Lögberg


Lögberg - 03.02.1955, Qupperneq 6

Lögberg - 03.02.1955, Qupperneq 6
6 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 3. FEBRÚAR 1955 J=^1..■- " - ^ GUÐRÚN FRÁ LUNDI: DA LALÍF -r „En nú verður hún stutt“, sagði hún. „Er langt síðan þú komst? ÍÉg hef aldrei séð þig, og hef ég þó gott útsýni yfir kaupstaðinn“. „Ég er alveg nýkominn, £ór þegar við vorum hætt að vinna. Kom bara til að sjá þig og vita, hvernig þér liði. Mig hefur dreymt þig svo leiðinlega undanfarnar nætur. Ég hélt, að þú ættir eitthvað bágt, þér leiddist, eða að þú værir Iasin“. „Hvað skyldi svo sem eiga að ama að mér, annað en það, að mér finnst leiðinlegt að vera á þessari möl. Ég hugsa um smala- mennskuna og lömbin fram frá, og mig langar til að taka saman taðið og taka upp móinn. En hvað er það, sem þig dreymir?“ Þórður sagði henni fáa draumana. Hún hló bara að þeim. „En svo eru líka skemmtilegir draumar innan um“, sagði hann. „Þeir gerast allir fram í Seli; þar ertu ekki í neinni hættu. Þaj: sé ég litla bæinn okkar. Ég hlakka til þegar þeir draumar rætast“. „Þeir rætast næsta vor“, sagði hún broshýr. Hann varð að segja henni frá öllum lömbunum, sem hún væri búin að eignast. Það var svo gaman að tala um bústofninn þeirra. Hann var hreint ekkert lítill, og í haust ætlaði Lína að láta öll lömbin sín lifa, og þá yrðu það þó nokkur ærefni, sem hún legði til búsins. Loksins kom svöl náttdöggin henni til að hreyfa sig úr faðmi hans. „Mér er bara að verða ónotalegt“, sagði hún með hrollkenndri herðahreyfingu. „Ég var líka sá kjáni, að búa mig ekki betur“. „Þú verður að fara að komast heim og hátta, svo að þú getir vaknað í fyrramálið. Ég má ekki tefja þig lengur“, sagði hann. „Ég á ekki bágt með að vakna, eins og þú þekkir. Ég ætla að ganga með þér hérna fram með ánni, þangað til ég sé Selshnúkinn". Þau gengu fram eyrarnar. Hann hélt í beizlið á Skjóna með •nnari hendinni. Hinum handleggnum vafði hann utan um grannt mitti hennar. Hann kveið fyrir skilnaðarstundinni. Þá sagði hún allt í einu, og hann undraði, hvað»hún var hreinlynd og góð stúlka: „Þú þarft ekki að vera órólegur, þó að Jón sé oft hér niðri frá. Ég sé hann sjaldan. Honum er alltaf boðið inn í stofur, en þangað kem ég sjaldan. Ég heyri aðeins til hans, og sé hann út um glugg- ann. Meira er það ekki, vinur minn. Ég hef nóg að snúast við í eldhúsinu“. Þetta létti þungum steini af hjarta hans. Hann efaðist ekki um, að hún segði satt, og kyssti hana fyrir það, hvað hún var elskuleg stúlka á allan hátt. Það var einmitt þetta, sem hann hafði óttazt. Honum fannst Jón fara miklu oftar í kaupstaðinn þetta vor en hann var vanur. Auðvitað var það tóm vitleysa. Seinustu orðin voru þessi: „Næsta vor verður farið að byggja upp í Seli. Þá verður gaman að lifa“. HJÁ HROSSARÉTTINNI Það var siður í Hvítadalnum, eins og víðar, að konurnar riðu í kaupstaðinn til að velja kram til ársins. - Lísibet húsfreyja hafði alltaf riðið með ullarlestinni, og Anna tengdadóttir hennar gerði það náttúrlega líka. Hún reið með manni sínum og syni á undan lestinni. Henni fannst það hreint ekkert skemmtilegt, að verða áburðarhestunum og ullarpokunum sam- ferða. Kaupmaðurinn lét sækja nýtt kram til að bæta í búðar- hillurnar, þegar ríkasta kona sveitarinnar var kominn í kaup- staðinn. Kona hans, frú Matthildur, sem ekki þótti neitt sérlega kumpánleg við viðskiptavini manns síns, fylgdi Önnu út í búðina, en það var óvanalegt, að hún sýndi sveitakonum þann heiður. Hún var feit kona og fönguleg, með mikið hrafnsvart hár, vafið upp á höfuðið, sem hún bar hátt yfir fjöldann, sem í búðinni var, enda efaðist enginn um, að hún væri langt upp yfir þá hafin. Það komu margir til Önnu og heilsuðu henni vingjarnlega. Karlmennirnir lyftu höfuðfötunum í virðingarskyni við kaup- mannsfrúna. Sumir voguðu sér að taka í hendina á henni. Hún rétti þeim bláfingurgómana. Allt í einu kom Siggi inn í búðardyrnar. Hann var kolsvartur af kolum um andlit og hendur, í rifnum buxum, með skóklossa á fótum. Hann var að spyrja búðarmanninn eftir lyklunum að kjallaranum, og svo var það eitthvað meira, sem hann vildi ekki láta neinn heyra. „Þetta tefur afgreiðsluna“, sagði kaupmaður óþýður. „Hvaða hljóðskraf er þetta, sem þér hafið við hann að ræða? Má það ekki bíða? Það er mikið að gera“. „Sæll vertu, Siggi minn“, sagði Anna. „Mér finnst þú vera orðinn óþekkjanlegur síðan þú fórst frá okkur“. „Ég er á hausnum í kolum“, sagði hann. „Það er ekki 'einu sinni hægt að heilsa þér. Komdu blessuð“. Og Anna var búin að segja það, sem hún hugsaði, áður en hún vissi af: „Ég er ósköp hrædd um, að Borghildi litist ekki á, hvernig þú lítur út núna“. Hún sá, að frúin leit með lítilsvirðingu til Sigga, þegar hann gekk út úr búðinni. Skyldi það geta verið, að Siggi kæmi sér ekki vel í þessari nýju vist? Hann hafði þó þótt gæðahjú á Nautaflötum. Náttúrlega hafði hann átt það til, að vera nokkuð ertinn; en það var óhugsandi, að hann beitti því við húsbændurna. En leiðinlegt var að sjá, hvað hann leit illa út. Það var komið undir kvöld, þegar Anna gekk upp að læknis- húsinu, sem stóð efst af öllum húsunum í kaupstaðnum. Hún gat ekki farið svo heim, að hún heilsaði ekki upp á Línu. Hún hélt á dálitlum böggli í hendinni. Það var hvítt léreft og fínar blúndur, sem Lína átti að fá í náttkjól. Lína hafði vonað, að hún kæmi ekkert upp eftir, vegna þess að frúin var ekki heima. En nú kom hún þarna allt í einu. Hún stóð innan við eldhúsgluggann og horfði á Önnu, meðan hún nálgaðist húsið, en samt kom hún ekki fram, fyrr en hún mátti til, þegar Anna hafði bankað á hurðina. Hún var næstum feimnisleg, þegar hún opnaði dyrnar og tók brosandi undir kveðju fyrrverandi húsmóður sinnar. En brosið var óviðfelldið og allt öðruvísi en hún var vön að brosa. Anna vissi, að það stafaði af þessum dauðans leiðindum, sem höfðu komið fyrir veturinn áður. Hún kyssti hana brosandi og sagði: „Við skulum nú láta það allt vera gleymt, sem okkur fór á milli síðast. Ég er búin að sjá það fyrir löngu, að það var eintómur mis- skilningur og óstilling úr mér“. „Já-á-já“, sagði Lína og kafroðnaði. Anna horfði í kring um sig í eldhúsinu ánægjuleg á svip. „En hvað allt er „pent“ og prýðilegt hjá þér, Lína mín. Mér þykir reglulega gaman að sjá þig. Líður þér ekki ágætlega? Mér sýnist þú vera hálf þreytuleg“. „Ég á ágæta húsmóður“, sagði Lína. „En mér hálf leiðist, og svo er ég svo þreytt í fótunum í þessum hita. Mig logsvíður í þá allan daginn“. „Heldurðu að þér liði ekjii bétur, ef þú gengir á íslenzkum skóm?“ „Jú, það er ég viss um; en mamma er svo fátæk af skæða- skinni“, sagði Lína. „En varstu þá búin að gleyma öllum sauðaskinnunum á Nauta- flötum?“ greip Anna fram í. „Því skrifaðirðu ekki Borghildi eða mér?“ „Ég á víst heldur lítið tilkall til þeirra sauðskinna nú“, sagði Lína og brosti þessu dapra brosi. „Ég skal senda þér skó með fyrstu ferð; og svo er hér dálítill glaðningur handa þér“, sagði Anna og fékk henni böggulinn. „Það er í fínan náttkjól. Ég skal sauma hann fyrir þig, ef þú hefur ekki tíma til þess“. „Þú ert of góð við mig, Anna“, sagði Lína um leið og hún kyssti hana fyrir gjöfina. „En ég get vel saumað hann sjálf. Frúin lánar mér saumavél. En nú drekkurðu kaffi hjá mér þó að frúin sé ekki heima“. Nei, ómögulega. Ég er nýbúin að drekka kaffi, og svo bíða feðgarnir eftir mér. Þú kemur með mér ofan að réttinni og heilsar upp á Jakob“. Þær gengu til hrossaréttarinnar. Hún var -full af hrossum og mönnum. Lína tók ekkert eftir því, hverjir það voru. Jakob sat á hestbaki og hélt í taumana á tveim gráum hestum, en faðir hans var að girða betur söðulgjörð konu sinnar. „Sæli nú, Lína!“ kallaði Jakob. Lína kyssti hann á kinnina. Því næst rétti hún föður hans hendina hálf feimnislega og horfði um leið niður á fætur sér. Hann tók þétt og hlýtt í hönd hennar. „Sæl, Lína mín“, sagði hann með sínu glaðlega brosi. „Ótta- legur ekkjusvipur sýnist mér vera á þér síðan þú komst til læknis- ins. Hann er þó vonandi ekki farinn að sulla í þig einhverju meðalagutli, sem gerir þig svona útlits? Þú varst heldur glaðlegri á svipinn meðan þú varst hjá okkur“. „Nei“, sagði Lína og fór að brosa. „Hann gefur mér engin meðul, enda þarf ég þeirra ekki með“. „En henni leiðist í kaupstaðnum, og hún er þreytt í fótunum“, greip Anna fram í. „Þessu get ég vel trúað“, sagði Jón. „Það hefur hvorugt ykkar Sigga breytzt til batnaðar við vistaskiptin. Þú skalt reyna að færa þig aftur fram í dalinn. Það er heldur mýkra við fótinn þar en hérna á mölinni, og svo er loftið heilnæmara“. Lína horfði brosandi á hestana. „Það er þó líklega ekki hann Litli Gráni, sem ég fann einu sinni í Seltóftunum, sem þú ert að temja?“ spurðí hún. „Jú, reyndar er það hann. Þetta er orðið úr honum, anganum litla. Ég skal gefa þér hann í brúðargjöf, ef þú kemur fram í dalinn og giftir þig þar. Hér hefurðu ekkert með hann að gera“, sagði Jón. „Það er ágætt, að þurfa ekki að ganga til kirkjunnar“, sagði Lína. „En hvernig í ósköpunum geturðu þekkt hestinn?“ spurði Anna. „Mér sýnist hann alveg eins og Fálki“. Jón hló og sagði: „Nema, að hann er næstum þriðjungi minni. Þú ert nú alltaf svoddan blessaður spekingur, þú þekkir rétt reið- hestana okkar og hann Skjóna hans Þórðar, af því að hann er tvílitur. En Lína er búkonuefni og bráðglögg á allar skepnur“. „En þeir eru þó alveg eins litir“, sagði Anna og virti hestana fyrir sér. „Það eru nú alltaf þessi ósköp með þig, að þú þekkir ekki hest frá kú, góða mín“, sagði hann með strákslegri ertni. „Þú ert þá kannske til með að leggja söðulinn minn á einhverja kúna, svo að þú getir sýnt sveitungum þínum, hvað ég er lítil búkona", sagði hún móðguð. Jón blíðkaði róminn: „Þú ætlar þó ekki að láta þér þykja fyrir, þó að ég segði þetta að gamni mínu?“ „Það hefur sjálfsagt verið sagt til þess, býst ég við“, sagði hún. Hún steypti yfir sig reiðpilsinu. Lína flýtti sér til hennar og hjálpaði henni að krækja því að sér. „Góða Anna“, sagði hún lágt. „Hann sagði þetta bara að gamni sínu“. „Við skulum ætla það“, sagði hún, og það var ekki laust við skjálfta í rómnum. „En ég vona, að þú munir, hverju þú lofaðir mér í vetur, þegar þú kvaddir mig?“ „Já“, sagði Lína. v Þær kvöddust köldum afbrýðiskossi. Jón lét konu sína í söðulinn. Hún sló í hestinn og þeysti burtu. Jakob sleppti taumun- um á hestum föður síns, kastaði kveðju á Línu og reið á eftir móður sinni. Lína horfði á eftir þeim raunaleg á svip. „Af hverju sagðir þú þetta við hana, Jón?“ sagði hún. Hann var að stíga á bak. „Hvernig átti mér að detta í hug, að hún tæki sér þetta svona nærri? Það er viðkvæmt konuhjartað, Lína mín. En þú skalt ekki vera hnuggin út af þessu. Það lagast á heimleiðinni“. Hestarnir vildu ólmir fara á eftir félögum sínum. Hann hélt sterklega við þá með annari hendinni; hina rétti hann Línu og þrýsti hönd hennar um leið og hann brosti innilega framan í hana. Svo þeysti hann burtu. Lína þurrkaði tárin úr augunum og horfði dreymandi í áttina, sem þau fóru. En hvað það var leiðinlegt, að Anna skyldi fara svona óánægð heim. Þá hlupu hestar með reiðverum hjá henni. Hún þekkti þá vel. Það voru gamalkunnir starfsbræður hennar frá Nautaflötum. Hún svipaðist betur um. Þórður var að loka réttinni. Hann var svipþungur. Vonandi hafði hann ekkert heyrt né séð. Reyndar var það ekkert, sem hún gat gert að. Hún gekk hálf hikandi til hans. „Þú ert hérna, góði“, sagði hún. „Ég sá þig ekki fyrr en núna“. „Nei, þú sást mig ekki, vegna þess að Jón var þarna. Hann á víst að standa á milli okkar, allt lífið út í gegn“, sagði hann reiður. „Ég var að horfa á hestana, en ekki hann“, sagði Lína vandræðaleg. „Og tárfelldir yfir þeim. Þú hefur haldið, að ég sæi ekki til þín“. „Ég gerði ekkert það, sem þú máttir ekki sjá“, kjökraði hún. „Mér þótti svo leiðinlegt, hvað Anna fór óánægð heim. Hún hefur verið mér svo góð. En hún tortryggir okkur ennþá, og það gerir þú líka. Og ég, sem var búin að hlakka svo mikið til, þegar sæi þig aftur“. Þá bráðnaði hann eins og vax í eldi. Hann tók hana í faðm sér og kyssti hana ákaft. Faðmlög hans voru óeðlilega föst, líkari glímutökum en ástaratlotum. „Þú hlakkaðir til að sjá mig, elsku stúlkan mín, og svo er ég svona vondur við þig, loksins þegar við finnumst. Það er af því, að mér þykir svo vænt um þig, Lína. Ég kvelst í hvert skipti, sem hann fer í kaupstaðinn. Þú ert svo mikill unglingur; en hann . . . .“ Setningin varð aldrei botnuð. Lína grúfði sig undir vanga hans og grét með þungum ekka. „Ég hlakka svo mikið til, þegar við förum að búa í Selinu. Ég ætla að verða þér góð, ósköp góð. Og þangað koma engir til okkar. Við erum ein“, kjökraði hún. „Náttúrlega koma einhverjir til okkar“, sagði hann hughreyst- andi. „Ekki erum við svo illa liðin í sveitinni, að enginn vilji koma í nýja bæinn okkar. Þú ert þó vonandi ekki að verða mannfælin í kaupstaðnum?“ „Ég vildi helzt vera þar, sem enginn sæi mig nema þú. Að minnsta kosti má Jón aldrei koma, svo að þú verðir ekki svona reiður. Ég er að verða svo duttlungalynd; það er líklega af því, að mér leiðist svo mikið". „Þú hefðir aldrei átt að ráða þig hérna“, sagði hann. „Ég gerði það til þess að vera nær þér“, kjökraði hún. „Ég vissi, að þá fengi ég að sjá þig aftur“. Hann tók súkkulaðistykki úr vasa sínum. Tíu króna seðli var stungið undir miðann. „Þetta er handa þér, góða mín“, sagði hann. „Einhvern tíma ætla ég að senda þér Skjóna minn, svo að þú getir riðið út að Háakoti til mömmu þinnar, eða eitthvað annað. Og svo skal ég aldrei framar vera svona kjánalega afbrýðissamur“. Þau kvöddust með mörgum kossum. Lína var orðin glöð. Þórður hafði með ást sinni hrakið burtu öll óveðursský í þetta sinn. Það myndi hann alltaf gera. Hún horfði brosandi á eftir honum. Hann leit við og tók hattinn ofan áður en hann hvarf alveg sjónum. „Vertu sæll, Þórður“, sagði hún við sjálfa sig, og gráturinn kom upp að nýju hjá henni. ,Ég vildi óska, að þetta ár væri liðið, og að við værum komin fram að Seli. Þar sér engin hvað ég er vond“. Með næstu ferð komu þrennir blásteinslitaðir sauðskinnsskór, með hvítum eltiskinnsbryddingum. Anna hafði sjálf gert þá, og látið fallega leppa innan í. Þar var líka bréf frá Þórði. Hann hafði sent það innan í til Sigga, eins og venjulega. Þetta var skrifað fyrir neðan kveðjuna: „Þegar Jakob sagði mér, hvað það hefði verið lítilfjörlegt, sem hleypti húsmóðurinni í svona leitt skap, skammaðist ég mín svo fyrir að vera álíka ímyndunarveikur, eða kannske verri, að ég hét því, að slíkt skyldi aldrei henda mig hér eftir. Heldur . . . .“ Eftir lesturinn braut Lína hugann um það, af hverju hann skrifaði ekki meira. Hvað var það, sem hann ætlaði heldur að gera en að vera reiður við hana. Hún skyldi spyrja hann að }Sví, næst þegar hún sæi hann. KAUPSTAÐARLÍF Eina kunningjastúlkan, sem Lína eignaðist í þessu nýja um- hverfi, var Silla Jóhanns. Foreldrar hennar bjuggu í torfbæ, skammt frá læknishúsinu. Þau áttu kú, sem var í sama húsi og kýrin, sem Lína þurfti að mjólka. Þess vegna kynntist hún Sillu strax. Þetta var skemmtileg stúlka, glaðlynd og símasandi, og hún sagði svo mörg skrítin orð, sem Lína hafði aldrei heyrt fyrr. „Þú mátt vera viss um það, góða mín“, sagði hún strax fyrsta morguninn, „að þú hefur verið heppin. Hún frú Svanfríður er ágætis húsmóðir. En hann er nú svona hálf merkilegur og óþjáll í viðbúð, og þú átt heldur lítið saman við hann að sælda. Og krakka- angarnir eru ágætir. Svo skaltu bara reyna að láta þér ekki leiðast; það kemur svo oft fyrir stúlkur, sem eru ekki vanar kaupstaðar- lífinu. Ég rek kúna frá fyrir þig með kýrbrenglunni okkar. Það hef ég alltaf gert, og svo kem ég henni í fjósið fyrir þig á kvöldin“. Þetta var mikill greiði. Línu fór strax að verða vel við hana. Þegar hún hafði rekið kýrnar kom hún alltaf inn í eldhúsið til Línu og drakk morgunkaffið. Minna mátti það ekki vera. Eftir það sat hún lengi, og sagði Línu ævisögu flestra Ósbúa á nokkrum dögum. En Lína hafði ekki mikið gagn af því, vegna þess að hún þekkti svo fáa. Oft kom það þó fyrir, að skrækróma kvenmannsrödd heyrðist inn um gluggann: Silla mín! Silla mín! Hvað í ósköpunum ertu að hugsa? Heldurðu að það þurfi ekkert að éta í dag?“ Það var móðir hennar, sem var að kalla úr kofadyrunum. Hún var fötluð og gekk við hækju. Línu var það óskiljanlegt, hvernig Silla gat fengið sig til þess að sitja masandi annars staðar, en láta þennan vesaling vera einan í kofanum. „Ó, veslings gamla hróið“, sagði þá Silla. „Henni er farið að leiðast eftir fiskinum. Þá fer hún að staulast út í dyrnar“. Svo þaut hún eins og örskot ofan á bryggju og kom von bráðar með fisk í hendinni. Stundum kom Siggi að glugganum og skrafaði við Línu, en hann fór aldrei inn í húsið. „Finnst þér ekki hræðilega leiðinlegt að vera hérna? Ég vildi óska, að ég hefði aldrei farið úr blessuðum dalnum“, sagði hann óánægjulegur á svip. „Það læt ég allt vera“, sagði Lína. „Ég held, að ég ætli svona hér um bil að sleppa við óyndi. Við flytjum okkur bæði fram í dalinn næsta ár“. „Er þetta kærastinn þinn, Lína?“ spurði Silla. Hún hafði setið í eldhúsinu, þegar þau töluðust við gegnum gluggann. „Nei“, sagði Lína hlæjandi. „Það hefur hvorugu okkar dottið í hug“. „Svo; hann er þó anzi „kókett“ til þín sýnist mér. Auðvitað leiðist honum, strákgreyinu, eins og öllum, sem eru í þessu húsi, hjá honum Kristjáni kaupmanni. Þú skalt vara þig, Lína mín. Frú Matthildur hefur þann sið, að reyna alltaf að ná stúlkunum héðan með því að bjóða þeim hærra kaup. Henni finnst frú Svan- fríður alltaf hafa betri stúlkur, af því að hún lætur svo vel af sínum stúlkum, og þær eru ánægðar hjá henni. Það er líka sífelldur rígur á milli þeirra, svona undir niðri. Einu sinni kom Siggi með bréf frá Þórði. Það hafði komið innan í bréfi til hans. Hann rétti bréfið inn um gluggann, og sagði með málrómi Þórðar: „Þetta var ég beðinn að fá þér, Lína“.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.