Lögberg - 10.03.1955, Page 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 10. MARZ 1955
3
BÚSKAPURINN 1954
Áramótahugleiðingar, eftir Árna G. Eylands
Þessa stórfróðlegu ritgerð sendi hr. Árni G. Eylands, stjórnar-
ráðsfulltrúi í Reykjavík með flugpósti Löghergi til birtingar
og tjáir blaðið honum alúðarþakkir fyrir hugulsemina. —Ritstj.
NÝTT ÁR er gengið í garð, með
gjafir sínar og kröfur. Færir
það oss hag og hamingju, eða
tekur það ef til vill meira en það
gefur. Reynir það ef til vill
manndóm þeirra er sveitir
landsins byggja þann veg, að
þeim finnist það erfitt ár? Um
þetta veit enginn. Vér búum í
norðlægu harðbýlu landi, gjaf-
mildu þó, en landi, sem gefur
ekki, án þess að þiggjandinn
þurfi fyrir því að hafa. Það er
einmitt þessi háttur lífsins í
landi voru, óvissan um veðurfar
og fleira, sem þó er vissa um að
allra veðra sé von, sem þroskar
þjóðina mest til starfs og átaka,
til viðbúnaðar að mæta hverju
sem koma skal, sigrast á því ef
það veldur erfiðleikum, og not-
færa sér það til framfara og
bættrar lífsafkomu, ef betur má.
Hvert liðið ár færir bændum
er búa sem búmenn, af þekk-
ingu og fróðleik um starf sitt,
nýja reynslu. Hvert einasta ár
kennir þeim eitthvað. Þetta nám
stunda velflestir bændur nú
orðið betur en nokkru sinni
fyrr. Vaxandi búvísindi, aukin
tækni og aukin fræðla margvís-
leg gerir þeim það kleift. Með
ári hverju verða það fleiri og
fleiri bændur, sem búa svo, að
margt um veðurfar og í náttúru
landsins, sem fyrir nokkrum
árum hefði valdið þeim miklu
erfið og skaða, kemur nú ekki
við þá lengur.
Þeir eru batnandi menn í
batnandi landi.
Á árinu 1954 hefir margur
bóndinn margt lært. Margur
bóndinn hefir reynt eitthvað
misjafnt, sem hann minnist og
mætir betur búinn næst. Og
mörgum bóndanum hefir tekizt
að vinna betur og gera sjálfum
sér meira gagn heldur en áður.
Á þessum framförum í garði
hins einstaka bónda byggist öll
framsókn bændanna sem stéttar,
og öll framvinda búskaparins í
sveitunum til þjóðarheilla.
VeSurfar og heyskapur
„Hlýr vetur, milt vor, gras-
spretta mikil og sæmileg nýting
heyja. Fénaður allur gekk vel
fram, viðkoman mikil og því
skilað góðum afurðum.“ —Þann-
ig er lýsing úr einni harðbýl-
ustu sveit landsins, er lengi þótti
vera, Svarfaðardal.
Hið fyrsta í lýsingunni, um
veturinn, vorið og sprettuna á
við um land allt. Einmuna gott
vor, nær alls staðar og árið gras-
ár mikið, samanlagt mikill og
góður heyskapur um allt Suður-
land, Suðvesturland og norður
um land allt til Þjngeyjarsýslu.
Þetta er þó ekki eingöngu að
þakka sprettu og góðri tíð, ekki
alls staðar, bættir búnaðarhætt-
ir og úrræði við heyverkun eiga
sinn mikla þátt í afkomunni.
f Þingeyjarsýslum var hey-
skapartíð stórum stirðari og
erfið, og hið sama gilti raunar
um útnes í Skagafirði og Húna-
þingi. Um Austurland var hey-
skapartíð misjöfn, víða góð og
heyskapur víðast yfir meðallag
og stórum betri en oft áður hin
erfiðu ár sem þar hafa gengið
yfir. En þess ber einnig að
minnast, að þar er því miður
minna um viðbúnað til að
tryggja góðan heyskap heldur
en víða annars staðar á landi
hér. Þessi vetur til nýárs hefir
verið nokkuð misviðrasamur.
Hann gekk snemma í garð með
hríðarveðri 25. september og
töluverðu frosti norðanlands
síðustu daga mánaðarins. Var
stirð tíð lengst af í október og
fram undir miðjan nóvember, en
þá gerði þíðviðri og mátti kalla
góðviðri til áramóta.
Sem dæmi um heyskap o. fl.
á nokkrum stöðum má nefna.
(Svigatölur í greininni eru tölur
ársins 1953):
Sámsstaðir: Taða 1400 (1600)
hestar. Kornuppskera um 125
tunnur (115) og kartöflur 130
tunnur (260). Spruttu kartöflur
í meðallagi eftir því sem þar
gerist. Úrkoma 1954 mældist
1210 mm., en meðalúrkoma þar
síðustu 25 ár er 955,7 mm. Árið
1953 var úrkoma á Sámsstöðum
2177 mm., svo mikill var munur
áranna 1953 og ’54. Meðalhiti
ma-september var 9,9° C., sem
er nákvæmlega eins og meðaltal
síðustu 25 ára.
Gunnarsholt: Taða 6000 hestar
(6000). Sáð var grasfræi í 23 ha.
á söndunum og grænfóðurakur
var þar 24 ha. að stærð, er það
sennilega stærsti grænfóður-
akur sem sést hefir hér á landi. í
Gunnarsholti eru nú um 250
nautgripir, en af þeim eru um
180 blendingar með meira eða
minna Gallowayblóð í æðum.
Holt í Stokkseyrarhreppi:
Taða 1800 hestar (1500), úthey
200 hestar (300). Nautgripir 50,
70 fjár og 14 hross.
Bessastaðir: Taða 2500 (2400).
Nautgripir 60, 45 kindur og 1
hestur.
Vífilsstaðir: Taða 2500 hestar
(2500). 90 nautgripir.
Blikastaðir: Taða 2500 hestar
(2400). Nautgripir um 80.
Hvánneyri: Taða og hey af
flæðiengjum 4600 hestar (5000).
Bústofn: 88 mjólkurkýr, 37 geld-
neyti, 215 kindur, 18 hross og 70
hænsni.
Hólar í Hjaltadal: Taða um
5000 hestar (4000). 62 nautgripir,
540 kindur og 60 hross.
Egilsstaðir á Völlum: Taða
2650 hestar (2460). Mjólkurkýr
32, geldneyti og ungviði 55, sauð-
fé 150, 6 hross og 35 svín.
Garðyrkjan
Garðrækt úti átti ekki við
jafn hagkvæmt tíðarfar að búa
eins og 1953, auk þess olli léleg
söluafkoma, í sambandi við hina
óvenjulega miklu kartöflu-upp-
skeru 1953, að margir bændur
drógu saman seglin við þá
ræktun.
Grænmetisverzlunin áætlar
kartöflu-uppskeruna um 80 þús.
tunnur, eða um helming upp-
skerunnar 1953, eins og hún er
áætluð, en treglega gengur víst
að komast að niðurstöðu um hve
uppskeran var þá.
Norðan lands og austan urðu
bændur allvíða fyrir nokkrum
skaða á kartöfluuppskerunni
vegna frosta í lok september-
mánaðar. Þeir sem búnir voru
að ná upp úr görðum fyrir 25.
sept. sluppu, en tiltölulega fáir
munu þó hafa verið búnir að
ljúka uppskeru.
Sölufélag garðyrkjumanna
meðal annars:
Tómatar 186 smál. (197).
Gúrkur 16.221 kassar (12.523).
Hvítkál 81,8 smál. (117,8).
Rauðkál 2,3 smál. (11,9).
Gulrætur 41,5 smál. (52,6).
Blómkál 33.910 hausar (37.334).
Rauðkálið gefur góða bend-
ingu um aðstöðumun vegna
veðurfars 1953 og 1954.
Sölufélagið er nú að byggja
sölustöð sunnan Miklatorgs við
Reykjanesbraut. Er kjallarinn
fullsteyptur. Gólfflötur er 560
fermetrar. Húsið verður fyrst
um sinn ekki nema ein hæð og
kjallari.
Eru miklar vonir bundnar við
að þessi starfsemi eignist sóma-
samlegan samastað.
Af gróðurhúsum var lítið
byggt á árinu. í Hveragerði eru
þó 4 hús í smíðum og 1 stórt hjá
Garðyrkjuskóla ríkisins að
Reykjum.
Mjólkurframleiðslan
Mjólkurbúin 9 tóku á 11 fyrstu
; mánuðum ársins á móti 48,40
! (44,24) millj. kílóa af mjólk. —
Seld nýmjólk þessa 11 mánuði
var 22,4 millj. lítra (19,8). Seldur
rjómi var 702,000 lítrar en 617,-
000 lítrar á sama tíma 1953.
Framleitt var á 11 mánuðum
(jan.—nóv.): 1954 kg. 1953 kg.
Skyr 1,434,000 1,345,000
Smjör 607,553 624,778
Mjólkurostur 543,388 441,889
Mysuostur 59,313 69,018
Nýmjólkur- duft 52,052 31,361
Undanrennu- duft 64,340 67,180
Undanrenna notuð í kasein 2,648,8001. 3,213,000
Mjólk í niðursuðu 174,308 1. 284,400
Smjörbirgðir voru í árslok
1954 132 smál. en voru 209 í árs-
lok 1953.
Af osti voru fluttar út 7 smál.
til reynslu og markaðsleitar í
Bandaríkjunum, Italíu og Bret-
landi. Líkaði varan mjög vel. —
Lágt verð veldur erfiðleikum.
Sauðf j árr æktin
Haustið 1953 lauk hinum
skipulega niðurskurði sauðfjár
vegna sauðfjársjúkdóma, fjár-
flutningum í sambandi við það
var lokið haustið 1954. Flutt
voru um 9000 lömb af Vestfjörð-
um, 7200 sjóleiðis en 1800 með
bílum frá Djúpinu. Af þeim
fóru 7400 í Rangárvallasýslu,
austan Ytri-Rangár, en um 1600
í Gullbringu- og Kjósarsýslu og
Árnessýslu vestan Ölfusár. Einn-
ig voru flutt í Kjósarsýslu og
Grafningshrepp í Árnessýslu
1400 lömb úr sunnanverðum
Borgarfirði. Úr öræfum voru
flutt 600 lömb í Rangárvalla-
sýslu austan Rangár. Úr Vestur-
Skaftafellssýslu austan Mýrdals
sands voru flutt um 2000 lömb,
1200 af þeim í Mýrdalinn og hin
á svæðið milli Þjórsár og Ytri-
Rangár. Nokkur hundruð lömb
(ca. 300—400) voru flutt úr Þing-
eyjarsýslu suður í Árnesssýslu.
Alls voru flutt rúmlega 13,000
lömb á fjárskiptasvæðin.
Hin skipulögðu fjárskipti hafa
staðið yfir í 11 ár, og náð yfir allt
svæðið frá Jökulsá á Fjöllum
vestur og suður um land allt að
Mýrdalssandi, að frátöldum
Vestfjörðum norðan og vestan
girðingar úr Berufirði*í Stein-
grímsfjörð. Fjárförgun alls, auk
lamba, vegna fjárskiptanna, er
um 280,000 fjár, en flutt hafa
verið 200,000 lömb til að endur-
nýja fjárstofninn á hinum sýktu
svæðum. — Sauðfjársjúkdóma-
nefnd hefir staðið að flutningi
um 190,000 lamba, en nokkuð
hefir verið flutt á vegum ein-
staklinga, án beinna afskipfa
nefndarinnar.
Öll eru þessi fjárskipti mikið
átak, sem hefir kostað mikið fé
og mikið starf, einnig mikil ó-
þægindi og áhyggjur fyrir
bændur þá, sem fyrir þessu hafa
orðið, en því hefir þó fylgt von
um betri fénaðarhöld og framtíð
í fjárbúskapnum.
Á árinu 1954 syrti því miður
aftur í lofti, er mæðiveikin kom
upp á ný á þremur stöðum, á
Hrappsstöðum í Hjaltadal og á
Hólum í Hvammssveit og Breiða
bólsstað á Fellsströnd í Dala-
sýslu. I Hjaltadal var fé lógað á
ný á þremur bæjum vegna þess-
ara tíðinda og í Dalasýslu öllu
fé á 5 bæjum og fullorðnu fé á
2 bæjum. Er það ófrávíkjanleg
krafa bænda, að þar verði staðið
vel á verði. Þessir atburðir 1954
minna vel á það, að engan veg-
inn er kominn tími til að slaka
á neinu er varðar vörzlu og
eftirlit með heilbrigði sauðfjár.
Um slátrun og kjötmagn segir
svo í greinargerð frá Fram-
leiðsluráði landbúnaðarins:
„Síðastliðið haust var slátrað
278,220 dilkum, móti 212,906
haustið áður. Mismunurinn er
65,315 eða 30,7%. Af fullorðnu
fé var slátrað 14,193 kindum
móti 7,625 haustið 1953. Alls var
kindakjötið í haust 4,238 smál.,
en var 3,350 smálestir í fyrra.
M’smunurinn er 888 smálestir
eða 26,5%. Til viðbótar þessu
kemur svo, að í sumarslátrun
var slátrað rúmlega 26,000 kind-
um er gáfu af sér 370 smálestir
af kjöti, en það er 15,000 kindum
og 205 smálestum meira en við
sumarslátrunina 1953.
1 sumar- og haustslátrun þetta
ár hafa því verið felldar 86,900
kindum fleira en árið áður og
kiötmagnið er um 1093 smálest-
um meira nú en í fyrra. Kinda-
kiötsbirgðir 1. nóvember s.l.
voru 900 smálestum meiri en
þær voru á sama tíma í fyrra.
Meðalþyngd dilka í haustslát-
urtíð var 14,14 kg. s.l. haust, en
var 14.93 kg. haustið 1953. Mest
meðalvigt í einu sláturhúsi var
17,17 kg. Var það í Sláturhúsi
Sláturfélags Suðurlands í
Reykjavík. Minnst meðalvigt á
dilkum var hins vegar hjá Kaup
félaginu Björk, Eskifirði, 12,14
kg. — Á svæðinu frá Borðeyri
austur um land allt til Horna-
fjarðar ■ var fé miklu rýrara til
frálags nú í haust en það var s.l.
haust, en á svæðinu frá Horna-
firði vestur um land til Borð-
eyrar var munurinn miklu
minni og á nokkrum stöðum
voru dilkar vænni á þessu svæði
nú í haust en þeir voru í fyrra“.
Nokkuð er óljóst um fjölgun
sauðfjár í landinu, en auðsætt er
að því fjölgar allört. Árið 1949
var sauðfjártalan komin niður í
402,000. Nú er áætlað að sett hafi
verið á í vetur um 650,000 fjár.
Áætlað er að fjölgunin í haust
nemi rúmlega 100,000. og annað
eins haustið 1953. Er þetta mikil
og ör fjölgun.
Er nú alveg komið að því að
flytja megi út kjöt, en á árinu
1954 skeðu þau undur og ósköp,
að flutt var inn kjöt, þó eigi
væri nema 60 smálestir, frá
Danmörku,
Jarðarbætur og framlag
til þeirra
Búnaðarbankinn veitti 843 lán
(623) úr Ræktunarsjóði, að upp-
hæð 22,753,300 krónur (14,46
millj.). En úr Byggingasjóði voru
veitt 205 (174) ný lán og 188 til
eldri húsa, að upphæð 10,335,500
(8,9) millj.) króna.
Búnaðarbankinn fékk á árinu
lán hjá Alþjóðabankanum er
námu 14,5 millj. og úr ríkissjóði
8 millj. Er enn að nokkru óvíst
hvort hið síðasttalda verður lán
eða framlag.
Áburðarverksmiðjan í Gufu-
nesi tók til starfa á árinu. Fyrstu
áburðarpokarnir voru fylltir 7.
marz.
Af tilbúnum áburði seldi Á-
burðasala ríkisins, talið í óhrein-
um efnum:
4,238 smál. af köfnunarefni
(3,522 smál. 1953).
1,930 smál. af fosfórsýru (1708).
1,518 smál. af kalí (1,398). Af
köfunarefninu voru 775 smá-
lestir íslenzk framleiðsla.
Nýbýlastjórn samþykkti stofn
un 46 nýbýla (84) á árinu, og
auk þess að byggja upp aftur á
15 (35) jörðum, sem komnar voru
í eyði. Ennnfremur flutning og
endurbyggingu bæjarhúsa á 9
(11) bæjum.
Framlag til einstaklinga til
ræktunar á nýbýlum námu um
1,8 millj. króna, sem er svipað
og árið áður.
Unnið var í 8 byggðahverfum,
sem áður hefir verið unnið í og
hið 9. bættist við, að Ketilsstöð-
um á Völlum, en þar á að reisa
3 nýbýli.
Skurðgröfur Nýbýlastjórnar
grófu 78,67 km. (88,35) af opnum
skurðum, sem mældust 363,568
rúmm. (368,938).
Af þessu er þó eigi nema lítið
eitt í sambandi við landnám það,
sem Nýbýlastjórn hefir með
höndum ,eða 4,285 lengdarm. og
17,376 rúm. Hitt er allt grafið
fyrir bændur.
Sáð var grasfræi í 65—70 ha.,
en um 90 ha. 1953, enda gengur
slíkt nokkuð í öldum í nýbýla-
hverfunum.
Framhald á bls. 4
Business and Proíessionai Cards
Phone 74-7855
ESTIMATES
FREE'
J. M. Ingimundson
Re-Roofing — Asphalt Shingles
Insul-Bric Siding
Vents Installed t.o Heip Eliminat.e
Condensatjon
632 Simcoe St.
Winnipeg, Man.
Gilbari Funeral Home
Selkirk, Manitoba.
J. Roy Gilbart
Licensed Embalmer
Phone 3271 Selkirk
Dr. ROBERT BLACK
SérfrœSingur I augna, eyrna, net
og hálssjúkdómum.
401 MEDICAL ARTS BLDG.
Graham and Kennedy St.
Skrifstofusími 92-3851
Heimasími 40-3794
Dunwoody Saul Smith
& Company
Chartered Accountants
Phone 92-2468
100 Princess St. Winnipeg, Man.
And -offices at:
FORT WILLIAM - KENORA
FORT FRANCES - ATIKOKAN
Hafið
Höfn
í huga
Heimili sðlsetursbarníinna,
Icelandic Old Folks’ Home Soc
3498 Osler St„ Vancouver, B.C.
ARLINGTON PHARMACY
Prescription Specialist
Cor. Arlington and Sargenl
Phone 3-5550
We collect light, water and
phone bills.
Post Office
Muir's Drug Store Ltd.
J. CLUBB
FAMILY DRUGGIST
SERVING THE WEST END FOR
27 YEARS
Phone 74-4422
Elllce Sc Home
Thorarinson & Appleby
Barristers and Solicitors
S. A. Thorarinson, B.Sc., L.L.B.
W. R. Appleby. B.A., L.L.M.
701 Somerset Bldg.
Winnipeg, Man. Ph. 93-8391
Phone 92-7025
H. J. H. PALMASON
Chartered Acccnntant
505 Confederation Life Building
WINNIPEG MANITOBA
Parker, Parker and
Kristjansson
Barristers - Solicitors
Ben C. Parker, Q.C.
B. Stuart Parker, A. F. Krlstjansson
500 Canadian Bank of Commerce
Chambers
Wlnnlpeg, Man. Phone 92-3561
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
Keystone Fisheries
Limited
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH
60 Louise Street
Slmi 92-5227
EGGERTSON
FUNERAL HOME
Dauphin, Manitoba
Elgandl ARNI EGGERTSON Jr.
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
St. Mary’s and Vaughan. Winnipeg
PHONE 92-6441
Van's Electric Ltd.
636 Sargant Ave.
Authorized Home Appliance
Dealers
GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL
McCLARY ELECTRIC — MOFFAT
Phone 3-4890
J. J. Swanson & Co.
LIMITED
308 AVENUE BLDG. WINNIPEl,
Fasteignasalar. Leigja hfls. Öt-
vega peníngalán og eldsábyrgð,
bifreiðaábyrgð o. s. frv.
Phone 92-7538
SARGENT TAXI
PHONE 20-4845
For i^uick. Reliable Service
DR. E. JOHNSON
304 Eveline Street
SELKIRK, MANITOBA
Phones: Office 26 — Residence 230
Office Hours: 2.30 - 6.0t p.m.
Thorvaldson, Eggerison,
Baslin & Siringer
Barristers and Solicitors
209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg.
Portage og Garry St.
PHONE 92-8291
CANADIAN FISH
PRODUCERS LTD.
J. H. PAGE. Managing Dlrector
Wholesale Dlstributors of Fresh and
Frozen Flsh
311 CHAMBERS STREET
Offlce: 74-7451 Res.: 72-3917
Office Phone
92-4762
Res. Phone
72-6115
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAL ARTS BUILDING
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appointment.
A. S. BARDAL LTD.
FUNERAL HOME
843 Sherbrook Street
Selur llkkistur og annast um flt-
farir. Allur fltbúnaCur sá bezti.
StofnaC 1894
SÍMI 74-7474
Minnist
BETEL
í erfðaskrám yðar.
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smith St. Winnlpeg
PHONE 92-4624
Creators of
Distinctive Printing
Columbia Press Ltd.
695 Sargent Ave. Winnipeg
PHONE 74-3411
SELKIRK METAL PRODUCTS
Reykháfar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hrelnir. Hltaeiningar-
rör, ný uppfynding. Sparar eldl-
vi8, heldur hita frá aC rjúka flt
meB reyknum.—SkrifiB, stmiB tll
KELLY SVEINSSON
825 Wall St. Wlnnlpeg
Just North of Portage Ave.
Slmar 3-3744 — 3-4431
J. Wilfrid Swanson & Co.
Insurance ln all its branches
Real Estate • Mortgages - Rentals
210 POWER BUILDING
Telephone 93-7161 Res. 46-3486
LET US SERVE YOU