Lögberg - 10.02.1955, Page 2

Lögberg - 10.02.1955, Page 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 10. FEBRÚAR 1955 Áramótaræða forseta íslands Herra forseli Ásgeir Ásgeirsson Flutt að Bessaslöðum 1. janúar, 1955 Góðir íslendingar. Við hjónin óskum yður öllum, hverjum fyrir sig og þjóðinni í heild gleðilegs nýárs og þökkum gamla árið. Okkur hefir verið það til mikillar ánægju að marg- ir hafa heimsótt okkur hér á Bessastöðum á hinu liðna ári af öllum stéttum þjáðfélagsins. Þá vil ég sérstaklega þakka öllum þeim, sem komu, sendu mér skeyti, kvæði og gjafir á sextugsafmæli mínu síðastliðið vor. Það var meiri mannfjöldi en ég gat búizt við eða get náð til. Oss er öllum svo farið, að fátt gleður meira en góður hugur og góðar óskir. Velvild og samúð styrkir og hressir. Maður er manns gaman. Hafið þér öll inni- lega þökk. Á síðast liðnu ári höfum við einnig haft tækifæri til að ferð- ast meir og víðar en áður, og vil ég þá fyrst minnast á Norður- landaförina. Hinn fyrsti forseti fslands, Sveinn Björnsson, taldi það skyldu að opinber heimsókn væri gerð af hálfu hins nýstofn- aða íslenzka lýðveldis til Norður landa, þótt honum, sakir van- heilsu, auðnaðist ekki að koma því í framkvæmd. Ég var sömu skoðunar, og hafi nokkuð vantað á um fulla sannfæring um nauð- syn þessarar farar, þá var það horfið í ferðalok. Almenningi er kunnugt um þessa för, og veit að slíkar ferðir eru alþjóða venja, og engum er nauðsynlegra en nýstofnuðu ríki, að bregða ekki þar af. Vér íslendingar höfum skilið við Dani samkvæmt samn ingi og fellt niður hið sameigin- lega konungdæpii. Ég tel því vel farið að það bjargaðist fyrir tíu ára afmæli lýðveldisins, að þjóð- irnar tókust í hendur, bróður- lega og af heilum hug. Sama er að segja um viðtökurnar í Sví- þjóð og Finnlandi; vér fslending- ar getum fagnað þeim með stolti ungs manns, sem er nýorðinn myndugur. Aldrei hefir meira verið ritað í blöð um hið nýja ísland og hið forna, atvinnulíf, bókmenntir og þjóðmenning, flest af nákvæmri þekking og allt af mikilli velvild. Þjóðirnar tóku þátt í þessum fagnaðar- fundi og börnin teiknuðu ís- lenzka fána í skólunum og veif- uðu þeim, glöð og brosandi. Það féll í hlut okkar hjónanna, að vera fulltrúar íslands. En vissu- lega giltu móttökurnar ekki okkur persónulega. Þær voru ávarp og kveðja til hinnar ís- lenzku þjóðar og árnaðaróskir til hins unga lýðveldis. Þjóð- irnar eru einstaklingar hver gagnvart annarri, og grasið má ekki gróa í götunni. Ungt og fá- mennt lýðveldi á að gera sér far um, að knýta fastar vináttu- böndin í allar áttir. Þetta var skylduför, eins og ég sagði, en þar fyrir sannarlega ekki óljúf. Skylda og áhugi falla oft saman, og því oftar því betur. En ef ég á um að velja, þá ferð- ast ég nú orðið heldur innan lands en utan. Það ber margt til, sem oflangt yrði upp að telja. Meðal annars á ég enn ófarið um nokkur héruð, þó víðast hafi ég komið einhvern tíma. Það er og ákvörðun okkar, að heim- sækja öll lögsagnarumdæmi á þessu kjörtímabili, sem er yfir að ráða, þó viðkomustaðir verði færri en skyldi. í sumar sem leið gafst okkur tími til að fara um mestallan Norðlendinga- og Austfirðingafjórðung. Þ e s s a r ferðir voru okkur til óbland- innar ánægju. Og það er furða hve mikið vinnst með stuttri viðdvöl og skjótri yfirferð, þeg- ar hægt er að byggja á gömlum kynnum, víða hvar. Náttúran, byggðin, fólkið, atvinnulífið og afkoman blasir alstaðar við og heildarsvipurinn verður furðu skýr í endurminningunni. Ég nota þetta tækifæri til að flytja þessum héruðum og íbúum þeirra innilegar þakkir fyrir ógleymanlega daga. Náttúra vors lands er býsna sérstæð, barnið og unglingurinn lítur á hana sem sjálfsagðan hlut eins og móður og föður, mat og drykk. En hún síjast inn í sálina, og hugurinn kemur til að bera „síns heimalands mót“. En sá sem fer um önnur héruð og lönd eða eldist, honum opn- ast sýn þegar hann kemur aftur á fornar slóðir. Ég hefi komið í þau lönd, þar sem mér finnst allt áþekkt, þó farið sé um lang- ar leiðir. Og hvaða erindi er það þá, að flytja sig úr stað? Máske hraðinn og hreyfingin, sem allt af er nokkuð — og svo auðvitað að hitta nýtt fólk. En hér á Is- landi skiptir um svip á skammri leið og formin og litirnir taka á sig allar myndir og blæbrigði. Loftið er svo tært og svalt — einkum eftir stórrigningu. Og alltaf er gott að anda því að sér. Loftið er ein sú guðsgáfa, sem allir eiga jafnt og ekkert kostar, og því stundum lítils metið. En það hefi ég fundið við að koma frá heitu landi og röku um þrjú þúsund mílna veg á sautján tímum, að slagveðursrigning á íslenzkum flugvelli, var hrein- asti lífgjafi og guðsblessun. Þetta lofslag er heilnæmt fyrir alla menningu, hugsaði ég. Og þó veit maður það ekki fyrr en maður hefir reynt annað. Og svo er þetta loft svo blátært fyrir augað, og sólin og skýin, ljósið og skuggarnir gefa hinu stór- brotna landslagi ótrúlega til- breyting. Skáldin og málararnir hafa fangað sumt, og verk þeirra veita oss mikla nautn í skamm- degi innan fjögra veggja. Þeir auka oss skilning en gera þó ekki betur en skaparinn. Vér eigum ekki að bera listaverk saman við ljósmyndina, sem missir margs, heldur við náttúruna, og þá verður flestra hlutur smár.. Margra heiður vex að vísu af því, en sumra verður skömm að meiri. Ég segi ekki meir um náttúrú Islands að þessu sinni og vísa til skálda og listamanna, en gott þótti mér í sumar að sjá aftur Herðubreið frá Möðrudal, inn við öræfi og suður á Vatna- jökul, og Hallormsstaðaskóg inn á Snæfell yfir blómlega sveit. Þessa naut ég með rentu frá jjinglingsárunum. Ég er þakk- látur fyrir það, að ég komst þá langt og víða um landið í at- vinnuleit, en í þá daga var það bara velstætt fólk hér í Reykja- vík, sem á sumrum fór austur fyrir heiðar og þótti gott fyrir al- menning, að fá einn útreiðartúr upp í Mosfellssveit eða gangandi í berjamó upp í öskjuhlíð. En guði sé lof, hve margt hefir breytzt. Fyrir flestum var þá Hallormsstaðaskógur, Ásbyrgi, Gullfoss og Geysir bara til í kvæðum, að ég nú ekki nefni hinar breiðu byggðir og afdali, en nú þjóta bílar eftir öllum vegum, sem teygja sig svo víða, að það er næsta ótrúlegt hvað þingmenn og þeirra starf er stundum vanmetið. Aldrei hafa fleiri íslendingar séð meira af landi sínu en nú. Bændur og bóndakonur fara á milli héraða, að ég nefni ekki sumarferðir kaupstaðafólksins. Þetta er gott og hlýtur að tengja okkur fast- ar saman. Ég er bara hræddur um að bíllinn fari of hratt yfir. Bíllinn er farartækið, og útsýnið gott, en svo tilbreytilegt, að at- hyglin og umhugsunin þolir ekki heilan dag á hendingsferð. Það má sakna hestsins, gæðing- anna og gamalla daga, og margt er rétt um það. En ég fyrir mitt leyti sé ekki eftir gömlu Bleik og hnakkpútunni. Það var ekki heldur í þá daga öllum veitt það bezta. En nú held ég að það þurfi frekar að hægja á sér, nota ekki öll hestöflin, heldur meir áfangana. Náttúra íslands og allar hennar minningar heimta að vér setjumst niður á hverj- um sólskinsblett. En sólskins- blettirnir er öll náttúrufegurð- in, býlin, fólkið og fortíðin, sem rifjast upp. En landið er ekki tómir gamlir sögustaðir. Sagan gerist enn í sveitum, þorpum og kaupstöð- Um. Vér'sem nú lifum erum ættjörðin. Gætum þess í öllum okkar deilum, að ættjörðin setur þeim takmörk. Forfeður vorir, hinir elztu, kunnu grein á drengilegri baráttu og berserks- gangi, og þær hinar fornu reglur myndu hrökkva oss langt í öllu voru orðaskaki, ef vér héldum þær í heiðri. Á bak við var ein- hver óljós tilfinning um það, að takmörk eru fyrir því, hve langt má ganga án þess að þjóðfélag- inir sé stefnt í hættu. Og þó ekki einungis þjóðfélaginu, heldur og einstaklingum og heimilum, sem eru undirstaða frjáls þjóð- félags. 1 þessu éfni höfum vér Islendingar langa og merka erfðasögu bæði að varðveita og koma til meiri þroska. Það er margt, sem vér þurfum að varðveita, máske ekki sízt vegna þess, hve miklar breyt- ingar eru á orðnar. Margt er nú breytt við sjávarsíðuna, og einn- ig í sveitum. Ég gat þess, að ég sá Herðubreið aftur í sumar. Þá miklu fjallkonu vantar sitt skáld. Hún er á við fossana og öll firnindi, sem skáldin hafa kveðið um. Þegar ég var í Möðrudal, kaupamaður, við gott atlæti og tólf krónur um vikuna, auk víðáttunnar, stóðsins og fjallasýnarinnar á hverjum björtum degi, þá var þar ein útlend rakstrarvél, sem við beittum hesti fyrir, hið mesta þing. Ekki man ég að ég hafi séð aðra landbúnaðarvél, nema tað- kvarnir, fyrr eða um langt skeið síðan. Þá var vegalaust og bændur töluðu um vegabætur, svo hægt væri að flytja kol svo ekki þyrfti lengur að brenna taðinu, heldur væri hægt að nota það til áburðar og nýrækt- ar. Nú eru vegirnir komnir og margs konar nýjar vélar til margra hluta, húsagerð og aðrar framkvæmdir eru bylting. Frið- samleg sístarfandi bylting og landnám. Ég hefi þar til saman- burðar fjörutíu og fimm ár. Austfirðir til dæmis fengu seint góðar samgöngur, og víða vant- ar rafmagn, en þetta er hvort- tveggja höfuðstoðir framtíðar- innar. Sveitir Islands eiga mikla framtíð. Moldin er góð og menn- irnir. En sárt svíður það hvað bóndinn og konan eru viðbund- in, og geta ekki tekið sér frí- stund frá mjöltum og gegning- um. Það er haftið á okkar sveita- fólki, hvað sem við má gera. Ekki get ég séð, að veruleg barátta sé milli sjávar og sveita, nema um fólkshald. Bæir eru markaður fyrir afurðir sveit- anna og framleiðendur iðnaðar- varnings og útflytjendur sjávar- afurða, báðum að gagni. En þó að landbúnaðurinn, sjávarút- vegurinn og iðnaðurinn sé allt eðlileg verkaskipting frá gamla tímanum, sem hét og var sveit meðan engir kaupstaðir voru til, þá er að minnsta kosti eina skuld að gjalda fyrir alþjóð til allra sem nú búa í sveitum. Þá skuld þekki ég vel, það eru fóstur- launin. Síðan um aldamót hefir öll fólksfjölgunin lent í kaup- túnum og kaupstöðum, og þó heldur fækkað í sveitum. Fram- leiðslan þar hefir þó aukist stór- lega, og margir eru þeir enn, sem í sveitunum slíta sínum barnaskóm. Og fleiri þó, sem eiga sveitunum að þakka gott uppeldi. Ég fór í haust til að sækja tvo drengi af fjalli — ég má kalla það svo, því að kindur eru reknar á fjall og kaupstaða- strákar sendir í sveit. Annar pilt- urinn sagði við mig: „Hvaða vit er í þessu, að ég eigi að fara í skóla í Reykjavík, en gæti gert gagn hér í sveitinni? Ég hafði ekki búist við þessu, en þótti vænt um. Og það rifjaði upp fyr- ir mér eitt vort vandamál. Vor þjóð er á millistigi. Göm- ul þjóð með nýjum kauptúnum og stórbæjum. Ungt og fullorðið fólk flytur í bæi. En börnin, sem komast aftur í sveit, fá þar sinn bezta leik — og starfsvöll. Þar er heimilið heild, ekki bara til að borða og sofa, heldur um allt dag legt starf. Sú hin mikla verka- skipting nútímans er góð fyrir fullorðna og afkomu fjöldans. En hún er ekki eins góð fyrir upp- eldið. Bæjarlífið getur verið gott, og þarf að vera það, nú þegar vex upp kynslóð, sem hvorki þekkir sveit eða sjó nema eitthvað sé að gert. Sú kynslóð er ný í okkar þjóðlífi, og mikils- vert að hún geti fest rætur með einhverju móti í gamla tíman- um. Ég er ekki hræddur við ungu kynslóðina. Hún er ekki verri en unga fólkið var áður, og raunar hávaxnari og háleitari en sú eldri var. Hin unga kynslóð gerir alltaf nokkura uppreisn gagn- vart þeirri gömlu. Því segja öld- ungarnir, að heimur versnandi fari og samt miðar áfram, og þó bezt ef vér getum varðveitt nokk uð af gömlum uppeldisvenjum. Sveitin og stjórinn veitir það bezta uppeldi við hliðina á skóla- göngunni. Engin stofnun er ein- hlít. Ekkert getur komið í stað- inn fyrir heimilið, og þá helzt það heimili, sem veitir þroskandi starf við hliðina á leik. Leikur barnanna er eftirlíking á störf- um hinna fullorðnu, og þarf að breytast yfir í raunhæft starf svo lítið beri á, þar til unglings- árin taka við og ábyrgðin. Því stærri sem bæirnir eru, því meir eru þeir hjálparþurfi um uppeld ið. Það er líkast því, að uppvax- andi kynslóð þurfi að lifa alla þroskasögu mannkynsins áður en vélaöld fullorðinsáranna tek- ur við. Hér er mikið samstarf nauðsynlegt milli bæja og sveita, og skylt að gjalda sveitunum fyllstu þökk fyrir uppeldi og gestrisni. Það má vera að sveita- fólki hafi stundum hin síðari ár fundist að gildi sveitanna fyrir þjóðarbúið og þjóðmenning, væri vanmetið. En slíkt þarf ekki að óttast, þegar til lengdar lætur, og stundarvélgengni villir ekki lengur sýn. Landbúnaður- inn stendur föstum fótum í á- liti, sögu og framtíð þjóðarinnar. En vér lifum á vélaöld með öllum þeim afleiðingum, sem því fylgir að hverfa frá frumbýlings hættinum. Og í flestum greinum getum vér fagnað þessari starfs- byltingu. Handaflið við orfið og árina, skófluna og hjólbörurnar hrukku skammt til að vinna Is- lands náttúruauð. En með mót- ornum og rafmagninu breyttist öll aðstaðan á ótrúlega skammri stund. Þá kemur í ljós, að Island er, með ströndum fram og langt á haf út, vísast jafngott hverju öðru landi þegar rétt og vel er á haldið. Moldin er mjúk og frjó- söm, þegar hún er komin í rækt, og grasið jafngott þeim ræktun- arjurtum, sem meir láta yfir sér. Það er ekki ofmælt í upphafi, að það drýpur smjör af hverju strái. Stórtækar vélar grafa nú skurði og slétta þúfurnar, og það stefn- ir ört að því marki, að ræktun komi í stað beitar. Slátturinn, sem var áður aðalsumarstarf allra karlmanna er orðinn ígripa verk, og réttar aðferðir eru fundnar til að létta stórlega hey- verkunina og tryggja heyfeng- inn í óþurrkatið. Afurðirnar hafa annað matarþörf lands- manna og það stefnir óðum að auknum útflutningi. Sömu sögu er að segja til sjá- varins. Landhelgin er stærri og nýtízku bátar og togarar ná víð- ar til fiskjar en áður var kleift. Ruslfiskurinn, steinbíturinn og trosið er orðið jafn verðmætt og málfiskurinn og karfinn hefir bæzt í hóp nytjafiska. Skreiðin skipar aftur sitt forna virðingar- sæti og frystingin vinnur mark- aði, sem áður voru ekki til allt frá Moskva til San Francisco. Vísast eru hvergi framleiddar fleiri máltíðir á dagsverkið, og merkaðurinn þenst líka út við vaxandi frystitækni í öllum lönd um, því nýmetið fellur öllum vel í smekk. Ég má ekki ljúka svo við véla- öldina, að ég nefni ekki rafmagn ið, ljós, orku og yl hinna blá- hvítu fossa. Það eru okkar hvítu kol, og vafalaust hollara heimil- um, iðnaði og þjóðmenning en hin svörtu voru sínum þjóðum. Rafmagnið hefir fært nýtt líf í útkulnaðan iðnað, lýsir skamm- degið og rekur kuldann á dyr. Það er vissulega ekki að ástæðu- lausu, að rafmagnsmálin eru nú einhver hin stærstu í öllum hér- uðum landsins, og engin byggð getur hugsað til þess, að vera af- skipt til langframa. Þó er saga Hvernig furðulegt dráttarafl Fergusons getur sparað yður fé Vissulega getið þér búist við miklu dráttarafli af þungri og stórri dráttarvél, en hvernig getur 2500 punda Ferguson haft það. Ferguson dráttarvél þarnast ekki ofurþyngd- ar „í sjálfri sér“ til þess að draga þung æki. Þyngd tækisins og afl moldarinnar er verkar á tækið færist yfir til vélarinnar — eykur þyngd- ina á afturhjólunum og veitir aukið dráttarafl. Alt þetta veldur sparnaði. Þér greiðið ekkert fyrir óþarfa orku eða ástæðulausa þyngd; við- hald og eldsneyti teljast til lámarks. Áður en yður grunar hefir inneignin í bankanum stór- aukist. Þér þurfið ekki að fara eftir vorum eigin orðum. Sannfærist af reynslunni við notkun Ferguson dráttarvélar á býli yðar, og þér finnið til undrunar yfir því, að hafa ekki ávalt átt Ferguson dráttarvél. 7-feta Ferguson ræktar 15 til 20 ekrur á dag. Undirber sáÖlendiS, heldur þvl röku og varnar illgresisgrðöri, á ðdýran hátt. Fjaöratindarnir á Ferguson-tækinu spara tlma viö aö yrkja grýtta og rótbundna mold. Ferguson stillir sjálfkrafa dráttarafliö, þannig aÖ þegar Ferguson Skífu Herfið fer um ðslétta jörö hægir vélin á sér og aukaþyngd leggst á afturhjðlin, er eykur dráttarafliö. Einföld, einnar mlntltu þriggja hreyfinga-aöferö. Massey-Harris-Ferguson Toronto, Canada LIMITED

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.