Lögberg - 10.03.1955, Síða 6
6
.. .. s
GUÐRÚN FRÁ LUNDI:
DA LALÍF
^— — r
„Nei, hann hefur ekki komið hingað. Hvað ætti hann svo sem
að erinda hingað, þegar læknirinn er ekki heima? Auðvitað situr
hann á „skrafstólum“ hjá frú Matthildi; karlinn er í rúminu“.
Hún glennti sig í framan og hló, en hann sá, að hún roðnaði
enn meira.
„Ég mætti honum nú samt hérna rétt hjá húsinu", sagði
Þórður.
„Ég veit ekkert um það. Hafi hann komið, þá hefur hann
engan fundið. Ég er búin að vera lengi uppi á lofti. Seztu, elsku
vinurinn. Ég kem með kaffið“, sagði hún blíð og biðjandi.
„Nei, ég vil ekki kaffi. Ég drakk kaffi niðri í sjóbúð“.
„Ætlarðu ekki að drekka kaffi hjá mér, þá einu sinni er ég hef
tíma til að veita þér það?“ sagði hún með kjökurhljóði. „Þér er
óhætt að trúa mér. Hann kom ekki til mín“.
Hún hellti kaffinu í pörin. Hendur hennar voru svo óstyrkar,
að það helltist utan hjá. Hann hikaði. Það gat vel verið, að hún
segði satt, að hann hefði engan fundið. Hún heyrði ekki til hans,
fyrr en hann barði í annað sinn. En hvað sem því leið, þá hafði
hann enga lyst á kaffinu. Hann ýtti frá sér bollanum.
„Ég er að fara, það er komið myrkur“, sagði hann og stóð upp.
„Elsku Þórður!“ kjökraði hún. „Þú mátt ekki . . .
„Ég er að fara“, sagði hann aftur og tók töskuna.
„Ertu að fara frá mér?“ sagði hún og vafði handleggjunum um
háls honum og grúfði sig að brjósti hans.
„Já, nú er ég að fara“, sagði hann. „Það er ekkert annað eftir
en að kveðja: Vertu sæl, elsku dalastúlkan mín. Þakka þér fyrir
allt gott“.
Það settist sami harði kökkurinn í háls honum, eins og þegar
systkini hans voru að kveðja hann, ferðbúin til Ameríku. Gat það
verið, að þetta yrði síðasta kveðjan þeirra?
„Þú hefðir átt að stanza lengur“, sagði hún döpur. Kæti hennar
var algerlega horfin.
„Ég er búinn að stanza helzt til lengi. Mér hefði þó ekki veitt af
að hafa birtu heim. Mér sýndist húsbóndinn ekki vel stöðugur á
fótunum“, sagði hann.
„Þú hefur lofað mér því, að ekkert hræðilegt komi fyrir,
Þórður“, sagði hún klökk. „Mundu, að hann er vinur þinn“.
Hann losaði hendur hennar utan af hálsi sínum, og horfði
framan í hana. Hún var hrygg og barðist við grátinn.
„Lína“, sagði hann í dimmum málrómi. „Viltu segja mér
sannleikann. Er hann ekki meiri vinur þinn en ég?“
„Hún rétti aðeins til hans hendurnar biðjandi: „Þú mátt ekki
yfirgefa mig, Þórður. Ég ætla að verða þér góð kona, þegar við
förum að búa í Selinu“.
Hann var horfinn út úr dyrunum, áður en hún hafði endað
setninguna. Hann hljóp ofan að hrossaréttinni, opnaði hana harka-
lega og teymdi reiðingshestana þangað, sem fiskpokarnir lágu.
Sjómennirnir hömuðust við að gera að. Flattir fiskar og
hausar flugu sitt á hvað. Siggi gaf sér þó tíma til að láta upp
með Þórði.
„Er Jón hér í dag?“ spurði hann. „Einhver var að þvaðra um
það áðan“.
„Já, hann er upp við rétt“, drundi í Þórði, „alveg augafullur".
„Ég má til með að heilsa honum“, sagði Siggi.
„Haltu í taumana á hestunum. Ég verð að skreppa inn í búðina,
áður en ég fer“, sagði Þórður. Siggi tók við taumunum, en Þórður
s.neri heim að búðardyrunum. Hann varð að kafa eftir sannleiks-
perlunni, hversu sárt sem það yrði að finna hana. Allt var betra
en þessi kveljandi grunsemd. Það voru fáir í búðinni, og ekki
búið að kveikja. Þórður leit í kringum sig, en sá ekki þann, sem
hann var að huga að.
„Er Ásgeir í Háakoti hér nokkurs staðar?“ spurði hann hátt.
„Hann hefur ekki verið hér í dag“, svaraði búðarmaðurinn.
„Mér var sagt, að hann hafi verið hér“, sagði Þórður.
„Ekki hef ég séð hann“, sagði búðarmaðurinn.
Þá greip unglingspiltur, sem stóð út við dyrnar, fram í; hann
var utan af Ströndinni:
„Geiri hefur ekki getað verið hér í dag. Hann var að fara á
sjó með Pétri frá Töngum, þegar ég reið þar um í morgun“.
„Heldurðu, að það sé áreiðanlegt, góði minn?“ sagði Þórður
og lagði áherzlu á hvert orð.
„Já, það máttu reiða þig á, að er rétt. Þeir voru að ýta fram
úr víkinni. Ég horfði á þá eins nærri mér og þig núna“.
„Jæja, góði minn“, sagði Þórður. „Þetta er sjálfsagt rétt
hjá þér“.
Á HEIMLEIÐ í MYRKRINU
Jón sat á kassa, skammt frá hrossaréttinni og reykti, þegar
Siggi kom.
„Þú ert þá svona mátulegur, fóstri“, sagði Siggi hlæjandi og
heilsaði honum með kossi. Jón faðmaði hann að sér með þessari
venjulegu drykkjumannsblíðu.
„Já, nú er ég mátulegur, Siggi minn, það má nú segja. Mér
líður svo vel, að þú trúir því ekki. Ég er að bíða eftir Þórði. Ég
veit ekki hvað orðið er af honum. Hann sagðist koma rétt strax,
en mér finnst heil eilífð síðan. Það er mál að fara að halda
heimleiðis“.
„Þú verður hérna í nótt“, sagði Siggi. „Þú ert ekki ferðafær,
góðurinn minn. Ég skal hjálpa þér upp að læknishúsinu. Þú gistir
þar í nótt“.
„O, ég hef nú fyrr farið þéttkenndur hérna fram göturnar og
komizt heill á húfi. En þá var það gamli Fálki minn, sem bar mig,
blessaður vinurinn“.
Þórður kom að í þessu og sótti Fálka inn í réttina og kom með
hann til þeirra.
„Finnst þér ekki rétt, að hann gisti hér í nótt?“ sagði Siggi.
„Hann ræður því líklega sjálfur“, svaraði Þórður stuttlega.
„Það hefur hann enginn ofan af því, ef hann ætlar sér það“.
„Auðvitað fer ég heim. Það er ekki hætt við slysum, þegar
Þórður minn er annars vegar“, sagði Jón. „Hvað gerir það til, þó j
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 10. MARZ 1955
að dimmt sé orðið. Það hefur enginn not af dagsljósinu, þegar
sjónin er slæm. Þórður er betri en dagsbirtan, skaltu vita. Ég
treysti honum betur en augunum í mér“.
„Viltu ekki heldur sitja á Skjóna?“ sagði Þórður.
„Onei, nei, það dugar ekki að láta undan folaskömminni. Hann
verður að vorkennast“.
„Jæja, hafðu þig þá á bak, kunningi. Helzt hefði ég nú samt
viljað vera laus við samfylgd þína í þetta sinn“, sagði Þórður.
Siggi hjálpaði honum á bak, meðan Þórður batt upp taumana á
áburðarhestunum og rak þá af stað. Þórður leit inn um eldhús-
gluggann hjá lækninum um leið og hann fór fram hjá. Það var
búið að kveikja, en nú hafði gleymzt að breiða fyrir gluggann.
Lína sat á stólnum við borðið. Hún hafði lagt bera handleggina á
borðið og höfuðið þar ofan á og steinsofnað. Það glampaði á
hornsylgjuna í vanganum.
„Vesalings barnið!“ sagði hann hálfhátt. Honum fannst svo
átakanlegt að sjá hana, að hann langaði helzt til að gráta. Næst
fylltist hugur hans af brennandi hatri til þess manns, sem var
orsök í allri þessari ógæfu, sem yfir þau hafði dunið. Hann var
ekki lengur í vafa um, að það var maðurinn, sem treysti honum
betur en augunum í sér. Hann hryllti við að hugsa til þess, að hann
skyldi vera búinn að ná slíku valdi yfir jafngóðri stúlku og Lína
var, að hún sæti alein hjá honum og drykki með honum. Og hánn
hryllti við þeim svikavef, sem hafði verið vafinn utan um hann
sjálfan. Samt var einhver vonarglampi um, að um einhvern mis-
skilning gæti verið að ræða. Hann mátti ekki vera of bráðlátur í
dómum sínum.
En hann var viss um, að þetta ferðalag yrði með öllu móti
erfitt. Siggi fylgdi þeim dálítinn spöl fram fyrir kaupstaðinn;
svo kvaddi hann og slagsaði aftur heim. Honum var það ráðgáta,
hvað Þórður var allt í einu orðinn undarlega þungbúinn. Hann,
sem hafði verið svo kátur í sjómannahópnum.
En vinirnir riðu fram göturnar. Fálki nagaði mélin og langaði
til að fá sér sprett, en reiðingshestarnir vörnuðu honum götunnar.
Dalurinn, sem hafði verið uppljómaður af sólskini, þegar Þórður
fór ofan eftir, var nú litlaus, og í hálfrökkrinu sýndist hann
átakanlega langur. Jón kvað rímnaerindi fyrir munni sér: „Una
sætan, meðan má, muna læt hjá brúði“. Þetta fannst Þórði að
hann hlyti að kveða til Línu, og það kvaldi hann. Svo fór hann
að syngja um hjarðsveininn, sem dreymdi smámeyna við lækinn.
Þórður þagði, og það þótti Jóni skrítið. Hann var vanur að taka
undir með honum. Þeir höfðu margsinnis riðið saman syngjandi
og glaðir.
„Hvers vegna raularðu ekki með mér? Ertu eitthvað ekki vel
hress?“ spurði Jón við og við, en fékk ekkert svar. Svo söng hann
um sorgina; þegar hún berði að dyrum, færi hann sjálfur til
dyranna, og segðist vera önnum kafinn. „Ha, ha, Þórður, því
raularðu ekki með mér? Mér finnst þú vera svo langt í burtu“.
„Ég er nú samt hérna rétt hjá þér“, svaraði einhver utan úr
myrkrinu. En það var ekki málrómur Þórðar.
„Þetta ert víst ekki þú, sem ert að tala. Ég fer að halda, að ég
sé kominn í hulduheimana, sem Siggi var að segja mér frá hér
á árunum“.
Svo breytti hann um og fór að syngja um „indælu eikina í
runni“, og þá kom sami sársaukinn upp í huga Þórðar og áður,
þegar hann staglaðist á vísuhelmningnum. Honum fannst þetta
vera lofsöngur til Línu.
„Hættu þessu gauli, Jón“, þvingaði hann sig til að segja. „Það
er eins og þegar hás hrafn er að skrækja”.
„Því tekurðu þá ekki undir við mig, skarfurinn þinn. Hvaða
dauðans drungi er í þér? Ertu sofandi á hestinum eða hvað?“
„Heldurðu að konunni þyki þú ekki helzt til slompaður, þegar
þú ríður í hlaðið?“ spurði Þórður.
„Oho! Ætli það verði ekki farið að renna af mér þá, eða hún
sofnuð. Jú, auðvitað fer hún að kjökra, vesalingurinn. Hún þolir
ekkert. Ekki einu sinni að sjá fullan mann. En samt er hún góð og
elskuleg kona, og ekki get ég hugsað mér heimilið án hennar. En
þrátt fyrir það hef ég orðið fyrir mörgum vonbrigðum í hjóna-
bandinu, og margt hefur farið á annan veg en ég bjóst við í
fyrstu. Ég er orðinn talsvert þreyttur á þessu sífellda kjarkleysi og
voli í henni, blessuninni. Hún getur ekki verið róleg, nema alltaf
sé blæjalogn og helzt sólskin. Stundum, þegar hvasst er, vekur
hún mig jafnóðum og ég sofna. Þá óttast hún, að þakið fjúki af
baðstofunni, eða að hún kastist alveg um koll, og við verðum
undir allri dyngjunni. Eða þá að fjallið steypist yfir bæinn. Og
þegar áin er í miklum vexti, dettur henni í hug, að hún komist alla
'leið heim að bænum og sópi honum burtu í einni svipan. Finnst
þér þetta ekki dálítið erfitt viðfangfe, Þórður minn?“
„Jú, það er það óneitanlega“, sagði Þórður. „En meiri ástæðu
hef ég þó til að kenna í brjósti um hana en þig“.
„Já, auðvitað á hún fjarska bágt, að vera svona veikluð. Já,
ég skil það vel. En samt er ég þreyttur. Og mig var líka búið að
dreyma um það í vöku og svefni, að eiga marga hrausta, fallega
drengi, sem þeystu út og suður eftir dalnum á fjörugum gæð-
ingum, og margar, ljóshærðar, indælar heimasætur, sem syngju
eins og englar fyrir pabba sinn“, hélt hann áfram. „En hvernig
hafa þeir draumar rætzt? Hvað á ég nú eiginlega? Eitt blessað
ljós, kjarklaust og fjörlaust, sem stendur uppi á réttarveggnum,
þegar pabbi hans stimpast við ótemjurnar, og biður hann að láta
ekki hrossin meiða sig. En samt er hann gott og elskulegt barn.
En strákarnir í Hvammi, það eru hraustir snáðar. Hefurðu tekið
eftir þeim, Þórður? Það er kjarkur og dugnaður í þeim. Það var
ég, sem átti að vera faðir þeirra barna. Ég ætlaðist til, að hún
ríkti eins og meykóngur í Hvammi. Ég ætlaði að útvega henni
duglegan vinnumann, en sjálfur ætlaði ég að búa með henni“.
„Þú hefðir þá heldur átt að giftast henni, þó að sambúðin hefði
kannske orðið hálf róstusöm, ef þið hefðuð verið eins stíf hvort við
annað eins og á æskuárunum“, skaut Þórður inn í.
„Það hefði orðið ágætt. Mikil ósköp. Þetta var skínandi sambúð
milli okkar, þarna í ærhúsunum í Hvammi. Hún hefði orðið mér
góð kona. En ég sé það núna, að það hefði orðið dálítið erfitt
fyrir okkur með jarðirnar. Hún hefði aldrei getað yfirgefið Hvamm,
og ég náttúrlega því síður Nautaflatir. Svo var Anna mín. Hún
gat eiginlega hvergi átt heima nema hjá okkur. Og hún hefði grátið
úr sér augun, ef henni hefði verið ýtt til hliðar. En Þóra átti að
vera ástmey mín, og það hefði verið ólíkt skemmtilegra fyrir
hana, en að taka þennan járnkarl að sér. Það eru ósanngjörn lög,
að mega ekki eiga nema eina konu“.
„Þú þurftir ekki að hugsa það, að Þóra yrði svo lítillát, að
vera hjákona þín allt lífið í gegn. Enda býst ég við, að konan þín
hefði ekki orðið neitt sérlega ánægð yfir svoleiðis nábýli, sem
ekki er vonlegt. En ég álít, að Þóra hefði ekki getað fengið heppi-
legri mann en Sigurð til að verja landeignina fyrir átroðningi
manna og skepna. Þó að hann sé kannske ekki öllum að skapi, þá
blómgast þó búið í höndunum á honum", sagði Þórður, svona til
að segja eitthvað. Hugur hans glímdi við annað. Hann hafði oft
tekið eftir því, að drukkinn maður er sannsögulli og opinskárri
en þegar hann er alls gáður. Og honum fannst einhver freistandi
rödd vera sífellt að hvísla því að sér, að láta nú til skarar skríða,
og komast til botns í því, sem hann varð að fá vissu fyrir. Nú er
tækifærið, sagði sú freistandi naðra, sem ásótti hann. En móðir
hans hafði sagt honum, að það væri synd og skömm að spyrja
drukkinn mann að því, sem hann væri ófús á að svara ódrukkinn.
Og hann vildi geyma það allt og breyta eftir því, sem hún hafði
innrætt honum. En freistarinn var áleitinn, og hann lét að
lokum undan:
„Var það Matthildur, sem gaf þér svona vel í staupinu?“
spurði hann. „Það var sagt, að kaupmaðurinn væri í rúminu, svo
að ekki hefur hann gert það“.
„Hverjum dettur það í hug, að hún sé að gæða karlmanni á
víni? Hún er alltof háleit til þess, og svo hefur hún ekki frjálsræði,
þó að andinn væri reiðubúinn. Hann lítur nú eftir henni, sá gamli.
Ég kom bara allra snöggvast inn til kaupmannsins. Hann var að
steindrepast úr gigt eða kýli. Ég man ekki hvort heldur var. Hún
var alltaf að reyna að stumra- yfir honum, konuvesalingurinn.
En svona þér að segja, sá ég, að það var heldur ónákvæm hjúkrun.
Enda fékk hún ekkert annað en vanþakklæti í staðinn. Það er
mikið til þess unnið, að komast í háa stöðu, að giftast manni, sem
er tuttugu og fimm árum eldri, og láta sér detta í hug, að hann
geti gert hana ánægða. Ekki sízt, þegar hann er eins kaldlyndur
og úfinn eins og Kristján er. Var það Siggi, sem gat þess til, að
hún hefði gefið mér vín? Hann er ekki sérlega hrifinn af henni
sem húsmóður“.
„Nei, það var Lína“, sagði Þórður og beið með eftirvæntingu
eftir að heyra, hvað hann segði.
„Var það Lína?“ sagði hann og hló. „Sko þá litlu, Það þarf
ekki að kenna selnum að synda“.
„Hún sagði, að læknirinn væri ekki heima, og að ekki hefðir
þú komið þangað í þetta sinn til að drekka“.
„Nei, hann var ekki heima, og ekki frúin heldur", hélt Jón
áfram í drafandi málróm. Þórði fannst hann aldrei ætla að koma
orðunum út úr sér. „En það gerði ekkert til. Vínflöskurnar hans
voru heima; og það er gott að heimsækja blessaða stúlkuna mína,
aleina í húsinu. Hún var líka svo skemmtileg að bragða með mér
á víninu; við hættum ekki fyrr en flaskan var tóm. En ég er líka
helzt til kenndur núna til þess að hátta heima“.
Það kom snöggur kippur í svipuólina hjá Þórði, eins og honum
þætti of hægt farið og hann væri að hugsa um að slá í hestana.
En af því varð þó ekki.
„Er það Lína, sem stelur handa þér víni og drekkur með þér?“
var næsta spurningin, sem lögð var fyrir drykkjumanninn.
„Ójá, það hefur alltaf verið heldur hlýtt á milli okkar síðan í
fyrravetur. Ég veit, að mér er óhætt að segja þér það. Varla ferðu
að segja blessaðri konunni það. Þú hefur víst aldrei vitað neitt
um það, hvað mikið gekk á í fyrravetur, kvöldið áður en hún
fór í burtu. Það var nú reyndar ekki annað en það, að ég kyssti
hana einn einasta koss í eldhúsinu. En það horfðu tvö falleg augu
á okkur innan úr búrinu. Slíkan gauragang hef ég sjaldan heyrt
út af öðru eins smáræði“.
„Mér var vel kunnugt um það. En ég hélt, að þar með hefði
þeim kunningsskap verið lokið“, sagði Þórður.
„Nei, ekki var það nú alveg. Ég hafði hug á að launa konunni
kinnkestinn, eins og langbrók gamla forðum. Þess vegna kom ég
því í kring, að hún fór ráðskona að Hvammi. Þóra var ákaflega
þakklát við mig, enda mátti hún það. Svo, þegar aðrir sváfu í
rökkrinu svefni hinna réttlátu, fundumst við og vöktum með
ástinni. En svo gerði Katla gamla allt vitlaust, eins og vant var;
hún æddi á milli bæjanna, með þvætting og smágjafir til Þóru,
og hafði hana víst til að trúa sér á endanum, svo að hún lét Línu
fara fyrr, en hún hefði annars gert. Og allt þakklætið kafnaði í
eintómri siðavendni fyrir Þóru minni. En það má hún eiga, að
ekki klagaði hún okkur. Það var líka einu sinni sú tíð, að hún
kunni við sig í faðmi mínum. En Ketilríður bað víst Önnu að
fyrirgefa mér, og bjóst víst meira að segja við, að hún hefði
verið að elta einhvern skugga, sem ekki væri til. Hún var víst
orðin hálf smeyk við reikninginn sinn hinum megin, og ætlaði að
bæta fyrir sér með þessari játningu. Þú hefðir nú bara átt að vita,
hvað hún hefur verið mér góð síðan, blessuð konan“. Hann hló
dátt og lengi.
„Og hvað svo?“ spurði Þórður í lágum, hvíslandi málrómi.
„Ég kom henni svo til læknisins. Það var það bezta. En það
eru ófrjálsir fundir, sem við höfum. Þau eru mörg augun í kaup-
staðnum. En samt hefur það tekizt einstaka sinnum. Það verður
þægilegra í vetur, þegar ég gisti niðri frá. Og nú þegir þú, Þórður
minn, eins og læst hirzla, eins og þú ert vanur“.
„Nei, nú ætla ég að tala, en ekki að þegja“, sagði Þórður í
dimmum málrómi.
„O, láttu mig þekkja þig, vinur. Það vildi ég, að svolítill vín-
dropi væri kominn; ég kvelst af þorsta“.
Þórður rétti honum vasaglasið sitt. „Þarna er eitthvað handa
þér“, sagði hann. „En náttúrlega er það ekki eins gott á bragðið
og vínið hjá lækninum, en það er líka betur fengið“.
Eftir þetta var riðið þegjandi. Klyfjahestarnir þrömmuðu
rétt á undan þeim, þó var tæplega hægt að sjá, hve margir þeir
voru, eða hvernig þeir voru litir. Haustnóttin var setzt að völdum
og byrgði hverja dagsglætu. Að sama skapi var hver ljósgeisli
horfinn úr sál Þórðar, en myrkur sorgarinnar komið í stað ástar-
sælu og vonargleði, sem áður hafði átt þar heima. Hann vissi, að
eftir þetta kvöld yrði ævi sín eintóm kvöl og einstæðingsskapur.
Hann dróst aftur úr hinum hestunum, sat álútur á Skjóna sínum,
og lét taumana hanga slaka niður með makkanum. Hesturinn
reyndi að reisa hausinn og hrista sig, því að hann kunni illa við
taumhaldið, en Þórður tók ekkert eftir því. Hann horfði út í svart
myrkrið. Samt sá hann alla leið fram að Seli. Hann sá litla, ný-
byggða bæinn, sem hann hafði byggt upp í hjáverkum sínum,
þegar aðrir sváfu, hrynja saman í eina rúst. Litlu börnin hans,
sem hann hafði séð svo oft leika sér í hlaðvarpanum, hurfu inn í
rústirnar og fórust, áður en þau fæddust. Móðir þeirra steinsvaf
þungum drykkjusvefni niðri í kaupstað, og fengi aldrei að sjá
þau né litla bæinn þeirra. Hún hafði víst aldrei ætlað sér að verða
móðir þeirra. Hann hafði vaknað, eins og hjarðsveinninn, rétt
þegar fegurstu vonirnar ætluðu að fara að rætast. Þó efaðist hann
um, að hann væri vakandi. Þá var nafn hans nefnt einhvers staðar
í myrkrinu skammt frá honum, í óskýrum málrómi.