Lögberg - 10.03.1955, Page 1
ANYTIME — ANYWHERE
CALL
TRANSIT - SARGENT
SILVERLINE TAXI
5 Telephone Lines
20-4845
ANYTIME — ANYWHERE
CALL »
TRANSIT - SARGENT
SILVERLINE TAXI
5 Telephone Lines
20-4845
68. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 10. MARZ 1955
NÚMER 10
Gullbrúðkaup
pr
Einar Jónsson og Solveig Þorsieinsdóttir
GULLNA HLIÐIÐ
Miðvikudaginn 16. febrúar var '
efnt til samfagnaðar á Steep
Rock í Manitoba. Fjölmenni var
þar komið bæði úr byggðum ná-
lægum og fjær að. Þennan dag
skyldi minnast þess, að fimmtíu
ár voru liðin frá því, að gefin
voru saman í hjónaband í Báru-
húsinu- gamla við Tjörnina í
Reykjavík, Sólveig Þorsteins-
dóttir og Einar Jónsson.
Afmælisfagnaður þessi var í
alla staði hinn ánægjulegasti og
skemmtilegt var kvöldið og vel
undirbúið. Veizlustjóri var Mr.
Armstrong. Ræður fluttu séra
H. S. Sigmar frá Gimli, séra H.
J. Keil frá Moosehorn og séra
Bragi Friðriksson frá Lundar.
Hr. F. Snidal á Steep Rock flutti
kveðjur og árnaðaróskir frá
samsveitungum þeirra hjóna og
afhenti þeim gjöf frá þeim.
Söngur var bæði mikill og góð-
ur. Var þar að heyra kórsöng,
tvísöng og einsöng og einnig var
almennur söngur samkomu-
gesta.
Veitingar voru allar fram-
bornar með mikilli rausn. —
Tengdasonur þeirra hjóna, Mr.
K. E. Porter þakkaði fyrir hönd
fjölskyldunnar. Þá las veizlu-
stjóri upp kveðjur og skeyti,
sem borizt höfðu víða að. M. a.
má nefna skeyti frá venzlafólki
á íslandi, frá ræðismanni íslands
í Winnipeg, forseta Þjóðræknis-
félagsins, Dr. Valdimar J. Ey-
lands, ísl'enzku blöðunum í Win-
nipeg, Mr. Scottie Bryce, M.P.,
Mr. Stuart Garson, dómsmála-
ráðherra, forsætisráðherra Mani-
toba, Mr. D. L. Campbell, Hr.
Ólafi Hallsson og frú, Eriksdale,
séra Sigurði Ólafssyni í Selkirk
o. fl. Báru þessar kveðjur vott
um vinsældir þeirra hjóna með-
al manna af mörgum þjóðernum
og stéttum. Fögur gjöf barst frá
séra H. Krikow.
Að lokum reis úr sæti sínu
Einar Jónsson og flutti þakkir
þeirra hjóna. Mælti hann á ís-
lenzku, en sama ræða var einnig
flutt á ensku um kveldið. 1 ræðu
sinni lét Einar í ljósi þakkir sín-
ar til Guðs fyrir náð Hans og
blessun við þau hjón. Fögur
voru og orð þau, er hann fór um
foreldra sína og tengdaforeldra,
fósturforeldra og samferðamenn
á langri ævileið. Minntist hann
hjartnæmlega fósturjarðarinnar
og einnig þessa lands, sem hefir
reynzt honum og konu hans gott
í alla staði. Samsveitungum
sínum kvaðst hann mikið eiga
að þakka fyrir vináttu og tryggð
í þeirra garð. 1 ræðu Einars var
innileiki og fegurð, sem aðeins
þakklátt hjarta fær túlkað. Ef til
vill lýsa þessi vísuorð hans
sjálfs bezt hugsunum hans:
„Ég þakka eitt og allt,
engin ég stórlaun galt.
Hreinum þó skila skildi
til Skapara míns ég vildi“.
Þessari samkomu lauk svo, að
allir fóru ánægðir heim og var
það almæli manna, að vel hefði
hún tekizt í hvívetna.
Einar Jónsson var fæddur í
Klauf í Vestur-Landeyjarhreppi
í Rangárvallasýslu þ. 31. marz
1882. Foreldrar hans voru Þor-
björg Nikulásdóttir og Jón
Brynjólfsson. Fjögurra ára gam-
all fór Einar til fósturs til Jóns
Eiriarssonar og konu hans Helgu
Einarsdóttur. Þau bjuggu í
Akurey. Sextán ára gamall hélt
Einar til Reykjavíkur. Þar
stunðaði hann sjóróðra, en þess
á milli aflaði hann sér menntun-
ar hjá ýmsum kennurum og
minntist hann þeirra með þakk-
læti. Árið 1905 giftist Einar
Sólveigu Þorsteinsdóttur. Hún
var fædd og uppalin í Reykja-
vík. Foreldrar hennar voru Þor-
steinn Þorsteinsson og Sigríður
J ónsdóttir.
Þau hjónin, Sólveig og Einar,
fluttu vestur um haf árið 1912.
Fyrst voru þau í Winnipeg,
síðan að Poplar Park, þá fluttu
þau til Lonely Lake, þar sem
þau bjuggu stóru búi. Árið 1928
seldi Einar hjarðir sínar og
fluttust þau hjón þá búferlum
til Steep Rock og hafa átt þar
heima síðan.
Þrjár dætur eignuðust þau
hjónin: Sigríði, nú Mrs. G.
Sigmar í Winnipeg, Helgu, nú
Mrs. K. Porter Winnipeg Beach,
og Völu, nú Mrs. A. Scheske, bú-
sett á Ashern. Barnabörnin eru
fjögur.
Einar Jónsson hefir reynzt
ötull maður og trúr í ævistarfi
sínu. Hefir hann gegnt ýmsum
trúnaðarstörfum með mestu
prýði. Mikill og sannur Islend-
ingur er hann og hefir bæði
reynzt föðurlandi sínu góður
fulltrúi og stutt þjóðræknismál
af mikilli alúð. Þá hefir hann
lagt kirkjumálum mikið lið og
oft gegnt prédikarastörfum,
enda er trú hans einlæg og heil.
Standa því bæði Þjóðræknis-
félagið og Lúterska kirkjufélag-
ið í þakkarskuld við hann. Kona
hans' hefir reynzt manni sínum
styrkur förunautur, enda metin
af öllum sem væn kona og góð.
Þakklátum huga horfa nú
þessi mætu hjón nú um farinn
veg og allir vinir þeirra nær og
fjær munu sameinast í þeirri
ósk, að hér eftir fái þau notið í
friði og farsæld þeirrar ham-
ingju, er þau svo dyggilega hafa
unnið til.
Bragi Friðriksson
Talar í Viking
Club yeizlu
Að því er Lögbergi hefir bréf-
lega verið skýrt frá, verður
borgarstjórinn í Reykjavík, hr.
Gunnar Thoroddsen, viðstaddur
hina 12. árshátíð norræna félags-
ins hér í borg, Viking Club,
sem haldin verður á föstudaginn
25. þ. m., kl. 6.30 e. h. að Rancho
Don Carlos, 650 Pembina High-
way. Arthur A. Anderson ræðis-
maður skipar forsæti.
Hr. Heimir Thorgrímsson •
minnist hins ódauðlega víkings-
anda, en aðalræðumaður verður
að líkindum Gunnar borgar-
stjóri, en hann er einn hinn
mesti mælskumaður nútíðar
íslendinga.
Aðgangur að máltíð og dansi
kostar $3.50 á mann, en $1.50 að
dansinum.
Fólki er vissara að tryggja sér
aðgöngumiða í tæka tíð.
Ryður sér braut til
menta og frama
Þar sem íslenzku blöðin hafa
gert það næstum að skyldu sinni
að geta þeirra manna í dálkum
sínum, sem af íslenzku bergi eru
brotnir, ef þeir skara fram úr á
einhvern hátt — andlega eða
líkamlega, vildi ég því leyfa mér
að nefna einn barnungan menta-
mann, Philip A. Cruickshank,
sem hefir unnið sig áfram til
frama mörgum fremur. Faðir
hans er skozkur að ætt, en móðir
hans er íslenzk, Theódóra dóttir
Mr. og Mrs. Eiríks Andersonar,
sem voru búsett á Point Roberts,
Wash., um margra ára skeið.
Eftir að Philip útskrifaðist frá
háskólanum í Lynden, Wash.,
stundaði hann nám í eitt ár í
Bellingham Western College of
Education. Þaðan fór hann á
University of Washington Se-
attle og útskrifaðist þaðan eftir
3 ár í efnafræði með ágætis
vitnisburði. Skömmu eftir það
hlaut hann námsstyrk “Scholar-
ship” to the Institute of Tech-
nology of Cambridge, Massa-
chusetts. Ennfremur hlaut hann
“National Science Foundation
Fellowship” í 2 ár til frekara
náms í “Organic Chemistry.”
S.l. desember hlaut hann sitt
Ph. D. fyrir frábæra starfsemi
og lærdómshæfileika, einkan-
lega hvað líffæra- og efnafræðis-
þekkingu snertir, sem hann
hefir lagt stund á sérstaklega.
Philip er aðeins 25 ára gamall;
hann starfar nú hjá E. I. du Pont
Memours Co., New Jersey.
—J. J. M.
Kosinn í stjórnar-
nefnd hóskóla síns
Nýlega var dr. Richard Beck
prófessor kosinn í stjórnarnefnd
(Administrative Committee) rík-
isháskólans í Norður-Dakota.
Nefnd þessa skipa yfirmenn
hinna sérstöku skóla innan há-
skólans og sex fulltrúar úr hópi
háskólakennara kosnir á fundi
þeirra.
Dr. Beck hefir einnig um all-
mörg ár átt sæti í bókasafns-
nefnd háskólans og var í heilan
áratug, af hans hálfu, fram-
kvæmdastjóri Kappræðusam-
bands Miðskóla í N. Dakota (N.
Dakota High School Debate
League), auk þess sem hann
hefir verið formaður og átt sess
í mörgum öðrum háskólanefnd-
um, ekki sízt þegar virðulega
gesti af Norðurlöndum hefir
borið að garði.
Heimsækir Gimli
í sumar
The Rl. Hon. Vincent Massey
Nú hefir það verið tilkynt, að
landstjórinn í Canada, The Rt.
Hon. Vincent Massey, flytji
ræðu á Canadian Citizenship
Day, sem haldinn verður hátíð-
legur hér í borginni í Civic
Auditorium föstudaginn þann
20. maí næstkomandi. Það var
W. J. Lindal dómari, er frum-
kvæði átti að því, að nýjum
Canadaþegnum yrði fagnað með
slíkum hátíðabrigðum og nú
hefir þessi siðúr verið tekinn
upp í ýmissum öðrum canadisk-
um borgum.
Á laugardaginn 21. maí heim-
sækir landstjórinn Gimli og
Cook’s Creek í Springfield kjör-
dæmi og flytur þar ræður; þrír
fyrirrennarar hans í embætti
hafa heimsótt íslenzka landnám-
iö að Gimli, þeir Dufferin lá-
varður, Tweedsmuir lávarður
og jarlinn af Athlone.
Undirbúningur mun þegar
vera hafinn að Gimli varðandi
heimsókn hins tigna gests.
Ung stúlka í 5. bekk Mennta-
skólans í Reykjavík, Guðrún
Erlendsdóttir, varð hlutskörpust
þeirra íslenzkra nemenda, er
þátt tóku í ritgerðasamkeppni
sem bandaríska stórblaðið New
York Herald Tribune efndi til
síðastliðið haust meðal mennta-
skólanemenda um víða veröld.
Ein verðlaun voru veitt nem-
anda í landi hverju, en þau voru
ferð til Bandaríkjanna og 3ja
mánaða dvöl þar. Verðlaun þessi
hlutu 34 nemendur.
Guðrún fór héðan á annan í
jólum, dvaldist síðan til ára-
móta á námskeiði, er haldið var
í New York. En eftir nýár tók
hún að sækja skóla og dvelzt um
hálfsmánaðartíma í hverjum
þeirra.
Menntamálaráðuneytinu hefir
borizt bréf frá New York Herald
Tribune og annað frá Massape-
qua High School í New York-
fylki. 1 bréfum þessum er lokið
miklu lofsorði á Guðrúnu og
sagt, að hún sé hvers manns
hugljúfi, jafnt kennara sem
nemenda, og raunar allra ann-
arra, er nokkur kynni hafi af
henni haft. 1 bréfinu frá skólan-
um segir m. a.: „Hún er indæl
stúlka og landi sínu sannarlega
til sóma.“
En þó að þeir Vestmenn beri
Guðrúnu á höndum sér, virðist
hún halda vöku sinni. 1 bréfi til
rektors gagnrýnir hún sumt í
starfi skólanna vestur þar, en
lýkur að sjálfsögðu lofsorði á
margt annað. Að lokum kemst
hún svo að orði: „Þrátt fyrir allt
hið dásamlega, sem ég sé og
læri hvern dag, þakka ég guði
Á síðari árum hafa tekið sér
bólsetur í Winnipeg nokkrir ís-
lendingar „nýkomnir að heim-
an“, alt ungt og gerfilegt fólk.
Hefir það á þessum vetri stofnað
með sér félag, er það nefnir,
Leikfélag landans. Svo sem
nafnið gefur til kynna, mun fé-
lagið hafa valið sér það verk-
efni að endurlífga íslenzka leik-
list hér um slóðir. Mun það
vafalaust" mælast vel fyrir, því
margir sakna hinnar skemmti-
legu íslenzku leikstarfsemi, sem
átti sér stað bæði í borginni og
íslenzku byggðunum ftrá fyrstu
tíð og lengi frameftir.
Mörgum fannst hið unga félag
færast fullmikið í fang, þegar
það fréttist, að það hefði hafið
æfingar á leikriti Davíðs Stefáns
sonar skálds, Gullna hliðinu.
Vöntun var á hæfilegu leiksviði,
leiktjöldum og búningum. Enn-
fremur hafði þáð valið leikstjóra
og hina átta leikendur úr sínum
fámenna hóp, sem telur aðeins
25 manns, þótt það væri engan
veginn nauðsynlegt, því vissu-
lega hefðu aðrir íslenzkir leikar-
ar hér veitt aðstoð sína, ef þess
hefði verið æskt.
En hvað um það, félagið setti
Gullna hliðið á svið í Sambands-
Vinna landi og
þjóð til frægðar
1 nýlega afstaðinni Hockey-
samkepni gekk canadiski kappa-
flokkurinn sigrandi af hólmi og
kemur því heim með pálmann í
höndunum; í fyrra biðu Canada
menn lægra hlut fyrir Rússum,
er að þessu sinni urðu hvorki
meira né minna en að gjalti. -
kirkjunni á laugardagskveldið
fyrir að vera lslendingur.“
----0---
Foreldrar Guðrúnar eru þau
frú Jóhanna Sæmundsdóttir og
Erlendur Ólafsson, skipverji á
Esju, Barónsstíg 21. Eiga þau
hjón þrjú börn, allt dætur og er
Guðrún yngst þeirra. Hinar urðu
stúdentar frá Menntaskólanum
1949 og 1954. —Mbl., 3. febrúar
Drópunnar verðir
Guttormur J. Guttormsson skáld
Nokkru eftir nýárið barst
skáldbóndanum á Víðivöllum
við Islendingafljót símskeyti frá
Reykjavík þess efnis, að Rit-
höfundafélag Islands hefði kjör-
ið hann og Davíð Stefánsson að
heiðursfélögum, og hefir Gutt-
ormi nú borist í hendur þar að
lútandi heiðursskjal.
Að því er Lögbergi hefir verið
skýrt frá, eru þessi tvö skáld
fyrstu rithöfundarnir, sem fé-
lagið hefir heiðrað á þenna hátt.
og á mánudagskvöldið fyrir full-
skipuðu húsi í bæði skiptin, og
sýnir það gjörla, hver ítök ís-
lenzk leiklist á enn í hugum
Winnipeg-Í slendinga.
Ekki er annað hægt að segja,
að öllum aðstæðum athuguðum,
en að frammistaða hins unga
leikfélags væri fram úr öllum
vonum góð, enda létu gestir
iögnuð sinn óspart í ljósi. —
Leikritið er samið upp úr
gömlu þjóðsögunni „Sálin hans
Jóns míns“ og er í fjórum þátt-
um, en fyrsta þættinum, þar sem
Jón skilur við þennan heim, var
sleppt, en hinir þættirnir, sem
eru allir annars lífs, voru sýndir.
Fjalla þeir um ferð kerlingar,
konu Jóns, með sál hans í skjóðu,
upp að hinu Gullna hliði himna-
ríkis, og baráttu hennar við að
koma hinum gamla syndasel inn
í sælustaðinn.
Leikstjóri var dr. Áskell Löve;
prologus eða forspjallið las
Helga Pálsdóttir; Jón kotbónda
lék próf. Finnbogi Guðmunds-
son; Kerlingu, konu hans, Mar-
grét Jónasdóttir; Óvininn, Björn
Sigurbjörnsson; Bóndann, Kár
Guðmundsson; Helgu, konu
hans, Júlía Einarsdóttir; Lykla-
Pétur, Reynir Þórðarson; Pál
postula, Þór Víkingur og Maríu
mey, Helga Pálsdóttir.
Áður en leikurinn hófst,
sungu fjórar ungar stúlkur og
konur nokkur íslenzk dægurlög;
voru það þær: Svava Vilbergs-
dóttir, Solveig Pálsdóttir, Mar-
grét Björgvinsdóttir og Bára
Sigurðardóttir; lék ein þeirra
undir á gítar. Þótti þetta
skemmtileg byrjun. Þá flutti
leikstjóri, dr. Áskell Löve nokk-
ur inngangsorð og skýrði frá
stofnun og tilgangi félagsins og
vænti þess, að það yrði öðrum
hvöt til leikstarfsemi. Síðan var
dregið frá tjaldið og Kerling
birtist á leiksviðinu með sál
Jóns í skjóðunni. Ekki var Jón
samt mállaus og eru samtölin
milli karls og kerlingar og víða
annars staðar í leikmím smellin
og kjarngóð með afbrigðum.
Margrét Jónasdóttir ber hita
og þunga dagsins, því hún er
svo að segja alltaf á leiksviðinu
og viðfangsefni hennar afar
langt, en hana rak aldrei í vörð-
urnar. Hún virðist vera ágætt
efni í leikkonu; hún lifir sig inn
í hlutverk Kerlingar, er umber
allt og fyrirgefur allt, og sigrast
á öllu og öllum, himnavöldum
jafnt og myrkravöldum, en er
þó samtímis spaugileg. Hins veg-
Framhald á hls. 8
Eiga si Ifur-
brúðkaup
Hinn 5. þ. m., áttu hin mikils-
metnu hjón, Steinthór og Louise
Ottenson—Gudmunds, 25 ára
hjónabandsafmæli, og var í
meira lagi gestkvæmt á heimili
þeirra þá um daginn í Berkeley,
Cal. Þau Steinthór óg Louise
eru rómuð fyrir félagslyndi og
risnu, og hafa tekið mikinn og
margvíslegan þátt í menningar-
málum samferðasveitar sinnar;
er Louise fyrir löngu kunn
vegna tónlistarstarfsemi sinnar
og er ágætur sönglagahöfundur;
hún er dóttir frú önnu Guð-
mundsdóttur, sem fyrir nokkru
er látin og manns hennar Niku-
lásar Ottenson, sem dvelur í
hárri elli í Winnipeg.
Steinthór er alinn upp og
mentaður á Islandi; þau hjónin
eiga mannvænlega sonu.
Lögberg flytur þessum ágætu
hjónum innilegar árnaðaróskir í
tilefni af silfurbrúðkaupinu.
Riigerðasamkeppni í Menntaskólanum:
Sjómannsdótf-ir hlufskörpust
í náms- og kynnisför í Bandaríkjunum