Lögberg


Lögberg - 07.04.1955, Qupperneq 4

Lögberg - 07.04.1955, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 7. APRÍL 1955 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Gefið St hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENITE, WINNIPEG, MaNITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 743-411 Verð $5.0U um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” ls printed and pubiished by The Celumbia Presa Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Borgarstjórahjónin kvödd Eftir tíu daga dvöl hér um slóðir lögðu þau Gunnar borgarstjóri Thoroddsen og frú Vala af stað flugleiðis suður til Bandaríkjanna á þriðjudagsmorguninn og munu dveljast þar fram undir mánaðamótin; auk dvalar sinnar í þessari borg, heimsóttu þau hjónin nokkrar nærliggjandi Islendingabygðir og nutu þar, að því er vér bezt vitum, góðrar gestrisni og unnu hug og hjarta þeirra allra, er þau komust í kynni við. Umsagnir um heimsóknir þessara kær- komnu gesta til Ashern, Norður-Nýja-íslands og Gimli birt- ast í blaðinu þessa viku og bera þær því fagurt vitni hve við- tökurnar voru ástúðlegar og líklegar til varanlegra áhrifa; hér í borg var þeim engu síður vel fagnað, enda lögðust allir á eitt um það, að gera þeim dvölina sem ánægjulegasta. Frá móttöku íslenzku ræðismannshjónanna til virðingar við hina góðu gesti, hefir þegar verið sagt, en í kjölfar þeirra sigldi veglegt boð bæjarstjórnarinnar í Winnipeg þar sem Sharpe borgarstjóri leysti þá út með fögrum minjagjöfum; þá sátu þau Gunnar borgarstjóri og frú veizlu hjá háskóla Manitobafylkis, en við það tækifæri flutti Gunnar erindi um Alþingi fslendinga hið forna; þeir lögfræðingarnir G. S. Thorvaldson og Árni G. Eggertson höfðu Gunnar borgarstjóra í ríkmannlegu hádegisboði, og slíkt hið sama gerði Finnbogi prófessor Guðmundsson til heiðurs þeim hjónum og bauð til dagverðar nefndarmönn- um, er höfðu með höndum fjársöfnunina að stofnun kenslu- stólsins í íslenzku við Manitobaháskólann; þá höfðu þau W. J. Lindal dómari og frú fjölment boð í virðingarskyni við borgarstjórahjónin þar sem þeim gafst kostur á að kynnast mörgu ungu fólki af íslenzkri ætt; var þeim að lokum afhent minjagjöf frá Icelandic Canadian klúbbnum og Leifs Eiríkssonar félaginu; á öllum þessum mannfund- um tók borgarstjóri til máls og vakti hrifningu með fögru málfari, hvort heldur var á ensku eða íslenzku, og ítur- hugsuðu umtalsefni. A föstudagskvöldið, 1. apríl, flutti borgarstjóri fyrir atbeina Þjóðræknisfélagsins, fagurt og fróðlegt erindi um höfuðborg fslands og sýndi þaðan hrífandi kvikmyndir ásamt tilkomumiklum myndum af hálendi fslands. Finnbogi prófessor Guðmundsson kynnti ræðumann með vinhlýjum orðum, forsæti skipaði Dr. Valdimar J. Eylands, en með einsöngvum skemti frú Elma Gíslason; söng hún einvörð- ungu lög eftir vestur-íslenzk tónskáld og tókst prýðilega til um val þeirra og meðferð. Samkoma þessi var ágætlega sótt og mun mannsöfnuðurinn lengi að henni búa. Síðasta kvöldið, sem hinir virðulegu gestir dvöldu hér í borginni hafði Þjóðræknisfélagið boð inni þeim til heiðurs á Fort Garry hótelinu, er var hið ánægjulegasta um alt. Séra Philip M. Pétursson flutti borðbæn, en Dr. Valdimar J. Eylands annaðist um veizlustjórn og flutti snjalla inn- gangsræðu, þakkaði hinum góðu gestum ljúfa viðkynningu og árnaði þeim fararheilla; lét hann þess getið, að fram- kvæmdarnefnd Þjóðræknisfélagsins hefði ákveðið að gefa þeim Tímarit félagsins frá byrjun. Mikinn og óvæntan fögnuð vakti það, er veizlugestir urðu þess vísari, að Gunnar borgarstjóri og frú ættu fjórtán ára hjónabandsafmæli þá um daginn og var þeim tíðindum fagnað með dynjandi lófataki. Stutt kvæði flutti Einar P. Jónsson heiðursgestunum í tilefni af heimsókninni, en G. L. Jóhannsson ræðismaður flutti þeim ávarp, jafnframt því sem hann í nafni Þjóð- ræknisfélagsins fékk þeim í hendur eigulegan silfurbakka með viðeigandi áletran frá félaginu. Tók borgarstjóri þá til máls og þakkaði fyrir hönd sína og frúar sinnar þær ástúð- legu viðtökur, er þau hvarvetna hefðu orðið aðnjótandi; kvað hann heimsóknina hafa opnað sér nýja útsýn yfir félagslega starfsemi Vestur-fslendinga og sannfært sig um það, hvílíkur gróði það væri íslandi, að eiga með stórþjóð slíka fulltrúa, er vildu í öllu veg ættþjóðar sinnar; kvaðst hann hafa orðið snortinn af þeim ræktarhug og þeirri djúpu ást, er Vestur-fslendingar bæru til gamla landsins góðra erfða; var kveðjuræða borgarstjóra svipmerkt af drengilegri alvöru og bróðurhug, og hún varð alveg vafa- laust öllum, er á hlýddu til þjóðræknislegrar hjarta- styrkingar Þau Gunnar borgarstjóri og frú, komu, sáu og sigruðu; með ljúfmensku sinni og háttvísi eignuðust þau hér fjölda vina, er jafnan munu hugsa hlýtt til þeirra, og að hugsun þeirra í vorn garð verði gagnkvæm, þarf ekki að efa. Um leið og Lögberg þakkar þessum ágætu gestum hjartanlega komuna árnar það þeim góðs brautargengis og farsællar framtíðar. ÁVARPSORÐ Grettis L. Jóhannssonar ræðismanns í kveðjusamsœti Þjóðrœknisfélagsins fyrir Gunnar Thoroddsen borgarstjóra og frú Fólkið í Martapura á Borneó grefur demanta úr leir í gömlum vatnsbotni Herra veizlustjóri, Kæru heiðursgestir, frú Vala Thoroddsen og Gunnar Thoroddsen borgarstjóri og alþingismaður, og aðrir vinir og samferðamenn! Mér er það mikið ánægjuefni að sitja þennan mannfagnað, er Þjóðræknisfélagið hefur stofnað til, og taka hér stuttlega til máls. Félag okkar hefur á liðnum árum fengið í heimsókn margt ágætra manna og kvenna af ís- landi, er með drengilegri fram- komu sinni hafa borið bróðurorð milli stofnþjóðarinnar og okkar, sem ýmist erum fædd og uppalin í þessu landi, eða höfum öðlast fullkomin þegnréttindi og tekizt á herðar þær skyldur, sem þeim eru samfara. íslenzka landnámið í Canada er nú að verða 80 ára gamalt; í ævi íámenns þjóðarbrots er. slíkt nokkuð langur kafli og mætti margur vel ætla, að við breyttar aðstæður og ólík lífs- viðhorf mundu mörg verðmæti úr hinum íslenzka þjóðararfi hafa farið forgörðum, eða jafn- vel glatast með öllu; en að þann- ig sé farið væri minna en hálfur sannleikur, og ég vænti þess, kæru heiðursgestir, að koma ykkar hingað hafi sannfært ykkur um það, hafi þess þurft við, að enn sé íslenzk tunga vítt um byggðarlög okkar í heiðri höfð og að henni hlúð eftir föngum, þó við ramman sé reip að draga. Viðhald okkar sígildu tungu hefur af skiljanlegum á- stæðum reynzt erfitt viðfangs- efni, er tekið er tillit til þess, hve Vestur-íslendingar eru dreifðir um mörg byggðarlög í þessu landi og hverjum vandkvæðum það er bundið að koma í veg fyrir að sambönd milli byggð- anna slitni. Þjóðræknisfélag vort var stofnað í þeim tilgangi að halda uppi, að svo miklu leyti sem auðið mætti verða, órofnu sam- bandi milli íslenzku nýbyggð- anna vestan hafs, jafnframt því að styrkja hina þjóðernislegu brú, er reist var og vígð í þeim tilgangi að varðveita hið menn- ingarlega samband við Island, báðum aðiljum til gagns og sæmdar. Að þessu marki viljum við vinna í fullri einlægni og trausti á blessunarríkan árangur. Mér er það fullljóst, og okkur öllum, sem við þjóðræknismálin fást í þessu landi, að þó að við viljum mikið á okkur leggja ís- lenzkri tungu til verndar, verður það ekki umflúið, og væri held- ur ekki rétt, að sporna við notkun landsmálsins — ensk- unnar, þegar þannig háttar til að með öðrum ráðum verður eyra æskunnar naumast náð; þess vegna er það okkur mikið áhugamál, að með útgáfufyrir- tækjum, svo sem Tímaritsins Icelandic Canadian og þýðing- um á íslenzkum ljóðum, leikrit- um og sögum á enska tungu, nái til sem allra flestra, sem af ís- lenzku bergi eru brotnir, njóti þeir sín ekki á íslenzku. Okkur er það brennandi áhugamál að fólk af íslenzkri ætt verði ekki viðskila við hinn þjóðernislega uppruna eða þær mikilvægu menningarerfðir, sem hann býr yfir. Við viljum halda hópinn, og við þurfum að halda hópinn, því einingin, aðeins einingin, greiðir götu okkar og leysir vandamálin frá ári til árs. Ég hef nokkrum sinnum heim- sótt fsland og hafa allar heim- sóknirnar orðið mér til varan- legs andlegs gróða. Mér finnst ég hafa skilið sjálfan mig betur á eftir og hlutverk mitt í lífinu. Mér finnst ég hafa þekkt þessa kærkomnu heiðursgesti árum saman, því svo minna þau mig á tign íslands og töfra. En áður en þeir komu hingað hafði fundum okkar aðeins borið saman einu sinni á ævinni, en það var í hinni ógleymanlegu heimsókn til íslands sumarið 1946, er við átt- um þess kost að njóta ferða- fylgdar þeirra til Þingvalla, skoða Sogsvirkjunina, njóta rík- mannlegs veizlukosts, ferðast í kveldblíðunni vestur með Ing- ólfsfjalli og syngja bílavísur, er upp á brún Hellisheiðar kom, og kveðjast í kvelddýrð Reykja- víkur. Ég get fullvissað ykkur um það, kæru hjón, að kærkomnari gesti en ykkur gat ekki borið að garði; ég treysti því að heim- sóknin hafi orðið ýkkur til minnisstæðrar ánægju, því okk- ur verður hún ógleymanleg ðg gifturík. Sá var siður í fornri tíð, að höfðingjar væru leystir út með gjöfum; borið saman við slíkar gersimar verður engu slíku hér til að dreifa; þó vill Þjóðræknis- félagið biðja ykkur að þiggja lítilsháttar gjöf, áletraðan silfur- bakka, er í sjálfu sér telst ekki til mikilla verðmæta að öðru leyti en því, sem hann táknar virðingu okkar til ykkar ásamt þakklæti fyrir komuna. Góða ferðl Góða heimkomu! Lifið vel og lengi! Borgarstjórahjónin frá Reykja vík heimsóttu Gimli s.l. mið- vikudag; í fylgd með þeim frá Árborg var séra Robert Jack og frú, einnig Mr. S. V. Sigurðsson bæjarstjóri í Riverton og frú. Móttökunefnd Gimli-bæjar skipuðu þau B. Egilsson bæjar- stjóri, Mrs. K. Thorsteinsson, forseti Þjóðræknisdeildarinnar „GIMLI“, og H. Bjarnason, Betel nefndarmaður. — Var farið með borgarstjórahjónin til Betel um kl. 3.30 e. h. Séra H. Sigmar og forstöðukona heimilisins tóku á móti þeim. Var sezt að veizlu- borði, kaffi með alíslenzkum veitingum, sem fluttu hugann heim til íslands. Þegar séra H. Sigmar var búinn að kynna heið- ursgestina vistfólkinu, settist hr. Gunnar við hljóðfærið og spilaði undir fyrir samsöng, næst flutti hann erindi; fóru svo þessir góðu gestir að líta inn til þess af vistfólkinu, sem ekki gat farið ofan í gestastofuna. Mr. J. B. Johnson fór með hr. Thorodd- sen og frú til Bókastofu lestrar- félagsins, sem er skammt frá Betel. Frá Betel var farið heim til bæjarstjóra Gimli. Fyrir hönd bæjarráðsins bauð Mr. Egilsson 25 manns til Falcon Cafe með heiðursgestunum til kveldverð- ar. Undir borðum afhenti Mr. Egilsson borgarstjóra Reykja- víkur bæjarlykilinn. Mrs. Egils- son festi blóm 1 barm frúarinnar. Til máls tóku: B. Egilsson, Dr. G. Johnson og hr. Gunnar Thor- oddsen. Frá hinum ágæta kveldverði var farið til Lútersku kirkjunn- ar. Séra Sigmar prédikaði, var það íslenzk ræða, falleg og vel flutt. Að lokinni messugerð var farið í samkomuhús bæjarins. Mrs. K. Thorsteinsson stjórnaði samkomunni þar. Dagskráin var sem hér segir: 1. Ræða, B. Egilsson, Nokkur orð til borgarstjóra Reykjavíkur og frúar hans. 2. Ávarp, séra Robert Jack, um ævistarf og menntun herra Thoroddsen. 3. Ræða, hr. Gunnar Thorodd- sen. — Ræða hr. Thoroddsen var alt í senn fróðleg, skemmtileg og framúrskarandi vel flutt, fjallaði hún um Reykjavík og byrjaði með 874 að þeir fóst- bræður Hjörleifur og Ingólfur Arnarson lögðu af stað til ís- Þeir grafa eftir denmöntum í Martapura á Borneo. Þeir arka út á gamla piparakra, sem Kol- umbus ætlaði að finna, þegar hann sigldi frá Spáni, og hafði vafalaust fundið, ef skip hans hefðu getað plægt heimsálfuna, sem var í milli. Úti á þessum ökr um, eða'öllu heldur á gömlum vatnsbotni þar í nánd, finnur fólkið demanta, sem nema að verðmæti rúmri kvart milljón punda mánaðarlega. Hver dagur á þessum slóðum hefst með því, að helgur maður flytur stutta bæn, eða biðst fyr- ir í þögn með fólkinu. Hefur hann mál sitt á því að segja: „Allah er herrann og Múhamm- eð er spámaður hans.“ Þetta end urtekur mannsöfnuðurinn og síðan segir maðurinn: „Megi Allah blessa þennan dag, svo erf iði ykkar ávaxtist margfaldlega. Ekkerl „gullæði." Þegar messugjörðinni er lokið, axlar fólkið sín skinn og heldur af stað til demantnámsins. Það flýtir sér enginn, af því landrým ið er nóg og allt virðist það jafn- gott til fundar á þessum dýru steinum. Einskis „gullæðis" verð ur vart hjá þessu innfædda og stolta fólki, sem hirðir sjálft hagnaðinn og vinnur að demant- náminu í eigin þágu. Demant- lands, og Ingólfur leitaði ráða hjá goðunum og skaut fyrir borð öndvegissúlum sínum og mælti svo fyrir, að þar skyldi hann nema land og byggja, er þær bæri að landi. Ræðan var krydd- uð með ljóðum og spakmælum. Einnig sýndi hann kvikmynd af Reykjavík og fleiri myndir, sem allar voru ágætar. 4. Séra H. Sigmar þakkaði heiðursgestunum fyrir komuna með vel völdum orðum á ís- lenzkri tungu. Annað á skemmtiskránni var tvísöngur: Carol Bjarnáson og Gavros Jones, undirspil annaðist Mrs. H. Sigmar. — Framsögn, Leslie Geirhólm. — Einsöngur, Lorna Stefánsson, undirspil annaðist Mrs. D. Oakley. Fyrir hönd stjórnarnefndar Þjóðræknisdeildarinnar „Gimli“ bauð Mrs. K. Thorsteinsson 40 manns með borgarstjórahjónun- um til Falcon Cafe til kaffisam- sætis. Undir borðum tóku til máls séra H. Sigmar, Grettir Jó- hannsson konsúll og Mrs. K. Thorsteinsson. — Allir kvöddu þessi prúðu heiðurshjón með hlýjum endurminningum, og þannig endaði þessi skemmtilega heimsókn Thoroddsen-hjónanna. Ingólfur N. Bjarnason Flutti útvarpserindi um H. C. Andersen Á 150 ára afmæli danska rit- snillingsins Hans Christian Andersen síðastliðinn laugardag (2. apríl) flutti dr. Richard Beck prófessor erindi um skáld- ið og ritverk hans frá útvarps- stöð ríkisháskólans í Norður- Dakota (KFJM) í Grand Forks. Daginn áður flutti „Grand Forks Herald“, eitt af útbreidd- ustu dagblöðum ríkisins, grein um skáldið eftir dr. Beck. Eftir hann birtist einnig í aprílhefti hins víðlesna mánaðarrits „North Dakota Teachers“, mál- gagni Kennarafélagsins í N. Dakota (North Dakota Educa- tional Association), ítarleg rit- gerð um hinn ástsæla meistara ævintýranna, sem víðfrægastur er danskra skálda að fornu og nýju. Dr. Beck átti einnig hlut að því, að bókasafn ríkisháskólans og bæjarbókasafnið í Grand Forks efndu til sýninga á ritum eftir Andersen og um hann. vellirnir eru öllum frjálsir, ef þeir eiga körfu og skolpönnu og næga þolinmæði — mikla þolin- mæði, sem hefir hingað til borg- að sig margfaldlega. Fiskur og rís — síðan demaniar Þrátt fyrir einfaldar aðferðir, við demantnámið, ber það ríku- legan ávöxt. Litlar sögur hafa hingað til farið af þessum dem- antvöllum í Martapura á suður- strönd Borneo. Samt sem áður er líklegt, að þeir eigi eftir að verða mesta gullkista hins nýja lýðveldis Indónesíu. Að sjálf- sögðu sækja þarlendir menn til þessa staðar, og ekki er hægt að stöðva strauminn, né h e f t a þrána eftir skjótfengum auði. En innfæddum er bannað að grafa eftir demöntum meðan vertíðin stendur yfir við ströndina og meðan risakrarnir þurfa mikill- ar umhyggju við. Þetta heppn- ast vegna þess að Borneobáar eru Múhammeðstrúar og prédik- ararnir meðal þeirra tala í um- ,boði Allah. Ef Allah vill að þeir veiði fisk, eða rækti rís, þá gera þeir það, þótt hugur þeirra kunni að snúast um demanta í svefni og vöku. Konur og börn grafa í leirinn Demantarnir eru grafnir upp úr gömlum vatnsbotni, en í kring er lágvaxinn kjarrgróður, þar sem áður voru piparakrar. Það var meðal annars til þessara staða, sem Kolumbus ætlaði á sínum tíma. Þegar komið er að vatnsbotninum mætir auganu sérkennileg sjón. Menn, konur og börn vaða leirinn á stóru svæði. Sumir vinna einir sér, aúnars staðar má sjá fjölskyld- una alla að starfi. Móðirin og börnin moka leirnum í körfur, sem síðan eru bornar til föður- sins ,er situr í vatni upp undir mjaðmir og þvær leirinn í skol- pönnu. Skolpannan er hreyfð í hringi og meðan leirinn þvæst út í vatnið, muldrar maðurinn bæn um að Allah sé sér hliðholl ur og það er hann oft. Stundum slá margir sér saman og þá er útbúnaðurinn við skolunina margþættari og afraksturinn eftir því. Fríslundavinna f Martapura eru demantarnir slipaðir og skornir. Nýlega kom demantur þangað, fundinn í vatnsbotninum, sem var fjörutíu karöt. Verður það að telpast all- gott. Þeir innmæddir menn, sem vinna að demantanáminu, eiga margir hverjir nú stór námufé- lög er hafa leitað fyrir sér um námuréttindi. Innbyggjendur Martapura óttast þessa áleitni. Það hefir gengið svo lengi, að þeir hafa sjálfir setið að þessu og á því vilja þeir engar breyt- ingar. Steinaslípunin í Martapura er einstæð listgrein, búin einföld- ustu tækjum. Þar þekkist ekki vélvinna af neinu tagi og hver steinn er því sérstæður og ólíkur öðrum. Þetta hefir gert það að verkum, að steinar, sem sérstak- lega skal vandað til og fundizt hafa í Suður-Afríku og víðar, hafa verið sendir til Martapura til slípunar í kokosolíu og dem- antsalla. — TÍMINN COPENHAGEN Bezta munntóbak heimsins Koma herra Gunnars Thoroddsen og frúar til Gimli

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.