Lögberg - 21.04.1955, Síða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 21. APRÍL 1955
3
Of ástúðlegur eiginmaður
— GAMANSAGA —
— Jú, mér fellur vel við hann,
eins og þú getur nærri, sagði
frú Cameron.
Frú Cameron var 19 vetra
gömul, móeygð og frábær fríð-
leikskona. Hún var búin að vera
í hjónabandi í hálft annað ár og
hafði allt, sem hún vildi hend-
ina til rétta, allt, sem auga og
hjarta girntist, en afleiðingin var
skiljanlega sú, að hún var ekki
ánægð með neitt.
— Fellur vel við hann, endur-
tók Anna Clark eftir henni. En
hve þú getur verið andstyggileg,
Mína, að geta talað svona kald-
ranalega.
Anna Clark var nýfermd og
leit svo á, að ung kona, sem
gengið hefði að eiga þann mann,
sem hún unni, hlyti að vera
ákaflega hamingjusöm.
— Ég get ekki að því gert,
Anna mín, sagði frú Cameron
kæruleysislega og hallaði höfð-
inu upp að mjúku þægindinu,
hlæjandi. Maður verður leiður á
kökum og kampavíni, þegar til
lengdar lætur. Mér dettur stund-
um í hug, að ég væri miklu ham-
ingjusamari ef hann Karl dýrk-
aði mig ekki alveg eins mikið og
hann gerir.
— Ósköp er að heyra til þín,
Mína!
—Það verður þreytandi og til-
breytingarlaust, þegar til lengd-
ar lætur, eins og þú sérð. Það
væri tilbreyting í því, ef hann
kæmi auga á einhverja galla hjá
mér, öðru hvoru. Hann er allt
of góður við mig! Sjáðu til dæm-
is hana Soffíu Markin, hún er
beinlínis hrædd við manninn
sinn. Hann er laglegur og tígu-
legur með svart skegg, eins og
ræningjaforingi frá Apenium.
Ó, það hlýtur að vera gaman
að því, að vera hálf smeyk við
manninn sinn!
— En hve þú getur talað
heimskulega, sagði ungfrú Anna
hálf hrædd við þetta tal.
— Ég get vel skilið, að þér
sýnist svo, eins og er, svaraði
frú Cameron yfirlætislega, en ef
þú giftist einhvern tíma . . .
— Það geri ég auðvitað, svar-
aði ungfrúin og kastaði höfðinu
þóttalega til um leið. Það virtist
sem henni þætti óþarft að draga
það í efa, að hún giftist, og það
var augljóst, að hana fýsti ekki
að lifa ógift.
— Nú, jæja, fari svo, þá vil
ég ráða þér heilt. Gakk þú ekki
að eiga þann mann, sem ekki er
annað en bros og andvörp, því
að það er svo fjarska væmið.
Þegar til lengdar lætur leiðist
manni sífellt hunang og mána-
skin.
Hið eina, sem aðskildi skraut-
búnu dagstofuna og viðhafnar-
klefa frúarinnar, var dyratjöld-
in, og það hittist nú einmitt
þannig á, að Cameron, maður
hennar, sat í dagstofunni og las
blöðin og heyrði því allt þetta
samtal. Hann beit á vörina og
brá litum eftir því sem leið á
samræðurnar.
Jæja, það var þá svona komið.
Mína var orðin þreytt og leið á
honum! — Já, — hann var allt
of ástúðlegur! Það var þá ágætt,
að hann fékk að vita það. Hann
skyldi reyna að bæta fyrir þann
brest!
Hann fleygði blaðinu frá sér
og gekk inn á skrifstofu sína.
Frúin fór líka skömmu síðar
út í verzlunarerindum. Hún
tafðist nokkuð á leiðinni, en
skeytti því ekki. — Karl segir
ekki eitt orð um það, sagði hún
og tafði góðan hálftíma í viðbót,
til þess að athuga mjög þýðing-
armikið atriði, sem sé það, hvort
henni færi betur að hafa rósir
eða feginsblóm á hattinum
sínum.
— Ég kem nokkuð seint heim
núna, sagði hún brosandi, er
hún loksins kom inn í borðstof-
una, en þar gekk maður hennar
um gólf eins og ljón í búri.
— Nokkuð seint! Fullum hálf-
tíma of seint, segi ég, rumdi í
honum,'og það í þeim tón, að
kona hans tapaði sér algerlega.
Það lítur svo út, sem ég hafi
ekkert við minn tíma að gera.
- Karl!
- Ég hefi nú þolað þetta um-
yrðalaust nógu lengi og segi þér
það blátt áfram, að ég ætla mér
ekki að þola það framvegis,
sagði hann með þrumandi röddu.
Síðan vék hann sér að þjónustu-
stúlkunni og mælti: — Þér sjáið
um, að maturinn verði tilbúinn
klukkan sex á morgun, Jóna,
hvort sem frúin verður heima
eða ekki!
Með þessa úrlausn hvarf
stúlkan fram í eldhúsið, grát-
andi.
Frúin settist til borðs, blóð-
rjóð upp í hársrætur, og sagði
svo með uppgerðarró og þó
hálfum huga:
— Karl! Ber nokkra nauðsyn
til að reita mig til reiði í áheyrn
þ j ónustustúlkunnar ?
— Já, það er einmitt rétta
orðið. Þegar húsfreyjan gætir
ekki skyldu sinnar, ber nauðsyn
til að segja henni til syndanna.
Viltu gera svo vel að rétta mér
eina brauðsneið?
Þetta truflaði frúna og gerði
hana miður sín í viðskiptunum
við mann sinn. Hún var slíkum
rifrildisköstum óvön, og eftir því
sem á leið, versnaði það þó betur.
Bóndi hennar fann sér alltaf
fleira og fleira til útásetningar
varðandi matinn, og hann gaf
konu sinni meira að segja í skyn,
að henni væri nær að halda sig
heima og gæta heimilisins, held-
ur en að vera að slæpast á milli
verzlananna.
Þegar þau voru loksins komin
að eftirmatnum á þennan ó-
venjulega hátt, var dyrabjöll-
unni hringt.
— Það er víst hún mamma og
Lísa frænka, sagði frúin og stóð
upp frá borðinu, þær verða hér
í kvöld.
— Ekki hef ég beðið þær um
það, sagði hann hastur.
Frúin rak upp stór augu, orð-
laus af undrun.
— Er ekki von að ég segi það,
sagði hann og barði höstugt í
borðið. Er það ekki hálf lúalegt
að fá ekki að vera í friði eitt
einasta kvöld?
— Ég — ég lofaði þeim, að þú
kæmir með okkur í leikhúsið í
kvöld, sagði hún með hálfum
huga og brá litum.
— Hvað heyri ég! Leyfist mér
að spyrja, hver hafi gefið þér
heimilid til að lofa þessu? spurði
hann háðslega. Heldurðu annars,
að ég sé ekki annað en viljalaust
verkfæri, eða hvað?
— Verðurðu þá ekki heima hjá
okkur, Karl? Heldurðu, að þú
gerir það þó ekki að minnsta
kosti?
— Nei, svei mér ef ég geri það!
sagði hann og stóð upp. Ég ætla
mér í klúbbinn í kvöld.
Að svo mæltu þaut hann út úr
stofunni með slíkum asa, að
hann var næstum búinn að fella
tengdamóður sína um koll í
ganginum.
Þegar hann gekk niður þrep-
in, skömmu síðar, hugsaði hann
með sér: — Það var annars gott,
að ég komst af stað. Ef ég hefði
verið stundarkorni lengur, hefðu
tár hennar truflað allt saman.
Vesalings Mína! Nú, jæja, svona
vildi hún að það væri.
Klukkan var rúmlega tólf, er
hann kom heim, og hafði það
aldrei borið við áður, að hann
kæmi svo seint heim, þegar
hann var einn.
— Hvað er að tarna? Þú ert á
fótum enn! sagði hann hastur,
er hann kom inn í svefnherberg-
ið og sá konu sína ganga þar
um -gólf, hrygga í skapi. Það er
bezt að stemma stigu fyrir þess-
um ósið í eitt skipti fyrir öll!
— Ég var svo hrædd um þig,
Karl, sagði hún blíðlega, þótt
hún hnuggin væri.
— Hrædd! endurtók hann eftir
henni með þjósti. Heldurðu, að
h’ann Jón Markin líði konunni
sinni að vera á fótum og bíða
eftir honum fram á miðjar
nætur?
— En heldur þú, að mig langi
til að þú sért eins og hann Jón
Markin, Karl? Nei, fyrir alla
muni, það vil ég ekki, sagði
frúin og fór nú að gráta fyrir
alvöru.
— Nú, þú vildir það ekki?
sagði hann og gat naumast var-
izt hlátri. Ég hélt í raun og veru,
að þér þætti dálítið gaman að
því, að vera hálf smeyk við
manninn þinn, og þar á ofan
veiztu þó, að sífellt hunang og
mánaskin er leiðigjarnt, þegar til
lengdar lætur, það er allt of
væmið, eða er það ekki, Mína?
Frú Cammeron varð hverft
við, og hún sagði:
— Heyrðirðu það, sem ég var
að segja í dag?
— Já, það gerði ég, hæstvirta
frú Cammeron, og síðan hef ég
leitazt við að haga framkomu
minni eftir þínu geði.
— Æ, gerðu það ekki framar,
elsku Karl minn, sagði hún með
titrandi vörum og tárvotum
biðjandi augum. Æ, gerðu það
ekki framar! Það er ekkert
gaman að því að vera hrædd
við manninn sinn.
— Jæja, alveg eins og þér
sýndist þó á allt annarri skoðun
í dag!
— Æ, það var heimskulegt
bull, allt saman, elsku Karl
minn. Ég hef setið hér, allt þetta
kvöld, og grátið mér til óbóta,
og um leið reynt að brjóta heil-
ann um það, hver ósköp það
gætu verið, sem valdið hefðu
þessari breytingu á þér; og svo
var þetta ekki annað en láta-
læti hjá þér?
— Ekkert annað en látalæti,
samsinnti hann.
Svo kysstust þau og sættust
heilum sáttum. Hveitibrauðs-
dagar þeirra hófust að nýju,
bjartir og glaðir.
En frú Cameron kvartaði al-
drei framar um það, að Karl
Cameron væri of ástúðlegur
eiginmaður. —Sj. J. þýddi lausl.
HEIMILISBLAÐIÐ
Grimsby-menn taka mólstað íslendinga
Hins"
vegar skætingur
mönnum
í Hull-
Brezka blaðið „The Fishing
News“ birtir fréttir þann
18. f.m., þar sem segir, að Is-
lendingum verði ekki kennt
um skipatapana, er Lorella
og Roderigo fórust.
uð. (Hann getur þess ekki að
þessi regla gildir um íslenzka
togara ekki síður en útlenda).
Grimsby-menn virðast taka
málstað Islendinga, en Hull-
menn eru okkur andvígir.
—VÍSIR, 5. marz
1 fyrsta lagi er þar sagt frá
því, að félag yfirmanna á
Grimsby-togurum hafi lýst yfir
því skýrt og skorinort, að þeir
vilji engan þátt taka í ásökun-
um á hendur Islendingum í
sambandi við þetta mál, en það
kom fyrir neðri deild brezka
þingsins á dögunum. Var yfir-
lýsing frá E. J. Beaumont, skip-
stjóra, ritara félagsins, þar sem
segir m. a. að félagið vilji engan
þátt eiga í „þess konar árásum“.
Síðan segir:
„Islendingar hafa aldrei mein-
að neinum skipum að leita vars,
sem þess þurftu ,og íslenzkir
togarasjómenn hafa látið lífið
við að hjálpa brezkum togurum
í sjávarháska. Hull-slysið (Lor-
ella og Roderigo) var ekki ís-
lendingum að kenna, heldur ill-
viðri. Félagar okkar eru sárreið-
ir yfir slíkum málflutningi, því
að vel getur verið, að almenn-
ingur fái ranga hugmynd um
málið og kenni íslendingum um“.
Þá er birt viðtal við Tom
Petersen, sem árum saman var
aflakóngur á Grimsbytogurum
og segir hann m. a. þetta:
„Undanfarið hefir ýmislegt
óþvegið verið sagt um hvarf
togaranna tveggja, en það er
ekki rétt að gefa í skyn að tog-
ararnir hafi farizt vegna víkk-
unar landhelginnar. Við vitum,
að hin nýju og glæsilegu skip
eru ekki byggð til þess að liggja
inni í höfnum, og hefði frostið
ekki komið til, hefðu skipin ekki
farizt. En ég er sannfærður um,
að hefðu þessi tvö skip leitað
vars, hefðu íslenzk varðskip látið
þau afskiptalaus. Gömlu togar-
arnir urðu aldrei fyrir slíkri ís-
ingu, og stafaði það af því, að
þá var venjulega pallur utan á
brúnni, og var því auðvelt að
höggva klakann af henni. Ný-
tízku togarar eru þungir að ofan,
og ekki unnt að höggva klakann
á stjórnpallinum. Það er hættu-
spil að stunda veiðar fyrir norð-
an ísland á veturna. Ég verð að
segja, að landhelgislínan hlægi-
lega, sem nú er, þýðir, að beztu
miðin eru töpuð togarasjómönn-
um, en hitt er fjarstæða, að hún
hafi valdið þessu slysi eða öðr-
um, sem verða kunna“.
Hins vegar er í sama blaði og
á sömu blaðsíðu skætingur í
garð íslendinga frá félagi yfir-
manna á Hull-togurum. Er þar
haldið fram rangfærslum af
hálfu J. Enevoldson, ritara fé-
lagins, sem heldur því fram, að
brezkir togarar ættu að fá að
leita vars með veiðarfæri óbúlk-
MINNINGARORÐ:
Guðrún Pétursson
Guðrún Pétursson
Á þriðjudaginn hinn 15. mars
síðastliðinn lést að heimili dótt-
ur sinnar í Mount Royal, Quebec,
Mrs. Guðrún Pétursson, 81 árs
gömul. Foreldrar hennar voru
þau hjónin Jóhannes ísleifsson
og María Magnúsdóttir. Guðrún
var fædd 9. febrúar 1874 á önd-
ólfsstöðum í Aðal-Reykjadal í
Suður-ingeyjarsýslu á íslandi,
þar sem foreldrar hennar þá
bjuggu. Tíu ára gömul fluttist
hún með þeim vestur um haf
(1884) og ólst upp hjá þeim á
heimilisréttarlandi þeirra ná-
lægt Hallson í Norður-Dakota.
Ung að árum giftist hún Birni
Péturssyni, sem þá stundaði
skólakennslu og verslunarstörf
þar syðra. Laust eftir aldamótin
fluttu þau til Winnipeg og
bjuggu þar um margra ára skeið.
Þau eignuðust þrjú börn — tvo
sonu (Ludvig Pétur, sem dó í
sept. 1943, og Arthur Eugene,
dáinn í ágúst 1953) og eina dótt-
ur, Maríu Filipíu, Mrs. Allan
Gilmour, sam gaf móður sinni
heimili og annaðist hana mörg
síðustu ár ævinnar. Hana lifa
nú, auk dótturinnar, tvö barna-
börn og tveir bræður Jón Jó-
hannesson í Elfros, Sask., og
Jósef Jóhannesson hjá Woodside,
Man. — Útförin var gerð frá
heimili dójttur hennar og tengda
sonar í Mount Royal, sem er
eitt af hinum mörgu úthverfum
Montreal-borgar.
Um morgun
Sœmir vel að syngja lag
sjálfri vorblíðunni,
geta boðið góðan dag
guði og náttúrunni.
Ásgeir Gíslason
Phone 74-7855
ESTIMATES
FREE
J. M. Ingimundson
Re-Roofing — Asphalt Shingles
Insul-Bric Siding
Vents Installed to Help Eliminat.e
Condensation
832 Simcoe St.
Winnipeg, Man.
Gilbart Funeral Home
Seikirk, Manitoba.
J. Roy Gilbart
Licensed Embalmer
Phone 3271 Selkirk
Dr. ROBERT BLACK
Sérfræðingur i augna, eyrna, nef
og hálssjúkdómum.
401 MEDICAL ARTS BLDG.
Graham and Kennedy St.
Skrifstofustmi 92-3851
Heimasími 40-3794
Dunwoody Saul Smith
& Company
Charlered Accounlants
Phone 92-2468
100 Princess St. Winnipeg, Man.
And offices at:
FORT WILLIAM - KENORA
FORT FRANCES - ATIKOKAN
Hofið
Höfn
í huga
Heimili sólsetursbarnanna.
Icelandic Old Folks’ Home Soc
3498 Osler St., Vancouver, B.C.
ARLINGTON PHARMACY
Prescriplion Specialist
Cor. Arlinglon and Sargent
Phone 3-5550
We collect light, water and
phone bills.
Post Office
Muir's Drug Store Ltd.
J. CLUBB
FAMILY DRUGGIST
SERVING THE WEST END FOR
27 YEARS
Phone 74-4422
Ellice & Home
Thorarinson & Appleby
Barristers and Solicitors
S. A. Thorarinson, B.Sc., L.L.B.
W. R. Appleby. B.A., L.L.M.
701 Somerset Bldg.
Winnipeg, Man. Ph. 93-8391
Phone 92-7025
H. J. H. PALMASON
CharterecL Acca'intant
505 Confederation Life Building
WINNIPEG MANTTOBA
PARKER, TALLIN. KRIST-
JANSSON, PARKER AND
MARTIN
BARRISTERS — SOLICITORS
Ben C. Parker. Q.C.
(1910-1951)
B. Stuart Parker, Clive K. Tallin,
Q.C., A. F. Kristjansson, Hugh B.
Parker. W. Steward Martin.
5th n. Canadlan Bank of Commerce
Building, 389 Main Street
Winnipeg 2, Man. Phone 92-3561
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr.
Keystone Fisheries
Limited
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH
60 Louise Street Slmi 92-5227
EGGERTSON
FUNERAL HOME
Dauphin. Manitoba
Eigandl ARNI EGGERTSON Jr.
Van's Eiectric Ltd.
636 Sargent Ave.
Authorized Home Appliance
Dealers
GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL
McCLARY ELECTRIC — MOFFAT
Phone 3-4890
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
St. Mary’s and Vaughan. Winnlpeg
PHONE 92-6441
J. J. Swanson & Co
LIMITED
J08 AVENUE BLDG. WINNIPEU
Fasteignasalar. Leigja hús. Öt-
vega peningalán og eldsábyrgB,
bifreiBa&byrgC o. s. frv.
Phone 92-7538
SARGENT TAXI
PHONE 20-4845
For Quick. Reliable Service
DR. E. JOHNSON
304 Eveline Street
SELKIRK. MANITOBA
Phones: Office 26 — Residence 230
Office Hours: 2.30 - 6.01 p.m.
Thorvaldson, Eggertson.
Baslin & Stringer
Barristers and Solicitors
209 BANK OF NOVA SCOHA Bldg.
Portage og Garry St.
PHONE 92-8291
CANADIAN FISH
PRODUCERS LTD.
J. H. PAGE. Managing Director
Wholesale Distributors of Fresh and
Frozen Fish
311 CHAMBERS STREET
Office: 74-7451 Re*.: TÍ-3917
Office Phone
92-4762
Res. Phone
72-6115
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAL ARTS BUILDING
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appointment.
A. S. BARDAL LTD.
FUNERAL HOME
843 Sherbrook Street
Selur Hkkistur og annast um út-
farir. Allur OtbúnaCur sá beztl.
Stofnað 1894
SÍMI 74-7474
Minnist
BETEL
í erfðaskrám yðar.
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smllh St. Winnipeg
PHONE 92-4624
Creators of
Distinctive Printing
Columbia Press Ltd.
695 Sargent Ave. Winnlpeg
PHONE 74-3411
SELKIRK METAl PRODUCTS
Reykháfar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hreinir. Hltaeiningar-
rör, ný uppfynding. Sparar eldi-
viC, heldur hita frá a6 rjöka öt
meti reyknum.—-SkrifiC, símið til
KELLY SVEINSSON
625 Wall St. Winnipeg
Just North of Portage Ave.
Slmar 3-3744 — 3-4431
J. Wilfrid Swanson & Co.
Insurance in all its branches
Real Estate - Mortgages - Rentals
210 POWER BUILDING
Telephone 93-7181 Res. 46-3480
LET US SERVE YOU