Lögberg - 07.04.1955, Side 8

Lögberg - 07.04.1955, Side 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 7. APRÍL 1955 Zukoff vill heimsækja Bandaríkin, en álítur það þó ekki tímabært að sinni Úr borg og bygð — SKEMMTIFUNDUR — 'Eins og lesendum blaðsins er þegar kunnugt, efnir Þjóðræknis deildin Frón til skemmtifundar í Sambandskirkjunni á Banning og Sargent, mánudaginn 11. þ.m. kl. 8.15 s.d. Dagskrá fundarins verður á þessa leið: 1. Forseti setur fund og býður gesti velkomna. 2. Einsöngur, 11 ára gömul stúlka. 3. Upplestur, kvæði, Lúðvík Kristjánsson. 4. Ferðasaga til íslands síðast- liðinn vetur, Jón Ásgeirsson flytur. 5. Fjórar ungar stúlkur syngja nokkur lög. 6. Einleikur á fiðlu, Pálmi Pálmason. Þess er vænst, að meðlimir deildarinnar fjölmenni á fund- inn. Inngangur er ókeypis, en samskota verður leitað. — Kaffi verður á boðstólum í neðri sal kirkjunnar að fundinum loknum og kostar 25 cents fyrir manninn —Nefndin ☆ 1 fyrri viku dvaldi nokkra daga hér í borginni í heimsókn til ættingja sinna Mr. Stefán Johnson frá Milton, N. Dokota. ☆ Mr. Carl Hogan frá Leslie, Sask., var staddur í borginni í fyrri viku í heimsókn til ætt- menna sinna og annarra vina. ☆ Nýlátinn er að Keewatin, Ont., Thorkell Magnússon, 88 ára að aldri, er um langt skeið var starfsmaður Lake of the Woods Milling Company Limited. Hann lætur eftir sig konu sína, Salome og eina systur, Mrs. Ingibjörgu Johnston. ☆ Söngflokkar og einsöngvarar Fyrstu lútersku kirkju syngja hátíðarkantötu Moore’s, “The Darkest Hour” í Fyrstu lútersku kirkju á föstudagskvöldið 8. apríl (föstudaginn langa). — Söngurinn hefst kl. 8. Allir velkomnir. — DÁN ARFREGN — Jón Sigurðsson lézt að heimili dóttur sinnar, Mrs. A. B. Sigurd- son, 545 Basswood Place, Win- nipeg, föstudaginn 1. apríl s.l. Hann var 85 ára gamall, fæddur að Höfnum á Skagaströnd 17. október 1869. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson og Anna Jónsdóttir. Hann fluttist vestur um haf árið 1888 og kom til Winnipeg nokkrum árum síðar. Þar kvæntist hann Önnu Ólafs- dóttur 20. október 1895. Þau fluttu að Öldulandi suðvestur af Gimli og dvöldu þar í nokkur ár. Þaðan fóru þau til Selkirk og áttu þar heima í rúmlega 50 ár. Jón vann í safnaðarnefndinni og var forseti þjóðræknisdeildar- innar í bænum í fáein ár. Þau hjónin eignuðust fimm börn og eru fjögur þeirra á lífi: Ólafur, Björn, Mrs. L. Gíslason ,og Mrs. A. B. Sigurdson. Sonur þeirra, Pálmi, drukknaði í Winnipeg- vatni 26. júlí 1923. Þau hjónin fluttust til Winni- peg árið 1951. Þar lézt Anna, kona Jóns, 25. sept. 1951. Hann átti heimi í borginni síðan. — Útförin fór fram á þriðjudaginn 5. apríl frá kirkju Selkirk-safn- aðar. Séra Sigurður Ólafsson flutti kveðjumál. ☆ Mrs. H. H. Gray (Selah Árna- son) 45 Hull St. hér í bænum létzt á Almenna spítalanum á þriðjudaginn 5. apríl. Hún var fædd og upp alin í Church- bridge, Sask., dóttir hjónanna Jóns Árnasonar og Sigurveigar Sigurðardóttur. Hún lætur eftir sig eiginmanninn Harry, 3em hún giftist árið 1926, tvö börn, þrjú barnabörn, og bróður Árna, deildarstjóra hjá T. Eaton Co. Ltd. Jarðarförin fór fram frá Thompson’s útfararstofu á fimmtudaginn. Dr. Valdimar J. Eylands jarðsöng. ☆ Látinn er nýlega að Grafton, N. Dak., Mr. Arthur Johnson, hinn mætasti maður, 72ja ára að aldri; hann lætur eftir sig konu sína, Sigríði Pétursdóttur Há- varðsson frá Gauksstöðum á Jökuldal. Zukoff vill heimsækja Banda- ríkin, en álítur það þó ekki t,ma- bært að sinni 24B 40 Hann veilii vestrænum blaða- mönnum viðial í fyrsia sinn daginn, sem Malenkoff sagði af sér Ameríski blaðakóngurinn W. Hearst, se mer útgefandi mestu íhaldsblaðanna í Bandaríkjun- um, og nokkrir samverkamenn hans hafa dvalizt í Moskvu undanfarið og fengið viðtöl við ýmsa helztu leiðtoga Sovétríkj- anna. Þannig áttu þeir viðtal við Krushseff tveimur dögum áður en Malenkoff sagði af sér og lýsti Krushseff þá yfir því, að enginn ágreiningur væri milli þeirra! Síðastliðinn laugardag áttu þeir viðtal við Bulganin, og eru þeir fyrstu erlendu blaða- mennirnir, er fengu viðtal við hann eftir valdatökuna. Bulgan- in lýsti þar yfir því, að hann hefði áhuga fyrir bættri sambúð Sovétríkjanna og Bandaríkjanna og hefði stefna Sovétríkjanna að því leyti ekkert breytzt við valdatöku hans. Sama daginn og Malenkoff sagði af sér, áttu þeir félagar Miss Christine Johnson, sem árum saman starfaði hjá The Winnipeg Free Press, er nýlega lögð af stað í skemtiferð suður til Mexico. ☆ Mr. Ásgeir Gíslason frá Leslie, Sask., dvelur í borginni þessa dagana. ☆ The Women’s Association of the First Lutheran Church will meet Tuesday April 12th at 2 p.m. in the lower auditorium of the churrh. ☆ Miss Thora Pétursdóttir Há- varðsson frá Gauksstöðum á Jökuldal, lézt í Grafton, N. Dak., hinn 19. marz síðastliðinn; hún var 72ja ára að aldri, vinsæl dugnaðarsúlka. ☆ Elízabet Katrín Lovísa Ben- son, 93 ára gömul vistkona á Betel að Gimli s.l. níu ár, létzt þar á heimilinu s.l. mánudag. Hún var fædd í Þórshöfn í Fær- eyjum og alin upp þar, en flutt- ist til íslands 1879. Hún giftist þar Stefáni Sigurðssyni frá Húsavík; þau fluttust síðar til Winnipeg, og Stefán dó þar skömmu síðar. Síðari maður Lovísu var Egill Benson. Hún lætur eftir sig tvo sonu Alex- ander í Chicago, og Carl í Win- nipeg. Jarðarförin fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju á mið- vikudaginn; dr. Valdimar J. Eylands flutti kveðjumál. viðtal við Zukoff marskálk og fer frásögn þeirra hér á eftir. Rússneski marskálkurinn Georgi Zukoff átti í dag fyrsta og eina viðtalið, sem hann hefir átt um ævina við blaðamenn frá Vesturlöndum. Einkaviðtal þetta var við bandaríska blaðaútgef- andann W. Hearst, yngri, og yfir mann fréttaþjónustu Hearst- blaðanna í Evrópu, Kingsbury Smith. í viðtali þessu sagði mars kálkurinn, að það væri „draum- ur“ sinn að fá einhvern tíma tækifæri til að heimsækja Banda ríkin, þótt hann teldi, að tími til þess væri ekki ákjósanlegur nú um stendur. Marskálkurinn, sem stjórnaði rússneska hernum seinustu styrj aldarárin, minntist hlýlega vin- áttu þeirrar, sem tókst með hon- um og Eisenhower, þáverandi yfirhershöfðingja Vesturveld- anna í Evrópu. Zukoff hliðraði sér hins vegar hjá, að svara þeirri spurningu, hvort hann myndi hafa talið hernaðarfram- lag af hálfu Þýzkalands nauð- synlegt til að tryggja fullnægj- andi varnir V-Evrópu, ef hann hefði verið yfirmaður hers, sem slíkt hlutverk hefði með hönd- um. Hann kvartaði hins vegar yfir herstöðvum Bandaríkjanna umhverfis Rússland, jafnframt því sem hann útskýrði stefnu rússnesku stjórnarinnar í sam- bandi við bann gegn notkun kjarnorkuvopna í hernaði. Zukoff veitti þeim félögum móttöku í vinnuherbergi sínu í stjórnarbyggingu þeirri, þar sem landvarnaráðuneytið er til fyúsa í Moskvu. Hann var einn í her- berginu. í fylgd með okkur var hins vegar rússneskur leiðsögu- maður og það var hann, sem túlkaði samtalið. Zukoff var klæddur einkennisbúningi og á brjóstinu héngu 3 raðir heiðurs- merkja — og efst voru 3 orður af heiðursmerkinu; Hetja Ráð- st j órnarr íkj anna. Minntisl Eisenhowers hlýlega Hann hóf samtalið með því að m i n n a s t þeirra vinsamlegu funda, sem þeir áttu saman hann og Eisenhower. „Tvisvar sinnum hefir hershöfðinginn boðið mér til Bandaríkjanna og fyrir það er ég honum þakklátur. Það hefir alltaf verið draumur minn að geta heimsótt Bandaríkin, en af heilsufarslegum og öðrum ástæð um hefir aldrei getað af því orð- ið. Ég óttast einnig, að sambúð ríkja vorra sé eins og nú standa sakir, ekki beinlínis með þeim hætti, að slík heimsókn myndi við hæfi, en engu að síður vona ég, að einhvern tíma geti af henni orðið. Við verðum að koma á samskiptum, er séu góð- um grönnum samboðin, en það væri meiningarlaust að skiptast á hernaðarsendinefndum eins og nú er í pottinn búið.“ Ræti um kjarnorkuvopn Við vöktum athygli marskálk- sins á skoðun þeirri, sem brezki flugmarskálkurinn, Slessor, hélt fram fyrir nokkru, að ekki geti hjá því farið, að kjarnorkuvopn- um verði beitt í næstu styrjöld, og spurðum, hvort marskálkur- inn væri á sömu skoðun. Zukoff svaraði: „Ég er á alger- lega öndverðri skoðun. Við verð- um að banna notkun kjarnorku- vopna, við verðum að gera það í þágu mannkyns og mannúðar." Spurningu þess efnis, hvort bann gegn kjarnorkuvopnum myndi ekki breyta hlutföllum hernaðarstyrkleikans Rússlandi í hag, svaraði marskálkurinn á þessa leið og vóg orð sín gaum- gæfilega: í fyrsta lagi teljum við ekki, að við höfum yfirburði hvað snertir útbúnað algengra vopna. Óski menn ekki eftir að hefja styrjöld, er slíkra vopna (kjarn- orkuvopna) lítil þörf.“ Hearst spurði þá, hvort hann teldi ekki, að kjarnorkuvopn í eigu beggja aðila myndu tryggja friðinn, þar eð gagnaðili þyrði ekki að byrja styrjöld að fyrra bragði? Zukoff svaraði því, að svo lengi sem kjarnorkuvopn væru til, kynni einn eða annar geðbil- aður maður eða hópur slíkra manna að beita þeim. Það eitt, að vopn þessi eru til, er hættu- legt fyrir báða aðila. Lélegur friður er betri en vel- heppnuð styrjöld Zukoff sagði: „Það væri betra, ef við hugsuðum minna um styrj aldaráform, en þeim mun meira um, hversu hægt er að komast hjá styrjöld." Rússneskur málsháttur segir: „Lélegur friður er betri en vel- heppnuð styrjöld.“ Þá sagði hann einnig, að hann sem með- limur í miðstjórn flokksins léti ekki aðeins í ljós persónulega ósk sína, er hann ræddi um bætta sambúð Rússa og Banda- ríkjamanna. Sú ósk væri einnig fyrir hendi hjá rússnesku stjórn- inni og flokknum. Zukoff kvað það fásinnu, að telja Ráðstjórnarríkin búa yfir árasaráformum. Ef við hefðum slíkt í hyggju, hafa sannarlega verið nóg tækifæri til að hefja slíka árás. Þér vitið, t. d. hversu öflugur rússneski herinn var í stríðslok, er Hitler hafði beðið ó- sigur og hversu Evrópa var þá varnlaus — England þar með talið. En við notfærðum okkur ekki styrjöldina í pólitískum til- gangi. Jafnvel síðar, þegar her- afli V-Evrópu enn var mjög lít- ils megnugur, beittum við okkur fyrir varðveizlu friðar og létum hjá líða að hefja styrjöld. Þeir, sem leitast við að hræða þjóðir V-Evrópu með því, að Rússar hafi slík áform í huga, hljóta því að gera það af einhverjum öðr- um hvötum. Skiljið þér, hvað ég meina? Við skiljum, en erum yður ekki sammála, sagði Hearst. Við viljum einnig leggja á það á- herzlu, að kjarnorkusprengjur í eigu Bandaríkjanna hafa stuðlað að varðveizlu friðarins. Það er almenn skoðun á Vesturlöndum. Þið áttuð alltof fáar sprengjur, svaraði Zukoff. Aðeins 5-6 í Bandar íkj unum. Þér vitið bersýnilega betur en við, hve margar kjarnorku- sprengjur kunna að hafa verið til í Bandaríkjunum á þeim tíma, sagði Hearst. Zukoff svar- aði og hló við: Þetta var á þeim tíma, þegar þróun og framleiðsla kjarnorkuvopna var á byrjunar- stigi. Við höfum komizt að því af eigin reynslu, að sú byrjun er erfið. Zukoff um Montgomery Þá tökum við að ræða um gildi flugvélaskipa í nútíma hernaði. Minntumst á flugvélasmiðinn Severski, fyrrv. landa Zukoffs, sem nú er talinn dómbærastur allra í Bandaríkjunum um nota- gildi flugvéla í hernaði, en hann telur flugvélaskip úrelt og sömu skoðunar er Montgomery marsk- álkur. Zukoff ætti að geta rætt af hreinskilni um þetta mál, þar eð Rússar smíða ekki flugvéla- skip, að því er vitað er. Ég er ekki flotaforingi og mér Sr. V. J. Eylands, Dr. TheoL Heimili 686 Banning Street. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzKu kl. 7 e. h. V Lúterska kirkjan í Selkirk Messur um páskana: Föstudaginn langa, íslenzk messa kl. 3 síðd. Páskadag: Sunnudagaskóli kl. 10 árd. Ensk messa og Altarisganga kl. 11 árd. íslenzk hátíðamessa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. ólafsson ☆ Messur í NorÖur-Nýja-íslandi Páskadaginn, 10. apríl: Riverton kl. 2, á ensku og íslenzku. Árborg, kl. 8, á ensku og ís- lenzku. Robert Jack er ekki kunnugt um skoðanir flotaforingja okkar á þessu atr- iði, en ég held nú samt, að flug- vélaskip geti orðið að miklu liði í vissum tilfellum. Síðar bætti Zukoff því við, að hann læsi jafn an með athygli það, er Montgom- ery lætur eftir sér hafa. Annars fannst h o n u m Montgomery stundum tala eins og sígaunakerl ing, sem les í lófa, er hann væri að spá um hernaðartæki. Slíkir spádómar væru nú mjög erfiðir, svo ör sem þróun hernaðartækn- innar væri. Við þökkuðum marskálkinum fyrir að hafa fórnað tíma sínum í okkar þágu, og hversu hrein- skilinn hann hafði verið. Hann hló innilega og kvaddi okkur með handabandi um leið og hann sagði: „Þetta samtal hefir minnt mig á þá daga í lok heimsstyrjaldar- innar, þegar við loks höfðum unnið sigur. — TIMINN, 15. febr. Amerískt vátryggingarfélag fullyrti, að slys á heimilum ættu sér oftast stað í baðinu. Það sagði, að fólki yrði fótaskortur á sápu, ýmist í baðkerinu eða á gólfinu. Til þess að koma í veg fyrir þessi slys, hefur verið framleidd fljótandi sápa, sem fæst í verzlunum. ☆ Sápa batnar með aldrinum, sökum þess, að vatnið gufar smátt og smátt í burtu. í gamla daga bjuggu húsmæður í Suður- Afríku sjálfar til sápu sína og geymdu hana í mörg ár, áður en þær notuðu hana. ☆ , Við fornleifagröft í Pompeji fannst sápuverkstæði. Sápan var vel nothæf, þótt hún hefði legið í jörðu yfir 1700 ár. Verndið verðmæta heilsu Látið hvorki þrál&tan hóata né kvet gtofna heilau barna yöar, sem er á viðkvæmu vaxtar. skeiði, I hættu. Wampole’s Extract of Cod Llver er viður- kendur heilsugjaíi, auðugur af “D” bætiefni. Börnum geðjast hið ljúfa bragð og meðal inniheldur enga olíu. —A—j.jgg* EXTRACT COOÍIVER © ir~:-z7T-~ SÍ£F£=gg|s 1 h EXTRACT -»*■ 0F C0D LIVER • CITY HYDRD invites p... to drop into the CITY HYDRO SHOWROOMS next time you’re downtown and see the latest in smart new 1955 electrical appliances. Ranges, Refrigerators, Freezers, Washers, Dryers, Vacuunl Cleaners, Ironers, Copper Water Heaters and all other electrical appliances that bring comfort and convenience to your everyday living will be on display. You can see attractive new models from the following manufacturers: WESTINGHOU SE MOFFAT McCLARY HOOVER SIMPLICITY FRIGIDAIRE MAYTAG GENERAL ELECTRIC INGLIS AMANA CONNOR PHILCO EASY IRONITE EVERDUR On Display Now At Your Own Dependable Appliance Store PORTAGE, East of Kennedy Phone 96-8201 KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. SINDRI SIGURJÓNSSON LANGHOLTSVEGI 206 — REYKJAVIK

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.