Lögberg - 07.04.1955, Side 3

Lögberg - 07.04.1955, Side 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 7. APRÍL 1955 3 fjen,emia Spámaðurinn Jeremía var uppi á síðasta fjórðungi 7. aldar og framan af 6. öld f. Kr. Hann átti heima í litlu landi — ríki Júda — sem iðkaði sín hrossakaup og reyndi eftir föngum að sigla beggja skauta byr í stjórnmálum ásamt smáríkjunum, sem kring- um það lágu, bví að þau voru öll í úlfakreppu milli stórveldanna, Egyptalands að vestan og Ass- ýríu og Babýlon að norðan. Og það stafar ekki hvað sízt af hinni einkennilegu afstöðu, sem hann tók til pólitískra atburða á sín- um tíma, sem hann hefur svo mikla þýðingu á vorum dögum, að nú, 2500 árum eftir hans daga, eru skrifaðar um hann bækur. Skerfur hans til þessara atburða er ekki stjórnmálalegs eðlis, heldur trúarlegs. En það er ómögulegt að skilja þessa aðild hans og kenningar, án þess að hafa einhverja nasasjón af stær- stu dráttunum í stjórnmálum samtíðar hans. Og þar sem pólitíska jafn- vægisstefnan, sem orðið hefur hlutskipti litla landsins okkar (Noregs) er nokkurnveginn sú sama og stefna hins litla Júda- ríkis á þeim tímum, ættum við að hafa skilyrði til að skilja spá- manninn og læra eitthvað af honum, enda þótt mörgum muni virðast sem hann sé æði þung- yrtur. Skömmu áður en Jeremía kem- ur fram á sjónarsviðið, hefur Assýría náð hátindi valda sinna norðanvert við ríki Júda, og nokkur ár lýtur jafnvel Egypta- land stjórn hennar, en síðan fer að halla undan fæti fyrir hinu stóra ríki. Egyptaland hefur safnað kröftum á ný, og nýtt stórveldi, Babýlon, er að rísa upp og taka æðstu völdin í sínar hendur. Jósía konungur situr á veldis- stóli í höfuðborg Júda, Jerúsal- em. Mönnum virðast pólitísku kringumstæðurnar v e r a hag- kvæmar. Stjórnmálastefna Jósía er fjandsamleg Assýríu, og allt virðist horfa vel við. Menn koma ekki auga á nein ský við sjón- deildarhringinn í norðri. En það gerir Jeremía. Einhver fyrsta sýnin, sem birt- ist honum eftir að hann fær köll un til spámennsku, sannfærir hann um, að ógæfan muni koma úr norðri. Og þennan boðskap flytur hann þjóðinni. ,Frá norðri skal ógæfunni sleppt yfir alla í- búa landsins!" Óvinurinn skal „setja stól sinn við inngönguhlið Jerúsalemsborgar!“ í boðskap spámannsins eru syndir þjóðar- innar allt af orsök hinna dapur- legu örlaga, sem hann sér.nálg- ast. Og syndir þjóðarinnar eru bæði trúarlegs og siðferðilegs eðlis: hún hefur svikið Guð sinn, Jahve, og kveikt öðrum guðum fórnarbál, réttur og rétt- læti hefur verið fótum troðið: „Gakk um torg Jerúsalemsborg- ar og gæt þess, hvort þar sé nokk ur, sem gætir réttar, sem leitast við að breyta grandvarlega! Þá mun ég fyrirgefa það!“ Hann lýsir drengskaparorðum manna á þennan hátt með nístandi háði: „Enda þótt þeir segi: „svo sann- arlega sem Drottinn lifir“ — þá sverja þeir samt rangan eið!“ Aann kveður upp dóm yfir sið- gæði þjóðfélagsins, yfir réttar- farinu, yfir því, að valdastéttirn- ar taki ekki þjóðfélagsvanda- málin alvarlega, „þeir kúga að- komumanninn, föðurleysingjann og ekkjuna“ .. . Við skulum gera okkur ljóst, að spámenn ísraels- manna voru róttækir í þjóðfé- lagsmálum, þeir hófu á loft upp- reisnarmerki gegn hinum stór- kostlega stéttamismun, móti þeim stéttum, sem bjuggu í höll- um og gátu selt fátæklinga eins og skóna sína. Allt þetta telja spámennirnir til synda, til brota á lögmálum þeim, sem Jahve hafði gefið mönnunum, varðandi sambúð þeirra. Og lögmálsbrot þessi eru ástæðan til þess, að ógæfan hlýt- ur að hitta menn fyirr að lokum. Menn geta ekki frekar sett sjálfa sig yfir boðorð. Guðs, en þeir geta sett sig yfir náttúru- lögmálin án þess af refsing komi fyrir. Þess vegna lítur spámaður- inn á refsinguna sem „refsingu Drottins,“ um leið og hann læt- ur ótvírætt í ljósi, að það sé fólkið sjálft, sem kalli yfir sig refsinguna með lögbrotum sín- um. En þar af leiðir einnig, að hann tengir oft orðið „ef“ við boðskap sinn um dóminn: Ef réttlæti og heiðarleiki skyldi fyrirfinnast á torgum Jerús- alemsborgar, þá er fyrirgefning möguleg og bjartari framtíð á næsta leiti. En hjá því verður aldrei kom- izt í heiminum, að slíkar árásir hafa hættu í för með sér fyrir þann, sem beitir sér fyrir þeim. Enginn þeirra spámanna, sem við þekkjum til, hefur þjáðst jafn mikið fyrir köllun sína sem Jeremía Árin líða — það líða full 20 ár — og spámaðurinn verður fyrir háði og spotti vegna þess að ekkert kemur fram af skelfingum þeim, sem hann hef- ur lýst í svo ógnþrungnum mynd um. Hvorki leiðtogar þjóðarinn- ar né aðrir sjá neina hættu á ferðum. Alt lítur út fyrir að vera öruggt og í bezta gengi. Spá- maðurinn er hæddur og spottað- ur. Það er vegna þessara að- stæðna, sem Jeremía kvartar undan byrði þeirri, sem Guð hafi lagt á hann. Hann þolir ekki að vera einangraður, því að hann er ekki harðgerður að eðlisfari, hugur hans er þvert á móti við- kvæmur og tilfinninganæmur. Þetta gengur svo langt, að hann formælir þeim degi, er hann var í heiminn borinn: „Vei mér, móðir mín, að þú skyldir fæða mig, mann baráttu og deilumála fyrir landið allt!“ „Hver maður formælir mér!“ Á öðrum stað lætur hann á sama hátt í ljósi þjáningar þær, sem spott þjóðarinnar hefur bakað honum: „Bölvaður væri sá mað- ur, er flutti föður mínum boðin: sonur er þér fæddur!“ „Hví var ég þá borinn í skauti móður minnar, til þess að sjá mæðu og harma, er ævidagar mínar líða við svívirðu?" Vegna spámanns- köllunar sinnar er hann orðinn einmana og beiskur í skapi. Árið 605 var orustan við Karkemisj háð, þar sem Babý- loníumenn unnu sigur á Egypt- um. í því sér Jeremía koma fram dóm þann, er hann hafði spáð. En ríki Júda var enn við líði. Samt verður konungurinn að greiða konungi Babýloníumanna skatt. En árið 598 ríður ógæfan fyrst yfir. Konungurinn í Júda hættir að greiða skattinn, Babý- loníumenn þola auðvitað ekki slíkt fráhvarf, heldur halda á vettvang og herja á landið, og konungurinn og helztu fyrir- menn Júda eru fluttir á brott til Babýlon. Hinn voldugi konungur Babý- loníumanna, Nebúkadnesar, skip ar Sedekía konung í Júda, og hann er auðvitað trúr yfirmanni sínum í upphafi. En þá fara Egyptar að bæra á sér aftur. Reynt er að fá Sedekía til að taka þátt í uppreins gegn Nebúk aðnesar með nokkrum af sýr- lenzku smáríkjunum. Og það heppnast. Jeremía kemur aftur fram á sjónarsviðið. í hans augum er kofiungur Babýloníumanna refsi vöndur Drottins, sem þýðingar- laust er að rísa upp á móti. Hann er þá niðurníddur sem föður landssvikari og liðhlaupi. Furðulegt er að lesa um fram- komu Jeremía, er sendimenn frá nágrannaríkjunum koma til Jer- úsalem, til þess að fá Sedekía til að gerast aðili að stofnun banda- lags gegn Babýlon; þá gengur hann til móts við sendimennina með bönd og ok, til merkis um, að þjóðin eigi að flytjast burt úr landinu í böndum og áþján og beygja sig undir ok Babýloníu- konungs! Hún má alls ekki reiða sig á sáttmála sína og bandalög! Gagnslaust er að veita viðnám! Orð hans hljóða á þessa leið: „Það fólk, sem ekki vill þjóna Nebúkadnesar, konungi Babý- loníumanna, og ekki vill taka á sig ok konungs Babýloníumanna, það fólk mun ég sækja heim með sverði og með hungri og með drepsótt, segir Drottinn!“ „Og þér megið ekki hlýða á spá- menn yðar eða á forvitringa yðar, draumamenn eða þýðendur teikna, sem segja, að þér skuluð ekki þjóna konungi Babýloníu- manna!“ Jeremía stóð á öndverð um meiði við „tækifærisspá- menn“ þá og ráðgjafa, sem gáfu valdhöfunum þau ráð, er þá fýsti helzt að heyra. Þegar bandalagið gegn Babý- lon hefur verið stofnað, eru menn auðvitað almennt bjart- sýnir. Menn vænta frelsis. Jere- mía stendur einn. Hann er ekki raunsæismaður í stjórnmálum. Hann segir, að menn verði að sætta sig við erlend yfirráð. Þeir sem brottnumdir voru, koma ekki aftur. Áskorunum Jeremía um að sætta sig við yfirráð Babýloníu- manna var ekki sinnt. Og síðan hefst lokaþátturinn í sögu Júda r í k i s. Nebúkadnesar kemur skjótt á vettvang, til að bæla uppreisnina niður. Þeir setjast um Jesúsalem. Meðan á umsát- inni stendur, leitar Sedekía kon- ungur fundar við Jeremía. Þegar til alvörunnar kemur, skilst kon- unginum, að Jeremía sé meira trausts verður en þjóðernissinn- uðu spámennirnir. En hversu miklum sársauka, sem það veld- ur Jeremía, getur hann ekki gef- ið önnur ráð en þau, að borgin gefist upp. En á slíkt er litið sem hugleysi, enda er það ekki tor- skilið. Meðan Jerúsalemsbúar neyta ýtrustu krafta til að treysta varnir borgarinnar, talar Jeremí um að gefa hana bardaga laust í hendur óvinanna! Þá gerist óvæntur atburður, sem vekur aftur hjá fólkinu von- ina um björgun: Nebúkadnesar hættir umsátinni um Jerúsalem, til þess að halda til móts við Egypta fyrir norðan. Fólkið hef- ur álitið, að Jerúsalem verði ekki yfirunnin. Þar var líka musteri Jahves! Jahve vakir yfir þjóð sinni! Spámaðurinn varar fólkið við að treysta því, að Jahve muni hjálpa því. Þegar Nebúkadnesar h e f u r hætt umsátinni, er framið rang- læti, sem kemur Jeremía til að hefja eldheit mótmæli: Meðan á umsátinni stóð, hafði konungur- inn látið koma til framkvæmda gömul lög, sem mæltu svo fyrir, að þrælar skyldu látnir lausir eftir 6 ára vinnu. Þessi lög höfðu legið lengi í þagnargildi. Þegar umsátinni var létt af borginni, voru lögin aftur numin úr gildi! Þrælarnir, sem látnir höfðu ver- ið lausir, voru teknir aftur! Hættan var nefnilega liðin hjá! Þetta verður til þess, að Jeremía reiðir refsivöndinn aftur til höggs. Að lokum er hann tekinn til fanga og hnepptur í fangelsi. Lokaþáttur harmleiksins er sá, að þegar Babýloníumenn hafa jafnað reikningana við Egypta, koma þeir aftur og jafna Jer- úsalem við jörðu, og forystu- stéttir þjóðarinnar eru fluttar burtu í herleiðinguna til Babý- lon. Eftir sigurinn gaf Nebúkad- nesar út sérstaka skipun varð- andi Jeremía. Að vísu leit hann á hann sem bandamann sinn. En hinn andlegi heimur Jeremía var báðum jafn framandi, lönd- um hans og óvinum. Dómar beggja snertu aðeins hið ytra. Allt frá þeim tíma hafa hug- tökin harmagrátur og kveinstaf- ir verið tengd nafni Jeremía. Að vísu er hann maður kveinstaf- anna en það er rétt, sem sagt hefir verið um hann, að kvein- stafir hans eru ekki aðeins per- sónulegar harmatölur hans sjálfs vegna gæfusnauðra örlaga, held- ur eru það harmatölur með sögu lega þýðingu, harmatölur, sem flytja boðskap, er gildi hefur allt til vorra tíma. Sr. Karl Hafstad — Heimilisblaðið Thoroddsenhjónin heimsækja Árborg og Riverton Mánudaginn 28. marz s.l. komu borgarstjórahjónin, Gunn- ar Thoroddsen og kona hans frú Vala Ásgeirsdóttir, til Árborgar. Þar var tekið á móti þeim á prestsetrinu, þar sem þau' snæddu kveldverð, ásamt öðrum gestum, og gistu á meðan þau dvöldu í Norður-Nýja-íslandi. Um hádegið næsta dag sátu þau matarboð hjá forseta Þjóðrækn- isdeildarinnar ,Esjunnar‘, Gunn- ari Sæmundssyni og konu hans, frú Margréti. Að því búnu sýndi oddviti hreppsins Bifröst, Sig- urður Vopnfjörð, borgarstjóran- um sveitaskrifstofuna og kynnti hann fyrir nokkrum áhrifa- mönnum staðarins. Á meðan var frú Vala í kaffiboði hjá Mrs. Magneu Sigurðsson, forseta kvenfélagsins í Árborg, þar sem hún talaði við nokkrar konur úr Árborg. Kveldverður var snæddur hjá Guðna Sigvaldasyni og konu hans Aðalbjörgu Sæmundsson. Samkoman hófst í Árborgar- kirkju kl. 8.30 s.d. fyrir troð- fullu húsi. Sóknarpresturinn stýrði samkomunni og kynnti ræðumanninn, Gunnar Thor- oddsen og konu hans. Fólkinu þótti tilkomumikið að hlusta á svona ræðusnilling og var mjög hrifið af erindi hans og mynd- unum, sem hann sýndi, bæði frá Reykjavík og öðrum hlutum landsins. Að erindinu loknu var frú Vala beðin að segja nokkur orð, sem hún gerði fólkinu til mikillar ánægju, og hún reynd- ist ekki síður ræðuskörungur en maður hennar. Borgarstjóra- hjónin lýstu aðdáun sinni og hrifningu yfir því að kynnast svo mörgum góðum löndum, Business and Professional Cards Phone 74-7855 sem enn mæla vel á tungu for- feðra sinna og að hafa hlustað á söng og framsögn vestur-ís- lenzkra barna, sem skemmtu prýðilega, eins og þau eru vön, á samkomunni. Frú Lilja Martin lék á hljóðfæri og Jóhannes Pálsson stjórnaði almennum söng. Morguninn eftir var ekið til Riverton, þar sem bæjarstjórnin tók á móti borgarstjórahjónun- um og efndi til miðdegisverðar þeim til heiðurs á Hótel Sandy Bar. Bæjarstjórinn, S. V. Sig- urdson, stýrði þessu samsæti, sem þátt tóku í 30 manns, ásamt skáldinu Guttormi J. Guttorms- syni. Bæjarstjórinn mælti fagur- lega á ensku til heiðursgestanna. Borgarstjórinn svaraði á ensku, þakkaði ágætar móttökur og óskaði þess, að hann myndi hafa þá ánægju að geta einhvern tíma tekið á móti bæjarstjóra River- ton og öðrum bæjarbúum í Reykjavík, sýnt þeim hitaveit- una og fleiri mannvirki í höfuð- stað íslands. Þá mælti borgar- stjórinn nokkur orð á íslenzku til skáldsins, sem þakkaði — Bæjarstjórinn kvaðst því miður engan lykil eiga að bænum, en í stað hans afhenti hann Gunn- ari Thoroddsen og frú hans bók- ina “Taking Roots in Canada” eftir eiganda hótelsins Sandy Bar, sem hann sagði að myndi gefa þeim góða hugmynd um Riverton og byggðirnar í kring. Allir viðstaddir skrifuðu nöfn sín í bókina. Lagt var af stað frá Riverton kl. 2 e. h. í bifreið S. V. Sigurðs- sonar áleiðis til Gimli. Robert Jack ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shingles Insul-Bric Siding Vents Installed to Help Eliminate Condensation B32 Simcoe St. Winnipeg, Man. Gilbart Funeral Hoxne Selklrk, Manitoba. J. Roy Gilbart Licensed Embalmer Phone 3271 Selkirk Dr. ROBERT BLACK SérfræÖingur í augna, eyrna, nef og hálssjókdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 92-3851 Heimasími 40-3794 Dunwoody Saul Smith & Company Chartered Accounlanls Phone 92-2468 100 Prlncess St. Winnlpeg, Man. And offices at: FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN Hafið Höfn í huga Heimili sólsetursbarnanna. Icelandic Old Folks’ Home Soc 3498 Osler St., Vancouver. B.C. ARLINGTON PHARMACY Prescription Specialist Cor. Arlinglon and Sargent Phone 3-5550 We collect light, water and phone bills. Post Office Muir's Drug Store Ltd. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOR 27 YEARS Phone 74-4422 Elllce & Home Thorarinson & Appleby Barristers and Solicitors S. A. Thorarinson, B.Sc., L.L.B. W. R. Appleby, B.A., L.L.M. 701 Somerset Bldg. Winnipeg, Man. Ph. 93-8391 Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered Accc'intant 505 Confederation Llfe Buildlng WINNIPEG MANITOBA PARKER, TALLIN. KRIST- JANSSON, PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITORS Ben C. Parker, Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker, Clive K. Tallin, Q.C., A. F. Kristjansson, Hugh B. Parker, W. Steward Martin. 5th fl. Canadian Bank of Commerce Building, 389 Main Street Wlnnipeg 2, Man. Phone 92-3561 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Slmí 92-5227 EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphin, Manitoba Eigandi ARNI EGGERTSON Jr. Van's Eíectric Ltd. 636 Sargent Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL EI iKu'l'ttlC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT Phone 3-4890 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg PHONE 92-6441 J. J. Swanson & Co. LIMITED 108 AVENUE BLDG. WINNIPEU Fasteignasalar. Leigja hús. Öt- vega pentngalám og eldsábyrgC, bifreiSaábyrgC o. s. frv. Phone 92-7538 SARGENT TAXI PHONE 20-4845 For Quick, Reliable Service DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK, MANITOBA Phones: Office 26 — Residence 230 Office Hours: 2.30 - 6.0i p.m. Thorvaldson. Eqgerison, Basiin & Siringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOllA Bldg Portage og Garry St. PHONE 32-8291 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Dtrector Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: 74-7451 Res.: 72-3917 Offlce Phone 92-4762 Res. Phone 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaCur sá bezti. StofnaC 1894 SlMI 74-7474 Minnist BETEL í erfðaskróm yðar. S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOTD BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg PHONE 92-C624 Creators of Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 Sargenl Ave. Winnipeg PHONE 74-3411 SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hltaeiningar- rör, ný uppfyndtng. Sparar eldi- viS, heldur hita frá aS rjtika út meS reyknum.—SkrifiB, slmiS til KELLY SVEINSSON 625 WaU St. Winnipeg Just North of Portage Ave. Stmar S-3744 — 3-4431 J. Wilfrid Swanson & Co. Insurance in all its branches Real Estate - Mortgages - Rentali 210 POWER BUILDING Telephone 93-7181 Res. 46-34*4 LET US SERVE YOU

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.