Lögberg - 10.02.1955, Page 8

Lögberg - 10.02.1955, Page 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 10. FEBRÚAR 1955 Úr borg og bygð Frá Árborg, 6. febrúrar 1955 Kæri vinur, Einar: Ég sendi þér hér með leiðrétt- ingar á greininni „Heyrt og séð í Norður-Nýja-íslandi, sem Snæ- björn Johnson óskar eftir: 1. Guðmundur Finnsson var fyrsti maðurinn, sem settist að á næsta landi fyrir norðan Hólma, og Gestur Sigurðsson kom í ísa- foldarbyggðina um svipað leyti og Guðmundur Finnsson og nefndi bæinn sinn Borgarnes. (Snæbjörn segir, að þessu atriði hafi verið sleppt). 2. Pósthúsið var einnig bónda- bær. 3. Frostið var sennilega milli 40—50 stig, — ekki 50—60. Robert Jack ☆ Gefin saman í hjónaband í Selkirk, Man., þann 29. jan., Marvin Johnson, Hnausa, Man., og Joan Emma Johnson, Árborg, Man. Við giftinguna aðstoðuðu: Mr. og Mrs. Sigurður Vidal. — Ungu hjónin setjast að á Hnaus- um, Man. Giftingin fór fram á heimili íslenzka sóknarprestsins í Selkirk. ☆ Síðastliðinn laugardag lézt að heimili sonar síns, H. Tómasson- ar í Langruth, Sigurður Tómas- son 88 ára að aldri, en til þeirrar bygðar kpm hann árið 1910. Kona hans, Katrín, lézt 1950. Hann lætur eftir sig fjögur börn, eina dóttur, Mrs. Caroline Wise, og þrjá sonu, Hjört, Oscar og Guðmund og sjö barnabörn. Út- förin var gerð frá lútersku kirkj- unni í Langruth á þriðjudaginn. Séra Jóhann Frederickson jarð- söng. ☆ Látin er nýlega að Oak Point, Man., Árni Anderson 73 ára að aldri, góður drengur og vinsæll, er eigi vildi vita vamm sitt í neinu; hann var ættaður frá Bægisá í Eyjafjarðarsýslu. — Séra Philip M. Pétursson jarð- söng. ☆ Aðfaranótt síðastliðins mið- vikudags lézt á elliheimilinu Betel á Gimli merkiskonan Hansína Olson, 91 árs að aldri; útför enn eigi ráðstafað. lcelandic Canadian Club ANNUAL CONCERT The Annual Concert of the Icelandic Canadian Club will be held, in The First Lutheran Church, Tuesday, February 22, commencing 8.15 p.m. Guest speaker will be Judge Asmundur Benson, District Court judge, at Rugby, North Dakota. He made a great im- pression as a very outstanding speaker, at the Icelandic National League 25th annivers- ary banquet in 1944. Music will be provided by Robert Publow, baritone soloist, and Edward Lincoln, pianist. Robert Publow is soloist at Knox United Church, and Edward Lincoln has performed at various times on CBC pro- grams. February 22 is a date to circle on the calendar. W. K. Við getum margt lært af landbúnadi Vesturheims Tíðindamaður frá Vísi hefur fundið að máli Árna G. Eylands stjórnarráðsfulltrúa, sem er ný- lega heim kominn ásamt frú sinni, úr ferðalagi um Bandarík- in og Kanada, og spurt hann um sitt af hverju varðandi ferðalag- ið. Fyrirspurn um tildrög að ferð inni svaraði A. G. E. á þessa leið: „Við hjónin lögðum upp í þetta ferðalag um mánaðamótin september-október. Fór ég í boði Bandaríkjastjórnar, en ennfrem- ur hafði sambandsstjórnin í Ot- tawa, Kanada, en henni var kunnugt um ferðalag mitt, óskað eftir því að ég kæmi þangað. Var þar nánar tiltekið ráðuneyti það, sem fer með málefni norður- slóða (Ministry of northern af- fairs o. s. frv.), sem óskaði eftir að ég kæmi til að ræða um land- j búnaðar og ræktunarskilyrði þar Fyrstu vikuna dvöld- t nyrðra. Mrs. Gislina Olson 749 Minto!umst yið { Washington) þar sem Street lézt í gær, 86 ára að aldri; hún var í hópi hinna fyrstu ís- lenzku landnema hér um slóðir og kom til Winnipeg 1875. Út- förin fer fram frá Bardals á föstudaginn. Að Lundar Framhald af bls. 5 gefið hey á jörðina, og það er látið vera svo mikið, að grip- irnir geti legið á því, og þeir þurfi ekki að liggja á snjónum og klakanum. Kýrnar eru látnar bera í apríl og eru kálfar látnir sjúga mæður sínar. Mér brá í brún að sjá meðferðina á heyinu. Það er í göltum á enginu og er ekkert breitt yfir þá. Því er svo ekið heim jafnóðum og það er notað. Og er oft allt útflennt heima við. Það er auðséð að ekki þarf að óttast regn, og að auð- veldara er að afla heyja hér en á íslandi. Þarna sá ég nokkuð af sauðfé, var það allt svart í framan, blakkt á lagð og toglaust. Var mér sagt að þetta fjárkyn væri heppilegt þarna. Meðal annars af því að það er fljótt að hlaupa undan úlfinum. En hann er oft reglulegur vargur í sauðahjörð á sléttunni. Þetta voru auðsjáan- lega hinar myndarlegustu skepn- ur, en mér fannst þær skorta fríðleika, tign og blíðu íslenzku sauðkindanna. Þá heimsótti ég bændaöldung- inn Skúla Sigfússon. Hann hefur nú að baki sér hálfan níunda tug ára, en er ern og glaður. Fullkomnasta . . . Úrvals aðbúð farþega Lægsta flugfargjald til fslands FljúgiS skemstu hringferSina til Reykjavíkur viS * því lægsta flugfargjaldi, sem fáanlegt er. Hinar ðviðjaf nanlegu fjögra hreyfla Douglas Skymaster vélar, er skandinaviskir flugmenn, sem notið hafa U. S. æfingar stjórna, veita hina fullkomnustu flugferSatækni, þægindi og ávalt lent á áætlunartima. Þér njótiS ágætis málttöa, hallandi sæta og fyrsta flokks afgreiSslu ferSina á enda. Bein sannböml við alla Evrópu og Mið-Austurlönd. Frekari upplýsingar og verð fargjalda hjá ferðaskrifstofu yðar n /71 n ICELANDICl AIRLINES luAauzj 15 We»t 47th St., N. Y. 36, Pl 7-8585 Atvinnu- og atvinnuleysis- styrkurinn er félagsleg reglugerð Tilgangur hans er tvenns konar: — Að útvega atvinnulausum vinnu. Að greiða götu þeirra fjárhagslega, sem um stundarsakir eru atvinnulausir. Á síðastliðnum þrettán árum hefir atvinnuleysistryggingar- nefndin greitt $754,000,000 atvinnulausu fólki. Þessi þjónusta stendur yður ókeypis til boða. UNEMPLOYMENT INSURANCE COMMISSION # C. A. L. MURCHISON J. G. BISSON R. J. TALLION Commissioner Chief Commissioner Commissioner Hann situr nú á landnámsjörð sinni, en hefur fengið sonum sín- um í hendur búrekstur að mestu. Hann færði mig í loð- feld af sér bg við gengum út í skóg og litum þar á gripina, sem þar voru í rjóðri, vel skýldu af þéttum skóginum. Skúli hefur gerzt mikill skógræktarmaður, einkum á síðari hluta ævinnar, og hefur gróðursett fjölda trjá- tegunda. Og eru mörg tré hans orðin nokkurra mannhæða há. Þótti mér mest koma til barr- trjánna hans, furanna. Sagði hann að natni þyrfti við gróður- setningu þeirra. Þar þyrfti að undirbúa jarðveginn vel og gæta þess að ekkert illgresi eða auka- gróður væri í kringum þau fyrst framan af. Og þau þyrftu að hafa fengið dálítinn þroska áður en þau eru gróðursett. Þyrftu helzt að vera 4—6 ára. Annars væru þau hálfgerður vonarpen- ingur. Mér virtist skógræktin vera mesta stolt hans. Hann var þingmaður héraðsins um nálega 25 ára bil. Hann er því kunnugur krókaleiðum stjórnmálanna. Gat hann þess, að það væri óþarfi fyrir okkur heima að vera að kúldrast með lággengi. Við skyldum hafa það eins og þeir í Canada fyrir nokkrum árum, þegar dollari þeirra var 10 cent- um fyrir neðan þann banda- ríska, samkvæmt lögskipaðri skrásetningu. Þá hafi þeir gefið hann frjálsan. Nú væri svo komið að Canada-dalurinn væri 3 centum fyrir ofan bandarískan dal. Það ætti að fylgjast að auðugt land og hátt gengi gjald- miðils. Tvö lönd kvaðst hann þekkja auðugust, Canada og ísland. Þessi fyrrv. þingmaður hafði orð á því, að vandalaust væri að láta atvinnuvegina bera sig. Galdurinn væri sá, að gjöra starfsfólk hverrar greinar ábyrgt í rekstri hennar. Frá Lundar tók ég mér ferð á hendur um ýms byggðarlög og býli í íslenzka landnáminu. Presturinn ók mér. Við ferðuð- umst mílu eftir mílu, þar sem eingöngu blasti við augum ís- lenzk verk og afrek. Möfg býl- anna, einkum þau magrari, hafa íslendingar nú selt. Eru þau nú í eigu Ukrainíu-manna, aðallega. Hér endurtekur sig sama sagan og við lok skútualdarinnar heima, þegar togaraöldin og vél- bátaöldin hófu innreið sína. Þá seldu íslendingar Færeyingum skúturnar, sem ráku þær með hagnaði um langan aldur. En landarnir keyptu vélknúnu veiðiskipin í staðinn. Að sjálf- sögðu heimsóttum við höfuðstað íslenzka landnámsins, Gimli. Við stöldruðum þar meðal ann- ars við í elliheimilinu, og flutti presturinn morgunandakt fyrir vistmönnum. Á þessu heimili er ísland í öndvegi. Gamla fólkið bað að heilsa heim. Winnipeg, 3. febr. 1955 Jón Kristgeirsson landbúnaðarráðuneytið og nefnd skipuð af því, skipulagði ferða- lagið. Frá Washington fórum við til Ottawa og dvöldumst þar í tíu daga, heimsótti ég landbúnaðar- háskóla, sem er í grennd við höfuðborgina, og aðaltilrauna- stöð á sviði landbúnaðar í Kan- ada, sem einnig er skammt þar frá. Ennfremur fórum við í ferð upp með Ottawa-ánni, til Peta- wawa, en á þeim slóðum ræður Kanada yfir miklum skóglend- um og lætur framkvæma þar viðtækar tilraunir með skógrækt og eru þar margvíslegar athug- anir gerðar á þessu mikla skóga- svæði. Kynbætur á trjám Þar eru m. a. framkvæmdar tilraunir með kynbætur á trjám og get ég skotið því inn í til gamans að yfirumsjón með þeim hefir danskur maður Holst að nafni, sem sambandsstjórnin fékk frá Danmörku til þess að taka að sér þetta starf, og hefur hann haft það með höndum í nokkur ár. • íslenzkt birki í Kanada Þá vil ég einnig drepa á, að þarna hafa verið gerðar tilraunir með íslenzkt birki, en erfiðlega mun ganga að koma upp bein- vöxnum trjám af hinum ís- lenzka stofni. Því miður sá ég ekki íslenzku birkitrén þarna, en svo atvikaðist, að við ætluð- um á þær slóðir, fór hvirfilvind- ur yfir, og féll fjöldi trjáa, m.a. yfir veginn, sem við ætluðum að fara, og urðum við að snúa við.“ Til Minneapolis Hvert var svo haldið?“ „Frá Ontario-fylki héldum við til Minneapolis í Bandaríkjun- um, en þar dvaldist ég við land- búnaðarháskólann í hálfan mán- uð, aðallega í forsjá Skúla Rut- ford, sem er aðalforstöðumaður allrar tilraunastarfsemi á sviði landbúnaðar í Minnesota-fylki. — Frá Minneapolis fórum við til Fargo, Grand Forks og Moun- tain í Norður Dakota, og höfð- um fárra daga viðdvöl á hverj- um stað, og fórum svo þaðan norður yfir landamærin til Mani toba. A vegum Þjóðræknisfélagsins í Manitoba vorum við hálfan mánuð og komum m. a. til Ár- borgar, Gimli og Lundar. Má skjóta því hér inn í, að þjóð- ræknisfélags Islendinga í Vestur heimi vissi um ferðalagið, og óskaði þess eindregið, að við kæmum, og var efnt til mann- funda víða á vegum félagsins, af þessu tilefni." Landkynning „Þetta ferðalag hefur ef til vill að öðrum þræði verið land- kynningarferðalag.“ „Það má vel segja, því að alls flutti ég erindi og sýndi kvik- myndir á 23 stöðum í Bandaríkj- unum og Kanada, sumstaðar á vegum þjóðræknisfélagsins, en annarsstaðar án þess. Kvikmynd irnar, sem ég sýndi voru: „Gim- steinn norðursins (Jewel of the North), sem Ferðafélag Islands á, mynd af Heklugosinu 1947 og ferðamyndir frá Þórsmörk og úr öræfum. Ég vil geta þess, að Heklu- kvikmyndin vakti alveg sérstaka athygli, þar sem hún var sýnd í skólum og menntastofnunum. Frá Winnipeg fórum við aftur suður fyrir landamærin til Bis- marck í Norður Dakóta. í Oregon — íslendingar þar Heimsóttir þú fleiri landbún- aðarstofnanir en þú þegar hefur minnst á?“ „Já. Frá Bismarck fórum við eftir stutta viðdvöl til Corwallis í Oregonfylki, en í Corwallis er landbúnaðarháskóli fylkisins. Þarna vorum við tvær vikur og var ég ýmist í landbúnaðarhá- skólanum eða tilraunabúi í As- toria þar í fylkinu, eða á ferða- lögum.“ „Hittir þú íslendinga þar?“ „Fremur fátt mun um Islend- inga í Oregon, ef miðað er við þau fylki, þar sem þeir eru fjöl- mennastir. Nokkra menn hitti ég af íslenzkum ættum. Þeirra meðal er Barði Skúlason ræðis- maður í Portland, en hann er nú 84 ára. Þar eru nokkrir íslend- ingar. í Corwallis kynntist ég manni af íslenzkum ættum, gagn merkum manni, Sigurði Péturs- syni, ættuðum frá Hákonarstöð- um á Jökuldal. Hann hefur í 42 ár verið kennari í ensku við land búnaðarháskólann. Um þriðja íslendinginn frétti ég, Straum- fjörð lækni, kunnan mann, en því miður kynntist ég honum ekki, því að meðan ég dvaldist í Corwallis var hann á skemmti- ferðalagi í Florida, en hann brá sér suður þangað í einkaflubvél sinni.“ Búskapur í Oregon „Hvað fannst þér nú athyglis- verðast á sviði búskapar þarna í fylkjunum vestur við Kyrrahaf? ,í fylkjunum Oregon og Wash- ington skiptir alveg í tvö horn með veðurfar. Á ströndinni er víða mjög mikil úrkoma, en handan strandfjallgarðsins inni í landinu afar þurrksamt. 1 strandhéruðum er því aðallega um grasrækt að ræða, en hveiti- rækt og hjarðbúskap handan fjallanna inni í landinu. Úrkoma eins og í Mýrdalnum Á tilraunabúinu í Astoria, þar sem ég dvaldist nokkra daga, er úrkoman svipuð og í Mýrdaln- um, en þó er veðurfari þannig háttað, að bændur verða að veita vatni á túnin til þess að fá góðu sprettu. Stafar það af því, að þurrkarnir eru á aðalsprettu- tímanum og vatnsuppgufun mik il í hitunum á þeim tíma árs. Er ég spurði um ræktunarskilyrði var svarið jafnan: Hér er ekkert hægt að rækta nema gras. Þetta IVl ESSUBOÐ Sr. V. J. Eylands, Dr. TheoL Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 13. febr.: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 íslenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson ☆ Messur í Norður-Nýja-íslandi Sunnud. 13. febrúar: Víðir, kl. 2, (ef veður leyfir) Riverton, kl. 8. Báðar á ensku. Robert Jack má þó vitanlega ekki taka bók- staflega ,en slík svör bera það með sér hve geisi þýðingarmikil grassræktin er á þessum slóðum. P I O N E E R Offers 10% FREE CHICKS With all orders booked foiu weeks ahead of delivery date R.O.P. SIRED BRETGOLDS (RIR xBR). HAMPBARS, LIGHT SUSSEX, RHODE ISLAND REDS, BARRED ROCKS, NEW HAMPS. Unsexed 100’s $20.00 50’s Pullets 100’s $33.00 50’s R.O.P. Sired Leg. Pull.100 App. Austra-White Pull..100 Heavy Breed Cockerels 100 $10.75 $17.25 $37.00 $36.00 $12.00 in March HY-LINES Bred like Hybrid Corn — for high egg production, high live- ability. They lay about a case more eggs a month per 100 birds housed than other chickens—as proved by hundreds of Divided Flock Tests. Ask for our booklet “How Hy-line Chicks are Bred." Brett-Young’s Pioneer Hatchery al- ways leads the way with stock which can show you greater profit. Send for our 1955 Catalogue and Price List. PIONEER HATCHERY 416 Corydon Ave. Winnipeg ÞRÍTUGASTA OG SJÖTTA MIÐSVETRARMÓT Þjóðræknisdeildarinnar FRÓN verður haldið í FYRSTU LÚTERSKU KIRKJU mánudaginn 21. febrúar 1955 OH, CANADA Ó, GUÐ VORS LANDS SKEMMTISKRÁ: ÁVARP FORSETA EINSÖNGUR 1. Svanasöngur á heiS 2. Sáuð þiö hana systu Undirspil Jón Johnson ...............Joy Gíslason ...........S. KALDALÓNS mína ......PÁLL ÍSÓLFSSON ELMA GÍSLASON RÆÐA — Nokkur orð um Island Marja Björnsson EINSÖNGUR ............................Lilja Eylands 1. Vögguljóö ..............JÓN FRIÐFINNSSON 2. í snörunni fuglinn fastur sat, PÁLL ISÓLFSSON raddsetti Undirspil SIGRID BARDAL EINLEIKUR Á ORGEL Björg ísfeld UPPLESTUR — Bragarbót — Matthías Jochumsson —Ragnar Stefánsson EINSÖNGUR Ingibjörg Bjarnason 1. Sjá dagar koma .... BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON 2. Serenada til Reykjavikur ....S. KALDALÓNS Undirspil SIGRID BARDAL ERINDI — Á flæðiskeri Dr. Valdimar J. Eylands ELDGAMLA ÍSAFOLD — GOD SAVE THE QUEEN Við hljóðfærið SIGRID BARDAL Aðgöiigumlðar fást I bókabúð Davíðs Björnssonar og við dyrnar. — V’eitingar verða til söiu S fundarsal kirkjunnar. INNGANGCR $1.00 - BYIÍJAR STUNDVÍSLEGA KL. 8 E. H.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.