Lögberg - 10.03.1955, Síða 4

Lögberg - 10.03.1955, Síða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 10. MARZ 1955 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON GefiC ftt hvern fimtudag aí THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENITE, WINNIPEG, MaNITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrlft rltstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN PHONE 743-411 Verð $5.0U um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” ia printed and published by The Columbia Presa Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Fræðsluvikan Vikan frá 6. til 12. þ. m. er helguð fræðslumálum lands- ins og kölluð fræðsluvika; það var fyrst 1936 að nýlunda þessi kom til framkvæmda og naut hún þegar í upphafi slíkra vinsælda, að sjálfsagt þótti að halda þessari viðleitni uppi frá ári til árs; tilgangurinn var og sá, að vekja al- menning til alvarlegrar umhugsunar um fræðslumálin með það fyrir augum, að samstilla krafta þjóðarinnar um eitt og sama markmið þar sem allir legðust á eitt um að samræma átök sín fræðslumálunum til fulltingis; varið er árlega stór- fé til skólahalds og fræðslumála í hinum mörgu og mis- munandi myndum í þessu landi og almenningur þarf að fylgjast vel með því hvern árangur slíkar fjárveitingar beri, hvort rekstur skóla sé starfræktur á traustum grunni, hvort sannmentun haldist í hendur við kostnaðinn, eða hvort fræðslan sé yfirborðsleg og ófullnægjandi. Fræðsluvikan miðar að því, að glæða kynnin milli for- eldra og kennara og þess vegna er þess vænst, að sem allra flestir foreldrar færi sér í nyt þau kynningartæki, sem fræðsluvikan hefir upp á að bjóða, heimsæki skólana og kynnist með eigin augum hvernig þar sé umhorfs, en slíkt leiðir af sjálfu sér til gagnkvæms skilnings á þeim við- fangsefnum, sem efst eru á baugi í þann og þann svipinn og mikið veltur á hvernig fram úr sé ráðið. Sem eitt dæmi þess af mörgum, hvílíkum feikna fjár- hæðum sé varið til mentamálanna í landinu, nægir að benda á, að fylkisþingið í Alberta, sem nú situr á rökstólum, gerir svo ráð fyrir, að tveim þriðju af tekjum fylkisins yfir næsta fjárhagsár, verði varið til skólahalds og fræðslumála í einhverri mynd. Meðan á fræðsluvikunni stendur flytja ýmissir for- ustumenn á vettvangi mentamálanna útvarpserindi, auk ritstjórnargreina, sem blöðin flytja og bæklinga, sem dreift er út um land alt; að slíkt hafi vekjandi áhrif verður ekki dregið í efa og er þá tilganginum vitaskuld að nokkru náð. Skólafólkið í dag ber ábyrgð á viðfangsefnum morgun- dagsins, eða réttara sagt meðferð þeirra; það verður þess vegna aldrei of mikil áherzla á það lögð, að búa það sem bezt undir þær skyldur, sem framtíðin leggur því á herðar. ★ ★ ★ Fjársöfnun til Rauða krossins Starfsemi Rauða krossins er fléttuð inn í tilveru cana- disku þjóðarinnar; þegar ófyrirsjáanlegan vanda ber að höndum, er Rauði krossinn til taks til að líkna og hlynna að þeim öllum, sem hjálpar þurfa við; og í rauninni er það undir yður sjálfum komið hve djúptækar og áhrifaríkar líknarráðstafanirnar verða, með því að eftir fjárframlögum vex eða minkar bolmagn þessara heimsfrægu mannúðar- samtaka; hver og einn þjóðfélagsþegn þarf ekki annað en stinga hendinni í eigin barm til þess að láta sér skiljast, að það, sem snertir hann sjálfan, þegar við raman er reip að draga, getur snert meðbræður hans vítt um heim, er þarfn- ast sömu úrlausnar og hann og eiga í rauninni heimting á henni. íbúar þessa fylkis minnast enn flóðanna miklu 1950 og þeirra víðtæku vökustarfsemi, er Rauði krossinn þá inti af hendi varðandi dreifingu fæðis og klæðis meðal þeirra meðborgara vorra, er harðast urðu leiknir; vonandi er að slíkan vanda beri ekki að höndum fyrst um sinn, þó aldrei verði fyrir slíkt tekið; en þá má heldur ekki gleyma því, að öfl í annari mynd geta verið að verki, svo sem skæðar far- sóttir, víðtækir eldsvoðar og önnur firn, er þjakað getur kosti mannanna barna; yfir öllum slíkum aðstæðum vakir Rauði krossinn nótt sem nýtan dag og réttir fram líknandi hendur hvar, sem því verður við komið; í þessu felst ósegjan- legt öryggi, sem enginn má án vera. Hin árlega fjársöfnun í sjóð Rauðá krossins í þessu landi er nú fyrir skömmu hafin, og er áætlað að heildar- upphæðin nemi $5,494,100. Gert er ráð fyrir að íbúar Mani- tobafylkis leggi fram $365,400, og ef ráða má af reynslu undanfarinna ára, ætti slíkt ekki að verða neitt sérstakt Grettistak. Margt smátt gerir eitt stórt og þess vegna veltur mest á því, að allir leggi eitthvað til, hver eftir sinni getu. ★ ★ ★ Fosfurmoðir mannkynsins A Indlandi hafa kýr verið skoðaðar heilagar og eru víst þar um slóðir taldar að vera það, að minsta kosti í mörgum tilfellum enn þann dag í dag. Eins og gefur að skilja er það víðar en á Indlandi, sem kýrin er í heiðri höfð hvort sem hún er talin heilög eða ekki. Svo hefir að orði verið komist um kúna, að hún væri fósturmóðir mannkynsins, og mun það við nána athugun ekki ofmælt. Kýrin er hyrningarsteinn að heilsu þjóðanna; mjólkin, sem hún veitir börnum jarðar aðgang að, er auðugri að hollri fitu, bætiefnum og málmefnum, en nokkur önnur fæðutegund, sem móðir jörð gefur af sér; kýrin verðskuldar því fylztu nærgætni af þeirra hálfu, sem eiga hana eða annast um fóður hennar og hirðingu. Hvað jafnvel ein kýr gat orðið mannmörgu heimili til mikillar blessunar, munum við vafalaust mörg hver, sem borin vorum og barnfædd á afskektum öræfabýlum á Islandi. Búskapurinn 1954 Framhald af bls. 3 Skurðgröfur Vélasjóðs, 30 að tölu, eru taldar hafa grafið um 2,450,000 rúmm. af skurðum, en alls grófu þær 1953 500,382 lengdarmetra, sem eru 2,103,589 rúmm. Ekki er vitað hvað gröf- ur ræktunarsambandanna, 10 að tölu, grófu mikið en 1953 grófu þær og 3 vélar, sem eru eign bæiarfélaga 149,565 lengdarm., sem voru 574,430 rúmm. — Allur vé’cjröfiur 1953 nam 738,297 lengdarm. og 3,046,957 rúmm. Er auðsætt að vélgröfturinn er enn meiri 1954. Eru þetta ótrú- lega miklar framkvæmdir. Gera menn sér yfirleitt ekki ljóst, hve stórt er hér í efni. Um nýræktina 1954 eru ekki til neinar tölur. Nýræktin 1953 er talin 2,918 ha., og er líklegt að ræktunin 1954 sé engu minni. Af grasfræi seldi SIS, Mjólk- urfélag Reykjavíkur og Inn- kaupastofnun ríkisins alls 99,48 smál., en það svarar til nýrækt- ar er nemi að minnstá kosti 2,500 ha. Á árinu voru greidd úr ríkis- sjóði framlög til framræslu með skurðgröfum að upphæð kr. 4,759,053.04. Framlög til jarða- bóta annara en greidd voru á árinu voru kr. 6,911,753,72. Greidd framlög til vélakaupa ræktunarsambandanna voru kr. 666,915,56 á árinu. Vélakaup Vélakaup ræktunarsamband- anna voru ekki mikil á árinu, enda er vélakostur þeirra orðinn allríflegur. Áætlun um vélakost sambandanna var endurskoðuð og rýmkuð til mikilla muna, svo mjög verður til bjargar mörg- um ræktunarsamböndum, sem illa eru á vegi stödd um véla- kost, sökum óheppilegra véla- kaupa og óhappa, sem að þeim hafa steðjað, oft vegna þess að lítilli reynslu var til að tjalda. Af búvélum, sem inn voru fluttar á árinu, má nefna: Beltatraktorar með ýtu 12. Hjólatraktorar 488. Garðtraktorar 4. Traktorsplógar 74 — af þeim 10 skerpiplógar. Traktorsherfi 73. Traktorssláttuvélar 471. Jeppasláttuvélar 40. Vagnsláttuvélar 7. Traktor-snúningsvélar 7. Traktor-rakstrarvélar 7. Traktor-múgavélar 62. Heyhleðsluvélar 30. Mykjudreifarar 35. Áburðardreifarar fyrir traktor 8 og fyrir hestafl 165 o. s. frv. Tvær skurðgröfur bættust við á árinu, báðar Priestman Wulf. Ræktunarsamband Flóa og Keypti Vélasjóður aðra, en Skeiða hina. Skólarnir Á Hólum eru nú 29 nemendur, en 22 útskrifuðust vorið 1954. A Hvanneyri eru nemendur 53 og 7 af þeim í framhaldsdeild. Þar útskrifuðust 24 búfræðingar og 2 úr framhaldsdeild vorið 1954. t Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum, eru nú 10 nemendur, en 3 útskrifuðust 1954. í vetur starfa 8 (8) húsmæðra- skólar í sveitum. Tala nemenda var í desember alls um 236 en var 211 á sama tíma í fyrra. I héraðsskólunum 7 (8) eru um 560 nemendur í vetur en voru taldir 650 í fyrravetur. 1 húsmæðrakennaraskólanum eru 13 nemendur, en 9 útskrifuð- ust þaðan vorið 1954. í Menntaskólanum á Lauga- vatni eru um 100 nemendur. Hörðafylki í Noregi bauð tveimur piltum ókeypis skóla- vist í búnaðarskólum þar, og fór einn piltur að Steini og annar til Voss í því boði. Er þetta vin- samleg nýjung, sem allar líkur eru til að áfram haldi og geti orðið skemmtileg og nýt til- breytni í búnaðarnámi ungra manna. Búnaðarrannsóknir og fræðsla Tveir útlendingar frá FAO- stofnuninni dvöldu hér á landi um tíma, til að vinna að búnað- arrannsóknum og fræðslu. Ann- ar þeirra var skozki dýralæknir- inn Mr. W. Lyle Stewart, sem rannsakaði búfjársjúkdóma, einkum í kúm. Hinn var cana- diskur maður Mr. Campbell, er vann að athugunum á upp- blæstri og hagnýtingu haglendis með sandgræðslustjóra. Þriðji maðurinn, Matthías Þor finnsson, íslenzkrar ættar frá Minnesota, dvaldi hér á vegum FOA — framkvæmdaskipulags- ins ameríska, lengi árs og vann að því að kynna starfsíþróttir barna og unglinga, eða hina svo- nefndu 4-H-starfsemi, víða um land. Má mikils af því vænta, ef vel verður á haldið. 1 samningi Islands og Banda- ríkjanna um efnahagssamvinnu, var svo ákveðið, að 5% af jafn- virði gjafaframlaga skyldi lagt í sérstakan sjóð, er Bandaríkja- stjórn hefði til eigin ráðstöfunar hér á landi. í janúar 1954 voru undirritaðir samningar um, að 793,000 króna framlag úr ríkis- sjóði á móti, til rannsókna og fræðslustarfsemi í þágu land- búnaðar og sjávarútvegs hér á landi. Búnaðarfélagi Islands var fal- in framkvæmd þessarar búnað- arfræðslu. Var ráðinn forstjóri Gísli Kristjánson, forstjóri, að- stoðarmaður og fjórir ráðunaut- ar til að vinna að málinu. Fóru 2 um Norðurland og 2 um Aust- urland, efndu til áburðartil- rauna á einum stað í hreppi hverjum og héldu fundi með bændum. Hefir þetta allt farið vel fram samkvæmt áætlun. Samt sem áður hefir starfsemi þessi sætt nokkurri gagnrýni, og þó fremur val þeirra verkefna, sem að hefir verið unnið, enda erfitt að verjast þeirri hugsun, að betur hefði mátt gera, ef álits beztu manna og þekkingar á vandamálum bænda og búskap- ar hefði notið við, áður en hafizt var handa. Það er mikið vandamál og vert umhugsunar og umræðna, hvernig og með hverjum hætti leiðbeiningastarfsemi á sviði bú- skapar verður bezt efld og færð í hagkvæmt horf. Með ákvörðun jarðræktarlaganna frá 1950, um héraðsráðunauta, hygg ég, að sá grunnur* hafi verið lagður er bezt má á byggja. Efling héraðs- ráðunauta starfseminnar og skynsamleg verkaskipting milli héraðsráðunauta og ráðunauta Búnaðarfélags Islands tel ég nú vera eitt af því sem mest á ríður. Það má ekki viðgangast, sem oft hefir viljað verða, að ráðu- nautar Búnaðarfélagsins skyggi þannig á héraðsráðunautana, í skjóli aðstöðu sinnar, að það tor- veldi vöxt og viðgang starfsem- innar í sveitunum og torveldi héraðsráðunautunum að vaxa með verkum sínum og af þeim. Að geta og gera Margt það sem skeð hefir í leiðbeiningamálum landbúnað- arins á umliðnu ári, og fleira það er ég hef átt kost á að sjá og heyra á því ári, gefur mér til- efni til þess að láta nú í lok þessa litla áramótaþáttar þess getið, er mest kemur í muna við að hugleiða þessi mál öll. Hér skortir eigi svo mjög á, að til séu menn er vita og skilja hvers með þarf í mörgu, er varð- ar bændur og búskap þeirra. Slíkra hluta vegna er oss eigi svo mikil nauðsyn útlendra ráð- gjafa og tillagna þeirra, þó mjög gott geti verið að blanda geði við slíka menn og kynnast sjónar- miðum, er þeirra þekking og viðhorf nær til. Hér skortir heldur eigi svo mjög menn, er hafa til þess bæði þekkingu, vilja og getu að gera það, til þess að þoka búnaðar- málunum í betra horf, og það svo að um muni. Það, sem mest dvelur Orminn langa og mestu spillir, eru marg- vísleg viðhorf og streituviðbrögð heilla flokka, mannhópa og ein- staklinga, er mikils mega, sem beint og óbeint hindra framgang góðra mála, ef framgangur þeirra tryggir þeim ekki — þess- um aðilum — veg og völd. Því fer svo að margur, sem mikið vill og mikið getur, má ekki og fær ekki að gera það, sem gera þarf og til góðs má verða. Það nálgast lögmál hjá svo allt of mörgum, er ráða og ráða vilja í búnaðarmálum vorum, að eikjast við allt og alla, sem ekki eru sömu klíkugjörðum girtir, eins og þeir sjálfir, og meta menn og málefni í sam- ræmi við það. Því fer sem fer, hve oft og víða vér sjáum miðl- ungsmenn og meiri en það, gera litla hluti með litlum brag, þó að nægur kostur sé og ærin nauðsyn að meiri menn vinni þar að, svo að stórt sé gert og með gildum tökum. Þetta geng- Fróðlegar upplýsingar um utan- ríkisviðskipti og gjaldeyrisstöðu I 2. hefti Fjárhagstíðinda, sem kom út nýlega, er m. a. fróðleg grein um utanríkis- viðskipti og gjaldeyrisstöð- una, og fer hún hér á eftir: Verzlunarjöfnuðurinn var mjög óhagstæður frá maí til ágúst, en síðan hefir ástandið farið batn- andi, og í október var útflutn- ingur 28 millj. kr meiri en inn- flutningur. Til októberloka var verzlunarjöfnuðurinn óhagstæð- ur um 196 millj. kr., og er það mun betri afkoma en á síðasta ári, en þá var hann óhagstæður um 284 millj. kr. á sama tíma. Þetta er eingöngu því að þakka, að útflutningsverðmætið hefir aukizt um 196 millj. kr. frá því í fyrra, einkum vegna betri afla og aukinnar framleiðslu. Inn- flutningur hefir einnig aukizt mjög eða um 74 millj. kr. Ef miðað er við fyrstu þrjá ársfjórðungana, hefir hinn aukni útflutningur verið að mestu leyti að þakka meiri freðfisks- framleiðslu. Einnig hefir harð- fiskútflutningur aukizt mjög, enda var mikið flutt út snemma á árinu af fyrra árs framleiðslu. Nokkrar breytingar hafa orðið á skiptingu útflutningsins á lönd og greiðslusvæði. Hefir hlutfallslega meira af útflutn- ingnum farið til dollaralanda og vöruskipta landa, en minna til landanna á E.P.U.- og sterlings- svæðinu. Greiðslujöfnuður bankanna var óhagstæður annan og þriðja ársfjórðung í ár. I október og nóvember hefir mjög brugðið til batnaðar, og hefir jöfnuðurinn verið hagstæður þessa tvo mán- uði um 34,5 millj. kr. Þrátt fyrir það er líklegt, að greiðslujöfnuð- urinn verði nokkru óhagstæðari í ár en í fyrra, enda þótt verzl- unarjöfnuðurinn verði mun hag- stæðari. Stafar þessi munur fyrst og fremst af því, að í fyrra var notað gjafafé að upphæð 104 millj. kr., en svo til ekkert í ár, auk þess er líklegt, að minna ur svo langt að oft veldur bænd- um miklum töpum og ærnum sálarháska, og því daprast mörgum sundið, er langt gæti langst í málum bændanna, þeim til mikillar bjargar. Þessu mun svo farið á fleiri sviðum, í voru litla þjóðfélagi, en því nefni ég þetta á vettvangi búnaðarins, að þar eru mér málin bezt kunn, og þar svíður mér mest þegar kóklast er áfram í málefnalegri súld og brælu í stað þess að hafa þá sólarsýn, sem víst er kostur og bændur og búalið þarfnast, í lítt numdu landi mikilla vona og mikillar framtíðar. Þá áramótaósk á ég bezta bændum og búaliði til handa, að verulega megi rofa til í þessum málum á hinu nýbyrjaða ári, hvað sem allri baráttu flokka og stétta líður, þá verður árið 1955 goll og gleðilegt ár. erlent lánsfé verði notað á þessu ári en í fyrra. Loks er útlit fyrir, að duldar gjaldeyristekjur muni vera nokkru minni í ár. I lok nóvember voru, til dæmis, yfir- færslur á vegum varnarliðsins og verktaka þess orðnar 161 millj. kr. á árinu á móti 213 millj. kr. allt árið í fyrra. Gjaldeyriseign bakans að frá- dregnum skuldum var í nóvem- berlok í fyrra um 9 millj. kr. meiri en á sama tíma á síðast- liðnu ári. Hefir dollaraeignin aukizt um 54 millj. kr. og er nú komin upp í 182 millj. kr. Einnig hefir eignin í E.U.P.- gjaldeyri aukizt nokkuð, eink- um síðustu mánuði vegna mikils útflutnings á saltfiski og skreið, en jafnframt hefir skuldin við Greiðslubandalagið sjálft hækk- að. Að öllu samanlögðu hefir staðan gagnvart E.U.P.-löndum batnað um 17 millj. kr., og er skuldin við þau nú 56 millj. kr. Meginbreytingin frá því í fyrra er sú, að staðan gagnvart vöru- skiptalöndunum hefir versnað um 61 millj. kr. Orsakanna er einkum að leita í stórauknum skuldum við Spán og Finnland. Vegna aflabrests á síldveiðum í sumar hefir ekki verið unnt að standa við samninga um sölu saltsíldar til Finnlands, og er skuldin við það land komin yfir 30 millj. kr. Hins vegar hefir staðið á innflutningsleyfum á Spáni fyrir saltfiski, og rætist vonandi úr því bráðlega. Ekki er auðvelt að spá neinu um þróun- ina á næstunni, en líklega verður útflutningur minni en að undan- förnu. Birgðir af útflutnings- vörum eru nú, að því er virðist, nokkru minni en á sama tíma og í fyrra, sérstaklega birgðir af skreið og saltfiski, enda hefir gengið mjög greiðlega með sölu og afskipun upp á síðkastið. Hins vegar eru birgðir af freðfiski miklar, þrátt fyrir öran útflutn- ing, og stafar það af mjög mikilli framleiðslu á karfaflökum og öðrum frystum fiski síðustu mánuði. —VÍSIR, 25. janúar Þér þekkið starf Rauða krossins Ef til vill hefir syni yðar, bróður eða ein- hverjum í fjölskyldu yðar, eða nánum vini verið einhvern tíma hjálpað af Rauða krossinum, því hann fyrir marga unnið hefir mikið mannúðarstarf morgum löndum um mörg ár. En Rauði krossinn þarf hjálpar með, yðar hjálpar til þess að halda áfram sínu undursamlega starfi. Hann þarfnast mikils fjár við til að leysa af hendi sitt bráðnauðsynlega verk. Styðjið Rauða krossinn yðar. Gefið. —Mbl., 3. febr. Aukinn útflutningur meiri freðfiskssölu að þakka

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.