Lögberg - 07.04.1955, Side 7

Lögberg - 07.04.1955, Side 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 7. APRÍL 1955 Nokkur minningarorð Það hefur oft heyrzt í seinni tíð, að óðum fækki þeim, sem hingað komu og fæddir voru og uppvaxnir heima á gamla land- inu. Er þetta í alla staði eðli- legt og samkvæmt náttúrunnar lögmáli. En okkur hinum eldri, sem tilheyrum þessum flokki hitnar oft um hjartarætur eftir því sem hópurinn þynnist, og ekki sízt þegar sá eða sú, sem fyrir kallinu varð, hafði um langt skeið verið nágranni og góður vinur. Skarð kom í hóp þessara öldnu innflytjenda við lát Petrínu Sigríðar Ingimarsdóttur Kjart- ansson við Reykjavík P.O., Man., en hún lézt á spítala í Ste Rose du Lac, Man., ^unnudaginn 14. nóvember síðastl. eftir stutta veru þar. En heimili hennar hafði þá verið á annað ár hjá dóttur hennar, Ragnheiði, og manni hennar, Guðmundi Ólafs- syni við Reykjavík, eða síðan hún heilsu vegna gat ekki leng- ur staðið fyrir búi hjá syni sínum. Sigríður heitin var fædd í Hvammi í Norðurárdal í Mýra- sýslu 19. marz 1872. Foreldrar hennar voru Ingimar Marisson og kona hans Marta Pétursdóttir. Samkvæmt eftirmælum eftir bróður Sigríðar, dáinn á Islandi, voru foreldrar hennar af merkri og fjölmennri ætt í Norðurárdal. Móður sína missti Sigríður sál., er hún var um það bil 5 ára, og dvaldi hún og ólst því upp hjá vandalausum og varð strax og kraftar leyfðu að vinna fyrir sér. Árið 1894 giftist Sigríður Guð- mundi Kjartanssyni frá Dýxa- stöðum í Mýrasýslu. Um veru- stað þeirra á Islandi þar til árið 1900 er mér ekki kunnugt, en það ár fluttu þau vestur um haf með tveimur elztu börnum sín- um, og fluttust þá til The Nar- rows, austanvert við Manitoba- vatn. Fyrsta árið mun Guðmundur hafa unnið hjá Helga Einars- syni kaupmanni og fiskiútgerð- armanni við The Narrows. En árið eftir settust þau hjónin að í tanga, sem skerst í norður frá Narrows-mjóddlnni og byrjuðu þar búskap, jafnframt því sem Guðmundur vann hvar sem at- vinnu var að fá í nágrenninu. Að heiman var komið með engin efni, eins og verið mun hafa fyrir flestum í þá daga. Atvinna var takmörkuð og kaup lágt í sveitum, og tók því mörg ár að koma fyrir sig fótum og að ala upp gripi, sem gæfu af sér nægilegt til að fæða og klæða stóra familíu. En á þeim tím- um kunni fólk að fara vel með og vera nægjusamt, og eins að fara á mis við þægindi sem nú feljast nauðsyn. Þegar maður hugsar til baka um erfiðleikana, sem þau hjón og svo margir aðrir í líkum kringumstæðum hlutu að mæta á þessum fyrstu árum, hlýtur maður að dáðst að þeim kjarki og þrautseigju, sem þetta fólk sýndi, og ósjálfrátt flýgur manni í hug: gætu þeir, sem alizt hafa upp við mikið betri kjör mætt því erfiði og óþægindum, sem þessir fornu innflytjendur gerðu? Ég vil gefa hér dálitla lýsingu af erfiðleikum þeim, sem þeim mættu, sem gæti verið gott dæmi til samanburðar við kjör manna nú. Árið 1902 var eitt mesta flóð, sem menn muna í Manitoba- vatni. Þá voru þau hjónin flutt í tanga þann norður af Narrows, sem áður er nefndur. Nágrannar þeirra voru merkishjónin Sig- urður Sigfússon og Margrét kona hans. Þeir Sigurður og Guðmundur unnu að heiman, en komu heim á helgum og urðu þá að vaða undir hendur 1 % mílu til að ná heim. Konurnar voru einar heima með börnin alla vikuna og urðu að vaða for og fen til að ná þeim kúm, sem til voru til mjalta kvölds og Petrína Sigríður lngimarsdóttir Kjartansson morgna. Sigríður var ekkert að barma sér þegar hún sagði frá ýmsum ævintýrum frá því tíma- bili. Hún sagði þau til saman- burðar á þátíð og nútíð og sem dæmi þess hvað hún og fleiri í líkum kringumstæðum hlutu að mæta og yfirstíga, en hún sagði frá með kýmni og hafði gaman að hugsa til og rifja upp yfir- unna erfiðleika. Árið 1909 fluttu þau hjónin vestur yfir Manitobavatn, þar sem Guðmundur tók heimilis- réttarland og er nú í Reykja- víkurbyggðinni. Þau Sigríður og Guðmundur eignuðust 6 börn og eru þau eftir aldursröð: Marta, Mrs. Sund við Woodlands, Man.; Ingvar Kjartan kaupmaður við Birnie, Man., giftur Auðbjörgu Hjartarson; Ragnheiður, áður- nefnd, gift Guðmundi Ólafssyni við Reykjavík; Sigurður, dáinn 1945; Þorsteinn, ógiftur, bóndi við Reykjavík P.O.; Margrét Guðbjörg, Mrs. Larson, í Sví- þjóð. Barnabörn eru 17. Barna- barnabörn 7. Guðmundur dó árið 1935, og bjó Sigríður sál. þá áfram með sonum sínum. Mörgum árum áður en Guðm. sál. dó var komið upp myndar- legt hús í stað litla bjálkahúss- ins, sem fyrst var búið í, og þau voru farin að njóta ávaxta erfið- is og erfiðleika fyrstu áranna. Um margra ára skeið var póst- hús þar á heimilinu og einnig fyrsta símstöð byggðarinnar. Var þar oft gestkvæmt á því tímabili, en allir voru velkomnir og var það eitt af þeim heimil- um, sem manni fannst maður vera heima. Sigríður sál var ein af þeim, sem ekki bar mikið á daglega, en hún var vel gefin, jafngeðja og ég man ekki til að sjá hana — sem þó var oft — öðruvísi en glaðlega, hlýlega við alla, skraf- ræðna og skemmtilega, hafði hún gaman af skrítlum og kýmni, sem hún bæði kunni að meta og segja. Hún var mjög bókhneigð og las mikið, minnið gott svo henni notaðist því betur það sem hún las, enda fróð á mörgum svið- um. Hún fylgdist vel með því, sem var að gerast, bæði hér og heima á gamla landinu. Til íslands bar hún ætíð hlýj- an hug og oft mun hugurinn hafa leitað heim á æskustöðv- arnar og unað sér þar við end- urminningar sólskins og æsku- daga, kannske stundum bland- aða tregastundum munaðar- leysingjans, sem ólst upp hjá vandalausum. Þó veit ég það ekki, því oft barst talið til ís- lands og atburða liðinna og yfir- standandi og ætíð virtist sól- skinshliðin efst í huga hennar. Hún var umhyggjusöm og ástrík móðir og sérlega barn- góð og hændust börn mjög fljótt að henni óskyld sem skyld og innan skamms kölluðu þau hana „ömmu“. Sigríður sál. var jarðsett í Reykjavíkur-grafreit við hlið manns síns 18. nóv af séra Philip M. Pétursson að viðstöddu öllu byggðarfólki og flestu úr nær- liggjandi byggðum auk þess sem ýmsir voru lengra aðkomnir, voru þar öll lifandi börn hennar, nema dóttirin í Svíþjóð og 12 af barnabörnum hennar. Þeir sem bezt þekktu Sigríði sál. munu ætíð minnast hennar með hlýhug og virðingu fyrir hennar einlæga og glaðværa viðmót og framkomu, sem þó var samfara festu og ákveðnum skoðunum; og við sem áttum margra ára samleið með henni, gleymum aldrei vináttu og tryggð þessarar góðu, glöðu konu. —J. R. J. Sjóslys og ýmsar aðrar slysfarir Átökin milli Onassis og olíufélaganna vekja heimsathygli Reyni að afsiýra „olíusiríði." sem gæii orðið eins hætiu- legi og írandeilan Onaissis hinn gríski er einn þeirra manna, sem mesta athygli vekur J heiminum um þessar mundir. Onassis er velauðugur og á m. a. spilabankann í Monte Carlo og mikinn olíuskipaflota, sem er í förum milli hafna um heim allan að kalla. — Seinast hefur nafns Onassis verið getið í sambandi við töku skipa úr hvalveiðiflota hans úti fyrir Perúströndum. Fregnirnar um það komu ó- vænt, en því fór fjarri, að þetta hefði þurft til, að Onassis yrði enn á ný getið í fregnum blaða og útvarps um heim allan. Aður en þetta gerðist hafði nefnilega vikum og mánuðum saman verið getið dag hvern um Onassis og samninga hans um olíu við Saudi-Arabíu, og segir í banda- rísku vikuriti, að bandarískir embættismenn hafi mánuðum saman beðið eftir úrslitum um þær samkomulagsumletanr með sömu taugaþenslu og menn, sem bíða eftr því að tímasprengja springi. Það horfði um skeið svo, að þeir sem marka stefnuna í Bret- landi og Bandaríkjunum, óttuð- ust að ágreiningurinn m i 11 i Saudi-Arabíu og alþjóða olíu- iðnaðarins, myndi leiða til svip- aðs öngþveitis og íranska olíu- deilan, en Saud konungur tók sér fyrir hendur að hafa persónleg afskipti af málunum, og eftir það jukust vonir manna um batn andi horfur. En ein aðalpersónan í þeim leik, sem margt er á huldu um enn, er Grikkinn Aristoteles Soc- rates Onassis, eða Ari, eins og vinir hans kalla hann. Og nú virðist svo, sem menn álíti hann ekki eins mikinn harðjaxl og huldukarl og flestir hafa ætlað, en miklar grunsemdir vakti það, er hann fór að hafa fingur með í spilinu í Saudi-Arabíu. J anúarsamkomulagið Það var samkomulag, sem gert var í janúar s.l., sem kom heldur en ekki ónotanlega við olíufélögin og ýmsa leiðtoga út um heim. Samkomulagið undir- rituðu Abdullah el Sulaiman, fjárhags- og efnahagsmálaráð- herra Saudi-Arabíu fyrir hönd Sauds, og Mohammed Abdullah Ali Ridha fyrir hönd Onassis. Höfuð samkomulagsalriði voru þessi: 1. Stofna skyldi olíuflutninga- félag, Saudi-Arabían Maritime time Tankers Co. h.f. sem hefði í förum olíuflutningaskip sam- tals 50.000 lestir. 2. Öll olía frá Saudi-Arabíu skyldi flutt í skipum félagsins nema forréttinda skyldu njóta félög, sem hafa samningsbundin hlunnindi í S. A., en strangt eftir lit haft með öllu. 3. Öll olía skyldi flutt fyrir fyrirfram ákveðið lágmarksgjald. Hæíia á ferðum Olíufélögin litu svo á, að nú væri olíuiðnaðinum í heiminum hin mesta hætta búin. Aramco, sem hefur olíusamninga við Saudi-Arabíu, mótmælti harð- lega og taldi samkomulagið mikla skerðingu á hlunnindum þeim, sem það hafði fengið sam- ningum sínum. Félagið taldi að samkvæmt hinu nýja samkomu- lagi yrði Saudi-Arabía að flytja 50% olíuframleiðslunnar v skip- um hins nýja félags, en smám saman yrði öðrum olíuskipum bægt frá. — I ræðu, sem Brew- ster Jennings, forseti Socony- Vacuum Oil Co., flutti í Los Angeles hinn 29. september, var komizt svo að orði, að ef öll önnur lönd tækju stefnu sam- k v æ m t Onassis - áætluninni myndi það verða rothögg á öll alþ j óðaviðskipti. Gagnsókn Onassis Onassis lyppaðist ekki niður, öðru nær. Hann sagði, að eftir styrjöldina hefði hvert landið á fætur öðru sett hlutdrægnislega löggjöf í ívilnunarskyni til aukn- ingar skipastól sínum og Banda- ríkin gengið lengst í þessu allra landa. Samkomulagið kvað hann eðlilega þróun og flutningskostn aður yrði nokkru lægri en hjá alþjóðafélögunum, sem héldu uppi hinum mestu ofsóknum gegn sér. 47.000 lesta olíuskipið I ágúst sl. gáfu stjórnendur Aramco í skyn, að þeir myndu ekki nota sér hlunnindi sín, ef Onassis-samkomulagið kæmi til framkvæmda. Onassis var sagð- ur ætla að knýja fram úrslit með því að senda stærsta olíuskip heims (Saudi konung I.) sem er 47.000 lesta skip, til Saudi- Arabíu eftir olíu, an það var smíðað í Hamborg, en hafði ekki verið afhent. Hafði það þó verið sent í reynsluferð. Konungur skerst í leikinn Þegar að úrslitum dró lögðu tveir valdamiklir aðilar lóð sín á metskálarnar. Saud konungur og Bandaríkjastjórn. Litið var á það sem skelfilega hættu, að því er varðaði stefnu Bandaríkjanna í löndunum þar eystra, ef „Saudi Arabía yrði annað Iran.“ Þess vegna reyndi Bandaríkjastjórn að finna leið til lausnar deilunni í samráði við konung, sem nú er álitinn mikilhæfasti stjórnmála- maður Arabaþjóðanna á þessum hjara heims, síðan faðir hans lézt. Nú er svo komið, að Suli- man, er undirritaði samninginn, sem fyrr var um getið, hefur dregið sig í hlé, og býr í Beyrut, en konungur tilkynnt Wads- worth sendiherra Bandaríkj- anna, að samkomulagið sé til endurskoðunar. Fyrir Haagdómstólinn Komizt menn að þeirri niður- stöðu, að samkomulagið brjóti í bág við Aramco samkomulagið, verður leitað réttarúrskurðar, og ef til vill verður málið lagt fyrir Haagdómstólinn. Bandaríkja- stjórn er nú miklu vonbetri um lausn málsins, eftir að konungur fór að hafa afskipti af þeim. Er á leið til Saudi Arabiu Fyrir um það bil 10 dögum var Onassis sagður á leið til Saudi-Arabíu 1 snekkju sinni, Christina, og hafði viðkomu í Jidda og Beirut. Hann gaf í skyn, að sér hefði orðið vel ágengt í liðsbón til mikils metinna Saudi- Arabíu-manna. L’Aurore í París segir að olíufélögin hafi sannan ir fyrir, að ýmsir þeirra hafi þegið miklar mútur hjá Onassis. — I Rómaborgarfregnum segir, að þau séu enn að reyna að afla sér gagna fyrir þessum staðhæf- ingum. — VÍSIR. 20. febr. Þann 7. desember 1866 reri skip í góðu veðri í hákarlalegu frá Brimilsvöllum á Snæfellsnesi. Ellefu manna áhöfn var á skip- um og var Magnús Jónsson á Brimilsvöllum formaður. Skipið lá úti um nóttina en sigldi upp morguninn eftir með 8-10 hákarla og var þá komið norðan veður og bylur. Náðu bátverjar upp undir Ólafsvíkur- tanga, en lentu þar á grynning- um og klofnaði skipið eftir endi- löngu. Tveir af áhöfninni björg- uðust á öðrum flekkanum, er brimið bar þá til lands, en hinir níu týndust þar, flest kvongaðir menn úr Neshreppi. Að morgni þess 12. desember þetta sama ár fórst bátur með tveim mönnum á Hrútafirði. Hafði báturinn siglt í myrkri upp á sker og hvolfdi, en menn- irnir sem á honum voru, voru að fara heim til sín úr veri. Alls voru fjórir menn á bátnum, en annar bátur sem sigldi í kjölfar þessa náði þeim öllum, en tveir þeirra voru þá svo mjög þjak- aðir, að þeir létust rétt á eftir og var annar þeirra formaður báts- ins, Guðmundur frá Útibleiks- stöðum í Miðfirði. Hinn hét Hannes Ólafsson, maður um tvítugt frá Þóroddsstöðum í Staðarsókn. Að afliðandi veturnóttum 1866 bar það til tíðinda austur á Stokkseyri að maður og hestur fórust þar með válegum hætti. Tildrög þessa slyss voru þau, að Guðmundur nokkur í Símonar- húsi í Stokkseyrarhverfi hafði beðið mann að nafni Grím Álfs- son, vinnumann á Kotlegu, að ná fyrir sig styggum hesti, en Grímur var talinn einkar laginn til þeirra hluta. Ekki fara neinar sögur af við- ureign Gríms og hests, en er menn tók að lengja eftir Grími og svipast um eftir honum og hestinum, fundu þeir jóinn rétt við svokallað Baugsstaðasíki. Var hann þá mjög illa útleikinn og meðal annars lafði tungan út úr honum svo slá varð hestinn af. Aftur á móti fannst Grímur ekki og töldu menn líklegast að hann hefði orðið til í aðurnefndu síki. Snemma í desembermánuði 1866 varð maður úti á Kambs- skarði á Snæfallsnesi, en Kambs skarð er fjaallvegur milli ólafs- víkur og Breiðuvíkur og liggur skammt austan Snæfellsjökuls. Hafði maður þessi, Salómon Halldórsson að nafni, vinnu- maður á Selvelli í Breiðuvík, farið einn á fjallið frá Ólafsvík. En hinn sama dag gengu feðgar úr Breiðuvík, sem verið höfðu við skipasmíðar við norðanverð- ann Jökul um hríð, en voru nú á heimleið, á fjallið. Gengu þeir fram á Salómon dauðan á fjall- inum og sáust ekki önnur vegs- ummerki til dauða hans en þau, að hann myndi hafa dottið á skafl, og hafði runnið liggjandi þaðan er hann féll, sem svaraði 1-3 föðmum ofan í móti. Laugardaginn 3. marz 1867 gengu fjórir menn, eftir að þeir höfðu komið úr róðri í Rifi undir Jökli, inn að Brimilsvöllum, en þar áttu þeir heima. Er rökkva tók um kvöldið gekk að með sunnan veður og kafald þar ofan af fjöllunum. Þegar mennirnir komu inn með sjónum niður u n d a n Fróða, fleygði veðrið, að því sem sagt er, einum þeirra svo hann fót- brotnaði, en það var Magnús Jónsson, sá hinn sami er lent hafði í sjávarháska undan Ólafs- víkurtanga áður um haustið og bjargaðist þá við annan mann af 11 manna áhöfn og hákarlaskipi. Er Magnús hafði nú orðið fyr- ir því slysi að fótbrotna héldu félagar hans heim að Hauka- brekku, er var næsti bær, til þess að fá sér hest og mann til þess að koma honum þangað heim. Þegar þeir höfðu lokið þessu erindi, héldu þeir þaðan heim- leiðis, enda er örstutt leið milli bæja. En þá var skollið á ofan- kafaldi pg auk þess myrkt af nóttu. Einn þremenninganna bar all- miklu þyngri byrðar en hinir tveir, sóttist honum ferðin þyngra og drógst aftur úr. Talið er að þeir hafi allir verið hírir af víni, eða komið við í Ólafsvík á leiðinni og fengið sér neðan í því þar. En þegar hinir tveir höfðu gengið hinn þriðja af sér, er talið að þeir hafi orðið ósáttir um áttir og hvert halda skyldi. Kom þar að þeir skildu og hélt hver sína leið. Hitti annar þeirra að lokum eitthvert kotið í pláss- inu, en'hinn kom hvergi fram og fannst hann dauður morgunin eftir, þó á réttri leið. En sá sem viðskila hafði orðið hitti loksins fjárhús í plássinu og hirðist þar af um nóttina. VISIR, 12. febr. Tveir nágrannar áttu jafnan samleið á járnbrautarstöðina á morgnana, og veitti annar því athygli, að í hvert sinn er þeir mættu lækni hverfisins, tók hinn auðmjúklega ofan. „Þú heilsar lækninum alltaf með svo ógnar mikilli virðingu," sagði hann við nágranna sinn. „Já, ég ber ótakmarkaða virð- ingu fyrir honum,“ svaraði hinn. „Hann er eini maðurinn, sem getur fengið konuna mína til þess að gera hvað sem hann segir henni.“ KREFJIST! VINNUSOKKA Með margstyrktum tám og hælum Þeir endast öðrum sokkum betur Penmans vinnusokkar endast lengur — veita yður aukin þægindi og eru meira virði. Gerð og þykkt við allra hæfi — ogsétillit tekið til verðs, er hér um mestu kjörkaup að ræða. EINNIG NÆRFÖT OG YTRI SKJÓLFÖT Frægt firma síðan 1868 WS-9-4

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.