Lögberg - 03.03.1955, Side 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 3. MARZ 1955
3
Sérfræðingur skrifar um —
Sólnaveiðar kommúnista
Edgar Hoover, yfirmaður bandarísku rannsóknar-
lögreglunnar (FBI) lýsir vinnubrögðum þeirra
í Bandaríkjunum
Þó að flestir Bandaríkjamenn
hafi í seinni tíð gert sér fulla
grein fyrir hættunni af sókn
kommúnismans úti um heim,
vantar mikið á, að þeir vari sig
á moldvörpustarfi hans í sjálf-
um Bandaríkjunum. Það eru að
vísu ekki nema 25.000 manns,
sem eru skráðir meðlimir komm-
únistaflokksins þar; en áhrif
þeirra eru miklu meiri en ætla
mætti af þeirri meðlimatölu. Um
öll Bandaríkin, frá hafi til hafs,
halda harðsvíraðir kommúnistar
áfram að reyna að veiða sálir
manna með hvers konar véla-
brögðum; og í furðu mörgum til-
fellum tekst þeim það.
Það líður aldrei svo dagur, að
mér berist ekki ábyggilegar
skýrslur um slíka starfsemi
kommúnista víðsvegar um land-
ið. Og það er varla nokkur stétt
þjóðfélagsins, sem er með öllu
ónæm fyrir áróðri þeirra. í röð-
um laumukommúnistanna í
Bandaríkjunum eru í dag ekki
aðeins verkalýðsleiðtogar, held-
ur og kennarar, rithöfundar,
læknar, lögfræðingar, kaup-
sýslumenn og jafnvel klerkar.
Það kostar mikla árvekni og
mikið starf að fletta ofan af þeim
mönnum, sem gengið hafa í
þjónustu þessarar fjarstýrðu og
framandi hreyfingar. Laumu-
kommúnistinn er yfirleitt and-
stæðingur sérstakrar tegundar,
því að hann reynir að forðast
lögbrot, sem hægt sé að sanna á
hann. En sérhver Bandaríkja-
maður skyldi þó vera þess minn-
ugur, að kommúnistar eru stöð-
ugt að verki á meðal vor og áhrif
á hér um bil öllum sviðum þjóð-
lífsins.
* * *
Fyrir nokkru var, til dæmis,
haldið fjölmennt verkalýðsþing
í einni stórborg landsins, sem
óþarft er að nafngreina. Full-
trúar streymdu þangað hvaðan-
æfa og fylltu gisthús borgarinn-
ar, heimsóttu hver annan og
ræddu með sér væntanleg störf
þingsins. En kvöldið áður en það
átti að hefjast, staðnæmdist
leigubíll fyrir utan eitt gisti-
húsið og út úr honum steig ó-
kunnur maður, gekk inn, gaf sig
fram við starfsfólk gistihússins
og flýtti sér síðan, án þess að líta
til hægri eða vinstri, til her-
bergis, sem pantað, hafði verið
fyrirfram.
Hér var kominn einn af er-
indrekum kommúnistaflokksins.
Hann ætlaði einnig að vera „við-
staddur“ verkalýðsþingið, enda
þótt hann væri þar hvorki full-
trúi né gestur og gæti þar af
leiðandi ekki mætt á neinum
fundi þess. Hann var og, sannast
að segja, svo hræddur við að láta
sjá sig, að hann kom ekki út
fyrir dyr herbergis síns fyrr en
verkalýðsþinginu var lokið og
hann hvarf aftur burt úr borg-
inni. En engu að síður fékk hann
að vita um allt, sem þar gerðist,
og átti mikinn þátt í að koma
m á 1 u m kommúnistaflokksins
þar á framfæri.
Aðeins fáum mínútum eftir
að hann settist að á gistihúsinu,
kom þangað einn fulltrúanna á
þingi verkalýðsins, sem raunar
var laumukommúnisti, og átti
við hann langt viðtal. Við það
tækifæri fékk hann „línuna“ frá
þessum mektarmanni flokksins.
„Hér er ályktunin, sem þingið
verður að samþykkja,“ sagði
flokkserindrekinn og tók að lesa
verkalýðsfulltrúanum fyrir þá
tillögu til ályktunar, sem hann
ætti að flytja á þinginu strax
daginn eftir.
„Mér líkar ekki, í hvaða röð
ætlunin er að ræða fram komnar
tillögur,“ hélt flokkserindrekinn
áfram. „Reyndu að tryggja það,
að þessi verði rædd fyrst, það
gerir auðveldara að fá hinar
samþykktar á eftir.“
Laumukommúnistinn kinkaði
kolli. „Ég held mér takist að fá
þingið til þess,“ sagði hann
auðmjúkur.
Flokkserindrekinn tók þá að
að ræða önnur mál við þing-
fulltrúann. Hann hvatti hann til
þess að kanna, hvort ekki væri
hægt að fá þingið til að styrkja
viss stuðningsfélög kommúnista-
flokksins með fjárframlögum úr
sjóðum sambandsins, sem að því
stóð; en lagði sérstaklega ríkt á
við hann, að láta einskis ófreist-
að til að fá meðmæli þess með
ráðstefnu, sem kommúnista-
flokkurinn beitti sér fyrir, þá
stundina, að haldin yrði. Að
endingu gagnrýndi hann verka-
lýðsfulltrúann harðlega fyrir að
hafa látið það viðgangast í félagi
sínu, að farið væri viðurkenn-
ingarorðum þar um mann, sem
kommúnistaflokkurinn h e f ð i
stimplað hálf-fasista!
Þegar laumukommúnistinn
kom á þingfund daginn eftir,
gerði hann eins og fyrir hann
hafði verið lagt. Og að undan-
skildum nokkrum samsæris-
félögum hans þar, renndu engir
þingfulltrúanna svo mikið sem
grun í, að hann væri neitt annað
en það, sem hann þóttist vera —
falslaus talsmaður verkalýðsins,
fullur umhyggju fyrir hag hans.
Blöðin fluttu ályktanir þingsins,
og hvorki almenningur né meiri
hluti verkalýðssambandsins, sem
að þinginu stóð, fékk nokkurn
tíma að vita, að margar þeirra
væru raunar runnar beint undan
rifjum eins forsprakka kommún-
istaflokksins.
Þetta er eitt af mörgum dæpi-
um þess, hvernig laumukomm-
únistum hefir tekizt að misnota
samtök verkalýðsins fyrir flokk
sinn. Síðan stríðinu lauk hafa
þjóðhollir verkalýðsleiðtogar að
vísu unnið með ágætum árangri
að hréinsun stéttarsamtakanna af
slíkum flugumönnum. En kom-
múnistar reyna aftur og aftur að
hreiðra um sig í þeim og gera,
þegar um það er að ræða, engan
greinarmun á hægri og vinstri
samtökum.
* * *
Víst mætti það vekja furðu
manna, að kommúnistum skuli
enn takast að ná fótfestu í verka-
lýðssamtökunum eftir allt það,
sem opinbert er orðið um að-
ferðir þeirra. En skýringin á því
er augljós: Áróðarsmenn þeirra
eru ekki aðeins harðduglegir,
heldur og skólaðir í hvers konar
undirferli og vélabrögðum; og
þeir bíða, ef nauðsyn krefur,
árum saman, án þess að missa
sjónar á marki sínu.
I einni af stórborgum lands-
ins, þar sem unnið er að her-
gagnaiðnaði, gerði kommúnista-
flokkurinn fyrir nokkru ráð-
stafanir til þess að hreiðra um
tíu laumufélaga sína í helztu
hergagnaverksmiðjunum. Við
slík trúnaðarstörf er oft svo
mikil varúð viðhöfð, að laumu-
kommúnistarnir vita ekki einu
sinni sjálfir hver af öðrum. 1
þessu tilfelli var þeim fyrir-
skipað, að villa vel á sér heim-
ildir, koma fram eins og hver
annar verkamaður og varast, að
sýna á sér nokkurn flokkslit. í
stað þess skyldu þeir leggja alla
stund á að gera verkamennina
sér að vinum, — einnig þá
„afturhaldssömustu“ — og taka
virkan þátt í öllu félagslífi
þeirra, hversu þýðingarlaust
sem það virtist vera.
Eftir tvö til þrjú ár eiga þessir
menn auðvitað að vera búnir að
eignast það marga vini í her-
gagnaverksmiðjunum, að þeir
séu komnir í einhverjar trúnað-
arstöður í stéttarfélögum verka-
mannanna. Þá mun flokkurinn
telja tímabært að gera frekari
ráðstafanir til að ná tökum á
þessum stéttarfélögum eða að
minnsta kosti einhverjum þýð-
ingarmiklum deildum þeirra.
Það er margreynt, að tiltölu-
lega fámennur hópur kommún-
ista getur orðið raunverulega
öllu ráðandi í stórum verkalýðs-
félögum; og það er einmitt það,
sem hér á að gerast.
Svipaðar aðferðir reyna kom-
únistar nú í mörgum iðnaðar-
greinum -íandsins öðrum, þar
sem engan grunar, að neitt
moldvörpustarf eigi sér stað.
I einni borg var flokksmönn-
um kommúnista nýlega fyrir-
skipað, að láta í bili af öllum
„vinstri“ tilburðum og sam-
böndum, sem vakið gætu grun-
semdir í garð þeirra, og reyna
í staðinn að hreiðra um sig í
félagsskap, sem þeir hafa talið
til hægra arms verklýðshreyf-
ingarinnar. Flokkurinn sá þeim
jafnvel fyrir tilsögn í því, hvern-
ig þeir ættu að svara óþægileg-
um spurningum, sem fyrir þá
kynnu að verða lagðar af yfir-
völdunum á staðnum.
I annarri borg hefir flokks-
mönnunum verið fyrirskipað, að
afsala sér vel borgaðri vinnu í
einni iðnaðargrein og leita sér
miklu verr launaðrar atvimju í
annarri af því að flokkurinn
þóttist þurfa að ná tökum á
stéttarsamtökum verkalýðsins
þar. Sem trúir þjónar flokksins
urðu kommúnistarnir við þessari
kröfu, þótt hún kostaði þá
mikla launalækkun.
í einni borg enn þótti flokkn-
um of margir meðlimir hans
vera í sömu iðngrein. Hann lét
suma þeirra því skipta um nöfn,
sá þeim fyrir nýjum trygginga-
skírteinum og dreifði þeim í
fyrirtækjum ýmissa annarra
iðngreina, svo að þeir gætu rekið
áróður sinn sem víðast og unnið
skemmdarverk, ef til ófriðar
kæmi.
Þessi dæmi veita aðeins ófull-
komna hugmynd um moldvörpu-
starf kommúnista á sviði verka-
lýðsfélagsskaparins og atvinnu-
lífsins. Þeir eru ekki nándar
nærri eins opinskáir um undir-
róður sinn og þeir voru fyrir
áratug síðan; en það mun vera
leitun á verkalýðsfélagi eða
vinnuflokki, sem er algerlega
laus við vélabrögð þeirra.
* * >1«
í markvissri viðleitni sinni til
þess að móta skoðanir og við-
brögð „fjöldans“ hafa kommún-
istar ávallt lagt mikla áherzlu á
þær stofnanir og starfsgreinar,
sem mest áhrif hafa á almenn-
ing, skólana, blöðin, útvarpið og
sjónvarpið. Á öllum þessum
sviðum stendur mikil hætta af
starfsemi þeirra.
Það orkar að vísu ekki tví-
mælis, að yfirgnæfandi meiri-
hluti allra amerískra kennara sé
skipaður einlægum og traustum
andstæðingum kommúnista; en
engu að síður hefir vitni, sem
áður fyrr stóð framarlega í
flokki þeirra, nýlega borið það,
að þeir hafi flugumenn sína að
verki við allar uppeldisstofnanir,
allt frá barnahælum til háskóla.
Kennarar, sem eru í kommún-
istaflokknum eða „nytsamir sak-
leysingjar“ í þjónustu hans, leit-
ast, til dæmis, við að innræta
börnum á aldrinum tveggja til
fimm ára algert trúleysi og eitra
hug þeirra á ýmsan annan hátt
með óvirðulegu tali um allt, sem
þeir kalla „auðvaldsstofnanir." í
einum af æðri skólum landsins,
sem vitað er að kommúnistar
hafa kennt við, var því nýlega
haldið að nemendunum, að
„kommúnisminn væri eina von
Mexikós," og í einum stærsta
háskólanum skeði það ekki alls
fyrir löngu, að frægur vísinda-
maður fór að bera saman kristin-
dóminn og marxismann og taldi
við það tækifæri hinn síðar-
nefnda „bera vott þeirri bjart-
sýni, sem ein gæti byggt upp
nýjan og betri heim.“
Kommúnistar gera sér það vel
ljóst, að einn laumufélagi þeirra,
sem hefir aðstöðu til áhrifa við
uppeldisstofnun, er meira virði
en tugir annarra á öðrum þýð-
ingarminni vettvangi, og sumir
af duglegustu áróðursmönnum
þeirra hafa haft og hafa enn
áhrif á þúsundir móttækilegra
barna og unglinga í skólum
landsins.
Töku mtil dæmis einn þekktan
fyrrverandi háskólakennara, sem
til skamms tíma flutti fyrirlestra
fyrir stúdentum víðsvegar í
Bandaríkjunum. Hann var talinn
mjög vel að sér bæði í sögu og
samtíð Rússlands, enda vitað að
hann hafði eitt sinn verið ráðu-
nautur rússnesku stjórnarinnar;
en fyrir stúdentum var hann
hvarvetna kynntur þannig, að
hann væri hlutlaus sérfræðing-
ur, sem væri manna færastur til
þess að veita þeim áreiðanlegar
og óhlutdrægar upplýsingar um
ástandið austur á Rússlandi. En
ekki var þessi æruverði pró-
fessor fyrr byrjaður að tala en í
ljós kom, að tilgangur hans var
sá einn að verja og prísa Ráð-
stjórnarríkin. Þau væru misskil-
in í Bandaríkjunum, sagði hann.
Rússar væru friðsöm þjóð, sem
ekki hyggði á neinar árásir. Það
væru Bandaríkin, en ekki Rúss-
land, sem ástæða væri til að
tortryggja .... Allt kunnur
kommúnistaáróður!
Flestir stúdentar, sem hafa
hlustað á fyrirlestra þessa „sér-
fræðings“, og forráðamenn
þeirra háskóla, sem hafa leyft
þá í húsum sínum, halda vafa-
laust, að hann sé aðeins heiðar-
legur, frjálslyndur fræðimaður.
En FBI (rannsóknarlögregla
Bandaríkjanna) veit betur. Hún
hefir sannanir í höndum fyrir
því, að hann er laumukommún-
isti, sem tekur við fyrirskipun-
um frá kommúnistaflokknum og
þar með frá Moskvu. Þessari
„fræðslu“ hans hafa nú verið
nokkur takmörk sett; en ýmsir
sálufélagar hans halda enn
áfram að leiða æskulýð landsins
afvega með kommúnistalygum
sínum.
* * *
Á sviði blaða- og bókaútgáfu
eru laumukommúnistar ekki ná-
lægt því eins margir nú og fyrir
nokkrum árum; í sumum út-
gáfufyrirtækjum hafa þeir þó
enn mikil áhrif á hið prentaða
orð.
Ritstjóri, sem til skamms tíma
var í mikilli áhrifastöðu hjá
virðulegu, ekki kommúnistísku
útgáfufyrirtæki er ágætt dæmi
laumukommúnista í þessari
grein. Hann var mjög vel gefinn,
háskólagenginn, hafði samband
við fjölda rithöfunda og réði
miklu um það, hvað fyrirtæki
hans léti á þrykk út ganga. En
þá aðstöðu notaði hann áróðri
kommúnista til framdráttar.
Ritstjórinn var auðvitað of
klókur til þess að láta hið
minnsta á sambandi sínu við þá
rauðu bera eða birta greinar
eftir þekkta kommúnista. En
hann tók gjarnan greinar frá
mönnum, sem voru kommúnist-
um hliðhollir eða „nytsamir
sakleysingjar“ og reyndi að fá
ýmsa rithöfunda, sem ekki voru
kommúnistar, til þess að skrifa
þeim í vil. Suma, sem færðu hon-
um handrit, hvatti hann til þess
að gera breytingar á þeim, ann-
aðhvort með því að bæta við þau
ummælum eða athugasemctam,
sem líkleg voru til að verða
kommúnistum að liði, eða með
hinu, að strika eitthvað út, sem
var þeim óhagstætt. Hann beitti
sér þannig bæði til sóknar og
varnar fyrir málstað þeirra, en
forðaðist vandlega að gerast
beinlínis brotlegur við lögin.
Enginn veit, hve margar þús-
undir grunlausra lesenda hafa
verið blekktar og afvegaleiddar
af þessum eina rauða ritstjóra.
Laumukommúnistar eru að
sjálfsögðu að verki í mörgum
öðrum útgáfufyrirtækjum, en
þeir hafa einnig veruleg áhrif á
það, sem útvarpað er.
Hver einasta dagskrá, sem út-
varpað er af sjónvarpsstöð í
einni stórborg Suðurríkjanna, er
til dæmis, undirbúin af manni,
Framhald á hls. 1
Business and Professional Cards
Phone 74-7855 ESTIMATES
FREE Dr. P. H. T. Thorlakson
J. M. Ingimundson
Re-Roofing — Asphalt Shingles WINNIPEG CLINIC
Insul-Bric Siding
Vents Installed to Help Eliminate Condensation St. Mary’s and Vaughan. Winnlpeg PHONE 92-6441
832 Simcoe St. Wlnnlpeg, Mar., 1
Gilbart Funeral Home J. J. Swanson & Co. LIMITED
Selklrk, Manitoba. 308 AVENUE BLDG. WINNIPEU
Fasteígnasalar. Leigja hús. Öt-
J. Roy Gilbart Licensed Embalmer vega peningal&n og eldsábyrgC, bifreiBaábyrgb o. s. frv.
Phone 3271 Selklrk Phone 92-7538
Dr. ROBERT BLACK • \
SérfrœBingur I augna, eyrna, nef SARGENT TAXI
og hálssjúkdómum.
«01 MEDICAL ARTS BLDG. PHONE 20-4845
CSraham and Kennedy St.
Skrifstofusimi 92-3851 For yutcJc, Reliable Service
Heimasimi 40-3794
Dunwoody Saul Smith DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK, MANITOBA
& Company Chartered Accounlanls
Phone 92-2468
100 Princess St. Winnipeg, Man. Phones: Office 26 — Residence 230
And offices at: Office Hours: 2.30 - 6.0L p.m.
FORT WILLIAM - KENORA
FORT FRANCES - ATIKOKAN •
Hofið Thorvaldson. Eqgertson,
Höfn í huga Bastin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage og Garry St.
Heimili sólsetursbarnanna.
Icelandie Old Folks’ Home Soc . - PHONE 32-8291
3498 Osler St., Vancouver, B.C.
ARLINGTON PHARMACY Prescription Specialist CANADIAN FISH PRODUCERS LTD.
Cor. Arlinglon and Sargent J. H. PAGE, Managing Director
Phone 3-5550 Wholesale Distributors of Fresh and
Frozen Fish
We collect light, water and phone bills. Post Office 311 CHAMBERS STREET Office: 74-7451 Res.: 72-3917
Muir's Drug Store Ltd. Office Phone Res. Phone 92-4762 72-6115
J. CLUBB
FAMILY DRUGGIST Dr. L. A. Sigurdson
SERVING THE WEST END FOR 528 MEDICAL ARTS BUILDING
27 YEARS Office Hours: 4»p.m.—6 p.m.
Phone 74-4422 Elllce & Home and by appointment.
Thorarinson & Appleby A. S. BARDAL LTD.
Barristers and Solicitors FUNERAL HOME
S. A. Thorarinson, B.Sc., L.L.B. 843 Sherbrook Street
W. R. Appleby, B.A., L.L.M. Selur likkiatur og annast um út-
701 Somerset Bldg. farir. Allur útbúnaSur sá beztl.
Winnipeg, Man. Ph. 93-8391 StofnaC 1894 SÍMI 74-7474
Phone 92-7025
Minnist
H. J. H. PALMASON Chartered Acccuntant BETEL
505 Confederation Life Buildlng WINNIPEG MANITOBA í erfðaskróm yðar.
Parker, Parker and S. O. BJERRtNG
Kristjansson Canadian Stamp Co.
Barristers - Solicitors RUBBER & METAL STAMPS
Ben C. Parker. Q.C. NOTARY 8c CORPORATE SEALS
B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson CZLLULOID BUTTONS
500 Canadlan Bank of Commerce 324 Smilh St. Wlnnipeg
Winnipeg. Man. Phone 92-3561 PHONE 92-4624
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
Keystone Fisheries Limited Creators of Distinctive Printing
Wholesale Distributors of Columbia Press Ltd.
FRESH AND FROZEN FISH 695 Sargenf Ave. Winnlpeg
60 Louise Street Siml 92-6227 PHONE 74-3411
EGGERTSON SELKIRK METAL PRODUCTS
Reykháfar, öruggasta eldavörn,
FUNERAL HOME og ávalt hreinir. Hltaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- vi8, heldur hita frá aC rjúka út
Dauphin. Manitoba me6 reyknum.—SkrifiC, simiC til
KELLY SVEINSSON
«25 Wall 8t- Wlnnlpeg
Eigandi ARNI EGGERTSON Jr. Just North of Portage Ave. Simar 3-3744 — 3-4431
Van's Etectric Ltd. 636 Sargent Ave. J. Wilfrid Swanson & Co. Insurance ln all lts branches
Authorized Home Appliance Real Eftate - Mortgages • Rentals
Dealers
GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL 210 POWER BUILDING
McCLARY ELECTRIC — MOFFAT Telephone 93-7181 Res. 46-3484
% LET US SERVE YOU
Phone 3-4890