Lögberg


Lögberg - 10.03.1955, Qupperneq 8

Lögberg - 10.03.1955, Qupperneq 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 10. MARZ 1955 Er tími skáldsögunnar liðinn? Kenning Harold. Nicolsons og rit Somerset Maugham um tíu heztu skáldsögurnar Úr borg og bygð Þjóðræknisdeildin ,.FRÓN" efnir til skemtifundar í Fyrstu Sambandskirkju, Sargent og Banning, föstudagskvöldið 1. apríl n.k., kl. 8 e. h. Herra Jón Asgeirsson, fyrrv. forseti Fróns, hefir góðfúslega lofast til þess að segja frá ferð sinni og dvöl á íslandi á þessum vetri. Eins og við öll vitum, þá er Jón skýr og ágætur maður, og mun hafa veitt nána athygli öllu því, er hann sá og heyrði. Fleira verður til skemmtunar, sem auglýst verður síðar. —Nefndin Mikill reki á Ströndum Djúpuvík, 4. fehr. Mikill reki hefir verið síðustu daga, svo mikill, að ekki hefir verið slíkur í mörg ár. Hefir rekinn verið að glæðast nú allan tímann, síðan norðaustan garð- inn gerði, eða síðastliðinn hálfan mánuð, og er beztur nú síðustu daga. Þótt enn sé stíf norðaustan átt og hvasst, er hríðarlaust og bjart, og hafa bændur nú gengið á reka á jörðum sínum. Jafnt um allar Strandir Rekinn er nokkuð jafn á öll- um annesjafjörðum hér norðan til á Ströndum, allt frá nyrzta boii, Reykjafirði og til Tré- kyllisvíkur, en á þessu svæði eru bæirnir, Drangar, Ófeigs- fjörður, Munaðarnes, Seljaland og Fell. Ekki er vitað um reka á eyðijörðum, sem hér eru margar, einkum á Hornströndum, þar sem allt er í eyði nema Reykja- fjörður, en sjálfsagt er rekinn þar eins mikill. Sum trén, sem rekur, eru feikna stór, og viðurinn yfirleitt góður, þótt hann sé misjafn, eins og eðlilegt er. — Stærstu trén eru um 70 cm. í þvermál og 20—30 feta löng, en nokkur munu vera 50—70 cm. Farmur af norskum eða rússneskum skipum En auk viðarrekans finnast hér reknar á fjöru síldartunnur, tómar sumar og botnlausar jafn- eins og skýrt var frá hér vel, en einnig sumar fullar af saltsíld. — Menn velta því fyrir sér, hvaðan þær séu komnar og eru sammála um, að þær muni annaðhvort vera af norskum eða rússneskum skipum, sem verið hafi á ferð norðan við þessi lönd, annað hvort eða bæði. Ekki hef- ir rekið annað, er týnzt hefir af eða með skipum. Guðmundur Kristinn Johnson, 223 Chestnut Avenue, lézt á Al- menna spítalanum 3. marz; hann var 59 ára að aldri, fæddur að Kirkjubæjarklaustri. Foreldrar hans voru Einar Jónsson og Guðrún Guðmundsdóttir, kona hans. Til Canada kom hann árið 1912, og átti heima lengst af í Selkirk og Winnipeg; hann var trésmiður að iðn. Hann lætur eftir sig konu, Elínu, og sex börn, flest uppkomin og sum gift. Jarðarförin fór fram frá útfararstofu Kerr’s á miðviku- daginn 5. marz. Séra Valdimar J. Eylands flutti kveðjumál. ☆ Föstuguðsþjónustur eru haldn- ar á miðvikudagskvöldum kl. 8 í samkomusal Fyrstu lútersku kirkju. Lesnir eru kaflar úr hinni nýju bók Rsmundar Guð- mundssonar biskups, Æfi Jesú. ☆ Próf. Finnbogi Guðmundsson flytur erindi um Hallgrím Pétursson við messugjörð í Fyrstu lútersku kirkju, á sunnu- dagskvöldið 26. marz. ☆ The Annual Birthday Bridge of the Jon Sigurdson Chapter, I. O. D. E., will be held in the Lower Auditorium of the First Federated Church, Sargent and Banning.on Friday Eve March 18 at 8.15 a’clock. ☆ Mr. og Mrs. Árni Brandsson frá Hnausum voru stödd í borg- inni í byrjun vikunnar. ☆ Mr. Stefán Eiríksson starfs- maður við hótelið í Cypress River, kom til borgarinnar um síðustu helgi og dvaldi hér fram í byrjun vikunnar. Framhald af hls. 1 ar var gerfi hennar afleitt og dróg úr áhrifum leiks hennar. Kerling, sem er búin að basla við þrjóskan karl í herrans mörg ár og eiga með honum tíu börn, á ekki að vera svona ung og falleg. — Aftur á móti var rödd Finnboga, meðan karl var í skjóðunni, og gerfi hans eftir að hann slapp úr skjóðunni með ágætum, en hreyfingar hans fremur léttar og unglegar fyrir svo gamlan mann. Óvinurinn, Björn Sigurbjörnsson var búinn ágætu gerfi, og var fullur af „satans krafti“, svo sem til stóð, og leysti hlutverk sitt af hendi mjög vel. Reynir Þórðarson sem Lykla-Pétur, var virðulegur og HINN fjölhæfi rithöfundur og bókagagnrýnandi, Harold Nicolson, hrelldi hinn enska skáldahóp nýlega með þeirri fullyrðingu, að skáldsagan væri nú í andaslitrunum sem listform. Það gæti ekki varað lengi þar til hún liði alveg undir lok. Það, sem aðallega ógnar skáldsög- unni, segir Nicolson, eru ævi- sögur, og þá helzt sjálfævisögur, ferðalýsingar og hinn sívaxandi straumur bóka, sem skýra al- menningi frá vísindalegum rann- sóknum og árangri. Nicolson er ekki fyrstur manna til að láta í ljósi þessa skoðun, sem aðallega hefir fengið fótfestu síðan stríð- inu lauk, en að því er ég bezt veit, er hann sá fyrsti, sem færir fram einhverjar ástæður fyrir skoðun sinni. I grein, sem hann reit í blaðið Observer, heldur hann því fram, að skáld- sagan, sem fyrst kom fram á sjónarsviðið í Englandi og Frakk landi á 18. öld, hafi verið bók- menntalegt fyrirbrigði, er náði hápunkti sínum á 19. öld, en megni nú ekki lengur að upp- fylla óskir lesenda. Nicholson hefir vafalaust kom- ið fram með þessa skoðun sína á opinberum vettvangi í því skyni að koma af stað ritdeilum um þetta efni. Söguljóð og sorgar- leikir, ritar Nicolson, eru elztu bókmenntafyrirbrigði mannsins, en skáldsagan varð fyrst til sam- íara þörfinni eftir sálfræðilegri skilgreiningu á persónunum og afstöðu þeirra til gefinna vanda- mála. Samfara þessu er svo ná- kvæm staðalýsing. Það var í rauninni nauðsyn mannanna til að fá skilgreiningu á lífinu og tilkomumikill í sjón; gætti þó nokkurs yfirskins í ræðu hans, en ef til vill er til þess ætlast af höfundarins hálfu, því eftir- minnileg verður viðureign þeirra Jóns við Gullna hliðið: Jón annars vegar með tilvitnanir sínar í hina fornu íslenzku vík- inga og Pétur hins vegar með fyrirbænir sínar — stórlega hneykslaður. Þetta leikatriði. tel ég með því bezta í leiknum. Helga Pálsdóttir flutti „pro- logus“ leiksins, hið snjalla kvæði höfundarins, og gerði það vel. Hún hefir litlar svipbreytingar, en málrómur hennar er fallegur og djúpur, og hreimur mál- rómsins túlkaði kvæðið ef til vill á áhrifaríkari hátt án svip- breytinga. Hún var og yndisleg María mey, en sú persóna átti fremur heima í helgum jólaleik heldur en þessum leik. Síðasta atriðið í leiknum tókst vel; umbreytingin á hinum þrjóska, hvassyrta karli, eftir að hann kemst inn í himnaríki og kemur svo fram á sviðið í hvít- um serk með pálma í höndum; hefir hann þá mildast og orðið eins og hinir. Þarna var ágætur samleikur. Það er erfitt að fara með þennan leik. Ég hefi því miður ekki lesið hann, en ég hygg, að hér sé áreiðanlega um meira og dýpra að ræða af hálfu höfund- arins, en skopleik. Framburður allra leikenda var skýr og áheyrilegur. Karl- leikararnir gerðu leiktjöldin; bæði þau og hið litla leiksvið virtust fullnægja leiknum; sér- staklega var hið gullna hlið reisulegt og fallega gjört. Kven- leikararnir saumuðu búningana, er allir voru vel viðeigandi. Ancllitsförðun annaðist dr. Doris Löve. Góður vilji megnar mikils. Hið unga leikfélag sannaði það. Gullna hliðið setti það á svið í virðingarskyni við Davíð Ste- íánsson sextugan. Hann má vel við una, og við gestirnir megum þakklátir vera. —I. J. sjálfum sér auk fjálgleik þeirra í að vera gripnir spenningi, sem skóp skáldsöguna. Og óskir mannanna á þessu sviði eru óbreyttar í dag að öðru en því, að nú vilja þeir helzt lésa um atburði, sem hafa í rauninni gerzt, skrifaða af mönnum, sem annað hvort hafa tekið þátt í þeim sjálfir eða haft vitneskjuna um þá frá fyrstu hendi. Miklir skáldsagnahöfundar eru gæddir þeirri gáfu, að geta feng- ið lesendur sína til að trúa því, að hinir ímynduðu atburðir hafi í rauninni gerzt, segir Somerset Maugham í nýútkominni bók sinni „Tíu skáldsögur og höfund- ar þeirra“. Það, sem Maugham ritar þarna, kemur í rauninni heim við fullyrðingu Nicholsons, því að jafnvel þótt lesendur nú- tímans setji mest traust sitt á sannar frásagnir, urðu kynslóð- irnar á undan okkur að nota sér hugmyndaflug rithöfundarins til að geta ímyndað sér að allt, sem ritað væri, hefði átt sér stað í veruleikanum. Það var vafalaust vegna þeirr- ar upplausnar, sem Nicholson hafði stuðlað að í enska bók- menntaheiminum, að bók Maug- hams vakti slíka athygli og um- tal, sem raun bar vitni. Það var heldur ekki svo auðvelt við- fangsefni, sem ameríski bóka- útgefandinn fól Maugham, að velja úr öllum heimsbókmennt- unum tíu beztu skáldsögurnar. Ætlunin var að Maugham ritaði langan formála við öll verkanna, er hann valdi, og síðan skyldu þau gefin út í nýrri útgáfu. Hin- ir tíu formálar hafa nú verið gefnir út í sérstakri úfgáfu, eftir að útdráttur úr þeim birtist reglulega neðanmáls í blaðinu Sunday Times. Mörgum vikum áður hafði blaðið auglýst ná- kvæmlega þann dag, er ályktan- ir Maughams skyldu birtar, og atburðar þessa var beðið með leyndardómsfullri eftirvæntingu eins og um væri að ræða hern- aðarleyndarmál. Og loks rann dagurinn upp og riddarar penn- ans lögðu til atlögu við lesend- ur. Bækurnar, sem Maugham hafði valið, voru þessar: „Tom Jones“ eftir Henry Fielding, „Drambsemi og hleypidómar“ eftir Jane Austin, „Rautt og svart“ eftir Stendhal, „Faðir Goriot“ eftir Balzac, „Davíð Copperfield“ eftir Dickens, „Madame Bovary“ eftir Flau- bert, „Moby Dick“ eftir Herman Melville, „Wuthering Heights“ eftir Emily Bronte, „Karamazov- bræðurnir“ eftir Dostojevsky og „Stríð og friður“ eftir Tolstoy. Eins og húast mátti við kom þegar straumur af bréfum til ritstjórnarinnar. í flestum þeirra var val Maughams gagnrýnt, og menn spurðu, hvers vegna þessi bók væri meðal þeirra útvöldu, en ekki einhver önnur, er þeir töldu hafa meiri rétt til þess. Margir tö.ldu líka, að val rit- höfundarins lægi um of í augum uppi, og töldu, að Maugham hefði ekki verið nærri nógu frumlegur. Þessum mönnum fannst, að ekki hefði þurft neinn rithöfund til að velja þessar bækur. Þetta er allt saman gott og blessað, en það var nú einu sinni Maugham, sem beðinn var að velja bækurnar, og það gefur auga leið, að ef einhver annar hefði orðið fyrir valinu, hefðu bækurnar líka orðið aðrar. Þannig hefðu rússneskir rit- höfundar ekki látið undir höfuð leggjast að bæta „Dauðum sál- um“ eftir Gogol eða „Oblomov" eftir Gontsjarov á listann. Frakki hefði vafalaust tekið „Prinsesse de Cléve“ með og Spánverji „Don Quixote“ og svo mætti lengi telja. Það er athyglis vert, að þýzkar bókmenntir koma ekkert við sögu í vali Maughams, og hann gefur enga skýringu á því í formálum sín- um eins og hann þó gerir gagn- vart Cervantes og Marcel Proust. En eins og áður er sagt, var það Maugham, sem fenginn var til að velja og útkoman varð sú, að fyrir vali hans urðu fjórir Eng- lendingar, þrír Frakkar, tveir Rússar og einn Ameríkumaður. Það er ekki úr vegi að gera sér íhugarlund hver hin raunveru- lega skoðun Maughams er á stöðu skáldsögunnar í bók- menntunum, því að bókaval hans gefur nokkra hugmynd um hana. Dickens, Balzac, Stendhal, Flaubert, Dostojevsky og Tol- stoy eru hin stóru nöfn 19. ald- arinnar, sem var blómaskeið skáldsögunnar. En í stað hinna, þeirra útvöldu hefðu getað kom- ið aðrir jafnmargir eða fleiri án þess að nokkrum væri óréttur ger. Ef til vill þó að Melville undanteknum. Maugham, sem nú er kominn yfir áttrætt, hefir verið dug- mikill verkamaður í víngarði bókmenntanna. Verk hans hafa verið jöfn að gæðum, og aðeins einu sinni hefir ha'nn hafið sig upp yfir hið venjulega með bók- inni „Of Human Bondage“. Hann hefir ritað ótal skáldverk og smærri sögur, og einnig hefir hann skapað sér nafn sem leik- ritaskáld. Hann notar rittækni sína til fullnustu og hefir mjög fast form. Hann er nokkuð harð- skeyttur í skrifum en sýnir þó mikla þolinmæði. Hann er heims maður, dálítið yfirdrifinn, en hefir góða kímnigáfu. Til dæmis þegar hann vildi sýna aðdáun sína á Marchel Proust og sagði: Ég vil heldur láta mér leiðast yfir Proust en að lesa nokkurn annan rithöfund. Hér komum við að einum þætti í afstöðu Maughams til skáldsögunnar: Hún má aldrei vera það leiðinleg, að lesandinn verði ekki gagntekinn af efninu. Skoðun hans er, að æðsta hlut- verk skáldsögunnar sé að stytta lesendum stundir fremur en að vera fræðandi og uppbyggjandi. Þess vegna er hann á móti öll- um, sem halda því fram, að efnið hafi ekki mikla þýðingu, heldur aðeins hin sálfræðilega könnun. Frá ómunatíð hefir mannfólkið hlustað á sögur um merkilega atburði. Það eru þeir atburðir, sem skeð hafa, sem fyrst og fremst fanga huga manna, ritar Mougham, en í öðru sæti koma svo persónulýsingar og sálfræði- leg atriði. Skáldsagan er ekkert listaverk án áhrifa mikillar upp- byggingar og spennandi augna- blika. Skáldsaga, sem rituð er í því augnamiði að betra fólk eða mennta það, á ekki rétt á að kallast listaverk. Maugham er alveg á öndverðum meið við H. G. Wells, sem hafði gagnstæða skoðun á þessum málum. Hann hélt því fram, að skáldsagan væri aðeins tæki til að koma fram ákveðnum hugmyndum, segir Maugham, og hann valdi skáldsöguna vegna þess, að hún er heppilegasta formið til að ná til ’ sem flestra. En skáldsagna- formið er ekki hægt að nota í áróðursaugnamiði, og Maugham heldur því fram, að lesendur hafi rangt fyrir sér, ef þeir álíta, að á þann hátt geti þeir aflað sér þekkingar. Allur fróðleikur verður að vera svo hlutlægur sem mögulegt er, en skáldsaga getur aldrei orðið lifandi lista- verk, nema hin huglægu sjónar- mið skáldsins gegnsýri persón- urnar og dóm skáldsins yfir þeim. Þeir rithöfundar, sem Maug- ham hefir tekið á lista sinn, uppfylla einmitt þær kröfur, sem Maugham sjálfur gerir til skáldsagnagerðar, nefnilega að fyrst og fremst sé um að ræða „góða sögu“ og jafnframt að höfundarnir séu fróðir um menn og hluti, en það er einmitt þetta, sem er þeirra snilligáfa. Eitt af því nytsamlegasta við bók M ESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. TheoL Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 13. marz: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 íslenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson Maughams er, að hún mun gera Herman Melville þekktari en hann hefir verið til þessa. Saga hans um hvalinn Moby Dick er með merkustu verkum, er rituð hafa verið, en Melville lézt ó- þekktur í lok síðustu aldar í New York. Það var fyrst eftir fyrri heimsstyrjöldina að menn fóru að gefa gaum að verkum hans og þá sérstaklega þessari sögu um hvalveiðarnar, sem byggð er upp á tvennan hátt. Annars vegar er hægt að lesa hana sem rétta og slétta sögu af sjónum og sjómönnum, og hins vegar sem lýsingu á baráttunni milli góðs og ills. Öll frásögnin er rituð í spámannlegum anda, sem minnir á 17. aldar ensku. Það er ekki fyrr en hundrað árum eftir útkomu „Moby Dick“ sem Melville er talinn til „hinna stóru“, og að þessu leyti hlaut hann sömu örlög og Stendhal. í fimmtíu ára gamalli útgáfu af Ensyclopedia Americana er hans aðeins minnzt með nokkrum lín- um en í nýjustu útgáfunni eí rætt um hann í heilum dálki. „Moby Dick“ er sérstæð bók, sem anhars vegar lýsir lífinu til sjós og hins vegar heimspeki- legar hugleiðingar um lífið yfir- leitt. Einnig er að finna í bók- inni nákvæma lýsingu á bygg- ingu og lífsvenjum hvalsins, og hvað þetta snertir er bókin eins og leksikon. Mauham heldur því fram, að þess konar innskot trufli frá- sögnina, ekki aðeins hjá Mel- ville, heldur hjá mörgum öðrum skáldum, sem stundum skjóta inn óskyldum hlutum, sem les- andinn finnur ekki að séu í neinu sambandi við sjálfa frá* sögnina. Til þess að bjarga hin- um mestu rithöfundum frá því að vera álitnir langdregnir, kem- ur Maugham fram með „yfir- hlaups“- aðferðina, sem fólgin er í því að hlaupa yfir allt, sem engu máli skiptir í bókunum, en vegna þess að ekki er víst, að allir geti tileinkað sér þessa að- ferð, hefir Maugham stytt út- gáfu þessa meira en áður hefir verið gert. Til þess að verða Maugham sammála í þessu efni þurfa menn ekki að leita lengra en til hinna tilbreytingasnauðu lýsinga í „Don Quixote“. Það er hrífandi bók, sem Maugham hefir nú sent frá sér, og þegar litið er til baka yfir öll hans verk, er ekki hægt að kom- ast hjá að sakna þess, að hann skuli ekki hafa sent frá sér meira af ritverkum um bók- menntir en raun hefir orðið á. (Grein þessi er eftir blaða- manninn Per Thorstad, og birtist hún í Aftenposten fyrir skömmu. Greinin er örlítið stytt í þýð- ingu). —TÍMINN, 27. jan. —Alþb., 4. febr. KREFJIST! VINNUSOKKÁ Með margstyrktum tám og hælum Þeir endast öðrum sokkum betur Penmans vinnusokkar endast lengur — veita yður aukin þægindi og eru meira virði. Gerð og þykkt við allra hæfi — og sé tillit tekið til verðs, er hér um mestu kjörkaup að ræða. EINNIG NÆRFÖT OG YTRI SKJÓLFÖT Frægt firma síðan 1868 WS-9-4 GULLNA HLIÐIÐ

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.