Lögberg - 17.03.1955, Page 7

Lögberg - 17.03.1955, Page 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 17. MARZ 1955 7 Tólf ára óætlunin . . . Heildarfiskaflinn 1954 var 25 þúsund lestum meiri en 1953 Framhald af bls. 3 Á einstaka stað eru landbúnaðar verkamennirnir atvinnulausir allt að 7 mánuði ársins. Fæðan er gersamlega óhæfileg og fá- kunnáttan mikil hindrun öllum framförum. Nútíma aðferðir mæta oft andstöðu vegna gam- alla hefða eða hjátrúar. Afleið- ing þessa er sú, að íbúar þessara staða sljófgast og falla í dvala, sem þeir megna ekki sjálfir að hrista af sér. í fyrrnefndum skýrslum var einnig greint frá niðurstöðum rannsókna á fátæktinni í ítalíu. Það kom í ljós, að 28 af hundraði þjóðarinnar borða aldrei kjöt, fimmtán af hundraði nota aldrei sykur og 22 af hundraði íbú- anna í vínlandinu ítalíu hafa ekki ráð á að drekka vín. Þessar skýrslur eru núverandi stjórn Italíu til mikils sóma, bæði vegna þess hve opinskáar þær eru og ekki sízt vegna þess að í þeim er að finna tillögur til úrbóta. Félagsmálaráðherrann, Ezio Vigorelli, sem opinberaði skýrslurnar, lét þess getið, að ef til vill ættu stjórnarvöldin að skammast sín fyrir slíkar skýrsl- ur. En það er mesti misskilning- ur. Skýrslurnar urðu að vera sannleikanum samkvæmar til hins ýtrasta — aðeins á slíkum grundvelli var hægt að skipu- leggja útbæturnar og hrinda þeim í framkvæmd. Það er vissulega stórkostlegt áform, sem stjórnin hefir í huga. En ýmislegt hefir líka verið gert til þessa, aðallega til að stemma stigu við fólksfjölguninni með flutningi fólks til útlanda. 1 Suður Italíu búa um 17 millj. manns, þrátt fyrir það, að úr landinu hafa flutt milljónir. Og útflutningur fólksins er ennþá stór liður í stefnu stjórnarinnar. Á öllum alþjóðaráðstefnum, þar sem Italía er aðili, koma full- trúar hennar fram með tillögur um rýmkun atvinnufrelsis í heiminum. Einnig hafa ítölsk stjórnarvöld átt tal við ríkis- stjórnir margra landa um mögu- leika á flutningi ítalskra inn- flytjenda til viðkomandi landa. Þessir samningar fela einnig í sér vernd til handa hinum ítölsku innflytjendum, þar sem innflytjendur verða oft fyrir ó- réttlæti í löndum þeim, er þeir flytja til. Þeir hafa lítið tæki- færi til að bera hönd fyrir höfuð, sér, en mega einungis þakka fyrir það, sem að þeim er rétt. En stjórnarvöldin ítölsku hafa náð miklum árangri í þessu máli, sem jafnframt má þakka öðrum löndum, er hlut hafa átt að máli og leyft hafa innflutn- ing Itala, þó að vísu oftast vegna þess að skort hefir vinnuafl. 1 flestum tilfellum hafa ítölsku innflytjendurnir verið gerðir jafn réttháir hvað snertir vinnu og tryggingar, og íbúar þeirra landa, er þeir hafa flutt til. En vandamálið leysist ekki með útflutningi fólksins einum saman. Stjórnarvöldin hafa einnig önnur áform á prjónun- um. Það er 12 ára áætlun, sem reiknað er með að kosti ríkis- kassann 1280 milljarða líra. Vinnan er þegar hafin, og hefir í fyrstu aðallega beinzt að efl- ingu landbúnaðarins. Til þess að hún megi blessast, þarf að leggja áveitur, brjóta nýtt land o. s. frv. og umfram allt koma á betra skipulagi. Stór landssvæði hafa verið tekin fyrir með þess- um hætti og verða þau afhent nýjum eigendum með vildar- kjörum. Ekki aðeins að verðið sé lágt, heldur eru útborgunar- skilmálar mjög hagstæðir. Einn- ig verður lét undir með bændum með því að útvega þeim dráttar- vélar og önnur nútíma tæki, og með lagningu vega og járn- brauta. Stór liður áætlunarinnar er einnig fræðsla í ræktun. En allt þetta er aðeins ein hlið málsins. Jafnvel allar þessar um bætur gætu ekki bægt burtu at- vinnuleysinu í þessum lands- hluta, þar se mfólkinu fjölgar örar en annars staðar í landinu. Annar aðal liður áætlunarinnar er aukning iðnaðarins. Þessi lið- ur verður vandlega skipulagður og skipar uppfræðslan þar ekki hvað lægstan sess. Það myndi ekki þýða að hefja framleiðslu, sem ekki stæðist samkeppnina í Norður-ítalíu, og við það verður skipulagning iðnaðarins að miðast. i Útgjöldin verða náttúrlega erfiðleikum bundin fyrst í stað, en hinir ríkari landshlutar eiga að koma til hjálpar. En til þses að áætlunin blessist, verður að koma fjárhagsaðstoð frá útlönd- um. Landið er of fátækt frá náttúrunnar hendi til að geta eitt risið undir svo stórfelldum áformum, og ítalir líta á þessa áætlun sína sem alþjóða vanda- mál. Og vissulega hafa önnur Evrópulönd áhuga fyrir því að Italíu takist að rétta við á þessu sviði. Los Angeles, Cal., 3. marz 1955 Laugardagskveldið hinn 26. febrúar s.l. höfðu Islendingar hér miðsvetrarsamkomu sína — eins konar „Þorrablót“ í The Old Dixie veitingahúsinu á Western Ave. Á milli 7—8 um kveldið voru þar um 100 manns — Is- lendingar og þeir, sem tengdir eru þeim rauðum þráðum. Frú Guðný Thorvaldsson stjórnaði samkomunni með sinni alkunnu röggsemi, og kynti hina mörgu gesti, sem að voru í fyrsta skipti á íslendinga-samkomu í Los Angeles. Með síðari réttunum fóru að ólga græzkulausir gamansöngv- ar í börkum hinna ungu og fráu Islendinga, sumra nýkominna frá íslandi. Frú Inga Blöndal Davis settist við hljóðfærið og spilaði prýðilega fyrir söngnum með Sverrir Runólfsson frá Long Beach í broddi fylkingar. Síðar kom 4 manna hljómsveit, sem lék fyrir dansinum til kl 1 um nóttina, þar á meðal norsk kona mað harmonikuna sína. Á meðal þeirra, sem að Mrs. Thorvaldsson kynti voru: — Ragnar Thorarensen verkfræð- ingur og kona hans Constance Allen, er hann sonur Hinriks Thorarensen lyfsala á Siglufirði; Guðrún Hermannsdóttir Angelo, ásamt manni sínum, er hún bróðurdóttir Sveins alþings- manns Ólafssonar í Firði í Mjóa- firði. Þetta fólk á heima í Santa Monica. Þar var líka Skúli Björnsson Ólafssonar skipstjóra frá Mýrarhúsum á Seltjarnar- nesi, móðir Skúla er Valgerður Guðmundsdóttir frá Nesi, systir frú Lóu Vernerström í Svíþjóð, Skúli er lyfjafræðingur og kvæntur danskri konu, Charlotte Jörgensen, þau eiga heima í Pasadena, áttu þau heima 10 ár í Kaupmannahöfn, en 8 s.l. ár í Ameríku. Frá N. Dakota Soffía Bern- höft; frá Winnipeg Haraldur Ólafsson; frá íslandi Mr. og Mrs. Francis Box, en hún er dóttir Sigurjóns Ólafssonar alþingis- manns á Rauðasandi, lét Mrs. Box ánægju sína í ljósi yfir að vera stödd í hópi Vestur-íslend- inga, sem að kæmu sér í raun og veru kunnuglega fyrir sjónir, þar sem hún hefði lesið blöð þeirra árum saman; Mr. og Mrs. Mylo Johnson, hún Guðrún Jóhannsdóttir frá Súðavík, bróðurdóttir Jóns Valgeirs Her- mannssonar; Gunnhildur Stein- grímsdóttir frá Eyrarbakka; Ásthildur Sigurðardóttir frá Isa- firði; Margrét og Halla Hall- grímsdætur; Día Eyjólfsdóttir; Sigríður Skuld Bersteinsdóttir og Hörður Haraldsson; öll frá Reykjavík. Þetta fólk er svo fágað og glæsilegt, að það er eins og það hafi gengið út úr búðargluggum í Hollywood. En því miður er það ekki svo sjaldgæft fyrirbrigði, að Norður- landabúar hafi tilhneigingu til að líta niður á ítali. Þeir eru latir og lífsglaðir, segja menn, og hafa meiri áhuga fyrir eftir- miðdagsblundinum sínum og óperunum en vinnunni og bætt- um kjörum. En sá, sem þekkir eitthvað til ítalíu og hinnar geð- þekku ítölsku þjóðar er ekki sammála þessu. Því að ítalir eru einmitt svo aðlaðandi vegna lífs- gleði sinnar og hæfileika til að sjá hinar kátlegu hliðar, sem okkur vill svo oft sjást yfir. En við þurfum ekki einu sinni að líta til fortíðarinnar til að kom- ast að raun um ,að þeir hafa hæfileika til að skipuleggja og vinna. Og ef hin nýja áætlun þeirra tekst til hlýtar, mun hún hafa í för með sér gjörbreytingu fjárhags og þjóðmála í landinu. (Grein þessi er eftir Finn Tennfjord og birtist í Aften- posten 27. des. s.l. Greinin er heldur stytt í þýðingu). —TIMINN, 11. febr. Eftir 9 mánaða dvöl á íslandi og í Danmörku er komin heim frú Elísabet Thomas með 6 mán- aða gamlan kjörson, en móðir hennar, frú Ólöf Ketilsson, er búsett í Aalborg hjá bróður sín- um, Dr. Kristjáni O. Björnssyni. Samferða Mrs. Thomas var frú Guðlaug Sæmundsdóttir frá Pétursey í Mýrdal, en hún kom með 3 mánaða gamalt stúlku- barn, sem að Erlu Anderson frá Long Beach, dóttur Guðlaugar, var gefið á Islandi s.l. sumar. Þann 6. apríl n.k. leggur af stað til íslands og meginlandsins frú Olive Swanson frá Long Beach; verður hún hinn góði fulltrúi Vestur-Islendinga, án efa. Þorskurinn 61.9% af heildar- aflanum Heildarfiskaflinn á öllu landinu á árinu 1954 reynd- ist vera 387,528 smálestir, en á árinu 1953 var aflinn 362,670 smálestir. Af ein- stökum fisktegundum veidd- ist langmest af þorski, 236,970 smálestir. Aflinn skiptist þannig: Isvar- in síld til útflutnings 921 smá- lest. Síld til frystingar 7 þús. 422 smál., síld til söltunar 18 þús. smál. Bræðslusíldin reynd- ist vera 21 þús. 815 smálestir. Samtals var því síldaraflinn 48 þúsund smálestir. Niðursoðinn fiskur aðeins 289 smálestir ísvarinn fiskur til útflutnings var 10 þúsund 843 smálestir,- fiskur til frystingar 179 þúsund 435 smálestir, fiskur til herzlu 53 þúsund 293 smálestir, niður- soðinn fiskur var samtals 289 smálestir, fiskur til söltunar reyndist vera 86 þúsund 163 smálestir; í fiskimjölsvinnslu 6 þúsund 048 smálestir og loks annar fiskur 2 þúsund 927 smá- lestir. Annar fiskur nemur því samtals 338 þúsund 998 smá- lestum. Ýsuaflinn nær helmingi meiri Af einstökum fisktegundum veiddist langmest af þorski, S.l. sumar komu aftur til Los Angeles, eftir margra ára dvöl í San Francisco Dick og Jóhanna Bjarnason (frá Vestmanna- eyjum), en í Hollywood búa systkini hennar, Þorsteinn og Matthildur, og önnur skyld- menni þeirra hjóna. Skúli G. Bjarnason 239,970 smálestir, eða 61% af heildaraflanum. Á árinu 1953 var þorskaflinn 208,793 smálest- ir, eða 57,8% af heildaraflanum. Aðrar helztu fisktegundir voru þessar (tölur fyrir 1953 í svig- um): Karfi 59,483 smál. (36,366), síld 48,530 (60,519), ufsi 13,269 (22,336), ýsa 12,514 (7,978) og steinbítur 4,806 (9,623). Aflamagnið er miðað við slægðan fisk með haus, nema fiskur til mjölvinnslu og síld, sem hvort tveggja er vegið upp úr sjó. Aukningin er á bálaíiski suðvestan lands Síldaraflinn var njiklu minni en 1953. Hins vegar er aukning- in öll hjá bátaflotanum, einkum suðvestan lands, og er enginn vafi, að hún stafar af friðuninni. Togaraaflinn er svipaður, og þó jókst karfa-aflinn verulega vegna miðanna, er fundust við austurströnd Grænlands. Alþbl., 6. febr. Dehorn Commercial Cafrtle Reduce waste from bruising and carcass damage Avoid The Marketing Penalty Plan Dehorning Campaigns Borrow dehorners and calf gougers from your Agricultural Representative. Confrrol Confragious Aborfrion (Bang’s Disease) Plan vaccination campaigns in your district. Consult a registered veterinarian and arrange for his services. A grant of $1.00 per head payable on all calves vaccinated. Treafr Cafrfrle for Warbles Now Control this serious cattle pest by treating with Warble Fly Powder Secure supplies of powder from your Municipal Office of your Agricultural Representative. Improve frhe Qualifry of Your Cofrfrle Secure a pure bred bull under the Pure Bred Sire Purchase Assistance Policy. Department pays 20% of Purchase Price (Maximum grant not to exceed $80.00) Policy available to owners of grade herds. only Annual Aucfrion Sales Winter Fair Building, Brandon Bred Sow Sale— Thursday, March 31st, commences at 12:30 p.m. Bull Sale— Friday, April lst, commences at 10:00 a.m. with Shorthorn, Aberdeen-Angus and Hereford, selling in that order. , All sales under auspices of Provincial Livestock Associations. For further particulars apply to Live Stock Branch, Legislative Buildings, Winnipeg. ffíawtani Karlmanna og drengja T-skyrtur íþrótta Jerseys og Briefs ífcmtumA Karlmanna nærföt BETRI KAUP! Ífízmumb Kven nærföl i Stúlkna nærföt HL Ungbarna nærföt KAUPIÐ AVALT Þér fáið föt á góðu verði úr góðu efni með því að kaupa Penman's föt, því Penman's prjónaföt eru gerð úr betra efni, eru endingarbetri, þægi- legri og fara betur. Það er vegna þessa að Penman's hafa þótt eflirsóknarverðust, síðan 1868. cJ&tmgná Vinnusokkar ff/rwtaná j Spari- og Sport sokkar NÆRFÖT SOKKA T-SKYRTUR Og aðra fhvvtvwii muni svo sem hanzka, Merino "71" eða "95" karlmanna nærföt íslendingar í Suður-Kaliforníu

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.