Lögberg


Lögberg - 21.04.1955, Qupperneq 8

Lögberg - 21.04.1955, Qupperneq 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 21. APRÍL 1955 LEONARD WOOLEY: í kjölfar Arkarinnar hans Nóa Úr borg og bygð — PRESTAFUNDUR — Lúterska kirkjufélagsins var haldinn í Selkirk-kirkjunni 14. þ. m. Áður en fundurinn hófst, kl. 2, sátu prestar — 7 að tölu — matarboð heima hjá séra Sigurði og frú hans. 1 kirkjunni setti forseti félagsins fundinn með nokkrum orðum og séra Valdi- mar J. Eylands las kafla úr ritn- ingunni og flutti bæn. Næst flutti séra Bragi Friðriksson er- indi, er hann nefndi, Koptiska kirkjan í Ethiópíu. Það var mjög fróðlegt erindi og sköru- lega flutt. Séra Jóhann Fredriksson flutti nokkrar hugleiðingar, og út af þeim spunnust allmiklar um- ræður um A.A-hreyfinguna og kirkjuna. Dr. Haraldur Sigmar frá Blaine kvaðst ekki geta látið þetta tækifæri líða án þess að minnast á tillögu, sem fram var borin á kirkjuþingi í sumar, að fella skuli nafnið íslenzka úr nafni kirkjufélagsins. — Hann lýsti óánægju sinni yfir því og vonaðist eftir því að allir sannir íslendingar stæðu saman með einum huga í því að láta ekki slíka hneisu koma fyrir. Forseti félagsins baðst undan endurkosningu og var séra Bragi Friðriksson kjörinn forseti. Séra Robert Jack var endurkjörinn ritari og gjaldkeri. Fundinum lauk með því, að hinn nýi for- seti las kafla úr ritningunni. Þá var gengið heim á prests- setrið, þar sem kaffi var drukk- ið. — Fundarmenn þakka séra Sigurði og frú hans fyrir fram- úrskarandi góðar viðtökur og mikla gestrisni. ROBERT JACK, ritari ☆ Laugardaginn þann 9. apríl s.l. voru gefin saman í hjónband Helga Yvonne, yngsta dóttir Sigurborgu og Magnúsar heitins Magnússonar frá Baldur, Man., og James Robert, sonur Mr. og Mrs. A. R. Palmer frá Cypress River, Man. Hjónavígslan fór fram á heim- ili Ólafs Oliver á Baldur, afa brúðarinnar. Sóknarpresturinn gifti. Svaramenn voru Ólöf Magnússon systir brúðarinnar og Russel Leo. Fjölmenn veizla var setin á heimili Mrs. S. Magnússon. — Ungu hjónin fóru í brúðkaupsferð til Bandaríkj- anna. Þau setjast að í Holland, Man. Mr. Alec Thorarinsson lög- fræðingur er nýlega kominn heim ásamt fjölskyldu sinni eftir að hafa dvalist í Florida síðan um miðjan janúarmánuð. ☆ Mr. Skúli Sigfússon frá Lund- ar, fyrrum þingmaður St. George kjördæmis, dvaldi í borginni nokkra daga í fyrri viku í heimsókn til barna sinna. ☆ Þær systurnar Miss Pálína Johnson og Miss Rósa Johnson kenslukonur frá Lundar, voru staddar í borginni um miðja fyrri viku. ☆ Mr. Arthur Sigfússon frá Lundar kom til borgarinnar í vikunni, sem leið, og dvaldi hér nokkra daga. ☆ Dr. Haraldur Sigmar prestur íslenzka lúterska safnaðarins í Blaine, Wash., kom hingað til borgar um miðja fyrri viku ásamt frú sinni og lagði af stað suður til Mountain, N. Dak., þar sem hann mun gegna prestsem- bætti um nokkra hríð hjá sínum fyrri söfnuðum; þau Dr. Harald- ur og frú hafa alla jafna notið frábærra vinsælda hvar, sem leið þeirra hefir legið og fagna því margir komu þeirra hingað í nágrennið. ☆ Frá því hefir áður verið skýrt hér í blaðinu, að séra Robert Jack sóknarprestur í Árborg, hafi samið bók eina allmikla, ARCTIC LIVING, er lýsir sjö ára starfsemi hans sem þjónandi prests í Grímsey; bók þessi mun verða um 250 blaðsíður að stærð og mun nú að öllu fullbúin til prentunar; nú er það orðið að ráði, að Ryerson Press gefi bók- ina út, en í því felst full trygging þess, að vandað verði til útgáf- unnar hið bezta, auk þess sem þetta kunna forlag gefur ekki út aðrar bækur en þær, sem vel eru samdar og eitthvað raun- verulegt er spunnið í. ☆ Mr. Guttormur J. Guttorms- son skáld frá Riverton var staddur í borginni nokkra daga í fyrri viku; hann hafði kent nokkurs lasleika seinnipart vetrar, en var nú hinn hressasti og lék við hvern sinn fingur svo sem hann á vanda til; er það hinum mörgu vinum þessa sér- stæða skáldjöfurs ósegjanlegt ánægjuefni hversu vel hann gekk undan vetrinum. Arborg Memorial Hospital Arborg, Manitoba Box 70, April 14, 1955 Dear Editor: In the recent list of Donations to the Arborg Memorial Hospital “Memorial Fund” which I for- warded to you, it seems. that 1 line was missed out and the correction would be as follows: “From Mrs. Thora Oliver, Selkirk, Manitoba, in Memory of Guðmundur Vigfússon, Ár- borg ....................S 1.00 From Framnes Ladies Aid in Memory of: Guðmundur Vigfússon $10.00 Tryggvi Bjornson 5.00.” I regret that I should have to bother you with this but the members of the Ladies Aid would be pleased and have requested me to have this corrected. Thanking you kindly in antici- pation. Yours truly, Mrs. E. Gíslason, Secretary, Arborg Memorial Hospiltal Board ☆ Hin árlega samkoma lestrar- félagsins á Gimli verður haldin í Parish Hall á föstudagskvöldið hinn 22. þ. m., kl. 8.30. Þar flytur Dr. Richard Beck ræðu, en auk þess verða til skemtunar söngv- ar, upplestur og ýmislegt annað; venju samkvæmt fer einnig fram happdrætti til arðs fyrir bókasafnið og verður kaffi og sætabrauð á takteinum. Vafalaust sýna Gimlibúar þjóðrækni sína í verki með því að fjölmenna á samkomuna. ☆ Nýlátinn er í Riverton Pétur Jónsson 84 ára að aldri, sem yfir fjörutíu ár stundaði fisk- veiðar á Winnipegvatni, hinn mesti sæmadrmaður; hann var jarðsunginn af séra Robert Jack. ☆ Þeir séra Robert Jack frá Árborg og séra Bragi Friðriks- son frá Lundar voru staddir hér seinni part fyrri viku. ☆ Mr. P. Robertson frá Moose- horn, Man., var stödd í borginni á fimtudaginn í vikunni, sem leið. ☆ The Icelandic Canadian Club Sevarel people have expressed interest in the projected excurs- ion to the Icelandic Centenary celebration in Utah, next June. An offer has been received from the Grayhound Bus Company to provide a bus, if 37 passengers offer themselves, the round fare to be $55.00, with hotel accom- modation and meals on route included. Miss Anna Cheng, guest artist at the Icelandic Canadian Club meeting, April 25, has received fresh recognition in being selected to sing before the Governor-General, His Exel- lency the Rt. Hon. Vincent Massey, at the Citizenship Day ceremonies in Winnipeg, May 21. W. K. ☆ Hún var ein þeirra eigin- kvenna, sem nöldra frá morgni til kvölds, en svo hlustaði hún eitt sinn á fyrirlestur, sem nefndist: Broshýrt andlit fær enginn staðizt. Hún varð svo hrifin af fyrir- lestrinum, að hún ákvað að gera tilraun. Marguninn eftir, þegar maður hennar kom að morgun- verðarborðinu og hafði ekki hugmynd um neitt, mætti hann konu sinni brosandi út að eyrum og — þegjandi. Ekki kom eitt einasta nöldursorð út fyrir hennar varir yfir því, hve seinn hann væri. Hann stóð í dyrunum drykk- langa stund og botnaði ekki neitt í neinu. Allt í einu féll honum allur kefill í eld. — Drottinn minn dýri, tautaði hann. Hún er orðin klumsa! Árið 1929 vann ég að upp- greftri í Úr í Mesópótamíu. Þar átti Abraham, ættfaðir ísraels- manna, fyrst heima. Við vorum að leita hinna frægu konunga- grafa, sem geymdu dýrmætar minjar frá tímabilinu kringum 2800 f. Kr. Þá datt mér í hug, eins og af rælni, að grafa nokkru dýpra. Við grófum þrönga holu niður á milli grafanna, gegnum hið margvíslega rusl, sem alltaf finnst á grunni gamalla bú- staða — sambland af fúnum leirtíglum, ösku og leirkera- brotum. Allt í einu komum við niður úr þessu lagi, og þar tók við óblandaður, vatnsbarinn leir, þar sem hvergi vottaði fyrir leirbrotum eða ösku. Aðstoðar- maður minn sagði mér, að nú værum við komnir niður í ó- snortinn jarðveginn, þarna væri ekkert fleira að finna, og bezt væri að reyna á einhverjum öðrum stað. Ég fór niður í holuna, leit á uppgröftinn og féllst á, að hann hefði rétt fyrir sér, en síðan tók ég til mælitækja minna og sá þá, að þessi ósnortni jarðvegur lá ekki nærri því eins djúpt og ég hafði búizt við. Það braut í bága við eina kenningu mína, sem ég hafði haldið fast við, og þar sem mér er mjög lítið um það gefið, að kenningum mínum sé hnekkt, nema órækar sann- anir séu fyrir hendi, bað ég hann að grafa dýpra. Hann hlýddi því, þótt hann væri ófús til þess, og nú kom ekkert upp annað en hreinn leir, sem ekki bar vott um neinar mannlegar athafnir. Hann gróf átta fet niður í viðbót, og þá fóru allt í einu að koma upp tinnuáhöld og brot úr lituðum leirkerum. Við vorum nokkurn veginn vissir um, að þetta væru leifar af fyrstu leirkerasmíðinni í Suður- írak. Ég var ekki í neinum vafa um, hvernig stæði á þessu átta feta djúpa leirlagi, en mig lang- aði til að vita, hvort hinir mundu álykta eins og ég. Ég kallaði á tvo af starfsfélögum mínum, sýndi þeim uppgröftinn og spurði þá, hvaða ályktanir þeir drægju af þessu. Þeir gátu ekki leyst úr því. Þá bar konu mína þar að. Ég spurði hana hins sama, og hún sagði, um leið og hún sneri sér frá holunni: — Nú, þetta er auðvitað eftir syndaflóðið. Það var alveg rétt. En það var naumast hægt að staðhæfa, að syndaflóðið hefði í raun og veru átt sér stað, þótt uppgröft- ur úr eins fermetra holu benti til þess. Næsta ár gróf ég gríðar- stóra holu, 64 feta djúpa. Við hófum uppgröftinn þar sem verið hafði yfirborð jarðar á tímabilinu kringum 2805 f. Kr. Við komum nærri því strax niður á húsarústir, sem eldri voru en það, og er við höfðum hreinsað þær burtu, fundum við aðrar húsarústir undir þeim. 1 fyrstu tuttugu fetunum, sem við grófum niður, fundum við hvorki meira né minna en átta húsarústir, sem hverjar voru ofan á öðrum, þar eð alltaf hafði verið byggt á gömlu rústunum. Þá fundum við ekki fleiri húsa rústir í bili, en grófum niður gegnum þykkt, samanþjappað lag af leirkerabrotum. Þar hafði staðið leirkerasmiðjan svo lengi, að hægt var að lesa framvindu sögunnar út úr leirbrotalögun- um. Neðst 1 lögunum voru gripir af því tagi, sem fornfræðingar hafa fundið í Erech, sem var að- setursborg nokkurra af fyrstu konungum Súmera. Allra neðst voru lituð leirker frá dögum fyrstu innflytjendanna í landið. Síðan tók við óblandaða, vatns- barða leirlagið, 11 fet á dýpt. Þegar leirinn var rannsakaður, reyndist hann vera framburður úr ánni Eufrat, svo langt að kominn, að hundruðum mílna skipti. Undir leirlaginu, sem þakti hinn raunverulega ó- snortna jarðveg, fundum við rústir af húsunum, sem farið höfðu á kaf í flóðinu og grafizt undir leirnum, sem það hafði skolað með sér. í rústum hinna fornu borga íraks, sem fornfræðingar höfðu grafið upp, höfðu fundizt leir- töflur, sem á voru skráðar frá- sagnir Súmera af flóðinu mikla. Það er sama sagan og sögð er í fyrstu bók Mósesar, en hún var skráð fyrir daga Mósesar, og það sem meira er, fyrir daga Abrahams. Og flóðsins er ekki aðeins getið í sögunni af því. Gætnir söguritarar Súmera færðu í letur sögu lands síns, þannig, að þeir töldu upp kon- ungana. Konungatal þetta hefst á upptalningu afar voldugra stjórnenda, og síðan segir á þessa leið: — Síðan kom flóðið. Og þegar flóðinu linnti, var konungs tign aftur send af himni, og þá er sagt frá konungsætt, sem tók sér bólfestu í borginni Kish, og því næst frá konungsætt, sem gerði Erech að höfuðborg sinni. Uppgröftur okkar færði sönnur á frásögur þessar, sem margir höfðu álitið munnmælasögur einar. Gífurlegt vatnsflóð, sem ekki hafði átt sér neina hlið- stæðu allt til þess tíma, hafði átt sér stað skömmu fyrir Erech- tímabilið. Það var flóðið, sem um er getið í konungatali Sú- mera, flóðið, sem munnmæla- sögur Súmera greindu frá, og það var syndaflóðið, sem sagt er frá í fyrstu bók Mósesar. í frásögn Súmera segir (þótt þess sé ekki getið í Mósebók- inni), að fyrir flóðið hafi menn búið í kofum, sem byggðir hafi verið úr reyr, og undir leirlag- inu fundum við einmitt rústir af reyrhúsum. Nói byggði örk sína úr léttum viði og biki. Ofan á leirlaginu fundum við stóran bikklump, sem á voru för eftir körfuna, sem hann hafði verið borinn í. Sjálfur hef ég séð óunnið jarðbik úr gryfjunum við Hit, nærri miðbiki Eufrat- árinnar, látið í körfur til flutn- ings niður með ánni. Ég komst að þeirri niðurstöðu, að vatns- flóðið hlyti að hafa verið að minnsta kosti 25 feta djúpt, fyrst það hafði skilið eftir 11 feta djúpt leirlag á hæðinni, þar sem hin forna borg Úr stóð, og í frásögn Mósebókarinnar segir, að dýpt flóðsins hafi verið 15 álnir, sem eru um það bil 26 fet. Menn kunna að segja, að 26 feta djúpt flóð hafi ekki verið nein ósköp. En neðri hluti íraks er svo flatur og láglendur, að hafi flóðið verið það djúpt í Úr, hefir það náð yfir 390 mílna langt og 100 mílna breitt svæði. Syndaflóðið fyllti allan dal- inn, sem árnar Tígris og Eufrat renna um. Það færði í kaf allt byggilega landsvæðið milli eyði- markanna að austan og vestan. I augum fólksins, sem bjó þar, var það allur heimurinn. Flóðið gereyðilagði flest þorp- in og eyddi íbúum þeirra. Enda þótt einhverjar af þeim borgum, sem á hæðunum stóðu, hafi sloppið, hafa það verið fáliðaðar og örvílnaðar leifar þjóðarinnar, sem að lokum urðu sjónarvottar að því er vatnsflóðið fjaraði út. Það er því sízt að furða, þótt þeir teldu þessar hörmungar vera refsidóm Guðs yfir synd- ugri þjóð og lýstu þeim í mikil- fenglegum trúaróði. — HEIMILISBLAÐIÐ Inn til læknisins kom ókunnur maður og sagði brosandi: — Góðan daginn, læknir. Ég leit bara inn til að þakka yður fyrir allt, sem þér hafið gert fyrir mig. — En þér eruð ekki einn af mínum sjúklingum. — Ég veit það, en frændi minn var, og ég er einkaerfingi hans. M ESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. TheoL Heimili 686 Banning Street. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ — MESSUBOÐ — Messað verður sunnudaginn 24. apríl á þessum stöðum: Lundar, kl. 11 f. h. “Family Service”. Vogar, kl. 2 e. h. á ensku. Silver Bay, kl. 4 e. h. á ensku. Steep Rock, kl.8 e. h. á ensku. Séra Bragi Friðriksson ☆ Lúierska kirkjan í Selkirk Sunnud. 24. apríl: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 íslenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson Leiðrétting Stjórnarnefnd Elliheimilisins Stafholt, í Blaine, Washington, finnur ástæðu til að biðja Lög- berg að birta, við fyrstu hentug- leika, eftirfarandi leiðréttingu við frétt, sem stendur efst í öðrum dálki á 8. síðu Lögbergs sem út kom 3 marz síðastliðinn. Þar stendur: „Á nýafstöðnu þjóðræknisþingi tilkynnti for- seti á fundi að Elliheimilið Staf- holt í Blaine óskaði eftir konu eða stúlku, sem gæti tekið að sér ráðskonustörf á heimilinu". í þessu sambandi vill nefndin taka það fram, að hún hafi ekki beðið forseta Þjóðræknisfélags- ins fyrir neina slíka „tilkynn- ingu“ og að henni er alls ókunn- ugt um, hver kunni að hafa gjört það. Ummælin um núverandi ráðs- konu Stafholts, Mrs. Dómhildi Arnaldsdóttur, Krichevsky, — sem ekki verður séð á greininni hvort eru hluti af tilkynning- unni, eða koma frá fregnritar- anum, — telur nefndin mjög óviðeigandi og jafnvel meið- andi. Er hér sérstaklega átt við þessi orð: „en hún (ráðskonan) hafði dvalið þar (á Elliheimilinu) aðeins skamma stund, er- hún giftist rússneskum manni, sem hún hafði kynnst á leiðinni vestur“. Maðurinn, sem hér um ræðir, er ekki rússneskur held- ur Bandaríkjamaður, þó að lang- afi hans hafi komið frá Rúss- landi. Hafði hann stundað at- vinnu á íslandi og kynnst þar Dómhildi. Hér er því að ræða um ranghermi og slúður um einkamál ágætrar íslenzkrar konu, sem enn er ráðskona á Stafholti við ágætan orðstír og hefir hún áunnið sér virðingu og vinsæld þeirra, sem hafa kynnzt henni. Annars fimsst nefndinni það nokkuð undarleg þjóðrækni, sem gjörir sér það að gaman- málum að ata leir glæsilega og góða íslenzka konu, sem nýkom- in er hér vestur til okkar til að taka að sér erfitt og vandasamt starf við eina af okkar allra vinsælustu stofunum. Blaine, Wash., 15. apríl, 1955 í umboði nefndarinnar, A. E. Krisijánsson ENTER BARLEY CONTEST To be eligible to compete in the Manitoba Barley Contest, the barley grower must enter the Contest before July 15th, 1955. Secure your entry form from your Agricultural Repre- sentative or your elevator operator, send form to the Soils and Crops Branch, Department of Agriculture, Legislative Building, Winnipeg 1, Manitoba. This space contributed by: Winnipeg Brewery Limiled M.D. 354 Fullkomnasta . . . Úrvals aðbúð farþega Lægsta flugfargjald til íslands FljúgiíS skemstu hringíerSina tii Reykjavlkur við því lægsta flugfargjaldi, sem fáanlegt er. Hinar óviSjafnanlegu fjögra hreyfla Douglas Skymaster vélar, er skandinaviskir flugmenn, sem notið hafa U. S. æfingar stjórna, veita hina fullkomnustu flugferðatækni, þægindi og ávalt lent á áætlunartíma. Þér njótið ágætis máltlða, hallandi sæta og fyrsta flokks afgreiðslu ferðina á enda. Bein samhönd við alla Evrópu og Mið-Austurlönd. Frekari uirplýsingar og verð fargjaltla hjá ferðaskrifstofu ,vðar n n n ICELANDICl AIRLINES ulAalju 15 West 47»h St„ N. Y. 36, Pl 7-8585

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.