taka sér fyrsta sopann úr flöskunum, sem hann tók frá okkur. Það er ástæðan fyrir því, að ég get ekki stilt.mig um að hlæja.“ Nú hló ég með Frank. Þetta höfðu nú í raun og veru, verið æfintýrarík, góð og blessuð viku- lok. Og — Frank hafði í raun og veru þekt knútana. Barði Skúlason ræðismaður Árið 1876 fluttu skagfirzk hjón, Guðmundur Skúlason og Guðrún Guðmundsdóttir frá Reykjavöllum í Skagafirði til Ameríku, slíkt voru engin tíð- indi í þann tíð. Þau settust að í Nýja-íslandi en dvöl þeirra þar varð þó skammvinn, því að 1880 fluttust þau til Dakota og settust að í Víkurbyggð. Af 14 börnum, sem þau Guð- mundur og Guðrún eignuðust, komust ekki nema 5 til fullorðins ára. Elztu börnin voru fædd heima — í Skagafirði — meðal þeirra drengur er hlaut nafnið Barði. Um hann segir Guðmundur faðir hans í bréfi, er hann ritar bróður sínum í Skagafirði 3. dag maí- mánaðar 1901: „Barði sonur okkar lifir í Grand Forks, þar er allmikill bær, um 75 mílur sunnar en ég Póstur verður úti Fannst örendur á Kleifaheiði, en hestarnir stóðu yfir honum Patreksfirði, 29. des. Sá sorglegi atburður gerðist hér á mánudaginn 27. des., að maður varð úti á Kleifa- heiði. Var það Þorsteinn Þorsteinsson póstur, sem var á leið með jólapóst inn á Barðaströnd. Lík Þorsteins heitins fannst í gærdag um þrjúleytið á svonefndum Hjallaenda og var það um 200 metra frá réttri leið! Sást til hans frá Botni Þorsteinn heitinn lagði af stað frá Patreksfirði eldsnemma á mánudagsmorguninn. Var hann með tvo hesta og mikinn póst. Síðasti maðurinn, sem hafði tal af honum var bóndinn að Hlaðs- eyri, Magnús Jónsson, en þar kom Þorsteinn við. Hlaðseyri liggur innarlega í firðinum. Síðan sást til hans frá Botni innsta bæ fjarðarins um 11 leytið um morguninn og var hann þá að leggja á Kleifaheiði, en yfir hana á Barðaströnd er um 4—5 tíma leið gangandi manni. Kom ekki til byggða Barðstrendingar áttu von á póstinum þennan dag, og er Þor- steinn heitinn var ekki kominn um kvöldið, var hringt frá Haga að Miðhlíð, til þess að spyrjast fyrir um hann. Var þaðan sent út að Brekkuvelli, en það er fyrsti bærinn, er pósturinn átti að koma á, en enginn sími mun vera þar. Að Brekkuvelli hafði Þorsteinn þá ekki komið. Var þegar gert viðvart til Patreks- fjarðar, en þar sem myrkur var komið og hríð talsverð á Kleifa- heiði, sem verið hafði allan dag- inn, var ekki hafin leit að Þor- steini fyrr en morguninn eftir. Fannst á Hjallaenda Strax morguninn eftir fóru menn frá Patreksfirði og af Barðaströnd á jeppum og fót- gangandi að leita Þorsteins. Var veður þá allsæmilegt á heiðinni. Tók fjöldi manna þátt í leitinni. Um kl. þrjú þann dag fannst lík Þorsteins á svonefndum Hjalla- enda, sem er á Kleifaheiði þar sem skömmu síðar fer að halla niður á Barðaströnd. Hestarnir stóðu yfir honum Þarna hafði Þorsteinn heit. búið um sig með póstpokunum um 200 metra frá réttri leið. Stóðu hestarnir yfir honum og hafði hann bundið beizli þeirra saman áður en hann lagðist fyrir. Var líkið flutt niður á Barðaströnd. Þorsteinn heitinn hefir gegnt póstsstarfinu síðan 1930. Var hann þaulkunnugur á þessari leið. Hann var 53 ára að aldri og lætur eftir sig konu, Sæbjörgu Þorgrímsdóttur og þriggja ára gamlan son. Hann var búsettur á Patreksfirði. —Mbl., 30 des. lifi, í þessu ríki. Þegar hann var búinn að læra það sem hægt er að nema á alþýðuskólanum hér hjá Islendingum, gekk hann á ríkisháskólann í Grand Forks, 18 ára gamall, og útskrifaðist eftir 7 ár, síðan lærði hann lögfræði, og er nú málafærslumaður. Hann er fríður maður sýnum og vel gáfaður og talinn með hinum betri ræðismönnum þessa ríkis, reglu- og snyrtimaður í allri framgöngu“. — Enginn mun nú það mæla, að Guðmundur hafi borið oflof á son sinn í bréfi þessu, svo vel varð Barði að manni. Frá Grand Forks flutti Barði Skúlason sig um set og settist að í borginni Portland Oregonríki. Hann gerðist umsvifamikill lög- maður og var kjörinn á þing þar í ríkinu. Á þeim árum var haft á orði, að Barði væri mestur mælskumaður vestan Kletta- fjallanna. í dag er dáðadrengurinn Barði Skúlason 84 ára. Nýlega heim- sóttum við hjónin hann í starfs- stöðvum hans í Portland. Frá hornsal á 12. hæð í Public Ser- vice Building hefur Barði mikla sýn yfir borgina og allt til fjallanna inn til landsins. Hann er ungur í fasi, svo að engum kemur til hugar að þar fari nær hálfníræður öldungur, stilltur og fyrirmannlegur í framgöngu og þó hvatur og snarlegur. Starfs- fólkið, 5 lögfræðingar á bezta skeiði og einkaritari, sem lengi hafa unnið með húsbóndanum og fyrir hann, koma inn, til þess að heilsa löndum hans. Það leyn- ir sér ekki að Barði er enn hús- bóndi á sínu lögmannsheimili, vinsæll og virtur húsbóndi. Ekki kann ég að rekja þann frama, sem Barða hefur fallið í skaut sem lögmanni og starfs- manni, í trúnaðarstöðum hjá ríki og borg og í félögum. Meðal annarra kosta, er hafa gert hann vel til mikilla starfa fallinn, er málakunnátta hans. Barði les og talar, auk ensku og íslenzku, norðurlandamálin, frönsku þýzku og latínu. Við arineld á hinu glæsilega heimili Barða, Hlíðarenda, spyr ég húsbóndann hvort hann vilji lofa mér því örugglega, að verða jafnvígur að ári, 85 ára. Hann kvaðst vona að svo verði, en báðir vitum við að enginn ræður sínum næturstað. Fyrr en varir verður hver, hversu röskur sem hann er, að snúa sínum híbýlum á leið, í hinzta sinn. Þess vegna rita ég nú þessar línur á 84 ára afmæli Skagfirðingsins Barða Skúlasonar. Um leið brýni ég hann lögeggjan að láta nú, að óbreyttu heilsufari, áratuga- ætlun verða að veruleika, að koma í heimsókn til Islands og Skagafjarðar, næsta sumar. Sem íslenzkum ræðismanni verður þér vel fagnað, Barði, sem dáða- dreng og snjöllum manni enn betur, en bezt sem Skagfirðingi. Gæfan fylgi þér heim, að heiman heim, og alla daga. Þökk fyrir síðustu samfundi, mætumst heilir á sumri komanda. Árni G. Eylands —Mbl., 19. jan. BABY ROSE Ein sérstæíSasta plantan af jurta- pottsblómum er dvergrósin, sem nær fullþroska á, 4 til 5 mánuðum og sprettur upp af fræi meS klösum, er minna á hinar gim- steinafögru barna- rðsir, einar út af fyrir sig eSa tvl- settar, margs konar litir. Pakki 35c postfrítt Sérstakt tilboö 1 pakki Baby rósir og aörar úrvals heimilisplöntur, a8 verðgildi $1.60 fyrir $1.00 póstfrltt. OKEYPIS 164 bls. fræ og blóma- ra'ktarbók fyrir 1955. Kaupið Lögberg VIÐLESNESTA ISLENZKA BLAÐIÐ

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.