Lögberg - 10.03.1955, Side 5

Lögberg - 10.03.1955, Side 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 10. MARZ 1955 5 wwwwvvvvvvvvwvwvvvvvvvvw* ÁHUC'AMA.L UVCNNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON NOKKUR ORÐ UM ÍSLAND Erindi flutt af Marju Björnsson á Frónsmóti, 21. íebrúar 1955 Þegar ég var beðin um að flytja erindi á þessu móti, var ég á báðum áttum með það hvað gera skyldi. Ég hefi húsmóður- störfum að gegna og vinnst því lítill tími til ræðuhalda, sem krefjast nokkurs undirbúnings. En nú er ég komin hingað og verð því að hafa eitthvað til að segja frá. Efnisval var mér í sjálfsvald sett; en það bætti lítið úr vandanum. Eitthvað um Is- land, sem ekki hefir áður verið sagt frá, og betur sagt, en ég hefi ráð á, er ekki auðvelt að finna; en á árssamkomu Fróns væri annað ekki viðeigandi. — Niðurstaðan er því sú, að ég segi nokkur orð um ísland. Ég skil það að fátt er hægt að segja, sem ekki verða endurtekningar á því, sem bæði ég og aðrir hafa áður sagt, en ég veii líka, að það er gagnlegt að rifja upp, þó ekki sé nema einu sinni á ári, ýmis- legt af því, sem okkur er sam- eiginlega kært að heyra um og gera okkur grein fyrir. ísland er okkur sameiginlega kært, og því viljum við heyra og tala um það sem oftast, helzt á hverjum degi, og þá ekki sízt á okkar þjóðræknisþingum. — íslenzk tunga og erfðir snertir þá strengi, sem framleiða dýrustu og fegurstu tóna í hjörtum okk- ar allra; því „þótt þú langförull legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót“. 1 öll þau ár, sem við höfum dvalið hér í landi, höfum við fagnað mest yfir sigrum og velgengni Islands, og þá einnig fundið til dýpstrar sorgar og hluttekningar í sorg- um þess og mótlæti. Er þetta bæði sjálfsagt og eðlilegt, því þó við séum hér brezkir borgarar hefir það á engan hátt breytt þeim lögum, sem Guð hefir gefið hverjum einstakling að fylgja. Það getur enginn átt nema eina móður. En svo ég þreyti ykkur ekki á of löngum formála vil ég snúa mér að því, að segja nokkur orð um ísland. Það vill svo til, að fyrir nærri 5 árum síðan, áttum við hjónin þess kost að ferðast til íslands og dvelja þar meðal ættingja og vina í nærri hálft ár. Ég á engin orð til að lýsa þeim tilfinningum, sem bærðust í brjósti mér við heimkomuna. Það væri helzt orðið fögnuður, fögnuður yfir því, að fá nú aftur að sjá landið mitt, landið, sem mér var gefið í vöggugjöf, og sem ég hafði saknað svo mikið öll árin, frá því það hvarf mér sjónum. Fögnuður yfir því að fá nú aftur að sjá systur mína, vini og vandamenn, sem að ég kvaddi með svo miklum trega, en sem nú tóku mér með opnum örmum og vildu allt fyrir mig gera, til þess að gera mér heimkomuna sem allra ánægjulegasta. Fögn- uður yfir því að sjá nú landið í skrúða sumardagsins og heyra fuglakliðinn og lækjaniðinn, allt í kringum mig. Og þessi fögnuð- ur verður hvorki mældur né veginn, því upptök hans eru rót- föst í djúpi þeirra tilfinninga, sem við fáum ekki skýrt með orðum. Ég undraðist þá miklu breyt- ingu, sem orðin var eftir þau 40 ár, sem ég hafði dvalið hér, og ég fagnaði yfir því að hún var að flestu leyti á betri veg orðin. Það var eins og falinn eldur hefði loks náð að loga, lýsa og verma allt umhverfið. Ný og fegri útsýn hafði opnast þjóðinni og framtíðardraumarn- ir um batnandi hag og aukin tækifæri birtust í nýju ljósi. Is- land var ekki lengur afskekkt og einangruð eyja við hið yzta haf. Nú mátti vissulega nefna það „farsældar Frón“, því nú hafði það hlotið hið virðulega viðurnefni „Gimsteinn norður- hvelsins". Enginn skyldi vmdrast þetta, sem séð hefir fegurð landsins í búningi júnídagsins. Nóttin er horfin og dagur mætir degi, þar sem miðnætursólin varpar geislum sínum um loft og lög. Enginn skyldi undrast, þó að þjóðin drekki inn í sig töframagn þeirrar fegurðar og að hún hafi áhrif á innræti og áburðarverksmiðjur eru í smíð- um. Sjórinn hefir verið sóttur af kappi, með nýjum og betri tækj- um, og oft með góðum árangri; þótt stundum hafi það brugðist illa, eins og oft vill verða með óviss fyrirtæki. Eimskipafélag íslands, sem er óskabarn þjóðar- innar, hefir þroskast og marg- faldað arð sinn ár frá ári. Margt fleira mætti telja, og þegar á allt er litið getur engum dulist, að þjóðin hefir reynzt trú sinni köllun. Hún er iðjusöm, og á sama tíma stórhuga, og fer vel á því. Nú er ísland ekki lengur einangrað, heldur er það að verða víðfrægt ferðamannaland, fyrir bættar samgöngur og aðrar ástæður. íslenzku flugfélögin hafa verið heppin í vali með flugmenn sína, svo að starf þeirra hefir reynzt vel og hlotið almennt traust. Er þetta mikils- vert atriði fyrir þjóðina 1 heild sinni. En í einu atriði er Island eftirbátur allra annara þjóða. — Það á ekkert vopn og hefir engan hermann, sem kynni að halda á því. Ef til vill er nú athafnalíf þjóðarinnar. Eins j þetta ekk- hagkvæmt á þessum síðustu og verstu tímum, en þessir afkomendur víkinganna hafa lengi álitið og álíta enn, að menningunni sé betur borgið með því að þroska skilning og hjartalag hvers eins og sýna mun allt hið mótdræga hafa átt sinn þátt í að þjálfa þjóðina og „aga hana strangt með sín ís- köldu él“. En þrátt fyrir það var landið og er sú „hagsældar hrímhvíta móðir“, sem hefir alið upp þá drengskapar og dáða þjóð, sem nú byggir landið. Af ferðalaginu sjálfu hefi ég áður sagt og hefir sumt af því verið skráð í vikublöðunum okkar. Nægir því hér að geta þess, að ánægjulegra ferðalag er ekki unnt að hugsa sér. Mér fannst landið sjálft vera að miklu leyti líkt því, sem það áður var og veðurfarið hið sama. Er þó nokkurn veginn fullvíst, að á síðustu hálfri öld hefir veðrið orðið betra og hlýrra, en menn áttu að venjast. Er nú t. d. meðalhiti í janúarmánuði í Reykjavík heldur meiri en í New Yok. Vetrarríki er þó sjálf- sögðu mikið þegar daga styttir; en þegar við kvöddum Island síðast 1. desember 1950, voru blóm enn lifandi í görðum Reykjavíkur. Af þessari ástæðu meðal annars, gengur öll mat- jurtaræktun betur nú en áður átti sérstað, og er nú orðin í miklum vexti ár frá ári. Þá hefir inniræktun á ýmsum jurtum og aldinum verið stunduð af mikl- um áhuga í gróðurhúsum, og hefir tekizt mjög vel, eins og kunnugt er. Islendingur, sem dvalið hefir erlendis og finnur sjálfan sig allt í einu í faðmi íslenzkrar náttúru „inn milli fjallanna", verður ó- sjálfrátt hrifinn af töfum lands- ins, sem birtast í litafegurð og angan jarðarinnar og röddum lofts og strauma. Þessir töfrar skilja eftir bergmál í huganum, sem vaknar í hvert sinn, sem við þeim er snert. Útlendur maður, sem ferðaðist um landið, hefir nefnt það „gimstein norður- hvelsins", og uni ég vel þeirri lýsingu. En á þessum gimsteini hefir á síðasta aldarfjórðungi gerzt mjög eftirtektarverð saga. Hefir sú saga verið nefnd ný- sköpun, sem er í alla staði vel viðeigandi. Um leið og þjóðin braut af sér hlekki erlenda valdsins, varð hún einhuga um allt það, sem lýtur að menningu hvers einstaklings og verklegum framkvæmdum í landinu sjálfu. Nærri má geta að öll skilyrði voru ekki við hendina, en þau varð einnig að skapa. Ungir menn gerðust verkfræðingar og kenndu síðan réttar aðferðir við allt, sem gera þurfti. Voru þá skólar reistir, brýr byggðar og vegir ruddir. Torfbæirnir voru rifnir og ný íbúðarhús reist á heimilunum, með öllum nýtízku þægindum. óræktar-móar og mýrar voru gerð að túnum og sandauðnin á Rangárvöllum var gjörð að beitilandi. Rafmagns- stöðvar voru reistar víðsvegar og heitu vatni dælt inn í húsin til hlýinda og þrifnaðar. Þá voru verksmiðjur reistar, sem framleiða eiga ýmsar nauðsynj- ar fyrir þjóðarbúið. Sements- og honum fram á réttari leiðir. Ég viðhafði orðið einhuga í sambandi við þær verklegu framkvæmdir, sem orðið hafa og víst er að samvinnan hefir verið styrkur þáttur í starfsem- inni. Sem dæmi um það má þess í ársskýrslu sinni á árs- fundi félagsins 1950. Þar segir hann: „Þess ber að geta, að Vestur- íslendingur einn, Björn Magnús- son að nafni, hafði og brennandi áhuga fyrir skógrækt á Islandi. Hafði hann ritað ýmsar greinir um þetta í blöð, og skrifað ýms- um málsmetandi mönnum um hugðarefni sitt. Björn var fá- tækur veiðimaður, eftir að hann fluttist vestur um haf. Lagði hann því litla fjármuni af mörk- um til skógræktar, en með skrif- um sínum ýtti hann við ýmsum; og mér er ekki grunlaust um, að starf hans hafi flýtt fyrir stofnun Skógræktarfélags Is- lands“. — Þessi ummæli eru óefað sönn, og mun Björn hafa verið fyrsti maður til að senda trjáfræ til Islands héðan 'og einnig fyrstur til að vekja máls á þessu hér, og skrifa um það í íslenzk blöð. Var því þó lítill gaumur gefinn lengi vel; en á Alþingishátíðinni 1930 var Skógræktarfélag Is lands stofnað og hefir áhugi þess og athafnir farið sívaxandi síðan. Árangur af því starfi hefir líka orðið mikill á þeim 25 árum, sem liðið hafa síðan, því brátt sannfærðust menn um gildi þess og nauðsyn, og nú er þetta orðið að einu mesta áhugamáli þjóð- arinnar. Ég hefi minnst á þetta mál fyr hér á þjóðræknisþingi og sem stendur er ég í nefnd þeirri milli þinga, sem mun gefa sína skýrslu hér yfir starfið á liðnu ári. Ég sleppi því þá hér að fara fleiri orðum um þetta að nefna Reykjalund, hið nýja og sinni- En ég lít svo á, að ef veglega heimili og vinnustofur berklasjúklinga, sem er nú bráð- um fullgert. Er það nú til orðið fyrir samtök sjálfra sjúkling- anna, og hefir vakið athygli, ekki einungis á Islandi heldur líka um öll Norðurlönd. Sam- band íslenzkra berklasjúklinga, skammstafað SIBS, var stofnað árið 1938, en Vinnuheimilið á Reykjalundi var vígt og tók til starfa 1. febrúar 1945. En sú stofnun, sem hér um ræðir á sér merkilega sögu, sem ekki verður lægt að skýra frá að þessu sinni. Þá eiga kaupfélögin sinn þátt þessu á verzlunarsviðinu. — Kvenfélagahreyfingin á einnig merkilega sögu og hefir starf hennar reynzt blessunarrkt fyrir land og lýð. Eitt af því, sem Samband íslenzkra kvenfélaga hefir unnið að í síðastliðin 30 ár er sjóðsöfnun fyrir Hallveig- arstaði, eins og kunnugt er, og hefir þeim orðið vel ágengt með það þó seint gangi. En enginn vafi er lengur á því, að þetta komist í framkvæmd áður en mörg fleiri ár líða. Eins og sjá má á öllum vinnu- brögðum þjóðarinnar, eru nú sumarmál í þjóðlífinu, og árnar, sem áður lágu bundnar í klaka- hjúp vetrarins, eru að brjóta af sér ísinn með sívaxandi krafti. Nýr dagur er að renna upp á austurloftið með nýjum vonum og ber með sér fögnuð starfs- gleðinnar til alls lífs og allra manna. Það er Jónsmessunótt í ríki náttúrunnar og verður þá lítið um svefn, því nú er fæð- ingardagur hins unga lýðveldis. Tjald hins gamla tíma hefir nú verið dregið til hliðar og nýtt og fegurra svið blasir við sjónum manns. Það birtir yfir öllu og öllum og sál þjóðarinnar verður ein í þögulli þakkargjörð til gjafarans og sameiginlegu heiti um trúmennsku í framtíðar- starfinu. „Sú þjóð sem í gæfu og gengi vill búa, á guð sinn og land sitt skal trúa“. Mikið hefir unnizt á þeim 10 árum, sem liðið hafa síðan þjóð- in fékk sjálfstæði sitt, og hefi ég drepið á nokkur atriði því til sönnunar. Eitt enn mætti þó minnast á, og það er sá einhuga áhugi, sem hefir komið fram í því að klæða landið skógi. Ef til vill er ykkur ekki kunnugt um, að það var Vestur-íslend- ingur, sem var með þeim fyrstu til að vekja máls á þessu þarfa- máli og getur Hákon Bjarnason grundvöllur þessa félags á að standa óhaggaður vel og lengi, mega þær íslenzku erfðir, sem félagið bygglst á, ekki fara for- görðum. Er ræktarsemi við landið og þjóðina eitt af því, sem styrkt hefir þann grund- völl í liðinni tíð meir en nokkuð annað, sem ég kann að nefna. Á leiðinni fram undan liggja hættur, sem við höfum getað yfirstigið fram að þessu, en sem nú virðast vera að aukast á ýmsum sviðum. Nú dylst mönn- um ekki, að íslenzk tunga er óðum að hverfa úr kirkjulegum félagsskap og öllum félagsskap meðal okkar. Jafnvel af flest- um heimilum. Islenzku blöðin, sem hafa verið máttarstoð ís- lenzkunnar hér og eru enn í dag, eiga nú svo erfitt efnalega, að allt útlit er á því, að þau verði einnig að hverfa af sjónar- sviðinu áður en mörg ár líða. Hvar stöndum við þá í þjóð- ræknisstarfinu? Það er ekki erfitt að gera sér grein fyrir því. En það er efni til íhugunar hvernig hægt muni vera að sporna við þessu enn um nokkur ár. Á ferðalagi okkar um ísland dvöldum við tvo síðustu mánuð- ina í Reykjavík meðal frænd- fólks og kynntumst þar mörgu góðu fólki. Allir kannast við ís- lenzka gestrisni og þá einnig rausn, myndarskap og greiða- semi. Við vorum eiginlega al- drei heima, og þó áttum við alls staðar heima hvar sem við kom- um. Allt hlaut þetta að verða okkur minnisstætt, og færi ég að rekja viðburði daganna yrði það langt mál, og of langt fyrir samkomuerindi. Einu sérstak- lega ánægjulegu ferðalagi vil ég þó skýra frá. Steingrímur Jóns- son rafmagnsstjóri og frú Lára buðu okkur með sér í einkabíl þeirra í ferðalag til Sogsvirkj- unarinnar, sem þá var verið að reisa. Þáðum við að sjálfsögðu það rausnarboð og var lagt af stað snemma morguns, því ferðalagið var góð dagleið. Er farið sem leið liggur suðaustur að Kolviðarhóli þar sem Skíða- félag Reykjavíkur hefir reist sér skála til hvíldar og hressingar. Er skáli þessi byggður úr bjálk- um og brennur eldur í öllum hornum og eru stórir gluggar á framstofu, þar sem fólk getur séð til skíðaferðanna og setið yfir kaffi og alls konar réttum, sem þar eru á boðstólum. Dvöldum við þarna um stund og nutum útsýnisins og jafn- framt góðrar máltíðar með sam- ferðafólkinu. Þaðan er svo farið beint yfir Hellisheiði að Reykj- um, þar sem stendur nýbyggður kvennaskóli. Er svo farið að Kot- strönd og þaðan austur og síðan norður með Ingólfsfjalli, er þá komið í Ölfus, sem kallað er norðan ölfusár, en sunnan ár- innar er Flói, sem sjálfsagt margir hér kannast við. Norður með Ingólfsfjalli er svo farið upp með ánni þangað til komið er að fossunum, þar sem raf- virkjunin hefir verið gerð. Við fossana var svo áð æði lengi, því ýmislegt var þar að sjá, og var nú farið að líða á daginn. En nú var ekki farið sömu leið heim, því hin góðu hjón vidu sýna okkur sem mest af landinu með an dagur entist. Lá nú leiðin beint norður og liggur sá bíl- vegur austan við ána og upp með Þingvallavatni að austan- verðu. Þangað til stansað er á Þingvöllum. Sýndu þau okkur staðinn þar sem Alþingi hið forna var háð og eru þar enn búðir merkar, þar er Snorrabúð og fleiri, og svo er þar hella með „Lögberg“ áletrað meðal annara verksummerkja frá fornöldinni. Á þessum fornhelga stað er hrfandi útsýn yfir Þingvalla- vatnið og til fjallahringsins um- hverfis. Skógarteigur er þar vaxinn barrtrjám, og var fyrst plantað í þann blett árið 1898, og árið eftir voru gróðursettar þar 1000 fjallafurur og 500 hvít- greni, allar 2ja ára gamlar. Enn- fremur töluvert af lauftrjám. Munu þetta vera fyrstu barr- trén, sem gróðursett voru í ís- lenzkri mold. Margar af fyrstu plöntunum dóu út, en jafnharð- an voru aðrar gróðursettar 1 staðinn á hverju vori árum saman. Barrtrén stóðu sig betur en lauftrén, enda er nú fátt eftir af þeim. Lokið var við að gróðursetja í teiginn 1911, og síðan hefir ekki þurft að endur- planta í hann. Barrtrjátegundir í teignum eru einkum þessar: fjallafura, skógarfura, sembre- fura, balsamgreni, fagurgreni, hvítgreni og rauðgreni. Flestar voru plönturnar fengn- ar frá Danmörku og Noregi 2—4 ára gamlar, og voru flestar ör- litlar. Hæstu trén voru 1944 um 4m. eða vel það. Sum árin hefir vöxturinn verið um 33 sm. Ég get þessa, vegna þess að einmitt hér á þessum fornhelga stað hófst sú hreyfing, sem orðin er ein af mestu áhugamálum þjóðarinnar, og árangur hennar hefir orðið til þess að ýta undir frekari framkvæmdir víðsvegar um landið. Margt fleira mætti nefna, en viðdvölin þarna varð þó ekki löng, því dagur var að kveldi kominn, og enn var löng leið heim. En ég hefi minnst á þetta ferðalag vegna þess, að mér er það svo minnisstætt. Margir fleiri af þessu góða fólki buðu okkur í bíltúra með sér til þess að sýna okkur land- ið; en ef ég ætti að segja frá því öllu yrði það of langt mál. 1 huga mínum og hjarta er ég þeim öllum jafn þakklát. Eftir því sem ég var lengur á Islandi sannfærðist ég betur og betur um það, að hvergi annars staðar mætir manni önnur eins alúð og umhyggja, hvergi eins glaðlegt viðmót og fórnfús gest- risni, né önnur eins einlægni í umgengni fólksins. Ég hefi nú í stuttu máli reynt að gera grein fyrir því, sem hin stóra smáþjóð á íslandi hefir verið að starfa á þeim 10 árum, síðan hún endurheimti sjálf- stæði sitt. Inn á við hefir sigur fylgt hverju átaki hennar. tít á við hefir hún nú gerzt hlutgeng á sviði heimsmálanna; er þar valinn maður í hverju rúmi, og áhrif fulltrúa hennar hafa jafn- an reynzt vel. Friðarhugsjónin virðist enn eiga langt í land, en ef fulltrúar Islands ráða nokkru þar um, veit ég að treysta má því, að sá friður, sem ekki skerð- ir frelsi og rétt einstaklingsins, verður að lokum sigursæll í þeirri baráttu, sem nú stendur yfir. Ég vitnaði áður í þessu erindi til kvæðis Stephans G. „Þótt þú lanförull legðir“ og finnst- þá einnig fara vel á því, að enda erindið með orðum hans úr því sama kvæði. Og ég vildi að við værum þess ávalt minnug, að: „Fjarst í eilífðar útsæ vakir eylendan þín. Nóttlaus voraldar veröld, þar sem víðsýnin skín“. Þegar lifsmagnið þverrar MiíSaldri verða samfara ýmis vandamál varSandi heilsu og iffsmagn. Og þá kemur til greina Wam- pole’s þorskalýsi. ÞaS er ekki einungis hressilyf, heldur, verulegur heilsugjafi þrung- inn auðugum bætiefnum svo semD, Járni og öifrum málmefnum, er koma f veg fyrir 6þæg- indi, sem frá fæðu stafa, en, endurvekja áhuga og starfsþrótt. Kaupið flösku— yðnr fellur hið Ijúfa bragð í geð. EXTRACT 0F C0D LIVER fXTRBCT COOUVEII © tegHS E£=:v;-:t= oiu'U' Atvinnu- og atvinnuleysis- styrkurinn er félagsleg reglugerð Tilgangur hans er tvenns konar: — Að útvega atvinnulausum vinnu. Að greiða götu þeirra fjárhagslega, sem um stundarsakir eru atvinnulausir. Á síðastliðnum þrettán árum hefir atvinnuleysistryggingar- nefndin greitt $754,000,000 atvinnulausu fólki. Þessi þjónusta stendur -yður ókeypis til boða. UNEMPLOYMENT INSURANCE COMMISSION C. A. L. MURCHISON J. G. BISSON R. J. TALLION Commissioner Chief Commissioner Commissioner

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.