Lögberg - 03.02.1955, Blaðsíða 5

Lögberg - 03.02.1955, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 3. FEBRÚAR 1955 5 rwwwwwww 'WWWWWWWWWWWWVW VI I 4 \H VI IVtNNíl Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON ÍSLENZK KVENFÉLÖG VESTAN HAFS Nýlega hefi ég fengið bréf frá frk. Halldóru Bjarnadóttur, rit- stjóra aðalkvennarits íslands, HLÍNAR. Er tryggð hennar og vinátta í garð okkar Vestur- íslendinga slík, að við mættum gjarnan muna hana og virða að makleikum. Nú hefir hún í hyggju, að helga fyrsta kaflann í næsta hefti ritsins íslenzkum kvenfélögum vestan hafs, en að sjálfsögðu verður hún að njóta aðstoðar kvenna hér vestra við að afla upplýsinga um þetta mál, og fer hún þess á leit í bréfi sínu. Hún hefir Árdísi og Brautina við hendina — ekki þó síðustu heftin — en þessi rit hafa mikinn fróðleik að geyma um kven- félagsstörf kvenna, sérstaklega safnaðarkvenfélaga. Frk. Hall- dóru er jafnframt ant um að minnast þeirra kvenfélaga, sem ekki beinlínis starfa að kirkju málum. Svo vill nú vel til, að í Árdísi finnast upplýsingar um nokkur slík félög. Árið 1941 skrifaði skáldkonan, Guðrún H. Finnsdóttir — Aldarfjórðungs minning Jóns Sigurðssonar fé- lagsins og jafnframt minntist hún fyrsta íslenzka kvenfélags- ins vestan hafs. Langar mig til að birta þann kafla: Kvenfélagsstarfsemi meðal Is- lendinga vestan hafs á 60 ára af- mæli á þessu sumri. Fyrsta ís- lenzka kvenfélagið stofnuðu nokkrar merkar landnámskonur hér í Winnipeg sumarið 1881 og nefndu það „Hið íslenzka kven- félag í Winnipeg.“ Stofnun og starf þess félags sýndi menn- ingu og mannúð íslenzkra kvenna á þeim árum. Sýndi að þær báru fyrir brjósti heill og heiður vesturfaranna engu síður á andlegu sviðunum en þeim efnalegu. Þetta kvenfélag lagði t. d. fram fé til skólahalds og kennslu íslenzkra barna og ungl- inga, styrkti tvær íslenzkar stúlkur til söngnáms, tók á móti, leiðbeindi og hjálpaði fátækum og umkomulausum, íslenzkum vesturförum. Almenna sjúkra húsinu hér í bænum gaf það vænan sjóð, því þar nutu Is- lendingar oft hjúkrunar fyrir litla borgun. Eitt af mörgu, sem þetta félag gerði íslenzkum kon- um til sóma, var að senda $50 gjöf í minnisvarðasjóð séra Hall gríms Péturssonar. Er það talin fyrsta gjöf frá Vestur-íslending- um til þjóðlegra fyrirtækja heima á íslandi. Svo er nú langt um liðið, að yfir landnámskonunum hvílir æfintýrablær og kvenfélagið þeirra líkist æfintýri. Á milli línanna í því æfintýri er hægt að lesa margt og lesa á ýmsa vegu. Þar er auðvelt að lesa um ömurleg kjör landnemanna og þar er líka hægt að sjá, að þeir köfnuðu ekki undir þeim, heldur reyndust þeir menn, að þeir glöt- uðu ekki guðspjöllum þjóðar sinnar. — —ARDÍS, IX. 1941 Árdís XII. 1954 birtir grein eftir Guðlaugu Jóhannesson: Blöð úr gamalli bók, er skýrir frá stofnun kvenréttindafélags í Argyle 1909. Vafalaust stofnuðu íslenzkar konur í Winnipeg og í öðrum byggðum fleiri slík félög því þær létu þetta mál til sín taka, en upplýsingar um þau verður að leita í íslenzku viku- blöðunum og í Freyju. Auk Jóns Sigurðssonar félags- ins, man ég eftir þessum utan- safnaðar kvenfélögum, sem nú eru starfandi: Hecla í Minnea- polis; Hannyrðafélagið í Winni- peg og Sólskin í Vancouver og munu þau sjálfsagt vera fleiri, sem ég ekki veit um. Væri æski- legt að forustukonur allra ís- lenzkra kvenfélaga vestan hafs létu fröken Halldóru í té upp- lýsingar um félög sín. Áritun hennar er þessi: Frk. Halldóra Bjarnadóttir, Akureyri, Iceland. samþykkt, að halda áfram með til fullra framkvæmda. W. A. hafði ekki færri en sjö samkom- ur af mismunandi tegundum, yfir árið, og höfðu í endalok árs haft saman nær því tvö þúsund dollara ($1947.92 cent, skrifar féhirðir). Kostnaður er vitaskuld á þessu, en þær hafa gott lag á því, að reyna að halda honum niðri. Þær eru framúrskarandi duglegar og sýnast aldrei gleyma málefninu, sem þær eru að vinna fyrir. Félagið gaf á þessu liðna ári $352 dali til safnaðarins; gjafir í ýmsar áttir $33.50. World Mis- sion $25.00. I deildina sem nefn' ist “Sunshine” $50.00. Þess utan eiga þær töluverða upphæð, sem þær geyma, en hafa ánafnað kirkjubyggingarsjóðnum. Að minsta kosti tólf hundruð dalir fyrir utan það, sem þær munu leggja inn þangað af því, sem hefir alla reiðu komið inn síðan fjárhagsár þeirra byrjaði. Fé- lagið er feikna máttarstólpi kirkjubyggingarhugmyndinni og þar sem slíkt fyrirtæki leggur út á margra ára tímabil þá er alls ekki víst að það verði svo mjög tilfinnanlegt hverjum ein- um, sem leggur „hönd á plóg- inn“, til styrktar því. Að byggja kirkju, í nafni Guðs föður, Sonar og Heilags anda, virðist vera eins göfugt minnis- merki og Islendingar geta látið eftir sig hér eða annars staðar. Framhald seinna. — Rannveig K. G. Sigbjömsson Vinnuafköst og vélræn störf Framhald af bls. 4 pressa svo og svo mörg stykki af jessari eða þessari gerð. Síðan þriðja festi á hana marga silfur- þræði — hárgranna — og var það verk ákaflega þreytandi fyr- athugar hann teikningarnar og ir augun. Allar voru þær þreytt- velur þau, og festir í pressuna, ar Qg leiðar á fábreytni starfsins. athugar því næst sjálfur fyrstu Annað varð uppi á teningnum, sýnishornin, mælir þau og vegur þegar hver þeirra um sig var og lagfærir stillingu vélarinnar, látin leysa öll þrjú starfsatriðin ef með þarf. Hann er með öðrum ein. Þannig hefur því verið hag- orðum orðinn húsbóndi vélar- ag síðastliðið ár. Augnþreytan og innar í stað þess að vera aðeins vinnuþreytan er með öllu horfin þræll hennar, og þar eð hann _ og afköst stúlknanna hafa leysir nú af hendi sama starf og aukizt um helming. íslendingur annast um smíði stórskips Guðmundur Kristinsson hefir haft eftirlit með smíði tveggja olíuskipa í Japan Á þriðjudaginn, 11. janúar, hleypur af stokkunum aust- ur í Japan mjög fullkomið og nýtízkulegt olíuskip, 38 þúsund smálestir að stærð, sem ungur Islendingur hefir haft yfirumsjón með smíði á, og er þetta annað skipið, sem hann sér um smíði á austur þar. Þessi ungi Islendingur heitir Guðmundur Kristins- son frá Hafranesi við Reyðarfjörð, aðeins 28 ára að aldri. þúsund þungalestir, 210,5 metra langt, 28,2 metrar á dýpt og djúprista 10,8 metrar. Það geng- ur fyrir 18,500 hestafla gufu- túrbínu og ganghraði þess full- hlaðins 17,5 sjómílur á klukku- stund. Hleypt af stokkum á þriðjudag Smíði þessa skips hefir gengið vel og verður því hleypt af stokkunum á þriðjudaginn, 11. áður þurfti marga menn til að sinna, fær hann hærri laun. I Sama gegnir um aðra starfs- menn verksmiðjunnar. Fjölbreytni í starfi — aukin starfsgleði Enn aðra kosti hefur þessi nýja starfstilhögun haft í för með sér. Verkamólkið sjálft hefur nefnilega stungið upp á ýmsum framleiðsluendurbótum, en framleiðslugallar fyrir sinnu- leysi eða hirðuleysi hafa með Þegar það kom á daginn, að I öllu horfið úr sögunni, auk þess þessi nýja tilhögun gaf góða að allt efni nýttist nú mun betur. raun, var næsta stigið, að breyta Mikilvægastu breytingu, s e m fyrirkomulagi starfsins við færi- hin auknafjölbreytni í störum og bandið. Stan Weiler var einn aukin ábyrgð einstaklingsins hef þeirra, er þar unnu, en starf hans u rhaft í för með sér, má þó hik- var í því fólgið, að skrúfa vist llaust telja það, að vinnuslys eru stykki í skrifstofuvél, um leið nú færri í þessu iðjuveri en og færibandið bar hana fram dæmi eru til annars staðar. hjá; alltaf sama handtakið, end-1 Fyrir þrem árum ákvað for- urtekið dag eftir dag. Nú setur stjóri útibús þessara verksmiðja hana hann vélina saman að öllu starfstilhögun þar. Hann setti leyti einn, og hið sama er að fyrst á stofn kvöldskóla til undir segja um þá aðra sarhstarfsmenn búnings, og ekki leið á löngu hans, sem áður unnu við færi- áður en meiri hluti starfsfólksins bandið. Hver þeirra um sig setur fór að stunda þar nám. Síðan var nú saman -margbrotnar skrif- hin nýja starfstilhögun upp tek janúar, og mun smíði þess ljúka stofuvélar úr allt að því 300 mis- in; þar hefur reyndin orðið söm um miðjan maí í vor, eða að- ☆ ☆ Á VÍÐ OG DREIF Lúterska kvenfélagið í Vancouver Það hélt tíu ára afmælisfund félagsins í septemberbyrjun 1954. Presturinn, séra E. S. Brynjólfsson, var þar viðstaddur og Mrs. Brynjólfsson. Þetta var á heimili Mr. og Mrs. John Sig- urðsson. Eitthvað um tuttugu og fimm konur voru viðstaddar. Séra Eiríkur las biblíukafla og flutti bæn í fundarbyrjun. Þá setti forseti kvenfélagsins, Mrs. E. A. Nygaard, fundinn og svo var haldið áfram með venjuleg fundarstörf, svo sem við þótti eiga undir kringumstæðum, því þetta var sérstakur fundur. Þá var minst forsetanna og annar embættiskvenna, sem fyrst höfðu myndað félagið og starfað í því. Fyrsti forseti þess var Mrs. J. Hambly. Máske ein- hverjir fyrr'itíma vinir í Winni- peg hafi ánægju af að vita, að þessi kona er frú Sigurveig Jarðþrúður Ólafsdóttir Vopni. Mrs. Hambly er nú organisti fyrir söfnuðinn, en sonur hjón- annar er ritstjóri fyrir heima- blaðinu í New Westminster, mjög svo geðþekkur maður að sjá. Mr. Hambly Jr. var ásamt ungri konu sinni og lítilli dóttur staddur hjá söfnuðinum í fyrra haust einu sinni. Svo við komum á afmælis- fundinn aftur. Annar forseti var Mrs. Ingiríður Sigurðsson. Mrs. R. Marteinsson var á meðal fyrstu stofnenda þessa félags. Eins og gengur hafa margar konur skiptst á um að vera í embættum á svo langri leið og margir sýndu það, að þeim var hjartfólgin minningin um starfið og áhugann fyrir því. Gjafir voru bornar fram, bæði fallegir munir og peningar, eins og væri um afmælisfagnað lifandi veru að ræða. Það var fallegt og allt sérlega smekklega um búið. Það fór líka alt í kring í hendi frá hendi til þess að skemmta sér við að skoða það. Ágætar veit- ingar voru fram bornar, sem gestirnir nutu vel. Að fundarstörfum afloknum, lét presturinn syngja sálm: - Bjargið alda. — Starfsárið 1954 Safnaðarkvenfélagið heitir: — Women’s Auxiliary og einkenn- ist í daglegum viðskiptum með fangamarkinu „W. A.“ Konurn- ar hafa ákveðna fundi einu sinni í mánuði og oftar, þegar þörf gerist. Eftirfarandi eru nöfn embættisk venna: Mrs. E. A. Nygard, forseti, Mrs. S. F. Bjarnason, varaforseti og ritari, Mrs. Kristjana Leeland, féhirðir, Mrs. K. Hallson, að- stoðarféhirðir, Miss Olive Jónas- son, viðskipta-ritari, Mrs. C. Johnson, fréttaritari, Miss Anna Eyford, aðstoðar-viðskiptaritari, Mrs. G. J. Guðmundson, frétta- ritari fyrir deild sem nefnist “Sunshine.” Konurnar hafa mikinn áhuga fyrir fjársöfnun til hjálpar söfn- uðinum og fyrir kirkjubygging- unni, sem söfnuðurinn hefir nú Guðmundur er sonur Kristins Jónssonar bónda að Hafranesi og konu hans Sigríðar Gísla- dóttur. Guðmundur fluttist til Reykjavíkur haustið 1943, þá 16 ára að aldri, og hóf þar nám í ketil- og plötusmíði í Stálsmiðj- unni h.f. Að loknu námi þar var hann einn vetur við nám í Vél- stjóraskóla Islands. Eftir það bauðs Guðmundi að leggja stund á frekara nám í stálskipasmíði við Helsingör Skibsværft og Maskinbyggeri í Helsingör í Danmörku. Guð- mundur lauk þar prófi í skipa- smíði árið 1949 með hæstu eink- unn, og er hann jafnframt fyrsti Islendingurinn, sem hefir lokið prófi í stálskipasmíði. Eftir próf- lokin vann Guðmundur eitt ár í teiknistofu skipasmíðastöðvar- innar í Helsingör, en samhliða vinnunni stundaði hann nám í svonefndri skipteknik. Haldið til Canada Árið 1951 hélt Guðmundur til Canada og vann hjá skipasmíða- stöðinni Canadian Vickert í Montreal, sem er fullkomnasta skipasmíðastöð Canada. Starfaði hann þar sex mánuði. Eftir það bauðst honum staða sem skipa- eftirlitsmaður hjá skipaverkfræð ingafyrirtækinu GTR Campell í Montreal, og hefir hann starfað á vegum þess síðan. Eftirlit með skipasmíðum íJapan 1 maí 1952 var Guðmundur svo sendur til Japan til að sjá um smíði á 20 þús. smálesta olíu- skipi, sem var smíðað í skipa- smíðastöðinni Nippon Kokan Shimizu fyrir skipafélagið Mira- monte Compania í Panana. Hafði Guðmundur einn umsjón og ábyrgð með verkinu fyrir hönd skipafélagsins, sem lét smíða skip þetta. Smíðinni var lokið í maí 1953, og er nú skipið í olíu- flutningum milli Persaflóa og Frakklands. Umsjón með enn stœrra skipi Að loknu þessu verki fór Guð- mundur aftur til Montreal, og þar beið hans sá starfi að teikna og gera frumteikningar að að 38 þúsund smálesta olíuskipi, sem Triton-skipafélagið í New York hafði í hyggju að láta smíða. Vann Guðmundur við þetta allt sumarið 1953, þangað til í janúar 1954, er hann fór til Japan á nýjan leik til að sjá um smíðina á þessu nýja stórskipi, sem er 38 eins rúmu ári eftir að verkið hófst. Skipið er smíðað í skipasmíða stöðinni Kawasaki Dockyard í Kobe í Japan, og er það ein stærsta skipasmíðastöð þar í landi. —TIMINN, 9. janúar FYRIR hádegi í gær, á afmæli Davíðs Stefánssonar komu nokkrir vinir og aðdáendur hans á fund þjóðleikhússtjóra, Guð- laugs Rósinkranz, og formanns Þjóðleikhúsráðs, Vilhjálms Þ. Gíslasonar, uppi í kristalssaln- um í leikhúsinu og afhentu Þjóð- leikhúsinu að gjöf málmstyttu af Davíð. Myndina gerði danski myndhöggvarinn, A. Severin Jakobsen. Skrifstofustjóri Al- þingis, Jón Sigurðsson, hafði orð fyrir gefendunum. Las hann upp stutt bréf undirritað af þeim öllum, og er það svohljóðandi: Vér undirritaðir vinir og að- dáendur Davíðs skálds Stefáns- sonar frá Fagraskógi leyfum oss að færa Þjóðleikhúsinu að gjöf málmstyttu af skáldinu. Oss er það hugleikið, að styttu þessari sé ætlaður virðulegur staður í kristalsstað hússins meðal mynda, sem þar eru fyrir af öðrum mikilhæfustu leikskáldum íslenzkum. Vér vitum, að leikhúsgestum mun vera það kært, að mynd Davíðs Stefánssonar bætist í skáldahópinn þar og minni á hann um ókomin ár. Reykjavík, 21. janúar 1955 Árni Kristjánsson Einar B. Guðmundsson Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi Ragnar Jónsson Valtýr Stefánsson Árni Pálsson Haukur Thors Kristinn Guðmundsson Páll ísólfsson Ólafur Thors. Guðlaugur Rósinkranz, þjóð- leikhússtjóri, þakkaði þessa glæsilegu gjöf og formaður Þjóð leikhúsráðs, Vilhjálmur Þ. Gísla- s0n, flutti einnig stutt þakkar- ávarp. Allir viðstaddir voru sammála um, að styttan af skáldinu er vel gerð og viðkunnanleg í alla staði. —Mbl., 22 jan. munandi hlutum, og hver um sig og í Bandaríkjunum; framleiðsN bera alla ábyrgð á því verki, er an hefur reynzt vandaðri og af- hann vinnur. Árangurinn hefur Iköstin orðið meiri. Og nú hafa reynzt aukin afköst, betri fram- öll útibú verksmiðjanna á Italíu, leiðsla, meiri vinnugleði og Þýzkalandi og í Kanada farið að hærri laun. dæmi aðaliðjuversins í Banda- Nelly Matulvich vatt þráð á ríkjunum. kefli, sem notuð voru í vissa Einn af prófessorunum í félags g e r ð skrifstofuvéla. önnur frægi við Yale háskólann, Chas. stúlka tók síðan við spólunni og Walther, sem einkum hefur at- lóðaði þráðinn fastan, en sú|hUgað starfsháttu í iðnaðinum, hefur nýlega rannsakað vinnu og vinnbrögð í tveim bifreiða- verksmiðjum, þar sem „færi- bandskerfið“ er notað til hins ýtrasta og hefur náð hvað mestri fullkomnun. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að þeim verka- mönnum. sem mesta þíálfun höfðu hlotið í síendurteknum, einhliða starfshandtökum, hætti mest við að gera ýmsar skissur. — „Það er margt í sambandi við starfstilhögun 1 iðnaðinum, sem við þurfum að endurskoða,“ seg- ir hann. Og takmarkið, sem okk- ur ber að keppa að, er að finna sem öruggast samræmi, varðandi það, sem tæknin krefst, og það, sem maðurinn við vélina þarfn- ast.“ —ALÞBL. 3. des. Þjóðleikhúsinu færð að gjöf brjóstmynd af Davíð Stefónssyni íbúðarhús brennur Á nýjársdag vildi það til, að íbúðarhúsið í Lambadal í Dýra- firði brann til kaldra kola; komst húsmóðirin með börn hjónanna þrjú að tölu, nauðug- lega út úr eldinum; bóndi var fjarverandi við gegningar, er eldurinn kom upp; sama sem engu af innanstokksmunum varð bjargað. Mjög lág vátrygging var á húsinu. ^INIIi!lllllllllllllllllllllllllll!lll|||||||||||||||||||||!l||]||í||||!|]]||||||||||||||||||||||]|||||||||||||||l THE Calvert Canadíska vasabókin Þetta er ein þeirra greina, Canadamönnum. sem sérstaklesa eru 2J. grein irtlaðar nýjuin MENNTAMÁL Mentun f Canada er f höndum fylkjanna, a8 þvt undanteknu, aS aambandsstjórn ber ábyrgS á uppfræfslu Indfána og Eskimóa. Þött hvert fylki um sig hafi sitt eigiS fræöslumálakerfi, svipar þeim öllum mjög saman aS Quebec undanskildu, þar sem almenn fræösla fer fram á tveimur tungumálum, frönsku og ensku, koma þar til greina áhrif hinnar rómversk-kaþólsku kirkju og mótmælenda kirkjunnar ensku. Allir kennaraskðlar, nema f Quebec, lúta fræðslumálakerfi rinna einstöku fylkja, og í flestum þeirra eru starfræktir sérstakir skólar fyrir blint og heyrnarlaust fólk, auk þess sem sérfræfisla er veitt varðandi fiskiveiðar og skógrækt, námunlCnaC og landbúnatS. t barnaskólum, sem starfræktir eru aC brezkri fyrirmynd, eru átta bekkir, og börn hefja þar nám á aldrinum frá sex til sjö ára og ljúka þar námi frá 14 til 15 ára aldurs. Framhaldsskólar til fjögra ára eru starfræktir f flestum fylkjun- um, en f Ontario og British Coiumbia er námstfminn fimm ár, þá geta nemendur búiC sig undir háskblanám t bókmentum, sögu, stærC- fræCi og vísindum og erlendum tungum, numiC kennarafræCi, verzl- unarfræði, iCnfræði og búnaarfræCi. Samkvæmt reglugerðum Quebec-fylkis er barnaskólinn bundinn við sjö ár og tekur við undirþúningsnám til háskólamentunar í ýmsum sérgreinum, svo sem iCnrekstri, búnaCi og verzlun. Mentastofnanir í Canada til æCri mentunar eru yfir 200 og eru taldar með þeim fullkomnustu í heimi. Um 60,000 stúdentar sækja árlega háskóla landsins vfCsvegar aC, þar á meCal margir úr Banda- ríkjunum. VarCandi rekstur skóla er fjármála'fyrirkomulagiC svo að segja hiC sama í öllum fylkjunum. Skólanefndir annast um byggingu skólahúsa og fá til þeirra styrk frá héraCs- og fylkisstjórnum, sem innheimtur er meC beinum sköttum. Calvert DISTILLERS AMHERSTBURG, ONTARIO LIMITED lUI)Hin>llllllll>lllllllll>l!llllllllllllllll!llllllllll!l!!lll

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.