Lögberg - 10.02.1955, Page 6

Lögberg - 10.02.1955, Page 6
6 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 10. FEBRÚAR 1955 J" ' - ' '"l GUÐRÚN FRÁ LUNDI: DALALÍF ^— ---------------------r Hún tók við bréfinu og sló eins fast og hún gat á hendina á honum: „Skammastu þín, óhræsið þitt“, sagði hún, en var þó ekki reið. Þá skellihló hann: „Ég mátti til með að sjá þig roðna, því að þér fer það svo vel. Þú ert lánsöm, Lína mín. Ég skal heimsækja þig oft, þegar þú ert orðin húsfrú í Seli“. Svo las hún bréfið, þegar hann var farinn frá glugganum. Það var bæði langt og ástúðlegt. Hann sagði henni frá því, að hann ætti tvö ákaflega falleg folöld, og svo sagði hann henni hvað hún ætti mörg lömb og hvernig þau væru lit. Það var búmaður og fjármaður, sem hafði skrifað þetta bréf. Þar að auki gat hún lesið umhyggju og vonarsælu út úr hverri línu. „Það er ég viss um, að nú hefurðu fengið bréf frá kærastanum“, sagði Silla þegar hún kom inn og sá umslagið á borðinu. „Þú ert getspök", sagði Lína hlæjandi. „Er það? Hef ég séð hann?“ spurði Silla. „Sjálfsagt nokkrum sinnum“. „Viltu segja mér hvað hann heitir?“ spurði Silla forvitin. „Ekki núa“, sagði Lína, „kannske einhvern tíma seinna“. ' En hún sagði henni það aldrei. Hún sá það betur og betur, að Silla var ekki ákjósanleg að öllu leyti. Henni geðjaðist ekki eins vel að henni og áður. Hún sá, að hún vanrækti algerlega að hugsa um heimilið, en randaði hús úr húsi með fréttir og stóð í búðunum til þess að sjá, hvað væri selt og keypt. Einu sinni hafði Lína komið inn í bæinn til móður hennar. Daginn eftir sagði hún við Sillu: „Þú þarft að vera meira heima, Silla mín. Ég kenni í brjósti um hana mömmu þína, að vera svona ein. Hún er svo mikill aumingi“. „Elskan mín góða, það er ómögulegt fyrir nokkra manneskju að vera nálægt henni, sem ekki er alveg heyrnarlaus. Hún suðar eins og fluga og nöldrar eins og tíræður karl „hvað ofan í samt“. Ef þú heyrðir það, Lína mín, mundir þú ekki vera hissa á því, þó að ég reyni að stytta mér stundir með því að masa bæði við þig og aðra“. „Ef ég ætti svona móður, þyrði ég aldrei að yfirgefa hana. lÉg skyldi láta líta vel út í kringum hana“. „Já, já, ég skil þig, væna mín. Þér hefur orðið óglatt af því, að ekki var eins fínt og pent í kofanum okkar eins og í læknis- húsinu. Vonandi hefurðu ekki kastað upp á eftir. En ég er nú ekki fædd með gólfkúst í annarri hendinni, en þvottadulu í hinni, eins og þú. Þið vitið nú líka af því, þessar „flínku“ dömur. Þú skalt bara líta til mín hornanga, gæzkan. Ég er ekki viðkvæm“. Lína vildi helzt ekki styggja Sillu, því að henni var vel við hana, og lét því sem hún heyrði ekki þykkjuna, sem var í rödd hennar, en spurði þýðlega: „Er langt síðan hún meiddi sig svona?“ „Já, það er svo langt, Lína mín, að þú og þínir líkar væru orðnir dauðþreyttir á því að stjana við hana og hlusta á hana“, svaraði Silla og vatt sér út með mjólkurfötuna. Þann morgun kom hún ekki í morgunkaffið til Línu, heldur fór hún ofan í næsta hús, sem var heimili Sigga. Hún þekkti vel eldhússtúlkuna þar; hún hét Helga. Innistúlkan var nýlega komin úr Reykjavík, og leit smáum augum á flest í þessu litla „þorpi“, en svo kallaði hún kaupstaðinn. „Góðan daginn!“ sagði Silla þegar hún hafði bankað. Siggi var rétt við dyrnar og opnaði. Helga var að byrja að kveikja upp eldinn. „Það er mikið að þú sést, Silla“, sagði hún. „Það er engu líkara en að þú sért heitbundin þessari blessaðri perlu, sem komin er í nágrennið, þessari Línu. Það er nú meiri manneskjan. Frú Matthildur hefur hana bara eins og hvert annað „hrís“ á okkur allan daginn. Strax á morgnana, þegar ég er hálf sofandi, kemur hún syngjandi inn til okkar: — Þið vaknið aldrei. Blessaðar, reynið þið að fara að rífa upp augun. Lína hjá lækninum er búin að kveikja upp; það er langt síðan fór að rjúka hjá henni. Hún kemst líka í rúmið á kvöldin, en hangir ekki á snakki við sjóstráka, eins og þið“. „Almáttugur!!“ sagði Silla. „Hún fer bara upp með á kvöldin, svo að enginn sér hana, eða þá að hún situr uppi á herbergi og saumar. Hún saumar fyrir móður sína utan um systkini sín, og hún saumar fyrir læknisfrúna, sá ég var um daginn, utanyfirbuxur á Herbert. Hún er afarvel verki farin, það er ég búin að sjá. Stundum er hún að hekla“. Helga hermdi eftir húsmóður sinni og sagði, að það yrðu allar stúlkur svona flínkar, sem búnar væru að vera á Nautaflötum; allt er svo gott, sem þaðan kemur, nema ef það skyldi vera Siggi“. Hún horfði út undan sér til Sigga, sem sat fram við dyr hálf ólundarlegur á svip. „Reyndu heldur að láta kaffið hitna, en að vera að þvæla þetta. Það er hastarlegt að fá ekki kaffi, þegar maður er búinn að vera á sjó alla nóttina“. „O, ætli að þú sért ekki búinn að drekka kaffi hjá Rósu Björns, eins og stundum áður“, sagði Helga. „Það hefur sézt til þín, karl minn“. Þá fór Siggi að hlæja. „Það má víst hver og einn sjá til mín, hvar sem ég fer. Ég stel engu“. Villa kom hálfsofandi niður stigann: „Er hún hætt að syngja lof og dýrð yfir Línu hjá lækninum?“ spurði Helga. „Hún yrði ekki svona hátt skrifuð, ef hún væri hjá henni sjálfri. Hún segist nú svei mér skuli ná í hana næsta vor. Það er ágætt. Hún hangir þá ekki á okkur til að biðja okkur að vera kyrrar“, sagði Helga. „Er hún eitthvað slæm á geðsmununum núna, hún „Frúsa?“ sagði Siggi. Hann hefur líklega verið kaldlyndur við hana í nótt, sá gamli. Hann er svo vondur í skapinu núna í kauptíðinni. Karlarnir jarma líka alltaf á honum með peninga, en hann er hálf sár á þá“. „Það svíkur nú engan, að biðja hann um peninga. Ég er búin að gera þrjár atrennur að því að fá peninga fyrir sjali, sem fæst niðri í Þorsteinsbúð, en hann bendir bara á þessar gráskellóttu sjalskræpur, sem alltaf liggja í skápunum hjá honum sjálfum. Þau eru búin að liggja þar í mörg ár“, sagðf Helga. „Það er einhver munur eða hún Lína; hún hefur tvívegis komið með tíu króna seðil ofan í búð og fengið þeim skipt í .smátt. Hún hampar varla peningunum þannig, ef hún fer hingað“. „Lína á nú líka hauk í horni“, sagði Siggi, þar sem hann lá hálfsofandi fram á eldhúsborðið. „Hún fer heldur varla hingað eftirleiðis, svo mikið veit ég; enda myndi henni bregða við hús- bændurna, eins og mér. Hún verður varla í vandræðum með samastað“. „Hvað segirðu, Siggi?“ sagði Villa. „Á hún kannske kærasta- stubb einhvers staðar? Hvað heitir hann? Segðu mér það, góði bezti. Ég skal engum segja það. Hef ég kannske séð hann? Kannske það sért þú sjálfur? Þú ferð svo fjandi oft að eldhúsglugganum til hennar“. Siggi fékk ofsalegt hláturskast. „Nú kannske tekurðu að flissa eins og fífl“, sagði Villa gremju- lega. „Eklji get ég hlegið svona, þó að mér væri borgað fyrir það. Ert þú kannske sá lukkulegi? Ég gratúlera! Þú færð svei mér laglega konu, karlinn. Segðu mér nú eins og er, Siggi minn. Hvað heitir hann?“ „Ég hef aldrei sagt, að Lína ætti kærasta“, sagði Siggi, þegar hann gat komið út úr sér orði fyrir hlátri. „Það varst þú, sem varst að búa til einhvern „stubb“. Og ekki er ég annars vegar. Mér nægir að eiga Rósu mína“. „Ég á nú bágt með að trúa því, að hún Lína, eins fíngerð stúlka og hún er, fari að taka að sér einhvern moldarbúann í sveitinni. Því að hvergi eru öðruvísi húsakynni hjá ykkur hérna á Norðurlandi. Heldur skyldi ég láta hengja mig en að búa í svoleiðis grenum“, sagði Villa merkileg á svip. „Mér heyrist nú stundum að þú sért ekki vel ánægð yfir því að búa hérna í þessum timburhjalli. En Lína getur þrifið torfbæ svo, að hann verði vistlegur; og ekki þarf hún að kvíða fátæktinni“. „Það er aldrei að hún eigi græna skóga í vændum eftir þínum dómi“, sagði Helga. „Hún er víst prýðilega þrifin, alltaf tandur- hrein eins og hún sé að „strjúka lín“, enda heyrist það stundum hjá frú Matthildi. Það er nú meiri dýrgrjpurinn. Ég held, að henni þykji svona mikið til hennar koma, vegna þess að hún hefir verið hjá Jóni hreppstjóra. Hefurðu ekki tekið eftir því, Siggi, hvernig hún „blikkar“ hann stundum. Það er svona dálítill munur eða þegar hún er að tala við „karlinn“, sagði Helga og hló dátt að fyndni sinni. „Haltu þér saman, Helga mín, og hugsaðu um að reyna að láta hitna á katlinum. Ég legg ekki eyrun að svona þvaðri“, sagði Siggi. „Mér heyrast fleiri en Helga taka eftir því“, greip Villa fram í. „Ég ætlaði líka að fara að segja það“, gall við í Sillu. „En það er nú líklega með Sigga eins og Línu, að hann má ekki heyra það nefnt, að hann sé nokkuð laus á kostunum, maðurinn sá. Það er nú meira dálætið, sem hún hefur á honum, og víst öllum þarna á Nautaflötum. Það eru í hennar munni hreinustu gimsteinar og perlur“. „Mér heyrist samt, að hann hafi þótt heldur brokkgengur, og sé það kannske ennþá“, sagði Villa. „En konan hans. Almáttugur, hvað hún er himnesk! Ég vildi gefa árskaupið mitt fyrir helminginn af hárinu hennar. Það er óhugsandf? að nokkur maður geti litið utan hiá svona indælli manneskju. En hver veit? Fjandinn hafi karlmannstryggðina. Hann er líka sæmilega glæsilegur sá maður“. Siggi seildist til Villu og greip utan um hálsinn á henni að aftanverðu. „Þetta köllum við sjóararnir „steinbítstak“, og ef þú ekki þegir, skal ég láta þig finna til“. „Hverslags déskotans hrottaskapur er í þér, strákvargur. Ertu að hugsa um að hengja mig? En þær járnklær. Slepptu mér! Heyrirðu ekki, að frúin er að hringja, asninn þinn?“ sagði hún. „Ekki er hún að hringja á mig“, sagði hann hlæjandi. „Nei, auðvitað er það kaffið, sem hún vill fá. Helga! Almátt- ugur! Ertu ekki farin að hella á könnuna ennþá? Og þar hringir hún aftur. Þú verður að hella ósoðnu á í þetta sinn, stelpa, segi ég“. Villa lét pörin og brauðfatið á bakkann. „Það þykir eitthvað að þessu kaffinu", tautaði Helga. „Svona, reyndu bara að flýta þér. Það er allt betra en að hún verði stjörnuvitlaus“. Það var hringt í þriðja sinn, en þá var kaffið komið í pörin. „Almáttugur! Nú fæ ég það“, sagði Villa og hóf gönguna upp stigann. „Nú, jæja“, sagði Siggi, „loksins kemur þá kaffið ósoðið. Hvað skyldi blessunin hún Borghildur mín segja um svona kaffi?“ „Það er nú ein perlan þarna á Nautaflötum, þessi Borghildur“, sagði Silla, „eða svo heyrist mér, þegar Lína er að minnast á hana. Hún Lína hefur líka komið sér bærilega þar. Húsfreyjan bara stórgefur henni“. „Það er gaman, að vera svona ákjósanleg“, sagði Helga tóm- lega. „Þú drekkur kaffi með mér, Silla; mér finnst svo langt síðan þú hefur komið“. „Mér finnst, að þú ættir að láta það ógert að bjóða ókunnugum svona skólp“, sagði Siggi. „Ég sé eftir, að ég skyldi eyða tímanum í að bíða eftir því“. „Mér veitti víst ekki af því að fara til þessarar Borghildar þinnar til að læra að búa til kaffi“, sagði Helga móðguð, þó að hún fyndi það sjálf, að kaffið var andstyggilega vont. MAÐUR OG KONA I PARADÍS Lína! hugsaði um það í marga daga, hvað það hefði verið, sem Þórður átti óskrifað. Henni fannst þetta svo líkt því, að það væri hótun. Hvað ætlaði hann heldur að gera en að verða afbrýðis- samur eða ímyndunarveikur, eins og hann kallaði það. Hún minntist áfloganna veturinn áður, þegar allt ætlaði um koll að keyra. Hún ein vissi, hvers vegna Þórður lét eins og hann væri vitlaus. Hún einsetti sér að binda endi á þetta ástalíf við hrepp- stjórann. Næst, þegar hann kæmi, ætlaði hún að fara upp á loft og láta sem hún væri ekki heima. En svo þegar laugardagurinn var runninn upp, gat hún ekki stillt sig um að vera sífellt að gæta niður að hestaréttinni, hvort hún sæi hann ekki koma þeysandi, sveifla sér af baki og láta hestinn sinn inn í réttina. En hún sá hann aldrei. Það var ágætt, að hann kom ekki. Þá þurfti hún ekki að vera óróleg þennan daginn. Hún var farin að raula lag, þegar læknirinn kallaði til hennar að koma með viský og sódavatn. En þegar hún kom inn með flöskuna, sat „hann“ þar inni; og hann heilsaði henni brosandi, en þá fékk hún titring fyrir hjartað eins og vant var, og viljaþrekið hvarf að mestu. Hún þurfti ekki annað en að sjá hann til þess að guggna. Samt ætlaði hún að reyna að standa sig. Hún settist upp í herbergið sitt og fór að hekla. Loks sá hún hann fara. Það var ágætt, hugsaði hún, en þó var hún alltaf að gæta að því, hvort hún sæi hann ríða burt úr kaup- staðnum. Seint um kvöldið kom hann rakleitt heim að eldhús- dyrunum. Þá hugsaði hún sér, að flýta sér upp á loft, en fætur hennar voru máttlausir. Hún stóð kyrr og studdi sig við eld- húsborðið. „Jæja, góða“, sagði hann þegar hann sá, að hún var ein. „Nú er ég búinn að reka öll mín erindi, nema að kveðja þig. Hvenær geturðu komið?“ „Ég get það líklega aldrei framar“, sagði hún kafrjóð. „Hvað á nú þetta að þýða?“ sagði hann í hálfgerðum ávítunar- róm, eins og hún væri keipóttur krakki. „Þú ert þó líklega ekki farin að hugsa um einhvern kaupstaðarstrákinn og ætlar að snúa við mér bakinu?“ „En ef svo væri?“ sagði hún og forðaðist að líta á hann. „Þá segði ég bara: í dag mér, morgundaginn geturðu gefið honum. Þú varst kærastan mín, áður en hann kom til sögunnar; þess vegna á ég þig í kvöld“. Svo fór hann aftur, án þess að fá svar. Hún horfði á eftir honum. Þórður hafði sagt, að hann hefði alls staðar sigur, og hann vissi það víst sjálfur. Hann hafði ekki þótzt þurfa að bíða eftir svari, heldur verið þess fullviss, að hún kæmi til sín eins og vant var. Hún hugsaði sig lengi um. Loks tók hún fínan, blúndaðan vasaklút og hengdi hann á gluggakrókinn í herberginu sínu. Þar blakti hann fyrir hægri kvöldgolunni. Enginn vissi vegna hvers hann var þarna, nema „hann og hún“. Hann hafði verið hengdur þarna nokkrum sinnum áður. Nokkru seinna gekk hún upp með ánni. Það var vanalegt, að hún gengi þangað, ef hún fór út. Þar gat hún andað að sér heil- næmu lofti, laus við kolalykt og fiskdaun, eins og venjulegt var niðri í kaupstaðnum. Þar gat hún séð dalsfjöllin blána í fjarlægð, Nautaflatafjallið og stóra, svarta jötuninn, sem kallaður var Sels- hnjúkur. Við hann voru framtíðarvonir hennar bundnar. En nú fannst henni hann eitthvað svo ljótur og svartur, að hana hryllti við honum. Það var víst af því, að dálítið hafði rignt fyrri hluta dagsins. Nokkuð langt upp með ánni var djúpur hvammur. Hann var kjörinn til leynifundanna. Skammt þar fyrir ofan var stekkur frá Hvammskoti. Þar var Fálki venjulega geymdur meðan þau sátu í hvamminum. Hann var alltaf ódæll og náðist ekki, ef honum var sleppt með lausan tauminn. Lína settist niður í hvamminn og beið kvíðandi þessa fundar. Hann átti að vera sá síðasti; hún ætlaði að segja sannleikann í þetta sinn; segja, að hún væri trúlofuð Þórði. Þá var hún þéss fullviss, að hann krefðist ástar hennar aldrei framar. Hún ætlaði að vera mælsk og tala skynsamlega. Hún var ekki búin að bíða lengi, þegar hann kom gangandi allt í einu. Hún sat grafkyrr og horfði á hann útundan sér og reyndi að vera kæruleysisleg á svipinn. Hann var talsvert drukkinn, en slagaði þó ekki vitund, enda var hann þá næstum orðinn út úr, þegar hann hafði ekki vald á göngulaginu. Venjulega hljóp hún á móti honum, léttfætt og broshýr, og leiddi hann til sætis eins og krakki, sem leikur sér við föður sinn. En nú hreyfði hún sig ekki. Það voru engin undur, þótt hann fyndi, að einhver breyting hefði átt sér stað í huga hennar. Hann settist rétt hjá henni. „Hvers vegna komstu ekki á móti mér, eins og þú ert vön? Hvað á þessi hálfvelgja eiginlega að þýða?“ spurði hann. „Hvar er Fálki?“ spurði hún. „Hann er í hrossaréttinni. Ég á eftir að segja þér af honum, hvernig hann fór með mig síðast. Hann reif stærðar stykki úr veggnum, og hefði sjálfsagt verið kominn heim og búinn að klaga mig, ef svolítill strákpatti frá Hvammskoti hefði ekki rekizt á hann fyrir neðan Hrafsstaði. Hann varaði sig ekkert á honum, af því að hann var svo lítill, og leyfði honum að ná sér. Ég borgaði honum líka vel fyrir greiðann“. „Það hefði verið óþægilegt, ef þú hefðir þurft að ganga alla leið“, sagði hún dauflega. „Hvað er að þér, vina mín? Ertu eitthvað lasin?“ spurði hann kjassandi. „Mér finnst þú vera óviðkunnanlega fálát. Það á illa við hérna í þessari jarðnesku „paradís“ okkar“. „Nei, ég er ekkert lasin“, sagði hún jafn dauflega. „En manstu söguna um manninn og konuna í paradís?“ bætti hún við. Henni fannst hann hafa lagt vopn upp í hendurnar á sér. „Þær eru nú víst nokkuð margar, og ein þeirra verður um okkur“, sagði hann glettinn. „Hana má enginn heyra, Jón. Þetta verður að taka endi“, sagði hún lágt og skjálfrödduð. „Hvað segirðu?“ „Ég var að segja, að þú hlytir að muna söguna um manninn og konuna í biblíusögunum, sem voru í Paradís", svaraði hún; en hitt endurtók hún ekki, því að hún var fegin að vera búin að koma því út fyrir varirnar. „Jú, mig rámar eitthvað í hana. En eiginlega bjóst ég ekki við, að þú færir að spyrja mig út úr barnalærdómnum hérna í kvöld. Ertu farin að lesa mikið í Biblíunni, Lína mín? Hefur læknirinn ráðlagt þér það? Ég held, að það sé ekki vert fyrir þig, að fara að hans ráðum, þau eru víst ekki svo skynsamleg. En hitt er áreiðan- legt, að allir, sem lesa Biblíuna, verða óánægðir með lífið og geta ekki notið þess nema að hálfu leyti, af því að þeir álíta, að það sé synd að lifa öðruvísi en Biblían kennir, og þó lifði fólkið þá alveg eins og við; það vann og stritaði fyrir mat og drykk og einhverju utan á sig, drakk og dansaði þennan stutta tíma, sem það lifði. Reyndar segir hún, að þeir hafi lifað í nokkur hundruð ár, sumir karlarnir, en líklega hafi þeir verið orðnir lélegir til vinnu síðustu árin, og stirðir á dansgólfi. Hvað heldurðu um það, Lína mín? Heldurðu að það væri nokkuð gaman að dansa við mann, sem væri svona þrjú hundruð ára gamall? Eða þá að sofa hjá honum?“ Hann þló dátt, og Lína hélt höndunum fyrir andlitinu og barðist við að láta hann ekki sjá, að hún væri að brosa. „En það var einmitt það, sem mannkynið hefði aldrei þurft að gera, að vinna og strita, ef maðurinn og konan í Paradís hefðu lifað eins og þau áttu að gera. En þau voru óhlýðin og þess vegna . . . „Þau nenntu ekkert að vinna; ég man það núna. En þau átu einhver epli, sem þeim var bannað að snerta. Húsbóndinn var harður við þau. Ég hefði ekki bannað þeim að fá sér epli; en þú þekkir það nú líka, Lína, hvað ég er góður húsbóndi. Og svo rak hann þau seinast í burtu og sagði þeim, að þau skyldu vinna og vera frjósöm. Er þetta ekki rétt? Kann ég ekki ágætlega?"

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.