Lögberg - 03.02.1955, Page 4
4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 3. FEBRÚAR 1955
Lögberg
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Gefið 6t hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENtTE, WINNIPEG, MaNITOBA
J. T. BECK, Manager
Utanáskrift ritstjðrans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 743-411
Verð $5.0U um árið — Borgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and published by The C</lumbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnlpeg, Manitoba, Canada
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Vex með hverri nýrri Ijóðabók
Eftir prófessor RICHARD BECK
Þóroddur Guðmundsson frá Sandi, kennari í Hafnar-
firði, gerist nú harla mikilvirkur rithöfundur, en hitt er þó
stórum meira um vert, hve mjög hann vandar til ritverka
sinna og hversu fagran vitnisburð þau bera honum um
manndómslund og vaxandi andans þroska.
I.
f fyrra haust (1953) kom út eftir hann á vegum fsa-
foldarprentsmiðju í Reykjavík ferðasagan Úr Vesturvegi,
allmikil bók (222 bls.), er lýsti ársdvöl þeirra hjóna (frá
haustinu 1948 til jafnlengdar 1949) í Bretlandi og írlandi.
Var það fróðleg ferðalýsing og prýðisvel samin, er bar gott
vitni athyglis- og frásagnargáfu höfundar, enda fékk hún
að verðleikum góða dóma.
Er það t. d. mjög skemmtilegt að fylgja höfundi í spor
um stöðvar Hróa hattar. Meginhluti ferðasögunnar fjallar
þó um írlandsdvöl þeirra Þórodds og konu hans, en þau
dvöldust þar mikinn hluta tímans í þessari utanför sinni og
ferðuðust víða um landið. Er íslenzkum ferðabókmenntum
sérstaklega mikill fengur að þessari glöggu og samúðar-
ríku lýsingu á írlandi, landinu sjálfu, þjóðinni og menn-
ingu hennar, því að um það efni hefir lítið verið ritað á
íslenzku, þó undarlegt megi virðast. í þessari lýsingu verður
þess hvarvetna vart, að Þóroddur er bæði gæddur innsæi
skáldsins, sem skyggnist undir yfirborð hlutanna, og á
jafnframt í ríkum mæli hæfileikann til þess að tengja
saman fortíð og nútíð.
Hvað mestur snilldarbragur er þó á kaflanum „1 ríki
Burns“, er fjallar, eins og fyrirsögnin gefur í skyn, um
hinn ástsæla skáldsnilling þeirra Skotanna, Robert Burns,
ættstöðvar hans og ævislóðir. Er auðfundið, að þar fer
bókarhöfundur höndum um efni, sem honum er hugstætt
um annað fram, enda er æviferill Burns, persóna hans og
Ijóðagerð, heillandi viðfangsefni. Islendingum er hann
kunnastur af hinni snjöllu þýðingu Steingríms Thorsteins-
sonar af hinu víðfræga kvæði hans „Því skal ei bera höfuð
hátt“, og lýkur Þóroddur hinni prýðilegu frásögn sinni um
skáldið með tilvitnun í það snilldarkvæði. Einníg fléttar
hann inn í frásögnina prýðisgóðar þýðingar á tveim öðrum
ágætiskvæðum eftir Burns.
Önnur kvæði eftir Þórodd og þýðingar hans á kvæðum
eftir írsk og ensk skáld eru ofin inn í lesmálið annars staðar
í bókinni, og gera þau frásögnina litbrigðaríkari, en flest
þessi kvæði, frumort og þýdd, er að finna í ljóðabók höf-
undar Anganþeyr (1952); sum eru í hinni nýju ljóðabók
hans, sem nú verður gerð að umtalsefni.
II.
I haust, er leið, kom út í Hafnarfirði ný bók eftir
Þórodd Guðmundsson, Sefafjöll, frumort ljóð og þýdd. Er
það sjötta bók hans á ellefu árum, en þriðja ljóðabókin.
Næst síðasta kvæðabók hans, Anganþeyr, er fyrr var
getið, vakti bæði verðuga athygli ljóðavina og hlaut makleg
lofsyrði dómbærra gagnrýnenda, enda sýndi sú bók ótvírætt
mikla framför höfundar í ljóðagerðinni.
Stórum lengra og hærra er hann þó kominn á skáld-
skaparbrautinni í þessari nýju ljóðabók sinni, en nærri öll
frumortu kvæðin í henni eru frá árunum 1953—’54. Örugg
smekkvísi og listrænt handbragð svipmerkja þessi kvæði í
heild sinni, og þau eru heilsteyptari en áður; lýsir það sér
ekki sízt í því, hve miklu betur höfundurinn veldur nú
umfangsmiklum yrkisefnum.
Glæsilegast dæmi þess er kvæðið „Sefafjöll“, sem
bókin dregur réttilega nafn af, því að það er svipmesta og
tilþrifamesta frumorta kvæði hennar. Þetta snilldarkvæði
er hvorttveggja í senn áhrifamikil lýsing á djúpri þrá
mannssálarinnar til fullkomnunar og brennandi eggjan til
ótrauðrar sóknar á þroskans bröttu og seinfæru fjöll. Svo
samfellt er þetta kvæði, að það verður að lesast í heild sinni,
vilji menn njóta þess og meta það til fulls; en eftirfarandi
erindi gefa nokkra hugmynd um það, hve efnið er tekið
föstum tökum og hin frjóa hugsun færð í skáldlegan búning
máls og mynda:
Um Sefafjöll þyrlast jafnt himinsins heiði blær
sem hvæsandi landsynnings rok.
Þar glottir hver sprunga og gjögur í myrkri hlær.
Þar glitrar mót sólu ’inn tárhreini vetrarsnær.
En heiðanna hvíta brok
og rauðviðarkjarrið við rætur þess ilmar og grær.
Hve roðadýrð hamranna gleði og örvunar fær,
svo léttist þitt ánauðarok! —
Þú fæddist í veröld, sem þrungin er harmi og heift,
og hugðist að létta þeim neyð,
sem lífsins andviðri eldrúnum hafa greypt
ásjónur bleikar og mörgum í glötun steypt.
En þung er og þyrnótt sú leið,
sem stefnir til dáða — og dýrustu verði keypt
öll drenglund og þroski. Hvort mundi ei vera kleift
að brjótast þá Bröttuskeið?
Á brattann þú sækir. 1 guðs nafni greiðist þín för
um gnípur, snasir og klif.
Þín löngun er friðvana, djarfsækin, ung og ör.
Þér ólgar í hjarta brennandi líf og fjör,
en blærinn sem læknislyf.
Þótt ægðu þér fyrrum þín hörðu og hatrömmu kjör,
nú hlægir þig voðinn. Með ögrandi bros á vör
þú fagnar, þótt fjúki drif.
Með sama handbragði, og jafn þrungið að hugsun, enda
náskylt að efni, ér kvæðið „Fagnafundur"; svipað má segja
um kvæðið „Rödd samvizkunnar“, þar sem skáldið horfist
djarflega í augu við sjálfan sig og samtíð sína, og lýsir sér
þar vel íhygli hans, eins og lokaerindi kvæðisins bera vitni:
1 fánýtri leit að völtum veraldargæðum
mér villtu hillingar sýn. —
Með söknuði lífs og harm yfir horfnum gæðum
eg heyri æðarslög þín
sem konu, er þjáist og biður um hjálp af hæðum
ó, hugstola samtíð mín!
Eg ann þér, V'erðandi, eins og gyðju og móður,
þótt öll sértu í brotum og hálf. —
Því mæli eg við yður, sérhverja systur og bróður,
hvern sæbúa og dalaálf:
Hví skyldi þess vænst af öðrum að hefja vorn hróður?
Vér hljótum að gera það sjálf.
Þá sætir það heldur engri furðu, að vandamál samtíð-'
arinnar sækja fast á Þórodd og verða honum yrkisefni í
kvæðum eins og „Rósenbergshjónin“ og „Vetnissprengjan“.
Réttlætiskennd höfundar og samúð með mannanna börnum
kyndir þar undir, en þrátt fyrir það og þó að kvæði þessi
hitti víða vel í mark, eru þau ekki eins mikill skáldskapur
og ýms önnur kvæðin í þessari bók hans.
Þóroddur stendur á djúpum rótum í jarðvegi átthaga
sinna og yrkir til þeirra tvö af fegurstu kvæðunum í bók-
inni, en það eru „Imbrudagar“ og „Norður“. Eru þessi
kvæði bæði prýðisvel ort og þrungin hjartahita; nægir að
taka upp tvö fyrstu erindin og lokaerindi hins síðarnefnda
þeim ummælum til staðfestingar:
Kom, forni tryggðavinur, heim í vorsins bláa ríki,
er vermir sólin engið og skúrir hjúfra fjöll.
Þar kópar leika í álnum og silungar í síki,
en sefendur og lómar hlaða dyn^ju í ferginstjörn.
Þar niða ár í giljum fyrir handan móðu hvíta,
svo hamrabeltin drynja og bergmál kveður við.
En út með fjarstu dröngum er harla ljóst að líta,
og lognaldan við sandinn er tákn um þráðan frið.
✓
------0-------
Er geislinn skín á ljórann, þú bregður stuttum blundi
við blessað lóukvakið og hunangsflugna suð.
Á tjörninni við hraunið eru svanabörn á sundi.
í sólskininu og þeynum finnurðu aftur týndan guð.
Fallegar og vel ortar eru einnig aðrar náttúrulýsingar í
bókinni, ekki sízt „Vorljóð“ og „Sumarkvöld“, ljóðræn og
ómræm í senn, en af ástaljóðunum þykir mér „Daladísir“
fegurstu kvæðið, bæði um hugsun og ljóðform, er haldast
þar ágætlega í hendur. Síðasta erindið er á þessa leið:
Á sérhvert svið,
er sæmd oss geymir,
hvert mark og mið,
sem manninn dreymir
um stóra stund,
skín stjarnan bjarta
við meyjarmund,
og móðurhjarta.
Nokkur tækifæriskvæði eru í bókinni, öll drengileg í
anda og hagleg að málfari: — Hyllingarljóð til Ásgeirs Ás-
geirssonar forseta Islands, ,,Gullfoss“ (til Sigríðar í Bratt-
holti, er barðist hetjulega gegn sölu fossins), „Hvönnin" (til
Jakobínu Johnson) og erfiljóð um dr. Bjarna Aðalbjarnar-
son, að talin séu upp sum slíkra kvæða höfundar.
En þó að þessi nýja ljóðabók Þórodds sé harla merkileg
fyrir frumortu kvæðin, þá er hún það eigi að síður fyrir
hinar mörgu og snjöllu þýðingar, en þær eru nærri helm-
ingur bókarinnar. Glímir höfundur þar við þessi öndvegis-
skáld enskra og írskra bókmennta, Keats, William Butler
Yeats, Thomas Moore og Roberts Browning, og gengur
sigrandi af þeim hólmi.
Mesta þrekvirkið af þýðingum þessum er „Agnesar-
messukvöld“ (The Eve of St. Agnes) eftir Keats, enda er
þar um að ræða eitt af stórbrotnustu og frægustu kvæðum
þess mikla ljóðsnillings. En samanburður við frumkvæðið
leiðir það í ljós, að þýðandinn hefir komist ágætlega frá
því mikla vandaverki að snúa þessu merkiskvæði á íslenzku.
Þýðingin er nákvæm um hugsun og orðfæri, en verður þó
samtímis íslenzkt kvæði; er það vandinn mesti í slíkum
þýðingum. Eftirfarandi erindi bera þess t. d. ekki mörg
merki, að þau séu ekki frumort á íslenzku:
Á kerti slokknar, því hún flýtir för;
í fölu mánaskini reykur deyr.
Hún dyrum lokar, titrar, æst og ör
sem andi lofts, er bærist himinþeyr.
Og orð né hvískur heyrast ekki meir.
En hjartað varma stöðugt reis og hné.
Það veldur kvöl 1 brjósti, er blíðu þreyr,
sem byggi næturgali þögult vé,
til einskis þreyti rödd og hnígi í sitt hlé.
Og bjarmi skein frá bogagluggum hám.
Þeir báru höggvin lauf og annað skart
af blómaprýði vænni, vöndlum, strám,
og valið demantsglit á rúðum margt,
en litskrúð bæði fornt og fagurbjart,
jafnt fiðrildisins rósaofinn kjól
og skjaldarmerkjaskrautið glæst, en svart,
er skuggi nætur helgimyndir fól.
En flúrið blikar eins og blóð af konungsstól.
Hinar þýðingarnar eru einnig prýðisvel gerðar, og á
það ekki minnst við um kvæði Yeats, sem eru sérstaklega
áferðarfalleg í hinum íslenzka búningi hjá Þóroddi. Nokkrar
athugasemdir til skýringar þýðingunum, einkum við kvæði
Yeats, eru aftan við bókina, og gjarnan hefðu þær mátt
vera nokkru fyllri, t. d. hefði skýring á „Agnesarmessu-
kvöldi“ átt þar vel heima.
Hvað sem því líður, og það er aukaatriði, þá er góður
fengur að öllum þessum þýðingum, og Þóroddi óhætt að
halda áfram að auðga íslenzkar bókmenntir með þeim hætti.
En þessar þýðingar hans frá síðustu árum, eigi síður en
frumortu kvæðin, bera því fagran vott, hve mjög hann hefir
þroskast í skáldlistinni. Hann hefir í einu orði sagt vaxið
mikið sem skáld af þessari nýju bók sinni, og hún er jafn-
framt sú góðspá um framtíð hans á þeirri braut, sem vinir
hans og velunnarar fagna heilum huga.
(Þeir, sem kynnu að vilja eignast bækur þessar, geta
vafalaust útvegað sér þær um hendur Davíðs Björnssonar
bóksala í Winnipeg, og gildir það einnig um aðrar íslenzkar
bækur, sem ég skrifa um í vestur-íslenzku vikublöðin).
Vinnuafköst og vélræn störf
Undanfarna áraiugi hefur
alli slarf í verksmiðjum ver-
ið æ meir skipulagt á þann
háit, að handtök verkarfólk-
sins yrðu sem vélrænusi og
fábreytiust, og lalið, að þann
ig myndi nást mestur hraði
og afköst. En maðurinn er
ekki dauð vél — og við nýjar
lilraunir hefur annað orðið
orðið uppi á teningnum.
TIL ÞESS AÐ NÁ sem beztri
aðstöðu í hinni vægðarlausu
samkeppni um lækkun fram-
leiðslukostnaðar fyrir a u k i n
vinnuafköst, hafa skipulagssér-
fræðingarnir haldið sífellt
lengra á þeirri braut, að skipta
hverju verki í sem fábrotnust
starfsatriði; þannig, að hver ein-
staklingur frákvæmi sífellt sama
handtakið, án þess að þurfa að
beita við það nokkurri hugsun
eða útsjónarsemi. Þessi vélræna
einhæfing vinnu aflsins í verk-
smiðjunum í því skyni að hver
einstaklingur nái sem mestum
afkastahraða, hefur nú staðið í
hálfa öld. Því verður ekki neitað
að sú aðferð hefur aukið afköst-
in, en um leið hefur hún líka
gert verkafólkinu hvern starfs-
dag að þreytandi endurtekningu.
í nokkrum verksmiðjum og
iðjaverum hefur verið reynt að
bæta verkafólkinu upp fa-
breytni starfsins með hljómlist
í vinnutíma og kaffihléum og
ýmsu slíku. Aðrir vinnuveitend-
úr hafa gert sér vonir um, að
styttri vinnutími og hækkuð
laun gæti veitt verkafólkinu
aftur nokkra starfsgleði. En svo
að segja allir hafa talið einhæf-
ingu starfsins hið óhjákvæmi-
lega gjald, sem greiða yrði fyrir
aukin vinnuafköst. Forráða-
menn hinna heimskunnu skrif-
stofuvélaverksmiðja „Interna-
tional Business Machines," hafa
hins vegar reynt aðar leið, — og
árangurinn hefur orðið allur
annar, en flestir sérfræðingar
bjuggust við, — sem sé, aukin
framleiðsluafköst.
Aðdragandinn — samtal við
verksmið j ustúlku
Þessi tildaun hófst fyrir ellefu
árum síðan. Forstjóri fyrirtæki-
sins, Thomas J. Watson, sem þá
var kominn að sjötugu, var dag
nokkurn sem oftar á eftirlitsferð
um verksmiðjurnar í Endicott.
Hann tók tali verksmiðjustúlku
eina, sem gætti skurðarvélar.
Hann sá, að allt var undirbúið til
að rista sundur nokkrar stálplöt-
ur, en samt sem áður hafði vélin
ekki verið sett af stað. Verk-
smiðjustúlkan skýrði svo frá, að
hún biði þess, að eftirlitsmaður-
inn skæri úr um það, að ristu-
hnífurinn væri rétt stilltur. Hún
átti ósköp auðvelt með að stilla
hnífinn sjálf, en það var í verka-
hring vélamannsins, og sjálf gat
hún líka skorið úr um það, hvort
stillingin var rétt eða ekki, en
slíkt var í verkahring eftirlits-
mannsins. Starf hennar var ein-
göngu í því fólgið, að setja vél-
ina af stað, þegar til þess var
ætlazt, og stöðva hana, þegar
það átti við. Annað var ekki í
hennar verkahring.
Watson spurði hana nokkurra
spurninga, og enda þótt engin
svipbrigði yrðu séð á andliti
hans, vöktu svörin með honum
þá hugsun, er síðar varð upphaf
að iðnnbyltingu í smáum stíl.
Stúlkan kvaðst hafa starfað í
verksmiðjunni um aðeins
tveggja mánaða skeið, en áður
hafði hún verið afgreiðslustúlka
í stórri verzlun. Það hafði, með
öðrum orðum, aðeins tekið hana
tvo mánuði, að öðlast nægilega
tæknilega reynslu til þess, að
hún væri einfær um að stjórna
plötuskurðarvél að öllu leyti. Og
fyrst hún var einfær um það,
hugsaði Watson, hlaut það að
vera svipað, hvað annað vél
gæzlufólk í verksmiðjunni snerti
Tveim mánuðum síðar stefndi
Watson öllum verkstjórunum á
sinn fund, til að ræða við þá upp-
ástungu að breyttri starfstilhög-
un; hver verkstjóri átti að kenna
sínu vélgæzlufólki alla rfteðferð
og stjórn vélanna og fela því
hana að öllu leyti. Þegar verka-
fólkið fengi þannig aukið um-
hugsunarefni og aukna ábyrgð,
áleit Watson, að hver einstakling
ur myndi hugsa sem svo, að í
raun réttri hefði hann sinnar
„eigin verksmiðju“ að gæta.
„Afköstin munu aukast og
framleiðslan um leið verða vand
aðri,“ spáði hann. Það, að vera
sífellt að hugsa um að spara eyr-
inn, var ekki rétta leiðin, bætti
hann við; mest væri um það
vert, að hver verkamaður innti
af höndum það starf, sem hann
væri fær um; að hæfileikar
hvers og eins nytu sín sem bezt
í starfinu, og að hann gengi að
því með lífi og sál.
Að fimm mánuðum liðnum
gátu sjö verksmiðjudeildirnar
komizt prýðilega af án sérstakra
vélamanna og eftirlitsmanna; og
smám saman bættust fleiri deild-
ir við. Ekki leið á löngu áður en
hægt var að láta 166 vélamenn af
334 taka við öðru starfi og 126
eftirlitsmenn af 240.
Alls starfa nú 7400 verkamenn
í þessum verksmiðjum; þar af
aðeins 37 eftirlitsmenn, en þeir
hafa einungis eftirlit með marg-
brotnum vélasamstæðum, sem
krefst sérstakrar tæknimenntun-
ar. Aðeins 4 vélamenn vinna nú
í öllum deildum verksmiðjunnar.
Maður — ekki vél
Fred Hozt vinnur við málm-
pressu. Áður var ktarf hans ein-
göngu í því fólgið, að stinga
málmplötu inn í vélina, og
hreyfa síðan stilli, sem setti vél-
ina af stað. Þessar tvær hreyf-
ingar endurtók hann allan lið-
langan daginn og dag eftir dag.
Þegar skipt skyldi um pressumót
varð hann enn að bíða unz eftir-
litsmaður hafði athugað fyrstu
sýnishornin, og staðfest, að vélin
væri rétt stillt. Nú eru Hozt að-
eins gefin fyrirmæli um að
Framhald á bls. 5